Heimskringla - 29.11.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 29. NOVEMBER 1900.
PlTBLISHKD B V
The Heimskringla News & Publishing Co.
Verð blaðsins i Canada op Bandar. $1.50
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
Islands (fjrrirfram borgað af kaupenle
um blaðsi ns hér) $1.00.
Peninfíar sendist í P. O. Money Order
fleKÍstered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir & aðra banka en f
Winn ipep: að eins teknar með afföllum
R. 1>. Rnldwinson,
Editor & Manager.
Offiee . 547 Main Street.
P.O. BOX 305-
Vinnuframboð
F. B. Andersons.
Tilkynning1 sú um markverðar
uppe'ötvanir sem hra Fr. B Anderson
geiur lesendum H.kringlu í síðasta
blaði eru þessverðar að landar vorir
Austan hafs og Vestan taki þær a.I-
varlega til greina.
Það efast sjálfsagt enginn um að
Mr. Andersen meinar vel með vinnu-
framboði sínu. Hann er þektur að
því að vera einlægur vinr Islands og
fsl. þjóðarinnar og að vilja vegsemd
hennar og sóma og velferð lands-
ius .Þótt að Vestur-Islendingar eigi
aðgang að ymsum ritum hérlendum
sem fjalla um raffræði, þá eru þeir
vel teljandi sem hafa full not af slík-
um bókum og miklu væri það full-
komnara að eiga eina slika raffræði-
bók á voru eigin máli, með því líka
að ætla má að sú bók er Mr Ander-
son mundi rita, hefði inni að halda
ýms þau atriði, sem oss varðar sé -
staklega, bæði þá sem búa hér í
landi og ekki síður hina, sem hafast
við á ættjörðunni út við íshafið. Það
má ganga að þvf vísu, að Frímann
er fær um að rita slíka bók, miklu
færari, að líkindum, en nokkur ann
ar núlifandi Islendingur, og vér
teljum það víst, að bók hans verði
vel verð þeirra peninga, sem hann
biður um fyrir hana,sem er $1 h vert
eintak, 100 blaðsíður, eða 1 cent síð-
una. Sanngiarnt hefði oss þótt það,
að stjórn íslands hefði stutt Mr. And-
erson að útgáfu þessarar bókar með
því að veita honura hæfileg ritlaun
fyrir handritið, segjum 2000 krón-
ur, og láta svo gefa hana út á Iands-
sjóðs kostnað og útbýta gefiDS á Is-
landi, svo sem 5000 eintökum. Þvf
annað hvort er um það, að Frímann
erekkifærum að sanna staðhæting-
ar sínar um hagnað þann sem ís-
land getur haft af því að færa sér í
nyt Þær leiðbeiningar sem hann
getur getíð um ódýra hitun hýbýla á
íslandi, eða að þær upplýsingar eru
meira virði en því er nemur útgáfu
bókarinnar. Og þó að við nánari
rannsókn málsins það skvldi reyn-
ast svo, að landstjórnin sæi sér ekki
fært að starfa í þessuin málum sam
kvæmt bendingum Andersons, eða
áliti gögn hans ebki svo óyggjaudi,
að eyðandi væri lé til þess að rann-
saka gildi þeirra, pá væri samt
nokkru til kostandi að eiga sáman
dregið (eina bók allar þær upplýs
ingar og sannanir, sem hann kveður
sig færan og fúsan til að veita.
Vér erum algerlega samdóma
Mr. Anderson urn það að framtíðsr-
framför Islands—ef það annars á
nokkra verulcga framför í vændum
—verður að byggjast á notkun raf-
aflsins, bæðf til hitunar og lýsingar
hýlýla og líl ■>amgangnajinnanlands
<>,• .,i liétt.M.-ci >1 nga innaulands og
n< :.i; .-aiiiband' sið nmheiminn, og
eii'i.i.-:, en rkki sizt, til þess ar knýja
vélar vió hs . rskyns þann iðnað, er
hagt er a<) hafa á Islandi.
En svo er enginn ástæða til að
efast uni, að Mr. Anderson hafi gild
og góð rök fyrir staðhæfingum sín-
uni, en þær sannanir, sem hann
kveðst hafa fyrir því, að ísl. geti
sparað »'r miilíón króna útlát á ári
hvtrju með því að landsmenn taki
upp þá aðferð til hitunar og lýsing-
ar, sem hann kveðst hafa áreiðanlega
fundið. Því skyldi hann ekki hafa
eins mikla þekkingu á þessum mál-
um og vit til aðdæma um það, hvað
hentngast jværi að nota á Islandi,
eins og aðrir menn, þótt útlendir séu
sem ekki hafa fengið meiri mentun,
þekkingu eða lífsreynslu en hann.
Allra hluta vegna finst oss það
rctt og sanngjarnt, að Islendingar
hér og heima sinni boði Mr. Ander-
sonar, að skrifa sig fyrir bæklingi
þeim, er hann býður að rita. Hkr-
skal fúslega veita móttöku pöntnnum
fvrir bók hansfrá hverjum þeim sem
vill senda þær hingað á skrifsrofuna.
Vínbannslögin.
Manitobastjórnin heflr ákveðið
að leggja það undir úrskurð dóm-
stólanna, hvort vínbannslög þau, er
staðfest voru á slðasta fylkisþingi,
séu samkvæmt ákvæði stjórnarskrár-
innar nm vald fylkjanna til að
semja slík lög. Spurningar þær er
sem dómstólarnir verða öeðnir að
skera úr, eru þessar:
1. Hafði fylkisþingið vald til að
lögleiða vínbannslögin, og ef ekki,
að hverju loyti heflr það yfirstigið
vald sitt ?
2. Hafði Manitobaþingið vald til
þess að lögleiða ákvæði þau sem tek-
in eru fram f 47 48. 49. 50, 51. 52.
53. 54. 55 og 56. grein í nefndum
vínbannslögum, eða nokkurt þeirra,
samkvæmt skýringargrein .19 I
nefndum lögum, og ef svo, hver
þeirra ?
2. Hafði Manitobaþingið vald til
að lögleiða ákvæðin í 47. 48. 49. 50.
51.52.53.54. 55. og 56. greinum
nefndra laga, eða nokkurt þeirra, og
ef svo, hvert af nefndum ákvæðum
án þeirrar skýringar sem tekin er
fram í 119. gr. nefndra laga?
4. Hafði Manitobaþingið vald til
þess að gera tyrirskipanir um tak-
mörkun á sölu eða geymslu áfengis,
ef bruggurum eða öðrum í fylkinu,
sem hafa leyfi til þess frá ríkisstjórn
inni í Canada, að húa til í Manitoba
áfenga- og aðra drykki, eins og gert
er með 47. 51. 54. gr, og annarstað-
ar í nefndum lögum.
5. Ilafði fylkisþingið vald til að
lögleiða takmörkun á, eða bann
gegn því að gefa áfengi án endur-
gjalds af réttum eiganda þess, cftir
að vínið hefir verið löglega flutt inn
í fylkið, eða löglega fengið á annan
hátt af eiganda þess ?
6. Ef Manitobaþingið heflr ekk-
ert vald til þess að banna innflutn-
ing áfengis í fylkið, hefir það þá
vald til þe-s að ákveða það ólöglegt
að sá er kaupir vín inn í fylkið (Im-
porter) hafi áreiðanlegan umboðs
mann, beimilisfastan hér í fylkinn,
til þess að kaupa vínið inn í fylkið I
hans nafni, eða til þess að banna inn
flutning víns með hjálp þess um-
boðsmanns ?
7. Hefir fylkisþingið í Manitoba
vald til þess að banna umboðsmanni
í Manitoba að geyrna í vörzlum sín-
um fyrir hönd þess búanda, sem
kaupir inn vínið, það vín, sem þann
ig er keypt með hjálp þess umboðs-
manns, þar eð vínið er eign búand-
ans, en ekki umboðsmannsins. Svo
að sá búandi megi taka af því heim
ti! sín smátt og smátt eftir því sem
hann þarfnast þess.
8. Hefir fylkisþingið valdtil þess
að ákveða að engin sala víns til
flutnings út úr fylkinu, skuli gerð
I fylkinu, nema svo að eins, að það
vín sé afhent kaupanda þess, á ein-
hverjum stað út úr fylkinu?
9. Ef ekki, hefir þá fylkisþingið
vald til þess að knýja hvern þann,
erkaupirinn í fylkinu, til þess að
flytja það út fvrir takmörk þess, án
þess að opna ílát það eða deila úr
því, sem vínið er I. um leið og hann
veitir því móttöku frá seljanda ?
10. Koma ákvæði vínbannslag-
anna I bága við, eða skerða réttindi
IJudsonflóafélagsins, sem þau eru
trygð með ákvæðagjjfni I afsalsbréfl
(deed) til krúnunnar, og með ýmsum
stjórnarráðs ályktunum I sambandi
við það, og ef svo, að hverju leyti ?
11. Er f iudsonílóafélagið skyld.
ugt til að fara eftir ákvæðum þess-
ara laga, eða kemur það undir áhrif
þeirra. Ef ekki algerlega, þá að
hverju leyti ?
Þetta eru spussmálin, sem dóm-
stólarnir eru læðriirað skera úr með
dómi, en í sambandi við athugun
þeirra, veiða dómararnir að taka
ýmislegt til greina'annað og íleira,
en það sem þar er tekið fram, svo
sem það, að þegar lögin voru sam-
þykt, þá voru hér ýmsir vínbrugg-
arar og vínkaupmenn, sem daglega
kevptu og seldu vörur sínar inn I
fylkinu og út úr því. Sumir þessir
kanpsamningar hljóðuðu upp á af-
hendingu vínsins, mörgum m/umð-
um, ef til vill árum eftir að salan
var gerð. En þessi lög, ein3 og þau
eru útbúin frá þinginu, gera það
mjög tvísýnt, hvort hægt er að fram-
fylgja sumum af þessum sölu- og
kaupsamningum. Aðal áherzlan
mun þó verða lögðá það, að ineð
samningum þeim milli Canadastjórn-
ai innar og Hudsonflóafélagsids, sem
gerðir voru þegar félagið seldi rík-
inu alt það land, sem nú myndar
Manitobafylkið, þá voru félaginu
veitt óskert verzlunarréttindi I þessu
landi um aldur og æfi—eins og það
hafði meðan það var eigandi lands-
ins, og í því leyfi felst vínverzlun,
Félagið heldur því fram, að fylkíð
hafiekki vald til þess að svifta sig
þessum rétti sinum- Nú verða dóm-
stólarnir að skera úr því til fulln-
ustu, hvort það hefir rétt fyrir sér í
þessn máli. Vinni félagið, þá falla
lögin.
Bæjarmál.
Borgaistjóri Wilson skýrði bæj-
arbúum frá því á fimtudaginn var, I
Winnipeg-leikhúsinu, hvernig fjár-
hagur bæjarins stæði við enda þessa
yfir standandi árs, og setjum vér hér
útdrátt úr þeirri ræðu. Hann sagði
að aðalskuld bæjarins væri $3,495,
584, og þar að auki skuld fyrir um-
bætur, sem gerðar haö verið í bæn-
um: $939,200; svo að öll skuld bæj
arins væri $4,34,784, eða sem næst
hálf fimta millíón dollars. Frá þess-
ari upphæð ætti þá með réttu að
draga $700,000 fyrir nýja vatnsverk
ið og $60,000 fyrir rafljósastofnun-
ina. Moð því að báðar þessar stofn-
anir gæfu bænum mánaðarlegar inn-
tektir; enn fremur ætti að draga frá
skuldinni $939,200 fyrir sérstakar
umbætur, með því að þessi upphæð
væri trygð bænum með sérstökum
aukaskatti bæjarbúa (Frontage tax).
þessar upphæðir til samans eru $L
699,200, sem ætti að dragast frá
aðalskuldinni, og er þá eftir $2,755,
584. í viðbót við þetta væru þá
$501,750 skuld fyrir skólabygging-
ar og kensluáhöld og annan kostnað,
svo að öll skuld bæjarins væri sem
næst $54.70 á hvert mannsbarn I
bænum, cf tala bæjarbúa væri 50
þúsund manns. Öll útgjöld bæjar-
ins á þessu ári, sem nú er að líða
eru $869,390. Til að mæta þeirn
kostnaði hefir viðskífta bankar bæjar
ins lánað bæjarstjórninni $525,802
á móti þessari skuld við bankana
hefii' bærinn óseld skuldabréf fyrir
$488,512 og að auka óborgaða skatta
355,4 45, Skattarnir fyrir 1900
námu $725,124, en frá því dragast
umbótaskattar $152,681, svo að
skatturinn alls verður $572,442; svo
eru óborgaðir skattar frá fyrri ár
um, $83,003, svo skattainntektir
þessa árs eiga að verða um $663445.
Alt þetta gengur beint til nota fyrir
bæinn, en auðvitað er búið að ávísa
um $300,000 af þessari upphæð.
Verða þá eftir $355,445 til þess að
mæta $525,588 skuld við bankarm
og $343,802, sem tekið var að láni
af viðlagasjóði bæjarins. Inntektir
bæjarins hefðu ekki mætt nauðsyn-
legum útgjöldum um nokkur undan-
farin ár, en bærinn hefir lagaleyfi
til að gefa út skuldabréf fyrir $264,
414 meira en hannjhefir tekið að
láni. Það er að segja, bærinn “getur
aukið sknld sínn um þessa upp; cð,
alt þar til skattskyldai eignir hans
nema $25 miliíónum, þá hefir bær-
inn enn þá hærra lánstraust, og þar
sem bærinn nú þegar hefir skatt-
skyldar eignir fyrir meiru en
nelndri upphæð, þá getur hann tekið
enn þá meira lán, ef þörf gerist.
Daglauna- og ‘‘Con-
tiact“-vimia
Umræður um þetta mál hafa
verið eridurnýjaðar I blaðinu I til-
efni af kostnaðinum við nýja Winni-
peg-vatnsbólið. Það lék snemma
grunur á að því verki væri ekki
haganlega stjórnað og að kostnaður-
inn við byggingu húsanna vær fram
úr öllu hótt mikill. Féhirðir bæjar-
ins sýnir að húsin með brunninum,
sem vatnið er dregið úr, hafl kostað
$52,508. Þar af hafi byggingaefníð
kostað §24,951, en vinna $27,556,
eða meira en helmingi meira en
byggingaefnið. Þetta er talið óhóf-
lega mikili vinnukostnaður. Það er
sannað að við öll opinber bæjarverk
kosti vinnan vanalega um 25 per ct.
og í einstaka tilfel'um geti vinnu-
kostnaðurinn stigið upp I 30—35 per
cent mótsvið efnið, og að yfirleitt
stigi vinr.ukostnaðurinn aldrei fram
yfir J á móts við kostnað bygginga-
efnisins, en við þetta vatnsból hefir
vinnukostnaðurinn hlaupið upp I
104 per cent á móts við byggingaefn-
ið. Þeir fjórir byggingafræðingar,
sem bæjarstjórnin fékk á dögunum
til að yfirlíta verkið og gefa álit sitt
um það, hvers virði húsin og brunn-
urinn væri, hafa lýst yfir því áliti
sínu, aðþauséu $32,944 virði, en
það er $19,000 minna en kostnaður-
iuu hefir orðið og því er haldið fram
að allur þessi aukakostnaður stafi af
því, að verkið var gert með dag-
launavinnu, en ekki “contraet”-
vinnu. Til að styrkja réttmæti þess
arar staðnæfingar er sýnt fram áþað,
að ýmsir saurrennuskurðir, er gerðir
hafa verið á kostnað bæjarins hafa
orðið talsvert dýrari heldur en “con-
tractors” buðu að gera þá fyrir sam-
kvæmt þessari skýrslu:
O W
< ^ Ö W lb có ði CD cp' N »Ó -Í
L ' QU __i I i A
I
s
to
os
P
v>
O
*
o IN ‘‘7 co ® h N
iO <M CO
ö o i> t-' ö 3 ®
CO -}i N CO H Cí
(N O OO »0 CÓ
X
e*
"888838S88
® O I-
S
00 § t- jo h* in iO
a
o
.■ u
O
8 &
£ tx
m °
<D
£
. >
< I s
® S ^
tc u P
aS V a6
B ? ® s ö ö-s
CL, & <jH <tj p* « m
m
: g-g
S
a rtí -S
r'i a
Þessar tölur eru áreiðanlegar.
Spursmálið er að eins um það, hvort
þessir skurðir eru þeim mun betur
gerðir með daglaunavinnu og því
þess meira virði til bæjarins, sem
nemur kostnaðinum við byggingu
þeirra fram yfir tilboða upphæðirnar
Auðvitað er mismunurinn á þessum
kostnaði svo lítill í sumum tiifelluin,
að tæpast er orð á gerandi. Iín I
öðrum e‘r hann stórmikili, ogalls er
niismunurinn á. öllum ofantöklum
skurðum til samans all-tilfinnanleg-
ur og nægur til þess að vera öílugt
vopn I hendi þeirra, sem eru and-
vígir daglauna stefnunni við opinber
verk. Sem eitt dæmi þesshve lærð-
ir verkfræðfngar eru oft óverkhvggn
ir menn, er dregið fram það dæmi,
sem koin fyrir hér I bænum fyrir fá-
um vikum, I sambandi við nýja
vatnsverkið. Brunnur sá sem gratín
hafði verið, gaf svo mikið
vatn, að til vandræða horfði og verk
fræðingur bæjarins sá ekki annan
veg til þess að firrast skaða af
vatnsrenslinu, en þann, að láta fylla
hann upp og grafa svo aðra t o
brunna nokkru fjær byggingunum,
sem vonað var að gæfu hæfilegan
vatnsstraum og ekkert meira. Þessi
uppástunga -var samþykt af verk-
frædingi í Toronto, sem fengin var
til að koma hingað vestur og yfirlíta
verkið. Þessi brunngröftur var á
ætlað að mundi kosta bæiun um
$8000. Það var þá sem bæjarfuli-
trúi Ross, sá sem nú ersagt að ætli
að sækja um Viorgarstjónistöðuna,
lét þi skoðun sína í ijós, að ekki
mundi þörf á þessum brúnnagreftri,
og að sér sýndist meira vit í að fylla
hann upp og búa um þannbrunn sem
þegar var gratínn, að hann gæli
að eins nægilega mikið vatn til
bæjarþarfa. Mr. Ross hélt þessu
máli svo fastfram, að tillaga hans
var tekin til greina. Brunnur vatn
verksins var lagaður eins og Mr.
Ross sagði fyrir og er nú í bezta
lagi. Kostnaðurir.n við það verk
var að eins $700, og með því voru
bænum spörnð $7,300 ónauðsynleg
útgjöld. Þetta dærni sýnir hve afar
áríðandi það er fyrirbæjarbúa sjúlfa
að veita síuum eigin bæjarmálum
hæfilegan gaum um leið og það
sýnir hversu viðsjárvert það getur
verið fyrir hagsmuni bæjarbúa að
reiða sig eingöngu á álit verkfræð
inga sinna, þó þeir séu lærðir og vili
bænum alt hið bezta i ráðum sínum
og framkvæmdum.
Oss deltur ekki í hug, með einu
orði, að andæfa daglaunavinnustefn-
unni, en vér álítum réttaðgjald-
þegnar bæjarins gefi því máli alvar-
lega og skynsamlega umhugsun
Það er um það, eins og önnur mál,
að menn komast að sannleikanum
við Ijós reynslu og þekkingar.
Atvinnuleysingjar 1
Nýja Sjálandi.
Nýja Sjáland er talið á undan
öllnm öðrumlöndum heimsins ítilliti
til þess hve vel það fer með þá sem
eru atvinnulausir. Stjórnin þar hef-
ir ákveðna stefnu að útvega sem
allra flestum atvinnuleysingjum eitt-
hvað að gera, svo að þeir geti alið
önn fyrir sér , án þess að þurfa að
þyggja styrk af annara fé. I hverri
borg, bæ, þorpi og sveit eru sérstak-
ar skrifstofur undir umsjón vinnu-
máladeildar stjórnarinnar, þar sem
atvinnulaust fólk getur gefið sig
fram til vinnuframboðs, oger það þá
tafarlaust sent hingað og þangað um
landið, til þess að erfiða við ýms op-
inber störf, svo sem járnbrautir.hafn-
bætur og ýms verk, nem látin eru
fara fram uudtr umsjón stjórnarinn-
ar. Fkki er þessu fólki dreiít út eða
vísað á burt þegar vinnan við þessi
opinberu verk eru þrotin, heldur er
það sett á lönd og vinnu þeirra hag-
að þar svo, að það er lútið liafa fé-
lagsbú með stjórninni, þannig: að
vinnuarðurinn skiftist hlut.fallslega
milli vinnendanna sjálfra, er leggja
fram tíma sinn og vinnuafl, og
stjórnarinnar, sem leggur til löndin
vinnuáhöldin og fæði og klæðin.
Þeir sem óska þess, fá lönd hjá
stjórniuni, sem heimilisréttarland, en
stjórnin leggur fram nægilegt fé til
þess að ryðja og yrkjalöndin' og til
að koma upp nauðsynlegum bygg-
ingum. Á þennan hátt eru þeir
gerðir að velstandandi sjálfseignar
bændum, sem áður vóru atvinnu-
lausir. En þó er þess að gæta, að
mennirnir verða sjálrtr að hafa hug
á og og leggja alla alúð vtð að
bjarga sér og sínum. En af því að
allir menn eru ekki þannig gerðir að
þeir hafi mannrænu að verða sjálf
ir landeigendur, þá er jafnan stór
hópur manna, sem eru atvinnulausir
og aðeins fást til að vinna, ef þeim
er fyrirhafnarlítið rétt verkið upp í
hendurnar. Til þessað halda þeim
mönnum við og venja þá á starf-
semi, þá hefir stjórnin tekið það fyr-
ir að Iáta ryðja og rækta stór land-
flæmi á ýmsum stöðum í landinu.
Þessi landflæmi eru keypt fyrir sann
gjarnt verð af ýmsum landeigend
um og gerð að opinberum löndum
Síðan lætur stjórnin mæla lðndin
upp í smástykki, lætur byggja vegi
gegnum þau, reisa byggingar á þeim
og gera aðrar nauðsynlegar umbæt-
ur. Til þess að vinna þessi verk,
notar stjórnin þá inenn með lúgu
kaupgjaldi, sem annars munda vera
iðjulausir. Síðan seiur stjórnin
löndin þannig bætt i'yrir ákveðið
verð og heíÞJgóðan hagnað af því.
Sem dæmi má nefna Cheviot land-
eignína, um 80,000 ekrur að stærð,
sem stjórnin keypti nýlega. Alt það
landíiæmi var áðar notað til hags-
muna fyrir að 'eins eina (jölsky)du.
En síðan það komst í eign stjórnar
innar og gerðar voru umbætur á því
hefir það stöðugt framfleytt 2000
menn, ]>ó áður væri þar að eins ein
fjölskylda.
Ellistyrkur er veittur öllum
þeim sem fyrir ellisakir eru orðnir
of laslmrða t.il að geta nnnið sér
brauð, og fulinægja að öðru leyti á-
kveðnum skilyrðum. Sérhver sá
sem búið lieflr í nýlendunni í 25 ár
og sem heíir minni árlegar inntektir
en $170. fær 25c. ellistyrkjá'hverjum
degi svo lengi sem] þeir lifa. Þessi
ellistyrkur er talioTsjálfsfigð viður-
kenning þessjjað gamalmennin eigi
skilið að tú að njótaj nokkurt hluta
af þeiiti anðæfam^sempjjþeir hafa
hjálpað tilað safna fvrir þjóðarheild-
ina á meðan þeir voru með fullu
565 og 567 Hain St r.
FREMSTIR ALLRAI
Mikil gjaldþrota sala.
Vér höfum keypt allar vör-
ur Mr. J. C. Binn’s í Rat
Portage.
með stórmiklum afslætti sem nemur
40% fyrir neðan innkaupSverð.
Þessar vörur koma nú daglega
til bæjarins og verða að seíjast
fyrir peninga, tafarlaust. Þess-
ar vörur eru aðallega karlmanna-
og drengjaföl, stígvél, skór og
Rubbers, ullarvoðir og alt annað
er lýtur að karlraanna útbúnaði.
Til þess að koma þessum vörum
som allra fyrst í peninga, höfum
vér ákveðið að gefa helfingi meiri
Trading Stamps með hverju doll-
arsvirði, sem keypt er, en vanalega
gerist. Salanbyrjar20 Nóvember.
Allar vörur eru seldar með lægra
verði en smákaupmenn geta keypt þær
inn fyrir i heildsölu.
Komið, skoðið og kaupið meðan
tækifærið er.
Red Trading
Stamps.
505 og 507 Main St.
. ---Cor. Rupert St.
fjöri og vinnukröftum. Þjóðin flnn-
ur sér skylt að veita þeim þessi eftir-
laun og telur það ekki eftir þiggj-
endunum.
Stórveklin Kínar.
Stórveldin í Kína eru ekki öll á
eitt sátt i tilliti til líflúts hegningar,
sem þeir vilja láta framkvæma á
þeim embættismönnum Kínastjórnar
sem tóku þátt með Boxers-félaginu í
uppreist þeirra gegn kristnu fólki
þar í landi. Þýzkaland og flest hin
stórveldin gerðu þær kiöfur að viss-
ir embættismenn þar eystra skyldu
teknir af lífi, en Kínas’.jórn neitaði
því algerlega. Bandaríkin skera
fyrst npp úr með það, að þau geti
eklci aðhylst þær kröfur, og að vit-
urlegra mundi vera að gera kröfurn-
ar þannig, að Kínastjórn fengist til
að ganga að þeim, svo að sátt og
samkomulag geti orðið ári þess að
þurfa að halda æmum herflokkum
þar í landi um langan tíina. Þessi
skoðun Bandamanna hefir ;orðið of-
an á hja flestum þjóðunum. Kússar,
Frakkar og Japanar liafa fallistá
þær og Þjóðverjar eru væntanlegir
að slaka til, svo að’sætt komist á.
Enda hefir Kínastjórn látið það fylli
iega í Ijós, 'að liún láti ekki kúgast
af stórþjóðunum til að ganga inn á
neina samninga, sem hafajþau skil-
yrði að láta taka af lifi, þá sem hún
telur ágætustu menn þjóðar sinnar,
cg til þe-s að sýna alvöru í þessu
máli, hefir hún látið safna miklum
her á ýmsnm stöðum í] landinu og
sett þá inenn til yfirstjórnar hersins,
sein sambandsþjóðirnar' heimtuðu að
yrðu líflátnir. Sumir þessir menn
ráða nú yíir herfiokkum. vel útbún-
um að vopnum og vistum, sem eru
frá lu.OOO til 20,000 hermönnum.
Kínastjórn segir Jjví við sambands-
þjóðirnar á þessa leið: Þér heimtið
líf þessara ma-nna. Þcireru aðfinna
á þessum ákveðnu stöðum. Faríð
til þeirra og takið líf þeirra ef þér
getið. Einn þessara priusa er með
10,000 hermenn um 15 mílur vegur
frá aðalherstöðvutn sainbandsþjóð