Heimskringla - 20.12.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.12.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKKINULA 20. DESEMBER 1900. PUBLXSHED BY The lleimskringla News & Publishing Co. Verð b'.aðsins í Canada or Bandar. 81.50 um árið (fyrirfram borgad). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) 81.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum B. L. Baldnrinson, Kditor & Manager. Office . 547 Main Street, P.o. BOX 305- Baslara skattur. Það mál er að festa æ dýpri ræt- ur í huga og hjörtum stjórnmála- manna á Frakklandi, að svo höið megi ekki lengur standa. Þjóðin er að smækka af því að einstakling- ar hennar eru að fækka. Alþýða manna þar í landi virðist vera treg- á að ganga í hjónaband og giftingar eru orðnar þar nö fremur undantekn ing, en almenn regla, Þetta hefir að vísu lengi hrunnið við á Frakk- landij að giftingaar hafa þar verið færri og fólksfjölgun smærri en í flestum ef ekki ölium öðrum lönd- um heimsins, og vaxandi mentun al- þýðunnar færir þetta ekkert í lag, hávaðinn af því fólki, körlum og konum, sem komin eru til vits og ára virðast vera algerlega ófáanlegt til þess að ganga í hjónabandsstöð- una. Að vísu er þetta engin ný bóla þar í landi. Einlíflseðli fólks- ins hefir brunnið þar við frá eldri tímum, og það hefir mikið verið rætt og ritað af beztu mönnum þjóð- arinnar, hvernig hægt væri að ráða bótá þessu þjóðarmeini, hvernig hægtyrðiað örfa hjáskaparlöngun fólksins, espa það til ásta, ef svo mætti að orði kveða, en alt af heflr eitthvað f>ótt að öllum þeim ráðum, sem bent heflr verið á, til þess að kippa þessu í lag og ekkert heflr orðið úr framkvæmdum. Menn fundu sárf til þessa á Frakklandi á þeim tíma sem Canada var fyrst að byggjast, þegar land þetta alt laut yflrráðum Frakka. Sagan segir að frumbyggjarnir í Canada af frönsku kyni, hafi flestir verið karlmenn af glæpamannaflokknum oggamlir upp gjafahermenn. Yflrleitt voru þetta hraustir menn og mörgnm góðum hætileikum búnir, en iífsstaða þeirra í föðurlandinu hafði knúð þá til ein- lífls eða þeir höfðu þegið það í arf frá forfeðrunuui að vilja ekkí kvong ast. Þegar þessir menn tóku að fjölga í Canada, þá hreyfði stjórn- vitringurinn Colbert því, að máli heima hjá sér, að öll nauðsyn bæri til að búa svo um hnútana að þessir menn gætu átt kost á að njóta hylli og meðhjálpar kvenna þar út,í ný- lendum. Hjarta hans brann af með aumkun til þessara útlaga i einlífl þeirra á hinurn köldu ströndum Ca- nada, að hann naut hvorki svefns né matar fyr en hann var búinn að fullkomna og koma í framkvæmd því áformi sínu að flytja konur frá Frakklandi til Canada. Nokkrir skipsfarmar af hraustum og fram- gjörnum konum á ýmsum aldri voru fluttar til Quebec, þar var þeim tekið tveim höndum af böslurunum. Þeir sem fyrstir komu gengu í val- ið, hinir sem síðar komu, tóku feg- insamlega við því sem 'að þeim var rétt. Og afleiðingin af þessari hreyf ingu varð sú, að allar konurnar giftust, og að því er vér vitum, vóra hjónaböndin ánægjuleg og kynsæl, enda voru á þeim tíma engin lög í landi, er leyfðu hjónaskilnað. Fólk- inu fjölgaði óðum og innan tiltölu- fárra ára var ný ung kynslóð risin upp. Þegar þar var komið sögunni vóru útflutningar frá F'rakkiandi orðnir mjðg almennir. Fólkí Que- bec giftist strax á unga aidri og áttu stórar fjölskyldur og hefir sú regla lialdi3t við þar í fylkinu fram á þennan dag. Uundruð og þúsundir bænda í Quebec eiga yfir 12 börn á lífi. Það eru tiltölulega fá ár síðan Mercic sál., sem þá var stjórnarfor- maðui i (juebec, bauð að gefa hverj- um bónda 100 ekrur af óyrktu stjórnarlandi, sem ætti 12 börn eða þar yfir, á lífi, og kröfurnar til þess- ara landa urðu svo margar, að Mr. Mercier varð eftir fáa mánuði að afturkalla landboð sitt, með því að öll þau fylkislönd, sem hægt var að nota til verðlauna á þenna hátt voru þá uppgengin. Yfla höfuð heflr það verið stefna stjórnarinnar og klerka valds í Quebec, að örfa fylkisbúa til þess með öllu leyfilegu móti að auka kyn sitt og gera fylkið að mann- mörgu og voldugu fylki. Stjórn- fræðingar á Frakklandi virðast eng- an skilning hafa á því, hvernig staðið geti á þeim mikla mismun, sem auðsjáanlega er á fólki þeirra I heimalandinu og þeím, sem búsettir eru í Quebecfylki, að því er kynsæld snertir. Menn hafa tekið eftir því, að það fólk sem með engu móti vildi giftast meðan það var á Frakklandi, heflr gengið í hjónahand strax og það kom til Ameríku og búnast þar vel, svo að fólksfjölgun er þar til- tölulega eins ör, eins og hún er,þverr andi á heimalandinu. Menn eru farnir að komast að því, að víðátta landsins í Ameríku, landrýmið þar og löggjafarstefnan, eiga ekki alliít- inn þátt í þessum mikla mismun mitli Frakka í föðurlandinu og hinns sem búa í Ameríku. Hér í landi er land- eignin nóg og atvinnuvegir marg- víslegir og arðsamir, svo að menn geta staðið straum af fjölskyldum sín im, þótt þær séu stórar. A Frakklandi á hinn bóginn er þétt- býli og landþrengsli mikil og sam. kvæmt landslögum ganga fasteignir að jöfnum skiftum milli barna lát- inna foreldra. Þettu hefir verið svo um langan aldur, og nú er svo kom- ið þar í landi, að eignirnar eru orðn- ar svo sundurtættar og smáar að þær framfleyta í mörgum tilfellum ekki eigenda þeirra þótt einhleypur sé. Ýmsir þessara einstæðinga lifa sultarlífi. Þeir vita að ef þeir tækju sér konur, þá yrði það til þess að þær yrðu að svelta með þeim á lönd um þeirra, og þess vegna áræða þeir ekki að ganga í hjónaband- Það er siðferðislega, en ekki eðlislega, hlið málsins, sem þeir fylgja í þessu efni. Þess vegna er það rangt og synd samlegt af stjórnmálamönnunum frakknesku, að ætla sér nú að knýja menn með skattálögum til þess að taka sór konur, þegar þeir hljóta að vita, að efnin leyfaþessum vesalings böslurum tæplega að lifa sómasam- lega þó þeir hafl að eins fyrir sjálf- um sér að sjá. Þeim væri miklu nær að fara að dæmi gamla Colberts aðsenda úttil Canada nokkra skips- farma af einhleypingum af báðum kynum; rýmka til í heimalandinu og leggja þannig upp f höndur þeirra, sem vilja lifa í hjúskap, möguleikann til að gera það- Land skal með lögum byggja- (Niðurlag). VínSölubann. Ríkið getur ekki bannað vínsölu, ,en það er stranglega á móti henni, eins og það frekast getur komið sér við. Lögin leyfa engar drykkjustofur, en veitingamenn fá leyfi til að meðhöndla vín. En sjáist nokk- ur koma út frá þeim drukkinn, eða lík- ur fyrir að vera undir áhrifum vín anda, er e gandi veitingahúsanna tek- inn fastur og sektaður. Komi það sama fyrir aftur, er hann sektaður afar sektum og fær ekki leyfi aftur um aldur og æfi. í Nýja Sjálandí sért varla einn maður á ári drukkinn nú orðið. Járnbrautir á ríkið. Fyrsta braut- in var fullgerð 1863. Nú hefir stjórnin um 1000 milur af járnbr. í notkun. Mennirnir sem vinna við járnbrautir, halda þeirri vinnu um lífstíð, ef þeir vilja. Járnbrautamenn fá ao kjósa sér verkstjóra Full 6000 verkamenn vinna þar við járnbrautir og flutning. Þeir hafa hér um bil 30 per cent h ærra kaup en sömu verkamenn hafa í Ameriku. Þeir vinna 8 stundir á dag. Ferðamað- urinn getur farið 30 mílur að eins fyrir 10 cent, en í Araeríku fara menn um 3 mílur fyrir 10 cents. A llir fá fyrsta farrými fyrir þetta fargjald. Þrátt fyrir þetta afurlága fargjald, fær stjórn in að meðaltali í árlegan ágóða 2,250 þúSund dali. * Fregnþræði og talþræði á þjóðin sjálf. Notknn þeirra er hér um bil 500 per cent ódýrari, en okurleiga ein veidisfélaganna i Ameríku. Samt er beinn ágóði af báðum þessum fregn- og talþráðura. Verkamenn vinna 8 stund ir á dag og eiga hálfan dag frían í hverri viku. Stjórnin sér enn fremur um allan inabyrðis flutninig, og njóta allir góðs SÞar af. Sparisjóðir í sambandi við pósthúss- kerfið. Sú aðferð er einkennileg fyrir Nýja Sjáland, og ákaflega vinsæl og gagnleg. Hver og einn má leggja i sparisjóð. sem greinjer af í hverju póst- húsi í landinu, alt aú 25.000 dölum, en meira ekki. I þessum pósthússspari sjóð er nú svo rnikil upphæð, að nemur 45 dölum á hvert nef í landinu, eða alls 3 600.000 og er það álitlegur skild- ingur, Þar strjúka ekki banka gjald- kerar né þjónar dagsdaglega til Suður- Ameríku eða Canada. Friskólafyrirkomulagið í Nýja Sjá- landi er hreinasta afbragð, Oll börn á milli 7 áraog 14 verða að ganga áskóla- Þar eru aðrir skólar og háskólar fríir aðgöngu. Oll skólabörn hafa fritt far að og frá skólunum með járnbrautum, sem búa í ákveðinni fjarlægð. Lífsábyrgðir annast stjórnin sjálf, og eru iðgjöldin sem hún heimtar marg falt lægri en hjá nokkru lífsábyrgðar- fólagi. Og svo geðjast mönnum vel að lífsábyrgðarfyrirkomulagi ríkisins, að nú ganga allið í það, en eru alveg hættir að ganga inn hjá öðrum lífsá- byrgðarfélögum. Þjóðböð á stjórnin á Nýja Sjálandi og heilsubótabyggingar. Ná böðin og byggingarnar yfir 50 ekra svæði í B.O- torus-héraðinu. Þar eru ölkeldur og heitar uppsprettur. Það er afar auð- velt að nota sér þessar stofnanir með litlum kostnaði. Nýja Sjáland hefir reynt blítt og strítt um dagana. Á árunum 1863 tii 1868 átti það í blóðugum bardögum við þjóðflokk þann, er Maori nefnist. Land ið hefir verið kúffult af atvinnulausu fólki; eitt verkfallið byrjaði þá annað enti. Landið hefir verið fult af flæk- ingumssveitarlimum og höfðingjavaldi Nú er landið því nær 1 æknað af öllum þessum vandræðum, og lækningin er löggjöfin. Það sem metra er, er það, að fangahúsin eru nú nær því tóm, er áð- ur voru treðfull, ómagar engir, færri glæpir, minni ofnautn, minni fátækt, minni eymd, en meiri auður á hvert nef í Nýja Sjálandi. en í nokkru öðru ríki i heiminum. Og Nýja Sjáland mun ekki vera komið ásitt hæsta stigenn.Þaðmun halda áfram að eflast og auðgast og byggjavelferð sína á viturlegri og ó sansaveilli löggjöf, Eftir lögfræðis- starfsemi og afleiðingum hennar, er fólkið á Nýja Sjálandi hyggnari borg- arar, en alment gerist annarstaðar i heiminum. Hér um bil hver einasti maður er læs og skrifandi. Þessu góða ríki mun vaxa þekking og vizka. Þýtt úr Exc’hce. K, Á. B. Brot og Bót. Minnisblöð frá Parisarsýningunni eftir Frímann B. Anderson. (Eftiriitað frá eigin handriti frá 24. Júlí 1900. Ég hef gengið um sýningarsvæðið í dag og skal geta þess sem mér þótti markverðast, einkum að því er Islend- inga snertir—en ekki vil ég taka fram fyrir hendurnar á neinum. Þessi alþjóðasýning, alsherjar iðn- aðar sýning tskur yfir 1,100,000 ferh. metra, þ. e, nálega 12 milliónir ferh. feta svæði, hér um bil 11/16 úr ferh. mílu enskri, eða 430 ekrur = 370 vallar- sláttur ísl. og eru byggingar í þremur aðal þyrpingum, allar mismunandi að stærð og útliti og efni, eins og álfar, dverga- og Æsir hefðu reynt með sér hver gæti skapað skringilegastar mynd- ir úr aur og steini afla og og tré, Bygg- ingaþyrpingarnar eru sem fylgir:— 1. Þjóðhallirnar 28 að tölu. 2. Maskinnhallirnar, afarstór fer- hyrna, alt þetta er á vesturbakka Sýnár. 3. Nýlendubúðirnar, i hvirfing; og auk þeirra 2 akuryrkjuhallir, þetta alt á hægri árbakkanum; ennfremur er út- skáli nokkur—Annex—langt upp með ánni, í undirborginni Vincinner. I akuryrkjutiöllunum, gerðum úr jámi. þöktum gleri, er jarðargróði sýndur. í útskálaoum eru gripir,—þar er og að- setustaður loftfara. Ég rita þetta að eins um nýlendu- búðíruar, því um alla sýninguna mætti rita heilt bókasafn. enda er nú verið að því hér f bænum og starfa þúsundir manna að því. þar á meðal fjöldi kat- ólskra klerka.—Þeir gætu gert óþarf- ara. En það alt útheimtir tíma, og tíminn = æfin, er dýrmætur tími hér. Þaðeru annars skárri smábýlín þessar nýlendubúðir þeirra stórveldanna Eng- lands. Rússlands og Frakklands. Ekki að tala um nylendur Hollendinga né annara, sem mynduðu hálfhring eða hvorfing úr steini, en opnast eins og vængir á báðar hliðar hallarinnar Fro- cadero sem er mest mannfræðasafn hér í bæ, og sem umlykur einkennismuni frá ýmsum löndum, þar á meðal reið- ingur og kvennmans líkneski í peysuföt- um frá Islandi—ofur sneypulegt andlit— ég rita um þessar einföldu nýlendu- byggingar fremur en um hinar fagur- reistu þjóðhallir og tölrasmíði verkvél- anna á Marsvelli, af því hér er Island sýnt, og ég rita heldur fyrir Yestur- íslendinga, en heima-íslendiuga, af því heim-íslendingar virtu mig ekki til þess. En sýning íslands hefir ollað mér mestra harma og mestrarjundrunar síðan ég flæktist hingað, því af h e n n i að dæma stöndum vér Is- iendingar skörlægraen skræl- ingjará Grænlandi. Ég geng fram hjá Síberíu stóthýs- unum sem að útliti minna mig á Can- ada. en að innanbúnaði á Norðurlönd. Bjálkahúsia, málmarnir, skógarnir, korntegundirnar, býrnar, járnvegurinn mikli, ísbrjótarnir og önnur stórvirki, alt saman eins og jötnakyn á Bjarma- landi og Garðariki forna gengi þai til verka. Eg labba fram hjá nýlendubúð- um Hollendínga í Indlandshafinu (Sunda eyjunum) það eru lágar en sterkbygðar búðir, eins og sú þjóð er. Einnig geng ég fram fyrir sýningarskála Búa í Suð- urálfu. Það er bændabýli bygt úr rauð- um tigulsteinum, með þykkum veggj- um og þakiö torfi, og hólfað sundur í 4 herbergi, hjónaherbergið, daglegustof- una, vinnufólksherbergið og eldhúsið, ekki ósvipað íslenzkri baðstofu eða Mennonitabæ i Canada. Ekki heldur hef g tima til að skoða Transvaalhöll- ina til lengdar þótt hún geymi marga fagra hveitistöng og margan dýrmætan málmstein og margt fagurt málverk af svipmiklu iandi, stórum nýjum borg- um þar sem þjóðríkin standa nú, né heldur get ég hinkrað við til að horfa á námaskálann þar sera gyltur óbeliski sýnir hve mörg hundruð mill. franka bæði Englar og Búar hafa tekið í gulli úr jörðu á síðasta áratug, það er nálega 375 raill. frankar, eða um 15 miil.j pund sterling, á síðasta ári áður en stríðið skall á, né heldur get ég tekið stund til að horfa á mylnuna sem mylur gull bergið og þvær það úr saudinum. Það er mikill raöndull er snýst af vi tns* krafti, lyftir hann járnsleggjum sem mylja steininn í smámjöl. Alt er hrikalegt og stórgert, eins og kvöld mannúðaraldarinnar, (o: kristn- innar) og morgun gullaldarinnar mæt- ist í suðurheimi, Skal þá röðull mann réttiudanna ekki rísa á ný'? Ég reika fram með fornlegu tígu- legu Indlandi. með öllum sínum djúp- vítru myndum, einnig í gegnum rík- klædda Canada, þar sem að gullbergið glóír á móti sólu og hveitið bifast í blænum eins og seinast er ég sá það, og eplin og vínviðurinn lokka mann til sællífis. Ég leit. yfir þá auðlegð og þessi ánægðu andlit, sem þetta mikla meginland tilheyrir nú. Yfir hliðinu er styttta af Alexander McKenzie, en á aðra hönd imynd móður og dóttur. Ég horfi á gullríka grjótið frá Klondike og gull og silfur tinnuna frá Efravatni. Kolin frá British Columbia og Nýja Stcotlandi. Hveitið frá Manitoba. Járn og kopar frá Ontario cg Quebec. Eplin frá Nýja Skotlandi og Prince Edward- eyjunni og vínþrúgur og hunang frá Suður-Ontario. Er það ekki fyrirheitna landið þessa harðsviraða þjóðflokks sem ekki viU beygja sig undir miskunarok Danat en hefir ekki hug né vit til að stríða heiraa. (Framhald.) Svar til Gests Jóhannssonar. Bróðir Gestur Jóhannsson heflr í Lögb. 1, Nóv. fundið hvöt hjá sér til að athuga grein, sem birtist í Hkr. 4, Okt, slðastl., undir nafninu “Bindindismaður”. Af því ég var svo djarfur að biðja Hkr. að flytja þú grein, verð ég á ný að mælast til þess að þér leyfið mér rúm í blaðinu til að yfirvega athugasemdir bróður Gasts. G. heflr jmisskilið það sem ég sagði um söfnnð séra Bjarna Þórar- inssonar. Ég meinti alls ekki að í þeim söfnuði væru tómir Unitarar, heldur að þetta væri sagt, og ég gaf eftir að svo gæti verið og gat þess um leið, að ef svo væri, þá mættu kyrkjumenn vera séra B. þakklátir. En svo ég skýrí þetta betur, þá leyfl ég mér að segja, að mýsir menn í- Selkirkbæ brúkaðu þetta. Uni taranafn eins og grýlu, til þess að fæla fólk frá honum og söfnuði hans, á líkan hátt og Gyðingar forðum sögðu: “Þessi teknr að sér bersynd uga og heflr samneyti við þá”. Alt sem ég sagði í grein minni viðvíkj andi séra B. sagði ég í fullri alvöru en ekki í skopi, eins og G. virðist ætla að hafl verið.“ Enda er naurn- ast hægt að sjá hversu mikið gagn séra. B. vinnur í þarflr kyrkjufél. og kristindómsins fyr [en safnaðarfólk hans semur sig svo að háttum lúth. kyrkjunnar, að þeir kenni aiment börnum sínum kristin fræði og ferma þau, eins og alstaðar tíðkast i lúth. söfnuðum á meðal ísl., segir G. Þetta er réti ályktun hj i G., og það er mér gleðiefni að geta frætt hann og alla trúbræður hans á því, að lög safnaðarins “Fram” eru í ströngu samræmi við lög þeirra safnaða sem mynda lút. kyrkjufél., og kyrkjusið- ir séra B, eru algerlega þeir sömu og hinna annara lút. presta. Söfnuður hans hefir sunnudagaskóla á hverj- um sunnudegi. Hann hefir lút. kennara sem kenna börnum kristni, Lúthersfræði, og ég þori að staðhæf'a að foreldrar og aðstandendur barna í söfnuði séra B. kenna börnum sín- um kristin fræði í hei: ahúsum,engu síður en aðrir kristnir jenn, og að þegar börnin hafa aidur til þess, þá verða þau fermd eins og önnur lút. börn eru fermd. Bróðir G. er dálít- ið ergilegur út af bindindispóiitíkinni í grein minni,og undrar mig það stór- um, þar sem hann hefir jafnan verið ákveðinn og staðfastur bindindismað- ar frá því ég fyrst þekkti hann. En ég álít að enginn sannur bindinais maður geti verið ánægður með gerð- ir Dominionstjórnarinnar í vínbanns- málinu, og tíl að sýna að það 'álit mitt hafl við nokkur rök að styðjist, skal ég skýra gang þess máls eins og mér er hann kunr.ur. Árið 1891 gerði núverandi ak- uryrkjumálaráðgjafi Sidney Fisher þá uppástungu, að Liberalfl. tækivín bansmálið á stefnuskrá sína og legði málið undir atkv.greiðslu kjósend- anna í Canada með þeirn skilningi, að fiokkurinn, þegar hann kæmtst til valda breytti í málinu samkvæmt úrskurði kjósendanna. Sú uppá- stunge var samþykt. Svo var það íyrir og urn kosningarnar 1896, að alfir leiðtogar Liberalflokksins, að Mr. Laurier sjálfum meðtöldum, lof- uðn, að undir eins og þeir kæmust til valda, skyldu þeir láta kjósend- urna greiða atkv. um málið, og ef þá y ði sýnt að þjóðin vildi vín bann hafa, þá skyldu þeir leggja vínbannslagafrumvarp fyrir þingið. Atkv.greiðslan fór fram 1898 og vin- bannsmenn höfðu um 14000 fieir- tölu atkv. Bindindi3menn væntu þá fastlega eftir að Laurier, sam- kvæmt gefnu loforði til landsmanna, mundi sjá sóma sinn í þ- í að semja vínbannslög og leggja þau fyrir þingið, en hann lét það ógert og neitaði síðar algerlega að hafa nokk- ur afskifti af málinu. Ástæða stjórn- arinnar fyrir þessu hughvarfi var sú að ekki hefðu allir, sem ákjörskrám voru greitt atkvæði. En slík mót- bára hefir aldrei fyr þekst 1 sögu þessa lands. Hýn var að eins ytir skyn-j ástæða. Hún sanna ástæða var óttinn við pótitiskt vald vínveit- enda. ilér var úr vöndu að ráða. Laurier gat ekki þjónað tveimur herrum í senn. Hann kaus að þjóna Bakkusi, en svikja bindindismenn og stef'nuskrá flokksins og sín eigin loforð við þjóðina. Það var þetta, sem bindindismönnum erógeðfelt. Bróðir G. kveðst sannfærður um aðekkieinrx einasti biudíndismaður mundi greiða atkv. móti Laurier- stjóirxinni fyrir fiamkomu hennar í hindindismálinu, og dróttar að mér, að ég hafi akki þorað að íita nafn mitt úndir gi einiua. En það get ég sagt bonuru, að ég þekki nokkra af þeim mönnum, sem beinlínis, sner- urt móti srjórninni í síðustu kosn- ingar, vegna framkomu hennar gagn vart bindindismönnum og áhuga- máli þeirra, svo sem Klemens Jóuas- son, séra McCIung o. fi. i 565 og 567 Kaíii Str. FREMSTIR ALLRAI Vér erum að selja vör- ur Mr. J. C. Burns frá Rat Portage, keyptar með mikl- um af&lætti frá innkaupsverði Karlmanna fín föt á hálf virði. Karla og kvenna stíg- vél og skór með hálfvirði. Karlmanna fatnaðir fyrir minna en hált'virði. Karlmanna nærfatnaðir og úr fyrir hálfvirði. Vetlingar alskonar með með hér um bil hálfvirði. Þér getið keypt ödýrari vörur hér en í nokkurri annari búð í bæn- um- Að eins eítt verð á vörunum, nefnil. það lægsta. Vér ætlum að gefa Hest, Kerru <>g Aktyi núna um julin.—Hafið þér geflr oss nafn yðar og áritun. Bróðir G. kveður hvern einstakl ing geta búið sér til lög er banni eða levfl nautn áfengra dryggja- Satt er það, að einstaklingar geta ráðið gerðum sínum í því máli, sem öðr- um. En það er engin afsökun fyrir landstjórnina að gera ekki skyldu sína, og það er skoðun mín og margra annara biridindismanna, að það aé bein skylda stjórnarinnar að leggja strax ströng lagahöft á nautn þessa skaðvænis á sama hátt og lögð eru lagahöft á peningaspil, þræla- sölu, fjölkvæni og fjöldamargt fleira, sem spillir sannri siðmenningu mannfélagsins. Þetta hefði stjórn- in átt að gera. Þetta lofaði hún að gera, en þetta gerði hún ekkí. Tir. Ásmundsson. “Hnerrviður“. Eifct af vþví marga, sem til er í Suður-Afriku, er víðartegund, sem kölluð er “Hnerrviður”. Þetta nafn er dregið af þvi. að ekki er unt að saga viðartetfund þessa án þess að vera sí- hnerraudi. Sagið likist sterkasta nef- tóbaki, og hefir sörau áhrif á þá sem draga það upp í nef sér. Jafnvel sum- ir geta ekki verið við hefiingu þessarar trjátegundar nema hnerra. Eu hún hefir líka þann kost, að engin smádýr né ormargerlar geta þrifist nálægthenni Hún er rajög beisk á bragðið, o^- sekk- ur í vatni. Á litinn er hún knffibrún og ærið þétt o ' hörð í sér. Það er auð- velt að fægja hana og verður hún þá gljáandi Hún er einkar heutug i allar byggingar, er vatn leik'.rum, svo sem Inúarstólpa í liafnvirki tneð flairu. 505 og 567 Main Sí ---Cor. Kupert St. í Seltirk kjördæmi er Mr. McCreary dætndur þingmaður að vera, mei' einu atkvæði. ’I sarabnndsþingskosningun- um 1896 fór Mr. Macdonnell lika að uieð einu atkvæði, Þettað einsatkvæð- is kjördæn.i Likeralstjórnariunar á ekki sinn jafniuga í Canada. Kjördæmið sýoir eiginlega ekkert pólitiskt fylgi, eiida et þat) strjálbygt, og íbúar þess sinn af hyerju sauðahúsi og samgöngur og frétta samband i erviðu ástandi.— Posen og Gintli héruð byggja mest ís- lendingar. Ibúarnir meðfram Assiní- boiue, ásarat StCharlesog St Francois Zavier, eru Franskir að uppruna og ramm katólskir. Rockwood héraðið byggja nær eingöngu Ont.aríomenn, og. fjöldi Orangetnenn. St Audeios itér- aðið og Kildonau byggja mest afkometidur Selkirk landttema, og eru.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.