Heimskringla - 20.12.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.12.1900, Blaðsíða 4
HEIM5KRINGLA, 20. DESEMBER 1900. Winnipe^ í sídasta tölublaði Hkr.. er út kom 13. þ, m. eru tvær prentvillur í tðlum, sem afsökunar er beðið á; þær eru fyrst í 3. dáiki á 1. blaðsíðu stendur: 800,000; les: 80,000; annað, í 3, dálki á 2. blað- siðu stendur: -‘lö'', les 50. Sveinbjörn Sip;urðsson, Björn S. Lindal. Árni M. Freeman, Sigurður Eyjólfsson, Björn Hördal og Stefán Daníelsson, bændur úr Shoal Lake- nýlendu, komu til Winnipeg í verzlunar crindum á mánudaginn í fyrri viku. Þeir segja góða líðun úr sinni bygð og nAlega snjólaust þar vestra. Almanak fyrir árið 1091. Almanakið er fullprentað, og hef NYTT PÚNTUNAR HÍIS Nýjurstu húsmunir, nýungar og læknalyf. Eldur kom upp í timburbygg- ingu á Portage Ave. nálægt Main St., á sunudaginn í fyrri viku. 3 smábúðir sem voru á neðsta gólfi í byggingunni skemdust talsvert. Eldinum var varnað að eyðieggja meira en efri part húss- ins. Skaðinn er metinn $10,000. Mik- ið af þvíer á skemdum vörum. Herra Nikulás Jónsson, sem verið hefir í kynnisför til frænda og vina í Norður Dakotft um nokkrar undan- farnar vikur, ásamt konu sinni og dótt- ur, kom heim aftur til Winnipeg á þriðjudaginn í fyrri viku. Segir hann snjóþyngsi allmikil í bygð íslendinga þar syðra og jafnveli Pembina er tals- vert meiri snjór en hér nyrðra. Al- menn heilbrigði íslendinga þar syöra. Séra Jónas A. Sigurðsson hefir nýlega sagt söfnuðum sínum i N- Dakota upp þjónustu. En ástæðan fyrir því, eða framtíðar áformi hans, höfum vér ekki frétt. "The Ladíes Magazine" heitir nýtt canadiskt kvennablað, og er annað nú- mer þess jólablað. Alt bendir til þess að þetta verði öflugt og útbreitt skemti og fiæðib’.að fyrir konur þessa lands. Desemberblaðið kemur til vor í fögrum umbúðum, fult af skemtandi ritgerðum og myndum. 3 sögur eru 1 blaðiuu og grein með myndum um starfsvið Ca- nadian order of Nurses. Enn fremur Christmas with the College girls. Þar er grein um Jólaborðhald með mat- reiðslu fyrirsögnum; fréttir af kvenn* félögum i Canada, verksviði þeirra og framkvæmdum. Blaðið ergefiðút af The Hugh C. MacLeal Co., Toronto, og kostar 10 cents hvert blað. Tuttugu nýir meðlimir gengu inn í Tjaldbúðarsöfnuðinn fyrra sunnudag og vora nöfn þeirra lesin upp af stóln- um.—Þeim fjölgar stöðugt sem "at- huga” núverandi ástand Tialdbúðar- safnaðarins og séra Bjarna. 14 bættust við síðasta sunnudag. Þann2. þ. m. gaf séra Bjarni Þór- arinsson saman í hjóuaband hér í bæn- um þau Jón bónda Jónsson, frá Birki- vöflum i |Nýja íslandi og ekkjuna Kristinu Gunnarsdóttir. Gíslasonar. Hjónavígslan fór fram í húsi herra Jakobs Þorsteinssonar málara á Lydia St. að viðstöddum nær 20 boðsgestum. Eftir hjónavígsluna voru gestirnir sett- ir að borðum og jrausnarlegar veiting- ar frambornar. Gleði og ánægja lék þar á allra andlitum. Nokkrir gest- &nna færðu brúðurinni viðeigandi gjaf- ir og aflir sem við voru staddir þökk- uðu þeim brúðhjónum veitingarnar og virðingu sér sýnda með boðinu og árn- uðu þeim allra framtíðarheilla. Hkr. óskar þeim innilega til lukku.—Grein þesfti átti að koma nokkuð fyr út í blað inu, en fyrir vangá í prentstofunni hefir birting hennar dregist. Robert Strang, lífs- og eldsábyrgð- ar umboðsmaður hér í bænum, andaðist á mánudaginn i fyrri viku, 67 ára gam- all Hann hafði búið hér í bænum mörg ár og var mikils virtur af öllum sem til hans þektu. 6. þ, m. gaf séra Bjarni Þórarins- son saman í hjónabend herra Bjarna Bjarnason, Geysir P. O., Man.. og MÍ3S Aðalborgu Jönsdóttir, hér úr bænum. — Heimskringla óskarþeim allra heilla og hamingju. Þann 15. þ. m. gaf séra Bjarni Þórarinsson saman i hjónaband herra Guðmund Jónsson, frá Fögruvöllum i Geysirbygð. og ungfrú Herdísi Jónas- dóttir, frá Djúpadal í sömu bygð, Einuig l herra Gísla Jónsasoon frá Djúpadal og ungfrú Onnu Jónsdóttir, frá Fögruvöllum í Geysirbygð. Hjóna- vigsian var haldin í húsi Eyjólfs Eyj- ólfssonar á Notre D&me Ave. hér í bænum að viðstöddum nær 30 boðs- gestom. Yeitingar voru ágætar og allir skemtu sér hið bezta með dans og hljóðfæraslætti langt fram á nótt. — Bæði brúðhjónin héldu aistað til he’m- ila sinna í Nýja íslandi á sunnadag- inn var, þar sem þau ætla að búa framvegis. — Heimskringla óskarþess- um ungu og efnilegu hjónum til allrar framtíðar hamingju. Pétur ÞorsteinsSon, giftur fjöl- skyldumaður á Ross Ave., sem um nokkur undanfarin tíma hefir unnið hjá C P. R félaginu hér í bænum, varð fyrir því slysi á föstudaginn var, ftö skjóta úr sér annað aug&ð með dyna- mite. Pétur viðbeinsbrotnaði við vinnu sina hjá félaginu í fyrra, en var orðinn heill af því slysi. Hann er nú á almenna spítalanum hór i bænum. ÞAKKARÁVARP TIL P. Bjarnasonar. Við undirrituð finnum okkur skylt að votta hér með herra Pétri Bjarna- syni að ísafold P. O. okkar innilegasta hjartans þakklæti fyrir þá stöku lækn - ishjálp, er hanu lét okkur í té. þegar 2 börnin okkar, Gísli, 23 ára, og Una, 9 ára, lágu fyrir dauðans dyrum í húsi okaar, i Sept. síðastl., í hættulegum sjúkdómum. og við hugðum þeim ekki líf. þá var það, að við leituðum lækn- isfræðislegar þekkingar herra Péturs.og okkur til mestu hjartans ánægju tókst honum efrir stuttan tima að bæta svo sjúklinguaum, að börn okkar fengu bæði fulla heilsu. Pétur sýndi i þessu tilfelli staka umönnun, alúð og skyldu- rækni í starfi sínu, og það er þessum eiginleikum, ásamt nákvæmri þjkkingu hans á sjúkdómum og þeim meðölujn, sem við þeim áttu, að þakka, að við njótum nú barna okkar á lífi og að á- nægja og friður ríkir nú á heimili okk- ár, þar sem áður var sorg og áhyggj- ur. Vér þökkum Mr. Bjarnason' næst guði almáttugum, fyrir heilsu þessara áðurnefndu barna okkar, og óskum honum allrar blessuuar og vegsemdar á komandi tímum. Djúpadal, Geysir P.O., Man.4. des.1900 - Jónas Þorsteinsson. Lilja Friðfinnsdóttir. Army and i\avy HeildsRla og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bærog selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. f. Brown & Co. 541 Main Str. ég nú sent það út um bygðir íslendinga, til allra er hafa’ haft það til útsölu að undanförnu. Innihald: Tímatalið. Dagatafla fyrir árið 1902. Áhrif tunglsins á veðrið. Safn til landnámssögu.Islendinga i Vesturheimi :—Landnám ísl. í Argyle- bygð. eftir Björn Jónsson.—Fyrstu ár ísl. í Norður Dakota, eftir sér Pál heit. Þorláksson.—Mynd, með æfiágnpi séra Páls heit. Þorlákssonar. Konungssonurinn kemur, jólasaga eftir Eugen Field. Ferðalag milli Winnipeg og St. Paul fyrir 30 árum. Bræðurnir. Sýn eða draamur. Ýmislegt:—Um fréttablöð — Hvar eru Gyðingar fjölmenn&stir — Þegar klukkan slær fjögur—Að reyna Demant —Arabisk spakmæli—Járnbrautir—Um íshús — Sjónlausir menn — fyrstu frímerkin—Nálar Kleopötru fluttar til London og New York—Hveitiuppskera árið um kring—20. öldin — Milli stór- borganna. Helztn yiðburðir og mannalát með- al íslendinga 1 Vesturheimi. Leiðréttingar. Verðið er 25 cents. 5 eintök fyrir $1.00. Pantanir með póstum afgreiddar fljótt. Olafur S. Thorgeirsson, 044 \\llliam Ave. WinnipeK, Jlan. FAHEYRT TILBOD TIL VIDSKIFTAVINANNA. Öflum sem borga skuldir sínar inn fyrir byrjun nýárs, sem eru 6 mánaða og þaðan af eldri gef ég 10 Trading Stamps með hverjum dollar. Ennfrem- ur 20 Trading Stamps með hverju doll- arsvírði sem keypt er af kjóladúkum, af óteljandi litum, verð frá 15 til $1.25 hvert yrd.. 30 Trading Stamps með hverju dollarsv.af karlmannafatnaði og yfirfrökkum. Fyllið bækurnar ykkar fyrir áramótin því nú eru stamparnir A förum og koma aldrei aftur, Einnig hef ég fengið inn allskonar varning fyr- ir jólaverzlun, mjög smekklega valin til að gefa vinum og vandamönnum, og eins og allirþekkja.erverðið sanngjarnt á öllum þessum vörum, Komið eins fljótt og þér getið meðan nóg er úr að velja. Þér þekkið búðina hans St. Jónssonar á norð-austur horni Uostt Ave. og Ixabell St.. GLEÐILEG JÓL. Með vinsemd Stephan Johnson. OLSOA lillOTHIAIN Selja nú eldivið jafn ódýrt og nokkrir rtðrir í bænum, t. d. selja þeirbezta “Pine” fyr- ir $4.50 og niður í $3 75 eft ir gæðum, fyrir borgun út í hönd OLSON BRO’S. - 612 ELCIN AVE. 13 Feb. Hér eru nokkrar til að byrja með. ERUÐ ÞÉR AUGNVEIKUR? “ACTINA” Undravél aldarinnar, er áreiðanleg að lækna yður. — Einginn uppskurður. Engin meðul.—Ritið eftir bæklingi. ÍVI m >3 L L / S O N S CORN ERA-SIR THt FOOT P0US*£R HAhF STŒRt). LÆKNAR OG HINDRAR likþorn og innvaxnar neglur. Þessi af- máari er stálhólkur, útbúinn með af- máunardúk, fest á enda hólksins með silfruðum stálhúfum. Smyrsl fyrir lin líkþorn.aukadúkur er innan i hólknum. Núningur með þessum afmáara læknar hæglega líkþorn og varnar siggi, með því að halda húðinni hreinni og í heil- brigðu ástandi. Vér ábyrgjumst þetta verkfæri að vinna það verk sem vér segjum það gera. Vér sendum það með pósti hverjum sem vill gegn 50c fyrirfram borgun i póst- hús ávísan eða frímerkjum. Munið eftir straujárn- inu sem var hérna, það kemur næst. ÁGÆT SJÁLFSHITUNAR STRAU- JÁRN. Algerlega óhult, geta ekki sprungíð, þarf að eins 3 mínútur til að hita þau til vinnu. Þau eru HREIN og FLJÓT að vinna með þeim og ÁREIÐANLEG. Þau gera betra verk en önnur strau járn á markaðinum. Verð $5.00 fyrirfram borgað. Skrifið eftir upplýsingum og vottorðum. Simk ndlar. Þeir einu áreiðanlegu og nýjustu sim kindlarar algerlega áreiðanlegir og hreinlegir. Þeir brenna í 35 mínútur. Þeir kveikja eld í hvaða kolum sem er. Þessir kveikjarar eru settir upp í lag- legum pappírs umbúðum, reiðubúnir til nota, kosta 2i cents hver. Vér send- um einn pakka til reynslu ókeypis, þeim sem óska þess, munnlega eða með póst- spjaldi. Nýí bæklingurinn minn, um nýja búshluti o. s. frv. verður prentaður og reiðubúinn til útbýtingar innan lítils tíma. Sendið mér address yðar og ég skal senda yður einn bækling ókeypis, þegar þeir eru preotaðir. Gætið að »ugl ýsingum mínum. Eitthvað nýtt hverju blaði. KARL K. ALBERT'S 168 VtFei mct Ave. Winnipeg, Man. W. W. COLEMAN, B. A. SOLICITOR ETC.. VVinnipes; and Stonewall. 308 McIntyre Block. «####*##*«################ # * * DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl # * •>» # “í’reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum xjaCír Jy»ssir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- jtb aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá 5 REDWOOD BREWERY. • — J EDWAHD L- DKEWRY- # IHaiintactnrer & Importer, VVIAMFKU. ^ ########################## f # # # # # # # l t # # # i # **•>«**» d# fjfc wwwww *****«*«*tMHHM»*» *»•«* ■V Areiðanlega það bezta er Ofilis's Miel. # # # I # I # # Sjáið[til þese að þér fáið OGILYIE’S. I******************* **««** WinnipegCoal Co. Glugatjold BEZTU AMEBISKU HARD OG LIN KOL Aðal aölastaður: HIGQINS OG MAY Sts. YAriisrnsr ip e g-. 50 pör af beztu og fallejf- ustu Chenille Curtains* Utgirkg og Hmdag $1.90 Hvert Par. 574 Main Str. Telefón 1176. Það er fjörug verzlan hjá oss þessa daga. Vér seljum belg- og fingraveJinga í óða önn. Ágætir drengja- og litlir karlmanna belgvetlingar 50c. virði fyrir 35«. eða þrennir fyrir §1 Oö. Vér höfum afmikið af Moccasins, stærð 6, og seljum þvf þessa stærð mcð miklum afslætti.— Drengja og karlmanna Moc- casins (skór) á §1.00 til§l .50, og margt annað ódýrt. Gegnt Portage Are. <&: CO 351 main Street. 10 Lögregluspæjarinn. Hann virðir það fyrir sér stundarkorn alveg frá sér naraiun af undrun og snýr upp á efra- vararskeggið í ákafa. Loksins segir hann við sjálfan sig í hálfum hljóðum: "Hvaða dæmalaust skraut? er hann að eins skrumari og spjátrungur, eða er hann virkilega Napoleon I.?” Að svo mæltu gengur hann inn og segir kurteislega: “Kæri de Verney. Þessi óvænta heimsókn---------- “Hún var ekki óvænt!’’ segir Maurice ró- legur. “Gerið svo vel að fá yður sæti og reykja vindil”. “Vitringurinn í Paris verður gersamlega frá sér numinn af undrun yfir þessu Jog nöldrar svo lágt að tæplega Jheyrist: “Þér vítið þá —”. Lengra komst hann ekki, en |fleygir sér niður i stól alveg forviða. “Hvem’andskotann getur hann verið að gera hingað?” bugse.r de Verney og horfir á lög- regluþjóninn, sem lætur höfuðið falia niður á bringu. “Það er sant bezt að láta sér ekki bregða, ef maður ætlar sér að hafa áhrif á manD sem álitið er að viti alt mögulegt og ómögulegt á milli himins og jarðar, þá er það eina ráðiðað þykjast vita dálítið meira en maður veit i raun og veru. Hver veit nema hann segi mér nú alt að fyrra bragði”. “Því næst segir hann hátt: “Fáið yður vindil, kæri herra Claade, og byrjið á erindinu”. “Nei, engan vindil!” segir gesturinn hnugg- in. “Kann ské þér viljið þá fá eitthvað að drekka?’’ Um leið og Maurice slepti orðunum, Lögregluspæjarinn-, 15 hjáipar, halds og trausts. Þetta er örindi yðar hingað.—Er það ekki satt, herra Claude?” De Verney lítur brosandi á leynilögreglu- stjórann, sem andvarpar og segir: Ju-u-ú”. “Jæja, vinur minn”, segir de Verney, “en þér verðið aö skrifa undir þetta skjal”. Lög- reglustjórinn horfir steini lostinn á aðalsmann- inn, sem lýkur upp skrautlegu skrifborði og dregur þaðan út skjal, er þannig hljóðar : “Paris, 21. Aprfl 1868. Hér með fel ég málið--------- -----------að fullu og öliu i hendur Maurice de Chevalier 'de Verney, yfir- manni 10. herdeildari Afríku, bæðitil rannsókn- ar og framkværrda”. Þegar de Verney les þetta, hvessir leynilög • reglustjórinn augun á hann; hanu glottir hæðn- islega og segir: “Kænlega útbúið og líkt yður; þér vitidþá loksins ekki um hvaða mál er að ræða”. “Veit égekki! ég veit of mikið til þess að mér detti i hug að segja yður meira fyr en þér hafið skrifað undir þetta. Ritið nafn yðar taf- arlaust undir skjalið og svo sftal ég fylla út í eyðurnar. Ef þér viljið ekki gera það, þá verið þér sælir”. De Verney gengur lram að dyrunum og ætl- ar að fara, en áður en hann emst út skrifar lög- reglustjóinn nafn sitt undlrr kjalið og segir: “Svona, fyllið nú út yðurnar og ég ætla að sjá hversu mikið þér vitið—hversu gott efni þér eruð i leynilögregluþjón*’. 14 Lögregluspæjarinn. ekkert. Þérmnnið eftir Roelots-málinu! Ja, því líkt helvíti ! Þér ættuð sannarlega að muna eftir því. Það varð nærri því til að svifta yður embættinul” “Hvern andskotenn sjálfann viljið þér vera að rifja það upp 1” tautar Claude fyrir munni sér, hann skelfur á beinunum og þó er funheitt i stofunni. “Þaðatvik kommér í vináttu við keisarann fyr- ir það fékk ég kross hefðnrsfylkingarinnar, var gerður að yfirhershöfðingja og embættismaður í hjálparliðinu í Parisarborg. Þar náði ég mér dálítið upp ! Þá minnist þér þess að likindum, herra, að yður var skipað að fá mér í hendur áríðandi málefni, sem þér • kilduð ekkert í; ég átti að rannsaka það, að yður frágengnum. Síðan liðu tvö ár og á þeim tíma |hafíð þér haft allmörg vandasöm mál til .meðferðar, sem þér hafíð ekki tkilið vitund í eða þá algerlega mis* skilið. Við skulum til dæmis nefna tilraunir til þess að lífláta Rússtkeisara þegar hann kom hingað á sýninguna fyrir t.veimur ársfjórðung- um—þá leituðuð þér ekki til min. Þér öfunduð mig af yfirburðum mínum, herra lögreglustjöri, og nú”—hann lítur framan í Claude og hlær— “og nú eru ráð yðar alveg þrotin, öxin er þegar reidd til rótar trésins; dagar yðar í þjónustu lög- reglunnar eru þegar taldir; starf yðar vegið og léttvægt fundið. Þér vitið það vel, að eitthvað verður til bragðs að taka og það|nú þegar og þess vegna komið þér hingað og rifið mig á fætur klukkan sjö, til þess að leita hjá mér liðs og Lögregluskæjarinn. 11 hringir hann á þjón og kallar: “Frans! kondu með glas og vín handa herrft Claude”. Þegar þjónninn er farinn af stað eftir víninu, snýr de Verney sér að gestinum og segir hæðnislega: “Þérþurfið endilega að fá eitthvad, sem hressir yður. Þér hafið verið úti í alla nótt”. “Hver hefir frætt yður á þvi?” segir Claude og togar íefrivararskeggið sem er dálítið hæru- skotið, því hann er nálægt fimtugu, en eftir út- liti að dæma er herra de Verney ekki meira en hér um bil 27 og á þeim aldri eru menn í fylata fjöri og með ósvikulum ’kröftum, ef þeir hafa hvorki verið drepnir í uppeldinu né eyðilagðt sig á svalli og ólifnaði. “Ég hefði getað séð það á yður, þött ég hefði aldrei á æfi minni séð yður fyr”, sagði de Ver- ney brosandi. “Þér eruð ógreiddur og hárloklr- arnir standa sinn í hverja áttina; jakkinn yðar er óbarstaður o. s. frv., en sleppum því, takið yður bara glas af víni, þér hafiðgott af því, það hressir yður. Erans, láttu flöskuna og glösin 4 borðið og gættu þess svo a ð verðum ekki fyrir ónæði”. Þjónninn fer útr; de Verney læsir dyrunum vandlega, sezt því næst letillega niður i stól og segir við Claude: “Ég sá líka nvað þér voruð að gera”. Þegar lögreglumaðurinn heyrði þetta, spratt hann á fætur frá sér numinn af undrun, hana var svo óstyrkur, að hann varð að styðja sig við borðið; hann heflir í sig tveimur glösum af víni og segir: “Þér sáuð mig?—hvar?—hvenær?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.