Heimskringla - 17.01.1901, Side 1

Heimskringla - 17.01.1901, Side 1
&♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦!! ♦ HeímMkringla er gef- ♦ in út hvern fimtudag af: « Heimskringla News and J Publishing Co., að 547 Hain ♦ St., Winnipeg, Man. Kost- ♦ ar um árið #1.50. Borgað J fyrirfram. J ©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦© ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦í Nýír kaupendur fá i kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 19o0. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til Islands fyrir 5 cents ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ !!♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦# XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 17. JANtJAR 1901. Nr. 15. Utanáskrift fleimskringlu er nú: Heimskringla News and Publishing Co. P. 0. Box 407, Winnipeg, Man. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Brezk herdeild tók i Dumbutu i Afriku nýlega um 200 nppreistarmenn. drap 60 og seerði um 60 og náði bænum lika, Bretar mistu að eins sex kyn- blendinga, eftir því setr fregnin segir Það fréttist ekkert nákvæmt um berhlaup Búa í Cape-nýlendunni. Ann- an daginn er sagt að alt sé þar í upp- námi og að þeir D@ Wet og Botha eigl að hafa rakað af sér skeggið og laumast inn i nýlenduna til að æsa fólkið til upphlaups og óeirða, og eru Bretar þar hvervetna áslóð þeirra. Næst er ekki minst á þetta með einu orði, heldur er verið að segjafrá þeim DeWet og Botha lengst austur i landi, og eru þfcir að bu- ast þar við ógurlegum áhlaupum hér og þar. Það liíur sannarlega svo út, að fregnritar blaðanna og blöðin viti und Ur lítið um hvað Búar aðhafast eða ætla að gera, nema þegar þeim lendir saman við lið Kitcheners, og hann sendir hermálaskrifstofunni skeyti um umviðskifti þeirra. Og virðast þær kýrslur akki einhliða i hag Bretum. Fyrir tveimur dögura sögðu blöðin að Búar hafi fyrir rúmummánuði siðan lagt á stað áleiðis til Cape, fleiri þus- undaðtölu. En enn þá yrði ekkert vart við þá herdeild i Cape (Höfða-ný- lendunni. Væri líklegt að þeir hefðu hætt við alt eða ekki nent, eða hörfað undan hervæði Kitcheners. Fregn frá Höfðanýlendumn 14. þ. m. segii: Svo voðaleg eru innhlaup og árásir Búa hér, og svo eru þeir komnir nálægt höfuðborginni, að enginn fær að fara þar út eða inn nema með sérstöku leyfi. í öllum smáþorpum í kring um borgina eru settir sérstakir verðir og borgarbúar búast við áhlaupi á hverri stundu af Búum. Mjög skart um matvæli núíJó- hannesborg. Frétzt hefir að hermálastjórnin á Englandi hafi farið pess á leit að írskir konunglegirhermenn séu hafðir í brodd áhlaupa og fylkinga. Álitið er að írar muni ekki slá hendinni á móti þessari uppástungu, sem viðurkennir þá sem beztu hermenn í liðinu. Roberts jari hefir skrifað borgar- stjóranum i Lundúnum og þeim sem hlut eiga að rnáli, að fresta öllu hátíða- haldi sér til heiðurs, vegna hinna ó- happasömu kringumstæðna, sem nú hvili á Suður Afríku. Fregnriti í Calcutta á Indlandi segir blaðinu Times i Lundúnum, að her- inn á Indlandi sé 9000 manna færri en hann eigi að vera, og 15000 hermanna eigi með réttu að fá heimfararleyfi. Einnig sóu 5000 hermenn, sem bráðlega hafi lokiðtima sinum íhernum og eigi heimtingu á að komast heim. Times flytur svo ritstjóragrein um fregn þessa, og stingur upp á að ef nýir liðsmenn fáist til Indlands, þá mætti bjóða þessum 15000 herleysingjum, að hverra tími er búinn á Indlandi, að ganga í herþjónustu í Suður Afríku um tima. Hraðskeyti til Lundúna seg ir að i vopnaviðskiftum, sem Bretar og Buar áttu á mörgum stöðum i senn 7. þ. m., hafi Bretar mist við Bolfast 29 drepna, 53 hafi særst og 72 horfið. Skýrslur hafa enn engar komið frá hinum her- stöðvunum, svo sem Wonderfontein, Nooitgedoche og Wildfontein o. fl. Skýrsla þesBÍ sýnir að mannfallið hefir verið meira en Kitchener lávarður aleit vera í fyrstu. Stjórnin á Englandi hefir ráðið að senda Kitchener lávarði nýjan liðsafla i stórum stíl. Og hormálastjórnin hefir ákveðið að aukalið þetta skildi vera eintómar riddarasveitir. Fyrsta lið- sending áað vera 5000 menn, Alt er lið þetta sjálfboða lið. Sagt er að Victoria drotning sé mjög angurvær út afástandinu í Suður Afríka. Kenni mjög i brjósti um her- liðsitt þar. Hafi hún kallað Roberts jarl fyrir sig nú nýlegft og spurt, hann ýtarlega um ástand hersins, og hafi að síðustn beðið hann innilega um að sjá til að lið það sem búið sé að vera þar skyldutima sinn, sé leyst heim þaðan og annað nýtt sent í staðinn. Kapteinn J. Elzear Bernier, sem heima á i Quebec, en er nú staddur á Englandi, ætlar að hefja norðurskauts- för i sumar. Leggur hann tafarlaust á stað heimleiðis nú. Ætlar hann að fá styrk hjá Laurierstjórninni til þessarar farar, ef unt er. Hann ætlar að leggja á stað í þenna leiðangur frá Vancouver. Býst hann við að verða í leiðangri þess- um 3—4 ár. Hann ætlar að rannsaka norðurskautsiöndin og hafið miklu bet- ur og nákvæmar en áður hefir verið gert. Skipshöfnín verður 14 menn. Margfalt fleiri hafa boðið sig fram til farar þessarar; en Bernier þarf. Flest Bandaríkja- og Canádamenn. Sm ásaman eru liðsveitir og sjálfboðar að tinast heim úr S. Afriku, eftir endaða herþjónustu tíma sína þar. UmlOOmenn eiu að fiskiveiðum nú í vetur norður við Winnipegosesvatn Fréttir þaðan segja að þeim gangiveiði- skapur vel. Aðallega veiða þeir þessar fiskitegundir hvítfisk.litlu geddu. piek- erel) eg geddu (pikc). Fyrir pundið i hvitfiskinum 4 c. pd. í hinum fiskinum er 2J c. og lj cent. Fiskur þessi er fluttur til biauturstöðvanna. Norva á Swan River brautinni og Winnipegoses og þaðan suður til markaða. Eftir spurn eftir mönnum i skóar- högg er nú töluverð. Það er meira skóarhögg en verið hefir um mörg ár að undan. Sagt er að sambandsstjórnin sé bú- in að ákveða að manntal skuli verða byrjað þann 31. Marz næstkomandi. Er það sunnudagur. — Bandarikin ætla að taka manntal á sama tima. Aðfaranótt 7. þ, m. áttu Bretar og Búar skærur til og frá varð mannfall nokkurt. í fyrri viku framdi kona ódáðaverk i Vancouver. Hún skar ungbarn sem hún’áttiá háls með skegghníf maun3 síns og síðan sjálfa sig. Vonir um að barnið ,bíði ekki bana af þessu. Sagt er að Tyrkir haldi áfram að drepa kristna menn. Þeir hafa nýlega drepið nær 60 manns i Salonica; sðxuðu þeir líkin í smá stykki og fleygðu þeim siðan í brunn. Beiðni með 2000 undirskriftum frá hátts tandandi mönnum í Manila hefir verið lögð fram í efri þingstofu Banda- ríkja nna, til stjórnarinnar, að afstýra óeirðunumfog. manndrápum, og leyfa eyjarskeggjum að mynda óháða sjálf- stjórn. Þann 11. þ. m- var morðinginn Charles LiChin hengdur i Washington. Það var hann sem drap Robert E. Thururer með pennabmíf. Ástæðulaus afbrýði, sem ung stúlka kveykti, var orsök þessa óhappaverks. Hraðfregnir frá Pekin 10. þ. m. til Berlin segir að þýzk herdeild hafi kom- ist i snerru við fjölda af Boxurum ná- lægt'Sahaiku, skamt norðan viö múr- garðinn mikla, og drepið um 100 af þeim, en enginn Þjóðverji hafi fallið. Nú um nýárið var erfðaskrá And- r ées brotin upp. Bróðir hans hefír mót- mælt að hreyft væri við henni vegna þessjað Andrée mundi ekki vera dauð- ur. En nú leyfði hann að erfðaskráin væri rannsökuð. Er hún víst ekki neitt sérlega merkileg, þvi blöðin segja ekkiíhvernig hún hljóði. Mú er liðið 2J"ár síðan Andrée hóf norðurfðr sína, og engar vonir til þessað hann sé lif- andi, þó það kunni að eins að geta hent sig. Um helgina sem leið urðu stórslys i leikhúsi i Chicago. Um 800 manna vóru inn í leikhúsinu,mikið af Gyðingá um- Einhver óláns manngarmur hafði hrópað: “Eldur!” þá leikurinn var nær því búin. Óðara bergmálaði “eldur", "eldur” um alt húsið. Fólkið varð hamsiaust að forða sér út og ruddist og troðst undir. Mæður hentu börn- um sínum út 'um glugga og meiddust þau á fallinu og vóru troðin undir þá þau komu niður. Eftir 5 sekúndur frá því villiorgið heyrðist, var fólkið orðið bókstaflega brjálað af eldhræðslu, og ó- mögulegt að koma nokkru tauti á við það. Sex menn tróðust undir og biðu bana þegar, en fjöldi limlestist og meiddist, og er talið að sumt af því fólki muni deyja. Það var ekki eldur á sv* litlu sem eldspítu í allri bvggíng- unni. Mœlt er að á laugardaginn var hafi þeir prins Ching og Li Hung Chanfi skr faðundir friðarsamning. Li Hung Chang er töluvert veikur um þessar mundir. Rússneski erindsrekinn M, De Gi- ers, mótmælti framkomu Breta i þeirri grein, að leyfa ekki Rússum að með- höndla hveiti og hrísgrjón á brezkum stöðvum í Kína. Blöðin segja að gamli Kruger sé mjclg veikur. Þýzkur læknir á að hafa sag t að Kruger gæti ekki lifað nema 2 vik ir. Forseti Bandaríkjanna hefir veriö kve|[aður um þessarimundir. Samt er ætlað að hann muni orðinn heill heilsu um mánaðamótin. Með meira móti vart við hafís vi ð strendur Nýfundnalands nú Blöðin eru að flimta með það, að nýlega hati verið gerð tilraun til að myrða prinsinn á Englandi. Hann var á heimleið af dýraveiðum. þegar þetta á að hafa komið fyrir. Ókunnur mað- ur fylgdi honum eftir.sem ieit út fyrir að vera leynilögreglusnati. Ekki er á- k veðið hvernig hann hafi sýnt sig lík- legan í að myrða prinsinn, sem komst undan heill á hófi. Siðnr á þessi mað- ur að hafa náðst. Hann neitar að segja til nafns síns, en segist vera Þjóðverji og vera söngfræðingur. Árni Sigvaidason, þingskjalaritari Llncoln Coontys, dó í morgun eftir langa f og kvalafulla sjúkdómslegu. — Dauðameinið var krabbamein. — Jarð- arförin fór fram á laugardaginn frá is- lenzku kyrkjunnl í Lincolnbygð Árna verður án efa minst í blöðun- um af þeim sem eru mér færari. Ég vil því, að eins bæta því við, að mín skoðun er að við fráfall Árna höfum vér sem þjóðflokkur séð á bak vorum bezta dreng, göðum félagslim og fyrir- myndar húsföður. G. A. DALMANN. Minneota, Miun. 10. Jan. 1901, Nýja Islands förin. Þeir Hon. R. Roblin og hra B. L. Baldwiuson, komu heim úr Nýja ís- landsför sinni um miðja siðustu viku. Forsætisráðherrann lætur mjög vel yfir förinni, Er hér ágrip af því sem hann hefir sagt um fðrina og Ný- íslendinga, og er vitnisburður Hon. R. P Roblins þeim mjeg til sóma. Á Gimli, sem er aðalþorp nýlend- unnar var stór fnndur. Var Mr. Roblin flutt þar ávarp. Hélt hann og þingm. Gimli kjördæmis ræður, og var þeim tekið framúrskarandi vel. Að því búnu var þeim haldin veizla i fund- arsalnum, sem hafði verið skreyttur og útbúinn þar til. Úm 300 menn sátu veízluna. Þaðan héldu þeir að Árnesi. Þar var forsætisráðherranum flutt á- varp, og hélt hann þar ræðu. Sama kvöld var fundur að Hnausum, og var honum fagnað þar virta vel. Næsta dag héldu þeir áleiðis til Geysir og ís- lendingafljóts. Hélt Mr. Roblin þar ræðu og var vel þegið, Síðan héldu þeir til ísafoldar, og þaðan út í Engey (þar sem hra Jóhann Straumfjörð býr) Þaðan til Mikleyjar,og var þar fjclmenn samkoma, og flest allir eyjarbúar sóttu hana, og fór hún vel fram. Þaðan sneri þeir heimleiðis. Mr. Roblin antignar fólkinu i Nýja íslandi fyrir myndarskap og góða Lamkomu. Honum þykir hýbýlaskip- un betri en hann hafi búist við, og eigi sér alment stað á meðal innflutts fólks. Honum leist vel á alþýðuskólana. og dáist að þeirri mentun sem fólk hafi þar yfirleitt á enska vísu, Þekking manna þar á pólitík fari óðvaxandi, eins og sýni sig á því að í fyrstu kosningunum sem þar bafi farið fram, hafi að eins einn kjósandi greitt atkvæði með kon- servativaflokknam. En úrslit hinna siðari kosninga sýnir það, að pólitikin hafi verið hugsuð og rædd frá báðum hliðum, og nú sé konservativastefnan þar orðin ofan á, og verði það óefað betur í komandi tíð, Mr. Roblin segir að yfir höfuð hafi þessi för verið mjög fræðandi og skemti- leg fyrir sig. Hann segir að Nýja Islendingar þráðþarfnist járnbrautar, og vonar að þeir fái hana líka fljótlega. NÝJA ÖLDIN. Ort á millum svefns og vöku. Öld nú rennur upp í dag. Á ég að kveða nýársbrag ? Böli þrunginn beljar sær, Brosir morgunsunna skær, Hvað þú boðar öldin úng Öllum flnnst sú gáta Þung Fela margt þín töfratröf Tímans dóttir, Alvalds gjöf: Líf og dauða, líkn og fár, Ljós og myrkur, bros og tár. Svefn og vöku.— Svipur þinn Sé ég boðar dauða minn. Kom þú heil samt, unga öld! Ei ég hræðist lífsins kvöld. Blítt er að þiggja blund hjá þér. Blómsveig liðnum gefðu mér. Þótt ég falli þrýtur ei Þjóðlífsstarf á Óðins mey. Mína sveit og sifjalið Sæmilega breyttu við. Smá eru efni og óðul mín, ísland, ég græt vegna þín. Hver var erfðin ættjörð ? Þor ! Engin sýndi’ ég frægðarspor. Erég, þjóð mfn, ættarskömm? Ut er að bera slíka vömm. Útlegð mín og æfibraut Á hún bara að vera: þraut? Harmatölur hættu við, hlustaðu’ á ársins morgunklið ; íslands krakki, kögursveinn, Kraft þinn reyndu, stattu beinn. Veik eru mannsins vonarblóm, Veikt er fjör í heljarklóm, Þung eru lífskjör þurfamanns, Þrekið lamar: örbyrgð hans. En á ei líflð æðri hnoss En áhyggjur og vanans kross ? Á ei lífið unaðs stund ? Á ei lífið gull í mund ? Heyri ég úti himinstraum, Hornahlóð og lúðraglaum. Inni heyri ég öldnum bjá: Andvörp þung. Hvað gengur á ? Það er heimsins stríð og strit, Stærilæti hans og vit; Æska hans og elliglöp. Undrum þrungin tímanssköp! Upp meðsólu, ómarglögt, Ei þig hindri víl né snökt. Fram úr gömlu fleti skríð, Fram og upp, með nýrri tíð. Rýni ég tímans rúnir í, Rðkleitt get þó minnst af því, Sem ég ræð af rúnum þeim: Risavaxin störfum þeim, Umbrot, rannsókn, örvahríð. Og hvað meira ? Friðartíð. Frið — nei, frið ei flnna má; Framkvæmd öll þá legst í dá. Styrjöld manna og stímabrak Stæst framleiða Grettis tak. Hræðstu ei úflð öldubrot, Ýttu glaður samt á flot; Aðkast heims og örfaflug Að eins vekji hjá þér dug. Einn ég veit þann ylfing nær Öllum heimi er stjórnað fær. Keisaradjásn og kraft hann ber Kominn frá mönnum—því er ver. Þér getur fundist lífið létt Um lífsmörk viss og æfin slétt. En við komu keisarans Kröfur vakna f brjósti manns. Eitthvað meira: ágirnd, þrá. Öfund fordild birtist þá. Keisarinn er: vanans vald, Vitið : blóðugt syndagjald! Meiri kröfur, meiri þörf, Mein þér vinna, þjóðin djörf! Heyrðu skáld! Hvað hermir þú ? Hættu að lesa um framtíð nú. Lengra og lengra, er lífsins rödd. Lengra! En hvar er sál þín stödd ? Ef þú finnur aldrei ró aurasafn þótt hafir nóg, Völd og djúpan viskubrunn : Vinur, samt er æfln þunn! Segðu mér heldur sannleik þann Sigraðu böl og ger þig mann ! Njóttu lífsins levndardóms,. Lífsins fagra sigurhljóms! Öld, mig þungur ómur knýr ; Eitthvað stórt í hæðum býr. Fánýtt er þitt glam og glys, Gaktu ei hins bezta á mis. Jafnframt þvf, í,em hugsun há Hefja þig til frægðar má Sýni lotning önd þfn ör, Æðri stjórn er með í för. Máttur þinn og Mammons jarm Megnar smátt við grafarbarm. Hærri erlífsins hugsjón hrein, Hærri hverjum bautastein. Öndveg skipa, öld mín frið, Auðnusól þér fylgi blíð. Áfram greitt og upp á við : Almenn heill er takmarkið. Örli'ig hulin æskumanns^ Að þér rétti blómakrans. Þreyttir, úrgri, öldungslund. Unað veittu og hvíldarstund. Alveg ny Skilvinda RJÓMASKILVINDA MEÐ NÝJU LAGI og GERÐ, Þægileg og vel smíð- uð Það er rjómavél sem ekki er orðin handónýt ef'ir eitt ár, eins og sumar sem hafa verið seldar að undanförnu, og sem aðskilur ágætlega, og er afarlétt í snúniugi. Ef þér hafið í huga að kaupa rjóma- skilvindu, þá stórskaðið þér sjálfa yður ef þér skrifið mér ekki áður (ritið á ís- lenzku ef þér viljið), og fáið npplýsingar um þessa nýju og óþektu rjómaskil- vinda. Þegar þér skrifi þá takið fram hvað margar kýr þér nytjið. Utanáskrift, mín er : Wm. SCOTT 200 PaciíU' Ave. Kom svo heil, þú unga öld, Engum reynstu slæm né köld. Léttu ánauð aumingjans, Undirlægju verri manns. Beygðu hrokans hrikamátt. Hrestu þá sem eiga bátt. Fegra heimsins félagsmál, Fræddu, glæddu, hverja sál. Bjargir færðu um bygðir lands, Blómgaðu sáðreit kærleikans. Trúar orð þin tign og há Töfrí börn þín stór og smá. Bæti ísland blómskraut þitt, Blessaðu Vínland, kjörland mitt. Sólaröld, um sæ og láð Sönn þig prýði frægð og dáð. Heill þér fylgi og hugsan glöð Heiminn gerðu að sælustöð. Jón Kernested. Winuipeg. Til sölu eru : reizlur, smjörmót, hita- mælar, smjörspaðar, umbúðapappir m.fl Vjer seljum alskonar Karlmannafatnad FYRIR LAQT VERD til allra sem þarfnast þeirra. D T1 H ■ 564 nain Street. Gegnt Brunswick Hotel. A gamlárskvöld 1900. Hún er komin hinsta stundin, heyrast slögln dimm og löng, líkt og kveði Líkaböng. Llggur knör við bryggju bundinn, blaktir fáni’ í hálfri stöng. Hann er sendur til að taka tímansdrottning, þessa öld, hún á að fara heim í kvöld. Alt er horfið og til baka auður, mentun, frægð og völd. Höfðingleg er henrar ganga, heimsins mesta sigurför; fús hún stígur fram á knör. Bylgjast hár um bleika vanga, brún er hvöss og augun snör. Nú að lokum fær hún friðinn, frelsisljóma slær um brár; börnin hennar hundrað ár, öll eru burtu líka liðin lögð í gröf sem kaldur nár. Fljótt er kastað festarbandi, fæst ei lengur nokkur bið, hefjast seglin húna við. Snekkjan undan snjófgu landi snýr til hafs og tekur skrið. Aldarskot sem örskot líður út á tímans mikla haf, straumi knúið sterkum af. Bylgjan hart á brjóstum sýður, brotnar skip og fer í kaf. Leiftur mörg um loftið sveima legstað yfir þinn í kvöld blóði roðin breiðast tjöld. Farðu vel til fjarra heima, farðu vel þú gamla öld. Upp af ránar regin djúpi rís að nýju svipur mánns, önnur drottning lýðs og lands, Ung og björt í hvítum hjúpi um höfuð bindur stjórnar krans. Þögul, sæmir engan orði upp á háan veldisstól fer og tímans hreifir hjól, með óskráða bók á borði býður eftir næstu sól. Skygnist hún um skóg og engi, skoðar jörð og hvelið blátt, tignu lyftir höfði hátt. Horfir bæði hvasst og lengi, horfir mest í suður-átt. Sér hún brátt—og brýrnar síga— byrgja grundu dreyra ský, suðurhluta heimsins í, Vaskir mennrað velli hníga, vill, ef gæti, bætt úr því. Búðu heimi betri daga brjtóttu fölsuð liigmáls spjöld, grimd og hræsni gefðu’ ei völd. Velkomin þú Von og Saga. Velkomin þú Nýja Öld. S. S. ÍSFELD. Shoe Co.LtA 59(1 Iflain Mreet. hafa þá ódýrustu og beztu barna-flóka-skó, sern fáanleg- ir eru í þossum bæ. Komið og skoðið þá og spyrjið um verðið. T. LjYOJMS 490 Main St. •* Winnipeg Man. FERÐA-AÆTLUN. Póstsleðinn, gem gengnr milli Winnipeg og Nýja íslands í vetur, fer frá Winnipeg kl. 12 á sunnudögum, frá Selkirk kl. 7 á mánudagsmorgna, frá Gimli kl. 7. á þriðjudagSmorgna, Kem- ur að íslendingafljóti á þriðjudagskvöld og dvelur þar yfir miðvikudaginn. Fer frá fljótinu kl. 7 á fimtudagsmorgna, frá Gimli kl. 7 á föstudagsmorgna og kemur til Selkirk á föstudagskvöld. Fer frá Selkirk kl. 9 á laugardags- morgna áleiðis til Wínnipeg. Burtferðarstaður sleðans frá Win- nipeg er að 701 ELGIN AVENUE Þeir sem fara frá Winnipeg með járnbrautarlest á sunnudögum, til Austur Selkirk, geta fengið þaðan kevrslu með sleðum okkar til West Selkirk og náð i póstsleðann þaðan. Mr. G. Gíslason keyrir sleðann' Hann er æfður og gætinn keyrslumaður og á- reiðanlegur i öllum viðskiftum, og lætur sér annt um velliðan farþegjanna. Vakið far með honum. lliflge & IcLean West SHUirk ALLAR TEGUNDIR AF Qólfteppum i 574 jllain Sfr, Telefón 1176.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.