Heimskringla - 24.01.1901, Blaðsíða 4
V
HEIMSKRINGLA 24. JANÚAR 1901.
Bakarafélagið býður $25.00 samkepnisverðlaun
eins og hér segir:
TIL MATSÖLUHÚSA - - $10.00
FJÖLSKYLDUHÚSA - - $10.00
“ “ “ 2. verðlaun - $5.00
Verðlaunin verða veitt þeim, sem senda flesta einkennismiða til fé-
lagsins. Allir miðarnir varða að vera teknir af brauðum fyrir 5. dag
Aprilmán. 1901, og sendast ipokum með nafni og Aritun sendendanna,
Verðlaunin verða afhent 5 dögum siðar. Pokarnir með einkennismiðun-
um sendist til George Blackwell, Secretay of Bakers Union. Voice Offlce,
547 Main Street,
Hvar einkennismidar fast.
Eftirtaldir menn eru þeir einu bakarar í borginni sem geta selt brauð
með einkennismiðum. Heimtið þau brauð frá matvörusölum eða keyrslu-
mönnum þeirra, sem hafa einkennismiða. og ef þeir hafa þau ekki þá
leitiö þeirra til annara. Sýnið alvöru og yður mun veitast:—
HHOS. BATTY, 124 LISOAR STREET.
W. J. JACKSON, 297 SPADINA AVE., FORT ROUGE,
W. A, KEMP, 404 RÖSS AVE.
J D. MARSHALL, COR. ISABELL & ALEXANDER.
j’ T. SPIERS, COR. FONSECA & MAPLE STS.
rTT j. ., J. BYE, President.
[Undirntað] GE0 BLACKWELL,
Sec.
Heimskriiíla News & M. Co.
heldur ársfuna sinn mánu
daginn 18. Febrúar 1901,
kl. 8 e. h., að 547 Main St.
Hluthafar eru beðnir að
mæta á fundinum.
Félagsstjórnin.
Winnipe^.
Liberalar hér í fylkinu lögðu nýlega
Þá beiðni fyrir dómstólana að dómar-
arnir bönnuðu fylkisstjórninni að halda
kosninguna í Suður Winnipeg á kjör-
listum þeim, sem nú er verið að semja
samkvœmtnýju kosningalögunum. Mál
þetta var rætt í rétti á mánudaginn var
og á þriðjudaginn gaf yfírdómari Kill-
am þann úrskurð að hann neitaði a ð
Terða við bei 'ninni, og visaði því mAl-
inu úr rétti. Kosningin fer því fram
þann 31. þ. m, á nýja listanum, ef Li-
beralar setja nokkurn mann út li! að
ssekja um sætið.
Hkr. gat síðast um að H. Pilsbury
taflkappi Bandarikjanna hefði verið hér
á ferðinni að þreyta töfl. Hann tefldi
tvisvar sinnum. I fyrra sinni móti 20
isenn, en í siðara skiftið móti nokkuð
færri. Hann tapaði að eins 3 töflum,
2 fyrir Magnúsi Smith. taflkappa Ca-
nada, og t fyrir Prof. McDermaid. Það
er rugl sem síðasta Lögb. þendi sig með
að herra M. Smith hefði ekki unnið
nema annað taflið móti Pilsbury, Pils-
bnry sagði að Smith væri svo góður
taflmaður, að óvíst væri að hann hefði
yið honum einum í senn, en engin von
að hann hefði við honum í fleirtefli.
Hvítabandið heldur Concert og
Social á North-West Hall þann 29 þ. m.
Prograramið er gott, og veitingar i
kaupbœtir aðgangur 2ó c.
—Forstöðunefndin óskar að fólk Sœki
þessa satnkomu svo að húsfyllir verði,
og vér mœlum með því.
Séra Mangús J. Skaptason prédikar
nœsta sunnudag kl. 7að kv. í Unitara
kirkjunni, Cor. Pacifíc & Nena.
Herra Jón Kjernested brá sér til
Nýja Islands á snnnudaginn var, í
kynnisför til vina hans og vanda manna
þar. Hann bízt við að verða að eins
skamma stuéd aðheiman.
S. D. B, Stephenson og systir hans
fráStratliclaií,aI^l. komu til bæjarins
á fðstudagin var, Mr. Stephenson ætlar
að ganga á verzlunar skólan (Business
CoPege) eu systir hans kom i kynnisfðr
til kunn nganna og hugsar að dveija hér
ura tíma.
Svii nokkur að að nafni Eric Eric-
son. héðan úr bænum fannst nýlega hjá
Paplar Point frosin í hel. Hann hafði
nýlega verið hér á sjúkrahúsinu til
lœkeinga og ef til vill ekki verið búinn
að ná fullri heilsu, og þess vegna þolað
kuldanver en illa.
/
Tonbólu samkoman Tjaldbúðar-
safnaðarins á Noth-West Hallámánu
dagshvöldið, var vel sótt, samkomu-
húsið nroðfult og allir drœttir gengu
ipp á ör stuttri stundu. Það var auð-
séð á öllu að fólkið hafði kotnið til að
styrkja söfnuð séra Bjama Þórarinsson-
troggera samkomuna sem arðmesta
/yrlr söfuuðinn, og var það vel gert.
Xrangurinn afhenni hefði samt orðið
meiri, ef drættirnir hefðu verið fleiri
en þeir vóru, og það ætti séra Bjarni
og safnaðarlimir hans að sjá um næst
þegar þeir halda hlutaveltu samkomu,
að tugir manna þurfi ekki að snúa aftur
með peninga sína i vösunum, fyrir skcrt
á dráttum.
Þeir Mackengie & Mann, eigendur
Canada Northern og South Eastern
járnbrautanna hafa ákveðið að byggja
veglega vagnstöðhérí bænum, Mr. Mac-
kenzie sagði í viðtali við blaðamann hér
í bænum, í síðustu viku, að Stationin
yrði bygð norðan við Pósthúsið og að
og að inngangurinn í hana yrði frá Main
St. Hann kvaðst og cetla að byggja
öfluga járnbrautarbrú yfir Rauðá beint
undan járnbrautarstöðinni eða því sem
næst. Hann sagði að það yrði birjað á
þessu verki í vetur, ef möguleikarnir
leifa það. _________________
Á sunnudaginn, kl 11 f. h. messar
séra Bjarni Þórarinsson i Fort Rouge
húsi herra Jónasar Jónassonar.
C. P. R. félugið hefír samið um
byggiagu á öflugri járnbrautar brú yfír
Rauðá hjá Winnipeg; á hún að kosta
$150,000. Félag í Montreal áaðbygg-
ja járnverkið, en Steinverkið áað gerast
af Winnipeg mönnum.
Frosthörkur miklar hafa gengið
siðan Heimskringla kom út síðast að
jafnaði frá 20 —30 stigfyrir neðan zero.
Snjór nú alment um 12 þumlúnga djúp-
ur.
í undirbúningi er að haldið verði
grímu ball á North West Hall mánu-
dagskveldið þann 4 Febrúar næstkom-
andi. Alt bendir til þess að samkoma
þesei verði hin myndarlegasta og að því
leyti ólík sumum af vorum íslenzkn
danssamkomum. að aðgcngumiðar
verða ekki seldir neinum öðrum en Is
lendingum; verður ballið þess vegna
al íslenzkt. Hljóðfæraflokkur (með 5
hljóðfærnm) s pilar fyrir dansinum.
Svaladrykkir verða til sölu á staðnum.
—Sjá auglýsingu á öðrum i stað í blað-
inu.
Forstöðunefndin.
íslendingar!
Munið eftir að fá yð ir BRAUÐ-
‘ TICKETS'* áður en þessi mánuður er
liðinn, 24 fyrir $1.00, og fallegt '“Cal
endar” gefln3, þeir sem ekki hafa feng-
ið það áður.
G. P. Thordarson.
Winnipeg 22 janúar 1901.
Hér með tilkynnist að hinn árlegi
fundur Manitoba smjör- og ostagerða
fél. verður halðin í bœjaráðshúsinu i
Winnipeg föstudagin 22 Febrúar 1901 og
birjar kl. 9 f. h. Fuudirnir eru fyrir
opuum dyrum og allir sem láta sér ant
um smör- og ostagerð eru beonir og vel-
ko nnir aðsæka þá. Sjáið Prógrammið
á stóru uppfestu auglýsingunum.
E. Cora Hind.
ritar.
Grimu baf/.
Verður haldið á North West Hall,
Mánudagskvöldið þann 4 Febr. 1901.
Inngangseyrir 25 cents.
DÁNARFREGN.
14. þessa mánaðar 1901 þóknaðist
guði almáttugum, að kalla til sfn Ingi-
björgu S. Borgfjörð dóttir hjónanna
Sæmundar Jónssonar Borgfjörð og
Helgu Gísladóttir Borgfjöiðs, Sigluses
P. O. við Lake Manitoba, sem eru
ættuð úr Borgarfjarðarsýslu en bjuggu
á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu
þar sem Ingibjörg sálugp. var fædd 2
Apríl 1870 Hún fluttist ásamt for-
eldrum sínum til Ameríku 1886. —Hún
var einkadóttir þeirra hjóua og hefir
alltaf verið hjá þeim, og varþeirra stoð
og styrkur í ellinni. Hún var ástrík
dótiir og elskuleg systir. Guð gefi
okkurstyrk tilað þola þennan missir og
varðveita okkur þangað til honura þókn
ast að sameina aftu - það sem hann af
alvizku sinni hefir i bráðina sundur
skilið.
Bróðir hinnar látnn
ÞAKKLÆTI.
Herra ritstj. —: Gerið svo vel og
lánið eftirfylgjandi línum rúm í yðar
heiðr.aða blaði.
Ég undirritaður lýsi það hér með
ósannindi að herra Jónas K, Jónasson.
Siglunes P. O., ihafi ráðið mér frá að
fara lengra í vetur, er ég þarfnaöist
hjálpar iyrir konu mína, heldur var það
ákvæði mitt áður en ég fór að heiman,
að leita hans. Og vil ég hér með votta
honnm mitt hjartans þakklæti fyrir þá
hjálp og alúð, er hann sýndi í því til-
felli.
S. Sigfusson.
Narrows P. O., Man., 2. Jan. 1901.
Concert
and
Social.
Uudir forstöðu “Hvítabandsins” á
North West Hall, 29. Janúar 1901:
1. Instrumental Music;
2. Solo: Mrs. Anderson;
3. Stuttur íslenzkur leikur; „
4. Solo: Mrs W. H. Paulson;
5. *Upplestur' Miss Valdason;
6. Solo and Violin Oblegato:
Miss Magnuson;
7. Upplestur: Miss Egilson;
8. Violin Soio: Mr. Th. Johngon;
9. Solo: Mrs Anderson;
10. Instrumental Music.
Veitingar
Samkoman byrjar kl: 8 e. h.
Inngangur 25 cents.
Saitfiskur 4 Ibs.
Bezta kaffi 9 lbs. fyrir ......$ 1.00
Molasses (2 gall. fötur)....... 75
Maple syrup (2 gall fötur).... $ 1.10
Beztu sveskjur 4 pd fyrir .... 25
Beztu rúsínur 4 pd. fyrir .... 25
Smjör (beztu Prints) 2 pd. fyrir 25
Tapioca 5 pd. fyrir ........... 25
Púðursykur 19 pd, fyrir ...... $ 1.00
Beztu hrísgrjón 22 pd. fyrir.. $ 1.00
Og allar aðrar vörur með ágætis verði.
J. Joselesvich.
303 Jarvi.H Ave,
Winnipeg Coat Co.
BEZT AMERISKU HARD OC LIN
KOL
Aðal sölastaður:
HIQQINS OQ MAY Sts.
WXJSTJSri^EG-.
Islenzkur
raálaflutningsmaður
Thomas H. Johnson
Barrister, solicitor etc.
Room 7 Nanton Block, 430Main Street,
Winnipeg Manitoba.
TELEPHONE 1220 - - P. O. BOX 750
LJÓÐMÆLI
PÁLS OLAFSSONAR,
annað bindi.
Ég hefi nú fengið til útsölu 2. bindi
af ljóðmælum þessa þjóðkunna skálds.
Þetta bindi er jafnstórt hinu fyrra, og
verðið er :
I kápu $1,00
I fallegu bandi 1.50
I þessu bindi er, auk ijóðanna, gið
mynd af höfundinum og ágrip af æfi-
sögu hans eftir Jón Ólafsson. Allur
frágangur er prýðilega vel vandaður.
Síðar auglýs ég útsölumenn að bók-
inni á ýmsura stöðum. þar sem íslend-
ingar hafa bólfestu, oggetamenn keypt
hana hjá þeim eða pantað hana beint
frá undirrituðum.
M Pétursson.
715 William Ave., Winnipeg.
*#••#•*#*»»####*****«*•###
1 DREWRY’S I
W
2 nafnfræga hreinsaða öl
“Freyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáínandi I bikarnum
jjáClr J>»asir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl-
aðir til neyzlu f hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
REDWOOD BREWERY.
*
#
«
*
#
EDWARÐ L. DREWRY-
Haniitactnrer & Importer, WliSNiIl’F.tS.
*###***«**«**##*#«*#««#«##
####################* #n#«#
#
*
#
#
#
*
*
#
#
*
«
*
#
#
#
#
#
V.
Areiðanlega það bezta er
Ogilvie’s Mjel.
Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S.
*
#
#
#
#
#
#
0
#
S
#
#
#
#
#
*
#################### ###**#
Það er fjörug verzlan hjá oss þessa daga.
Vér seljum belg- og fingravedinga í óða önn. Ágætir
drengja- og litlir karlmanna belgvetlingar 50c. virði fyrir
35c. eða þrennir fyrir $1 OO.
Vér höfum afmikið af Moccasins, stærð 6, og seljum því þessa
stærð mcð miklum afslæt.ti.— Drengja og karlmanna Moc-
casins (skór) á 91 .OO til fl 1.50, og margt annað ódýrt.
E KKTIGHT CO
Gegnt Portage Ave. 351 main Street.
OLm líROTIIEltS
Selja nú eldivið jafn ódýrt
og nokkrir .iðrir í bænum, t.
d. selja þeirbezta “Pine” fyr
ir $4.50 og niður í $3 75 eft-
ir gæðum, fyrir borgun út í
hönd.
OLSON BRO’S. - 612 ELGIN AVE.
13Feb.
Army and Navy
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindlum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrgðir sem til eru i þessum bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftum yðar.
ff. Brown & Co.
541 Main Str.
22 Lögregluspæjarinn.
“Nei; ef það sæist ekki á öllu öðru að hann
er hundkunnugur í bænum, þá held ég að hann
væri hræddar um að villast”, segir Marcillac og
hlær við.
“Og hann yrðir ekki á nokkurn mann?"
“Eltki nokkurn lifandi mann; hann kaupir
jafnvel rósaknippi á hverjum degi steinþegjandi.
Lætur að eins nokkur centsáborðið og tekiðand-
virði þeirra sjálfur”.
“Frá blómsölustúlku?” segir de Verney með
ákafa.
“Nei, frá blómsölumanninum beint á móti
fjólsöluhúsinu; það er skemst þangað fyrir bann
þegar hann leggur af stað”.'
‘ Og svo vitið þér ekkert frekar?”
"Nei, allsekkert”.
“Jæja, vinir mínir. Þið tveir farið undir
eins þangað sem herra Hermann býr; það er nr.
55 á Mauberze stræti. Það gerir víst ekki betur
en að hann sé vaknaður. Ég fór frá honum
klukkan þrjú í morgun”.
Þegar leynilögreglumennirnir heyra þessar
undarlegu fréttir, líta þeir stórum augum hver á
annan steinhissa, en de Veiney lætursem ekkert
sé og heldur áfram: “Þið gætið að hverri ein-
ustu hreytingu bæði að því er viðvíkur honum
sjálfum og gestum þeim, er hjá honum kynnu
að yera. Ef hann fer út, þá skalt þú, Jolly,
fylgja honum eftir og hafa stöðugt augun á hon-
um;en þú, Marcillac, skalt vera kyr inni ogyf-
irgefa ekki herbergi bans eitt einasta augcablik,
en sendu boð til min undir eins þegar hann fer
út. Þið ættuð helzt að fara sem allra fyrst”.
Lögregluspæjarinn, 47
Paris síðan á dögum Isabellu, sem var aðdáun
og augasteinn allra. Eftir mánuð verður Louisa
líklega enn þá viðfrægari én Isabella var. Hún
veit hvað hún segir; hún dregur að sér alla unga
menn; því líkt bölv ð segulstál [ Kei&arasonur-
inn er til dæmis s?vo hrifin af henni, að hann
kemur altaf þangað, sem hún er þrisvar i viku,
og hann fer að gráta, ef hann sérhana ekki, Það
kemur ekki fyrir að hann kaupi blóm handa leik-
félögum sínnm af no krum öðrum”.
Þessar skýringar komu de Verney óvart;
honum fer nú ekki að litast á blikuna; hann
heldur að Microbe sé hrifinn af þessari blómarós,
að hann verði sór ekki einungis gagnslaus, held-
ur jafnvel hættulegur. Þegar hann hefir velt
þessu stundarkorn í huga sér lofar hann ham-
ingjuna fyrir það að hann hefir ekki sagt Mic-
robe meira en þetta.
“Svo þú þekkir hana vel, þessa Louisu ?”
spyr hann því næst og reynir að leyna því,
hversu mikið honum varð nm þessar fréttir.
“Þvi er nú skollans ver að ég þekki hana
ekki vel” svarar Microbe ogyftir öxlum eins og
Frökkum er títt. “Ég hefi reynt að kynnast
ungfrúnni og ég býst við að hún þekki mig
nokkurn veginn. Ég gaf henni svo hýrt auga,
sem ég átti til í eigu minni um daginn, en hún
borgaði það með þóttafuilum fyrirlirningarsvíp;
sú litla”.
“Sú litla ? Er hún svo lítil ?” spyr de Ver-
ney.
“Nei, en hún er svo dæmalaust falleg; ég
kalla allar fallegar stúlkur litlar. Gerir þú það
46 Lögregluspæjarinn.
Microbe hugsar sig um dálitla stund og
blístrar part af gömlu lagl. "Já, það er mjög
líklegt!” segir hann. “En áður en ég fer lrekar
út í þá sálma, vildi ég gjarna vita eitthvað um
búðina þar sem hann kaupir rósaknippin, og þá,
sem þar vinna !”
“Ég sé það að ungir lögreglumenn eru ekki
altaf líkir ungum iæknum !” segir de Verney
hlæjandi. “Þeim er stundum hætt viðað skjátl-
ast í því að þekkja sjúkdóma. Jæja; ég held nú
samt að þú sért einmitt maðurinn, sem ég þarf
að hafa. Þú ert ungur, áræðinn, skynsamur og
ég held nokkuð hygginn. Verkefnið sem ég hefi
handa þér er svo einkennilegt og snertir svo
tignar persónur, aðég segi þérekki frá því öllu;
ekki í bráð, að minsta kosti”.
“Alveg eins og þér þóknast”, scarar Micro-
be, “en ef ég veitekki alt það er þú veizt, þá
þarftuekki að vænta þess að getgátur mínar
verði eins nálægar sannleikanum og þínar hijóta
að verða”.
“Ég þori ekki að sleppa þessu tækifæri!”
segir de Vprney í lágum hljóðum. Svo þegir
hann stundarkorji, en að því búnu hofir hann
spyrjandi á Microbe og segir: "Þekkir þú eða
hefirðu séð á ferðum þínum í Paris stúlku eink-
arfríða sýnum, er selur oft börnum blóm í at-
kvæðagarðinum ?” En svarið sem hann fékk,
gekk alveg yfir hann. “Hvað meinarðu?” segir
ungi maðurinn og strýkur hökuskeggið. “Þekki
ég bana Louise ? Já, ég held að ég þekki hana !
Hún er fegursta stjarnan á gleðihimni ungu
piltanna. sen> nokkurn tíma hefir runnið upp i
Lögregluspæjarinn. 43
I
“Þeir fara. De Verney segir um leið og þeir
fara: “Ég geri ráð fyrir að þlð séuðí vinfengí
við fangavörðinn”.
"Ég hefði nú sagt það !" segir Jolly hlæj-
andi; “gamlakcnan, sem gætir Hermanns, var
einu sinni æskuvina min. Þú veizt það Marcil-
lac”. v
Hann hneigir höfuðið til samþykkis því. Að
svo búnu fara þeir.
De Verney hugsar nokkur augnablik um
það, hversu regluiega Hermaim gengur og kaup-
ir rósaknippi sín, og svo snýr hann sér að hín-
um gestunum. Þeir eru gagnólikir þeim sem
farnir eru og miklu yngri. Regnier er tæplega
fertugur, en Microbe ekki meira en í mesta iagi
25 ára.
Regnier er alvörugefinn og karlmannlegur—
hann er jafnvel alvörugefinn þótt hann hlæi, en
svipur hans lýsir svo mikilli staðfestu, að eng-
inn mundi veigra sér við að trúa honum fyrir
hverju sem veraætti; jafnvel þótt hann yrði að
leggja miki? í sölurnar til þess að efna heit sín.
Hann talar gætilega og lítur út fyrir að vera ná-
kvæmur í öllu, þótt hann sé ekki sérlega prúð-
búinn. Jolly og Marcillac voru aftur næstum
nirfilslega til fara. Þeir voru auðsjáanlega í
gömlum lötum, er þeir höfðu keypt í Gyðinga-
búð fyrir lítið verð, víða nálega gatslitin og
marg snúið.
Microbe hinn ungi er ólíkur þeim öllum;
hann er afar skrautlega til fara. Hann ersonur
einhvers nafnfrægasta njósn&rmanns, sem verið
hefir uppi í Paris og alment nefndur “Þjófa-