Heimskringla - 24.01.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.01.1901, Blaðsíða 1
 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Heí mskriiigla er gef- in út hvern ömtudag af: Heimskrinnla Newe and Publishing Co., > St., NVinnipeg, íiUu. iVost- ar um árið # 1.50. Borgad fyrirfram. UO8\0 044 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦© ♦ Nýir kaupendur fá í ♦ J kaupbætir sögu Drake J ♦ Standish eða Lajla og jóla- ♦ X blað Hkr. 19u0. Verð35 og X X 25 cents, ef seldar, sendar J ♦ til íslands fyrir 5 cents ♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 24. JANÚAR 1901. Nr. 16. Utanáskrift Heimskringlu er nú: Heimskringla News and Publishing Co. P. O. Box 407, Winnipeg, Man. Frjettir. Markverðustu vi3burðir hvaðanæfa. Á iimtudaginn í fyrri viku dó i Toronto Sir Frank Smith. Hann var fæddur á írlandi og flutti. til Canada ásamt föður sinum 1832. Var hanr stórkaupmaður mestanhluta æfi sinnai f Canada. Hann var viðriðinn ýms stórfélög, svosem járnbrautarfélög m. fl. Hann var kjörinn f efri deild sam- bandsþingsins 1871. * Starfaði hann aft- ur í ráðaneytiSir John Macdonalds. Hann var ráðgjafi opinberra verka i ráðaneyti Abbotts frá 1891 til 1892. Einnig var hann í ráðaneyti þeirra Thompson, Bowells og 8ir Charles Tuppers. Hann hætti við pólitik 1896. Hann er talinn að hafa verið milíóna- eigandi. Koekkoemoor, sem var Búi og hafði svarið þess eíð, að hann væri hvorki fylgjandi Bretum né Búura, var dæmdur til dauða nýlega fyrir þá sök að hjá honum fundust vopn, Hann átti heima í Johannesborg. Morðinginn Morrison var hengdur á fimtudaginn var af ríkisböðlinun Radcliffe. Morðinginn Morrison drap McArthur-familíuna, sem eru hrylli- legustu morð, er komið hafa fyrir i Norðvesturlandinu. Hann var 30 ára gamall. Rússneska kyrkju-sýnódan hefir bannfært Tolstoi greifa. Bannar sýn- ódan prestum kyrkjunnar að jarða hann í vígðri mold, eða biðja fyrir hon- um eða messa yfir honum. Fréttir frá Johannesborg í Suður- Afriku segja að De Wet herforingi hafi U?-ifm-yfir VjmvV éna og ssmcin-. að nokkurn hluta af her sinum við her Transvaalbúa. Sagt er að þessi sam- einaði her sé um 7000 manna, vel búnir að vopnum og vistum. Vistir sínar hafa þeir að miklu leýti frá Bretum, því De Wet tók fyrir nokkrum dögum frá þeim 26 vagna hlaðna af matvælum sem blöðin segja að sé um $250,009 virði —og er það góður fengur í bú Búanna. Sagt er að þessf sameinaði her sé nú um 60 mílur fyrir norðan Cape Town. Bretar hafa 20,000 manns i Cape ný- lendunni og búast við að mœta De Wet »g mönnum hans svo fljótt sem verða má. En leitt þykir Bretum á Eng- landi hve seint Kitchener gengur að sl ökkva ‘ófr ðareldiun þar syðra, Mælt er að Kruger hafi í hyggju að ferðast til Bandaríkjanna í næsta mán- uði. Honum hetír verið boðið þangað og lofað góðum viðtökum. Ógnarlegt ódæðisverk hefir verið framið í Kansas ríkinu í þessum mán uði. Svertingi nokkur í bænum Lea- venwort var tekinn úr höndum yfir- valdanna og hálfkæfður í steinolíu, síð- an bundinn við staur og brendur lif- andi f viðurvist 8000 áhorfenda. Mað- ur þessi var grunaður uro að hafa myrt stúlku þar í bænum i síðastl. Septem- ber, en ekkert varð sannað á hann og ekki meðgekk hann glæpinn hvernig sem honum var þrengt til þess Rikis- stjórinn er afarreiður yfir þessu ódæðis verki og býður $500 verðlaun fyrir sannanirnar móti þeim mönnum, sem gengust fyrir þessum glæp. Búar hafa skilað Bretum 297 liðs- mönnura, sera þeir tóku við Belfast, Helvitia, um daginn, Bretar eru að fjögla stórskota- byssum í Cape Town til varnar, ef Bú- ar skyldu ráðast á bæinn. I tveimur stöðum hafa B retar og Búar átt smáskærur nú nýlega. Bretar hafa á báð-.m stöðum hrakið Búa og hafa þeir mist nokkra menn. Þeir hafa verið fámennir þessir tíokkar, sera barist hafa. svo skærur þessar hafa enga þ ýðingu fyrir ófriðinn í heild sinni. Námaeigendum í Cape-nýlendunni hefir verið send aðvörun frá stjórninni að leggja til herverði kring um nám- urnar, er nemi 1500 mönnum. Náma- eigendum er fyrirskipað að borga hverj um varðmanni 5 Shillings á dag og leggja þeim til allan útbúnað. Á lfttþektu gistihúsi í Jakobsgötu mimtmmmraiiin nrm n w - 1 * * 4 5 6 7 8 * w 1 Victona drottning látin. H.in andaðist í höll sinni á Weight-cyjunni um kl 6.45 að kv. é þriðjudaginn var. Ilún hafði verið talsvert veik um alllangan tíma, en rúmföst var hún að eins fáa daga. Dauðamein hennar var blóðstorknu.i í heilanum. Victoria drottning vai i níræði-aldri og orðin mjög elli- hrum. Er það talið víst að úhyggj- ur út &f dauða ýmsra skyldmenna hennar og mai'gra brezkra stór- menna, í Búastríðinu í Suður-Afríku, hafi svo lamað heilsu hennar og líkams og sálar krafta alla að dauð- ann hafi fyrir þá sök borið fyr a* höndum en nokkurn varði. Þessarai konu verður nánar getið síðar. í Stokkholm í Svíaríki, [höfðu karlmað- ur og kona tekið sér herbergi til leigu litlu fyrir jólin. Þeim var litill gaum ur gefin þar þau voru álitin hjón, sem gætu lifað og látið eins og þau lysti. Á laugardaginn milli jóla og nýárs kl. 4 e. h., sagöi ein þjónustustúikan þeim sem vann á þessu gistihúsi, að hún ætlaði að hreinsa til í herbergi þeirra milli kl. 5 og 6. Húd meinti með þessu að þau færu út á meðan hún væri að því. Konan svaraði að þau mundu ekki ónáða hanaá meðan. Þernan ætl aði því inn i herbergið kl. 5, en þá var það harðlæst. Hún sagði eigandanum frá þessu, þegar hann hafði sjálfur gert tilraun til að komast inn i herbergið á- rangurslaust, .lét hann sækja lögregl- una. Hún braut herbergið upp. Þessar persónur láu þá báðar skornar á háls í rúminu. Konan hafði auðsjá- anlega dáið fyrst, en maðurinn var ný. dáinn. Á gestaskrá gistihússins hafði maðurinn skrifað með lærðri hönd: Jóhan Anderson, ferðamaður". Hann leit út fyrir að vera tæpra 30 ára að aldrí, en konan sýndist tvítug. Þaa voru bæði óelað af heldri stéttinni, en bæði framúrskarandi drykkfeld. Lög r9glan getur með engu móti fundið hver þau hafa verið. Hafa þau óefað farið huldu höfði og verið umrennend- ur, og endað ævi sína út úr drykkju- skap, sem meinbugar hafa eflaust verið orsök til. — Hvað ætli margir drepi sig og deyi fyrir ofnautnir víns árlega? Sumir ætla að4af hverjum 10 i sumum löndum drepi sig. — Þó eru til þauó- menni enn í dag, sem þykir sómiað því að vera svínfullir. Stór bruni var í Montreal á föstu- daginn var. Thos. May & Sons félag- ið misti álnavöru ög fatnað m. fl. upp á $250,000, Voðalegt járnbrautarslys varð 18. þ. m. á G. T. brautinni nálægt Locks Millí ríkinu Maine i Bandaríkjunum. Fimm menn dóu strax. Er þetta hið stærsta slys sem orðið hefir hjá því fé- lagi um mörg ár, Strathcona herdeildin leggur á stað heimleiðis þessa daga frá Suður-Afríku og siglir beina leíð til Halifax og á að koma þangað 15. Febrúar næstkom- andi. Fundur verzlunarmanna frá. ýms- um pörtum í Canada eru nú í Ottawa til þess að reyna að fá 'stjórnina þar til að hækka toll á innfluttum bygginga- við. Enn fremureru ullarverksmiðju eigeudur í Ontario og Quebec fylkjun- um mjög óánægðir með tolla þá sem nú eiu á ullarvarningi frá Englandi og öðrum ríkjum og hafa þeir tekið sig saman um að reyna að fá Ottawastjórn ina til þess að hækka þessa tolla á inn- fluttum varningi. Unglingspiltur og stulka fundust nýlega á sléttunum nálægt bænum Morris. Þau voru frosin i hel. Það er talið víst að þau hafi verið ókunnug þar í héraði og vilst af réttri leið i blind bylcum, sem æddi yfir Manitoba á þriðjudaginn í siðustu viku. Þau fund ust 100 yards frá bóndabýli því sem þau ætluðu tU. Mackenzie and Mann ætla að byggja risavaxna komgeymsluhlöðu í Port Arthur. Húsið á að kósta $85ttí þúsund og rúroa lj milíon bushela a* hveiti.': Þetta verður með allra stærst.i kornhlöðum i Ameríku og á að ver.-. fullger í byrjun næstk. September. Stjórnendur Wabash járnbrautar- innar í Chiiago hefir gefið út skipun um að euginn maður sem vinnur, eðe vinna kann í þjónustu félagsins, megi bragða nokkur vín, hvorki i vinnutím; um eða á undan þeim. Þetta þyðir í stuttu máli það, að enginn sem vinnuf í þlónustu félagsins má bragða vin » nokkrum tíma. Þeir verða að veraf bindindi, eða ganga úr þjónustu félagsj ins. Þetta er spor í rétta átt og von- andi að fleiri járnbrautarfélög fylgii dærai þeirra Wabash-brautarstjórr,- enda. Olíubrunnur einn í Texasríkina varð óviðráðanlegur i siðustu viku, svii að olíustraumurinn úr honum stóð fet í loft upp í 3 daga og er talið að 150 þús. gall. hafi tapast þar. Nú hetír aftur verið gert svo við hann að olian tapa3t ekki. Jörð' þar umhverfis er talin full af olíu og ýmsir olíuleitar- menn og auðmeun eru að sækja að staðnum til að grafa eftir ljósmatnum. Talið víst að þar sé fjársjóður mikill fólginn í jörðu. Fjárhagur Rússa virðist að vera í blómlegu ástandi. Fjármálaráðgjafinn Dewitt gerii kunnugt. að tekjuafgang- ur frá síðasta ári hafi verið 73,443,450 rúblur. En á hinn bóginn segir han í að hernaður Rússa í Kína hafi á þvl ári numið yfir 61 milión rúblur, og a- ef til vill hafi hann stigið hærra. Rúss a; b’.jóta rA v.e*«. »■ ð'io; þ’Að » . i | geta staðið við að star.da í ófriði við aðrar fjarlægar þjóðir árum saman og standast þann kostnað allan án þess að leggja nokkra aukaskatta á þjóð sína og hafa samt tekjuafgang. Frétiir frá Circle City segja matar- skort mikinn þar í bænum og grend ínn.. Hveitimjöl er sagt &ð kosti $45 sekkurinn og fæst að eins hjá þeim sem flytja inn í landið til gullleitar, en ekki í verzlunum. Jarðepli, kjöt, hrísgrjón og sykur er algerlega ófáanlegt þar í héraðinu. Sagt er einnig að gull hafi fsndist í grjóti hjá Forty Mile læknum, er nemi $250 i hverju tonni af grjóti, og að mikil aðsókn sé að þeim stað frá Dawson City og öðrum stöðum þar vestra. Julius Neufisher. Þjóðverji, 18 ára að aldri, var tekinn fastur f vikunni sem leið í Elgin, 111., fyrir barnsþjófn- að. Barnið.sem hann stal, er 3 ára gamall drengur, að nafni Quito Abel. Julius stal honum í Berlin i Ontario fyr ir litlu síðan. Fyrir rétti [segir Julius þannig frá: Nafn drengsins hið rétta er Kildaw. Faðir hans á heimaíBer- lin á Þýzkalandi oger þar mikil^ met- inn. Sambúð hans við konuna var f meira lagi stirð, svo konan strauk með manni að nafni Abel til Ameriku. Hef- ir hún síðan og sonur hennar gengið undir því nafni síðan þau komu til þessalands. Þau settust að i Berlín í Ontario. Kildaw komst eftir hvar drengurinn var niðurkominn hér i Ca- nada gegnum vin sinn, að nafni W Ahl. Kildaw samdi við Ahl að stela drengnum og koma honum til sin til Þýzkalands. Ahl fékk Julius í lið með sér fyrir lítið fé, Stal hann drengnum og fór tafarlaust með hann suður yfir landamærin. Júlíus hefir nú lofað að flytja drenginn heilan á hófi afturheim til móður hans. TINDASTÓLL. ALTA. 10. Jan. 1991. ♦ (Frá fregnrita Hkr.). Næstl. tvær vikur hefir veðurátfa verið köld og frostasöm, en snjófall lítið; frost að jafnaði 30—40 stig fyrir neðan zero; nú i dag aftur mildara og stilt veður og útlit fyrir þaðsama. Heilsufar ekki gott nú ylir lengri tíma; einkum hafa unglingar fengið megna hitaveiki með kvefi. — Samsæti var haldið á gamlárskvöld, í húsi Mr, St, G. Stephansonar, [til að kveðja 19. ðldina og segja hina 20. velkopnna. Þvi miður naut ég ekki þeirrar finægju að geta verið þar nærstaddur sökum veik- inda, og er því ekki fær um að segja gjör hversu þar fór fram. Samkoman fór vel fram. Voru þar Iræður haldnar cg minni flutt i bundnum og óbundn- um stýl, af hinurc eldri mönnum, ril heiðurs og fagnaðar við AldamótÍD, en u nga fólkið jók skemtunina með söng og dans. Beztu þakkir til Heimskringlu og ritstjóra hennar fyrir Jólablaðið, sem færði oss svo margt hugnæmt og skemtilegt, eftir ýmsa merka höfunda. Vér árnum ritstjóra Heimskringlu hags og heilla á þessu nýja ári, á hinni nýju öld, og þökkum honum alt það. sem hann hefir unnið til hags og þarfa Vestur-íslendingum. Heimskringlu ósknm vér, að hún verði hið langlíf- asta' og vinsælasta vestur-íslenzkt blað á þessari öld. Hvað lesendur segja um Heimskringlu. 1. Einn landi í Norður Dakota seg- ir: ‘'Eg óska þér til lukku með bók- mentalegt gildi Jólablaðsins og frágang þess. Það skaraði langt fram úr því, sem beztu vinir þess vonuðu að það yrði. Og í nafnihinna mörgu vina þinna hér þa’ika ég þér fyrir það '. 2. Landi í Spanish Fork segir: "Ég sezt niður til að inna þér verðskuldaðar þakkir fyrir Jólablaðið þitt. Mér hefir verið bæði áuægja og dægrastytting í að lesa þetta Jólablað þitt af Heims- kringlu með myndunum, kvæðunum og ræðunum, sem það hafði inni að halda. Hið sama mætti ég tjá þér frá hendi og hjarta allra lesenda blaðsins hér. Það lukuallir upp sama munni um það, að blaðið hefi verið hreinasta afbragð, hið lang-bezta af þvi tagi sem vér höfum átt að venjast nú á langa \iZ". 3. Landi í Springville. Utah, ritar: “Jólablað Heimskringlu er að mínu á- liti eitt af snildarverkum nítjándi'. ald- arinuar. Eg vona að allir þess spá- dómar og lukkuóskir komi fram.— Fyrsta blaðsíðan er það bezta sem ég hefi séð i íslenzku fréttablaði aðútliti“. 4. “Blaðið er þjóð vorri íheildsinni til minkunar. en Vestur-Islendingum sér í lagi til skaða og skammar11. Sigtryggur frændi. í Lögbergi no. 52. 3. Jan. 1901. Nýárs-ósk. “Allir eiga sér óskastund“j var mér sagtá bernskuárum mínum, og allir eiga þijár óskir á þeirri stund. Ég hygg að stundin sé sama og æfin og að ég muni hafa kosið tvis- var. Fyrst hefi ég óskað mér minnar eigin velmegunar; þar nw=t þjóð- flokks þess er gaf mér fyrst tilver- una, og nú kýs ég í þriðja sinn. — Hvers áég að óska mér? Ég óska almennrar velmegun- unar með þessari upprennandi öld, og mér segir svo hugur um, að þessi öld verði öld verkfræða og iðnaðar eins og umliðna öldin hefir verið öld vísinda og lista og umliðnu aldimar síðustu tímar guðfræði og skáld- skapar. Sýslanin kemur í stað vísind- anna, eins og vfsindin hafa komið f stað trúarkenninganna. Verkfræðin yflrstígur heims- spekina, eins og heimspekin hefir yfirstigið kyrkjuna. Ég sem nú er dubbaður útkast úrkas tanna—frá Islandi, heilsa þess- ari upprennandi öld með jafnaðar- geði, því ég hefl gert hvað ég gat og v e r k m i 11 verður ekki ónýtt, þó það hafi verið svívirt af öllum nema einum aldavini vestra. Ég þakka fyrir mig og óska öllum góðum til heilla. Heill þeim sem vilja og hng hafa til að lifa. Heill þeim sem vit og vopn hafa til að stríða. Heill þeim sem afl og efni hafa til að sigra, Maðurinn, þessi moldar-ögn, ekki einn trillionasti partur af efni jarðarinnar, þessi öskuköggull, sem áfram syndir um geiminn hring eft- ir hríng. Maðurinn, þessi vesaling- ur, sem drepur samferðamenn sína, sem hann þó þai fnast sjálfur. Mað- urinn, þetta grey, sem fleygist eins og Ieiksoppur fyrir öldum hafsins og fyrir vindi, hann getur samt, þótt lítjl fjörlegur sé, nfið alge’rðum yfir- ráðum yfir þessari jörðu og varið til- veru sína um ótakmarkaóan tíma, þv’í þetta lítilfjörlega kvikindi, sem við köllum mann, á í höfði sínu 2—3 þúsundir milíóna heilakorn, sem hvert inniheldnr milíónir arahverfa og k hvert þeirra hundruð ara (at- oms), sem framleiða hugsun og sem eru reiðubúin til að fylkjast eftir boði viljans, til þess að vernda mann lífið og viðhalda því. Hvað geta ekki þessi 2—3 þúsm d milíónir liverfi framkvæmt, sé þeim leyft að neytasín? Hvers virði eru þau sem upphaflega aðferðin til að betra kiör manns? Hvað geta ekki þessir 15 hundruð mil. manna sameinaðir sem eitt félag til að bæta kjör sín, til að breyta Vesturheimi í vínlaud og jörðinni I glaðheim! Pvað geta ekki þessir 3 aðal- kynbálkar (dökkrauðir, gulir og hvítir) gert tii að breyta þessum eymdardal í heimkynni gleðinnar. Ef menn sameina kráfta sína svo að hugir ráði fyrir gerðum, vit sé leiðsögumaður, en velvild standl við stjórn. Menn geta búið svo um að eymd og fátækt, og þeirmllíón kvill- ar, sem þeim fylgja, verði upprætt eins og illgiesi af jörðinni, og mann- lífið gert fagurt og þýðingarmikið fyrir alla. Evmdin er óþörf, af því jörðin er rík. Fátæktin et i maður getur ráðið yfir jörðunni, og vesöldin er óþörf, af því að hún sprettur af fátækt. Jörðin getur framfleytt þúsund sinnum fleira fólki en er á henni,þótt ekki sé bcett við neinum nýjum verkvélum, né nein ný öfl uppfund- in, og með hverju ári eykst vald mannsins yfir alheimskröftunum. Þessar hugsanir detta mér í hug á þessum fyrsta degi 20. aldarinnar. Ég sendi þetta eins og offur og seg- ulfórn, eldfórn til ykkar Vestur-Is- lendinga, og bið Heimskringlu að færa ykkur og eins Austur-Islend- ingum mína beztu ósk: ALMENNA VELMEGUN. Ég óska að heima Islendingum lærist að meta verk yðar forvígis- manna betur en höfðingjar Islands hafa metið mitt, og vona vér getum byrjað þessa öld með því að eíla hver annars veg og velferð, svo enginn íslendingur verði hér eftír þurfa- maður né aumingi, að engin vinni til einskis, en allir hafi nóg, þá fyrst verðar þjóierni vort heiðursein- keDni. Þá fyrst getum vér heitið dug- andi menn. Þá fyrst getum vér sigrað. Fr. B. Anderson. 4 rue La place. Paris. Nýmæli. Háttvirti [herra ritstjóri. Viljið þér gera svo vel að birta eftirfylgjandi línnr í blaði yðar. Á gamlársdag héldu íslendingar i Chicago guðsþjónustu, en að henni af- lokinni komu þeir saman til þess að ræða um að mynda einhvern góðan og uppbyggilegan félagsskap í aldarlokin Skrifuðu sig nokkrir menn þá þegar fyrir félagsmyndun. 13. þ. m. komu þeir aftur saman i húsih'erra Jóns Jónssonar og var þá félagið fullmyndað. Sökum þess að þetta snertir alla íslendinga, vil ég leyfa mér að minnast á það frekar. — Félagið heitir ' ‘íslendingafélag", Það á að ná yfir alla Ameríku þar sem ís- lendingar finnast og vera í deildum. Tilgangurinn er aðallega sá , að vinna að þvi ao íslendingar haldi áfram að vera til sem þjóð í Vesturheimi. Þaðá að viðhalda Islenzkum þjóðar mentum í öllu, er betur má fara.' ísleDzkri tungu þjóðrækni og ættjarðarást, íslenzkum bókmentum og skáldsaap. þekkingu á fórnsögum ísl&nds og öllum högum bess að fornu og lýju- Það á að sam- eina alla íslendinga vestan hafs ef auðið er, i bróðuilegri samvinnu og fé- lagsskap og sera alt, sem i þes3 valdi stendur, til þess að efla og viðhalda góðu samkomulagi og bræðrabai di mill Islendinga austanhafsog vestan, Á fundum skulu fara fram fyrir- lestrar fræðandi og skemtandi, kepp- ræðurumyms mál, söngur og hljóð- færasláttur, upplestrar o. s. frv, Allir, sem á fundinum voru virtust vera einhnga með því að æskilegt væri að vinna að þessu máli, ef vér vildum ekki hverfa inn i enska heln irn. eins og sandkorn á eyðimörku. San : -inu- lag var hið bezta um stefnu cg tilpeng félagsins og allir skildu n ef érægju. Það er sérstaklega tærst til [að þessu verði drengilega, fljótt og vel tekið í Winnipeg, hrfufborg Islend- inga, þar sem svo nöigum cg póðum leikmönnum er á að skipa, bæði körl- um og konum Eg býzt við að in nan skams veiði lögin auglýst i blaði j-ðer cg }e'r ttð- inn &ð gavjrast fyrir þessari félsgs stefuu í Winnipeg. Það vaðist vel til- fallið að þið r-tstjóraniir takið seman höndum í því skyni. JEn ég skrifa þetta að eins sem fréttir og til þes« eð allir íslendingar, hvar sem eru, geti tekið það til íhugunar. Svo er tilætlast að allsherjarsnmkoma verði haldin einu sinni rá ári af kosnum fulltrúum frá hinum sameinuðu deildum. Islendingar munu vera hér nélægt 100 eftir því. er ég bezt veit. Þeim lið- ur yfir hö/uðviJ pg auðsætt er það að 'fíéít* Sffl t t'ó Sama óþreytandi gestrisnin og heima, alment orð fyrir dugnað og einkum sið- prýði. Þar þykja Islendingar skara fram úr öllum þjóðum hér í álfu, og er það fagnaðar- oggleðiefni. Chicago, 14. Jan. 1901. Með ósk um gleðilegt ár. Sia. JÚL. JÓHANNESSON Stjómarnefnd Manitoba sm jör- og ostagerðarfélagsins hér í Manitoba, er nú í óða-önn að búa undir hinn 14. ársfund sinn. Nefndiu hefir senteftir- fylgjandi ávarp tíl skrifara allra deilda félagsins: Kæri herra: Aðalársfundur Ma- nitoba smjör- og ostagerðar félagsins verður haldinn í bæj..rráðshiisinu í Winnipeg á föstudaginn 22. Febrúar næstkomandi. Prógramme fundarins verður mjög fræðandi. Þessir hafa lof- aO að flytja ræður um eftirfylgjandi eini: Prof. James W. Robertson: Fr&mför srajörs og ostagerðar i Mani- toba.—J. A. Ruddick: smjör og osta- gerð í Nýja Sjálaudi og ostéa- og smjör- gerð i Manitoba. — Wm. Grassick: Hvernig bezt só að hafa smjörgerðar- hús, þar sem rjóminn er sóttur til bænd anna.—C. A. Murrey, formaður smjör- gerðarskólans í Manitoba: Hvað sýn- ishorn af smjöri sýud á haustsýning- um i Manitoba kenna.—J. D, Moran: Ostagerð i Manitoba.—Einnig er búist við að ræður verði fluttar af stjórnar- formanni Roblin; Hugh Mckellar, S. 4. Bedford, N. J. Mitchell, frá Assine- boia og C. Marker frá Alberta. Félagið vonar að allir sem láta sér ant um smjör- og ostagerð, sæki fund þenna og komi með viní sina með sér. Það er ekki nauðsynlegt að ganga i fé- lagið, þó menn sæki fundinn. Far- gjald með járnbrautum verður sett nið- ur um helming þann 18,, 19. og 20. Febrúar. Nefndin álítur að skýrslur þær um smjör- og ostagerð, sem lesnar hafa verið á tveimur siðnstu ársfundum, hafi verið mjög þýðingarmiklar.og ósk- ar eftir sem flestum skýrslum þetta ár um þossi efni: 1. Rjómamagn meðtekið og smjðr búið til; 2. Mjólkurmagn meðtekið og ostar búnir til; 3. Kostnaður við tilbúning og með- alverð á smjöi i og osti; 4. FramleíðslumaBn og verðhækkun fram yfir siðasta árs prísa; 5. Vegalengd, sem rjómi og mjólk hafa verið keyrð að verkstæðunum og kostnaður við það; 6. Hverjir eru sérstakir örðugleikar í bygð yðar; 7. Hverjir eru sérstakir hagsmunir við bygð yðar; 8. Hvað,að yðar áliti er nauðsynleg- ast til þess að bæta smjör- og osta- gerð. Slíka skýrslu má lesa upp á 4 mín- útum. Ef skýrslur eru sendar, skýldu þær áritast til E. Cora Hind, ritara.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.