Heimskringla - 31.01.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.01.1901, Blaðsíða 2
HKIMSKKINULA 31. JANÚAR 1901. PUBLISHED BY The fleimskringla News 4 l’nblishing C«. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til íslmds (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningrar sendist i P. O. Money Order fteííistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum K. Ti. KaldirÍRNon, Kditor & Manager. Office ; 547 Main Street. P.O. BOX 407. Það væri að sýna herra H. J. ogöðrum, sem ritað hafa í Heims- kringlu um myndun íslenzks þjóð- ræknisfélags, óverðskuldaða van- virðu, að svara þeim ekki eða að sinna að engu railefni því, sem þeim liggir svo þungt A hjarta, því sem ió, al g >ra sautekilega tilraun til þen að c > n t vi 1 xa n'ug i skiprdagi ft Tsleazkt ritn'il fyrir vestan haf. '] Þil ræðarað líkum, 'að engum blardist hugur um, að það væri einkar æ-.kilegt að allir,sem íslenzk u rita, rituði haua svo m'dfræð isleg a rétí, að 'ekki verði mið ástæðum hægt að flnna að því, og sjálfsagt eru þoir margir, beði austan hafs og veitan, sem vilda leggja nokkuð í 'sölurnar til þess að koma þessu í verklega framkværad. En hvar á að byrja og hver á að gera það? Það er tæpast hægt að ætlast til þess að þeir Vesfu>,-íslendingar, sem aldrei hafa átt kost á því að læra málið til hlýtar, fari að taka sig fram um að “reisa við hið fagra, en fótumtroðna móðurmál vort“, og það þvl síður, sem það heflr verið bjagað og urasnúið af' hverri kyn- slóð eftir aðra heima á ættjörðunni. þar til nú er svo komið, að lærðustu mönnum landsins getur með engu móti komið saman um hvað sé rétt íslenzka að rithætti eða orðaskipnn. Þeir eru víst teljandi nú orðið, sem með nokkurri vissu geta borið um það, hvað sé rétt íslenzkt mál. Til þess eru ekki aðrir færir en þeir, er hafa um langan ára tíma lagt sig ná- kvæmlega eftir að læra málið sem bezt og réttast, að bækur og mál- fræðiskennarar hafa getað kent það. En þeir menn eru víst ærið fáir hér vestra, sem slíka þekkingu hafa. Fjöldi fólks—alþýðan—lærir málið meira með eyrunum en augunum, meira af því að heýta það talað, en af því að lesa það, og það lítur aðal- lega til hinná svonefndu lærðu manna, til þess að læra rétt mál af ræðum þeirra og ritum. En eins og hagar til hjá oss hér vestra, þá er það að miklu leyti að fara í geita- hús að leita ullar, því engir menn menn tala blandaðri íslenzku en einmitt þeir, og ekki rita þeir hana heldur ætíð óaðflnnanlega, þó þeir, ef til vill, kunni að geta það, ef þeir legðu sig fram, ásettu sér það. í ræðum sínum er það venja þeirra, lærðu mannanna að grípa það orð—úr hvaða máli sem það er tekið sem nákvæmast skýrir hug- myndir þeirra án fullkomin3 tillits tilþess hvort þau orð séu áheyrend- unum skiljanleg, og þar sem nú að lærðu menniruir eru ekki einhlýt fyrirmynd málfræðislegrar þekking- ar, þí er sanmrlega ekki til mikiis ætlandi af þeim sem miður eru ment aðir, sem aldrei hafa gengið skóla- veginn og ekki heflr verið kent^mál- ið.Enda er það einleikið að af öllum þeim mönnum, sem sí og æ, íjræðu og riti, eru að finna að því, hve ís- lenzkan sé afskræmd hjft “oss’J’hér vestra, þi heflr ekki einn‘^einasti maður nokkurn tíma iagt sig til að sýna hvað betur mætti fara. j£Vér höfum yflrleitt ekki lært nokkurn skapaðan hlut af vorum lærðu mönn- mönnum, að því erjnslenzkt raál snertír. Enda eru það mennirnir, sem minst gefa sig við því að flnna að máli hjá oss — eða hjá sjálf'um sér. Engin þeirra hefir nokkurn tima búið til nokkrar stafsetningar reglur til leiðbeiningar almenningi, og engin íslenzk orðabók er til íöll- um heimi, sem menn geti haldið sig að með stafsetning og þýðing orða. Mr. H. J. Halldórsson segir, að oss hefir talsvert farið fram í málinu síðan vér komum til Ameríku og fórum að kynna okkur enska tungu, og ef vér skiljum hann rétt, þá rök- styður hann þessa staðhæfingu sfna með því að segja: “Það eru mjög mörg orð, sem vér höfum bætt við málið, sem oss finst að vera svo hægt að brúka í daglegu tali og þetta —eftir orðum hans að dæma, á að vera innifalið I þvf, að þegar 03S finst að orðin vera stirð í framburð- inum, bætum vér við þau ýmist enskumeða íslenzkum hala eftir því sem beturá við”. Nú er spurning- in þessi: Ef það er töluverð fram- för í málinu hjá oss Vestmönnum að vér erum farnir að bæta ýmist ensk- um eða íslenzkum hölum við ýms orð, eftir því sem oss flnst betur eiga við, og ef vér höfum bætt mjög mörg um orðum við málið af því oss finst vera liðugt að brúka þau í daglegn tali; hver er þá sá sem getur sagt að vér tölum ekki betri íslenzkú en þá sem oss var kend á ættjörðunni, með öllum dönsku slettunum og ný- gjörflngunum, sem brúkaðir eru þar í daglegu tali ? Ef það er töluverð framför í því að bæta mjög mörgutn oiðum við málið og “ýmist enskum eðu fslenzkum hölum við ýms orð, þá flnst oss auðsætt að vér Vestur Islendingar séum á góðu framfaraskeiði í umbóta-áttina og þess vegna I ítil ástæða til þess að kvarfei um spilling inálsins hjá oss hér vesijra. Onuur spurning í þessu sam- bandi er það, livort það fyrirhugaða þjóðræknisfélag er við því búið að taka á stefnuskrá sína það, að hjálpa oss til að auka halatöluna við orðin í málinn og til að auka tölu nýrra orða, ogþannig styðja að þeim tölu- vcrðu framförum, sem orðið hafa á málinu hjá oss síðan vér fórum að kynna oss enska tungu. I Þetta sinn skulum vér láta 'ðsagt hve miklum framförum íslenzkan hefir tekið hjá oss hér ve itra við nýgerflngana og halana, sem vár höfum bætt við orð- in í því. En hinu höidum vér fram að þegar tillit er tekið til þess, að vér höfum alist upp í fjarlægu landi frá ættjörðinni, og að fæstir af oss hafa átt nokkurn kost á því að læra íslenzku eins og hún er kend í lærða skólanum á íslandi og að flestir þeirra sem hér fást við ritsiörf, eru algerlega sjálfmentaðir menn, ogað •vér höfum enga orðabók að styðjast við. Þá má það heita allrar virð ingar vert, að málið hjá oss er ekki lakara en það er. Hvað hinni upp- vaxandi kynslóð viðvíkur, þeinúsem fæddir eru og uppaldir hér f landi, þá heldur Heimskringla því fram, að það sé skylda þeirra að læra fyrst og bezt sitt eigið lands- og þjóðarmál, enskuna. Enda má hún þá heita þeirra móðurmál, þvi að þeir sem hér eru fæddir geta tæpast heitið Islendingar, þó þeir séu af lenzkum foreldrum komnir. En á hinn bóginn er ekkertþví til fyrir- stöðu, að þeir læri íslenzkuna eins og hvert annað útlent tungumál. þó Það verði jþeim vitanlega’gagns minna heldnr en nám sumra annara mála, svo sem þýzku og frönsku. Eitt af því sem vér álitum allra nauðsynlegast fyrir viðhaldi J'ís- lenzkunnar hér vestra, er, að búin sé til al-íslenzk orðabók, þar sem hver og einn á ko3t á að sjá stafsetn- ingu þeirra ogþýðingu. En slíkrar bókar er ekki að vænta frá íslend- ingum á Islandi, ef þeir eiga að standa ko3tnaðinn við útgáfuna. Vér teljum víst að það mundi taka tvo góða málfræðinga ekki styttri tíma en 5 ár að semja slíka bók, ef hún ætti að vera sera næst fullkom- in og kostnaðinn gerum vér tíu þús- und dollars að meðtöldum útgáfu- kostnaðinuin. Vér vildum stinga upp á því, að þetta þjóðræknisfélag sem II. J. jjHalidórsson talar um, gerði það að fyrsta starfi sínu nú með byrjun 20. aldarinnar, að hafa saman fé til þess að koma samningi og útgáfu slíkrar bókar í fram- kvæmd. Vér teljum víst að hægt verði að fá hæfa menn til að takast verkíð á hendur og leysa það sóma- samlega af hendi. Þeir Jón Ólafs- son og Valdimar Ásmundsson og Jón Þorkclsson (yngri) eru að voru áliti vel hæfir menn til þess starfa. En peningarnir til fyrirtækisins ve:ðaað koma frá Vestur íslending um, því þeir á íslandi hafa hvorki rænu né efni til að gera það á eigim kostnað. En vér hér vestra gætum lagt fram féð, ef samtökin eru góð. Fimmtíu cents frá hverju íslenzku mannsbarni og afkomendum þeirra í þessu landi, að meðaltali, muudi nægja tíl að borga fyrir verkið.— Kæmist þetta í framkvæmd og með fé frá Vestur-íslendingum, væri það þeim mjög til sóma og allri íslenzku þjóðinni til hins mesta gagns og heiðurs. Vér kæmum þá því í verk, sem öll íslenzka þjóðin með allri sinni þúsund ára mentun og menn- ingu, ekki heflr haft ráð né rænu til að framkvæma. Það er vonandi að þeir sem mest flnna til vanþekking- ar Vestur-íslendinga á móðurmáli sínu, láti til sín heyra um þetta mál og gangiist fyrir framkvæmdum í því. A 20. öldinni erunú.þegar fyrirsjáanlegar breyt- ingar til batnaðar, að því er snertir samgöngufæri, það enda þar sem þau eru þægilegust og fullkomnust nú. Það er auðsjáanlegt, að löngu áður en síðasta sól þessarar aldar hnígur til viðar, verða gufuknúðar vagnlestir liðnar undir lok. En hvað kemnr þá í staðinn? Annað- hvort rafmagn eða þrýstiloft, eða hvortveggja. Sem dæmi upp á hve hratt að heiminum þokar í þessa átt- ina, má benda á tilboð vélfræðinga- félags eins í Ungverjalandi, núna réttum daginn. Félðgín I London, sem eiga j irnbrautir þar um borg- ina, er liggja um göng langt í jörðu niðri, undir strætum og húsum, eru nú í óða-önn að um hverfa gufuafl- inu í rafmagn, af því rafmagninu fylgir enginn reykur, en reykurinn er rétt banvænn i göngum þessum. Eitt þetta félag hafði nýlega auglýst í mörgum löndum, að það gæfl vél- fræðafélögum kost á að koma með tilboð um hreyflafl og vélar, sem þyrfti, til ákveðins tíma. Kafvéla félög í Bandaríkjunum buðu í verk- ið og töldu sér það víst, en alt í einu kom upp úr kafinu að félag eitt í Ungverjalandi bauð líka og bauð miklu betur, þ. e.: bauðst til að vinna sama verk fyrir miklu minna fé og hagnýta nýtt afl, eða svo breytt, að nýtf mætti teljast. í;Hvaða afl það er, eða hvernig hagnýtt, er náttúrlega levndardómur uppfinnar- ans og félagsins. Járnbrautarfélag- inu leizt svo vel á þetta, að það af- réð að láta úrslit bíða fyrst um sinn, en komast eftir h v a ð það er, sem Ungverjar bjóða. Og það fylgdi með, að af útliti að dæma væri þessi uppfynding svo mikilsverð og ’svo langt á undan öllu, sem enn er kunn ugt um hreyfiöfl og hagnýting þeirra, að hún hljóti að orsaka gjör- vallar byltingar um heim allan, ef hún á annað borð reynist viðráðan- leg til notkunar. Önnur mikilvæg uppfynding er sú, að halda uppi skipaferð um .vötn og fijót, jafnt vetur og sumar, 'þrátt fyrir ísalög og gadd, Sú 'uppfynd- ing heflr ósegjanlega mikla þýðingu fyrir norðurlönd, þar sem ísinn heft- ir skipaferðir fleiri mánuði á hverju ári. Þessi uppfynding er komin svo vel á veg, að nú í nokkra vetur hafa gufubátar haldið uppi reglubundn- um ferðum yflr Mackinaw-sundið, er tengir Huronvatn við Michigan- vatn. Á þeirri leið verðu- lagísinn alt að S fetum á þykt, og gegn um þann ís vaða gufnferjur þessar eins ég reyknr væri. Að þ e 11 a sé ger- legt efar enginn lengur, af því reynslan er búin að sanna það. Og þá er líka eðlilega spurningin þessi Eflítið gafuskip getur vandræða- laust mulið 2—3 feta þykkan ís hafna á rnilli, Því skyldi þi) ekk) stórt gufuskip geta mulið 5, 6 eða jafnvel 10 feta þykkan ís? Það hef- ir vérið sagt, að neyðin kendi nak- inni konu að spinna. Hvort sá mftls- háttur á við eða ekki, þá er það’víst, að Kússastjórn á heiðurinn af að gera þessa ísbrjóts-tilraun í stórum stíl. Síberiu-járnbrautin er komin langt á leið, en það er vond kelda á Ieiðinni, þar sem er Baikalvatnið. Þegar brautin var komiu austur fyr- ir Yenisey-fljótið, varumtvo kosti að velja, að sveigja hana suður á bóginn og ryðja veg gegn um fjöllin fyrir sunnan Baikalvatn, eða leggja hana um Irkutsk—um 100 mflur frá suðurenda vatnsins, sem er um 400 mílur á lengd. Irkutsk er svo etór borg, að það var ógerningur að koma þar ekki við, og þangað var hún svo lögð. Á því sviði er vatnið um 30 mílur á breipd, en austan- megin vatnsins eru fjöllin svo sæ. brött, að brautin hefst 10 mílum fjær Irkutsk þeim megin. Það var létt verk að smíða ferjur, er flutt gætu jftrnbrautarlestirnar fram og aftur þessar 40 mílnr, að sumrinu, en hvað var t'l rftða á vetrum? í þeim tilgangi að reyna ísbrjóta-skíp til hlýtar, lét Rússastjórn skipasmíðis- íélag eitt á Englandi smíða ferju- bákn ógurlegt, til að vaða gegn um isinn á Baikalvatni á vetrum. Og nú í vetur fær nökkvi þessi hinn mikli að reyna sig. Um stærð drek ans má dæma af því, að liann á að bera 3 járnbrautarlestir í senn. Sporið, semliggur eftir miðjn þil- fari, er ætlað farþegjalestum, en hliðarsporin tvö vöruflutningslest- um. Skipi þessu erætlað að mola ísinn með þunga sínum, til þess sem minst þurfl að neyta afls vólanna. Á framparti skipsins er kjðlúrinn þess vegna sneiddur þannig, að fram- hluti þess gengur upp á ísinn og 25 fet fyrir aftan framstefnið er skrúfa mikil,' sem sogar vatnið undan ís- brúninni, er þá mölbrotnar viðstöðu- lítið, er þunginn legst á. Heppnist þessi tilraun vel á Bai- kalvatninu, verður ekki langt þang- að til samskonar skip ganga um stór- vötnin hér I landi, allan veturinn. Isinn á Baikal vatninu er að líkum þykkri, þar sem ferjustaðurinn er heldur norðar en norðurendi Winni pégvatus. Það er enda óvíst að beð ið verði eftir úrlausn á þessari gátu frá Síberíu. Uppfynnari bátanna á Mackinawsundi flutti erindi um þetta mál í Montreal uúna fyrir jól- in og vildi ftbyrgjast að halda Law- rencefljótinu opnu frá Montreal til sjftvar allan veturinn. Afleiðíngin varð sú, að til að byrja með, verður sambandsstjórnin beðin að reyna nú I vetur að hindra ís frá að festast á ákveðnum stað á milli Mentreal og Quebec, þar sem hann æflnlega h’eðzt saman og hindrar skipaferðir eftir fljótinu, 10—14 daga eftir að það er Islau3t alstaðar annarsstaðar. Það mæliralt með, að stjórnin verði við þeirri bón, því svolítil tilraun er mjög svo litlum kastnaði undirorp- in. Takist það vel, sem enginn sýn. ist efa, verður ráðisf í stærra starf f þá áttina tafarlaust. Það er enda nú þegar að komast á laggirnar fé- lag með 2 til 3 milíón dollara höfuð- stól í þeim tilgangi að halda uppi ó- slitinni skipagöngu eftir Lawrence- fljótinu áríð um kring. Það er þess vegna enganveginn ólíkleg tilgáta, að áður en fyrsti fjórðungur aldarinnar er liðinn verði ísinn ekki neinn veru- legur farartálml, þar sem um næg- an flutning er að ræða. Er enda ekki hugsanlegt að eiuhverntíma á öldinni sjáist gúfu- eða rafknúðir drekar rista fsinn á Winnipegvatni, um það þvert og endilangt? Því ekki? Skáld, ung og gömul. Fyrir nokkru síðan kom hingað vestur til sölu Ljóðmæli Benedikts Grðndals og Guðm. Guðmundssonar. Nú er nýkomið II. bindi af Ljóðmæl um Páls Ólafssonar. Ekki hafa höf- undar þessir sent Hkr. eintök af ljóðmælum þessum. Það virðist sem sumir höfundar og skftld séu hafln upp fyrir að almenningur viti um ritstörf og bækur, sem þeir gefa út, þótt þær séu til sölu. Má vera að bóksalar og útsölumenn auglýsi þær til sölu, en yflrleitt les fólk ekki mjög ýtarlega smá auglýsingar. Aft- ur munu flestir Ie3a bókafregnir og gagnrýni, ef skrifaðar eru af nokkru viti. Það er ekki nema I alla staði rétt og hyggilegt af fólki yflr höfuð, að vilja hafa einhverja leiðbeiningu eða vitneskju um hvaða tegund bók- menta er verið að bjóða fram áður en það kaupir hana. Það er eins og sumir séu að flýja og forðast að láta blöðin vita um að þeir semji ritverk og gefl þau út. Einkum eru það eldri skáld og höfundar, sem með þessu marki eru brendir, að senda ekki blöðunum sýnishorn. Það er tæplega tiægt. að ímynda sér, að skáld og gamlir rithöfundar marg-viðurkendir, s<'-u hræddir við dóma þá sem þeir kunna að fá hjft blöðunum, ef þau sjá verk þeirra. Og sé það, er það hinn œesti heig- ulsháttur og ósjálfstæði Það er eine og sum skáld séu einlægt með líflð í lúkunum, ef alt sem þeir segja og gera, er ekki •fimbuffambað og þeir skjallaðir fram úr öllum máta. Og sum minni skáld hafa haft svo við kvæman karakter, að rjúka út á rit- völlinn og verja sig hágrátandi fram an í þjóðinni, ef einhver heflr sagt ónot eða þá sannindi um Ijóðmæli þeirra. Ef verk manna eru rang- færð eða afleidd, að orðum og hngs- un, þá er ef til vill rétt að leiðrétta það af hötundinum. Auðvitað ber hann enga ábyrgð á skilningi, heimsku, eða illvilja dómarans. Og séu það ekki nema framhleypnir heimskingjar og öfundsjúkir vind- belgir, sem arka út á völl gagnrýn- innar, þá er höf. langbezt að una því. Sé ritverk hans mikils virði, og fíir skilji það af samtíiniskyn- slóðinni, þá gefur hann ekki fólki skilninginn með því að skattyrðast við sér minni og verii menn. En sé ritsmíðið lítils virði, svo betri hluti fólksins gefi því engan gaum, þá er það skammgóður vermir fyrir höfundinn að reyna að forgylla það, því það sem er að hrynja, það hryn- ur til jarðar. Auðvitað er það ánægjulegt fyr- ir skáldin að íá hlýlega ritdóma frá mönnum, sem hafa vit og þekkíngu. Hlýlegir ritdómar geta haft niikla þýðingu fyrir unga og littþekta höf- unda. Beztu höfundar eru oft og tíðum af fátækum og umkomnlitlu fólki komnir. Þeir hneigjast strax á unga aldri meira að bóklegu en verklegu, ogeru því oftast blftfá- tækir. Það er þeirra hlutskifti að vera ásífeldu ferðalagi fram og aft- ur um bókmentir, og heimta skatta úr andansheimi fyrir þjóð sína, og eftirkomandi kynslóðir. En heima hjá þeim stendur hungrið og örbirgð- in I dyrum á meðan. Og svo þegar þeir bera íórnir fram fyrir þjóð sína og íöðurland, er þeim venjulega tek ið sem gesti, sem vegna laga og landsvenju leyflst nú að gera eða segja þetta eða hitt. Hluttekning og lijftlp eru óefað ekki eins fjarlagar nokkrnm og unguin sk'.ldnm. Og svo stökkva stundum ritkálfar og skriffinsku-apakettir á þft og ætla að rífa þá í sig. Þetta eru engin glæsi- kjör, né skemtistaða. Sé skáldið kjarklítið, ríður þessi inóttaka því að fullu, nema því að eins, að ein- hverstaðar komi því vingjarnleg hjálp utan að. Og þó sumir séu svo dftðmiklir og kjarkgóðir, að þetta palladóma-öskufok geti ekki alger lega eyðilagt anda þeirra, þá má nærri geta að ungum efnilegum höf- undum væri hentugra og starfl þeirra heillavænna, að á móti þeirn sé tekið með sanngirni og hlýju við- móti. Það þarf ekki að hæla þeim eða skjalla.— Hól og skjall er ekki holl skáldalyf.—Allir höfundar eiga heimtingu á að þeim sé sýnd kurt- eisi, eins lengi og þeir brjóta ekki kurteisi 4 öðru.,'.i. Þó þeir skoði eða lýsi mannlíflnu á við og dreif öðru vísi en óupplýstir vindhanar vilji láta ge :a. Og Sölvi eða Salka þykist flnna sína mynd og yflrskrift dregna fram í dagsbirtuna. Má vel vera að höf. hafl ekki minstu hugmynd um karaktér þessara hjúa—Það er ekki hægt að setja einum eða neinum skorður um hvernig hann á að hugsa eða skrifa, eins lengi og hann kemur ekki í b.ftga við borgaraleg lög. Á meðan sum íslenzk skáld hafa verið sungin ofan fyrir allar hellur, 'og talin einskisverðir afglapar, þá hafa aðrar þjóðir viðurkent þau. Þetta sýnirað þeir einir hafa of oft orðið á meða Islendinga, sem vel hafði komið sér fyrir að hafa ögn meira af auðæfum þeim sem nefnast. vit og þekking, að viðlagðri kurt- eisi. Þeir sem mest hugsa og bezt vita, Þeir fella heldur engan úr- skurð, en að gera sér til ævarandi minkunar. En því miður er ís- lenzka þjóðin of auðug af illa-lynt- um ritg03um, sem sjá enga nema sj&lfa sig. Og prédika að hvergi skíni vizkusólin nema kringum þá eina. Alliraðrir, sem á ferðinni eru eiga að vera vitlausir og einskis verðir, lijft þessum “bókmenta leppa- lúðurn". Mannúð og dygðii pessara ritgosa Ieysist því sundur i slúður, skammir og^útlirópun um náungann. Auðvitað er öfundin undirrótin ai þessu ritfári, að sumu leyti. Auðvitað er öll gagnrýui, palladómar um unga höfunda ekk- ert annað en málsgögn, sem að meir eða niinna leyti eru tekin til greina, þá alþýðan fellir úrskurð sinn unt höfundinn og markar honum bás. Ef alþýðan er ekki nógu sjálfstæð og vel sjáandi, þá er hætt við að áreitni og illgirni geti felt skáldið í gildi þá hún dæmir. Og þannig í fyrsta máta ge: t honum lífið örðugt eða ómögu- legt. í öðru lagi að sé um skáld að ræða, þá fær samtímis kynslóð þess þann dóm síðarmeir að hún hafi hnegt og jafn vel fornað eiuum af sínum beztu skáldum, vegna fáfræði og skeytingarleysis. Það er þungur dómur. Þar verður það ekki rætt að það hafl að eins verið einum eða tveimur að kenna. Þaðer raunalegt t.il þess að vita hvernig sumir ftgætis •menn hafa orðið að lifa og líða. íslendingum heflr verið ógjarnt að lítaeftir sum- um sínum gáfuðustu inönnum fyrri, en aðrar þjððir voru búnar að meta gáfur þeirra og verk og þeir vóru komnir í gröflna fyrir tíma. En svo hefir þetta borið við hjft öðrnm þjóð- um líka, þóyíirleitt í smærri stíl nú orðið. Enda bætir það ekki úr skftk fyrir þeim hjálparvana, eða þjóðarorðinu. Skftld og rithöfundar, sem eru búnir að vera viðurkendir og eru uppfthald þjóðar sinnar um hftlfan mannsaldur eða lengur, ættu ekki að vera smeikir viðþó eitthvert flónið ryki upp með glamranda. Það mundi verða leiðrétt ogmótmælt af einhverjum, sem þætti vænt um skáldið-“Bókmenta leppalúðar“ gætu ekki stolið frá skáldinu því sem það er búið að lifa og semja, þó þeir gjarnan vildu, né farið með þá sem byrjendur. Viðurkend skáld ættu að gera sitt ýtrasta til að verk þeirra væru opinbei lega rædd sem oftast. Fyrst vegna þess að kjarninn úr skáld- verkum þeirra berist sem fljótast út á meðal þjóðarinnar, svo hún geti notið ávaxtanna af starfi þeirra sem fyrst. I oðru lagi vegna þess að misskilji einstaklingar eða þjóðin skftldin að einbverju leyti, þá hafa þeir tækifæri til að gefa þjóðinni sinni skilning og Iiugsun á því sem misskilið er í tæka tíð. Og í þriðja lagi vegna þess, aðef þau viiðast vilja forðast almennings tal og skiln- ing á skáldverkum þeirra, þá gefur þaðef til vill þann grun, að höf. hafi sjálfur ekki einlæga og háa hugmyndum verk sín, Þeir séu að eins að pukra verkinu út vegna skildinganna, sem þeir fái fyrir það en ekkí af áhuga fyrir að auðga bókmentir föðurlandsins og bæta og hefja smekk og þekkingu þjóðarinn- ar, og stuðla af ýtrustu lífs og sálar kröftum að þvf, að nafn hennar og tunga verði fyrirmynd annara þjóða og annara tnngumála. Að vera að eins kallaður ‘skáld' og fá ffteina skildinga fyrir starf sitt, er sannarlega einskisvirði. En að vinna að því af fremsta megni að samferðamenn og eftirkomandi aldir geti öðlast yndi og ánægju, framför, fegurð og smekk, og þjóðin og tung- an hefjist til öndvegis í því sem fag- urt er og gott, það er dygð og göf- ugleiki, sem hver góður og vitur maður getur glatt sig yfir, að hafa int af henni við föðurland sítt og móðurmál. Það væri betur að yngri skáld- in vildu vinna meira í þessa átt, en þau eldri. Að vera ekkí í einskonar feluleik með skálda auðæíi sín. Það ej ekki svo langur tími manas- ævin, að gleðja og hefja, að bæta og blíðka, að kenna og hvetja, að vér faum staðið við að grafa og geyma hið göfuga og góða um heilan manns aldur eða lengur. Oss veitir ekki af að fá það góða, gcifuga, fallega og fjöruga strax. Það er aldrei tími til að bíða með það, eða loka það ofan í kistu og skftpa. Það eru miklar líkur til, að þessi Ljóðmæli, sem nefnneruí upp- hafl þessarar greinar, séu góð, ágæt og afbragð. En það má ekkert full- yrða um það hér, þar sem höfund- arnir hafa ekki sent Ileimskringlu þau til umtals. K. ÁSG. BENEDIKTSSON.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.