Heimskringla - 31.01.1901, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.01.1901, Blaðsíða 3
HEIM6KRINGLA, 31. JANÚAR 1901 Bara bréf. SPANISH FORK, HTAH1. Jam 1*01. B. L. Baldwinson, ritetj. Hkr. Heiðraði herra:— I von nnc, að þú hafir notið gleði- legra jóla, og ósk til þín um hagsælt nýár, og heillaríka framtíð, á hinni nýupprunnu öld, sezt ég nú niður til að rita þér fáeioar línur; ekki samt að gamni mínu, eins og ýmsir gera, þá er þeir rita bréf til kunningja sinna, held ur til að inna þér verðskuldaðar þakkir fyrir jólablað þitt af Heimskringlu, sem ég meðtók í gærmorgun, með skilum, en hefi verið að lesa í dag, mér til hinnar mestu ánægju og dægrastytt- ingar. Já, ég verð að endurtaka það aftur, að mér hafi verið bæði ánægja og dægrastytting i að lesa þetta jólablað þitt af Hkr., með myndunum, kvæðun- um og ræðunum, sem það hafði með ferðis. Ég las það fyrst eins og lög gera ráð fyrir, og svo aftur; og síðast í þriðja sinni og hef ég þó varla enn, lesið það nógu oft. Því, svo hefir inni hald þess gagntekíð huga minn, að ég mun þess lengi minnugur verða, — Hið sama mætti ég og tjá þór frá hendi og hjarta allra lesenda blaðsins, hér í voru bygðarlagi. Það ljúka allir upp sama munni með það,^ að blaðið hafi verið hreinasta afbragð; hið lang bezta af því tagi, sem vér höfum átt að venjast nú í langp, tið. Vilég því á ný eudurtaka þakklæti vort allra til þín, fyrir hið á- nægjulegasta og skemtilegasta jólablað, og óska þér og blaðinu til langra og heillarikra lífdaga. En, áður en ég enda bréfið, eða enda þessar fá línur, langar mig til að mega segja fáein orð meira, um efni jólablaðsins, eins og það stendur mér fyrir hugskotssjónum. Hið fyrsta sem ég veitti eftirtekt, og varð eins og byrjun á þvi að vekja upp gamlar og góðar endurminningar frá liðnum dögum, var letrið sem nafnið Heimskringla var prentað með, mér þykir það svo fallegt og tilkomu- mikið. og þess hefi ég saknað einna mest, síðan hin nýja Hkr, — eða hvað þið viljið kalla það — byrjaði tilveru sína. því það er einmitt sama letríð og Hkr. hafði upphaflega: Þ. e. blaðið sem brann um árið, þegar hra. Jón Ólafs- son var ritstjóri. Vildi ég því óska, að Hkr. hóldi áfram að hafa þetta letur á nafni sínu, já gera það eins og nýtt framfarastig til að byrja með tuttug- ustu öldina. Þar næst verða fyrir lesaranum '‘myndir og æfiágrip íslenzkra þing- manna f Ameríku”, og þar eð ég er meira og minna kunnugur öllum þess- um þingmönnum, get ég sagt,að mynd- irnar eru ágætlega prentaðar, og æfiá- gripin skynsamlega og réttilega rituð, Ætti slikar myudir, og æfiágrip ýmsra fleiri vorra mest leiðandi m anna hór í Veaturheimi, hvort sem þeir eru þing- menn, prestar, eða aðrir embættismenn. Verzlunasmenn, læknar, lögrfæðingar eða bændur, að birtast við og við, í blöðum vorum, því mér virðist að það mundi hafa heillarik áhrif í för með sér; mundi upplífga menn til framsókn- ar og frama, hér á hinni nýju, vestrænu, fósturjörðu vorri. Þá er jólaávarp þitt til íslendinga mikið vel hugsað, og tilhlýðilegt, i sambandi við efni og innihald jóla- blaðsins. Þar næst kemur Jólanóttin, eftir G. A. Dalmann, mikiðgóð, og jafnvei Meistaraleg lýsing á mannfifinu — svo langt sem það nær — hér i Ameríku. Svo kemur Jólaförin eftir Snæland bæði skáldleg, stórkostleg, spámannleg ogef ég mætti svo að orði kveða kyujale. hugsjón, sem hcfundurinn skoðar með viðburði framtíðarinnar, að hundrað árum hér frá liðnum. Að vísu kemur sumt þar fram á sjónarsviðið, sem ég frá minu spámannlega sjónarmiði get ekki fallist á, eða trúað að nokkurn tfmageti átt sér stað; t. d. eins og að 100,000 íslendingar verði í Winnipeg, eftir 100 ár, að forseti lýðveldisins, heiti Leifur Lýðsson! og að Reykjavik telji þá 200,000 ibúa. Ég skalsamt fallast á þetta, með dálitlum breytingum, og eru þær þessar : að fólk af íslenzkum œ 11 u m, ekki íslendingar,verði 100,000 í Winnipeg um næstu aldamót, og eins að forsetinn sé af ísl. œttum, en ekki alíslenzkur, því það mundi tœplega geta bo'ið sig, cg hið sama finst mér með ibúa tölu Reykjavíkur. Það yrðu risalegar framfarir í fólksfjölgun sem Island tæki á 100 árum, þar sem fólks- talan á öllu Islandi, siðan það fyrst bygðist, 1026 ár, hefir aldrei orðið hærri en 125,000, ef það hefir nú annars nokkurn tíma verið svo ntargt? Því sagnir um að það hafi verið það] fyrir svartadauða eru engau vegin áreiðan- legar. Að öllu öðru leyti, en því er ég hefi nú upptalið, felst ég á ritgerð Mr. Snælands, og óg finn mér skylt aðþakka honum fyrir hana, ekki einasta frá sjálfum mér, heldur í nafni þjóðar vorrar, Mr. Snœland er skáld og rithöfund- ur mikill, hér á meðal Vestur-ísleud- inga. Vér höfum mörgum sinnum. haft þá ánægju, að lesa skáldsögur hans í Hkr., og “Valið”, skáldsaga eftir sama höfund, ber ljósan vott’um skáldskap- ar- og rithæfileika höfundarins. Hefir mig oft furðað á því, að hinir svonefndu mestu og beztu fræði- og vísindamenn vorir, skuli ekki hafa getið Snælands og ritverka hans.. Má vera samtjað svo sé þó eigi hafi ég séð það, en samt grunar mig að lítil brögð muni þar að verið hafa. Mr. Snæland er líklegast fátœkur maðsr og það er líklegast or- sökin til þess að frœðimenn vorir hafa ekki veitt honum neina sérstaka eftir- tekt. Hann er má ske einn af þeim sem “fyrst verður frægur, fjörs þá eru burtliðin dægur”, en slíkt er ekki ný, heldur gömul saga í heiminum, bæði hjáokkur Islendingum ogfleirum. Margir af mestu snillingum. og spek- ingum heimsins, sem mest gagn og sóma hafa unnið fósturjörð, bókment- um og tungu, hafa ekki verið viður- kendir, sem svoleiðismeun fyrri en þeir voru allir, því síður að þeim vœrí rétt nokkur hjálparhönd í baráttu sinni fyr- r tilverunni. Er ekki Snæland í þesara manna tölu? Er hann ekki að leitast við, að sá perlum og gullkornum i vorn íslenzka bókmenta-akur? Jú, þaðer hánn áreiðanlega að gera. En hvað höfum vér gert fyrir hann í staðinn? Hvað gerum vér annars fyrir alla þá sem auka og efla bókmentir vorar, rithöfunda og skáld? Launum vér þeira starfa þeirra eins og vera ber, ónei, launin eru vanalega að þeir eru kallaðir “letingjar. slúðurhálsar og slæpingar”, og margt fleira þaðan af verra. Þ. e. á meðan þeir aru á vegin um með oss. en þegar þeir eru liðnir, förum vér að hæla þeim og dást að þeim, og erum þá viljugir til að gefa nokkur cent, jafnvel dollara, til að reisa þeim verðskuldaðan minnisvarða, þegar þeir eru dauðir, og þurfa einkis með. Mundi það nú ekkj vera heppi- legt framfarastig, fyrir oss íslendinga á þessari nýju öld að snúa dálitið við blaðinu, brjóta ísinn, og liðsinna þeim mönnum fjármunalega, sem ár og síð, eru að útbita oss andlegum gullkornum og gimsteinum, heldur en að fara að reisa þeim skrautlegan og dýiaa minn- isvarða, þegar þeir eru gengnir veg allrar veraldar? Látum oss hugleiða þetta, í hvert skifti sen vér sjáum fallegt kvæði; fal- lega sögu í blöðum vorum, eða þegar einhver n j bók kemur út frá nýjum eða göralum rithöfundi. Látum oss hug- leiða tilganginn, gagnið og ánægjuna, sem þar fylgist að. Róttum höfundin- um ætíð örvandi hjálparhönd. Kaup- um og borgum það, sem þeir miðla oss af andans auðlegð »inni; styrkjum þá og styðjum, lífs enekki liðna. Jæja kunningi, ég er nú víst búinn aðeyða alt of löngum tíma í þetta mas við þig, en samt get ég ekki endað bréfið utan ég minníst hinna indælu kvæða, sem jólablaðið flytur oss sem flest eru frá alþektum höfundum, sem i mörg ár hafa alið oss á ódreirs rjóma, en sáralitlar þakkir fengið i staðinn. Jólarósinn er prýðisvel til fallin saga, og á vel við tækifærið, með öðr- um orðum jólablaðið, en þó skara “Aldamót” fram úr; því þar geta menn séð í stuttu máli skarpfega dregna pennamynd af öldinni sem leið, ogþeirri sem nú er að að byrja. Vér vonum að mega njóta þeirrar ánæju að fá að sjá og heyra aðal-stefnu nýju drotnÍDgar- innar, sem oss er heitið í niðurlaginu, því hana megum vér ekki missa. H Með kærri þökk á ný fyrir jóla- blaðið til þín, Ofr allra þeirra er að því hafa stutt, ásamt beztu nýársóskum til allra lesenda Hkr. er ég þinn með virðingu. E, H. Johnson. Vjer seljum alskonar Karlmannafatnad FYRIR LAQT VERD til allra sem þarfnast þeirra. 564 Main Street. Gegnt Brunswick Hotel. ALLAR TEGUNDIR AF Qólfteppum i 574 Jlain Str. Telefón 1176. ffooiiiie Restaarant Stærsta Billiard Hall i Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. liennon & Hebb, Eigendur. MANITOBA and Northwestern R’y. Time Card, Jan. lst, 1900. IFbd Eb’d WinnipegLv.Tues.Thurs.Sat. II 15 Winnipeg Ar. Mon. Wed Fri. 20 45 Portage ía Prairie Lv. Tues. Thurs. Sat 13 25 Portg la Prairie Mon. iVed. 4’r. 1835 GladstoneLv.Tues. Thur.Sat. 15 05 Gladstone Lv. Mon. Wed. Fri. 1815 .N eepawa Lv. Tues. T'hur. Sat. 1603 Neepawa Lv. Mon. IVed. Fri. 15 55 Minnedosa Lv.T’ues.Thur.Sat. 17 00 Minnedosa Mon. IFed. Fri. 15 15 RapidCitv Ar. Tues. Thurs 18 20 Rapid City Lv. Wed. Fri' 1315 Birtle Lv. Sat. 1915 ■“-'rtle Lv- Tues. Thurs. 19 30 i-.rtie Lv. Mon. TFed. Fri. 12 30 Binscarth. .Lv. Tues. Thurs. 20 50 Binscarto Lv. Sat. ‘20 34 Bínscarth Lv. Mon. 1125 Binscarth Lv. Wed. Fri. 1105 Russell Ar. Tues. Thur, 2140 Russell Lv. Wed. Fri. 9 40 Yorkton.... Arr. Tues. Thur. 120 Yorkton Arr. Sat. 2330 Yorkton Lv. Mon. 8 30 Yorkton Lv. (Ted. Fri. 700 W. R. BAKER, A. McDONALD, General Manager. Asst Gen. Pas. Agt Það er engin góð mat- vara eins ódýr og eng- in ódýr vara eins göð sem sú, er vér bjóðum yður í búð vorri daglega og viku eftir viku, það eru kostaboð á öllum brauðtegundum i samanburði við það sem öunur bakari bjóða, því varan er g ó ð . .W J. Boyd, 370 og 579 Main Str. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍND NÝJA Slantoaiiai Hotel. 7IH Main Str. Fæði $1.00 á dag. THE CRITERION. Beztv vín og vindlar. Stærsttog bezte Billiard Hall í bænum. Borðstofa uppi á loftinu. JohnWiIkes, eigandi Ganadian Pacific RAILWAY- FLJÓTASTA og bezta ferðin til austurs. Með svefnvögn m til TORONTO og MONTREAL. TIL VESTURS gengur lestin beint til SEATTLE, VANCOUVER og í KOOi’ENAY héraðið- NIÐURSETT FARGJALD til CALI- FORNIA, HONOLULU, JAPAN og alira vetrar aðsetursstaða. EF ÞER hafið í hyggju að ferðast til EVRÓPU þá leitið upplýsinga hjá næstu C. P. R. umboðsmönn- um, eða ritið Lyons Shoe Co.Lti J 5.»« llain btreet. hafa þá ódýrustu og bezta barna-flóka-skó, sem fáanleg- ir eru í þ^ssum bæ. Komið or- skoðið þá og spyrjið um vtíiðið. T. IsÝÖ JM S 490 llain St. •• Hiuuipeg Man. OKKAR MIKLA- FATA=SaLA HELDUR ENN AFRAM Vvið höfum ennþá fínlega og endingargóða Tweed alfatnaði tyrir................. $10.50 12 svarta worsted stutttreyjn- alfatnaði (square cut)... Þessa viku gefum við einnig helmingi meiri “Trading Stamps” með öllum drengjafötum $10.50 Drengjabuxur á 25 og 50 cents. 10 dusin hvitar skyrtur 25C. hver. DEEQAN’S 55ÓMain Str. flANITOBa. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú.............................. 250,000 Tala bænda i Manitoba er................................ 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519 “ “ “ 1894 “ “ 17,172.888 “ ‘ “ 1899 " “ 27,922,230 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar.................. 102,700 Nautgripir................ 230,075 Sauðfé..................... 35,000 Svin...................... 70,000 Afurðir af kúabúum í Macitoba 1899 voru................... $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... $1,402,300 Framförin i Manitoba er auðsæ af fóiksfjölguninni, af auknum afurdum lan.lsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxaadi vellíðan almennings. í siðastiiðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum............. 50,000 Upp í ekrur........................................................2,500,000 og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi í fy.lkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heirailisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. I Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn sem aldrei bregðast. í bæjunum IVinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun dú vera vfir 5,000 fslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þpss utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um ‘2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionír ekrur af landi i Sianitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd i öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North IVestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, ti)1 JOHN A. DAVIDSON, Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. 52 Lögregluspæjarinn. fram hjá Pálskyrkju til hægri handar. Þaðan eftir Belimce götu og er kominn í Manbenze götu 55 innan tíu mínútna eftir að hann fékk .fregnina, Þegar þangað kemur, hittir hann samstund- is Marcillac, sem áður er getið. Hann hefir set- ið hreyfingurlaus allan timann við glugga á vín- sölubúð rétt á móti. Hann segir de Verney að Hermann hafi farið fyrir ‘20 mínútum og Jolly á eftir, en siðan hafi engin lifandi vera farið inn í húsið nr. 55. “í hvaða átt fór Hermann?” spyr de Verney með ákafa.. “í sömu átt og hann er vanur”, segir Mar- cillac og yftir öxlum. “Hann stefndibeint út á aðalgötuna; hann hefir aitaf farið þangað síðan viðfyrst veittum honum eftirtekt”. “Var hann nokkuð öðruvisi en hann átti að sér ?” “Nei, ekki svo að ég yrði var víð”. “Þetta Þykir de Verney undarlegt; hann hafði búist við að Hermann hefði saknað bréf- anna og hann því mundi á einhvern hátt haga ferðum sínum ólíkt því, er hann var vanur að gera, þar sem hann hafði nú ekki helminginn af leyndardómsbréfinu, hélt hann að hann færi ekki á fund þess, er hefði hinn lielminEÍnn. “Eg held annars að hann hafi gengið nokk- uð hradar eu liann á að sér að gera”, segir Mar- cillac. Og er auðséð að hann segir þetta i því skyni, aðláta de Verney heyra að hann hefði þó haft augun hjásór og tekið eftir ölla. “Jæja !" svarar de Verney, ' ef alt er í lagi, Lögregluskæjarinn. 53 þá þætti mér fróðlegt að skoða; fangagæzlukon- an skilur víst hvernig í öllu liggur”. “Já, húnveit það alt saman !” svarar Mar- cillac. “Hún lætur okkur fá lykilinn að her- bergjum hans. Nei, bíðum annars við. Hann er hérna !”. A meðan þeir eru að tala saman, hafa þeir gengið ,yfir götuna og eru rótt fyrir utan glugg- ann hjá fangagæzlukonunni. Hún starir á þá ýgld og grettin eins og gömul ugla og fær Mar- cillac lykilinn. ‘,Sýndu mér herbergin hans”, segir de Ver. ney i lágum hljóðum; þeir fara upp á þriðja loft, þar sem Hermann leigði þrjú litil herbergi þeim megin í húsiuu, er frá götunni sneri. De Verney gengur inn þegar hann hefir lok- ið upp dyrunum og segir: “Marcellac! gerðu svo vel að fara ofan og fá kerlingunni lykílinn aftur. Við þurfum engann lykil til þess að læsa; það þarf ekki annað en að skella aftur hurðinni. EC svo kynai að vilja til, að Hermann kæmi skyndilega, þá láttu hana fá honum lykilínn orðalaust. Eg ætla að treysta því að mír heppn ist að komast fram hjá fautinum á stígnum, því þar er dimt ! Þegar þú hefir fengið kerlingunni lykilinn, þá gerðu svo vel að fara út og reyna að sjá um að þrællinh komi*mér ekki að óvörum; taktu yel eftir öllu hans atferli. ef hann kem- ur !” Marcillac ætlar út, de Verney kallar á eftir honum og segir: “Hafðirðu nokkurt merki þeg- ar þú skoðaðir herbergið hans i fyrra skiftið?” “Já”, svarar Marcillac. “Þú sér ad blæja 56 Lögregluspæjarinn. ryki i efnafi-æðisrannsókDarstofu !Ég ætti þó að hafa svo mikið vit í hausnum, að skilja bað, að ein einasta rykögn gæti eyðilagt fyrir honum alt þess háttar. Nei, efnafræðingar hafa ekki ryk nó möl íhúsura sinum”. Þetta virðist líka vera rétt athugað; alt er svo hreint og þokkalegt, sem vera má. Þó hefir enn ekki verið breitt yfir rúmið og er það ljós vottur þess að búandinn hefir farið út í flýti. Á borðinu eru tvær brauðsneiðar ósnertar, kafíi- kanna og dálítið af smjöri. Alt.þetta sýnist benda til hins sama, nefnilega. að Hermann hafi þurft að flyta sér um morguninn. “Fyrsthann flýtir sér svona miklð í burtu, þá.getur hann eins flýtt sér heim aftur !” hugsar de Verney og heldur áfram að njósna. Honum dettur ekki i hug að imynda sér að hann sé alfarinn; það er >vo margt sem mælirá móti þvf, Fötin hans, yfirfrakkinn hans. nokkrir hreinir kragar, ný- komnir úr þvotti og fleira, er næg vitni þess að hann muni ekki alfarinn. De Verney athugar fyrst svefnherbergið; þar fiunur hann ekkert grunsamlegt; sama er að segja um gestastofuca; þó er því ekki um að kenna að svikist sé um að leita. Hann athugar lampana, hvað þá annað, til þess að ganga úr skugga um að ekkert sé þar hulið, tekur tangir i efnafræðirstofunni, skrúfar í sundur alla lampana og lætur þá í samt lag aftur. Þegar hann er að faraútúr stofunni, verður honum litið inn i ofninn, sem var opinn, en liafdi ekkí verið notaður í nokkra daga, þvi veður var hið bezta. í ofninum finnar hann þrjá föl taða rósavendi. Lögregluspæjarinn, 49 hverja götu. þar sem dimt er og fáföiult. — En meðal annara orða, veiztu hvar hún á heima ?” “Nei, ekki fyrir vist; en það er einhverstað- ar nálægt Paris”. “Það er gott; fyrst hún á heimaþar i útjaðri borgarínnar, þá er það vist að hún fer einhverja götu, sem ekki er fjölfarin. Þú skalt ganga í veginn fyrir hana og — og —og já, ég held það verði skynsamlegra að gefa þér það skrinegt hverwg þú átt að hera þig til, svo ekki verði hætt -«*ö að neitt fari i handaskolum”, De Verney ritar 10—12 línur á blað, les þær yfir vandlega, skrifar nafnið sitt neðanundir, réttir blaðið að Microbe og segir: “Fylgdu nú þessu nákvæmlega !” Microbe les það yfir nokkrum sinnum, og rekar svo upp skellihlátur og segir: "Þetta y: kátlegt!” ‘'NeiI’, segir de Verney alvarlega. “Þessu máli er þannig varið, að við verðum annaðhvort að gera skyldu okkar meö öllum brögðum eða endirinn verður svö alvarlegur að allur heimur‘ inn kemst í uppnám”. “Jæja”, s'gir Microbe. “Það er bezt að fara i dularbúuing og verða við bón þinni. Em ef þetta hepnasí, hvað á ég þá að fá að laun- um?” •'Demantshringinn minn, sem þú hefir verið að skoða núna sjálfsagt fjórðung stundar eða lengur, og svo fæiðu þar að auki þau verðlaun, sem leynilögreglumaður fær vanalega, þegar hann hefir unnið eitthvað sér til frægf’ar, sem keisarannm þykir mikið tilkoma”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.