Heimskringla - 07.02.1901, Side 1

Heimskringla - 07.02.1901, Side 1
©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ HeiniMkringla er gef- in út hvern iimtudaig af: Heiiu8l£iini!la News - and Publishing Co., að 547 Main St., \Vinnipeg, Man. Kost- ar um árið # 1.50. Borgað ♦ fyrirfram. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ li ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' Nýír kaupendrir fá í kaupbsetir sögu Drake Standish eöa Lajla og jola- blað Hkr. 19vX). Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendaa- fcil Islands fyrir 5 cents ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA .7 FEBRÚAR 1901. Nr. 18. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Victoria drottning flutt frá Odiorne tfl Portsmonth <>g þaðan til London á laugardaginn var, og var það hin mikil fenglegasta líkfyld sem en þá hefir farið ^ram í heininum. Mesti fjöldi af her skipum fylgdu líkinu frá Osborne til Portsmoutli og var sú skiparöð 11 mílur á lengd. Sífeld skothrið og sorgar spil lei.lkflokkanna gerðu þessa líkfyld minnísstæða öllum þeim er til sáu. Flestar heimsins þjóðir tóku þátt i þessari áthöfn, með þvíað hafa herskip sín og útvalda menn þar við stadda. í London var viðhöfnin enguminni en á gjónum frá Osborne til Portsmoth. að eins gátu skipinekki tekið þáttíathöfn- inni þar, en þeirra stað var land her Breta til tals og tók þátt í líkfyldinni um stræti borgarinnar. Það var alt glitrandi í skínandi herbúningum og blómsveigum sen sendir höfðu verið þangað frá ýmsum löndum, 2 frá Canada 3frá Bandaríkjunum og frá væsum oðrum löndum sem virðingar merki við hina latnu drottningu. Það er tekið til þess að flagg var í hálri staung á stjór arbyggingunum í Washingtou, þann dag, og er það í fyrsta skipti sem Banda- menn hafalækkaðfána á stöng sinni fyrir nokkrum látnum þjóðhöfðinga anúara þjóða. Aðal jarðarförin fór fram á mánudagin þegar drottningin var lögð tilhvíldar í Frogmore líkhvelfingunni hjá manni sínum. Svo var mikil mann- þröngin áleið líkfyldinnar á laugardag- in, að yfir 1,300 manns voru troðnir undir fótum mannfjöldans og allir særðir meira og minna nokkrir lótu þar líf sitt í ósköpunum sem ágengu, en hinirvóru tafarlaust fluttir á spítala cg bíða þar lækning sára sinna. Proíessor A, SlaLy fcá Þýzkalaud; hefir fundið upp nýja aðferð til þess að senda vírlaus hraðskeyti. Hann seg ist einnighafa fundiö ráð til þess að send^i' hundruð og jafnvel þúsundir hraðskeyta yfir sama vír á einum og sama tíma. Þetta segir hann að hafi þau áhrif, að kostnaður við hraðskeyta- sendingar lækki að miklum mun frá því sem nú er. Brezku blöðin taka til þess að leyndarráð Breta hefir nú daglega fund og er það mjög óvanalegt. Þau geta þess til að stjórnin muni vera að hugsa um að útkljá ófriðinn í Suður Afríku á friðsamlegan hátt. Það er sagt að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari sé mjög meðmæltur friðsamlegum lyktum stríðs ins. Verksmiðjueigendur eru og orðnir órólegir út af seinlæti Breta að vinna sigur á Búum. Þeim þykir herkostn- aðurinn vera orðin ógurlega mikill og manntjón þjóðarinnar voðalegt. Segja þeir ef þessu haldi lengi áfram, þá verði nauðsynlegt að leggja þunga skatta á þjóðina, en engin trvgging í aðra hönd fyrir þvi að Bretum takist að vinna. Stjórnin virðist því vera farin að athuga þessa hlið málsins og vænta menn að eitthvað sögulegt frétt- ist bráðlega af þessum leyndarráðsfund um. Joseph Martin, leiðtogi Líberala í British Columbia, hefir sagt verka- mannaflokknum þar í fylkinu stríð á hendur. Martin heimtar að þingmans, efni verkamanna, McPherson, gangi skilyrðislaust undir merki sitt og Lib- eralflokkslns, að öðrum kosti kveðst hann setja mann út á móti honum. Drottning Svía og Norðmanna er sögð hættulega veikaf hálsmeini. Tal- ið óvíst aðhenni geti batnað. Vilhjálmur Þýzkalandskeisarí hefir boðist til að gera út um stríðið milli Breta og Búa svo þaö verði fljótt til lykta leitt. Blöðin taka því vel hvað sem af framkvæmdum veröur. Þriðji eldurinn kom upp í dýrasýn- ingarhúsi í Baltemore á fimtudaginn var. Þar brunnu 75 verðmæt dýr og er skaðinn metinn yfir $400,000. Vindlaverkstæði í New York sprakk í loft upp á fimtudaginn var og ger- eyddist. Af eldinum eyðilögðust einn- ig nokkur hús þar í grendinni. Skað- inn er metinn 14 mílíón doliars. Um 50 manna meiddust hættulega við þetta tilfelli. — Annar eldur í Chicago um sama leyti gerði stórkostlegt tjón, en engir menn meíddust þar. Gufuskipið Amur flytur þær frétt ir til Victoria, aö námagrjót auðugt hafi fundistí Klondike-héraðinu. MeSti fjöldi vinnulausra manna kvað nú vera í Dawson City, en nokkrir þeirra ælla að leggja af stað nú bráðlega í nýtt námahérað, sem sagt er fundið 60 milur austur frá áltin. Séra J. J. Walther segir að $3000 virði af gulli hafi fundist í sandi, sem tekin var úr jörðu þar í héraðinu Holan, sem sandurinn var tekin úr, var 4 fet á hvern veg. Það er og auglýst í Dawson blöðunum að British Yukon járnbrautarfólagið ætli að biðja um leyfi til þess að byggja járnbraut frá Dawson suður að Banda- ríkjalandamærum og greinar upp með hinum ýmsu lækjum í Kloudike hérað- inu. Rússastjórn hefir krafist þess að Kinastjórn borgi sér 30,000,000 Taels fyrir að ,hafa komið Manchuria aftur undir Kinaveldi eftir að Japanar höfðu tekið það af Kíuum í síðasta stríði þar eystra. Þessi upphæð er algerlega frá- skilin þeirri ógna upphæl, sem Evrópu ríkin (Rússland þar með) heimta af Kínastjórn í herkostnað, sem sagt er að sé um 400 miliónir Taels. Enn frem ur hefir þýzki herforinginn Count Von Waldresee heimtað 5 miliónir Tsels fyr- ir morð Baron Von Kettelers, þýzka sendiherranns sem var í Kína. Kína- keisari er i peningahraki um þessar mundir og getur ekki mætt þessum kröfum, en haun hefir sent umboðs menn um alt Kínaveldi til allra kín- verskra auðmanna og beðið þá að gefa vel í ríkisfjárhirzluna. Keisarinn læt- ur það fylgia orðsendingunni, að hann muni sjá svo um að þeim verði síðar launað ríkulega fyrir hverja þá hjálp, er þeir veiti sór á þessum vandræða- tímum. Sir Wilfred Laurier hefir lofað að taka einn af þingmönnunum frá Brit- ísh Coluicbiá i stjórnarráðið. Þetta er bæði viturlega og ; sanngjarnlega gert. British Columbia er stórt og auðugt fylki og framfarir þar eru svo skjótar og stórkostlegar að það er talið víst að það verðií fremstu röð fylkjanna i Ca- nada fyrir miðbik þessarar aldar. Það á því fulla heimtingu á að hafa mál- svara i ráðaneytinu í Ottawa. Sam bandsherinn í Kína var nýlega að eyðileggja 40 tons af púðri, er Kína- stjórnin átti, af tilviljun komst eldur í púðrið og sprakk þá alt i loft upp. 4o menn biðu bana við það Þeir voru flestir Japanar. Neil Morrison, í Strathclair, Mani- toba, hefir verið sektaður í alt $2000 fyrir 4 brot móti víusölulögum fylkis- ins. Hann hefir áfríað þessum þunga sektardómi. Talsverðar umræður hafa orðið í Þjóðþingi Bandarikjanna i Washington úi af fjölkvæni Utah-manna. Lesend- Hkr. muna eftir að þingmaðurinn fyrir Utah, Mr. .Roberts, var gerður rækur úr Washingtonþinginu fyrir 2 árum fyrlr fjölkvæni og ollí það miklu um- taii í blöðum landsins. En nú í síð- ustu viku, þegar þingið var að ræða um þann lið fjárlagafrumvarpsins, sem lýtur að styrk af ríkisfó til búnaðarskól anna í hinum ýmsu ríkjum, þá gerði Mr. Landes þá uppástungu að engin styrkur skyldi verða veittur búnaðar- skólanum í Utah fyr en ritari akur- yrkjudeíldarinnar vœri búinn að fá vissu fyrir því að engir af kennendum eða stjórnendum skólands værr. fjöl- kvænismenn. Þingmaður King, sá er kosinn var í stað Roberts, kvað fjöl- kvæni vera útdautt í Utah, Mr. Lan- des kvað það ekki vera satt, sagði hann að 2 kennarar við þann skóla væru f jöl- kvœnismenn, og að einn af stjórnend- um ekóians ætti 7 konur og 39 börn. Þingið veitti samt styrkinn; en trúlegt er að þessi fjölskyldufaðir verði ónáð- aður af dómsvaldinu áður en mál þetta er |útkljáð. Standard Oil félagið hefir ákveðið hluthöfum sínum $20 ágóða af hverjum hiut sem á að borgast 15. Ivlarz næstk. Félagið borgaði í síðastl. Marz $20, í Júní $10, í Sept. $8 og f Desember $10. Alls $48 ágóða á árinu af hverjum fé- lagshlut. Gamli Armour, sem dó i Chicago um daginn, eftirskilur erfingum sínum 15 milíónir dollars, mest i fasteignum þar i borginni, Eldsábyrgðarfélögin í Mamtoba hafa ákveðið að hækka ábyrgðargjald talsvert mikið frá'því sem verið hefir. En ekki hafa þau enn gert uppskátt hve mikil hækkunin verður. Ráðgerter að byggja 2 járnbrautir hér í fylkinu á þessu ári. Á önnur þeirra að liggja frá landamerkjalínunni að sunnan til norðvesturs gegn um bæ iua Emerson, Rosenfelt, Rathwell, Car- berry og Neepawa og svo vestur að vestur takmörkum fylkisins nálægt Petrele. Hin brautin er fyrirhuguð frá landa- mærunum að sunnan milli Ranges 1 til 6 og norðvestúr hjá Gladstone raeð greinum til Carrr an, Holland, Carberry og Neepawa, og síðanaustur frá Morde eða Towships 1 og 2 til þess að sam- einast Canada Northern brautinni milli Township 6 og landamei kjalinuunar að sunnan, og þaðan vestur að vestur tak- mörkum fylkisins. Næsta Manitoba þing verður beðið að löggilda félög til að byggja’þessar brautir. Maður að nafní Armstrong var hand tekinn i St, Boniface á laugardag- inn var, kærður fyrirað hafa búið til og verzlað með falsaða peninga. Pen- ingar og áhöld til peningasláttu fund ust í herbergi hans og þykir enginn efi leika á sekt hans. Armstrong er sagd- ur að vera á sjötugsaldri, Það er talið víst að stjórn Breta muni biðja þingið um 70 milj. punda fjárveiting á þessu ári til að geta haldið áfram hernaði í Suður Afríku. Þetta er í viðbót við þær 160 mil. punda ,sem þegar er búið að eyða þar syðra. Sama fregn getur þess þegar Sir Alfred Milner las upp tilkynninguna um stjórnendaskiftin í Bretlandi, þá var- aðist hann að segja nð Edward VII. vœri konungnr yfir Transvaal, heldur sagði hann að hann væri æðsti herra landsins. Þykir’ensku blöðunum þetta talsvert einkennileg yfiilýsing, og þyk- ir það benda til þess að stjórnin sé langt frá því að telja sér algerðan sig ur vísan þar syðra, og þyki þvi thó- legra að auglýsa ekki konunglegt vald sitt yfir Transvaal héraðinu að svo stöddu. Oll þjóðin er sammála um það að þessi einkennilega orðaskipun yfir- lýsingarínnar hljóti að hafa einhverja hulda þýðingu. Tyrkja soldán er i mestu peninga- þröng. Hann reyndi að fá eina milión punda|lán á Frakklandi, en var neitað um það. Loks tókst honum þó að hafa upp J.350 þús. pund og varð hann að borga, Rússum hvert cent af þeim upp í gamla herkostnaðarskuld. Herforingi Kitchener, hefir sent hermáladeildinni brezku fréttir um það, að »ófriðurinn í Suður-Afríku sé með fullu fjöri. Bretar mistu 43 menn fallna og særða í bardaga hjá Venters- dorp, og 16 menn fallna og særða mistu þeir í slag hjá Carlina. Einnig náðu Búar vagnlest með matv ælum og her- mönnum hjá Forteen Streams. En Bretar sendu herflokk á Búana og ráku þá á flótta. Ekki er getið um hvort Búar hafi komizt undan með hefangið. Annars segir Kitchener að Bretar haldi sinum hlut óskertum fyrir Búum, þótt ekki takist enn þá að útkljá ófriðinn. Frétt frá Amsterdam segir gamla Kruger liggja fyrir dauðanum, og að læknarnir séu vonlausir um að hann nái aftur heilsu. Eólkstalan i Toronto-borg er nú orðin 237,877. Nyrír 25 árum var hún 70,000. Fyrir 100 árum ekkert. Það er talið sennilegt að innan 60 ára verði tvær mil. ibúa i þeirri borg. Ný póstfrímerki með mynd Ed- wards VII, verða bráðlege gerð um alt brezka ríkið, Ottawastjórnin hefir gef- ið skipun um að gera ný frimerki svo fljótt sem hægt er. Kínverji nokkur gerðist vingjarn- iegur við sambandsherforingja einn og sagði honum hvar £17,000 væru hulin í jörðu nálœgt smábæ eiuum 20 milur frá Pekín. Herflokkur var þegar sendur þangað til að leita fjárins, en í stað þess að finna peningana fundu þeir hausinn af sögumanni í poka. Hafði hann orðiö uppvís að svikunum áður en hermennirnir komu. og var tafarlaust hálshöggvinn. Búar hafa fastráðið að gera að svo stöddu engar tilraunir til þess að fá hjélp útlendra þjóða í hernaði sinv.m móti Bietum, en halda striðinu áfr&m þar til vissa er fengln fyrir því að þjóð- irnar sé t við þvi búnar að viðurkenna rétt þeirra sem sérstakt lýðveldi, og að rétta þeim hjálparhönd samkvæmt þvi. Dóitari Dixon, i N, J. dæmdi ný- legamann i 30 ára fangelsi fyrir að hafa orsakað dauða stúlkubarns, og annan mann dæmdi hann í 15 ára fang- elsi fyrir ósiðsambega árás á sðmu stúlku. ‘íslandsfréttir. Nýkominn Austri segir: “Þann 3. Nóv: eiðastl. brann allur bærinn á Hámundarstöðum í Vopnafirði, Engu af innanstokksraunum varð bjargað og fólk komst með naumindum af. — Þeir Tón Vídalín og /akob Havstein á Ak- Oddeyri hafa verið sæmdir riddara- krossi dannebrogsorðunnar. Tíðarlar í Nóvember var mjög ó- stilt, rosi og rigningar daglega; en fiskiafli altaf vænn þegár gefur að róa. -fjárskaðar urðu töluverðir í sama piánuði, en vonað að eitthvað af fénu jiafí síðar náðst úr fönnum — 3 menn liöfðu farjst af bát i svo nefndum Skála nesboða. Þeir hétu Gunnlaugur Jóns- Sen. 24 ára, Gísli Simonarson, 30 áraog Gísli Þóroddsson 60 ára. Einnig drukknaði af skautum niður um is á tjörn á Hjalteyri22 ára gamall, sonur Ola Möllers, Jón Vilhe'm að nafni. Af Eskifirði er skrifað nylega, rvVerzlunarástandið er bágborið hérna nú sem stsndur, svo að segja vörulaust nema í verzlun Tuliniusar, en hún hefir aítur notað sér neyðina til þess að setja vörur sinar stó.rkostlega upp, sumar svo gífurlega að mörgum mun virðast ótrúlegt... Hér er verðið á nokkrum vörutegundum, sem mér er kunnugt um: Sykur 36, kafíi 85, rúsínur 80 au. pd., baunir 40, iúgmjöl20kr. tunnau kol 2| eyrir pd., steinolia 30 au. pd. Fornmenjar. I túninu á Kroppi í Eyjafirði fundu vegagerðatnenn í sumar f^na dys. Þar voru mansbein, og öxi og spjót, hvorugt mjög ryðbrunnið. Haldið er að þar hafi fundist dys Stein- gríms á Kroppi, landnámsmans- Barnaskólahús stórt og vel vandað hafa Akureyringar reist í haust milli Akureyrar og Oddeyrar. Þorvaldur Jónssonlæknir ísfirðinga hefir fengið lausn frábætti. Goodtemplarastúka er nýlega stofnuð hér á Búðareyrinni og heitir Aldamót. E ldur. í dag (22 Des.) kvikn&ði í Fornrstekksbænum sem ,tendur hér rétt utan við kaupstaðin. Hvass vind- ur stóð innan dalin með blindhrið. í búðarhúsiðbrann til ösku, það sem úr timðri var, önnur hús brunnu ekki. Bændurnir þeir, Guðjón Hermansson og Jón Jónsson mistu talsvert. af innbúi sinu, alt óvátrygt, en sjált húsið var vátrygt. Gestur Pálsson. Eins og öllum er kunnugt var Gestur sál. Pálsson eitt af þeim skáld- um íslenzku þjóðarinnar, er hver sann- ur íslendingur elssar og virðir svo lengi sem tunge. vor er töluð.Hann hefir áunnið sér verðugt lof, ekki einungis á meðal vor, heldur einnig hjá öðrum þjóðum og aukið álit vort víðsvegar i hinum mentaða heimi. Því miður eru ritverk hans ekki til saman komin á einn stað, heldur til og frá á hrakningi í blöðum og tímaritum og sumt að eins i minnum manna. Væri það illa farið ef slíkir gimsteinar týnast fyrir fult og alt. Til þess að koma í veg fyrir að svo fari, höfumvið undirritaðir áform- að að gefa út á næsta ári (að öllu for- fallalausu) „lt það, er við getum fengið af ritverkum þessa fræga höf. bæði ljöð, sögur og fyrirlestra, og hafa út- gáfuna svo Vandaða sem kostur er á, með mynd og æfisögu höf. En það vinsamleg tilmæli okkar, að allir þeir, sem eitthvaö hafa undir hendi eða kunna eftir hann, gerisvovelað láta okkur það í té, helst hið allra fyrsta, hvort sem þeir eru vestan hafs eða aust&n. Chicago, 111., III, W. Huron St. Með vinsemd og virðing, Arnór Árnason. Sig. Júl. Jóhannesson. Skáldverk Gests Pálssonar. Eins og menn sjá á öðruin stað í þessu blaði, hafa þeir herrar Arnór Arnason og Sig. Júl. Jóhannesson í Chicago ákveðið að safna saman og gefa út í einni heild öll skáldverk Gests sál.'Pálssonar, og vanda þá útgáfu svo að vel megi við una. Það þaif tæpast að taka það fram, að þetta er hið þarfasta vérk og hefði átt að gerast fyrir löngu. Gastur hefir réttilega verið talinn einn i allra fremstu röð íslen<kra skálda 19. aldar- innar og ekkert annað ísl. skáld hefir á jafnstuttum æfiferli afkastað meira verki í bundnu og óbnndnu máli, eða fengið víðtækari viðurkenningu fyrir sín snildarlegu skáldverk, en hann. Vér Vestur-Islendingar höfum haft í svo roörgu að snúast á frumbýlingsár- um vorum hér. að vér höfum ekki get- að komið því við að sinna þessu starfi. I sem þessir Chicago-landar vorir nú hafa tekist á hendur að gera, og þó höfum vér fundið til þess og oft tal að um hve nauðsynlegt það væri, og þjóð vorri til sóma, að þessu verki yrði komið i fiamkvæmd. Vér höfum og vonað að einhverjir af mentamönnum á íslandi mundu að sjálfsögðu takast slíkt verk á hendui-. En sú von hefir enn þá ekki rætzt, og nú er ótnakið tek ið af þeim, af þessum fraragjörnu lönd um vorum í Chicago. Þeir sem hafa eitthvað af ljóðum þessa látna stórskálds, hvort sem þeir eru hér i Vesturheimi eðaáíslandi, ættu að rétta þessum væntanlegu út gefendum hjálparhönd með því að fá þeitn til prentunar það sem þeir kunna að hafa af skáldverkum Gests, og svo allir Islendingar hvar sem þeir eru niður komnir í heiminum. að gera sér það að skylku að kaupa bókina. Aug- lýsing Chicago landanna tekur jkkert fram um þáð, hvert þessi útgáfa verði gerð í gróðaskyni fyrir þá sjálfa eða að þeir hugsi tíl að láta ágóðann af henni, eða part af benum, ganga til að reiia verðskuldaðann minnisvarða á leiði skáldsins. Væri það meiningin. þá mundi gjörvöll íslenzka þjóðin kunna þeim herrum sérstaklega þukkir fyrir tiltækið. Vér getnm þessa hér sem bending- ar til útgefendanna og vonum að þeir lofi almenningi að vita hvort þeir hafi nokkuð þesskonar i huga. En hvort sem er, þá er enginn efi á því, að þessi bók verður vel þegin af islenzkri alþýðu i báðum heímsálfunum. Vér óskum hinum væntanlegu útgefendum til lukku með þetta lofsverða fyrirtæki þeirra og vonum að þeir vandi útgáf- nna sem bezt að föng eru á og hraði út- gáfunni svo mjög sem hentugleikar þeirra leyfa. Ritstj. Framboð Fr. Andersons. Iivenær ætla Vestur-ísl. að svara Mr. Frímann Anderson npp á fram- boð hans, er út kom í Hkr. síðastl. hanst? Er ekki kominn tími til að þeir fari að tala saman og reyna að áiykta hvað gera skuli? Hvort mál- efnið sé svara vert eða ekki? Hvort muni vera tiltækilegra að gefa manninum svar og málefninu við- urkenningu eða ekki? Hvað heldur mönnum frá að láta til sín heyra upp á einhvern máta, með eða móti mál- efninu? Hvaða leyniöfl vlnna svo þar á móti að allir þegja nema að eins 3 menn, sem vakið hafa máls á því, og hefði mátt duga til þess að fleiri hefðu látið til sín heyra. Mér kernur til hugar að sömu öfl vinni á móti Mr. Frímann og fleirum íiðrum listamönnum hcimsins, sem ekki hafa fengið viðurkenningu fyrr en þeir eru dauðir Að Frímanns örlög verði þau sömu. Hvers á til að geta? Einhver er ástæðan. Menn heyra og sjú að maðurinn er vinur þjóðar sinnar, og berst af alefii fyrir ment- un sjálfssfn, og heiðri og velferð þjóðar sinuar, en er ekki virtur svars, en (mér liggur við að segja) svívirtur með þögninni. Hann kallar til Vestur-fsl., vina sinna, sér til hjálpar, því þeir hafa reynst honum betur en Austur- Isl. Hvar eru þeir nú? Er engiun af þeim vel pennafærn mönnum (fs- lendingum) hér vestan hafs sá vinur hans, aðleggja vilji honum til góð orð opingerlega þessu viðvíkjandi. Eg vonast eftir að Hkr. viti að hún á þar til faðemis að telja, og taki þess vegna feginsamlega á móti þesskon- ar til flutnings yfir hafið til pabba. mér skildist líka á orðum Frlmanns að hann vonast til prentunar á bók 8inni hjá Hkr. ef hann ætti kost á, en þar um hefir hún ekkert sagt enn þá, enda spillir það ekkert málefninu. Ef Hkr. er hlynt niélefninu, þá finst mér henni standa næst að byrja á að útnefna menn hér og þar um bygðir íslendinga til að safna áskrifendum að bókinni, þá er ég viss um þeir fást nógu margir. Eg er vis$ um, það eru fjölða margir hlyntir Frí- manni og uppgötvun hans, sem treysta honuin til fýrirtækisins, og að haía bókina svo alþýðlega að hver kaupandi hafi hennar full- komin not, og í von um að fá að sjá málefnið lifna við, læt ég hér staðar nema að sinni, í von um að Heimskr. ljái þessum fáu línum rúm. B. G. Backmann. Pemina, N.-D., 28. Jan. 1901. SPANISH FORK, UTAH,31. Des. 1900 Hinn mikli sóma- og merkismaður Bjarni Bjarnason dó þann 1. þ. m. að heimili tengdasonar síns, Sæmundar Jónssonar, nær áttræður. Hann var jarðsunginn frá lút. kyrkjunui 6. s. m. með mikilli viðhöfn og virðingu að við- stöddum fjölda manns. Flestir landar hér i bænum munu hafa verið viðstadd- ir og fylgt hinu aldraða mikilmenni til grafar. Allir sem við það tækifæri voru hafa hrósað hvað alt fór ;vel tram. Lút. presturiun séra Rúnólfnr Runólfs- son hélt 2.1iprar ræður, fvrst húskveðju og svo ræðu i kyrkjunni. Þá þótti mönnum mikið til koma, og fáséðj að sjá kistuua með þvinær al íslenzku lagi; það var gert að fyrirlagi þess látna. Hún var smíðuð af miklum hagleik, máluð svört, en prýdd að hér- lendum siö. og sögðu allir aö þeir hefðu aldrei séð líkkistu með íslenzku lagi eins fallega. Bjarni sál, var fæddur 24. Janúar 1821 að Miðhvolí i Mýrdal í Vestur- Skaptafellssýslu. Fór þaðan áríð 1847 að Kyrkjulaudi í Austur Landeyjum í Rangárvallasýslu og giftist Katrínu dóttur Jóns hreppstjóra á Önundarst öð um í sömu sveit. Hann bjó þar mesta heiðurs og gestrisnisbúi, þar til árið 1886 að hann flutti til Ameriku, hingað til Spanish Fork, og var hja syni sínum Bjarna úrmakara til 1892; þá fór hann til tengdasonar síns, því Bjarni sonur hans flutti með familíu sina vestur að Kyrrahafi (Seattle), hvar hann býr nú. Bjarna sál. varð 6 barna auðið og eru 2 á lifi. Hann má í mörguin greinum teljast með merkustu og lærðustu mönn um sinnar tíðar; þykir það þeim mun meira í varið, að hann náði svo hárri mentun sjálfur að öllu leyti ut&n skóla. Þær ^helztu mentagreinar, er maður vissi að hann þekti bezt, voru: stjörnu- fræði, mælingafræði, * náttúrufræði, landafræði, veraldar- og mannkyns- sögu, og vi.r mjög fróðlegt og skemti- legt að tala við gamla manninn um það og annað. I verklegu og uppfynd- ingalegu var hann öllum framar, sem maður hefir heyrt um getið. Hann var útlærður gullsmiður, klukkur og úr smíðaði hann að öllu leyti sjálfur, sem vísuðu bæði flóð og fjöru. Hann mun hafa verið sá fyrsti á Islandi og jafnvel í heilu veröldinni, sem fann þann viðauka við þau verk. Þar aö auki smiðaði hann sér tól til að gera þa.ð og annað með. Á seinni árum sín- um útbjó hann og smiðaði hnött, sem snýst reglulegi um möndul sinn á 24 kl.stundum eins og jörðin; þykir það hið mesta meistaraverk. Eu það sem eftir var að fullgera hnöttinn, gerði tengdasonur hans, sem líka er framúr- skarandi hagleiksmaður, ogalment á- litinn hér einn af beztu sraiðum bæjar- ins. Þess vegna gaf hann tengdasyni sinum hnöttinn, ef ske roætti að hann gætifengið “patent”. einkarétt, á hon- um sem hann nú hefir fengið i ölluia Bandaríkjúnum. Endaég svo þessar línur með þeirri ósk og von til allra Islendinga vestan hafs og austan, að lengi liti i þanka vorum sönn virðing fyrir afreks- og heiðursmönnum þjóðar vorrar. G. E. Bjarnason.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.