Heimskringla - 21.02.1901, Page 2

Heimskringla - 21.02.1901, Page 2
HEIMSKKINGLA 21. FKBRÚAR 1901. Beimskringla. PUBLISHED BY The HeimskrÍDgla News & PablishÍDg Go. Verð blaðsins i Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til fslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist I P. 0. Money Order fteKÍstered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en i Winnipep; að eins teknar með afföllum R. I.- Baldwinson, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P O BOX 407. J>jóðeiírn járnbrauta í Manitoba. Roblinstjórnin hefir komið þvi til leiðar að Manitoba er fyrsta fylki eða riki á meginlandi Ameríku til að fá full yfirráð yfir vöruflutninTSgjaldi innan takmarka sinna. Það voru tvö aðal og afarþýð- ingarmikil atriði á stefnnskrá kon- fervativeflokksins í Manitoba, sem hann við siðnstu almennar kosningar lofaði fylkisbúum að koma i fram- kvæmd ef hann kæmist til valda. Þessi atriði voru: 1. Að koma jafnvægi á útgjöld og inntektir fylkisins og 2. að ná yfirráðum yfir flutnings- gjöldum á varningi fylkisbúa með járnbrautum, þó það kostaði fylkið það að byggja járnbrautir er keptu um flntning við aðal einveldisfélagið í þessufylki, C. P. R. félagið. Nú hetír Roblinstjórnin upp- fylt bæði þessi loforð við kjósend- urna, eins og sýnt mun verða innan fárra daga þegar þingið kemur uman. Þetta var auglýst á opinberum veizlufundi, sem haldinn var f heið- ursskyni við Hon. John A. Davidson, fylkisféhirðir, f bœnum Neepawa, þann 14. þ. m. Á fandi þessum voru samankomnir nær 500 manna. Meðal boðsgesta voru allir fylkisráð- gjafarnir og fjöldi þingmanaa kon- aervativeflokksins, og mættu þeir allir á fundinum og héldu þar ræður. En aðal ræðurnar voru fluttar af Mr. Davidson og Mr. Roblin forsætis- ráðherra. Mr. Davidson sagði að útgjöld fylkisins á slðasta ári hefðu verið $894,375.25, en inntektirnar yflr $900,000 svo að bann hefði laglegan tekjuafgang eftirárið, í staðin fyrir aðGreenwaystjórnin h fði hafttekju- halla á hverju ári sem hún var við ▼öldin, nema á einu einasta ári, og á sfðasta ári þeirrar stjórnar hefði tekjuhallinn numið $250,000, og að ■kuldir þær sem Greenway heíði sökt fylkinu 1 gerði nú óumflýjan- legt að borjja árlega $180,000 f rentr af þeirri skuld. Mr. Davinson kvaðst hafa veitt meiri styrk til um- bóta f hinum ýmsu sveitum fylkis- ins en áður hefði verið venja,, en ■amt hefði hann lækkað útgjöldin um $80,000 en aukið inntektirnar $130,000 . Af þessu hefðu sveita- félögin lagt til $18,000. Þau hefðu þvf borgað sem næst 15c af hverjum ljórða part seetirnar, eða með öðrum orðum, löcent af hverjum doll. sem þau hefðu fengið í auknum tillögum úr sveitasjóði. Hann kvaðst vona að fylkisbúar yrðu ánægðir með þetta fjárhagsfyrirkomulag, og að þeir mundu kannast við að kon- servative8tjórnin hefði uppfylt lof- orð sitt að koma jofnvægi á útgjöld og inntektir fylkissns. Hon. R. P. Roblin talaði um járnbrautastefnu stjórnar- innar og kvaðst vera þangað kominn til þess opinberlega að tilkynna fylk- isbúnm að stjórn sfn væri nú búin að uppfylla það loforð konservative- flokksins að láta fylkið ná fullum yftrráðum yflr flutningsgjaldi á inn- •gútfluttum vörum með járnbraut- um, innan takmarka fylkisins. Sá partur af ræðu hans, sem Jaut að þvf máli er á þessa leíð: “Ég hef hér með mér í kvöld ■amninga þi, sem gerðir hafa verið við Northern Paciflc járnbr. fél. á aðra hönd og Manitobafylki á hina. Þessir samningar voru undirritaðir þann 15. Janúar síðastl. og skilinál- arnir eru þessir: vér leigjum frá Northern Pac- iflc fél. allar j.eirra járnbrautaeignir í Manitobafylki, að meðtöldnm öllum eignum þeirra í Winnipeg, alla vagna og öll önnur áhöld af hverri tegund sem þau eru, að meðtöldum telegratþráðum, telephone og allar aðrar eignir félagsins f fylkinu. Vér höfum samið um að taka alt þetta á leigu um 999 ára tímabil. Fyrir þetta lofum vér að borga árlega $210,000 fyrir fyrstu 10 árin og $225,000 fyrir næstu 10 árin og 285,000 fyrir næstu 10 árin og $300, 000 á ári þar eftir, þar til leigutlma bilið er útrunnið. En vér höfum rétt til þess að kaupa allar þessar eignir á hvaða tíma sem vér óskum þess, fyr sjö Miliónir doll.. Þetta eru þeir skilmálar, sem vér höfum gert um leigu og kaup á eignum N. P. brautafél. Það er rétt að ég geri hér dá litla skýringu viðvíkjani þessu, áður en ég fer lengra. Sjö mil. doll. fyrir 350 mílur af járnbraut, með öllum vögnum og vagnstöðvum, og öllum öðrum eign- um fél. í fylkinu, hefir af sumum verið álitið meira verð en hægt væri að byggja brautina fyrir á yfirstand- andi tíma. Eg hef þá skoðun að það geti verið mögulegt að byggja brautina fyrfr minni peninga. En þá kemur sú spurning til sögunnar: Hvar í þessu fylki er hægt að byggja braut sem fengi það flutningsmagn sem þessi brau er nú búin að tná. Hvar vilduð þér leggja brautina eða brautirnar. Það er ómögulegt að gera það, og sjö mil. doll. nálgast ekki þá peningaupphæð, sem braut þessi, með öllum eignum sínum hér í fylkinu, heflr kostað. Kostnaðurinn við N. P. brautina og allar aðrar eignir fél. hér, síðan f september 1896, og umbætur sem gerðar hafa verið upp til 20 Nóvember 1900. 354.54 mílur hafa kostað $7,574,300 við það bætast umbætur sem gerðar hafa verið upp til 20. Nóv. síðastl. $194,340.72, fasteignir I Winnipeg $40,832.55, Souris River-greinin $347,096.52, Portage og North West- ern-greinin $316,729.59, Wascada og N. C. $2,322.66, sem als gerir $8,446,613.04, eða sem næst átta og hálfri mil. doll. Þetta er það sem allar eignir fél. i Manitoba hafa kostað félagið, En það er um leið játað að allir þessir peningnr hafa ekki gengið í byggingu brautarinnar eða meðfylgjandi eigna. En við urðum að eiga við menn sem voru oss óháðir að öllu leyti og voru ekki brezkir og trúðu tæpast á brezka sanngfrni, og þess vegna urðum vér að ganga að þeiin skilmálum, sem þeir álitu sanngjirnasta frá sínu sjónarmiði, og sjö mil, doll. var það lægsta verð tem þeir vildu undir nokkrum kringumstæðunum þiggja af oss, fyrir allar eignir sínar hér í fylkinu. Ég held nú að ekki sé hægt að segja að brautareignir þesssar séuof- dýrt keyptar fyrir 7. mil. doll-, því að ég get sagt yður að oss heflr þeg- ar verið boðið miklu hærra verð en vér verðum að borga, af félagi sem gefua næga tryggingu fyrir því að féð verði greitt á þeirri mínútu sem vér ritum undir samningana við það, Þess vegna erum vér sterk- lega sannfærðir um að vér höfum komist að góðum kaupum, og að vér höfum ekki gert neina villu, því vér höfum skjöl til að sanna að oss heflr verið boðið talsvert hærra verð en vér verðum að borga, ef vér að eins viljum selja rétt vorn til eign- anna. ......Skýrelur N. P. brautarinnar fyrir árið 1899 sýnir allar inntektir $26,048,67s, og útgjöld $12.319,452, Hreinn ágóði var því $13,699,222. Mílnatal félagsins als 4,579. Skuldir félagsins i veðskuldabréfum eru $202,144,000.00, eða $44,145 á hverja mílu, við þetta bætist innstæðufé fél. framyflr það sem veðsetningunni nemur $410,736,00, eða als skuld á hverj«, mílu, sem nemur $89,700.00 En stjórn mín hefir fengið brauta- kerfi með að eins $12,500 skuld á hverja mílu. Nú skal eg taka C. P. R. félag- ið til dæmis, fyrir árið 1899. Inn- tektir þess voru $29,33 ,038. Út- gjöldin voru $16,990,872,00. Hreinn ágóði $12,230,166. Mílnatal alls 6456. Skuldir félagsins $188,368, 266,00, eða $29,117,00 á hverja mílu. Svo höfum vér innstæðufjár- skuld þess, sem gerir $291,146,279, eða „45,098 skuld áhverja míla. Þessar tölur sanna ómótmælanlega að samningar þeir sem stjóruin heflr gert eru góðir. Enginn maður get- ur haldið því fram að vér höfum ekki gert góð kaup, ef hann annars er meðmæltur brauta samkeppni eða að þjóðin hafl eignarrétt á járnbraut- um og ráði flutningsgjaldi þeirra. Enn fremur höfum vér með samniugum, sem vér höfum gert við Canada Northern-félagið, fengið önn ur hlynnindi. Það félag hefir feng- ið undangágu frá skattgreiðslu til fylkisin8 um 30 ára tímabil. Það var veitt af Greenwaystjórninni. En vér höfum fengið það félag til þess að afsala sér þessari undanþágu, svo að það byrjar að borga fylkinu skatt sem nemur 2c. af hverjum dollar af öllum inntektum félagsins frá árinu 1905. Það byrjar að borga skattinn á þvl ári. Þetta gefur oss talsveið- ar inntektir, og vér þess vegna skoð- um þetta mikilsverð hlynnindi. Nú munuð þér spyrja, hvaða samninga vér hðfum gert við N. P,- járnbrautarkerfið. Vér höfum gert samninga við Canada Northern-fé- lagið, að leigja því það kerfi, og gef ið því kauprétt á því með sömu skil- málumog vér fengum það, um 30 ára ttmabil. Það félag leysir Mani- tobastjórnina frá allri ábyrgð af vaxtagreiðslu á skuldabrétum þess félags eða leiguborgun til þess. Ca- nada Northern-félagið gengur í vorn stað að þvl er snertir samningana við N. P. félagið, og auk þess hefir það skuldbundið sig tll þess að hafa Suðausturbrautina íullgerða frá Winnipeg til Port Arthur fyrir 1. Október næstkomandi, og enn frem- ur að tengja brautakerfi sitt við brautir, sem ganga til Dututh, frá frá ^einhverjum stað austan- við Sprague Station S' o að vér eigum völ á 2 brautum aust- ur að stórvötnunum. Stjórnin hefir enn fremur með samr.ingum við þetta félag fengið full vfirráð yflr öllum llutningsgjöldum með þessum brautum um 30 úra tímabil, og vald til þess að kaupa alt kerflð alla leið austur að Port Arthur á 29. árinu, sem þessir samningar eru I gildi með þáverandi ákvæðisverði. Nú ætla ég að sýna yður hvað það kostar að byggja járnbrautir I ýmsum löndum, og láta yður svo dæma um það hvort vér höfum borgað of mikið eða of lltið fyrír alt þetta, þvi að þungamiðja þessara samninga er aðallega það, hvort kaupin eru sanngjörn eða ekki. Ég taia um þsssa N. P. og C. N. brautir sem fylkiseign og ég blð yður að muna hvað þær kosta oss. Kostn- aður við byggingu járnbrauta er f hinum ýmsu löndura á hverja milu að meðaltali sem fylgir: JEnglandi og Wales kostar mílan $265,500,00 sameinaða ríkinu 226,119,00 Skotlandi 196,492,00 Frakklandi 133,833,00 Beigíu 108,921,00 btezkum ríkjum 99,236,00 Þýzkalandi 98,706,00 Ástralíu 96,520,00 Hollandi 90,355,00 Sviss 95,011,00 ícalln 82,217,00 New South Wales 74,197,00 írlandi 64,729,00 Victoria 62,100.00 Canada 55,577,00 Bandarlkjunum 61,409,00 Indlandi 35,089,00 Tasmania 40,554,00 Cape Colony 41,756,00 Nýja Sjálandi 31,018,00 Noregi 35,483,00 Queenslandi 33,363,00 Suður-Ástralíu 30,344 Þessar upphæðir, sem ég hefi lesið, eru þær upphæðir sem hver míla af járnbrautum að jafnaði kost- ar f þeím löndum, sem talin eru upp, og þegar þér takið þær til greina, og takið svo járnbrautirnar f Canada, Grand Trunk og Intercolonial og C. P, brautinanar með 55 þúsundum dollara mllukostnaði að jafnaði og gætið bvo þess að vér höfum fengið umráð yfir 1200 mllna brautarkerfl, sem liggur f þeim auðugasta parti af Manitobafylki, fyrir uppeæð sem nemur $12,500 á hverja mllu. Þá vona ég að þér verðið mér samdóma um að við höfum fengið fyrir fylkis- búa þau kjörkaup, sem ég vona að þeir meti og virði svo að þeir verði oss þakklátir fyrir frammistöðuna, og þá skoða ég að osssé fullborgað fyrir þá fyrirhöfn og umönnun, se ra vér höfum haft í þessu sambandi. Svo ætla ég að leyfa mér að segja, að járnbraut.i-sptirsmálið í þessu fylki sé að mínu áliti leitt til lykta; járnbrauta gátan ráðin. Það getur ekki framar orðið nein ó- ánægja út af of háu flutningsgjaldi með járnbrautum, af því að þau eru nú og héðan af í yðar eigin valdi, gegn um fulltrúa yðar í Manitoba- þinginu, og ég dreg engan efa á að þó þetta vald sé nú I höndum þjóð- arinnar, þá verða engin svo snögg umskifti gerð að það spilli að nokkru atvinnuvegum í fylkinu eða framförum þess. Þvert á móti er það sannfæring mín að fjöldi fólks muni streyma ínn og fylla upp land- ið, rækta jörðina, auka alla fram- leiðslu og gera stórkostlega framfðr I Manitoba, sem menn íöðrum hlutum Canadaveldis megi staraámeð undr- un og virðingu. Fólkið verður á- sátt og ánægt með ástandið, af þvl það veit að flutningsgjald með braut um verður hér eftir svo lágt sem fiekast má verða, þar sem þau eru árlega ákveðin af stjórninni á öllum vörutegundum, sem fluttar eru inn í fylki þetta og út úr því“. Þetta er í stut .u máli inntakið úr ræðu Mr. |Roblins, eins og hann flutti hana á Neepawa veizlufundin- um. Vér höfum ekki I þessu blaði rúm fyrir meira um þetta mikils- varðandi velferðarmál allra fylkis- búa, en síðar birtum vér aðalútdrátt úr samningum Roblinstjórnarinnar við bæði félögin o& skýrum þá málið svo að lesendum blaðs vors geti orð- ið það ljóst, og geti því myndað sér sjálfstæða skoðun á þvf hvert undra kraftaverk Roblinstjórnin heflr unn- ið I hag fylkisbúa með þessum samn ingum, með algerðum yfirráðum um upphæð flutningsgjalda á brautum fylkisins um allan ókomin aldur. Aðrir hnettir og og- vísindamennirnir. Það er misklið og hálfgert ósam- lyndi f herbúðum vísindamannanna um þessar mundir. Fyrir nokkru slðan gaf rafmagnfræðingur Tesla það út, að hann hefði góða ástæðu til að halda að Marsbúar væri að tala til vor jarðarbúa með táknuin og firðboðum, og að hann Örvænti als ekki að það væri hægt að svara þeim með firðboðum. Þá reis pró fessor E. S. Wiggins I Ottawa upp og gaí út á prenti pé3a um þessar hégyijur Tesla, sem haun svo nefnir, og ákærir á sama tima Marconi um að hafa stolið frá sér uppgötvun á firðboðun, sem hann hafi nú um hönd og eigni sjálfum sér Prófessor Wiggins heflr enga trú ástaðhæflngum Tesla—á firðboða fyrirkomulagi hans út I geiminn með rafmagnstraumi, enda þó kann ske sé hægt undir sérstökum kringum- stæðum fyrir oss jarðarbúa að ná fregnvitneskju frá Marsbúum/ Það sé raunar hægt að gera það með Marconí firðboða-aðferðinni. En Marconi eigi exki þá uppgötvun, því árið 1893 hafi hann sjálfur— Wiggins—fundið þá aóferð og opin- berað heiminum hana. Það sé tveimur árum áður en Marconi byrj aði sfnar tilraunir. Prófessor Wig- gins færir rök að því að rafurmagn- ið sé að eins á yflrborði hlutanna og leiki kringum þá eftir yfirboiðinu. Hann segir að rafmagnið safnist saman eins og stöðuvötn á yflrborði andrúmslofísins. og gegnum þau komist ekki smágeislasendingar til annara hnatta; og þess vegna sé hugmynd Tesla um fyrirkomulag á flrðboðasendingu til annars hnatta með öllu móti óviss, vegna þess að firðboðageislarnir komist ekki gegn- um þessi ofanlofts rafmagnshöf eða samsöfn, ef þeir hiiti þau, og hverfi því með öllu. Prófessorinn segir að firðboða- samband við Marsbúa verði að bygj- ast á upphækkaða fyrirkoraulaginu. Með þvf eina móti er hann ekki frá því, að það gæti tekist. Ef jarðar- búar ættu að komast f flrðfrétta- samband við Marsbúa, þá verði þeir að rffa niður og jafna öll fjöll og mishæðir á jörðinni, nema hæsta tindinn. Sé síðan settur firðboða- útbúnaður á hann, þá mundi firðboð komast til Mars. Hann segir: Ég er næstum viss um, að væri hæfilega öflugur flrðboða útbúnaður settur á toppinn á St. Elias, þá gæt- um vér firðboðað víð Mars. Skarðið eða skoran, sem þeir Lawell og Javelle sáu í röndinni á Mars 19. .lúlí 1894 er eflaust feykistórt kvnja- merki, sem Marsbúar hafa búið til, til að komast f flrðsamband við fbúa Júpiters og Saturnusar. Auðvitað meinar prófessorinn ekki að öll fjöll jarðarinnar séu rifln niður og jöfnuð, nema St. Elias; heldur tekur hann þetta til dæmis til að styðja hugmynd sína um fyrir- komulagið á fregnsambandi við aðra hnetti. Prófessor Wiggins stendur á því, að þessi upphækkunar flrðboða- aðferð sé sín uppgötvun. Franskir rafmagnfræðingar hafl bygt sfnar uppgötvanir og hngmyndir á sinni uppgötun, sem sé að rafmagnið dragist og safnist siman áfjallatind- um 9g hávöðum. Og Marconi sem nú telji sér uppgötvanina á þessari upphækkuðu flrðboða sendingu, hafl stolið henni frá sér. Hann segist hafa fundið að það megi senda orð, talskeyti (teliphone) þráð- arlaus, það sé grundvallar atriði fyrir fregnþráða (telegraphy) firð- sendingu Marconi. Þegar þess breytingar á fregnsend- ingumogviðtalimannaerkomiðá, þá hætta slík félög við vírinn og staur- ana. Menn talast þá 4 milli braut arstöðva, eins og maður talar við mann. Ogjafnvel verður hæ^t að tala við menn sem sitja 4 járnbraut arlestum á fljúgandi ferð. Og her- foringjar getaþá talað hver við ann an á vígvöllum meðan þeir há stór orustur og styðjast við spjótin sín. Skip á brunandi ferð á veraldarhafinu geta þá hæglega talast við f hvaða ofviðri sem þau eru stödd. Ferða maðurinn sem legst þreyttar út af, getur jafnvel sent firðboð til norðar heimskautsins. Prófessor Wiggins staðhæflr að eldfjöllin, svo sem Vesuvíus og Etna hafl allan sinn hita frá kring um liggjandi fjöllum, landplássi og sjó. Pann spáir því, að fyrir lok tuttug- ustualdarinnar, verði þjóðirnar búnar að byggja himingnæfandi turna bæði á sjó og landi. Þeir verði si og æ uppljómaðir af rafmagnljósum, svo yfirborð jarðarinnar verðj upp Ijómað með eilífri logadýrð. Að eins með smátarnum, segir hann, sem stæðu á hávöðum og klettum, mætti nú þegar senda eina samhangandi rafmagngeisla-keðju af syðsta odda Atmeríku til norður heimskautsins, sem aldrei þryti. Lífsábyrgðir á Eaglandi. Þeim er hagað nokkuð öðruvfsi lífsábyrgðunum á Englandi heldur en hér í Ameríku. Hér megin hafs ins er enginn tekinn f llfsábyrgð nema með hans eigin vitund og sam- þykki, og eftir að hafa verið ná kvæmlega skoðaður af læknum og af þeim viðurkendur að vera heill heilsu, og þá gengur lífsábyrgðarféð vanalega til nánustu ættingja og vandamanna. En á Englandi er þessu alt öðruvísi varið. Þar getur hver sem viil keypt ábyrgð á heilsu og lífi annara að þeim fornspurðum og án þess þeir viti nokkuð af því, Svo var það með hina látnu Victoriu drotningu. Hún var í lifsábyrgð hjá ýmsum enskum félögum fyrir feikna stórum upphæðura, &n þess að hún sjálf vissi nokkuð um það. Þessi úbyrgðarkaup á líf drotningarinnar byrjuðu fyrst f stóruin stíl á 50. ára ríkishátfð hennar, árið 1887. Það var mikill viðbúnaður f Lundúnum um þær mundir og kaupmenn keyptu fjarskan allan af alskyns skrantbúnaði í von um að geta selt það með hagnaði þegar hátiðin kæmi. Þeir pöntaðu vörur sínar mörgum mánuðum fyrir fram og í svo stórum stíl að efdrotningin hefði dáið fvrir hátíðisdaginn og hátlðin þar afleiðandi liefði ekki orðið, þá hefðu ýmsis þessara kaupmanna orðið gjaldþrota og tapað aleigu sinni. Þefr tóku þvf það ráð að tryggja líf drotningarinnar fram yflr hátíðina, og þó að iðgjöldin væru nokkuð há þá borgaði þetta sig fyrir kaup- mennina. Hátiðin fór fram og þeir seldu allar vörur sínar með góðum hagnaði og gátu þvf borgað iðgjöldi::. En á hinn bóginn ef drotningin hefði dáið þá hefðu þeir fengið ábyrgðar- féð og bætt sér á þann hátt þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir við það að þurfa að sitja með vörundar. Þessi lífsábyrgðartilraum hepn- aðist svo vel að ýmsir aðrir fóru að taka um sama siðinn, fólk keptist um að tryggja líf drotningarinnar um lengri og skemri tíua. Sumir gerðu það sem hvert annað gróðabragð, en aðrir gerðu það í sjálfsverndarskyni, svo sem þeir er voru í þénustu henn- ar eða á annan hátt höfðu lffsuppeldi sitt af rfkisfé. Þessir bjuggust við því að þegar dauða hennar bæri að höndum, gæti svo farið að þeir töp- uðu stöðum sínum og þeim inntekt- um er þeim fylgdu, og þá væri viss- ara að vera búinn að tryggja sér ríflega lífsábyrgðar upphæð. Þeir sem þetta gerðu, áttu engan kost á því að fá læknaskoðun á hinni látnu drotningu, en lifsábyrgðarfélögin fengu vitneskju um það írá læknum drotningarinnar að hún væri við heilsu og þeir létu sér það nægja til þess að ná í iðgjöldin, sem voru 11% á ári af ábyrgðarupphæðinni. Fé- lögin tapa því í raun réttri engu við þetta dauðsfall, því þau hafa fengið það í iðgjöldum á undanförnum árum, sem þau nú verða að greiða. Flest öll ieikhúsin f L mdúnum og yflr höfuð á öllu Bretlandi, eða eigendur þeirra, vissu vel að hvenær sem and- lát drotningarinnar bæri að höndum, þá yrðu þeir að loka leikhúsunum um langann tíma og að það yrði stórkostlegt peningatjón fyrir þá, peir hafa því alment tekið það ráð að tryggja líf henuar fyrir 1 ár í senn fyrir stór upphæðim til þess að bæta sér skaðann hvenær sem dauðinn tæki hana. Ýmsir reyndu að tryggja líf drorahigarinnar í ameríkönskum fé- lögutn, eu það tókst ekki. Þau héldu fast við grund'allarreglur sfnar að veita enga llfsábyrgð nema eftir læknisskoðun, og með vilja og vitund þess ábyrgða Aðsent, Til Heimskringlu. Háttvirti ritstjóri: — Gerið svo vel og takið eftir fy,gj!tn<ii sýnishorn af rithætti Lög- bergs ritstjórans upp I yðar heiðraða blað. Það virðisa bera fulla þörf til að sýna öllum lýði hvílíkt fádæma blað að Lögberg er, einkum nú í tfð þessa ritstjóra sem við þaðer nú. Það blað er sú stærsta ritminkun nftjándu og tuttugustualdarinnar f fslenzkum bókmentum, og sem nokkurn tíma hefir átt sér stað á íslenzkri tungu. Fyrireögnin er; “Þjóðólfsandi”. Einkunarorð: “Djöf.illinn var rnordÍDK' frá upp- hnfi; þegar hann talar lyvi lalar hann af sfnu eigin, þvíhinn er lyuari OK lyminnar hðf- tmdur” Sýnishorn: ‘’Enn "Þjóðólfur” er að makleg. leikum svo illa þokkaðnr og fyrirlitinn hér vestnn hafs, að þvlnær engir kaupa hann og lesa, sve tnjðs: fáura Vestur ís- lendinKUtn scæflsc kostur á að sjá rit- smíðina—þettasanna sýnishornaf anda ritstjóra blaðsins—ef vér ekki saurgerð- um dálka Lðgbergs með þvi að prenta hana upp............ ..........Hver sera ritsmiðinni hefur hnoðað saman, þá er sá maður argasta fúlmenni og erki lyeari. Og til að kóróna alt, saman, ber hann mer&rhjarta i brjósti oe er fyrirlitlegasti hsigull, eins og allir lyg- atareru. Ef óþokki þa3si bara þorir að koma fram í dagsljósið, þá skulum vér refsa honum hæfilega. En vér nennura ekki að eltast við allan lyga- þvætting rayrkra-púka þessa, enda er það óþarfi, þvi allir skynsamir menn og þeir, sem ekki eru alverlega jafndjúpt soknir eins og liess't fals-“Hé3in”. sjá hviltkur frámunalegur lygsgrautur þessi ritsmiði hans er. Og til allrar hamingju eru ðrfáir íslendingar jafn- djúpt soknir niður í for ósanninda og varmensku eins og I>essi “Héðinn”. ...........En allir vitg að aldrei hefir verið fegurra og frægilegra að frétta af Canada, síðan saga landsins hófst, en einmitt í snmar er lelð”. Andinn, orðin og umgerðin, alt

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.