Heimskringla - 28.03.1901, Page 2

Heimskringla - 28.03.1901, Page 2
HEIMSKKINGLA 28. MAKZ 1901. lleimskringla. PUBLISHHD BT The Qeimskringla News 4 Pnblishing 60. Verð blaðsins I Canada og Bandp' *1 5j um árið (fyrirfram borgað). S. ’.t til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) 91.00. Peningar sendist 1 P. O. Money Order Aegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum R. Ti. Italdwinson, Kditor & Maoager. Office : 547 Main Street. P.O BOX 407. Gaurag’fing'ur s4, sem fjand- menn Manitobajárnbrautarmálainn hafa verið að æsa upp, virðist n(i vera á niðurgöngu sinni Sendlar C. P. R., Liberala og umskiftinga eru sumstaðar ekki metnir áhevrnar, og alstaður harðlesra mótmælt. Borgfarstjórinn f Winnipeg' hefir fengið ónotalegar ofan í gjafir, hjá sumum, sem hann skrifaði út um fyikið og bað liðstyrks og peninga- gjafa, í þarfir mótvinslunnar við Manitoba járubrautarmálið. Vér höfam sannspurt að reynt hefir verið að kría út peninga á með- al íslendinga í þessum bæ, undir því yfirskini, að sendiherra fslendinga til Laurierstjórnarinnar, þyrfti þeirra með- En vér vitum að herrann hef ir þeirra (peninganna) ekki þörf, því hvorki Manitoba né Laurierstjórn- in hefir r.eina þörf á herranum ofan til Ottawa. — Járnbrautarmál Mani- toba stendur jafn rótt hvort hann fer eða situr heima.—Gefið þá gefa ber, en gætið yðar fyrir fölsk- um þurfalingum.— Bókfregn. Eins og getið var um í síðasta bl. Hkr. er “Eimreiðin” nýkomin hingað vestur. Það er fyrsta heft’ í VII úrgangi 5 arkir að stærð.— Efnis yfirlit er: Kristnitakan á Islandi, rituð eftir Finn Jónsson. Tímamót, (saga) eftir Eggert Leví. Arnii Urðarbási (kvæði) eftir Guðm. Friðjónsson. Ný aðferð við söngkenslu, eftir Holger Wiehe. Sjálfmentuð tónskáld, með mynd, eftir Valtý Guðmundsson. Þá ritsjá eftir ýmsa, síðan ís- lenzk hringsjá smalað saman eftir ýmsa höfunda. Og allra síðast ferða- áœtlanir “Hins sameinaða eim- skipafélags” 1901. Ritgerðin eftir Finn Jónsson, háskólakennara, “kristnitakan & í s 1 a n d i", er í upphafi þessa heftis, enda er hún það lang bezta sem heftið hefir í þetta skipti. Þótt höfundurinn riti ei “leikandi”mál þá ritar hann ætíð sómasamlegt mál, og leggur óefað mikla áherzlu á að vera sem sannorðastur um málefnið, er hann skrifar um. Sem sagt, hann ritar sem vandaður fræðimaður, og hermir hið réttasta frá, sem hann veit. Er þessi ritgerð skrifuð út af bæklingi, ssm dr. Björn M. Olsen hefir skrifað og nefnir: “Um kristni- tökuna árið 1000 ogtildrög hennar”. Fær dr. Björn M. Olsen lof hjá pró- fessornum fyrir góða þckkingu á því efui. Samt sem áður er prófess- orinn ekki samdóma dr. Olsen I Bumu, og þykir hann vera of leiði- tamur að fara eftir eigin ályktun Um,og heimildarlausum getgátum. TI m a m ó t. (skáldsaga?) eftir Eggert Iæví. Saga þessi er frum- býlingsleg, og ekki stórvaxin að frumleik né skáldskap. Hún byrjar nákvæmlega eins og hinar eldri Bkáldsögur vorar.—Piltur og Stúlka, Aðalsteinn og fleiri. — Hún hefst á þessum tilþrifum: “Bæjarhérað liggur fram með H. firði austanverð- nm og er að austan takmarkað af Bæjarfjalli, sem liggur eins og skjól- garður austan við héraðið og hlífir því fyrir hinum nöpru austan og landnorðan næðingum”. — Austur— aftur austnr, — enn þá austur, — og síðast austur.—Búningurinn er slæm- ur yfirleitt, og grátlega margar nær- orðréttar eftirhermur,—suðandi berg mál, sitt frá hverjum höfundi. Is lenzkir söguhöf. eru búnir að burðast með eftirfarandi setningu svo öldum skíftir, og auðvitað þarf þessi höf. að krydda sína sðgu með henni, eins og hinir: — “enda var hann tæpast bænabókarfær og ekki gat hann klórað nafnið sitt svo hægt væri að lesa það” .... Það lýsir ekki sér deildislega fáguðum smekk, né hárri ættjarðarást hjá þeim höf. né blöð- um eða tímaritum, sem stássa'.I þjóð sína framan f útlendinga með þessu mentamarki! Fyrst og fremst eru þetta ósannindi, og því ramfölsk mynd af bændalýðnum á íslandi, sem er full viðunandi læs og skrif- andi, og svo sýnir þetta hversu sjón- deildarhringur þeirra er lítill og þokukendur, sem rita þetta eða flytja. Um leið og höf þykist vera að benda á breytingar og nýjar kenningar, á meðal þjóðar sinnar, er hann að ófrægja mentunarástand hennar í augum ókunnugra manna, —annara þjóða. Það er makalaus óforsjálni í þessu og öðru eins.— Innviðir í þessari sögu er bar- átta 4 milli gamla tíðarandans og hins nýja. Þessir innviðir höf. eru fullgóðir efni viðir í góða skáldsögu, en meðferðin er slæm,—oflítill sjón- deildarhriDgur í kringum orð og at- vik, og hálfruddalega farið með helztu lunderniseinkunnir sögunnar. —Þessi höfundur ætti samt ekki að gefast upp við að skrifa, því geti hann náð meiri hugsanaþroskun, og fengist liprar við búning sagna, þá eru líkur til að hann verði fær sögu rithöfundur. Árni í Urðarbási, kvæði eftirGuðm. Friðjónsson. Það er gamla sagan, fátæktin í voðamynd og alsleysi geigvænlegt, svo fjöl- skyldufaðir sækir í sjó upp á líf og dauða.—Ferst í óveðrinu. — En svo gerir höf, sér ferð til sóknarprestsins oglætrhannstefnaÁrnadauðum. “Að öllu má ofmikið gera”, og ætli það eigi ekki að nokkru loyti hér heima. Það eru ekki allir prestar þrælmenni, þó þau finnist á meðal þeirra. Og ætli það sé ekki réttar að sýna fram á að preststaðan er ekki nú orðin svo nauðsynleg fyrir fólk, — ef engar breytingar mega komast að á kenn- ingunni—en að ráðast á siðferðishlið- ina á karaktér þeirra.—Kvæði þetta er stórfengilegt og orðhagurt, eins og alt eða flest hjá þessum nöfundi. Ný aðferð við söng- k e n s 1 u eftir Horger Wiehe. Er það leiðbeining til að æfa hljóðin og ná hljóðmýktinni. Höf. er danskur og hefir skrifað ritgerðina sjálfur, og er hún betur gerð að máli en rit- gerðir eftir suma háskólagengna íb- lendinga. Sjálfmentað tónskáld (með mynd) eftir Valtý Guðmunds- son. Tónskáldið er séra Bjarni Þorsteinsson,prestur að Hvanneyri í Siglufirði. Hefir tónskáldið veriðblá fátækur alla ævi sína, en er hreinasti snillingur í tónlistinni. Og hefir náð allri snni þekkingu og mentun í þessari list af eigin rammleik, og gegnir það furðu mikilli hvað langt þessi maður heflr komist í list sinn i. Hann er lang fremstur allra íslend- inga í þessari list.— Þá eru ritsjáog íslenzk h r i n g s j á, og er þar ekki mikið á að græða ..— Eimreiðin er í þetta sinn með lakara móti. En vænta má að hin hefti þessa árgangs, verði betri en retta er. Lestur. (Xíðurl.) Mentun er nú að sumra áliti orðin hjátrúarkend — “hún er orð sem ég er hræddur við ’—Menn lesa, lesa alt til aðfá almenna mentun: en hún verður oft svo almenn, að hún er engin mentun í sjálfu sér. — Allir kunna eitthvað, eitthvað sérstakt. Frá þessu sórstaka liggja leiðir til pess almenna, en munu færri leiðir liggja út frá því almenna til sér- rekkingarinnar. Þáspurt er hvað eiga menn að lesa. Sv.: lesið held- ur tíu bækur um einn hlut eða mann, en hundrað bækur um alla hluti. Byrjið aldrei á sjóndeildarhringnum heldur miðdeplinum í sjóndeildar- hringnum, og smá víkkið um ykkur síðan. Þegar öllu er á botninn hvolft er miklu minna komið undir því hvað lesið er, en að vel sé lesið. Þó er ekki þar með sagt að ekki séu til ónýtar bækur, sem ekki er vert að lesa. Og enginn skyldi virða þá alvöru og þann lærdóm, sem oss leið- ist, svo mikils að lesa það nauðugur, því það er til þess að fá leið á öllum lestri ef til vill. Eyðið ekki tíma ykkar á hnjóskþurru bóksvæði og brjótið ekki tennurnar úr ykkur á bóka hraungrýti. Sagan getur ver- ið og á að vera skemtilégust allra námsgreina. Það er enn þá skemti- legra að fá að vita um þá menn sem hafa verið til, en hina ímynduðu, þótt þeir séu búnir til eftir réttum fyrirmyndum. Margir sagnahöf- undar leggjaoflítið á sig, — lýsa ein- kunn mannsins í sögunni, að eins að utanverðu án þess að kanna innvið- ina,— Fyrir 20 árum síðan var ég staddur í háskólabæ á Þýzkalanði. Um kvöldið sat ég við hliðiua á pró- fessor í sóng. Hann kvaðst vera að ritasögu Bothwell, vinar Mariu Stew- art, og sem drap mann hennar Darn- ley. Mér varð að orði: “Það hlýtur að vera erfiit fyrir yður að fara nærri um hugsunarhátt hans”.—“Og þess þarf ekki; ég hef öll málskjölin í höndum.” Skjölin voru til, en eng- inn lífsandi, enginn persónuleiki skapaður af höfundinum. Lesið Cromwell og Friðrik mikla eftir Carlyli, eða Frakklands- sögu eftir Michelet og sögu Róm- verja eftir Mommsen. Þar koma söguhetjurnar lifandi á móti les- andanum. Spurningunni, hvað eigum við að lesa, verður ekki svarað að fullu út af fyrir sig, en af henni sprettur önnur spurning: Hvernig eigum við að le sa? Ungar stúlkur hafa stundum það orðtak, að þær lesi sig sjálfar út úr bókunum. Þær lesa helzt það, sem sýnir þeim líkingu af eigin lífl þeirra og hugsunarhættí. Auðvitað getum við aldrei skilið neitt nema, “gegn- um” okkur sjálfa. Til að skilja bók, er ekki nauðsynlegt að firina eitt- hvað sjálfum sér skylt í bókinni, en nauðsynlegt er að koma3t í skllning um það, sem höf. sýnir með táknum þeim sem persónurnar í bókinni mynda. í gegnum bókina kom- umstviðinní sál — í hugsjóna og reynsluheim — höfundarin3. Þyki okkur gott þar að vera, eða höfum yndi af anda hans, þá lesum við meira og meira eftir hann, og við skiljum hann æ betur og betur og njótum meiri og meiri andlegra af- urða úr hans andlega forðabúri. Tökum t. d. “Gengangere” eftir Henrik Ibsen. Sú bók er góð, þótt eigi sé hún hentug fyrir unglinga. Þá hún kom út var hún nær í einu hljóði álitin ósiðsamleg bók. Næsta bók H. Ib3en var‘*En Folkefjende”. Hún sýnir hvaða meðferð baðlæknir varð að sæta, í bæ nokkrum, þegar hann lét f ljós, að baðvatnið væri eitrað. Bæjarmenn vilduengar um- bætur gera á baðvatninu, af því þær kostuðu svo mikið, en réðust á lækn- inn af því að koma fram með þessa óhæfu, sem hann væri pestnæmið í vatninu.—Þessi sjónleikur meinti H. Ibsen sjálfan, eða fyrra ritið “Genggangere”, og stendur því f á- framhaldandi sambandi við fyrra ritið. Svo þegar Iesandanum eru þau bæði kunn orðin, þá skilur hann þaumiklu betur en ella. Lesarinn fær ekki full not, eða réttara sagt má ekki fáminni not en það, að lesa höfundinn svo vel, að hann þekki innbyrði3 samband á bókum hans, gcti síðan rakið hvaða rithöf. hafa haft me3t áhrif á- hann, og á hverja hann hefir mest áhrif. Þannig komurast við í kynnj við hötundinn, sem samið hefir bók- ina, og frá honum afturkomumst við í kynni víð þá sera hann tekur sér til fyrirmyndar, sjilfrátt eða ósjálfrátt, og við þá sem höf. heflr mest áhrif á, og unna verki hans.— Má vera að þetta geti ekki allir sem lesa, því þeir sem geta rakið þenna veg þurfa að vera uokkrum gagnrýnis hæfileikum gæddir. En allir geta lesið svo að þeir nái siða- Iærdóminum út úr því sem þeir lesa. Það hefir verið tekið hér fram áður, að við megum ekki búast við að betrast af tómum lestri. og getum ekki heimtað af höfundinum, að hann betri okkur með siðalærdómi. En við sjálflr eigum að lesa svo, að við höfum not af þeim lærdómi, sem í bókinni er fólginn............... „Þegar vér lesura þannig, að vér til- einkum oss persónulega það sem vér lesum, þá finnum vér þar insta punktinn f gangi viðburdanna, upp tök athafnarinnar, punkt Iyndisein- kunnarinnar, punkt viljans punkt ástríðunnar, þann Arkimedesar punkt, sem jörðin snýst um.—Mænu- taug viðburðanna og sögunnar liggur þar opin fyrir sjónum vorum. Af hverju eigum við þá að lesa? Til þess að auka þekkingu vora, leggja niður hleypidóma og öðlast meiri og meiri persónuleika. Hvað eigum við að lesa? Þær bækur sem okkur fýsir að lesa, og vér unum við; þær eru við okkar hæfi. Þær eru góðar handa okkur. Einhver spurði kunningja minn: „Hvaða bækur þykja yður beztar?“ „Góðar bækur“, sagði hann, og það var vel svarað, því ekkert er fráleit- ara en að hlaupa eftir fyrirsögnum. Sú bók er góð fyrir mig sem þroskar mig, sem ég hefl not af. Hvernig eigum vér að lesa góð- ar bækur? í fyrsta lagi með hlýj- um hug, þarnæst með „kritik“ (gagnrýni), og enn fremur ef unt er þannig, að lestur okkar hafi ein- hvern miðpunkt, ok að vér sjáum eða förum nærri um samanhengið, og loks þannig að oss verði Ijó3t það síðalögmál, sem fólgið erí hverjum viðburði, sem frá er sagt. Með þes^u móti getur heill heimur lokist upp fyrir okkur í hinni ein3töku bók. Við getum kynzt þar nokkuru af mannseðlinu, með hinum mörgu til- breytingum þess, og þar könr.umst vér við sjálfa oss—og þar að auki finnum vér þar hin eilífu lög alnátl- úrunnar. Loks getum vér, ef vér lesum með athuga, látið oss fara fram í siðgæðum, þegar við þreifum lifandi á, og skiljum glögglega, hvað það er, sem gera ber og forð- ast”. Áhrif tunglsins á veðrið. Menn hafa lengivitað að tunglið hefir mikil áhrif á veðráttuna. Af þvf það veldur flóð iog fjöru, er mjög eðlilegt að það hafi áhrif á loftið og loftstraumana, sem liggja umhverfis hnðttinn. Veðrátta árstíðanna bygg- ist á vindstöðu og loftstraumafari, eða Iegu loftstraumanna. Aðdrátt- arafl tunglsins á sjónum er reglu- bundið. Loftið er lausara og á meiri iðanði hreyfingu, en sjórinn. Sólar- hition og snúningur jarðarinnar m. fl. valda hreyfingu og straumum loftsins, svo það er ekki hægðarleik - ur að komast eftir hversu mikil á- hrif tunglið gerir í loftinu, um leið og það framleiðir flóð og fjöru. Sú spurning er of samantvinnuð við önnur áhrif, til þe3S að hægt sé að leysa úr henni út í ystu æsar, að svo komnu. En þar er mannkynið kom- ið á slóðina, og úr þeirri vanda- sparningu verður leyst fyrr eða síðar. Frá því fyrsta að sögur byrja hafa allar þjóðir, á hvaða men tunar- stigi sem þær hafa verið, haft þá skoðun og trú, að tunglið og veðrátt- an stæði í nánu sambandi. Menn hafa bygt veðurspár sínar á útliti tunglsins, það er litum þess og lög- un. Til að mynda ef það er grátt á lit, þá yæri hríð að vænta; lægi það hálfiatt og bungan sneri niður, þá væri regns von, o. s. frv. Á íslenzku eru til nokkrar vís- ur, sem segja fyrir um veðar, og byggjast þær sumar á tunglinu, svo sem: “Rauða tunglið vottar vind, Vætan bleikju hlýðir. Skíni það með skærri mynd Skýrviðri það þýðir“. Og margar fleiri visur eru til, um útlit tunglsins og veðramörk æss. Sumar, eða jafnvel flest- ar þjóðirganga svo langt í trúnni um áhrif tunglsins, og þar á meðai eru Islendingar, að það hafi árhif á drauma manns og jafnvel á fæðingu hans, og skapi honum örlagaferil.— Þannig hefir mannkynið frá því fyrsta og til þessa tíma haft mikil- fenglega trú á áhrifum tunglsins, þótt þessi trú hafl ekki verið bygð á vísindakendum grunkvelli, né stöð- ugt áframhaldandi og gleggjandi rannsóknum. Menn hafa ósjálfrátt verið sér þess meðvitandi að tungl- ið værieinnaf stjórnendum veðrátt- unnar, og þar afleiðandi ætti það nokkurn þátt í mannlegum kjörum. En hvernig það tæki þátt í þessari stjórn gátu menn ekki komist að með neinni vissu, — gátu ekki fundið gmnkvallar atriðin. Um alllangan tíma hafa veður- fræðingar rannsakað tunglið með mestu elju og nákvæmni. Þeir hafa dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld, skrifað langar skýrslur og ná- kvæmar, um breytingar á litum og lögun tunglsins, og borið þar saman aftur og aftur, lil að vita hvert sama veðurlag fylgdi þessum og þessum spá einkennum, sem einlægt endur- takast, þótt það sé engri reglu bund- ið. Útkoman er einatt sú sama í þessum rannsóknum veðurfræðing- anna, en hún er: Að allra veðra er von, hvaða lit eða lögun, sem tungl- ið hefir. Þaðer að segja,útlit tungls- ins hefir ekki minstu áhrif á veðrið. Þetta er þungur dómur fyrir almenn- ings trúna á. áhrifum tunglsins í fljótu bragði. En þegar sagan er öll sögð, verður hann linari. Glöggskyggnir veðurfræðingar hafa haldið þeirri skoðun sinni fram, um langan tíma, að upptök veðra- breytinganna sé að rekja til starf- andi afla í gufuhvelfinu; en hver þau öfl séu, og hvernig samband þeirra sé innbyrðis, hefir þeim verið óráðin gáta, að mestu leyti. Ensvo kemur vísinda gyðjan fram á sjónarsviðið og segir: Þér hðfuðskepnur! bráðum hefi ég svo vaska drengi í þjónustu minni að þér fáið ekki dulið kyngikrafta ykk- ar fyrir þeim, né heiminum. Mann- kynið skal fyrirfram fá að vita um öll störf ykkar.— Nýlega er komið út hálfsmán- aðar rit í St. Pétursborg, sem heitir “Climate ’. Það er gefið út af N. A. Demchinsky, rússneskum manni. Á rit þetta að koma út fyrsta og fimtánda dag hvers mánaðar, Rit þetta á að flytja áreiðanlegar veður- spár. Geti rit þetta sagt fyrirfra m um tíðarfarið með vissu, þi er það sannnefnd gjöf frá Árguðinum. Geti rit þetta flutt, þó ekki sé nema tveggja daga vissa veðuispá fyrir- fram um heim allan, þá er það meiravert enauðagasta gullnáman í heimi. Hversu ógurlegar peninga- upphæðir mundu sjófarendur ekki vilja gefa til að vita fyrirfram um veðrið. Hra. Demchinsky segist ætla að gefa heiminum áreiðan legar veðurskýrslur. í ritinu segir: í September 1900 las N. A. Demchinsky upp fyrir veðurfræð- ingaþinginu f Paris, grein um mögn- leika til að búa til veðurskýrslur, eða veðurspár, sem fyrirfram sýna hvaða veðurlag er í nánd. Hann sýndi þar fram á, að að- dráttarafl tunglsins í gufuhvolfinu sé aðalstjórnari veðráttunnar. Og sýndi líka fram á, að með rannsókn - um og vísindum megi finna þetta og sanna. Þessi frum-uppgötvun, sem Demchinsky birti veðurfræð inga- þinginu var ötullega rannsökuð, og afleiðingarnar urðu þær, að nú er sannað að hægt er að gefa út áreið- anlegar veðurspár í forveginn, og það jafuvel svo árum skiftir. Upplýsingar um undirstöðu at- riði í þessu efni fiytur ‘-Climate” eftir hra. Demchinsky,- Að vita um veðráttuna fyrir- fram, þótt ekki sé nema viku eða mánaðar tíma, getur orðið fjölda- mðrgum að stóru gagni, Hvarsem maður er staddur í veldi lffsins, þá er hann undirorpinn stórfeldum áhrifum.frá verðáttunnar hálfu. Sönn veðurspá mundi hamla tapi og eyðileggingum á jarðargióða. Axuryrkjumenn mundu þá haga sán- ingu og uppskeru svo til, að jarðar- gróðinn skemmist ekki af frosti, í sán ingar- eða uppskeru-tíðinni. 0g sjó- farinn veit hvenær hann ætti að hafast við á hafinu og höfninni. Veðurspá kenning hra. Dem- chinsky hefir staðist hvert prófið á fætur öðru. Frostið sem kom í jMaí síðastl. vor, í Moscow-héraðinu, var löngu áður spáð í veðurskýrslum hans. Á Ifkan hátt hafði hann spáð fyrir um hinn mikla “áttadagaþurk” f Júnf, þá hann aðvaraði bændur á mið-Kússlandi í tæka tíð, að gæta beyja sinna fyrir honum. Blöðin á Rússlandi fluttu veðurspár eftir Demchinsky um veðráttuna á upp- skerutímanum, og gekk tíðin þar al- veg eftir. Frostin í September og vetrarkoman á Rússlandi gekk ná- kvæmlega eftir veðurspá hans. Enn má skýra frá því að skipa og báta- eigendur við ána Volga á Rússlandi gerðu fyrirspurn til Demchinsky, hvenær skipaleiði yrði út á ánni, í haust er leið. Hann sendi þelm hrað- skeyti einum mánuði fyrirfram, og sagði: “Þann 20. Október þrýtur skipaleið á Volga”. Það sannaðist að vera nákvæmlega rétt. Eftir því sem nú er næst komist, er það aðdráttarafl tunglsins í gafu- hvolfinu er ræður að mikluleyti veðr áttunni, en ekki litur þess eða lögun. Og þjóðirnar hafa vitað það frá alda- öðli, að tunglið hafði eitthvað við tíðarfarið og loftstraumana að gera. En þetta sem alt annað fullkomnast og skýrist eftir því sem vísindin eflast. Það mun margur bfða með ó. þreyju eftir veðurboðskaparskýrsluns hra. Demchinskys. Reynist þær lík- ar því sem, “Climate” segir þær vera, þá byrjar 20. öldin með stór- feldri og merkilegri uppgötvun en nokkurn hefir dreymt um, að fram mundi koma að sinni.— Kr. Ásg. Benediktsson. Islensk skákrit. Það er óefað að þekking 4 mantafli hefur verið og er almennari á meðal Islendinga en nókkurrar annarar þjóðar. Jafnvel þær þjóðir sem mest hafa iðkað og aukið þekk- iugu sína í þessari list, munu tæp- lega hafa fleiri en einn taflmann af hverju hundraði manna. Þar sem um tslendinga má segja, er að hér um bil hver fjórði maður hafi meiri eða minni þekkingu á tafli. Hvern- ig stendur þá á því að þessi list hefir ekki n'ið hærra stigi en hún hefir gert á fslandi? Hvers vegna hetír hún ekki tekið framfðrum, þar sem hún er svo alment iðkuð— samsvar- andi og hjá öðrum þjóðum. Hvers vegna eru íslendingar ef til vill sú eina af mentuðu þjóðun- um, sem ekki hefur átt einn einasta af nafnfrægum taflmönnum lieimsins. Svarið er mjög auðve’t; Í3leud- ingar hafa engan gaum gefið tafl- bókmentum eða taflritun. Engin taflrit hafa komið út á íslenzku tungumáli og aðferðin til þess að skrásetja skákir o. s. frv. hefur verið þar óþekt. Aíleiðingin af þessu var sú að þeir höfðu engar upplýsingar viðvíkjandi þeirri miklu farmför, er íþróttin tók meðal annara þjóða, sem skrásettu hverja nýja aðferð og upp- götvun, og urðu þannig hver annars kennarar í þessari list eins og öllum öðrum. Þegar þetta er tekið til greina þá er það ekki undra vert þó fslendingar séu á eftir öðrum þjóð- um í sannri þekktngu á manntafli þar sem ekkert var skrásett gátu menn eigi notið hver annars lær- dóm né uppgötvanir heldur varð hver og einn að vera sinn eigin læri- meistari, og sú eina þekking er þeir gátu aflað sér, var sú, er kemur af eigin reynslu; og menn geta ekki orðið fullkomnir í neinni lærdóms- grein einungis af eigin reynslu og án þess að hafa notið þekkingu ann- ara. Lífið er alt of stutt til þess. Þess vegna er það auðráðið, að ef íslendingar vilja ekki verða á eftir öllum öðrum þjóðum í þessari fögru list—sem þeir iðka þó meira og að líkindum hafa fult eins miklar n'ittúrugáfur fyrir—þá er eiui fram- íaravegurinn að stcfna taflrit og gefa út taflbækur á 'íslenzku ináli, svo að almenningur geti kynut sér fyrst þau alsherjar tafllög, er tíkast meðal annara þjóða og svo þær rannsóknir og upplýsingar er gjörðar hafa verið af ýmsum frægum taflmönnum um fleiri handruð ár. Það mun tæplega langur tími líða frá því að manntafl fléttast inn í bókmentir vorar, og að Islendingar gjöri þá vart við sig sem fjölmennir og góðir taflmenn, og hæfa til að taka þátt í alsherjar taflraunum. Þetta framavæmdarspor er nú þegar stigið. Hinn alþekti íslanda-y

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.