Heimskringla - 11.04.1901, Blaðsíða 1
'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
HeiniMkringla er gef-
in út hvern fimtudag af:
Heimskrintila News and
Publishing Co., að 547 Main
St., Winnipeg, Man. Kost-
ar um árið #1,50. Borgað
fyrirfram.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦(fgjl
©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦#
♦ Nýír kaupendur fá í «
« kaupbætir sögu Drake i
♦ Standish eða Lajla og jóla- ♦
« blað Hkr. 19o0. Verð 35 og «
J 25 cents, ef seldar, sendar *
♦ til íslands fyrir 5 ceats ♦
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^,
XV. ÁR
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Bretar hafa orðið fyrir $253 milíóna
tekjuhalla á síðastl. ári i tilefni af Suð-
ur-Afríkustríðinu. Stjórnin er að
hugsa um að levgja innfiutnÍDgstoll á
sykur, til þess að bæta sér herkostnað-
inn að einhverju leyti.
Piskiveizlunar einveldi er í myud-
un i British Columbia. Höfuðstóll fé-
lagsins er sagður að vera 32 milíónir
dollars.
Mr. Sifton sagði í Ottawa-þinginu
í siðustu viku, að stjórnin hefði i
hyggju að láta útbúa eignarbiéf fyrir
mestu af þeim löndum sem C. P. R.
félagið á tilka.ll til hér í Man toba og
Norðvesturlandinu fyrir lok yfirstand-
andí árs. Er þetta gert til þess að hin
ýmsu sveitarfélög geti lagt skatta á
lönd félagsins eins og önnur lönd innnn
takmarka sveitanna.
Fréttir frá Afríku segja þá Botha
og De Wet nú sameinaða með 13000
menn undir vopnum í Transvaalríkinu,
þar sem þeir eigast við French hershöfð
ingja og lið hans. Bretastjórn hefir
nýlega sent 80 000 riddaraliðs til Suður
Afriku i við bót við það sem Kitchener
hafði áður undir stjórn sinni þ r syðra.
Það ollir Bretum mikilla örðugleika að
austræna sýkiu geysar nú þar í landi
og að allmargir af liði Breta hafi sýkzt
af henni. í Cape Town eru nú mörg
hundruð, máske svo þúsundum manna
skiftir, ve-kir af sýki þessari. En þsss
er vand[ega gætt að sem minstar fiétt*
ir berist út um heiminn af áhrifum sýk-
innar á brezka herinn.
Kolauámamenn í Skotlandi hafa
gert verkfall til þess aðknýja verkveit-
endur til þess að láta viuna að eins 8
stundir á dag í verkstæðurn sínum. —
30,000 menn eru i verkfallinu.
Mál er höfðað á móti konu nokki ri
í Brandon fyrir illa meðferð á vinnu-
konu sinni. Kona þessí heldur kost-
gangara og fékk sér til hjálpar 16 ára
gamla stúlku, sem réðist til 1 árs.
Húsmóðirin lét stúlkuna vinna nótt og
dag og fanst þó aldrei nóg gert. Hún
barði stúlkuna ýmist með leðuról eða
spítu svo hún varð blá og blóðug.
Kostgangararnir yfirgáfu húsið og ein-
hver þeirra bar þetta mál fyrir lög-
regluna, eem nú hefir skorist í leikinn.
Sagt er að Tolstoi greifi sé nú út-
lægur ger úr Rússlandi. Hans siðasta
verk var að semja bænaiskiá til Rússa
keisara og biðja hann að lofa ýmsum
konum með börnum sinum að flytja
til Canadu, af því að menn þeirra séu
þangað komnir og nú búnir að takasér
þar land og viðbÚDÍr að veita fjölskyld-
um sinum sæmilega móttöku.
Bandaríkjastjómin hefir látið hand
taka 8 hermenn úr liði sinu í Manila,
ásamt 1 hótel eiganda og 3 bakarí eig-
endum og 7 vei zlunarbúðaeigendum og
fleiri mönnum, fyrir að veia meðsekir í
stórkostlegum matvæla þjófnaði frá
Bandaríkjastjórninni, Þessi þjófnaður
hefir vetið rakinn alla leið aftur til
Júní í fyrra. Þeir sem voru í sarasær-
inu hafa stolið mörgum þúsundum
mjölsekkja og heilum vagnhlössum af
fleski og öðrum nauðsynja matvælum,
sem ætlað var til að fæða hermenn
stjórnarinnar á Filipseyjunum. Mörg
hundruð þúsunk dollaisvirði hefir ver
ið stolið, og er það alt með vitund og
ráði þess manns, sem átti að hafa alla
umsjón á vöi unum fyrir hönd stjórnar
iunar, 'sem dró laun frá þeim er nutu
þýfisins.
Skraddarar í Hamilton, Ont., gerðu
verkfall á mánudaginn var. Þeir biðja
um kanpbækkun.
Gassprenging varð í Weaser kola-
námunu -a i Mexico á laugardaginn var
og varð 50 manna bani.
Ýmsar tilraunir hafa nýlega verið
gerðar til þess að myrða Rússakeisara
og er hann mjög óttasleginn í tilefni af
þessu. Jafnvel sumir háttstandaDdi
embættismenn í hirð hai.s hafa orðið
uppvísir að því að vera í svörnum fé-
lagsskap með gjöreyðendum. Mesti
fjöldi (um 3000 miDua og kvenna af
ýmsum flokkum) hefir verið handtek-
inn og varpað i fangelsi, kærðir um að
hafa samneyti með Nihillstum og sitja
um lif keisarans.
Ýmsir Bandaríkjaþegnar á Cuba
hafa gert kröfur til Bandaríkjastjórnar
innar um $30 miliónir skaðabætur í til-
efni af ættingja- og eignatapi í striðinu
milli Spánverja og Bandaríbjanna þar
á eynni. Samkvæmt samningum. sem
þessar þjóðir gerðu með sér í Paris, þá
gengust Bandamenn undirað fulloægja
skaðabótakröfum þegna sinna þar á
eynui og nú eru þeirbeðnir aðefna það
loforð með því að svara út $30 milión-
um í peningnm. Ein kona gerir $75
þúsund kröfu fyrir það að maður henn-
ar var tekinn fangi i stríðinu og dó í
fangelsi. Annar maður gerir krðfu
fyrir rúmum $2 miliónum i tilefní af
eignamissi, sem hann hefir orðið fyrir
af stríðinu.
Tilraunir hafa uýlega verið gerðar
á Þýzkalandi með rafafli sem hreyfiafl
járnbrautavéla, og áiangurinner sá að
á járnbrautum, sem liggja milli Ber-
línar og Hamborgar héfir hraðlest ver-
ið knúin með rafafli cg ruDniii 125 míl-
ur á klukkustund. Það er í orði að
hyggja sérstaka járnbiaut, milli þessara
fyrnefndu borga — um 156 mílur — og
lá ta lest knúna af rafafli ganga stöðugt
eftir henni. En áætlaður kostuaður
viðibrautinaer talin 33 milíónir dollars.
Hertoginn af Cornwall. sem nú er
að fer ðast í kring um hnöttinn á gufu-
skipinu Ophir, iætur stöðugt senda
vírlaus hiaf skeyti til lands og gengur
það vel þegar skipið er ekki meira en
135 mflur í í.dan lai di. En*ef skipið er
lengrajbuitu verða önnur skip aðflytja
skeytin áleiðis. og taka svo aDdsvörin
til baka til hei togans.
Fiéltii fiá Rússlai di segja að af
rú num 1100'stúdentum, sem hantekuir
v oru un [daginn, kæiðir um að vera í
sac-sæii móti keisarann. hafi margir
þ eirra ráðíð sér bana í faDgelsinu, p.f
því þeir hafi séð pólitiskar vonir siuar
bregðast og örvænt um að geta fram
vegis oiðið sér eða öðrum aðþví liði, er
Þeir höfðu ásett sér.
Japanar eiu að búa sic út í stiið
við Rússa. Rússar hafa nær 300 000
hermanna i Manchuiia héiaðinu og
gerast að(ýmsu öðru. leyti æriðágangs
sami r við Japana, svo þeir vilja ekki
þola yfirgang Rússa leugur. Japau-
stjórn hefir tilkynt herforingjum síiiuid
að vera til taks á hverri stundu sem
kalliðkemur. Enn frernur hetir ýms
u m sk'pafélögum veriðtilkynt aðhalda
skipuml síiium tiltaks svo að stjóruin
geti fengið þau tafarlaust, hvenær sem
hún heitntar þau i þjónustu sína. Öll
herskip þjóðarinnar eru tilbúin að fara
í bernað hvenær se.n skipanin er útgef
in um það.
Hollenzka Búa-hjálparnefndin hefir
gefið gtuula Kruger eina milíóu flórens
$400 000) sem skotið hefir verið sanian
til læss að nota i þarfir landa hans í
Suður-Afríku. Gamli maðuriun þakk-
aði gjöfina og gaÞþess um leið, að hann
munki ferðast til Bandaríkjanna í sum-
ar, ef hann fengi vissu fyrir því að sú
ferð hefði nokkurn helllavænlegan á-
rangur fyrir fólk sitt í Afríku.
Hermáladeildin brezka hefir gefíð
út skýrslu um mauntjóu Breta í Búa-
striðinu upp til 1. þ. m, Segja þeirað
fallið hafi yfirmenn: 690
algengir liðsmenn : 13,734
aðrir látnir harmenn: 301
týndjr yfirrrenn : 17
týndir algengir liðsmenn: 75K
sjúblingar leystir úr herþjónustu: 2 189
Alls 17 692
Eim skipið Dannbe er nýkomið
til Victoria. Með þessu skipi komu
voða fréttír norðan frá Nome. Það
er í þriðja skipi sem póstur kemur
eða bréfa fréttir koma þaðan í vetur.
I skamdeginu var veðráttan þar
afar köld og stormasö.m. Stundum var
þar svo hvast að veðrið reif tjöldin of
an af fólki, svo því var ekki mögulegt
að hafast við í þeim Æðimargír íueun
hafa frosið í hel og orðið úti, og menn
með hundasleða hafa frosið t'l dauðs á-
samt hundunum. Menu vita ekki til
að kuldinn hafi verið jafn mikill í Nome
sem í vetur, síðan þangað kom frost-
mælir, Mjög erfitt er að ferðast nokk-
uð vegna þess, að þó brautin eða slóð-
in sé hrein | enna daginn, djarfar ekki
fyrir henui næsta dag, eu vegamerki eru
þar ekki önnur en slóðirnar. þá öunur
eins snjókingja sem nú. hylur allan
jarðveg, Atvinna lítil og veizlun öll
sáradauf. Fram í Nóvember gátu menu
leitað gulls, og þóttust margir verða
vel varir, og eiga von á mikilli gnlltekju
í sumar komandi. Þessar fréttir eru
sendar á stað frá Nome um miðjan Des.
f. á. og eru liaindi að frostgrimdir hafl
farið þar vaxandi eftir þann tíma.
WINNIPEG, MANITOBA 11. APRÍL 1901.
Nr. 27.
Úr Aldamóta-óð Jóns Ólafssonar
setjum vér hér Þetta:
Þú byrjaðir líf þitt sem afturstraums-
öld,
þú andaða framliðna’, er nú hvílir köld
á sögunnar likfjalir lagin.
Gegn frelsinu’ stjórn og gegn frelsinu’ í
trú,
sem fóstraði’ í elli þin móðir. gekst þú
sem hamslaus um hábjartann daginn.
Enn þrátt fyrir upphafs þins and-
streymis byr
hefirð’ afrekað meira’, heldren nokkur
öld fyr,
sem frömuður frelsisins sanna,
því þrátt fyrir niðingsverk nokkur þín
ljót
þá náði’ á þér frelsið þó dýpstri rót
í hugum og hjörtum manna
Með lotning vér hneigjum þér, liðna öld,
sem lögst ert til hvildar nú í kvöld
með heiðri hnigin í valinn !
Hve lyftir þú manukyni’ og léttir þess
stig
til að leggja náttúruna’ undir sig
og jókst hvern þumluog um alin !
Þú nítjánda’ öld, Promeþeifs dóttir
djörf,
hve dyrleg þin afrek! — Vor hversdags
störf
nú lofsyngja list þinni’ og snilli.
Vér fljúgum með eimkrafti’ um lög og
láð,
vér leggjum um hnötliu örmjóan þráð
og mælumst við heimsenda á milli!
Hve döggvaðist mannvits og dafnaði
rós,
er Daiwin talaði—þá varð ljós !
þá birtust fjársjóðir faldir,
Við ijós það vísindum lífsmagn jókst.
að ljósinu greiu þeirra liver ein drógst.
Þið lý .ir ura allar aldir !
Á þessari Byro -. og Ibseu öld,
A idersen, Bjö'iison og Goethe’ og fjöld
af öðrum, þótt’ ei sé hér taldir.
þbr hafa lagið uiu lokka þér
þann lista krans, »om ei hverfull er,
en lifir um ókomnar aldir.
(Eftir Fjallkonunni).
ÆVI ÁRNA ÁRNASONAR.
Árni Árnason er fæddnr 13.
dag aprílmínaðar 1821, á Þjiifsstöð-
um í Núpasveit í Þingeyjarsýsln.
Hann dvaldi þar hjá foreldrum sín-
um þar til þau fiuitu búlérlum að
Staðarlóni í Skinnastíiðahreppi vorið
183.’. Árið 1841 fór hann að Skög-
um í söiini sveit sem vinnumaður,
og var þar 1 ár. Næsta ár fór hann
að Œ' lækjatseli í s, sv. og var þar 2
ár. Árið 1844 fiutti hann með for-
eldrum sínuiu að Víðihóli á Fjöll-
um og var þar eitt ár, Vorið 1845
fór hann aítur að Ærlækjarseli og
var þa > innumaður eitt ár. Vorið
1846 fiutti hann noiður á Grjótnesi á
Sléttn og var þai 2 Ar vi.inumaður.
Vorið 1848 fór hann að Skógum og
hyrjaði þar búskap, og bjö þar sam-
fleytt í 24 ár. Voi ið 1872 llutti hann
t'ráSkógum og að Gunnarsstöðum í
Þistiltirði, og bjó þar þangað til vor-
ið 1887, að hann brá húskap og tlutti
til Jóns sonar síns að Breknahvoli á
Langanesi, og var með honum og
Fríðriki frænda sínum á Syðra Lóni
ís. sv. næstu 2 ár. Árið 1889 flutti
hann að Ytri-Hlfð í Vopnatirði, til
Scefaníu dóttur sinnar og Olefs manns
hennar. Var liann hj 1 þeim í 3 ár,
og flutti með þeim til Ameríku 1892.
Settist hann þá að í Argyle-bygð, og
var þar mest n.eð Árna Axfjörð
syni sínum, og dvaldi þar 6 ár.
T
Sumaiið 1898 flutti hann til barna
sinna f Winnipeg, Stefaníu, Brynj-
ólfs og Guðbjargar. Eftir það var
hann með syni sínum Brynjólfi þar
til hann dó 27 dag Marzmánaðar
1901, og skorti þá 16 daga á áttrætt.
Arni var sonur Árna Árnasonar
og Guðbjargar Jónsdóttir. Eins og
getur um hér að ofan fiuttu þau bú
ferlum að Víðihóli á Hólsfjöllum vor-
ið 1844, og bjuggu þar síðarihluta
búskapar síns. Þau hjón áttu þessi
börn, sem upp komust:
Jón (sem bjó allan sinn búskap
á Víðihóli).
Árna.
Jóhannes (sem bjó í Keldunesi
í Kelduneshr., og síðar á Ytra.Álandi
í Þistilfirði).
Guðmund (sem bjó fyrst á Víði
hóli, þá að Grímsstöðum i s. sv., og
síðast að Syðra-Lóni á Langanesi )
Friðrik og
Arnbji'irgu, sem bæði dóu ógift.
Árni heitinn Árnason er kom-
inn af góðum ættum; hann var þriðji
maður frá Guðmut.di bónda í Keldu
nesi, Guðmundssonar piests á Þöngla-
bakka (f 1747) Þorlákssonar á Auð-
kúlu, prófasts í Húnaþingi (t 1690),
Halldórsson prests á Ríp, og síðan
prófasts í Húnaþingi (f 1642) Þor-
steinssonar Tómassonar.—
En kona Guðmundar í Kelda-
nesi var Ingunn Pálsdóttir á Vík-
ingavatni, Arngrímssonar sýslu-
mauns á Stóru Laugum (f 1700), og
svo framvegis.—Árni var því tutt-
ugasti og fyrsti liður frá Guðmundi
ríka á Möðruvölluiu (11025), Eyjólfs-
sonar, en tuttugasti og áttundi frá
Grími Kambans,er fyrstur fann Fær-
eyjár, og blótinn var þar til þokka-
sældar.—
Árni giftist jómfrú Sigurveigu
Árnadóttir, hónda á Hóli á Hólsfjöll
umsumarárið 1848, og hann byij
aði búskap í Skógum. nún dó 1882
að Gunnarsstöðum í Þisíilíirði. Þau
hafa því verið samari í hjönabandi
um 34 ár. Þau áttu þessi börn:
Árna (bóndi í Argyle-bygðj.
Kristínu (kona Halldórs Kristj-
ánssonar bónda í Nýja íslandi.)
Jón (búandi í Þórshöfn á Langa-
nesi.)
Stefaníu (kona Ólafs J Vopua í
Winnipeg.)
Brynjólf (ógiftur 1 Winnipeg.)
Guðbjörg (kona Mathúsalems
S. Jósephson 1 Minneota.)
Friðrik (flutti til Ameríku og dó
í Winnipeg 1894.)
Guðmund (ógiftur í Winniþeg.)
ÞauÁrni og Sigurveig áttu als
11 bðrn, ogdóu 3 korn ung. Árni
sá! átti er hann dó, 17 barnabörn í
Ameríku, og 7 á íslandi.
Það hef ég sánnspurt, að Árni
sál. náði strax á unga aldri mikln á-
liti hjá öllum, sem þektu hann.
Hann var vel greindur maður,
dæmalaust prúðmenni í allrl fram-
göngu sinni. Hann var vel að sér
bæði í bóklegu og]verk!egu, eftir þvi
sem þá tíðkaðist. Hann var maður
fríðum sýnum og böfðinglegur á svip.
Á yngri árum sínum var hann fjör-
maður, og var hann þó heilsutæpur
og þungar legur. En eftir fer-
tugsaldur hvarf honum sýki sú er
þjáni hann, og var hann þrí heilsu-
góður eítir það, yflrleitt að telja.
Árið 1871 slasaðist hann við að lenda
skipi, og lá þá lengi í meiðslum, og
var haltur jafgan síðan.
Árni bjó stóru búi lengst af
meðan hann var í Skógum, þótt
hann væri hinn mesti gestgjafi og
öðlingur við fátæklinga. Var hann
stoð og styrkur sveitar sinnar.
Hreppstjóri var hann líka lengrt af
þann tíma, og leysti þann starfa vel
•ir hendi. Eftir að breyting var
gerð á sveitarlögunum, var hann
meira og minna viðríðinn sveitar-
stjórn. Og sýslunefndarmaður var
hann um sinn fvrir Svalbarðshrepp.
Hann var einnig sáttasemjari, og
þótti mjög laginn á, að koma á frið
og gæta hans
Hann átti í tveimur allstórum
málum, og vann þau hæði, þrátt fyr-
ir það, þó þær hliðar sem hann stóð
fyrír þættu óárennilegar í málabyrj-
un. Tók hann að sér sóka 1 öðru
málinu fyrirarman mann, en vörn í
hinu hélt hann uppi fyrir hreppsinn.
Þótti mönnum þá alment, sem hann
yxi af báðum þeim málum.—
Árni sál. var trúmaður mikill,
eins og margir hafa verið í ætt hans.
Hann var sá bihlíufróðasti leikmað-
ur sem ég hefi talað við. Þá hann
var í Argyle-bygð sajíði hann börn-
um til í lestri og kristindómi, og var
hann vel kjörinn og fær um þann
starfa.
Árni sál var ræðinn og skemti-
legur í tali. Ilann var kunnugur í
Neregskonungasögum og íslendinga-
sögum. Matti ísler.zkar bókmentir
mikils og var þeim kunnugurj og
unni heitt ízlenzku máli. Hann bar
gott skyn á skáldskap, hæði hund-
inn og óbundiun. Alt fram að hinstu
stundu var hann sílesandi íslenzkar
og danskar hækur. Hann brúkaði
gleraugu um nokkur ár, en síðasta
ár æfi sinnar hætti hann að nota þau,
og lasgleraugnalaust bæði við ljós-
birtu og dagsbirtu.
Árni heitinn dö úr innfiúenza,
27. IVfarz 1901, eins og áður er sagt,
og er jarðaður í Brookside, grafreit í
Winnipeg. Hann var jarðsunginn
af séra Jóni Bjarnasyni 29. sama
mánaðar, að viðstöbdum talsvert
mörgum skyldnennum og vanda-
fólki, með fieii um.
Skiifað hefir:
Kr. Ásg. Benediktssox.
Úr bréfi til litstj. Hkr.
.... Ef það var nokkuð, er hin
nm stærri pólitisku fiokkum kom
saman um við siðustu kosningar, þá
var það viðvikjandi auðkýfinga sam
tökum, seiu vanalega eru kölluð
“Trusts“. Samveldismenn sögðu
þau væru röng, þegar þau hindr-
uðu eðlilega samkepni eða yrðu svo
voldug, að þau gætu kreist út úr
þjóðinni óeðlilegt verð fyrir eina
eða fleiri lífsnauðsynjar. Sérveldis-
menn voru en nú strangari í dómum
stnum. Þeir héldu þvt fram, að
enda lýðveldjnu væri hætta búin frá
hinum risavöxnu auðkýfinga sam-
tökum og hinum hófiausu einokend-
um. Þeir fóru lengra. Þeir huðu
meðöl, er heilbrigðri skynsemi virt
ist óneitanlega henda til, að töluverð
hjálp sé í, nefnil-, að afnema allan
innfiutningstoll á öliuin þeim varn-
ingi, ereínokun ræður framboði og
verðgildi á. En þjóðin neitaði, með
atkv. sínum, að reyna þessi meðöl,
en endurkaus leiðtoga samveldis-
fiokksins, vonandi auðvitað, að fiest,
ef ekki alt, sem aflaga var yrði Iag-
fært, nefnil., að hin beztu meðöl
yrðu brúkuð við sjúklinginn (þjóð-
ina), flestirjskynsi mir rnenn munu
viðurkenna að margt sé rangt, er
ætti að lagfæra, auðvitað eru til
menn, er partiskan I efir blindað svo
hræðilega, að þeir sjá ekkert nýti-
legt vtð aðra menn en þá, sem hafa
sama pólitiska stimpilinn og sjálfir
þeir, og svo eru enn aðrir—og tala
þeirra er mikil,—er enga pílitiska
sannfæringu hafa; þeir stjórnast af
löngun eftir snöpurn, er þessi eða
hinn þjóðmálaskúmurinn lofar, ef
sinn flokkur komist að. Það er má
ske ekki rétt að álasa þessum mönn-
um þó þeir leggi sig í framkróka
með að ná í ým6 undirtilluembætti
hjá hinum stærri herrurn, þeir eru
sjálfir, má vera, hæfari að gegna svo
leiðis störfum, en vera blátt Afram
heiðarlegir bændur. Maður heyrir
það löngum á haustin, að ef t. d.
embættismaður séi veidismanna kom-
ist að, þá tapi auðvitað samveldis-
undirtillan atvinnu sinni og verði
líklega að gera sér landbúnaðinn að
góðu.
En þó þetta alt sé undur eðli*
legtog þó þessir menn séu allra
beztu drengir, þá get ég ekki neitað
því, að mér virðist afstaða þeirra
gagnvart þjóðfélaginu skaðleg. —
Sérveldismenn bentu á það við sið-
ustu kosningar, að þjóðin gæti ekki
vænt eftir nokkurri hjálp frá sam-
veldisflokknuni; sjóður hans væri
frá einokenduni og væri því undan-
tekningarlaasa að allar einokanir
fylgdu honum í kosningabaráttunni.
Þeir sögðu sem svo: Er það eðlilegt
að auðkýfingar leggi fram ógrynni
fjár til þess að viðhalda stjórn, sern
líkleg væri að grípa heljar tökum
gróðafyrirtæki þeirra þegar minst
varði? Það v rðist að livert barn
ætti að geta séð, að hugsunarfræðin
í þessari spurningu er rétt. Auð-
kýfingar lögðu fram féð til að vinna
kosningarnar með. En þeir höfðu
viss skilyrði á bak við eyrað; þeir
höfðu fallvisáu fyrir því að komandi
4 ár yrði þeim leyft óáreittum að
féfletta þjóðina með samtökum og
tolla-hlunnindum.
En samt getur verið að engum
hafi komið til hugar, að nær því
fyrsti leikurinn á hinu pólitiska skák
borði yrði til að mynda þá voðaleg-
ustu einokun er heimurinn hetir sög-
ur af. Ég meina stáleinveldið (The
Steel Trust) með bilíón dollarn höf-
stól; en þar við nemur ekki staðar,
heldur heflr þetta einveldi valið einn
ráðgjafann 1 ráðaneyti Mr. McKinley
nefnil., dómsinálaráðgjafann Mr.
Knox, sem mörg undanfarin ár var
lögmaðar hins volduga Carnegies-
stálfélags, sem hvai f inn í þetta ein-
veldi.
Er það mögulegt að nokkur
maður, er annars hugsar nokkuð,
sjái ekki eitthvað skuggalegt við
þessar aofarir. Er það mögulegt
að i okkur maður, sem ekki hefir
persónulegan hag af partiskunni sé
svoblindur að sjá ekki voðann, sem
fram undan oss ei? Hér er einveldi
myndað með bilíón dollara höfuðstól
til að ráða framboði og verðmæti.eða
öllu heldur söluverði á annari eins
nauðsynjavöru og stál og járn er,
og svo útnefna þeir einn sinn elzta
þénara til að varðveita rétt cg hag
alþýðu fyrtr þeirra eigin ylirtroðsl-*
um(!!) Það kemur ekkert þessumáli
við, hvort Mr. Knox er fantur eða
valmenni. Látum hann vera val-
menni. Hann hefir mörg ár verið í
þjónustu félags, sem ekki hikaði sér
við að selja sinni eigin þjóð hans
skipaverjur við nær því tvöföldu
verði við það sem þeir seldu Rúss-
um sama efni. Hann sáCarnegie-
félagið þroskast undir hátollavernd
og öðrum sérstökum stjórnarhlunn-
indum, þar til árs inntektir eða á-
góði Mr. Carnegies nam 14 milíón-
um dollars á ári hverju. Er ekki
eðlilegt, segi ég, að tillinningar Mr.
Knox gagnvart alþýðu séu farnar að
kólna; að hann álíti að fyrsta skylda
sín sé við velgerðamenn sína, stál-
einveldið? að hann hugsi líkt og
gamli Vanderbilt talaði: “The
public he damned“, Hann veit að
vír-nagla-einveldið síðastl. ár setti
Bandaríkjaþjóðinni 8 milíónum doll-
ars meira fyrir nagla, en
sama purdatala var seld fyrir
erlendis. Hann skilur að þetta
et’ ein afleiðing af hátollalögnnum.
Hann heflr lært að skoða þjóðina
sem gemlinga, er rýja verður, en
ekki mega sleppa í reyflnu.
Verið getur að hin hóflausa
græðgi einokenda verði til þers að
opna augu þjóðarinnar; verið getur
að þegar hinar 17 milíónir, sem nú
«ru á hinuin ýmsu mentastofnunum
landsins eru komin út 1 stríðið fyrir
tilveruna, verði þess varir að at-
vinnuvegirnir eru í höndurn einok-
enda, að tækiíærin er feður þeirra
og forfeður höfðu, eru horfin; að eini
vegurinn er að vera þrælar auð-
valds ns, auðkendir með númera-
tölu, en ekki nafni, eða þá að taka
ráðin af þessum sjálfkjörnu böðlum
þjóðarinnar, og hyija upp á nýtt á
þeim grundvelli, að vald þeirra sem
stjórna, hvíli í valdi og vilja þeirra
8em stjórnað er,
Með virðing.
G. A. DALMANN,
Minneota, Minn.