Heimskringla - 11.04.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.04.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 11. APRÍL 1901. / Winnipe^. Herra Þorsteinn J. Mjófjörð frá Hnausa P. 0. kom hingað til uppsktrð- ar á almenna spítalanum hér i bænum fyrir 2 .vikum. Hann fór haimleifis aftur á mánudaginn var, og hafði þá að mestu fengið bót meina sinna. Gísli M. Thompson, ritstj. “Svövu’ á Gimli kom til bæjarins á laugardag- inn var og fór aftur á sunnudaginn, Hann segir góða líðan ú r nýlendunni, en slæma færð á vegum núna i vor- leysingunum. Herra Stefán Ó, Eiríksfon, sem um 18 undanfarin ár hefir búið við Merkja- lækinn i suður Gimlisveit, er nú fluttur suðaustur að Poplar Park, Man. Mr, Eiríksson hefir keypt sér þar væna bú- jörð og ætlar að gera þar framtiðarbú- stað sinn. Það er vist óhætt að segja að allur 3uðurh!uti Nýja íslands sér eftir Stefáni úr bygðinni, og öll ný- lendan óskar honum til fiamtíðarheilla i hans nýja heimkynni. Þeir feðgar Bjarni Guðmundsson og synir hans, sem búið hafa að Husa- vik P. O. i Nýja íslandi í síðastl. 10 ár, hafakeypt sér land í Poplar Park P.O. umdæmi og flytja þangað nú þessa daga. Þeir feðgar seldu land sitt i Nýja íslandi til C. P. R félagsins. — Þeirra, eins og herra Stefáns 0. Eiríks- sonar, er saknað ur bygðinni, og lukku óskir gömlu nágrannanna fylgja þeim til nýju heimkynnanna. A 8UMAHDAOINN FYRSTA hinn 25. þ. m. kl. 8 að kvöldinu, sýnir Rev. J. B. Silcox mjög fagrar nýjar myndir i Tjaldbúðarkyrkju. Kvennfé- lag safnaðarins gengst fyrir þessu. Kvennfélagið óskar, að allir þeir mörgu sem unna Tjaldbúðarsöfnuði, vilji gefa sina góðu og kærkomna aumargjöf, upp á isl. vÍ8u, með því að sækja þessa sam: komu og gjalda 20 cent, þeir fullorðnu, en börnin að eins 10 cent. Séra Rúnólfur Marteinsson gaf sam- an í hjónaband þann 31. Marz siðastl. þau herra Jakob Jónsson Vopnf jörd og ungfrú Dagbjörtu Kjernested, dóttur herra Eliasar Kjernested að Husavik P. O., Man.— Heimskringla óskar þessum ungu hjónum allra framtíðar- heilla. Hra Mattías Brandson, sem um mörg undanfaiin ár hefir búið hjá föður sinum, herra Agli Guðbrandssyni, hér i bænum, fer í dag alfarinn suður tilChi- cago. Hann á þar tvo brœður, er báð- ir vinna við vélagerð. Mattías fer til þeirra án þess að hafa ákveðna atvinnu festa sér. Hkr. óskar honum allrar hamingju þar syðra. Góðtemplara stúkan Hekla heldur 2 samkomur á North West Hall á föstudags- og laugardagskveld 12. og 13. þ. m. Xgóðinn á að renna í sjúkra- sjóð stúkunnar, og er því vonað að hús fyllir verði bæði kveldin. Sjá prógram á öðrum stað i blaðinu. Þeir herrar Jón Sigvaldason og Halli Björnsson frá íslendingafljóti og Halldór Karvelsson og Jón Stefánsson frá Gimli voru hér á ferð um síðostu helgi. Canadian Northern-félagið hefir auglýst að það ætli að fullgera gðmlu Hudsonsflóabrautina vestur að Shoal Lake og þaðan norðvestur að St, Lau- rent og Oak Point. Þetta er sam- kvæmt tilmælum B. L. Baldwinssonar í þinginu fyrir nokkrum dögum og vonum vér að það verði gleðifréttir fyr- ir landa vora og aðra ibúp i vesturhluta Gimli-kjördæmis. Það mun mega full- yrða að þessi braut vsrði fullgerð til Oak Point fyiir næsta haust. Mánudaginn 25. f. m. gafa séra Bjarni Þórarinsson i hjónaband herra Gnðmund Ásmundsson og ungfrú Helgu Steinvöru Hansdóttur; og dag- inn eftir gaf sami prestur í hjónaband ekkjumann Gunnar Guðmundsson og ungfrú Þorbjörgu Erlindsdóttir. Allar þessar persónur elga heima hér i bæ. Ungu konurnar komu báðar heiman frá íslandi i fyrra sumar. — Þær eru ekki lengi að ganga út íslenzku stúlk- urnar, þegar hingað er komið. Heims- kringla óskar þessum tveimur hjónum allrar lukku og blessunar. Guðrún Hannesdóttir, dóttir Hann esar sál. Þorvarðarsonar, fyráHauka gili í Vatnsdal i Húnavatnssýslu á ís- landi, væntanleg nú til dvalar einhvers staðar í þessu landi (Ameríku), er vin- samlegast beðin að gera svo vel og senda undirrituðum utanáskrift sína. Ingim. Levi Guðmandsson. AkraP. O., Pembiaa Co. North Dak. U. 8. A. Ben. Samson frá Selkirk var hér á ferð um páskana og keypti miklar birgðir af ýmsum varningi, svo sem til viðgerðar á vögnum af öllum terundum og allskynsmjöl og fóðurbætir. Ef þið þurflð að flnna Heims kringla að máli pá kallið áTelephone No. 388. Ve&gjafápfir h JJal. Meiri byrgðir hef ég nú af veggjapappír en nokkru sinni áður, sem ég sel fyrir 5 cents rulluna og upp. Betri og ódýrari tegundir en ég hef áðvr haft, t. d. gyltur pappír fyrir 5 cents rúllan. Ég hef ásett mér að selja lönd- um mínum veggjapappír með io per cent afslætti mót peníngum út í hönd í næstu 2 mánuði.—Einnig sel mál, hvítþvottefni, málbusta og hvítþvottar-busta fyrir lægta verð.—Ég sendi sýnis- horn af veggjapappír til manna lengra burtu ásamt verðlista. Pantanir með póst um afgreiddar fijótt og vel. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave., Wpg. Vér biðjum lesendur velvirðingar á þvi að sagan birtist ekkí í þessu blaði. Vér höfðum svo mikð af fyrirliggjandi handritum, sem, ásarot með ræðu Rob lins um járnbrautannálið, ekki mátti biða, aðvér urðum að látasöguna víkja í þessu blaði. Á SUMARDAGSKVÖLDIÐ FYRSTA, 25, Apríl, yerðua haldin danssam- koma á Hutchings Hall, horninu á Main ag Market St?. — Dansinn byrjar kl. 8.30.—(Samkoman er fyr- ir íslendinga eingöngu).—Inngangs- eyrir 25 cents.—íslenzkt Orchestra spilar fyrir dansinn. Bakara einkennismiða kappraunin lyktaði þannig 1. Apríl, að 1. verðlaun, 810, fyrir privat fjolskyldur, var veitt Mrs. James Lawrie, 598 Pacific Ave. og 2. verðlaun $5 voru veitt Mrs John Douglas, á horninu á Fontain og Logan Ave. Geymið einkennismiða yðar fyrir næstu kappraun. Á sunnudaginn kemur messar séra Bjarni Þórarinsson i Selkirk. Loyal Geysir Lodge 7119 LO.O.F., M.U., heldur fund á North West Hall mánu- dagskvöldið þann 15. þ. m., kl. 8 e: ra. Óskað eftir að allir meðlimir stúk uncar sæki fundinn. Árnx Eggbrtson. p s. PROGRAM fyrir samkomu stúkunnar Heklu, föstu dagskvöldið 12. Aprfl 1901, á North West Hall, kl. 8 e. h.: 1. Hljóðfærasláttur: Mrs. Merrel, Wm. Anderson, Th. Johnson, C. J. Anderson, John Hallson; 2. Leikur: •‘Misskilningur1', (eftir Kr. Jónsson); 3. Söngur: Jónas Pálsson og flokkur hans; 4. Ræða: B. L. Baldwinson; 5. Solo: H. Johnson; 6. Instrumental: Jónas Pálsson. PROGRAM fyrir samkomu stúkunnar Heklu laug- ardagskveldið 13. Apríl 1901 á North West Hall, kl 8 e. h.: 1. Hljóðfærasláttur: Mrs. Merril. Wm. Anderson, C. J. fAnerson, John Hallson, Th. Johnson; 2. Recitation: A. Anderson; 3. Leikur: “Misskilningur"; 4. Solo: Miss Maria Anderson; 5. Recitatio-: Miss V. Valdason; 6. Solo: Miss Flora Jackson; 7. Hljóðfærasláttur: Mrs Merril, Wm. Anderson, C. J. Anderson, Th. Johnson, John Hallson. Aðgöngumiðarnir, sem hafa ver- ið prentaðir fyrir föstudagskvöldið, gilda einnig fyrir laugardagskvöldið. Aðgangur 25cents. Byrjar kl. 8. G- C- LONC 458 MAIN ST-. Rétt nýlega fengið allar nýjustu og fegurstu tegundir af karlmanna eg drengja fatnaði. Svartar og bláar karlamanna yfirfatnaðir með ein- eða tvíhneptum vestum. Þessir fatnaðir eru sniðnir og saumaðir af beztu skröddurum. Ágætir “Worsted”, “Serge” og " I weed” fatnaðir með ýmsu sniði. Allar nýjustu og beztu tegundir af yfirfrökkum úr “Whipcord”, “Venice” og "Covert” dúkum. Hattar harðir og mjúkir af öllum tegundum. Skyrtur, hálstaa og alt annaðer lítur að karlmannafatnaði. íslenzkur afhendingamaður í búðinni. Komið og skoðið. Allar vörur með sanngjörnu verði. Q. C. Long, - 458 Main St. #*#*«**#*«*«»«««««*««*«#** Bending austan yfir hafið. Bréf það frá landa vorum Eiríki meistara Magnússyni, í'Cambridge á Englandi, til forseta Stúdenta félags- ins hér í Winnipeg, sem vér prent- um hér fyrir neðan, skýrir sig sjálf: “Cambridge, 15. febrúar,1901. Heiðraði forseti “Hins íslenzka stúdentafélags í Manitoba.” Ég fékk í dag bréf yðar frá 30. f.m. með þeim boðskap, að “hiðísl. stúdenta félag í Manitoba” hefði sýnt mér þann heiðr, að kjósa mig heiðrsforseta sinn. Læt ég þaðeigi dragast degi lengr, að fela yður á hendi að votta félaginu inni- legar bakkir mínar fyrir þann velvilja til mín er kosningin lýs-ir, og að eg taki við henni með fögnuði. — Kærra væri mér það vist. að sundið, sem skílr mig og félagið, væri mjórra; kærst af öllu, að frændur greindi hér enginn fjörði, svo að ég gæti verið í persóulegri sam- viunu við félagið, ef verða mætti, nð henni eitthvert lið. En úr því sem kom- ið er verðr nú að tjalda því sem til er, og láta síðan arka að auðnu, Tilggagr félagsins, eins Og þér lýs ið honum, er í alla staði góðr. Eink- anlega legg eg mikla áherzlu á fyrsta atriðið er þér nefnið: “to aid and guaid the interest of its members, i. e. to see them get fair play in the struggle for existence.” Það er rétt, að gjöra þetta að almiði og merki félags starfseminn ar. Eg þekki engan flokk manna jafn- verðan þess, að að honnm só hlúð og hinn fátæka stúdent, sem oft verðr að kljúfa tvítugan hamar erfiðleika og andstreymis áðr enn hann nái hinu göfuga takmarki áhuga sins, að verða mannfélaginu eins Lýtr og hann finnr að hann hefir hæfileika til—já, og verðr ott að láta fallast niðr fyrir bjargið aftr, af þvi að enginn rétti honum hjálpar- hönd að ofan, svo að hann kæmist upp. Enn til þess, að stúdentar við háskóla geti vænzt, að eftir hag þeirra verði litið, verða þeir að hafa bakhjarl i ein- hverjum, sem getr látið embættislega t;l sín taka í háskólaráði Væri t. d. m. hóskt lakennari settr í norrænu við háskólann í Winnipeg, þá ættu islenzkir stúdentar, að öllum líkum, stöðugan bakhjarl í slikum manni; enda ætti hann að geta orðið á ýmsar lundir bjargvættr íslenzks mentalifs þar vestra. Þá fengi og “félagið” svo miklu tryggari stöðu enn það annars getur fengið, því að telja má nokkurn vegínn víst að til em- bættisins yiði jafnan kosinn Islendingr. Mér vi.ðist ekki betr, enn að þér Is- lendingar þar vestra tigið allríka kröfu til þess, að slikt embætti væri stofnað. Þér komið til Canada með mál feðranna, sem enn er svo skamt horfið frá sinni fornu klassisku mynd, að hvert barn á íslandi læst, hefir meiri unað af að lesa sögu ritaða á 13. öld, en af lestri nckk- urrar annarrar bókai. Mál vort og bókmentir nema stöðugt land, að eg kveði svo að orði, um hinn mentaða heim. Við háskólann hér og í London er þaðskyldunám. I Þýzkalandi er það stundað með hinu mesta kappi, s«o að kalla við hvern háskóla. Hollendingar, Belgar, Frakkur, ítalir og enda Rússar eru í mestu alvöru byrjaðir á þvi að þýða sögur vorar og rita skýringar yfir bóklist vora. Er þetta eðlilegt, því að skynjandi andi mentaðra manna finnr, þegar er hann kynnist þessari bóklist, að hugsunin hefir hvervetna náð klass- iskum þroska og búningrinn klassiskri fegið. Þér. íslendingar i Manitoba. eigið eins mikinn rétt til þess, að mál yðar sé kent við háskólann í Winnipeg, einsog t. d. Welshmea eiga til þess, að hafa prófessora i sínu máli við háskóla sinn og Collegia; eða Skotar í gael máli við sina háskóla. Mér virðist það eiga svo einkar vel við, að háskóli, í íslend- inga bygð fyrir vestan haí. verði aðal- sotur lærdómsí norrænum fræðum á meginlandi Vestrheims. Að þvi virðist mér félag yðar og allir Islendingar i Manitoba eigi að vinna með fylgi og skapfestu. Það eru skýldug fóstrlaun fögru máli og frægri bóklist og yðr sjálfum hinn mesti sómi. Það er í alla staði lofsvert af félag- inu að leiða athygli Islendinga að þvi er bezt getrí bóklist Engiendinj a og Canada-manna, og beina þannig lestri manna á æðri brautir enn hégómaus og fánýtisins, sem óleiddum mörinum hættir svo mjög við að hænast að. Enn velja verða mer.n slíkar bækr við þeirra hæfi or leiddir skulu upp á við. Ef fólagið ræðst í að snaia á ensku islenzkum skáldsögum, þá eru nú sög- ur Gests Palssonar héruru bil þær einu, sem um er að ræða. Helzt væri reyn andi að koma slikutn þýðingum úr tímaritum (Magasines). Á engum ís- lenzkutn bókum er útgáfuhaft (Copy right). Eg skýt því uridir yðr, hvort eiti væri leynandi að biita á samahatt ymsa hinna mörgu þ'tta sem finnast á víð og dieif um Flateyjai bók. Sumir þeirra eru ágætlega sagðir. — Nú orðið er fjöldi af isl. sögum kominn út á ensku; enn fjöldi er enn eftir og ýms ar. sero út eru komuar væri vel að pýða npp aftur. Hér setur timi og önn mér takmörk að siiiiii. Beiið íélaginu heilla-kveðju raína og tjáið því þá von mina að þv auðnist að blómgast og v«rða þjóðflokki vorum til þarfar og sóma. Yðar roeð viusemd og virðineu Eirikur Mugnúnson". CO. LIMITED. 8. 51. l$arre, - - rndMmadnr Bœndur! tltTZZrZ beztstjórnaða smjörgerðarhúsið i Mani toba. Starfsaukning 400% á 4 árum. j Vér ábyrgjumst að gera viðskífta menn ánægða. Fullar upplýsingar fást með því að ritta til 240 KING ST. WINNIPEG. ! Hgttfe Af karlmannafatnadt. Þér verðið að sjá Fleur’y stutttreyjufatnaði á verði frá $5.00 Ofc upp. Vor-yfir- treyjur gerðar af ágætum enskum “Whipcord” og ýms- um öðrum dúkum með afar- lágu verði. ‘ D. W. Fleury, 564 Maiii St. - Winnlpeg. Macíoiali, Hanar4 & WAitla. Lögfræðingar og íleira. Skrifstofur í Canada Permanent Block. HUGH J. MACDONALD K.C. ALEX. HAGGARD K.C. H. W. WHITLA. * * e s * # £ w * * * DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum iwAir drvkkir er seldir í pelafiöskum og sérstaklega ætl- Fæst jMl aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir 82.00. ^ hjá öllum vin eða ölsölum e a með þvi að panta það beint frá * 2 REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- mnnnfactnror & Iniportcr, WIMill’EG. s * 1 8 I # # # # # # # # # # # # « #«#########*###«#**##*#### *####*#############*# #!### # * * # # # # # # # # * # # 5 # # Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. # # # # # # # # # # # # # « s #################### ###*## * ^ Peningar lánaðir gegn iægstu gildandi vöxtum. ^ Hus og lóðir til sölu með vægum tímaborgunum. umboðsmenn. J Hidsabyrgdar f CIRRUTHERS, BROCK & JOHNSTON, CONFEDERATION LlFE BLOCK 471 MaIN St. — WlNNIPEG, MaN. Union Itraud . Imndliail HEFIR a»rr kaupið ÞETTA EKKERT MERKI P 4* annað «>*»» I CTYLISH, RELIABLEÍ ARTISTIC^ Recommended by Leadlng 2- Dressmakers. .* < íj They Always Please.^e 3; BAZAR. | &TTERNS' £ N0NE BETTER AT ANY 1‘h’iCE £ , tJT’These natrerns are <i«»!d 111 nenrly 5I j every city ann town in tlie Uuited States. Sj 1 I/ your aeaier does not k«-pp tltem send 2? ! direct to us. One crnt st^mps rrceived ! Address your nearest poi.u THE McCALL CÖMPANY, 1 38 to Í46 W. 14th Sireei. New York j BRANCH OFvirrs ; 189 Fifth Ave., Chicago, and 1051 Market St., San Francisce. • Brightest Magazlne Published \ ! Contains Beautiful Colored Plates. lllustrates Latest Patterns, Fash- ions, Fancy Work. ! Agents wanted for this magazine inevery 5« ! locality. Beautiful premimns /or a little > work. Write for terms and other parnc- 5c ! ulars. Subscription only pcr year, [ including a FREE Pattern. j Address THE McCALL CO., £ «2 138 to 146 w. i.|th St., New York ^ Lld. Lyons ShoeGo. 5MO tlain Street. hafa þá ódýrustu og beztu bai na-flóka-skó, sem fáanleg- ir ei u í þessum bæ. Komið op skoðið þá og spyrjið um veiðið. F. C. Hubbard. Lögfræðingur o. s, írv. Skrifstofur í Stiang Block 365 Main St, i WINNIPEG - - - - MANITOBA. I Army iiiid IVavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru i þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda geruro vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yfar. V. Brown & Co. 541 Main Str. THE CRITERION. Ue^F,Y. vi“ °K vindlar. Stærsttog bezt* Billiard Hall í bænum. Borðstoía uppi á loftinu. JohnWilkes, eigandi 0LS0i\ BROTHERS Selja nú eldivið jafn ódýrt og nokkrir aðrir í bænum, t. d. selja þeir bezta ‘‘Pine” fyr ir $4.25 og uiður í $3.75 eftir gæðum, íyrir borgun út í hönd. OLSON BRO’S. - 612 ELCIN AVE. D. A. ROSS. T. L>Y0fSS 490 M«iin St. •• Winnipeg Man Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalaseœjarar. J ]anda 494 Hlain 8t, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T L. HARTIjftY H. H. LINDAL D- A. ROSS & CO- FaNteignaxnlar, Kldmibj'rgila, nmbodsmenn, og IVningabrali.uuar. Óskað eftir viðskiftum 449 Main St. Winnipeg. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.