Heimskringla - 11.04.1901, Blaðsíða 2
liELllSKKlNGLA 11. APKÍL 1901.
POBLISHBD BY
The Heimskringla News & Pablishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyTÍrfram borgað af kaupenle
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist í P. O. Money Order
Elegistered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
II. Ii. Balrtwinson,
Editor & Manager.
Office ; 547 Main Street
P O BOX 407
Telephonc SSS.
Útdráttur
úr ræðu Mr. Roblins við aðra nmræðu
iárnbrautarsamningamálsins í þingi.
Um leið og ég stend upp til þess
að bera fram uppástungu um að þing-
ið taki til annarar umræðu lagafrum-
varp nr. 15, sem heitir “Lö» til að
samþykkja vissa samninga viðvíkj-
andi járnbrautum, og viðvíkjandi
far- og fluttningsgjöldum, þá get ég
þess að ég er mér þess meðvitandi að
almenningur heflr fylgt og fylgir nú
máli þessu með miklu athygli, ekki
að eins aðal stefnu þessar laga held-
ur líka hverju sérstöku atriði í þeim.
Þess vegna er mér bæði skylda og á-
nægja að skýra þinginu og þjóðinni
í Manitoba frá því, ekki einasta hver
sé aðal stefna þessa frumvarps held-
ur einnig sérhvert atriði í því, svo að
bæði þing og þjóð megi vita hver
minn skilningur er á frumvarpi því
sem ég nú bió þingið að taka til ann-
arar umræðu. En áður en ég byrja
á aðalefni frumvarpsins, sem er um
flutninga, þá er sanngjarnt að ég
segi nokkur orð um vöruflutninga-
málið eins og það liggur fyrir og
heflr áhrif á íbúa þessa fylkis.
Þetta er ekkert nýtt spursmál,
það má heita að það hafi verið á
dagskrá siðan hvítir menn komu
fyrst til Manitoba- Þetta orsakast
af því að Manitoba liggur í miðju
landi. Vér erum miðsvegar milli
Atlanshafs og kyrrahafs, og af á-
stæðum, sem nú er óþarft að ræða,
eigum vér ekki kost 4 að koma vör-
um vorum norður úr landinu, og
suðurleiðin er jafnvel lengri en aust-
ur- eða vesturleið. Þess vegna heflr
spursmálið verið athugað af öllum
’mönnum í þessu norðvesturlandi, og
af öllum þeim sem láta sér ant um
framför og vellíðan Manitobabúa,
hvernig bezt og hægast væri að
koma á sem ódýrustum og hentug-
ustum vöruflutningum til og frá því
fólki sem heflr gert þetta fylki að
heimkynnum sínum. Sú niðurstaða
hefir verið ákveðin, að það sé nauð:
synlegt, að koma flutningamálunum
í það horf að afurðir landsbúa og
það sem þeir þurfa að sér að hafa
geti komist frá þeim og til þeirra
með sem allra vægustum kjörum að
kringumstæður fylkisins gera það
mögnlegt- Öllum ber saman um
þetta mál. Vér höfum litla náma-
tekju eða timburlönd eða annað
þess háttar sem vér getura talið upp á
sem inntektagrein eða til lífsuppeldis
fyrir íbúa landsins. Landbúnaður-
inn er sú atvinnugrein sem landsbú-
ar verða að stunda til þess að skapa
auðæfl—slík auðæfi er vér sjáum í
Winnipegborg. Eg held fram þeirri
skoðun, að bændurnir séu sá eini
mannflokkur í þessu iylki sem fram-
leiða auðæfl og þess vegna skoða ég
það þá fyrstu og helgustu skildu
hvers þess manns, sem skipar þá
stöðu er ég nú skipa |hér í fylkinu,
að líta fyrst og bezt eftir hagsmun-
um bændanna og þeirra sem stunda
landbúnað í þessu fylki og þoss
vegna heflr mál þsð sem nú liggur
til umræðu fyrir þinginu verið snið-
ið með sérstöku tilliti til bændanna,
og með þeim ásetningi að þeir megi
njóta sem allra mest hagnaðar af
eigin framleiðslu sinni og gera heim-
ili þeirra blómleg og auka velmegun
þeirra og ánægju, að svo miklu leiti
sem stjórnin hefir á valdi sínu að
gera það.
Vöruflutinga spursmálð hefir
vakið athygli eldri stjórnmálamanna
í þessu landi. Það mál hefir verið
á dagskrá síðan skömmu eftir 1860
eða jatnvel fyrir þann tíma, á því
tímabili, sem sambandsstjórnin
keypti Norðvestur-Iandið. Þá fyrst
varð það spursmál alsrarlegt hvern-
ig tilraunum stjórnmálamannanna á
þeim tíma var tekið af almenningi
þegar þeir voru að gera samninga
um járnbrautir um Norðvestur land-
ið. C. P- R.- brautinni var ekki
tekið með neinnm fögnuði, Þá var
því haldið fram at mörgum, að
landið yrði fjárbagslega eiðilagt ef
súbraut yrði bygð. Og einn af
mestu stjórnmálamönnum iandsins
taldi það óðs manns æði og kvað C.
P. R. brautina aldtei mundi borga
sig; mjög margir voru andvígir því
mikla verki, Þeir voru alt of
þröngsýnir og trúarlitlir á framfara-
mögulegleikum' þessa mikia lands.
Ég gæti sýnt mörg dæmi um þessar
hrakspár, og nefnt nöfn margra
merkra manna sem á þeím tímum
töldu byggingu járnbrautar um
Norðvesturlandið algerlega óhafandi
vegna þess mikla tjóns sem það
mundi baka ríkinu um aldur og æfi
Þetta voru margir stórgáfaðir menn
og menn sem höfðu hugsað tnálið
vandlega og kynnt sér allar kring-
umstæður eítir því sem Þeir áttu
kost á því. En þá skorti alla einn
nauðsynlegan hæfllegleika— vonina
-von um framtíð og framför lands
íns. Þeir höfðu ekki þessa von, eg
þess vegna sáu þeir ekki annað en
einlægar skuggamyndir í sambandi
við þetta þjóðlega velferðarmál.
Þeir sögðu skýlaust að það borgaði
sig aldrei að byggja braut frá Port
Arthar til Winnipeg og þaðan vest-
ur yflr sléttur þær sem vér erum all-
ir stoltir af nú á dögum. En C. F
R. brautin var bygð alla leið vestur
að hafi yflr regín fjöll og firnindi.
Iíverjar hafa svo aflleiðingarn-
ar verið. Millionir dollara—225
millionir hafa verið lagðar í þetta
C. P. Ry.- fyrirtæki og flufningur á
vörum með brautinni er svo mikill,
að rentur eru horgaðar af hverjum
einasta dollar af þessari mikln fjár-
upphæð. Ég segi því að ég flnn
enga ástæðu til að taka nokkurt tillit
til þess andróðurs, sem ég veit að
nú er verið að kveikja gegn þeim
samningum sem ég nú bíð þingið
að samþykkja. Það er sagt að sag
an endurtaki sig og það virðist eiga
vel við 1 þessu tilfelli því að and-
mæli þau sem nú koma farm gegn
þe3sum brautarsamningum eru svo
lík þeim sem borin voru fram gegn
C. P. Ry.- brautinni, að þau mega
heita meira en tóm tilviljun.
Nú áður en ég fer út í aðal-mfel-
ið ætla óg að geta um tilboð Mr.
Mellens forseta Northern Paeific
brautarinnar. Mr. Mellen vildi að
fylkisstjórnin gengi í félag
við félag sitt. Hann bauðst til
leggja allar brautir félagsins í Mani-
toba í fyrirtækið, en vildi að fylkis-
stjórnin, að sínum parti, bygði á
fylkisins kostnað braut frá Winni
peg til Duluth í beina línu. Hann
lofaði að iækka fargjald ef þessi fé
lagsskapnr gæti orðið myndaður.
Eu með því að þessi samningur
hefði hann orðið gerður, þýddi það,
að fylkið hefði orðið að leggja milli
4 og 5 millionir dollars í braut, til
þess að allir vöruflutningar gætu
farið gegnum útlent riki, og allur
gróðinn af því hefði gengið til að
boggja það upp, og aliur gróðinn
hefði lelt þangað,—þá segi ég fyrir
mitt leyti, að ég er of þjóðhollur
Canadamaður, til þess, að geta geng-
ið að slíku boði, þegar ég komst að
sömu hlunnindum innan takmarka
okkar eigin ríkis. Það var ein af
ástæðunum sem við höfðum, til að
neita þessu félagstilboði. En svo var
önnur ástæða, sem við skoðuðum
þýðingarmikla og þess virði að húa
væri tekin til greina. Hún var sú,
að Manitobastjórnin hafði á umliðn-
um árum, gert samninga við Canada
Northern járnbrautarfélagið þannig,
að fylkið hafði gengið í ábyrgð fyrir
sknldabréfum félagsins, fyrir upp-
hæð, er nemur um 4 millionir doll-
ars. Þess vegna hefði fylkið orðíð
að gæta hagsmuna Þess félags, svo
sem svaraði þessari upphæð. Ég
skoðoði það nú skyldu mína, sem
verndari fjárhyrzlu fylkinins, að
vernda, að svo miklu leyti sem mér
væri það mögulegt, þá fjárupphæð
sem fylkið hafði Jþegar í veði fyrir
þetta félag. Af þessum tveimur á-
stæðum gátum við ekki tekið í mál,
að fara að byggja braut til Duluth.
Að vísu er það í samningunum við
Canada Northern-félagið, að það
sjái um að vér eigum kost á að flytja
vörur fylkisbúa til og frá Duluth, ef
þess gerist þörf. En það er ekki
áríðandi atriði að öðru leyti en því,
að vér gerðum það að skslmála við
félagið til þess að geta verið óliáðir
og kept við C. P. Ry. félagið með
vetrarflutning ef það félag skyldi
reynast ósanngjarnt í flutningsgjöld-
um sínum við fylkisbúa. Það var
sett í samningana í sjálfsverndar
skyni, til þess að tryggja hag fylk
isbúa, og hvorki ég né C. N,-félagið
gerum ráð fyrir þvi, að Manitoba-
fylki þurfl nokkurn tima að borga
svo miksð sem einn dollar, sem afleið
ing af samningunum um lækkun
flutningsgjaids. Við gættum þess
vandlega að gera félaginu að skyldu,
að flytja allar vörum frá og til
Monitoba svo langt með sínnm eigin
brautum sem mögulegt væri, og á
þann hátt tryggja félaginu sem
mestan hagnað af flutningnum, og
félagið getur ekki sent flutning sinn
með öðrum brautum nema með leyfl
og samþykki fyikisstjórnarinnar
Ég álít að þetta atriði ætti að vera
fylkisbúum þóknanlegt. Sumir hafa
(undið að því, að vér höfum hraðað
þessu máli of mjög, og að betra væri
að bíða eitt ár lengur. Ég lít öðru
vísi á það. Mér skilst svo að vér
værum kosnir 1899 aðallega fyrir
það loforð, sem vér gáfum fylkisbú-
um, um að fá umráð flutningsgjalds.
Vér vorum kosnir tjl þess og kjós-
endur eiga heimtingu á að vér upp-
fyllum það loforð svo fljótt sem oss
er það mögulegt. Vér gjörum það
samkvæmt fyrirskipunum íbúanna,
og sérstaklega bændanna f fylkinu,
og áður en ég sezt niður, vona ég að
geta gefið þær upplýsingar og fært
óhrekéandi sannanir fyrir því, að
flutningsgátan sé ráðin, og að hver
sanngjarn maður, sem að eins leitar
sannleikans og óskar eftir velgengni
fylkisbúa, geti orðið ásáttur með
aðgerðir stjórnarinnar í þessu efni.
Ég skal þá fyrst minnast á
samninginn við N. P. brantarfélagið
Undir þeim samningi tekur Mani-
toba stjórnin N. P. brautarkerfið í
þessu fylki á leigu um 999 ára tíma-
bil, gegn þvi, að borga í leigu $210,
000 á ári. um fyrstu tíu árin, og
^225,000 á ári um næstu tíu árin og
$275,000 á ári þar eftir meðan
samningarnir eru í gildi og með
kauprétti á öllu brautarkerflnu
fyrir 7 millionir dollars hvenær sem
vér viljum eignast og borga fyrir
brautina. Spurningin sem ég lagði
fyrir sjálfan mig var þessi: Hvers
vegna skyldum vér gera þessa braut
að fylkisstjórnareign. Vér athug-
uðum það, að vér gátum ekki sjálfir
stjórnað brautinni til svo mikilla
hagsmuna fyrir fylkísbúa Bem vér
óskuðum eftir án þess að hleypa okk
ur í þá óumflýjalegu hættu sem
fylgir því að slík fyrirtæki verði að
pólitiskum kosningavélum, eins og
orðið heflr þar sem slíkar stofnanir
eru undir umsjón stjórnanna. Vér
álitum því óheppilegt að halda
brautinni út á fylkiskosnað. Þess
vegna tókum vér það ráð, að leigja
hana og á þann hátt knýja önnur
brautarfélög til að gefa fylkisbúum
þau flutningshlunnindi. sim vér á-
litum að þeim bæri að fá.
um kjörum. En fyrst ætla ég að
sýna hvað brautarkerfið heflr
kostað eins og reikningarnir á bók-
um félagsins bera með sér og sem
ég hef hér afskrift af.
Sameinuð skuldahréf í Banda-
ríkjum sem bera 5% árlega rentu
eru $5.269,000 þess utan eru umbæt-
ur og viðbætur sem hafa kostnað fé-
lagið $126,304,96 og í N. P. enda-
stöðva skuldabréfam eru $650,*000-
Þetta gerir als $6,036,304,96. Þess-
ir útgjaldaliðir eru færðir til reikn-
ings þess brautarkerfis með eið-
í'estum votiiorðum. Þau vott-
orð eru dags. 1. júlí 1899 og eru nú
í höndum Ottawa-stjórnarinnar. Þess
utan var mikill kostnaður í sambandi
við endurmyndun félagsins, eftir að
það komst í kröggur fyrir nokkrum
árura, svo að allur kostnaður braut-
arinnar í Manitoba er talinn $8.445,
613,04 og af þessari upphæð verða
þeir að borga vexti með því sem
brautin innvinnur félaginu. Nú hef
ég skýrt yður frá kostuaðinum, og
tek næst inntektamagn brautaninnar
til greina, til þess að geta réttlætt þá
staðhæfing mína, að $210,000 árleg
leiga séu góð kjör fyrir fylkið.
Yfirskoðarl félagsreikninganna
heflr samið skýrzlu, sem sýnir inn-
tektir og útgjöld brautarinnai, innan
takmarka Manitobafylkis fyrir árið
lrá 30. júní 1899 til 30.júní 1900:
Vöruflutn. innan fylkis $ 82,615.75
“ skifti við aðrar br. 202,457.92
fólksfl. innan fylkis .... 67,906.01
“ skift við aðrar br. 29,485.80
póstflutn. og hraðflutn. 9,369.28
ýmidegir flutningar.... 1,187.45
Nú munið þér spyrja evernig ég
fari að réttlæta kostnaðinn við þenna
samning. $210,000 eru 4% af
verði brautarinnar, þegar hún er
virt $15,000 hver míla éða 3% af
7 millionum dollars. Við skoðuðum
það skyldu okkar að rannsaka ná
kvæmlega alla reikninga og skýrslur
að því er snerti inntekta möguleika
brautarinnar, úður en við rituðum
undir samninginn. Þessar upplýs-
ingar hef ég aliar við hendina og
legg þær nú hérmeð fyrir þingið í
því fulla trausti, að hver einasti
sanngjarn maður, sem athugar þær
með gaumgjæfni, hljóti að viður-
kenna, að vér gerðum góð kaup.
Vér báðum Mellen forseta að gefa
oss skýrslu um inntektir brautarinn-
og hafa hana staðfesta af reikninga
yfirskoðunarmanni fél. Ég hef þá
skýrzlu hér, og þegar ég hef lesið
hana og geflð nauðsynlegar skýring-
ar, þá munuð þér kannast við, að
leigan sem vén borgum, er ekki of
há, og að fylkið heflr komist að góð-
als..... $394,032.21
Þetta var inntektamagn braut-
arinnar innan takmarka fylkisins á
árinu. En úthaldskostnaðurinn var
$471,370.42 eða $77,357.21 tap. En
skýrslan sem send var af félaginu til
Ottawastjórnarinnar sýnir að félagið
hafi á þessu ári tapað $185,528.21
Þetta er miklu meira tap heldur en
yflrlitsmaður reikniðga félagsins sýn
ir að hafi verið. Nú ætla ég að sýna
yður hvernig þeir fara að komast að
þessari niðurstöðu og þá munu menn
sjá að þessi niðurstaða um tap fé-
lagsins á brautum þess í Manitoba á
þessu ári eru svo ranglát og þver
öfug við allan virkileika, að þeir
hætta algerlega að veita nokkurt at-
hygli þeim andmælum að það sé ó
viturlegt að leigja þessa braut af
því félagið hafi tapað á henni.
Manitoba & N. P. brautarfél
heflr316 mílur í brúki. Skýrslan
sýnirað félagið hafl eytt $327, 511.08
til viðhalds þessum brautam og fyr-
ir vinnu og aðgerðir á gufuvélum
$82,913.41. Þetta stendur í skýrsl
um í Ottawa. Féiagið heflr 9 gufu
vélar, Of. það er hægt að kaupa þess
ar 9 vélar fyrir minni peninga en
sagt er að hafi verið eytt til að gera
við þær. Af þessu sjáallir að í við
gerðareikningnum er ekki tekið
sanngjarnt tillit til þessa sérskaka
brautakerfis, en það kemur af Því
að í reikningum félagsins er farið
með þetta kerfl eins og það væri
hluti af aðalbrautinni, en ekki grein
arafhenni. $30,239.43 eru reikn
aðir fyrir vinr.u og viðgerð á vögn
um. Vinnukostnaður $136,861.69
eða als kostnaður við þessa 9 gufu
vagna og við byggingar $577,525.61
Ég segi nú að það sé engin sá maður
ur til sem hefir nokkra þekkingu á
þessu brautakerfl sem ekki veit að
engri slíkri upphæð var eytt á þann
hluta af N. P. brantinni, sem liggur
inuan takmarka Manitobafylkis. En
skýringin á þessari reikningsfærslu
fél, líggur í því sem Mr, Meilen
sagði mér sjálfar að N. P. fél. skoð
aði reikningslega allar brautir fél
agsins, að undanteknum einum stúf
suðvestur i Bandaríkjum, sem væri
þær ein aðal braut, og að öll útgjöld
og inntektir væru reiknað og jafnað
niður á alla brautina eftir mílnatali
hennar, af því sjáið þér
að þessi kosnaður á viðgerð gufu
véla getur hafa náð yflr mikinn part
af brautinni í Bandaríkjum enga síð
ur én hér í Manitoba. Og þetta
dæmi ásamt fleiri sem ég get geflð,
setur til síðu þá villu, að vér séum
að leigja braut sem ekki borgar sig
Inntekta afl.
Látum oss nú líta á inntekta afl
brautarinnar og sjá hve mikils virði
það virkilega er. Ég hef sýnt yðu
að allar tekjur brautarinnar eru í
reikningum félagsins, taldar að eins
yflr mílnatal hennar í Manitoha. En
fél hefir bækur sínar í því formi að
það getur á evipstundu séð inntekta
afl brautarinnar. N. P. brautin
sunnan landamerkjalínunnar tók inn
á síðasl. ári í flutningsgjaldi á vörum
sem fluttar voru frá Manitoba og inn
langað $866,464.75 og fyrir farþegja-
gjöld $93,496.90,eða als $950,951,68.
Þetta eru inntektir sem færðar eru til
góða braut.fél. í Bandaríkjunum fyr-
ir lólks- og vöruflutninga inn í og út
frá Manitoba. Mörgum kann að
iykja þetta stórmikil upphæð, en
ég get nefnt eina vörutegund sem
gaf brautinni helfing þessa fjár fyrir
fiutning á síðastl. ári. Eiðfastar
skýrslur félagsins sýna að félagið
heflr flutt nálega 5 millionir bushela
af hveiti og mjöli fyrir 10 cents buih.
eða hver 60 pund, gerir nálega J
mil. doll.
Mr. Mellen sagðí að sanngjarnt
væri að telja Manitoba 40% af þess
um $950 þus. til inntekta fyrir það
vöruflutningsmagn sem fylkið lagði
til brautarinnar í Bandaríkjunum.
Þetta er náttúrlega rétt og sanngjarnt,
en fél. hefir ekki gert þetta. Tökum
dæmi: Vagnhlass af hveiti, 1000
bnsh., er sent með hrautinni frá
West Lynn, sem er 1 mílu frá landa
merkjalínunni og 400 mílur frá
Duluth, flutningsgjaldið er $100.00.
Manitoba er reiknað til inntekta af
þessari upphæð að eins 25c, en hinir
$99.75 eru taldir til inntekta braut
inni í Bandarikjum. Með þessari ó
sanngjörnu reikningsfærslu fer fél
að sýna að það hafi tapað á brautum
sínum í fylkinu á síðastl. ári. Það
er í sannleika ranglátt að halda því
fram að fó^agið hafl tapað fó á braut-
um sínum hér í nokkru ári síðan þær
voru bygðar, að því er ég hef frekast
getað komist að. Mr. Mellen játar
sjálfur að rétt væri að reikna fylkis
brautunum til inntekta 2 fimtu hluta
af því fé sem brautin í Bandaríkjun
um vann sér inn fyrir flutning á vör
um frá og til Manitoba. Sú upphæð
sem fylkið þannig fengi mundi verða
$383,980.68. Bækur félagsins sýndu
að brautir þeirra í Manitoba borg
uðu vexti af 8,500,000, og að fél
hafði samt til góða á árinu $7,038.45
Og þó eru til menn sem kalla þetta
hættulega samninga.
Ef þessar tölur nægðu ekki til
að sýna og sanna að vér höfum kom
ist að góðum kjörum við N. P.fél.,
þá hef ég aðrar sannanir því við
víkjandi, sem almenningur þarf
ekki að efa að séu gildar og góðar,
en það er boð forseta C. P. R.félags
ins. Hann hefir boðið oss meira en
hálfa mil. doll. fram yfirþað sem vér
höfum samið um að borga, til þess
að fá leigu og kauprétt vorn á þessu
brautakerfi, og þess utan heflr hann
boðið að lækka flutningsgjöld svo
nemur 6—7 mil. doll. hagnaðar til
bændanna í Manitoba á næstu 5 ár
um. Þessi maður heflr gott vit á
því hversu mikils virði samningar
vorir við N. P.-fél- eru, og boð lians
stendur óhaggað enn þá. Þegar ég
nú færi fram þessar sannanir, er
stjórn mín heflr gert við N. P.-fél
þá ætti mér ekki að vera það láandi
þótt ég mælist til þess að þeir menn
sem hafa á móti samningunum, færi
röksemdir fyrir andróðri sínum, og
lofi almenningi að vita á hverjn þeir
bygfeja mótþróaun. Það þýðir ekki
við mig að menn segi að þeir “haldi
eða “séu hræddir um” að vér höfam
gert ill kaup. Ég gat ekki farið að
ráðum þessara urrandi og geltandi
gagnrýnenda, sem ekkert vit hafa á
járnbrautarmálum og engin sann
gjörn gögn til að byggja mótþróa
sinn á. Með því að gefa C. P. R
félaginu leigu og kauprétt vorn á N.
P. brautunum hér í fylkinu, og með
þvi auðgað fylkissjóðinn um $550,000
samkvæmt boði forseta C. P. R.-fél.,
og fengið þess utan 10 centa flutn-
ingsgjald á hverjum 100 pundum
hveitis frá Manitoba til Stórvatnanna.
samkvæmt bréfi Mr. Shaughnessy.
Þetta gátum vér gert og þetta hefði
þó verið nokkurs virði fyrir íbúa
fylkisins, nokkuð sem undanfarandi
stjórn hafði ekki hugkvæmst að koma
í verk. Kn vér vorum ekki ánægðir
með þetta, af tveimur ástæðum.
Fyrst af því, að með slíkum samn-
ingum hefðum vér fest járnhrauta
einokun á herðar Manitobabúa, um
allan ókominn aldur, og i öðru lagi
af því að þó að 10 centa flutnings-
gjaldið geti kallast hæfllega lágt,
eins og nú stendur, eða um næstu 5
ár, þá getur svo fafið, að það verði
óhæfllega hátt þegar fram líða stund
ir. Þess vegna héldum vér fast við
lá stefnu, að öðlast full umráð yfir
flutningum á varningi út úr og inn í
fylkið, og að nota N. P.-brautina til
iess að fá því framgengt. Ég er
sannfærður um að fylkið er ekki í
neinni hættu með svo mikið sem eins
dollars tap, að því er snertir samn-
ing þess við N. P.-lólagsð. Vér get-
um altaf fengið meira fyrir leigu
eða kauprétt vorn á því brautar-
kerfl, heldur en vér borgum fyrir
iað. Framh.
Emilio Aguinaldo.
frömuður og foringi sjálfsstjórnar-
manna á Filipseyjanum ersagður fang-
nn. Hvernig,? Meðölin voru bréfa-
stuldur og svik i verkum. Hverframdi
verk þetta? Funston herforingi Banda-
ua, Eru þessi föngunarmeðöl
heiðarleg og drengskaparkynjuð? Svar-
ið. er ægildandi nei. En þjófnaður og
svik eru réttlætanleg undir mörgum
kringumstæðuin, þótt athöfnin sé óaf-
máanleg, og svo er í þessu máli. {Samt
hefði herfrægðarlj mi Bandaríkjanna
verið stærri og bjartari, ef þau hefðu
getað fangað frelsishetju Filipseyjabúa,
án meðala, sem sett eru saman af ólyfj-
an. Vitaskuld er rikið og þjóðin ekki
fundin sek að því, að hafa fyrirskipað
föngun Aguinaldos á þenna hátt. Það
er herforinginn Funston, sem vann
verk þetta i nafni þjóðar sinnar og rík-
is. En færi svo að sagan dragi svart
stryk unkir atburð þenna, þá er það
þjóðinogríkið, sem merkið ber. Ekki
er minsti efi á því, að hver einn og ein-
astí heiðarlegur borgari Bandaríkjanna
hefði kosið að Aguinaldo væri fangaður
á drengskapar vísu og riddaralegan
hátt. Þjóðin verðnr nú að hugga sig
við þessa setningu: “Tilgangurinn
helgar meðalið”.
Því er ekki að neita að Funston
herforingi er slsegvitur og hugaður, en
hætt er við að hann fái kalda viður-
kenningu fyrir verk þetta. Það má
vona það, að föngun Aguinaldos leiði
til friðar og sátta á milli Filipseyjabúa
og Bandamanna, enda heflr mikiu verið
offrað. Aguinaldo hefir verið drifhjólið
í sjálfsforræðisbaráttu e.vjamanna, og
hefir veitt Bandamönnum þungar bú-
syfjar, bæði með harðfengi og vitsmun-
um sínum, alt af frá upphafi ófriðarins.
Hann hefir ekki sparað Bandamenn
frekar en Spánverja. Að öllum líkum
fellir sagan þann dóm, að Aguinaldo
hafi hafist handa og staðið öndverður
yfirráðum Spáuverja, sem í flesta staði
voru ill og óhafandi. í fyrstu var
hann hlyntur Bandamönnum, því hann
hugði þá kotna í leikinn á milli Spán-
verja og Filipseyjamanna sem frelsis-
styðjendr.eræiluðu að hjálpa minnihlut-
anum, sem rændur var récti sínum.
En þegar það kom á daginn að ekki
stóð aanað á bak við ófriðinn en að
flytja Filipseyja-ofríkisklafann austan
frá Spáni og vestur til Washington, og
að eÍDS að breyta nafni klafaeigandans,
tók til vopna og barðist með sjálfsfor-
ræðiskröfu eyjabúa. Og verður slik
hugdirfska og dugnaður uppi um allar
aldir. Hann sá að eyjabúar höfðu
aldrei verið eins langt frá takmarkinn
og þá. Spánn var ríki á fallandí fæti
og smátt að virðingu, en Bandaríkin
hið virðingarmesta ríki i heimi, á
hraðstigu framfaraskeiði og auðugt.
Benti því alt á það eina og sanna, að
sjálfsstjórnar barátta eyjarbúa væri á-
rangurslaus, þar sem við slikt ofurefli
var að etja. Eu þrátt fyrir þetta er
ekki hægt að raska eða hrekja aðdáun
þá og hreystiorð, sem Aguinaldo hlýtur
nú um heim allan fyrir dæmalausa
vörn og vit, er hann hefir sýnt i ófrið
þessum. Hann hefir verið sú þyrni-
flýs, sem sárast og dýpst hefir stungist
í hold Bandaríkjastjórnarinnar nú um
langan tíma. Hann hafði svo árum
skifti haldið frægustu og mestu hers-
höfðingjum Bandamanna í úlfakreppu
með ógrynni liðs, svo þeir hafa ekki
getað stundum hreyft legg r.é lið, að
kaila má, Og af hans völdum er nú
grár þokufióki dreginn fyrir þann her-
frægðar röðul. sem Bandamenn voru
hreyknir af að stöfuðu af höfðum sér
er glimunni við spánska nautið var
lokíð. —
Þótt aldrei nema sjálfsstjórnar-
menn á Filipseyjunum reyndu að halda
ófriðnum áfram um stund, þá er öll
sjálfsstjórnar von þrotin um langan