Heimskringla - 02.05.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.05.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKIMGLA 2. MAÍ 1901. HeimskriDgla. PUBMSHED BY The Heimskringla News & Poblishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. Sl.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist f P. 0. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum. H. Ií. Baldwinson, Editor & Manager. Office ; 547 Main Street. P O BOX 407. íslendingar ákærðir. Prestafélagið heflr nýlega látið höfða saka mál mótí einum íslend- ing í Selkirk bæ, fyrir að búa með konu sem ekki er gift honum, eftir að hafa yfirgefið eiginkonu sína og ▼anrækt að veita henni og börnum þeirra lífeyri. Formlega sökin sem færð er á hendur manni þessum er, að hann vanræki að sjá eiginkonu sinni fyrir lífsuppeldi. En sú sanna undirrót málsins er vitanlega sú, að eigi allfáar persónur meðal landa vorra hér vestra—og nokkrar þeirra hafa • aðsetur í bænum Selkirk — hafa á síðari árum búið saman án hjónabands. Þessar persónur, sem fle8tar eru áður giftar, hafa verið ólánsamar í hjónabandinu. Sambúð þeirra hefir ekki verið ástúðleg og það hefir orsakað skilnaðinn, stund- um að sjálfsögðu með sameiginlegum vilja beggja málsparta. Eftir skilnaðinn hafa svo þessar per- sónur tekið sér aðra maka og búið með þeim' án þess fyrst að fá lög- legan skilnað frá eigin mökum sínum. Þetta hefir gengið svona í mörg ár, og þeim fer stöðugt fjölg- anndi sem fylla þenna hóp. Svo miki! brögð eru nú orðin að þessu meðal fólks vors á ýmsum stfjðum, að það er orðið að stórhneyksli í augum innlendra meðborgara, og prestafélaginu finst það vera siðferð- isleg skylda sín að ganga ekki leng- ur þegjandi fram hjá þessu án þess að taka lagalega í strenginn, til þess ef unt er að afmá þenna blett af þjóðlíkamanum. í þessu sambandi fórust séra Neil Hertnan í Selkirk, nýlega þannig orð, í viðræðu við einn blaðamann hér í bænum. “Sumir íslendingar í Selkirk þurfa að komast í skilning um, og til þekkingar á því, að í þessu landi ætti hver maður að hafa að eins eina konu, og að sú kona ætti að vera eiginkona hans, og eins það, að frjáls elska og fjölkvæni er viðbjóður í augum þjóðarinnar og verður að útrýmast,” Þetta eru þau grundvallar-atriði sem prestafélagið byggir málshöfð- un sína á. Málið hefir nú þegar verið fyrir rétti í Selkirk, en var skotið fyrir “Kings Bench”-dóminn hér í Winni- peg til endilegs úrskurðar. Vér skulum ekkert um það segja hvernig mál þetta kann að fara fyrir dómstólunum hér, en vér hvorki getum né megum lengur leiða hjá oss að leiða athygli landa vorra hér vestra að því, að hér er um stór-alvarlegt og þýðingarmikið mál að ræða, og að þeir ættu um- fram alt að gera sér það að helgri skyldu, að svo miklu leyti sem þeim er það mögulegt, að forðust að gefa tilefni til slíkra hneykslana, sem valdið hefir máli þessu, og sem kasta svo stórum skugga á þjóðlíf vort hér vestra, og gerir oss fvrirlit lega í augurn hérlendra meðborgara. Islenzku blöðin hér vestra virð ast að þessum tíma hafa veigrað sér við að hreyfa víð eða hræra upp f svonalöguðum málum Ef til vill hefir sú góðsemi þeirra verið óheppi leg, en þau, eða Heimskringla að minsta kosti, hefir skoðað slík mál varðandi að eins einstaklinga, og því ekki almennings mál nema að mjög litluleyti. En þegar svo langt er komið að einn stór Jöstur er orðinn þjóðernislega smittandi, svo að fólk vort í hópum er orðið gegnsýrt af honum, og setur með því svartan blett á þjóðflokksheildina og bakar henni vanvirðu í augum annara meðborgara, og þegar heil félög hér- lendra manna eru fyrir alvöru farin að gera lagalega gangskör að því að koma vitinu fyrir oss í þessum efn- um í þeirri von að geta raeð því vak- ið siðferðismeðvitund vora til heið- arlegra lifnaðar og meira í samræmi við lög lands þess er vér búum í. Þá er oss ekki lengur til setuboðið. Vér erum þá nauðugir viljugir knúðir til þess að hreyfa við málinu, og vér væntum svo góðs af lesendum blað- anna að þeir kannist fúslega við þá siðferðisskyldu, ekki sfður en áhug- ann fyrir sóma landa vorra hér vestra, sem knýr oss til að benda á það sem skaðlegt er fyrir virðingu og velferð fólks vors hér í landi, í þeim tilgangi að það sjái í tíma sóma sinn í því að kippa sem bráðast í lag því sem vit- anlega er ábótavant og réttilega að- finnsluvert. Það er annað en gaman fyrir oss íslendinga að verða að þola að það sé básúnað í hverju einasta blaði um alt Canadaveldi og vfðar, að vér séum óðfluga að verða landi þessu, ekki síður en oss sjálfum, til stærstu vanvirðu, fyrir taumlaust ástalíf, fjöl- kvæni og annað enn þá verra. Þó væri þetta þolandi ef vér hefðum það á meðvitundinni að vér hefðum sanna málsvörn og að slíkar sakar- giftir sem hér er um að ræða, væru ekki á rökum bygðar. En oss uggir að því miður verði oss fátt um vörn í þessu tilliti. Vér vitum og finnum til þess að þessar ákærur eru verð skuldaðar og að þeim er lítil bót mælandi, með því að það væri í raun réttri það sama sem að lýsa velþóknan á, og ala upp í fólki voru, þann ósóma sem þessari kæru hefir valdið. Að vfsu getum vér sagt að oss sé í þessu efni lítið ef nokkuð meira ábótavant en ýmsum öðrum sem ekki eru af ísl. kyni, en slfkar afsak- anir eru ónógar. Það lýsir lágri og oss ósamboðinni hugsjón að bera oss helzt saman við þá, sem standa á lægstu siðferðiströppu í mannfélag- inu. Vér verðum að miða miklu hærra ef vér eigum að geta haldið og verðskuldað þann orðstýr sem vér höfum þegar áunnið oss, sem einn af allra beztu útlendum þjóðfiokkum sem flytja til þessa lands. Vér vitum að lauslætislifnaður sá, sem hneykslað hefir prestafé- lagið, og sem þeir saka oss um sem þjóðflokk, er mjög algengur á fs- landi. Þaðan höfum vér fengið að arftöku þá hugsun sem hefir leitt oss afvega hér vestra. Á íslandi er slíkt algengt og hvorki blöð né yflr- völd þar hreyfa við því frekar, en ef það væri blátt áfram sjálfsagt að þeita gangi svona til, en hér í landi er slíkt algerlega mót landsins lög- um og siðferðistilfinning langtum meirihluta þjóðarinnar. I þessu landi er hjónabandið skoðað helg og bindandi stofnun, og skilnaðarlögin eru þannig, að hjóna- skilnaður er hér als ekki fáanlegur nema í gegnum rikisþingið, og þá að eins með því móti að hórdómssök sé ómótmælanlega sönnuð á annan málspartinn. Þess utan ko tar skilnaðurinn, þegar hann annars er fáanlegur,'nær §500.00 í peningum. Það er þess vegna ekki auðgengiðað honum fyrir fátæklinga- og þett,a veldur sjálfsagt að nokkru leyti því, að ýmsir landar vorir er skilið hafa við maka sína, hafa ekki fengið laga- legan skilnað áður en þeir hafa tekið saman við aðra maka og farið að búa og eiga börn með þeim. En lögin fjalla ekki um fátækt einstaklinga, þau heimta skilyrðislausa hlýðni þegnanna við þær reglur og þá siði sem mannfélagsheildin í því landi sem þeir búa í, hefir sett sér til eftirbreytni. Þetta þurfa íslend- iugar, eins og aðrir þegnar ríkisins, að þekkja og skilja, og þeir gerðu vel 1 því að gera sér Ijósa grein fyrir því, að þeim, eins og öðrum þegnum ríkisins, verður haldið ábyrgðarfull- um fyrir brot mót siðferðis- og vel- sæmislögum landsins. Vér teljum víst að mál það, sem getið er um hér að framan, sé höfðað sem bend- ing til þeirra, og að önnur svipuð mál verði látin fylgja á eftir þessu, ef þeir ekki í tima bægja fríviljug- lega úr vegi tilefnunum til slíkra rnála. Járnbrautasamningar Manitoba- stjórnarinnar voru ræddir í járn- brautanefnd Ottawaþingsins á fimtu- daginn var. Þeir sem þar töluðu móti samningunum voru þeir lög- maður Nesbitt og Mr. Bole. Lög- maður Nerbitt hélt þvi fram að þing- ið æt i að ónýta þessa samninga af því að fylkið hefði engan lagarétt til þess að gera kaupsamninga á eða eiga járnbraut í öðru fylki- Hann kvað Manitobastjórnina mega eiga hús og landeignir í öðrum fylkjum, en ekki járnbrautir. Að þessu leyti sagði hann að hver einstaklingur í Manitoba hefði meiri rétt heldur en öll íbúaheildin, því að undir lögun- um gæti einn maður eða prívat fé- lag átt járnbrautir og ráðið þar og flutningsgjöldum á þeim hvar sem er 1 ríkinu. En eitt fylki eða stjórn þess gæti þetta ekki, það gæti að eins átt brautir og ráðið þeim innan takmarka sinna eigin landamerkja. Ekki heldur geti fylkisstjórnin átt eða haft umráð yfir braut sem lægi suður í Bandaríkjum. Hann hélt því og fram að fylkið gæti ekki ráð- ið flutningsgjöldum af því að sá rétt- ur væri stjórnarskrálega í höndum Ottawaþingsins, og að Ottawaþingið gæti ekki gefið þann rétt eftir, og mætti þess vegna ekki samþykkja samningana. En jafnframt játaði hann að það kynni að mega fá brezka þingið til að staðfesta þessa samninga, ef Ottawastjórnin vildi ekki gera það. En hann áleit að Ottawastjórnin mundi verða ófús til þess að láta málið fara svo langt. Mr. Nesbitt játaði að það væri ekki stjórnarinnar að taka neitt tillit til þess hvort þessir samningar væru illir eða góðir í eðli sínu, henni bæri að eins að gæta lagaréttarins og sjá um að stjórnarskráin væri ekki brotin. Mr. Nesbitt (sem auðvitað er keyptur umboðsmaður C. P. R. félagsins í þessu máli) bauðst til að rita grein sem hann óskaði að þing- nefndin setti inn í samníngana. Nefndarmenn hlógu mikið að þessu tilboði og það komst ekki lengra. Mr. Bole, frá Winnipeg, talaði næst og var ekki búinn með ræðu sína þegar fundi var frestað. Það er auðséð á fréttum blaðanna af þessum umræðum í Ottawa, að nálega allir nefndarmenn, og fiestir ef ekki allir ráðgjafar stjómarinnar, eru með samningunum. Menn sjá hve undur heimskulegt og ósanngjarnt það uppástand er, að hver maður innan fylkisins hafi meira lagalegt frjáls- ræði, og sé rétthærri til að eiga og stjórna járnbrautum í ríkinu heldur en öll félagsheildin. Önnur eins krafa hefir víst ekki áður verið bor- in fram í nokkru máli nokkurstaðar í hinum mentaða heimi, og það er alveg óhætt að fullyrða að Ottawa- stjórnin og þingið þar lætur sér ekki detta í hug að byggja neitun samn- inganna á nokkram slíkum flónsku grundvelli. Enda neyðast þau Free Press og Tribune, sem bæði eru sterklega á móti samningunum, til að játa að þingnefnnin sé nálega ein- dregin með samningunum, að eins Puttee og Richardson eru á móti þeim, en bæði Sifton, McCreary, Boyd og aðrir þingmenn Norðvesur- landsins og British Columbia eru allir með þeim. Vöxtur-CaDada. Það er ekki ófróðlegt, f sam- bandi við manntalsskýrslur þær sem nú er verið að taka um alt Canada- veldi, að gera sér grein fyrir vexti þessa veldis á síðustu öld og þó sér staklega síðustu 50 árum. Það er að vísu als óhægt að komast að nokk- urri vissu um fólksfjölda landsins á ýmsum tímum á fyrri helming aldar- innar af því tvennu að manntalið var ekki tekið f öllum héruðum landsins á sama árinu og ekki eins nákvæmt þegar það var tekið eins og gert er nú á dögum. Ekkert manntal var tekið 1801. en oftir manntali því að dæma sem tekið var 1797, þá erætlað að milli 295,000 og 300,000 íbúar hafi þá verið í öllu ríkinu, litlu fieiri en nú er í borginni Montreal. Fyrsta manntal áöldinni var tekið 1806, þá voru í New Brunswick 35,000 manns, í Prince Eawards eyjunni 9676, Nova Scotia 65,000 Quebec 70,178 og í Ontario 250,000 manns als í Canada 426.753. Framan, af Öldinni voru mann- tölin fá og óregluleg, en þó stöðug fólksfjölgun, og ýms þorp og bæir, sem nú eru stórar borgir minduðust á því tímabili árið 1848 var tekið manntal í ýmsum bæjum er sýndi að f Ottawa voru íbúarnir .... 6,275 Hamilton.................... 9,889 Toronto.................... 23,50S London...................... 4,584 Kingston.................... 8,300 Niagara..................... 3,100 Brantford................... 2,250 Peterboro................... 1,906 Woodstock..................... 431 Árið 1851 voru íbúarnir í Quebecfylki............... 890,261 Ontario................... 952,004 Nova Scotia............... 276,000 New Brunswick............. 193,800 Manitoba.................... 5,391 als.... 2.382,456 Þá voru hveiti akrar ríkisins 1.136,311 ekrur og öll uppskeran 16.155,946 bushels, þettað er hér- umbil helmingur á móts við þaðland sem Manitoba búar einsamlir sá í á þessu ári, á síðastl. ári var hveiti uppskera í Ontaro-fylki 30186,000 bushels. Allar útfluttar vörur frá Canada voru 1851 §56,638 en á síð- asta ári voru þær metnar §13,692,000. 1851. voru allir sáðakrar í Ont- ario 2.274,476 ekrur, en í fyrra voru þeirorðnir 8.753,926 ekrur. Fram- leiðsla Canada var um miðja öldina smör, ostur, og ullar- og líndúkar og Maplesykur, af honum voru þá fram- leidd nálega 10 millíónir punda þá kostaði hveiti §1 bush. Hafrar 25c. bush. baunir 75 c. bush. og hey §10 ton, á þeim tíma voru fleiri bankar en vínsöluhúsin í ríkinu en nú er þeim tölum öllum umsnúið; 30 árum síðar, 1881 var íbúatalan í Montreal orðin 155,237 og 10 árum síðar 216, 650 á sama tímabili hafði fólkstalið í Toronto aukist upp úr 96,196 í 181, 220, og í Victoria B. C. úr 5,925 í 16, 841 manns. jin Winnipeg hafði til- tölulega mesta framför, fólksfjöldinn jókst úr 7,985 upp í 25,642 sem jafn- gildir 221% aukning, á þessdm tíma varð Winnipeg 9 stórborgin í Cana- da, nú vænta menn að bærin taki 6 sæti að ofan þegar næstu manntals- skýrslur eru auglýstar. Fólkstal í bæjum er nú 29% af allri þjóðinni. Stefnan hefir í mörg ár verið að auka fólkstal bæjanna að tiltölu meira en sveitanna. Fölkstal ríkisins í heild sinni hefir verið; 1801. 296,500. 1851. 2, 382,456. 1861. 3,090,583. 1871. 3, 635,024. 1881. 4,323,810. 1891. 4, 835,239, og nú 1901 er búist við að það verði sem næst 5.360,000 manns. Fjármál Breta. Brezka þjóðin var á nálum um nokkrar undanfarandi vikur út af ó- vissunni um stefnu stjórnarinnar í fjármálum landsins. Allir vissu að breyting var í vændum og að stjórn- in mundi leggja nýja skatta á þjóð- ina. Fólk vissi að hún var f pen- ingaþröng í tilefni af Búastríðinu og að hún varð að fá sér auka inntektir á einhvern hátt. Menn biðu því ó- þreyjufullir eftir fjármálaræðu Sir Michael Hicks Beach, sem hann flutti þann 18. Apríl síðastl. Hann talaði í rúma tvo kl.tíma, og skýrði fjárhag Iandsins fyrir þjóðinni. Hann játaði hreinskilnislega að Búa stríðið hefði nú þegar kostað brezku þjóðina 750 milliónir doll., eða helf- ingi meira en Krím strfðið, og kvaðst vona að þingið sæi með sér að þetta stríð, sem nú kostaði þjóð- ina hálfa áttundu mi-11. doll. á, hverri vi ku, væri rétt að segja búið að eyðileggja landið fjárhagslega (bring the conntry to the verge of ruin). Þess vegna væri það nauð- synlegt að leggja nú aukna gjald- byrði á þjóðina, og stjórnin hefði komið sér saman um að gera það þannig. 1, Að hækka inntektaskatt lands- búa úr 12 upp í 14 pence á hvert pund sterling. Með þessu móti von- ar hann að fá 19 mill. doll. auka- tekjur á ári. 2, a) Að leggja 4 shillings og tvöpence á hver (12 pund af filbúnu sykri. Sikur- eyðslan á brezku-eyjun- um sagði hann væri 56 pund á hvert mannsbarn á ári. Skatturinn kvað hann ekki mundi auka sykurverð meira en 1 cent pundið að jafnaði. b) Á síróp og sfrópstegundir leggjast 2 shillins á hver 112 pund. c) Á Glucose leggjast 1 shill- ing og 8 pence á hver 112 pund. Það er búist við að fá í auka inntekt á á ári af þessum iiðum 251 mill. dolk 3. Útflutningstollur verður lagð- ur á kol svo nemur 1 shilling á hvert tonn, það gefur stjórninni 10£ mill. doll. auka inntekt á ári. Alt þetta gefur stjórninni 55 mill. doll. auka inntektir á ári. Engir skattar verða lagðir á innfluttan varning, og engir auka- skattar á bjór, vín, te eða tóbak. Stjórnin tapaði á síðastl. áai 20 mill. doll. inntektum af ölföngum frá því sem vant er að vera, og það kvað hann vera af þvf að svo margir bjórdrykkjumenn væru nú í Suður- Afríku. Tekjuhalli ríkisins á síðasta ári voru um 260 miliónir doll. Á- ætlaðar inntektir á næsta ári 940 mil. doll. Þjóðskuldin Jókst um 55 mil. doll. á síðasl ári og er nú als 687| mil. punda. Af skýrslu þessari er það Ijóst að Bretar eru enn í peningaþröng, enda á nú að taka nýtt lán upp á 300 mil. doll. til að standast kostn- aðinn við herleiðangrana í Afríku og Kína. Reikningsfróðum mönnum telst svo til að Búastríðið hafi kost- að Breta yfir 50 þús. doll. fyrir hvern fallin Búa, og eru það lang- dýrkeyptustu menn sem nokkurn- tíma hafa fallið í stríði svo sögur fari af. \I AN. 18. Apríl 1901. (Frá fregnrita Hkr.). Herra ritstj. Tíðarfar: Snjór og kuldi. Að víau var nú fyrir nokkrum dögum orðin auð jörð og akuryrkjuvinna yfirleitt byrj- uð, en blautt var og vont yfirferðar. — Aðfaranótt þess 15. gekk veðrið í norð- austan hríð og snjór féll um 4 þuml.; mest af þessum sDjó ótekin enn;[útiitið því óvorlegt og veðrátta ömurleg; kem- ur þetta tiðarfar sér illa nú um Jþetta leyti árs því margir hafa mikla vinnu að gera á ökrum sínum í vor, og þar sem bændur munu mest vera komnir upp á guð og náttúruna, er vonbrigðin svekkjandi fyrir þá—þegar guð bæn- heyrir þá ekki, eða náttúran er eins og hálf kesknisleg og bregst þeim. Nýlega fór hér fram leikur. Tog- uðust menn á, 3 á móti 1: jAfl ræður úrslitum”, sögðu þrímenningar; grófu þeir sér holur til að spirna i, og mökk- uðu mjög saman, kinkuðu kolli ogjlétu drýgindalega. ‘ í dag vil ég byrja”, sagði einverji, “og sjá hvernig leikar fara, en ekki megið þið spirniholur grafa eða nokkrar brellur brúka, viljég sjálfur fara að öllu sem réttast og líkt því sem tíðkast upp á praktiska vísu”. "Við erum 3 á móti 1”, sögðu þrímenn- ingar”; í dag byrjum við ekki, ekki fyr en okkar dagur er kominn; við ráðum, einverji, eins og við skulum sýna þér, er til togs kemur; þinn vilja metum vér að vettugi, vér ernm þér sterkarí; heldur þú að við brúkum brellur? þú ert bæði heimskur og illgjarn!,’ Voru þeir kumpánar óðamála; slógu um sig og gerðu gust. Nú kom hólmgöngu- dagur. Sem nærri má geta var ein- verji kraftajötunn, en þrímenningar voru allir kraftasmáir. í pukri grófu þeir gröf nokkra, lótu þeir fáeina vini og vandamenn kúra þar og lótu svo spotta úr hárfínu hialíni liggja úr hönd- um þeirra í þann enda kaðalsins, sem þrimoaningarnir höfðu. Var nú riðið geyst og látið slarka yfir fen og foræði á hinn djai fmannlegasta hátt þar til komið var á hólmgöngustað.ffJEinverji kom siðla dags, þrej’ttur og móður.Iþví hann varð að vinna í sveita síns andlit- Is fyrir brauði sínu. Var svo farið að toga. Þuldu þrím. bænir sínar og ó óænir. hólmgöngulög og mæltu mað á- hrinskrafti. Var nú þæft, en lítið gekk. Hinn sterkasti af þrim. brá nú fingrum í munn sér og gerði hvin nokk- urn. Gripu nú hinir huldu menn í hía- linssp^ttann. Þoldi einverji ekki þessa sameinuðu krafta; var hann ofurliði borinn og dreginn flatur. Heyrðust þá sköll og gleðilætl þrím. og hinna huldu krafta. Sá |>á einverji að hann haiði verið brögðum beittur, og sigur í skap af réttlætistilfinningu. Kveður hannþrím. hafa farið ólöglega ogó- drengilega að og segir hólmönguna ð- merka, og velurhann þrím. nokkur viðeigandi óþvegin orð. Verða hinir þeir reiðustu og kveða að “afl ráði úr- slitum". Alt í einu kemur maður að; sá er roskinn, en heljarmaður að vexti; alvara og strangleiki skín úr andliti hans Spyr hann hvað hér sé um að ræða, Er honum sagt af létta. Bregst hann birstur við og skorar á þrím. að taka kaðalinn aftur, en hann og ein- verji toga á móti. Verður þrím. felmt við, en þora ekki rd mæla á mótí. Er nú togað sem verða má af þrím. og hin- um duldu, en leikurinn fer svo, að fyrst toga hinir tveir alla hina úr holum sín - um, gefa svc kaðalinn eftir, en hinir toga í. Varast þeir þá ekki að í holum þeirra verður þeim fótaskortur og detta kylliflatir; skilja þeir þá einverji og hjálparmaður hans og draga hina eftir sér, en gengu sjálfir sigri hrósandi af hólmi. Samkoma var höfð hér í félagshás- inu 3. þ. m. til arðs fyrir húsið. Pró- gram var litið, en eftir vanda góð upp- fylling í ræðustað, eða nógu fullkomið efni út af fyrir sig sjálft. xfligiveit ég hvað húsið græddi við samkomuna. Margir hér fá útsæðisstyrk frá sam bandsstjórninni. Lög Manitobaþings- ins um fjárveitingar til sveitarfélaga komu helzt til seint út, svo menn gæti fengið útsæði gegn um sveitarstjórnir; en sama er hvaðan gott kemur. Póstflutningur til Sinclair og Bar- dal pósthúsa er nú fluttur til Sinclair Station í staðin fyrir til Reston, sem áður var. Lestir ganga nú reglulega 3 i viku vestur á enda Pipstone-braut- arinnar Kola. Fáeinir landnamar ís- lenzkir hafa bætat hér við þÁta vor.— Meira landrými enn, Talsvert töluðu menn hér um samn ing fylkisstjórnarinnar við N. P. og C. N. járnbrautafélaga. Eftir því sem menn hugsuðu meira og kyntust bet- ur málavöxtum, urðu menn minna hræddir við afleiðing þessa geipilega fyrirtækis, og mikið far virðist sem sumir hafi gertsér um að halda fundi, senda nefndir til Ottawa og fordæma mál þetta. Sambandsstjórnin munfara sínu fram þrátt fyrir þau gífurlegheit. Indiánar spá miklu sprettiári þetta ár; betur væri það rættist. Hinn stríð- andi bænda lýður þarf þess yfirleitt. Allir samgleðjast Ný-fslendingum um vissu fyrir járnbraut inn í nýlend- una. Og rétt var það af blaði yðar að vera Mr. McCreary þakklátt fyrir hina duglegu og drengilegu framkomu hans á þingi. Hver maður og og hvert mál á að fá þá viðurkenningu, sem hann eða það á skilið, hvað sem flckksspurs - málum líður. . Vænt þykir mönnum um að C. P. R. á að fara að meðtaka eignabréf fyrir löndum þess, svo það félag verði skatt- greiðandi í fjárhirzlur sveitarstjórn- anna. Það er kominn timi til þess. Éins er það heppilegt í þessu sambandi, að stjórnin borgt allankostnað með að fá það piófað fyrir dórastólunum hvort félagiðsé ekki skyldugt að greiða skatt, Og eins kostnað við málarekstur sveit- anna við félagið út af skattgreíðslu til þeirra. Delpit-hjónaskilnaðarmálið í Que- bec vekur talsvert athygli, þar sem hjón n eru bæði kaþólsk, en gefin sam- an af Protestantapresti. Konan bað um skilnað vegna illrar meðferðar á sór af manninum, þá rauk bóndinn (Mr. Delpit) til og kærði málið fyrir yfir- völdum kaþólsku kyrkjunnar. Þau viðurkendu eða úrskurðuðu giftingu Mr. og Mrs Delpit gersamlega ólög- mæta, þar sem þau, bæði kaþólsk, hefðu verið gefin saman af jjrotistanta presti. Þessu var svo áfríað til dóm- stólanna. Landslögin í þessu eru ekki í samræmi víð lög Kapólsku kyrkjunn- ar, þvi dómarinn dæmdi giftinguna f alla staði löglega. Búist er við þrefi og þjarki út af þessu og kannske uppi- standi. Hún er undir sig svælandi, kúgandi, fáfræði alaudi, sú hin kaþ- ólska kyrkja. Mikill er munur á lútersku kyrkj - unni, þó smá meinlausar, mórau ðar sálir finnistí þeirri kyrkju “vorri". ÚR BRÉII FRÁ DAWSON CITY, dags. 7. Apríl 1901, ....Hér gengur alt sinn vana- gang. Allajafna eru að koma fróttir um að gull hafi fundist á hinum eða þessum læk; hlaupa menn þá hver i kapp við annan til að ná haldi á náma-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.