Heimskringla - 02.05.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.05.1901, Blaðsíða 1
Heimskringla er gef- in nt kvern fimtudag af: H imskringla News and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið $1.50. Borgað fyrirfram. Nýír kaupendur fá í kaupbætir sðgu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 19u0. Verð35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 2. MAl 1901. Nr. 30. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Ottawastjórnin hefir ákveðið að hækka laun allra ríkisþingmannanna úr 31000 umárið, eins og nú er, upp í $1500 um árið. Hraðfrétt frá Kaupmannahöfn, dags. 22. Aptíl. til blaðsins “St. Paul DecpatchJ, segir stórkostlega kolanámu fundna á íslandi. Náma þessi er sögð í eða hjá Norðfirði á Austurlandi og er talin aö liggja langt inn í land. Kolin eru sögð góð og stærð námunnar svo mikil að kolin mega heita óþrjótandi.— Betur að satt væri. Ottawastjórnin hefir sett í næsta árs útgjaida áætlun sína fyrir aðgerð á Am og brúm og hafnbótumí Mani- toba $8000; fyrir bryggjur við Wkini- pegvatn $600«; fyrir lækkun Manitoba- vatns $5000; fyrir viðgerð á brúm, ám eg hafnbótum i Norðvesturhéruðunum $5000. British Columbia-stjórnin hefir tek- ið sér fasta stefnu í járnbrautamálum fylkisins. Hún fer að dæmi Manitoba- stjórnarinnar og heimtar rétt til að ráða flutnings- og fargjöldum með öll- um brautum, sem stjórnin styrkir, og e;ns beimtar hún kauprétt á þeim. Joseph Martin fylgir hennl í þessu máli. Oufuskipið Empress og China kom til Vancouve^ 23. Apríl með 500 Kín- verska innflytjendur. C. P. K. félagið borgaði stjórninni um $50,000 innflutn ingstoll af mönnum þessum. Það er $100 fyrir hvern maun. En ef nokkrír eru í hópnum, sem áður hafa verið bú- settir í Canada, þá skilar stjórnin fé- laglnu aftur $100 fyrir hvern þeirra. Sagt er að ýmsir af mönnum þessum muni siðar ætla að sötjast að í New Mexico i Bandaríkjunum. Einn belgiskur höfðingi, að nafni Leopold De Melville, var nýlega tekinn fastur i New York, kærður um að eiga of margar konur. Lögreglustjórnin þar er nú búin a0 fá vitneskju um að hann mnni hafa gifst um eða yfir 50 laonnm. Margar af þeim eru á ýmsum stöðum i Bandaríkjunum. Sjálfur sagði Melville, þegar hann var handtekinn, að hann ættí svo margar konur að hann myndi ekki nöfn þeirra allra. Frederick P. Fish, forseti Bell tele- phone Co., á að fá $100,000 árslaun frá 1. Júlí næstkomandi. Lyfjagerðar verksmiðja sprakk i loft upp í Frankfurt á Þýzkalandi i siðustu yiku og varð um 150 manns að bana. 20 bankastofnanir i Japan hafa orð ið gjaldþrota. Þær voru flestar smá- stofnanir, og ríkisbánkinn í Japanhefir komið þeim til hjálpar, en stórbánkar ríkisins standa á föstum fæti og tiltru útheimsins á landinu er óskert, þó allir viti að þar sé peningaekla og landið skuldugt. Maður nokkur í Bandarikjunum er nú að leita að konungsefni fyrir Ser- víu. Segir hann að maður að nafni Andre Bogne de Lasar, sem nú búi á landi nálægt Dedge City i Kansas, sé ómótmælanlegur ríkiserfingi íierviu. l.eitandi ætlar að finna de Lasar og taka hann með sér til Servíu og búa hann undir að taka þnr við ríkisstjórn. í orði er að Dominiouetjórnin láti setja upp riftiakúlugerðaverkstaéði í Winnipeg innan skamms. Voða regnstormur mtð þrumum og eldingum æddi yfir part af Manitoba á fimtudagskvöldið var og gerði allmik- inn skaða á sumum stöðum. Mestur varð skaðinn i bæjunum Rosser og Stony Mountain. í Rosser fuku ýms hús og önnur skemdust allmikið og ýmislegur annar skaði varð af storm- inum svo sem gripadauði. í Stony Mountain fauk efsta “tasian” af stóru tvíloftuðu hóteli og bar vindurinn hana um 300 fet í burtu. Talsverður skaði varð og á sumum öðrum stöðura í fylk- inu. Það er talið líklegt að Joseph Mar- tin verði gerður að dómsmálastjóra i Dunsmuir-stjórninni í British Colum- bia. Maður nokkur f Fargo í N. Dakota hefir fundið upploftþrýstivél, er frapa- leiðir afl án þess að eyða nokkrum eldi- við. Vél þessi er fylt með þrýstilofti þar til 20 punda þungi er fengin á hverjum tenings þumlungi. Þá byrjar hún að vinna og framleiðir sjálf sitt eigið hreyfiafl. Það er álitið að með þessu só ráðin gátan um það hvernig knýja megi skip á sjó og lestir á braut- um án þess að nota eldivið. Fréttir frá Cape Nome segja 200 manna hafi dáið þar í ofsaveðri, sem þar kom í vetur, Frostið hafði verið svo grimdarlega mikið að engin mælir þar gat mælt það. 1000 ræningjar réðust nýlega á brezka hersveiti Kína og varð mann- fall mikið. Hopuðu Bretar undan og leituðu sér frekari liðstyrks. Ottawastjórnin hefir lagt fyrir þing- ið frumvarp til laga um að gera 24. Mai viðvarandi frídag í Canada. Það er talið víst að þetta verði samþykt í einu hljóði. Dagurinn á að heita Victoriu- dagur. Pan-American-sýningin i Buffalo var[opnuð í gærdag. Þýzkur maður að nafni Blend, skaut og drap landa sinn nálægt bæn* um Whitemouth á laugardaginn var. Hudsonsflóa-félagið sendi nýlega frá Winnipeg 2 járnbrautavagnhlöss af hveitimjðli til Hudsons Bay. Þangað liggur engin járnbraut, en vegalengdin er sögð að vera um 700 milur frá TFin- nipeg. Félagið varð þvi að senda mjöl- ið alla leið til Englands og svo þaðan aftur vestur til Hudsonsflóans nálægt 7000 mflur alls. Ottawastjórnin kvað hafa ákveðið að lækka gulltollinn í Yukgn niður úr 10 per cent, í 5% af gulltekjunni. 20,000 manna er sagt að hafi dáið úr hungri i tveimur híruðum i Rúss- landi í siðastl. máuuði. Það er talið vist að margir tugir þúsundir muni falla hungurmorða áður en hægt er að ná þessa árs uppskeru úr jörðinni. Landstjórnin er algerlega ráðalaus með að!veita hjálp. Fréttir frá Rússlandi segja að verzl- ucardeifð sé þar mjög mikil; 400 verk- smiðjur í einu héraði hafa hætt fram- leiðslu og tugir þúsunda manna og kvenna ganga iðjulausir og allslausir. Sama frétt segir framtíðarhorfur þar i landi vera voðalega ískyggilegar. Skip nokkurt frá New Orleans til Genoa tafðist svo mjög á sjóferð sinni, af því að vélarnar biluðu og þurfti langan tíma til að gera við þær, að skipið varð kolalaust langt út í hafi. Skipstjóri tók þá það ráð að láta brenna sykri, sem skipið hafði meðferð- is, i stað kola. 3000 tunnnm af sykri varbrent undir gufukötlunum og náði skipið að síðustu lendingu á fyrirhug- aðri höfn. Bretar hafa fundið 20 Krupp-fall- byssur og afarmikið af öðrum skot- vopnum og skotfærum. Keisaraekkjan í Kina hefir valið sex manua nefnd til að annast rikis- stjórn þar í landi, og er gamli Li Hung Chang formaður þeirrar nefndar. Hann er því eins og nú stendur aðalrikis- stjóri, enda talin hæfastur allra manna i Kina til þess starfa. Þegar atkvæði voru tekin í brezka þinginu um hina ýmsu liði fjárlaganna þá hafði stjórnin að eins um 30 atkv. um fram og er það talið hættulega lít- ið, þar sem um 700 þíngmenn er að ræða, og í svo þýðingarmiklum mál- efnum. Tvær vagnlestir með fólk frá Banda rikjunum og búslóð þess kom hingað á fimtudaginn var. Fólk þetta ætlar að taka sér land i Manitoba og Norð- vesturhéruðunum, Oss er sagt að 60 per cent af öllum innflytjendum til Norðvesturlandsins flytji inn i Edmon- ton-hóraðið. Thorgeímur Thorgrímsson. Thorgrímur Thorgrímsson. Thorgrímur heítinn Thorgrímsson var fæddur 26, September 1868, iólafs* víx í Snæfellsnessýslu. Foreldrar hans voru Torfi Jörgen Thorgrimson verzl- unarstjóri í Ólafsvík, og Sigríður Ara- dóttir Johnsen frá Hafnarfirði. Thor- grirnur heit. var yngstur af 7 börnum þeirra hjóna, og er nú að eins eitt þeirra á lifi, sem er María, kona séra Helga Árnasonar prests að Nesþingum i Snæ- fellsnessýslu. Thorgrímur heit. flutt- ist til Vesturheims i Ágúsmánuði 1887, Dvaldi hann þá að eins stuttan tima í Winnipeg; gaf hann síg síðan að járn- brautavinnu, sem ha'nn stundaði alt til dauðadags. — Áriðl897, 29. Júní, gckk hann að eiga ungfrú Salome Pálínu Hjálmarson, prófasts frá Hítardal. Þau eignuðust eitt barn, sem að eins lifði fáar klukkustundir og var nefnt Torfi Sigurður, fæddur 2. Aprill900. Thorgrímur heit. var mikílmenni til likama og sálar; höfðingi í lund og sjaldgæft mikilmenni. Hann var vel mentaður maður, kunni þrjú tungumál fyrir utan móðurmál sitt, Hann unni islenzku og islenzkum bókmentum og var'yfir höfuð Islendingur, í orðsins fylsta skilningi; gestrisinn mjög og skemtinu. — Thorgríms heit. er sárt saknað af öllum þeim, sem þektu hann því í honumer farinn vinur, vinur, sem i raun reyndist. ■II ————— En ekkjan, já, hún hefir mist mest; hún hefir mist alt sem hún átti. Á einu augnabliki var hún svift um- hyggju og ástúðlegri sambúð elskulegs eig'inmanns, sem var henni alt í öllu. Jarðarför Thorgríms heit. fór fram í Rat Portage á páskadaginn, þann 7. April, frá svensk-tútersku kyrkjunni undir umsjón “Independent Order of Foresters”, að viðstöddum fjölda manna. Hann hafði verið meðlimur þess félags að eins i 45 kiukkustundir. Keewatin, 16. April 1901. Vinur. Þorgrímui Þorgrímsson, Fæddur 26. September 1868. Dáinn 5. Apríl 19(Ji. Ó, lífsgolan bylur svo bitur og grimm. að brestur i hjarta og tangum, ogskýin þau fylkjast svo döpur og dimm, að dagsljósið sortnar fyr’ augum. Æ, fregnin er bitur og svíðandi sár og sorgina grefur i hjarta, að vinurinn hrausti sé horfinn, og nár um hádegi æfinnar bjarta. Og það mátti S6gja hann valmenni var og virtur af kunnugum grönnum; og höfuðið bæði og herðaruar bar svo hátt yfir fjðldan af mönnum. Og frjálsara lyndi og fjörugra mál og frækleik jog höfðingsskap mesta, og þróttinn í mundu og þróttinn í sál hann það bar svo langt yfir flesta. Hér sefur nú vært hinum síðasta blund Og syrgður af fljóðum og körlum, hinn djarfhuga maður með dáðrakka lund og dugandi i mannraunum öllum. Nú ástvinir kveðja þig siðasta sinn, og saknaðar flóa í tárum, og ekkjan mest harmkveður ástyininn sinn, og úthellir vonum og tárum. Með hugraunastríði og svellandi sár hún syrgir nú ástina þina, og höfug og þrungin mörg hrynja’ hennitár á hjartkæra minningu þina. Ó, sofðu í friði við algleymis óð í eilifu friðar heimkynni. í kveðjustað, vinur, ég legg þetta ljóð sem laufkrans að gröfinni þinni. U. Þ. Eftir Stephan G. Stephansson. IX. Sjöundi dagurinn. Á segs dögum skapaði Guð’ himin og jörð. Hann fann upp eitthvað nýtt hvern þann dag. Sjöunda dag- inn hvildist hann. Eða, sama sem— hann skapaði þá bergmálið, prestana og ritstjórana. Rugl og rímbeglur. Eftir Stephan G. Stephansson. I. VIÐ TÆKIFÆRI. Á daginn kafinn óða-önn í að fá að lifa! Stel af svefni stuttri spönn Stundum til að skrifa. Þó að hönd sé þreytt og aum Þrek ei hugann brestur; En orðtn verða “ill*í taum“, Eins og lúinn hestur. Líf er handviss fýlu-ferð, Full af vanda nógum; Stríð við fjandans flugna-mergð 1‘flóum, sandi, skógum. Einn að róla sér, með sitt, Soll og ólund flrtir — Út’ um hóla’ er yndið mitt Efafsólu birtir. |" Vísu efni:— “Mér þykir þessir smá-fuglar fara illa meðhafranaþina, Stefán.’ Nágranni. 1 Ég veit hvað svöngum vetur er— Þú veist það kann ské líka.” ^ Þorsitenn Erlíngsson. Um þessara fugla Þorra-töf Því er til að gegna : Ég tók þá af Guði’ á gjöf Greyin — Þorsteins vegna. II. Vísur sem enginn vill eiga. Dugar ei hót þó hönd þess manns Heiti leyni sínu, Forug þekkjast hunds-spor hans Hreint á hverri línu. Ég sálar-hag hans Sáms mér leiði hjá— Um sannfœrlng hans þess má að eins geta: Að stjórnar-hreppinn henni steypti’ ’ann á, Hjá húsfrú Kyrkju varð hún niður- seta. Skraf-flnnur, skrumari, flón — Hafl skáld verið til í þér Jón: —Hver óvitlaus efa’ á það dróg— Eins og stagkálfur, stundum Á stall sem við bundum, Það baulaði bara og—dó. III. ÚR PÓLITÍKINNI. Hann fer hvert sem veltur vömbin Viljurðu “þekkja tak“ á honum— Eins og heima alin lömbin Eltir þann, sem “gefur“ honum; Andlegt brot af “almenningi", Allra-gagn á hverju þingi; Þetta’ er mesti meinleysingji — Mundu bara: að “gefa“ honum! IV. SEÐLARJOGSENDIBRÉF. Þó að kvöldi’ um kvæðin mín, Kvakar fjöldi róma. Nýja-öldin eflir þfn Óðar-völd og sóma. f Vísu-efni: Eg er að verða af ■ því fár, EHin hrukkar brána; J Nú eru flest min höf- • uð-hár Hræðilega’ að grána. þ Sigurður Jónsson frd Viðimýri. Stilt er tíð—ei þvingar það Þrjósku-hríðum drifnum! Lognsins blíða laðast að Löngum hlíðum snivnum. Et fjör og græska hörfa’ í hlé Hugur æskir betur- Hverfl æskan, ellin sé Eins og gæsku-vetur. Úr bréfi til ritst. “Heimskr.41 KœRi VIN:— Það markverðasta sem komið heflr fyrir síðan ég skrifaði þér sfðast, er að Mr. Emilio Aguinaldo heflr verið tekinn til fanga. Eins og við mátti búast þá eru dómar manna mjög misjafnir um þenna sögulega við- burð. Eins er um leigutól auðvalds- ins; þau blöð sem í pólitiskum skoð- unum eru bergmál eða endurskin af Mark Hanna-veldi, virðast vera f vandræðum hvað eigi að gera við fangann, því Washingtonstjórnin heflr enn ekkert látið opinskátt hvað gera skyldi og leigutólin eru hrædd um að þau geti styggt hans hátign, ef þau skyldi í einfeldni opintera einhver sav.nindi f sambandi við þetta Filipps eyja brask stjómarinn- ar. Þau hafa margra ára reynslu við að styðjast, þau vita að sann- indi er varningur sem Mark Hanna metur að engu, borgar ekki með einum eyri. Það stendur lfkt á fyr- ir þeim eins og embættis undirtill- unni, er ég nefndi í sfðasta bréfl mínu, daglegt brauð aflað án sann- færingar bragðast betur í munnum þeirra heldur en að draga fram Iffið undir merkjum einlægni og sann- færingar.— Það er því brennandi spursmál á vörum þjóðarinnar, hvað á að gera við Mr. Aguinaldo? Einstöku hundtrygt blað heflr haldið fram þeim skoðunum að rannsaka mál fangans fyrir herrétti í Manila, því þau álitu sjálfsagt að fanginn yrði dæmdur til dauða, og það hefir þeim fundist vera í nánu samræmi við ræður atkvæðasmala Mark Hanna síðastliðið haust. Þá eru bæði blöð og pólitiskir þjóðmálaskúmar er halda því fram að varsamt muni vera'að taka Aguinaldo af lffl, enað dæma hann í lífstíðar útlegð á eyj- unni Guam, sem er nú orðin amer- isk St. Helena, eða Síbería.. Svo eru enn nokkrir sem álíta að sam- kvæmt öllum mannúðarreglum sið- aðra þjóða, þá hafi hans hátign, McKinley, hinn fyrsti keisari Filips- eyjanna* engan rétt að meðhöndla *) Þeim sem i einfsldni líkar miðar ad óg kalla forseta Bandaríkjanna keis- ara Filippi-eyjanna bendi éj? vinsam- legast á gerðir öldungaráðsins síðustn dagana af þingtímanum, þeir munu þar sjá að hann (forsetinn) hefir eins ó- takmarkað einveldi yfir eyjunum eins og keisari Rússa hefir. Þeir munu sjá að flokksbræður hans greiddu atkvæði gegn hverri þeirri uppástnngu sem upp var borin tll að ringa veldi þessa ó krýnda keisara. Þeir munu sjá að sumir af hinurn allra heiðarlegustvt ðld- ungum, t. d. Harr og Tillen, bentu á að stjórnarskráin væri fótum troðin. En það erínú sannað, að þegar um tvent er j ar velja, stjórnarskrána eða boðorð ’ Hanna, þá er stjórna-skránni vikið til hliðar, en boðorð Mr. Hanna látin gilda. G A. D. fangann öðruvfsi en hvern annan stríðsfanga, er vér (því ég er í tölu þeirra) vitum og kunnum gamla máltækið “hver kann að segja við kónginnjhvað gjörir þú.” Það’eru nær því þrjú ár síðan Mr. Aguinaldo var fluttur til Manila áeinu af herskipum þeim er Mr. Dewéy hafði til umráða, hann steig á land hjá hervirkjum Bandaríkj- anna, honum var falið á hendur af Mr. Ðewey að vfgbúa landa sína er mótfallnir væru stjórn Spánverja. Honum eða mönnum hans voru af- hent vopn, og innan 14 daga segir Mr. Dewey að Mr. Aguinaldo hafl haft um 30 þús. undir vopnum, en biðu eftir tækifærinu að hjálpa til að taka Manila, eins og þeir líka gerðu, saman ber Dewey’s hraðskeytum til hermálaráðgjaf'ans. Það er haft eftir Aguinaldo að hann hafl sagt í ávarpi sínu til þjóð- ar sinnar: “oss er runninn nýr frels- isdagur, saga vor er lík sögu Banda. ríkjanna þegar þau á morgni sinnar þjóðlegu tilveru brutust undan Bret- um. Frakkar hjálpuðu þeim til að vinna hinn frægasta sigur er nokkru siuni heflr verið unninn f heiminum, af því það var sigur hinna ódauð- legu sanninda að allir menn séu skapaðir jafnir í pólitiskum skiln- ingi. Eins munu þeir nú hjálpa oss til að fullkomna vorn sigur og út- vega voru ástkæra föðurlandi það frelsi sem vér höfum barist fyrir í fleiri mannsaldra”. En nú fyrir fáum dögum er þes8i sami maður fangi, fluttur til Manila á herskipi hinnar sömu þjóðar, hann sér allar sínar vonir um sjálfstæði og frelsi þjóðar sinnar verða að engu. Hann sér að þjóð sú er hann bar traust til, hikar sér ekki við þeirri Júdasar aðferð að kaupa hans eigin menn til landráða og drottinssvika. Hann veit að hefði það ekki verið fyrir óseðjandi auragræðgi vissra einokrenda í þessu landi, þá hefði aldrei nokkru sak- lausu manna blóði verið úthelt. Hann veit að félög eru mynduð f Washington til að ná sérstökum hlunnindum á eyjunum, svó sem “Philippine Lumber and innveet- ment Co.” Af hverju Mr. Hall, þingmaður frá ríkinu Iowa, er með- ráðandi og einn af stofnendum. Hvað sem gert verður við Mr. Aguinaldo, [og hvaða áhrif afdrif hans kunna að hafa á framtíð þets- ftra ógæfusömu eyja. Þá get ég ekki látið það hjá líða við þetta tækifæri að láta þig vita, og alla lesendur þíns heiðarlega blaðs, að óg fyrirlít þá aðferð er menn vorir brúkuðu við að handsama þenna fanga. Ég er að langfeðga tali kominn af mönnum þeim er mæltu illa fyrir vígum þeirra bræðra Grettis og Illuga af þvi þeir voru með svikum og iævisi unnir. Ég segi ekki þetta mér til afsökunar, af þeirri einföldu ástæðu að ég finn ekki til neinnar sektar i sambandi við þetta mál. Ég er á móti öllum stríðum og blóðsúthell- ingum. Mín skoðun var, og er, að vér sem þjóð hefðum getað hjálpað Cuba-mönnum til að ná sínu þráða augnamiði án þess að segja Spán- verjum stríð á hendur. Mín brenn- andi sannfæring er að alt þetta Filipps-eyja vafstur verði þjóðinni til stór-skammar, því ég hef þá trú að sannleikinn sigri á endanum, að saga eyjanna verði einhvern tíma rituð af öðrum en samvizkulausum bófum, er selja sjálfa sig hæst bjóðanda til hvers sem vera skal. Ég hef þá von að mannúð og frelsisást þjóðar minn- , ar verði einhvern tíma sterkari en mútusjóðnrinn, sem lagður er fram af vínbruggaraeinveldinu og öðrum einokendum viðlíka heiðarlegum. Þinn Gr. A .Dalmann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.