Heimskringla - 02.05.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.05.1901, Blaðsíða 4
ÍIÉIMSKRINGLA 2. MAÍ 1901. Leikflokkur uSkuldar‘, leikur “ÆVINTÝRI • ^ A GÖNGUFÖR“ á UNITY HALL (horninu á Paoific Ave. oa; Nena St.). Adgöngumidar 25c. og 36c. íyrir fuliorðuaxig 15c. fyrirbörn innan 12 ára. Aðgöngumiðar verða til sölu í búð Mr. H. S. Bardal, 557 Elgin Ave. Salan byrjar á föstudagsmorguninn 26. Apríl og verða þá aðgöngumiðar seld fyrir öll kvöldin. Sæti í leikhúsinu verða öll númfiruð og verður uppdráttur (plan) af þeim til sýnis við *'Tickets“- söluna. —Hljóðfærasláttur (Orchestra) milli þátta. Winnipeg. Herra Halldór organisti Jónsson, frá Asi í Hegranesi, sem hingað kom tii Canada fyrir 2 árum, fór til Islands á þriðjudaginn var. Hann býzt við að koma aftur vestur í Júlí næstkomandi. —Þetta er eitt dæmi þess hve gott er hér að vera fyrir þá menn sem eru reglusamir og fara vel með efní sín. — Vér óskum Halldóri til lukku og heillar afturkomu. Vér leyfum oss að vekja athygli ísl. að landsölu auglýsingu R. M. Todd og Einars Ólafssonar hér í blaðinu Einar lánar einnig skildinga af einhver hefir ekki nóg af þeirn. Ve&CJAPAPFIR 01 lAL Meiri byrgðir hef ég nú af veggjapappír en nokkru sinni áður, sem ég sel fyrir 5 cents rulluna og upp. Betri og ódýrari tegundir en ég hef áðor haft, t. d. gyltur pappír fyrir 5 cents rúllan. Ég hef ásett mér að selja lönd- um mínum veggjapappír með io per cent afslætti mót peníngum út í hönd í næstu 2 mánuði.—Einnig sel mál, hvítþvottefni, málbusta og hvítþvottar-busta fyrir lægta verð.—Ég sendi sýnis- horn af veggjapappír til manna lengra burtu ásamt verðlista. Pantanir með póst- um afgreiddar fljótt og vel. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave., Wpg. Herra Þorleifur Pétursson, bóndi í Skáiholtsnýlendu, um 10 mílur suð- vestur af Morden hér í fylkinu, kom til bæjarins í síðastl. viku. Hann segir um 30 íslenzkar fjölskyldur vera bú- settar á eigin löndum þar í nýlendunni og líði þeim alment mikið vel. Land- kosti segir Eann þar góða og framfara vonir fólksins góðar. Flestir nýlendu- búar -bjnggu áður í Bandaríkjunum og tíuttu hingað með talsverð efni og höfðu þekkingu á búskap Einn ísl. skóli er þar í nýlendunni og annar verður bygður þar f sumar. Þó þessi nýlenda sé tæpra tveggja ára gömnl, þá hafa þó flestir bændur nokkra akra og eru óðum að auka þá. íslenzk stúlka að nafni Sofíia Auð- unsdóttir Jónssonar, 18 ára að aldri, hefir verið kærð fyrir dómstólunum hér fyr fyrir að hafa orsakað dauða barns þess er hún ól nýlega. Barnið fanst í kommóðuskúffu i herbergi hennar vafið innan í dúka. Það er álitið að það hafi verið tveggja sólarhringa gamalt þegar það fanst. Þetta mál er hið fyrsta af þeirri tegund, sem komið hefir fyrir meðallanda vorra hér vestra. Mr. R. A. Bonnar ver mál hennar. Herra Kristján J, Mattíasson frá Sinclair Station, Man., kom til bæjar- ins á laugardaginn var. Segir hann góða líðan nýlendubúa þar vestra. — Tíðarfar hrétsamt og snjór nokkur. þegar hann fór að heiman, sáning þó komin vel áleiðis. Jörð er vel búin undir sáning með þvi að mikið vatn er nú f jörðn. Bændúr stöðugt að stækka akra sína og framför í nýlend- unni viðunanleg. Menn búast við góðri uppskeru i haust. Flest heimilisréttar- lönd segir hann nú tekin innan 5 mílna frá Sinclair Station, en allmikið af all- góðum heimilisréttarlöndum má fá á öðrum stöðum í nýlendunni og lengra frá þessari vagnstöð. Griparækt er i uppgangi; allmargir bændur hafa feng- ið þar skilvindur í vetur og þykir það góður búbætir, með þvi að mönnum verður meira úr mjólk sinni við notk- un þeirra en áður hefir verið. — Barna- skóli var bygður í fyrra i miðri bygð, á Sinclair Station, og sækja ísl. börn i nágrenninu mentun sina þangað. "Ævintýri á Gönguför" hefir verið leikin eins og auglýst var i fyrra blaði, og aðsókn hefir verið svo mikil að félag- ið hefir ákveðið að bæta við tveimur kvöldum: Mánudagskv. 6. Maí Þriðjudagskv. 6. Maí. —Einnig leikið i kveld, 2. Mai. BÝDUR NOKKUR BETUR? Karlmannaföt búin til eftir máli, eftir nýjustu týzku fyr- ir $10.00 og upp. Komið, sjáið og gangið úr skugga um, að þetta sé virki- legur sannleiki. S. SWANSON, Tailor 518 Slarjland 8t. WINNIPEG. Umboðsmaður fyrir The CR0WN TAILORING Co. TCjBONTO. Af gefnu tilefni vil eg biðja menn utan og innan bæjar, sem hafa ásett sér að biðja mig að vjnna fyrir sig eitthvert prests verk, að finnamig að máll sjálfir en að nota ekki annara manna sögusögn um það, hvort ég sé svo, önnum kafin, að ég geti leyst verkið af hendi eðaekki. Winnipeg 2. Maí 1901 Bjarni Þorarinsson prestur. Rétt nýlega fengið allar nýjustu og fegurstu tegundir af karlmanna eg drengja fatnaði. Svartar og bláar karlamanna yfirfatnaðir með ein- eða tvíhneptum vestum. Þessir fatnaðir eru sniðnir og saumaðir af beztu skröddurum. Ágætir "Worsted”, "Serge” og “Tweed”-fatnaðir með ýmsu sniði. Allar nýjustu og beetu tegundir af yfirfrökkum úr ‘‘Whipcord”, "Vemce” og “Covert” dúkum. Hattar harðir og mjúkir af öllum tegundum. Skyrtur, hálstau og alt annaðer lítur að karlmannafatnaði. íslenzkur afhendingamaður í búðinni. Komið og skoðið. Allar vörur með sanngjörnu verði. G. C. Long, - 458 Main St. P. O. JBox 764 • R. fl. TODD, LANDSÖLUAGENT, No. 1 Freeman Block .... 490 Main St. Er að hitta á skrifstofunni kl. 9 f. h. til 6 e. h. og 7 til 8 e. h. Þriðjudaga, Fimtudaga og Laugardaga. Bæjarlóðir til sölu víðsvegar í bænum, með góðu verði og vægum afborgunar-skilmálum. Sömuleiðis ábýlisjarðir á ýmsum stöðum, Skrifið til, eða hittið að máli R. M. TODl», eða E. OL.AFSSOHÍ. 490 Main St. Næstu dyr við Ryan Block. RAFURMA0N8BELTIN OÓÐU fást á skrifstofu Heim«kringlu, kosta $1,25 hér í landi, en $1,50 send til Is- lands, fyrirfram borguð. Þau lækna allskonar gigt og taugaveiki og flestar líkamlegar þjáningar, færa nytt líf og fjör um allan líkamann og eru einkar styrkjandi í öllum kvennsjúkdómum. Endast æfilangt, fara aldrei úr Jagi og lækna í 95 af hverjum 100 tilfellum. Þeir sem vilda fá sér þessi belti, ættu að gera það sem fyrst, áður en verð þeirra hækkar. Þau kosta sama og ekkert móts við meðöl, en gera marg- falt gagn. Af þvi að ég hefi stækkaðað mun bakarabúð mína og innréttað í henni 2 Guðni Danielsson frá Belmont.kom til bæjarins á þriðjudagin var., Hann er í landskoðunar ferð tíl Nýja íslands. Banfíeld’s Gólfteppa og Olíudúka-sala. Af bví ösin hefir verið svo mikil síð‘ as.l, viku og vér gátnm með engu móti sint öllum viðskiftavinum, þá verður Vormikla TEPPA-SALA herbergi fyrir veitingar, þá skal ég hér meðbenda unga fólkinu á (og þeim eldrilíka), að eftir 1. Maí verður hægt að fá hjá mér allskonar svaladrykki, fs- rjóma og ýmsar tegundir af aldinum og ýmsu fleira, sem ég hefi ekki verzlað með áður. Serstök áherzla verður lögð á að vanda sem mest tilbúning á ‘IceCream* (engin frosin mjólk). Búðinni haldið opinni til kl. 10—11 á kvöldin. P. S. Ég hefi góðar kartöflur til sölu, lengd um eina viku. 40c. ágæt "Tapestry” teppi kosta nú 25c. yardið, 55c. þykkustu Tapestry- teppi 35c. og $1.10 ensk Brussels teppi, lögð fiítt, 75c. yardið. Yér seljum hin orðlögðu Crossbý’s flaugelsteppi með samsvarandi jaðar- bekkjum og stigateppum og leggjum þau frítt fyrír $1.35 hvert yard. 6 feta breiðir þykkir enskir olíudúkar, sem áður kostuðu 40c., nú seldir á 25c. yardið, þetta eru ágætisdúkar. en vér verðum að verða af með þá til þess að geta komið nýjum vörum fyrir i búðinni sendar út til lysthafenda, ef Enn fremur 12 feta breiðir Linoliu- tekið er minst 1 bush. í einu. G. P. Thordarson. Winnipeg eins og aðrir partar Mani- toba er á stöðugu framfara skeiði, sem sézt meðal annars af því að þann 1. April síðastl. var búið að biðja um og fá leyfi bæjarstjórnarinnar um byggingu 140húsa í sðmar sem eiga að kosta yfir hálfa millión dollars. Þetta sýnir 2/5 hlut um meira verk fyrirliggjandi nú en á sama tíma í fyrra. Það er talið víst að hér verði mjög mikil atvinna í sumar og yfir leitt gera allir sér bestu vonir um mesta hagsælda ár áþessu ári. Mr. Sv. Sveinson tailor hefir tekið að sér umboðssölu á fötum tilbúnum eftir máli, fyrir Crown Tailoring Co. í Toronto. Vér getum persónulega borið um það að fötin eru vel gerð og fara vel. Landar ættu að finna Svein, og skoða fata efni hans. Sjá augl. dúkar, sem áður kostuðu 76c. yardið, nú seldir á 50c. meðan á sölunni stend- ur, þeir líta út eins og fínustu gólf- teppi. 30c. til 50c. dyramottur nú á 25c. hver og "Mitre mottur” á 50c. hver. Mestu kjörkaup í borginni. 20 stykki af hvítu Brussels “Nets” sérstaklega gero fyrir hliðar-blæjur, áður 60c., nú sett niður í SOc. yarðið. Þetta eru alt nýjar vörur, og seljast mót peningum. Vér höfum hundrað þúsund dollars virði af vörum í sjötiu og fimm þúsund dollars búð, ein af allra fegurstu búðum i Canada. Þér ættuð að skoða þetta.— Vér bjóðum y ðr velkomna til BANFIELD’S # * * # * # * # # # # * * * ^ ja»C:r £»«sir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- ■lÉfc aðir til neyzlu í hcimahúsum. — S dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst - hjá öllum vin eða ölsölum eða með þvi að panta það beint frá DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öí. Agætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum # * # # # REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY. Rannfactarer & lmporter, WIUUHirEG. f # # # # # # # # # # # # # # # # # JÉk # ########################## ##################### #*#*# # # # # # # # # # # # i $ # # # #################### ###*#* Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. # | # # # # # # # ! Peningar lánaðir gegn lægstu gildandi vöxtum. Hus og lóðir til sölu með vægum tímaborgunum. Eldsabyrgdar |umboðsmenn. CARRUTHERS, BROCK & JOHNSTON, CONPBDERATION LlFE BLOCK 471 MAIN St. - WlNNIPEG, MAN. Army and lavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér , óskum eftir viðskiftum yðar. I Brovn & Co. 541 Main Str. THE CRITERION. Beztv vín og vindlar. Stærsttog bezta Billiard Hall i bænum. Borðstofa uppi á loftinu. JohnWilkes, eigandi fimipei Creamery & Prodnce Co. LIMITED. S, 31, Darre, - - radsmadnr. Rmnrlurt f Sendiðrjómann yðar oœnuur: á elsta stærsta og beztstjórnaða smjörgerðarhúsið í Mani’ toba. Starfsaukning 400% á 4 árum. Vér ábyrgjumst að gera viðskífta- menn ánægða. Fullar upplýsingar fást með því að ritta til 240 KING ST. WINNIPÉG. Union Braud HEFIR ÞETTA MERKI KAUPIÐ EKKERT annað 146 Lö^regluspæjarinn. keisarinn sleppir engu tækifæri til þess að láta hermenn sjá son Sinn og tilvonandi eftirmann”- De Verney léttir mikið við þetta. Hann þykist þess nú fullviss að öllu muni vera óhætt næsta dag.—Samsærisfólkið ætlar að draga það einn daginn enn til þess að vera enn þá betur undirbúið. ‘‘Hann verður þá ekki í garðinum þar sem ég sel blómin á morgun, litli vinurinn minn !’’ segir Louisa og bítur á vöriua. “Ó, þór hafið þá engan frið, ef þér sjáið ekki framan í keisarasoninn !” segir de Verney hlæj- andí. ‘* Veslingurinn, þér eruð hrædd um hann fyrir herliðinu !” Hann skotrar til hennar aug- unum, eíns og hann vildi láea hana skilja orð eín á þi leið, að þar sem hann sagði að hún væri hrædd um keisarasoninn fyrir hediðinu, þá meinti hann að hún væri hrædd um hann fyrir sér; og hann vildi líka láta hana heyra það á xuilli orðanna, að hann væri hræddur um hana fyrir keisarasynimum, Stúlkurnar eru furðanlega glöggar á það að heyra á milli orðanna og lesa á milli línanna, og Louisa litla var ekkilengi að skilja hvað hann meinti. "Dæ0o.alau8 heimskingi eruð Jþér!” segir hún og grettir sig. "Keisarasonurinn sem er ekki nema þrettán ára-----”. "Já, og ég að eins tuttugu og sjö; við ernm biðir unglingar; mér liggur við að lítahornauga til hariS; ég er hræddur um að hann sé keppi- nautur minn ! Þér brosið nokkuð vingjarnlega tii hacs stundum, Louisa !” Lögregluskæjarinn. 151 "Hvað! Þér að fyrirverða yður !” segirde Veney. "Þér getið sannarlega borið yður sam- an við hvaða hefðarmey sem vera vill í allri Paris!” hvícla. hann í eyra henni og þrýstir hönd hennar vingjarnlega—þau hafa haldist í hendur stundarkorn. Honum verður litið beint í augu hennar og sýnist þau vera svo undarleg, að hann skilur þau ekki. Hann virðir hana ná- kvæmar fyrir sér og virðist honum sem hann sjái það fyrir víst að hár hennar sé litað. Hon- um verður hverft við og flýtir sér frá henni; en til allrar hamingju tekur hún ekki eftir því sök- um þess að svo vill til að hann stígur ofan á róf- una á kettinum og heldur hún að það sé orsök- in til þess hversu snögt viðbragð hann tekur. Kisahafði setið á tröppunum og horft með heim- spekingssvip upp í tunglið, eins og hún væri að bíða eftir því að sjá tunglmyrkva, eða einhvern annan viðburð. Þegar de Verney stígur ofan á rófuna á henni, veinar hún ámátlega: "Mja—a—a—á—ái’ ,‘‘Er nú kattarfjandinn að verða vitlaus einu sinni enn !” kallar Ágúst. En gamla konan opn- ar glugga uppi á loftinu, rekur út höfuðið með hvítgráa nátthúfu og segir: "Hvað gengur á! Hver er nú að drepa vesalings köttinn minn ? hana Loulu mína”. Kisa dinglar rófunni af ilsku, hvert einasta hár rís á skrokknum á henni; hún lítur grimd arlega til de Verney, en tekur svo til fótanna; hún læsir hárbaittum klónum í vegginn, klifrar alla leið upp að opna glugganum og fer inn tii gömlu konunnar. 150 Lögregluspæjarínn. á loftinu. Louisa kemur hlaupandi ofan stig- ann og hlær. "Hann hafði farið úr byersdagstreyjunni sinni!” segir hún, “til þess að ýita hvernig nýju fötin hansfæru. Hann fór ofan í vasa sinneft' ir að hann hafði haft fataskifti, en fann auðvítað ekki vindlahylkið þar, svo hann varð hræddur— reiður, meina ég”. Litlu síðar kemnr Lieber ofan stigann; hann var kindarlegur á svipinn og reykti vindling— auðsælega einungis til þess að láta sjást ástæðu fyrir því að honum yar svona ant um að finna vindlahylkið. Hann starir nákvæmlega á klukk una, sem er að verða tíu og segir lágt: “Garð- yrkjumenn og aðiir fátæklingar faija snemma á fætur og hátta líka snemma”. Þegar de Verney heyrir þetta stendur hann upp og býzt til brottferðar. Hann kveður Louisu og segir: "Ég skal ekki gleyma ferðabréfinu”. “Og égvona að þér gleymið heldur ekki að- göugumiðunum að leikhúsinu, herra Maurice !” Hún fylgir honum til dyra og róttir honum hend- ina. “Nei, ég skal ekki gleyma þér”, svarar de Verney, um leið og hann ber hönd hennar upp að munni sér og kyssir á hana. " Verið þér sælir á,meðan. Eg vonast eftir að sjá yður annaðkvöld og ég vildi að ég gæti verið svo búin að ég þyrfti ekki að fyrirverða mig fyrir yður”. Þessi siðustu orð segir hún í hálfum hljóðum. Lieber hefir opnað hurðina til þess að horfa á þau þegar þau kvöddust. Lögregluspæjarinn, 147 De Verney segir þetta fremur kuldalega og mjög kunnuglega, eins og sést af því að hann kallar hana að eins Louisu. Annars er hann venjulega mjög kurteis við stúlkur og er vanur að halda þeim í hæfilegri fjarlægð frá sér. En hann hefir fengið þá hugsandi um Louisa að henni geðjasi ekki að neinum manni öðrum, en þeim, sem hafði óbilandi kjark og áræði, einurð og dirfsku, sem gæti gengið á hólm við alla heimsins erviðleika og léti sér ekkert fyrir brjósti brenna hvað sem á gangi. Honum virðíst hún vera ein af þeim stúlkum, sem þykir meira varið. íljónenlamb. Hann veit aðþað er að eins ein afsökun, sem hann hefir á þessari frekju, afsök- un sem getur verið ástæðafyrir hann til þess að halda áfram kunningsskap við Louisu og ná trausti hennar. Það er að gefa henni undir fót- inn, láta hana skiija eða halda að hann elski hana. Efhann skilur hana rétt, þá geðjast henni bezt að því, sem er blátt áfram og lausast við alla tilgerð—jafnvel það sem flestar stúlkur mundu kalla ókurteisi. Þaðer heldár ekki svo að sjá, sem henni hafi þótt við hann, þó hann ávarpaði hana kunnug- lega. Hún lítur á haun brosandi og vingjarn- lega og segir hlæjandi: "Hræddur um mig fyrir honum, Maurice (það er skírnarnafn hans), og þér eruð eiun af heldri mönnum hersins; eruð þér fyH»ngarstjóri ?” "Eg er hershöfðingi; ræð fyrir 10. deild Afrikuliðsins og er yfirumsjónarmaður Parisar- deildarinnar, “Ó, er það virkilega ?” segir Louisa og rödd-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.