Heimskringla - 09.05.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.05.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 9. MAÍ 1901. Heiutskringla. PUBLISHBD BY The HeimskrÍDgla News 4 Publishmg Go. Verð bladsins i Canada og Bandar. 91.50 nm Arið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Feaingar sendist í P. O. Money Order fiegistered Letter eðaExpress Money Order. Bankaévisanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum B. L. Kaldwintton, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P O. BOX 407. Járnbrautarsamningar Manitobastjórnarinnar og N. P. og C. N. brautafélaganna, hafa verið samþyktir f Ottawa. Mr. Bole fékk góða áheyrn hjá þingmönnum þar og sömuleiðis Nesbitt lögmaður, en borgarstjóri Arbuthnot varð sér og minnihlutamönnum þar til mestu háðungar. Hann hafði bókstaflega ekki annað fyrir sig að bera til stuðning8 máli sínu, en greinar úr “Tribune” ritaðar af Mr. Percival, en varð um leið að játa að Mr. Percival, sem sókti um þingmensku við síðustu fylkiskosningar, hefði haft mikinn minnihlut atkvæða, og væri því í engum skilningi málsvari nokkurs hluta manna hér i fylkinu. Þingmenn voru auðsjáanlega í mjög miklum meirihluta með samningun- un, og móti Mr. Arbuthnot og mál- stað hans. “Free Press” segir að að eins hálf tylft manna hafi verið móti samningunum, og að þeir hafl verið samþyktir af nefndinui atkv. laust. “Svo fór um sjóferð þá”. Victoriu-dagur. Það hefir um langan tíma verið lög í brezka rfkinu að halda 24. Maí, sem var fæðingardagur hinnar látnu Victoriu drotningar, sem helgidag. Þetta höfum vér skilið svo að það hafl verið í heiðurs eða virðingar- skyni við ríkisstjórnarkrúnuna, og flestir bjuggust við að við lát Vict- oríu mundi þessi dagur falla úr sög- unni sem helgidagur, og í hans stað mundi koma 9. Nómember, sem er fæðingardagur núverandi konungs Breta, Edwards VII, en þetta á ekki að verða svo. Ottawaþingið hefir samþykt að halda framvegis 24. Maí sem almennan helgidag um alt Can- adaveldi. En engin ráðstöfun er gerð fyrir þvi að halda neitt upp á fæðingardag núverandi konungs. Reyndar sagði Mr. Laurier að það mætti hafa hinn almenna árlega þakkagerðardag í Canada þann 9. Nóvember, og þannig sameina hann við fæðingardag konungs,. Þetta flnst oss nokkuð óviðfeldið. Vér er- um als ekki með því að fæðingar- dagar konunga eða rikisstjórnara séu gerðir að lögskipuðum helgidög- um, og því síður það að þeim dög- um sé með lögum haldið á lofti eftir dauða þeirra inanna eða kvenna, sem'dagarnir hafa verið haldnir i heiðurskyni við, meðan þeir voru lífandi. En sízt af öllu sjáum vér sanngirni í því að neyða með lögum þjóðina til að halda helga fæðingar- daga þeirra sem látnir eru, en ganga þegjandi fram hjá fæðingardögum þeirra ríkisstjóra sem nú lifa og rikja. Vér sjáum ekki hvers þeir lifandi eiga að gjalda umfram þá sem dánir eru. Ef það á að verda viðtekin regla þjóðarinnar að gera fæðingardaga konunga sinna að al- mennum >helgidögum, þá flnst oss það mætti nægja án þess að gera slíka daga viðvarandi eftir látþeirra. Það er víst orðin almenn skoð- un nú, að Bretar hefðu ekki látið sér detta í hug að fara í stríð við Búana ef þeir eða stjórn þeirra hefði haft nokkra hugmynd um þá mótstöðu, sem Búar hafa sýnt að þeir hafl verið færir um að veita. Að vlsu hefði brezka stjórnin spæjara þar syðra I sambandi við hermáfadeild slna, og yílrmaður þess spæjarafiokks, Sir J. C. Ardagh, sendi stjórnir.ni smám- saman skýrslur um hermálaástand Búanna. Þessar skýrslur voru auð- vitað prívat og stjórnin hélt þeim algerlega leyndum fyrir öllum nema þeim örfáu mönnum sem höfðu yfir- umsjón hermáladeildarinnar. En nú heflr stjórnin látið birta skýrslur þessa manns, sem rita*ðar voru ör- stuttum tíma áður en ófriðurinn hófst, og sem brezka stjórnin bygði skoðun sína og þekkingu, um herafl Búanna á. Þessar skýrslur benda á að sögusögU Sir Ardagh hafl I flest- um greinum verið mjög villandi, og að hann hafl gert miklu minna úr öllu því er Búar höfðu til herútbún- aðar og mannafla þeirra, en átt hefði að vera. Auðvitað hafði maðurinn sagt alt er hann vissi, en gallinn var að hann vissi ekki rétt. Búar höfðu vakandi auga á öllu, þeir eða stjórn þeirra þektu alla þessa brezku spæjara og vissi erindi þeirra, og þeir voru sjálfir vaktaðir af spæjur- um Búanna og afvega leiddir á all- an upphugsanlegan hátt, og þeim var algerlega fyrirmunað að komast að sannleikanum um viðbúnað Bú- anna. Sir A^dagh segir í skýrslu sinni að þeir séu að eins 35,500 að tölu sem hugsanlegt sé að geti orðið notaðir á vígvellinum, að meðtöldum öllum þeim útlend- ingum sem þeir geti fengið sér til hjálpar. En nú telja menn að Búar hafl 56,000 manna sem geti borið vopn. Hermálastjórar Breta töldu víst að það tæki 5,000 eflda Búa til þess að mynda setulið I Johannesborg, og að 6,200 manna þyrfti til að verja Pretoria. I báð- um þessum borgum voru útlendingar sem Bretar töldu víst að krefði mik- ið lið til þess að halda I skefjum. Á þenna hátt töldu Bretar að 11,200 manna drægist frá 35,500 Búum sem þeir töldu þá hafa til að bera vopn, og væru þá að eins eftir 22\ þúsund manna, sem Búar gætu sett á víg- völlinn, og það lið töldu þeir létt að yflrbuga. En svo þegar stríðið kom, þá ráku Búar alla hættulega útlendinga út úr Johannesborg og Pretoria og þurftu því als ekkert setulið í þeim borgum. Annað I skýrslu Sir Ardagh var það, að Búar notuðu alment Martini Henry rifla og önnur gamaldags- og firelt vopn, en þegar á vígvöllinn kom þá fundu Bretar að þeir voru útbúnir með nýj- ustu Mauser rifla og notuðu reyk- laust púður. Stórskotaliðið var sagt að vera gamaldags og svo þungt I flutningum að það væri nálega 6- hreyfanlegt. En Bretar voru ekki fyr komnir út I strlðið en þeir kom- ust að því að þetta var alt öðruvísi, að Búar höfðu nýjustu fallbyssur og höfðu svo mikið lag á að beita þeim að þeir undruðust yfir þvl að spæjar- sínir skyldu ekkert vita um þetta. Allar getgátur brezkra hermála- manna áður en strlðið byrjaði um þá lltilfjörlegu vörn sem Búar mundu sýna rétt á landamærum sínum og svo gefast upp og ganga að hvaða friðarkostuE sem Bretar vildu setja, heflr reynzt tál og draumur. Bretar töldu víst að Búar mundu hvorki hafa afl né þor til þess að halda her inn I Natal eða Cape-héraðið, og að þeir mundu ekki láta sér detta I hug að ráðast á Kimberley og aðrar brezkar borgir. En alt þetta fór þveröfugt við ætlanir Breta, og sýndi ljóslega hve algerlega þekkÍDgar- lausir þeir voru um allan hag og út- búnað Búanna. Þetta þekkingar- leysi er óneitanlega til stórrar van- virðu fyrir brezku stjórnina og her- máladeild hennar. Það er því aðal- lega að kenna að Bretar hafa látið drepa, særa og sýkja um 80,000 af slnum eigin rlkisþegnum og kastað á glæður 750 milliónum doll. með ó- séðnum auka framtlðarkostnaði fyrir —Hvað? / IslendÍDgar í Yukon. Þaðv ar skemtileg sumagjöf fyr- ir Vestur-íslendinga, fréttin í bréfl því frá hra. Eirlki Sumarliðasyni, sem nú er I Yukon, sem birtist I síð- asta blaði Heimskringlu. Sú frétt verður að skoðast áreiðanleg, því Eiríkur er ekki maður, sem mundi lúta að því að skýra rangt frá gull- fundi íslendinga þar vestra, eða að gera meira úr því en hann veit að er rétt og áreiðanlegt. Það er því engin ástæða til að efást um að þeir 8 íslendingar, sem hann telur upp, hafi allir fundið og eigi nú auðugar gullnámur I Yukon-héraðinu. Að landar vorir sem fyrir þessu happi hafa orðið séu vel að Því komnir að fá nú rífleg laun fyrir alt það ómak, kostnað og tímatöf, sem þeir hafa lagt I sölurnar til þess að freista gæf- unnar I gulllandinu þar vestra, þarf ekki að taka fram. Næst forsjón- inni þnrfa þeir engum að þakka fyr- ir þá hepni, sem þeir hafa hlotið, nema sjálfum sér, framkvæmd sinni, þolgæði og þrautseigju. Þessir menn hafa allir skilið það órjúfan- lega.Iögmál, sem því miður virðist að miklu leyti hulið fyrir alt of mörgum af löndum vorum, að eigin atorka og framsýni er það eina hugs anlega afl sem getur trygt velmegun og framför einstaklÍDga og þjóða. Þetta Yukon land er vitanlega það auðugasta gulltekjuland, sem sögur fara af og margir þeirra, sem þangað hafa. leitað gæfunnar hafa orðið stór efnaðir menn. Það hefði því verið næsta undarlegt ef íslend- ingar, sem þangað hafa farið, hefðu allir orðið svo útundan að þeir hefðu ekki náð I sinn tiltölulega skerf af auðlegð landsins. Hitt er satt, að þeir hafa þurft lengri tíma til þess að ná eignarhaldi á góðum námalóð- um þar, en fjölda margir aðrir menn, sem þangað hafa farir, því hefir fá- tæktin valdið. Þeir hafa komið þangað alslausir að efnum og náma- legri þekkingu. Þeir hafa neyðst til al leita sér atvinnu hjá öðrum á meðan þeir voru að kynnast land- inu og allri tilhögnn þar. En jafn framt hafa þeir vakað yflr tækifæri til þess að ná sér námalóðalegri fót- festu þar í landi. Og nú hafa þeir áreiðanlega náð takmarkinu, og—að vænta má—arðinum sem því fylgir að vera eigandi að borgandi gull- námum. Það má vænta þess að nokkur tími hljóti að líða áður en þessir 8 landar geta farið að vinna náma sina með fullu afli. En það hlýtur að koma að því innan fárra ára og þegar sá tími er kominn, þá má vænta þess að auður Islendinga aukist að mun I þessu landi, og svo óskum vér að það verði. Þjóðflokk- ur vor I þessu landi nær aldrei fyr þeirri fótfestu, sem æskilegt er að hann nái, en ýmsir landar vorir eru orðnir svo efnum búnir að þeir geti lagt fé I hérlend stór fyrirtæki og á þann hátt beitt áhrifum sínum til þess að auka vinnu-möguleika landa sinna og hjálpa þeim til að ná I góð- ar vellaunaðar stöður. Með því efla þeir hagsæld þjóðflokksins um leið og þeir ættu að geta auðgað sig sjálfa. Svona vildum vér sjá það verða, og svona óskum vérað það verði. Vér óskum löndum vorum I Yukon allra heilla með þessa nýteknu náma sína og vonum að þeir reynist þeim eins auðsælir eins og framtaksemi þeii-ra og þolgæði verðskuldar. Bréí til ritst. Heimskringlu. MINNEOTA, MINN. 26. Apríl 1901. Ég hef orðið þess var að ýmsir landar mínir hafa haldið þvl fram, að ég setti út á ýmsar gerðir stjórn- arinnar af illvilja og óvild til flokks þess er nú situr við stjórnarstýrið í Washington. Þessir landar eru flesiir, efekki allir, beztu drengir, og margir þeirra persónulegir vinir mlnír, menn sem eru svo vandir að virðingu sinni að þeir mundu eng- um vilja gera rangt til. Það er því ekki af óvild til mín að þeir gera slíkar ályktanir, heldur af misskiln- ingi á afstöðu minni gagnvart þess- ari þjóð, er ég skoða sem mína þjóð. Ég hef þá brennandi sanníær- ing að hver sú stjórn, hverju nafni sem hún nefnist, sem úthlutar sér- stökum hlunnindum til vissra félaga eða einstaklinga, upp á kostnað al- þýðu, sé ekki réttlát stjórn. Ég á- lít það skyldu mina, eins og allra borgara þjóðarinnar, að benda á ranglætið hvar sem£á því bryddir. Ég álit það sé rangt að ganga þegj- andi fram hjá syndum^stjórnarinnar þó hún beri vist fangamark. Það er vor sameiginleg borgaraleg skylda að hafa auga á þénurum vorum I Washington, og þegar^ þeir brúka vald sitt til þess að auðga sérstaka gæðinga og pólitiska flagara, þá er rétt að benda alþýðu á|hættuna, sem yflr voflr, þegar grundvallarlög og venja þjóðarinnar er brotin, því “með lögum skal land byggja, en ólögum eyða”. Ég álít það skað legt að þingmenn vorir hafl persónu- legan hagnað af löggjöf þeirri er þeir vinna að; eins og til dæmis þeg- ar sykurtolla-löggjöfin var fyrir þinginu, þá hafði sykureinveldið séð sér mestan hag I þvl að selja og I sumum tilfellum gefa sykurhlutá- bréf (suger stock) til fjölda af þing- mönnunum, útkoman varð sú að sykureinveldið fékk alt sem það óskaði eftir og þingmennirnir græddu svo hundruðum þúsunda skifti á verðbækkun sykur-hlutabréfanna, með öðrum orðum, þeir voru að vinna fyrir sinn eigin hag, en það sem var þeirra hagur varð skaði þjóðarinnar, alþýðunnar er borgar þeim. Eða t. d. í fyrra þegar þing- menn I Washington, I sambandi við aðra auðkýflnga, mynduðu the Pliilippine Lumber & Investment Co. er hafði það augnamið að ná I enkia- leyfi hjá stjórninni fyrir timburhöggi á eyjunum. Það var því fyrsta skil- yrðið að eyjarnar yrðu eign vor, svo stjórnin gæti fleygt þessum auka- bitum I hina síhungruðu auðkýflnga, enda sýndu þessir þingmenn hvar þeir stóðu, þeir greiddu atkvæði sín gegn hverri uppástungu er laut að því að ringa hið rússiska einvefdi er Mr. McKinley heldur yflr eyjuru þessum, þeir voru að vinna fyrir sinni eidingirni, en hvorki samkvæmt landslögum eða þjóð vorri til sóma. Getur nokkur maður neitað að það sé vanbrúkun á valdi fjármála- ráðgjafans að láta 85 milliónir doll. vera I ýmsum uppáhaldsbönkum stjórnarinnar án þess að þessi óska- börn stjórnarinnar (bankarnir) greiði eitt cent I leigur eftir peningana? Er nokkurt réttlæti I því að gjaldkeri þjóðarinnar skuli láta liggja á banka Standard Oil félagsins I New York nær því 15 milliónir doll. án allra laga? Kemur nokkrum skynsömum manni til hugar að þetta voða ein- veldi þurfi hjálpar stjórnarinnar? Því kreista þeir fé út af alþýðu með alskonar skatta álögum og lána s>o féð auðkýfingum sem ekki vita aura sinna tal; geta ekki allir séð að þetta og þaðan af verra daður stjórnarinn- ar er ranglátt? Vór blásum mikið um það að hjá oss séu allir menn jaínir gagnvart lögunum, og jafnir I baráttunni fyrir tílverunni; en er nokkurt jafnrétti 1 því að stjórnin skuli lána alþýðu fé án allrar rentu vis8um auðkýflngum? er þeir svo auðvitað brúka til að féfletta fjöld- ann með, eða með öðrum orðum, að halda hinum fátæku I fátækt. Hver sá, sem ann sannindum þarf ekki ar.nað en kynna sér gang hlutanna I Wall Street I New York, til að geta skilið hvað það þýðir fyr- ir Stannard Olíu einveldið, að hafa undir höndum nærfelt fimtán mill. af alþýðu fé án als endurgjalds. Um hina, ef nokkrir eru, sem að engu meta sannleik, er ekki að ræða: þeirra eina hugsjón er 1 þvl innifalin að álasa þeim er benda & mein þjóðarinnar og vilja ráða bót á þeim. Ég hef aldrei haft nokkrar póli- tiskar snapir, og býst aldrei við að hafa, hvað langt eða skamt sem ég kann að eiga eftir ólifað, ég er því alveg óhræddur að benda á afglöp stjórnarinnar. Eg hef engan herra er stendur yfir mér með reidda svipu hótandi að svifta mig pólitiskum hlunnindum ef égekki tali eða skriti eins og þessi eða hin klikkan vill vera láta. Sá einasti herra sem ég þekki I þessum efnum er mín eigin samvizka og velvild mln til þjóðar minnar og lands míns, sem ég skoða mína helgustu skyldu að hlýða af ýtrustu kröftum, G. A. Dalmann. Athugasemd. f Hkr. 7. Marz, er grein með fyrirsögninni: “Enn um Filipeyj arnar”, eftir Mr. G- A. Dalmann, og hefir hötundurinn eflaust skrifað greinarstúf þenna sem svar gegn stuttri grein er ég skrifaði um það mál fyrir nokkru slðan. Mr. Dal- mann eyddi, þvi miður, miklum parti greinar sinnar til að hamra á tveimur prentvillum, er því miður urðu I grein minni, en þar eð þær voru leiðróttar viku áður en grein Mr. Ðalmanns kom fyrir augu ai- mennings, þá náði hin helga vand- læting ekki tilgangi sínum. Hvern- ig Mr. Dalmann hefir fengið þá dæmalausu hugmynd að ég hatt ver- ið að uppnefna Charles A. Town og kallað hann “Tonne” I háð skini, getur eflaust enginn mannlegur sliilningur uppgötvað — það væri sannarlega langt frá málefninu að fara að uppnefna vesalings mann- inn—að lofa honum ekki að njóta þess litla sem hann þó æfinlega á með réttu — hins hljomfagra nafns síns. Ég ber alla virðingu fyrir hin- um sérstaka hæfileika Mr. Town’s— mælskusnild hans, — en áður en minning hans gleymist, eins og Mr. Dalmann svo fagurlega kemst að orði, “sem sólbjartur vormorgun I hugskoti þjóðarinnar”, þá verður hann að aðhafast eitthvað þarfara en að spá hrakspám um framtíð þjóðar sinnar. Það eru þeir sem hafa starfað og bygt, en ekki þeir sem ætíð hafa leitast við að rífa niður, er hafa verið framfaraafl í tilveru þjóð- arinnar. Þeir sem ætíð hafa spáð því versta—ætíð horft flemtraðir og örvæntingarfullir á framtíðina, hafa hvorki stofnnð*þjóð vora né frelsað hana á hættutímum hennar. Spurning Mr. Dalmanns, um það hvort að ég álíti alla Demókrata lygara ætla ég að svara með að full- vissa hann um að mér heflr aldrei dottið neitt slíkt I hug — hef aldrei haldið því fram að þeir væru ekki persónulega heiðarlegir menn og góðir borgarar, þó að þeir hafi þvi miður afvega leiðst I hinum póli- tisku skoðunum sínum, svo að varla mundi Jefferson eða Jackson þekkja þá nema sem týnda sauði, væru þeir nú við lýði. En það má þó vera gleðiefni fyrir Demókrata að þelr bera sannarlega höfuð og herðar yflr slika smá-fiokka sem “populista” og socialista, og sem er líka alt útlit fyrir að leiðandi mönnum flokksins undir forustu David B. Hill og Grover Clevelands muni takast að laga hann—gera nann dálítið meira “respectible” sem pólitiskan flokk. Mr. Dalmann fyllist helgri vand- læting og talar um landrfiðamenn og drottinssvikara þegar hann minn- ist á hinn gáfaða og mentaða Filips- eyjabúa Benito Ligarno. Hvernig veit Mr. Dalmann að Ligardo sé drottinssvikari? Er það landráð og drottinssvik að viðurkenna lögmæt yfirráð annarar þjóðar, er það land- ráð að hlýða réttlátu löggjafarvaldi sem heiðarlegur rnaður. En það er annað nafn sem óafvitandi svífur I huga manns er talað er um landráð og drottinssvik — nafn erki-föður- landssvikarans* — Aguinaldoes — mannsins sem hefir með svikum sín- um orðið þjóð sinni til ógæfu, og greipt blóðmark sitt á siðmenning nútímans. Mr. Dalmann veigrar sér ekki við að bera ærulausar sakir upp á Taft-nefndina, með þvl að segja að stjórnin hafi búið út skýrslu þeirra fyrirfram. Það er skrítin sjón að sjá dálítinn smá-pólitíkus eins og Mr. Dalmann, bera tilhæfulaasar sakir á þá menn, sem Taft-nefndin samanstendur af—menn sem voru valdir vegna hinna viðurkendu þekkingar og hæfileika þeirra— svo sem Schruman, forseti Cornell háskólans, og hinn viðurkendi lög- fræðingur Taft — dómari. Gaman væri líka að vita hvernig Mr. Dal- mann gæti sanDað sögu sína, því varla mun stjórnin trúa “populist- um” fyrir leyndarmálum sínum. Mr. Dalmann er mjög angur- vær yfir “Standard Oil”-félaginu, segir að það hafl dafnað af brjósta- mjólk McKinley’s og Mark Hanna’s þar til það sé orðið svo eflt að til stórra vandræða horfi; Mr. Dal- mann er víst að fárast ytir því að stjórnin skuli ekki verða óvætti þess- um að bana. i>,n gaman væri að Mr. Dálmann útlistaði fyrir fáfróð- um almenningi hvernig McKinley, sem forseti, getur hindrað eða eyði- lagt “trusts” sem eru löggilt undir ríkislögunum. Ég er Mr. Dalmann hjartanlega samdóma um það að “trusts” [þurfi að eyðileggjast, en þau verða aldrei eyðilögð með því að ausa skömmum yfir saklausa menn.—McKinley heflr hvorki stofn- sett né viðhaldið “trusts”, né heflr hann vald til að eyðileggja þau. *) Þetta mun heita að brúka stór orð, en ekkí valin?? Ritst. Það er tvent sem vér þurfum að gera til að eyðileggja “trusts”. (1) að taka allan toil af þeim hlutum sem eru undir áhrifum einokunar; (2) að gera viðbót (amendment) við grundvallarlögin, er gefi stjórninni vald til að takmarka slík félög. Vér þurfum að takmarka “trusts”, en því miður verður því aldrei fram- gengt með því að þylja skammar- þulur yflr McKinley og Mark Hanna. Mr. Dalmann segir I seinni grein sinni að þetta lýðveldi muni kannske líða unnir lok, og annað þjóðfélag spretta upp af rústum þess. Hinir frægustu stjórnmálamenn hafa aldrei dyrfst að horfa út yfir tilveru hennar, þeir hafa helgað henni hinar göfugustu og beztu vonir sínar, unn- ið henni hin stórkostlegustu verk sín, en Mr. Dalmann sér að eins hinar eyðilegu rústir hennar í framtíðinni. En kannske hugsjón hans sé bara illur draumur, framleiddur af af- mynduðu ímyndunarafli. Hver veit? John. J. Samson. Orðabókin. Hra. Ritsj. Hkr:— Hvað á nú að segja um ritstjóra svarið I nr. 17 af blaði yðar, gegn grein H. Halldórssonar um ísl þjóð- tungu. Þér gerið það að uppá- stungu yðar að þjóðræknisfélag það, sem H. Halldórsron talar um, geri það að aðalstarfl sínu að hafa saman fé til þess að samin verði ísl. orðabók, og hafið þér nefnt 3 merka landa á íslandi til þess starfa. Enginn þarf að efa nauðsyn slíkrar bókar fyrir þjóð vora beggjamegin hafsins, né heldur það, að einhverjir málsmet- andi menn eða félög taki sig fram um að standa fyrir þessu þjóðlega þarfa fyrirtæki. Með því að frum- kvöðlar þessa máls leggja fyrst fram sinn ákveðna skerf I orðabókarsjóð- inn og leiti svo samskota almennings, þfi má vænta að nægilegt fé haflst með timanum saman til þess að koma orðabókarmáli þessu I fram- kvæmd. Almenningur mundi tafar- laust verða með þessu raáli þrátt fyrir mótspyrnu Lögbergs, ekki sið- ur en með samskotin til séra Matthl- asar um árið. Þfi var almenningur ekki lengi aðskjóta saman $1,000,00 og eins mundi verða nú, ef einhverjir fengjust til þess að byrja. En þetta þarf að byrja strax, áður en þessir hæfu menn til að gera bókina eru dauðir. Látum Vestur-Islendinga leggja þriðjung tfl þess fyrirtækis, til þess að borga með. Annan þriðjung ætti lands- stjórnin á íslandi að leggja til og þriðji þriðjungurinn ætti að hafast upp úr sölu bókarinnar. En geti þetta ekki látið sig gera, þá aðhyll- ist ég uppástungu vðar um að Vest- menn leggi fram allan kostnaðinn og sýna með því þjóðrækni sína og ættjarðarást. Ritst. Heimskringlu hefir gert áætlun um kostnaðinn, en Kr. Á. Benediktsson hefir samið reglur fyrir framkvæmdinni, sjá Hkr. nr. 21 þ. á. Látum ekki þetta mál fara eins og aldamóta heimferðarmálið góða, sem mest var rætt um I blöðunum og dó svo útaf sem einu gilti. En þá töluðu nokkrir ísl. vinir um að gaman hefði verið að geta sent ís- landi einhverja vinargjöf um alda- mótin, svo sem gufuskip er gæti haldið uppi strandferðum kringum landið, eða sett þar á fót einhverja verklega stofnun landinu til fram- fara, eða að safna svo sem $2,000.00 til þess fyrirhugaða háskóla á fs- landi. En nú er öll þessi ráðagerð dauð fyrir löngu. Látum ekki orða- bókarmfilið deyja, það er nauðsynja- mál, og ætti að vera æruspursmál fvrir hvern sannan íslending að leggjagot; til þess. Hér er nýtt verkefni fyrir oss Vestur-Islendinga. Tökum því fljótt tíl starfa, bæði sunnan línu og norðan, leggjum féð 1 banka jaínóðum og það safnast og látum það ávaxtast þar unz nóg er fengið. "Sá sem hjálpar fljótt, hann hjálpar tvisvar”. R. É(? kom hiim úr íslands og Kaup- mannahalnar ferd rniani á miðviku- dags morguninn var, ég lagði af stað frá Kaupmannahöfn 11. April og lent.i hér síðasta Apríl, eftir skemtilega og farsela ferð eg dvaldi 5 mánuði á íel. #; sle.nti mér vel, það var tekið vel á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.