Heimskringla - 09.05.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.05.1901, Blaðsíða 1
Heimskringla er gef- in ut hvern fimtudag af: H imskringla News and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið §1.50. Borgað fyrirfram. Nýír kaupendur fá kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 19u0. Verð35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents * ) XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 9. MAÍ 1901. Nr. 31. Frjettir. Markverðustu yiðburðir hvaðanæfá. Einn af sjóþráðum Western Union félagsins hefir slitnað i miðju hafi þar sem er 3 milna dýpi . Skip hefir verið sent til að gera við þráðinn 'og er búist við að það taki að eins 6 klukkustundir eftir að búið er að ná i endana. Brezka stjórnin hefir mætt mjög öflugri mótspyrnui tilefni af útflutn- ingstollinum, sem hún hefir lagt á kol. En hún segir kolanámaelgeidur á brezku eyjunum hafa grætt $145 milí ónir á síðastl. áriogað þeir geti vel staðið við að borga tollinn. Enn frenlur hefir brezka stjórnín á- kveðið að ganga tafarl. að því að gera ýmsar mikilsvarðandi umbætur á allri hermálastjórn og hernaðaraðferð rikis- i s. Það þykir sannað að hernaðár- aðferðin sé orðin að miklu leyti úrelt og þurfi bráðra umbóta við, ef Bretar eiga að geta haldið afli sínu og virð- ingu meðal stórþjóðaheimsins. Eldur kom upp í Dawson City fyrir nokkrum dögum og gerði $30.000 tjón. Auðugargullnámur hafa fundist á Montana- og öðrum lækjum, er renna i Indian-ána í Yukonhéraðinu. Stórveldin hafa kraflst þess af Kínastjórn að hún borgi þeim 1365 mil- ónir franka, eða $273,000,000 í herkostn að. En ekki kemur þeim saman um hvernig léttast sé fyrir þau að tryggja sér þessa upphæð. Ottawastjórnin æilar að eyða 2 miliónum dollars til að auka flutnings- ▼agna tölu og annan útbúnað á Inter- Colonial brautinni, þar i er um $200,000 fyrir sérstaka vagna til að flytja her- togann af York og, konu hans og fólk i, þegar hann kemur til Canada. Tóbakseinveldi hefir verið myndað i Bandaríkjunum með $10 milióna höf- stól. A. P. Lowe, sem um nokkur ár hefir unnið í jarðfræðisdeild stjórnar- innar i Ottawa hefir sagt af sér því starfi. Hann hefir tekið að sér að vinna i Labradorfjöllunum fyrir auð- mannafélag í Philadelphia, sem þar á járnnámalönd. Árskaup hans er 810 þúsund. Annar maður úr sömu deild hefir sagt af sér embætti sinu til þess að vinna að námum fyrir sjálfan sig, og þriðji maður, J. M. Bell, hefir einnig sagt upp stjórnarvinnu, til þess að vinna fyrir námaiélag, sem borgar hon- um fjórfalt hærra kaup en hann fékk hjá stjórninni. Hungursneyð ,i Galiciu gengur nú svo hart að fólki þar. að það gengur í stór hópum um landiðog heimtarbrauð eða vinnu. Það brýtur hús og tekur matvæli hvar sem þau eru fáanleg, Hermenn tvistra hópum þessum, drepa suma, særa hina, en ýfirvöldin eru ráðalaus, gefa að eins von um vinnu síðar. Skipið Amur flytur þær frettir frá Yukon að útþvottur þar á þessu sumri muni nema um $30.000,000. London á Englandi hefir nú 4,536, 034 ibúa. Fólkstalan þar hefir aukist um 308,717 manns á síðastl. 10 árum. Voðalegt slys varð á Dnieper-ánni hjáOdessaá Rúselandi. Nálega hver húsmóðir úr þorpinu Katchkarovka hafði farið yfir um ána um kvedltíma til að mjólka kýr sínar Þær tóku börn sín með sér. Flotbrú var á ánni og þegar konurnar og börnin voru á heimleiðinni um kveldið skall á stór- viðri og eyðílagði brúna. Konurnar og börnin lentu í vatnið og drukknuðu að undanteknum fáeinum manneskjum, er bjargað var af bátum er af tilviljun voru þar á ánni um það leyti. Sagt er að nálega hvert hús í þorpinu syi gi látnar húsmæður og börn. Chicago-búar ætla að byggja $100,000 musteri í minuingu um Robert G. In- gersoll frjálstrúarmanninum mikla. Hungarsneyð i norðurhéruðunum i Kina er sögð svo mikil að mörg þúsund manna hljóti að deyja úr hungri, ef ekki IfsrBt hjálp tafarlaust. Samskot hafa bvrjað í Bandaríkjunum i þessu skyni. Nýtt kornkaupafélag er myndað í, TFínnipeg með $100,000 höfuðstól. Voðalega stórkostlegur eldur kom upp i bænom Jacksonville i Ilorida- ríkinu á föstudaginn var og eyðilagði mikinn part af bænum og gerði 9 milf- ón dollars eignatjón. 6 menn létu þar lífið. Sá partur borgarinnar, sem eld- urinn eyðilagði, er 2J milur a lengd og nær 1 míla á breidd. Jacksonv'lle er hðfuðborgin i Florida rikinu og hefir stóra aldina- og kornverzlun, Hún er aðal aðseturstaður þeirra manna sem á vetrum leita til Flori da sér til heilsu- bótar og er sagt að þá séu oft 80,000 aðkoraumenn í borginni. Eldur gerði $80.000 skaðaíbænum Gridley. 111., á föstudaginn var. Eldur gerði $100,000 tjón i bænum Ewa.-t í Icwa i síðustu viku. Eldur gerði $100,000 tjón á gripa- og slátrurhúsura þeirra Armours & Co, i Chicago i síðustu viku. 16000 naut- gripir voru uppi á 4. lofti i einu af slát- urhúsum þeirra félaga; varð þeim með naumindum bjargað undan eldinum. Éldur eyðilagði part af innflytj- andahúsinu í Brandon á laugardaginn var. Nokkuð af húsgögnum agentsins og f&rangri innflytanda brann þar inni. Auðmannafélag í Chicago með 6 milión dollara höfuðstól hefir fengið leyfi til að vinna að námagrepti í Mexi- co um 40 ár; þar eru silfur- járn- kola- og blýnámur. sem félagið ætlar að vinna af mesta kappi. Bólusýkin er sögð hættulega al- menn i sumum stöðum í Bandarikjun- um. Þaðan barst hún með manni frá Cleveland til Montreal, Toronto og Rat Portage og hafa nckkrir þegar dáið i tveimur fyrnefndum bæjum. Heil- brigðisnefndir þessara bæja hafa gert alt sem i þeirra valdi stendur til þess að útrýma sýkinni. Allstór hópur manna er nú að vinna i ákafa að járnbrautagerð frá West Selkirk til Winnipegvatns, áleiðis til Gimli. Um 5000 manna er sagt að hafi flutt inn i Manitoba og Norðvesturhér- uðin i siðastl. mánuði, þaraf 2000 frá Ontario. Stjórnin i Transvaal hefir kosið sér til fyrirmyndar og eftirdæmis skóla fyrirkomulag það sem New Brunswick- fylkið í Canada hefir og æskir eftir að fá 3 kennara þaðan tilað hjálpa tilí i byrjun. Nýlega hefir fundist ákaflega aoð- ug gulltekja i Tyhee námunni á Van- couver-eyjunni. Þessi gullæð er 3 feta breið, og fást fleiri hundruð dollarar af gulli úr hverju tonni, sem úr henni er tekið. Sýnishorn hefir verið sent það an heim til Englands, r það gullkögg- ull á stærð við mannshnefa, sem geym- ir iitið af öðrum efnum en hreinu gulli. Úr tonninu af jafn auðugum gullblend- ingi fást fleiri þúsund dollarar. í sama stað fanst líka silfurblendingur og eir ásamt gullinu. Þsssi afarauðugi gull* fundur hefir hlejrpt námalóðum í feyki- vsrð nú síðustu viku. Sagt er að Tyrkja soldán hafi ný- iega skotið læknir sinn. Hann var að lækna eyrað á soldáni, og olli hon um ó- afvitandi verkjar; hélt soldán að hann hygði að drepa sig, og skaut hann sam- stundis. Pegar herbergisþjónn soldáns heyrði skotið hljóp hann inn til hans, til að vita hvað um væri að vera. en þegar soldán sá hann koma, hélt hann að myndað væri samsæri að drepa sig, og skaut á hann þegar 1 bili, en misti hans. BRÉF FRÁ ÁRNESI, MAN., 15. Apríl 1901. Fátt er tíðinda hjá okkur nú. Á sfðasta föstudag tapaðist stúlkubarn 7—8 ára gamalt hér norður f Árnes- bygð, 1 mflu sunnan við Dagverðarnes. Stúlkan var dóttir ekkju, sem er hjá Oddi Þorsteinss yni, sem kom hingað ofan oftir sfðastl. sumar. ' Hún var lát- in fara raeð kúm frá fjósinu og átti að reka þær eftir stfg upp að þjóðveginum. Eftir klukkutfmp. var hennar saknað og þá farið að leita og hafa nú frá 15—20 menn leitað hennar 3J dag, en alt á- rangurslaust. Menn eru að imýnda sér aðhún kunni rð hafa farið f vatnið, en fyrir því er engin vLsa. Föstudaginn 25. f. m. dó unglings- stúlka, Sæunn dóttir Jóns á Jónsstöð- um f Breiðuvíkinni. Við höfum frétt hingað norður, að Gimlibryggjan sé að nokkru leyti eyði- lögð af is, og nú f nótt skemdist Hnausabryggjau; lentiisinn á krókiun cg setti eitt tré inn og lyfti parti af henni frá vatns yfirborði um lj fet. Einnig er sagt að raskast hafi suðauet- urhornið. Þetta er nybygði parturinu — liberal-parturinn. Hann var ekki traustar bygður en “princip“ flokkins er f heild sinni. Broiðvíkingar mynduðu bændafé- lag á sumardaginn fyrsta, og gengu 38 bændur og bændasynir í það. Þann dag rigndi mikið hér annað slagið, svo vegir eru mjög slæmir yfirferðar með skepnur. ÚR BRÉFI FRÁ GLENBORO, MAN. ....Þann 15. Aprilsíðastl. voru þau herra Guðmundur Jónsson og ungfrú Guðbjörg Magnúsdóttir gefin saman í hjónaband. — Þau eru ættuð úr 8æ- munðarhlíð f Skagafirði. Þau búa við Assiniboine-ána norðan viðGlenboro. Tíðin hefir verið þnr og hlý, en engar skemdir enn þá af þurkum. SPURNINGAR OG SVÖR. Herraritstj. Gerið svo vel að gefa eftirfylgjandi linum rúm f Hkr. 1. Sp. Það er mikið talað um það manna á milii i Nýja íslandi hverjír hafi 2. heimilisrétt, og verða ekki á eitt sáttir. Síðastl. sumar 9. og 30. Ágúst 1909 komu landtökulögin út í Lögbergi eg munu margir hafa lesið þau með eftirtekt og jafnframt hugsað sér að taka annan heimilisrétt, éftir þvf sem stendur f 6. gr laganna; þar er skýrt fram tekið hverjir eigi 2. htimilisrétt, og nefnd gr. skýrir sig sjálf, hana þarf ekki að setja hér, hún er ljós og auð- skilin og geta allir lesið hana f Lögb. Svo kemur maður, sem er f þjónustu stjórnarinnar, og segir mönnum að hver sá maður sem ekki hafa fengið eignarbréf fyrir sfnu heímilisréttar- landi fyrlr 1889 geta ekki fengið annan heimílisrétt. Þetta finst vera öfugt við áðurnefnda lagagr. þegar það er tekið til samanburðar og valda miklum mis- skilningi þar sem þessi grein laganna kemur ekki nærri að minnast á eignar- bréf. Það er lfka vonandi að ritstjórar íslenzku blaðanna geri svo vel að svara linum þessum rækilega; það er mjðg á- rfðandi að menn viti hið sanna. 24. April 1901, Gjaldandi Gimlisveitar. Svar: Eftir því sem. vér skiljum landlagabreytinguna, þá á hver sá maður lagalega heimtingu á að fá sf - ara heimilisréttarland, sem búinn var að sitja full 3 ár á fyrsta heimilisréttar- landi sínu fyrir 2. Júníl889 og búinn þá að gera svo miklar umbætur álandi sfnu að þau hefðu getið honum tilka.ll til eif narbréfs, eða viðurkenningar Land Commissioners um það að verkin v»ru' nægileg til þess að hann gæti fengið “Patent“. Það er ekki nauð- synlegt að landneminn hafi tekið heim- ilisrétt á landinu, að eins ef það hefir ekki staðið f annars manns nafni á bók um stjórnarinnar á þessu tfmabili. Alt það sem landnemi þarf nú að gera er, að senda beiðni sfna inn til stjórnarinn ar um 2. heimilisrétt og um leið færa sannanir fyrir þvi að hann hafi verið búinn að búa 3 ár á fýrsta heimilisrétt- arlandi sinu þann 2. Júnf 1889 og þá búinn að geralögleg skylduverk á land iuu; geti hann sannað það, þá fær hann annað heimilisréttarland. En um hvað séu lögleg skylduverk, getum vér ekk- ert sagt. Land Agentinn í Winnipeg hefir sagt oss að stjórnin athugi kröfu hvers einstaklings og ákveði hvort skylduverkin hafi verið gerð eða ekki. Menn verða þvf að beina málum þess um beint til stjórnarinnar og leggja mál sín undir úrskurð hennar. í sambandi við þetta mál vildura vér benda lesendum á það, að herra Joseph ó’kaptason er í þjónustn fylkis- stjórnarinnar til þess að líta eftir inn- flutningum ísl. og landnámi þeirra hér f fylkinu; hann er innflutninga- og land námsumboðsmaður Islendinga. Þess vegna vildum vér mega enn á ný mæl- ast til þess að landar vorir vildu snúa sértil hans í öllum slikum málum, en ekki til ritstj. Hkr., sem engan tima hetir til að sinna slíkum málum, Ritstj. 2. Sp. Þegar kona gengur frá eigin manni með tvö ung stúlkubörn, hvað þurfa þau börn !að vera gömul þegar faðirinn hefir rétt til að taka annað barnið heim til sín? eða hefir hann eng- an rétt á þeim framar? Sv.: Þetta eru spurningar er ættu að leggjast fyrir lögmann;' aðrir geta ekki svarað þeira svo f lagi fari. Vér getum aðeins sagt að faðirinn er að lög um talinn sá eðlilegi umsjáandi barn- anna eftir að þau eru af brjósti móður- innar. En svo er engin föst regla um það hvort hjónanna fái umráð barn- anna er til laga kemur. Það er vana- lega dæmt eftir málavöxtum. Það hjónanna sem að siðferði, efnum. inn- tektamöguleikum og öðru þess háttar, skarar fram úr hinu, það má jafnan bú- ast við dómi sér f vil. Ritstj. Tilkynning. Ýmsir menn, enskir 0£ íslenzk- ir, í vesturhluta Gimlikjördæmis, hafa ritað hingað til þess að fá vitn- e3kju um hvort þeir megi eiga von á að járnbraut verði fullgerð frá Winnipeg til Oak Point á þessu ári. Til þess að komast hjá að svara hverju bréfl, sérstaklega, skulum vér geta þess að stjórnendur Cana dian Northern-félagsins hafa sagt skýlaust, að það væri ásetningur sinn að byggja þessa braut á þessu ári. En það verður ekki byrjað á verkinu fyr en Dominionstjórnin er búin að samþykkja samninga fylk- isstjórnarinnar við félagið, og með þvi að staðfestingarlög Ottawa stjórnarinnar eru nú áreiðanlega viss að verða samþykt í Ottawa þinginu mjög bráðlega, þá vonum vér að að brautiu verði fullgerð til Oak Point á næsta hausti. Ritstj. Leikfélag Skuldar. Það má telja með framför- um meðal íslendinga hér í bæ, að þeir hafa nú komið npp mynd- arlegu leikfélagi. — Sjónleikar eru eitt af þvf, sem fundið heflr verið upp til þess að menta og fræða. Þýðing þeirra, ef vel fara, er meiri en virðast kann í fljótu bragði. Það er hlutverk þeirra að lyfta blæju gleymsku, misskiln- ings og eftirtakaleysis frá öllum myndum mannlífsins og bregða yfir þær Ijósi sannleiks og virkileika. Þeir eiga að sýna lífið og heiminn frá Cllum hliðum, bæði ljósum og dökkum; þeir eiga að sýna mennina eins og þeir eru og geta orðið, ýmist sem engla eða djöfla og á öllum stig- um þar á milli. Þeir eiga að setja oss fyrir sjóuir þrælmennið eigin- gjarna, sem hugsar ekki um annað en að hefja sig upp með ðllum ráð- um, leyfllegum ög óleyfllegum und- ir hræsnisblæju kærleika og mann- úðar og þeir eiga líka að sýna göf- ugar sálir, sem finna til vegna bræðra sinna og systra og vilja legga þeim lið. Þeir eiga að leiða fram til samanburðar, íhugunar, eftir- breytni og aðvörunar alt það sem til er í djúpi mannssála rinnar, heiftina, hatrið og nefndargirnina, sem engu hlífir; viðkvæmnina, umburðarlynd- ið og geðprýðina, sem alt vinnur. Þeir eiga að sýna ástina, trúna, rétta og sanna, sem ýmist hefir sér við hlið gleðina hoppandi og hlæjandi, eða sorgina þögula og þunga. Þeir eiga líka að sýna hið gagnstæða, sýna hversu djúpt menn geta fallið og af- vega leiðst af illum áhrifum. Eng- in uppeldis aðferð er öruggari en góðir sjónleikar; ekkert kemur þræl- menninu fyr til þess að bæta ráð sitt en það að sjá sjálfan sig leikinn— skoða sig í þess konar spegli; ekkert kemur forhertu hjarta fremur til þess að klökkna, en vel valinn sjón- leikur; ekkert snertir dýpri strengi í mannshjartanu né knýr fremur tár af augum, en það að horfa á góðan sjónleik. En það er vandí að leika vel; þá er fyrst vel leikið ef þeir er það gera, gleyma að þeir séu að leika og vita ekki annað en að þeir lifi at- burðina og athafnirnar i raun og veru, en áhorfendurnir þykist horfa á virkileg lífsatriði.—Já, þá fyrst er vel leikið. Það, sem félagið heflr valið sér, er “Æflntýri á gönguför11, alþektur leikur og vinsæll mjög, enda undur fagurað mörgu leyti. Eini gallinn á honum er sá að samtal fer víða fram í ljóðum, sem sungin eru, en það er í hæsta máta óeðlilegt, Þess þekkjast engin dæmi að 2—8 manns tali saman syngjandi í ljóðum, er þeir sjálfir yrki jafnótt; nei, svo góð skáld hafa aldrei skapast í heimin- um. Alt það sem gengur út fyrir þau takmörk að það geti komið fyr- ir, spillir sjónleikum sem öðru; gerir þá ónáttúrlega. Söngur er hin feg- ursta list og á víða vel við, en í sjón- leikum er hann oft álíka Jhlægilegur og að vera í rauðum sokk á öðrum fætinum en bláum á hinum. ' I Eg skal leyfa mér að minnast fám orðum á leikendurna hvern fyr- ir sig og byrja ég þá fyrst á herra Olafl Þorgeirssyni- hann leikur Kranz kammeráð. Er það gamall maður, kjarklítill og vitgrannur, en virðinga- og hégómagjarn- hann á engan vilja ajálfur, en játar öllu því sem aðrir segja og er sannkallað- ur vindhani; hann hefir konuríki svo mikið, að hún ræður öllum hans hreifingum, orðum og athöfnum. Olafur Þorgeirsson leikur snildar- lega vel, limaburður, augnaráð, mál- rómur og látbragð er altaf svo sam- kvæmt sjálfu sér, þrátr fyrir margs- konar breytingar og geðshræringar, að áhorfandinn verður aldrei var við nokkra tilgerð; að mínum dómi leik- ur hann jafnbezt allra leikendanna . Þá er frú Helena, kona kamer- ráðsins, hana leíkur ungfrú Rósa Davfðson. Erúin er skapkona mik- il, en hyggin og að því leyti gagn - ólík manni sfnum; hún leggur á ráð þegar hann er í vandræðum, þykir lítið til hans koma, en vill þd ekki gera honum opinbera minkun. Rósa Davíðson leikur þetta fremur vel, en þó á það ekki rétt vel við hana; ég heft séð hana leika annað miklu bet- ur, annars er vandi að leika frúna eins og alt, sem litla breytingu þarf. Þá er Svali Assessor, er hann leik- inn af herra Jóhanni Davíðssyni og ferst það mjög vel. Má segja það sama um hann og Ólaf Þorgeirsson, að hann leil^ur með samkvæmni og laust við alla tilgerð, enda er bún- ingur hans ágætur, einkum; hár og skegg, en betur hefði mér þótt fara að hann hefði glófa á höndum; herra Jóhann mun vera óvanur að leika, og er enginn efl á að hann er af- bragðs leikaraefni. Dóttir assessorsins heitir Lára, ung stúlka, fríð sýnum, gáfuð, stilt og gætin, en þunglynd og tilflnn- ingarík. Hana leikur ungfrú Guð- rún Indriðadóttir (Einarssonar; ferst henni það vel, sem vænta mátti, því hún hefir þótt leika svo vel heima á íslandi, að henni var jafnað við Stefaníu Guðmundsdóttir, þá konu sem bezt hefir leikið allra íslenzkra kvenna, sem fæti hafa stigið á leik- svið. Henni tekst mjög vel að skifta um lágan róm og háan, við- kvæman og harðan, en bezt af öllu tekst henni þó að sýna á svip og augnaráði ýmist sorg eða gleði, traust eða fyrirlitning, grimd eða blíðu. Hún er efni í ágætan leikara. Þá er Jóhanna uppeldisdóttir ass- essóreins; hún er gagnólík Láru; hún er glöð og kát, getur grátið með öðru auganu en hlegið með hinu; hún er fnikil fyrir sér og ekki sem stiltust. Hana leikur ungfrú Jónína Jóns- dóttir; ferst henni það allvel—sum- staðar ágætlega—einkum þar sem hún á að leika geðshræringar, til dæmis þegar hún grætur, er það svo vel gert að virkilegt sýnist. Annars er hún betri að leika annað en þetta líklega bezt allra íslendinga hér í bæ til þess að leika sorgarleika. Þá eru tveir stúdentar, heitir ann- ar Ejbæk en hinn Herlöv. Ejbæk er gáfaður, góður og ærlegur dreng- ur en þunglyndur eins og marglr ungir námsmenn eru; hann setur alt fyrirsig og lítur á heiminn svörtum augum. Hann leikur herra Ben. Ólafsson Ijósmyndari. Er meiri vandi að leika hann en nokkuð ann- að í þessu riti, og tekst herra B. Ó. það furðu vel, þar sem hann mun vera lítt vanur leikstörfum; hann leikur sumstaðar mjög vel,en hvergi illa, einungis þótti mér málrómur- inn heldur tilbreytingalftill, 'en slíkt getur verið undir áliti komið. Hinn stúdentinn, sem er ekkeit annað en dans og hlátur frá hvirfli til ilja, leikur herra Valdemar Mag- nússon; hann leikur prýðis vel; sami gleðiblærinn hvernig sam veltist, en þó breytíngar í málróm, augnaráði og limaburði einkar náttúrlegar. Hann er óefað efni í leikara. Pétur, sem er strokuþjófur, leikur herra B. Ó. Björnsson; hlutverk hans er svo stutt að nálega er ómögulegt að sýna í því nokkra leikaraíþrótt, en honum fórst það fremur vel. Þá er Vermundur; hann er maður sem á hvorki sál né hjarta, kaldnr eins og ís og harður eins og steinn. Hann er samvizkulaust þrælmenni, sem svffst einskis, en töluvert fynd- inn í orðum. Herra Albert Jónsson kaupmaður leikur hann og gerir það vel, Hann nær því svo fullkomlega að tala án tilflnninga eins og hann á að gera, að manni finst sem kalt vatn renni sér á milli skins og hör- unds stundum, svo eru orð hans ó- hlý. Loksins er aðalpersónan eftir; það er strokuþjófur, sem Hans heitir — kallaður Skrifta-Hans. Hann heflr leiðst út i það að verða óærlegur maður af vandræðum og illum fé- lagsskap, vill verða góður og ráð* vandur maður aftur, en vantar bæði fé og rini og verður því afturhvarf- ið erfitt. Herra Jón Blöndal Ijós- myndari leikur Hans og mundi vandleitað að manni, er gerði það jafnvel. Einkum tekst honum að- dáunarlega vel að skifta um mál- róm og setja sig í viðeigandi stelling ar þegar eitthvað óvnæt kemur fyr- ir. Áhrifamest I þessum leik er næst sfðasta atriðið, þar sem þeir leika saman Ejbæk og Hans. Hans heflr verið alinn upp f fátækt og van þekkingu við hörku og miskunar- leysi; framkoma mannanna gagn- vart honum heflr skapað þá hugsun í hjarta hans að þeir væru allir vond ir; hann hafði aldrei mætt neinu hlýju, aldrei litið brosandi vinar- auga, a'drei fundið líknandi og styðjandi bróðurhönd, aldrei heyrt laðandi og leiðandi kærleiksorð;hann hafði séð djöfulinn í öllum mönnum, hann þekti ekki guð; hann hafðl verið ölnbogabarn náttúrunnar; fyrir þessa sök hafði hann orðið vondur maður og haldið áfram að vera það. Hann er lifandi dæmi upp á meðferð á glæpamönnum, sem Heimskringla talaði um nýlega. Svo finnur hann loksins eina góða sál—það er Ej- bæk. Hann verður alveg hissa; hann grætur, hann iðrast. “Að eins ein- um manni hefir þótt vænt um mig“, segir hann grátandi, “og hann kendi mér að stela“. Herra Blöndal sagði þetta svo vel að mér fanst að áheyr- endurnir hlytu að gráta með honum, að minsta Kosti í huga sér — en ég heyrði þáhlæja.—Búningarnir voru yttr höfuð góðir, sumir fyrirtak. þó hefði skeggið á Vermundi getað ver- ið betra. Leikljöldin eru ný búin til af herra Fred. Swanson og sann- kallað snildarverk- himinn, sjór og og skógar, svo náttúrlega gert, að maður gleymir að það sé málverk, —Það eina sem að leiknum mætti finna er það að söngurinn fór ekki vel, en það er að nokkru afsakandi, því hýsið er óhentugt fyrir söng. Eg hefi hvorki tíma né tækifæri til þess að skrifa rækilega nm leik- félagið, en þess verð ég að geta, að það hefir starfað ótrúlega mikið á jafn stuttum tfma. Eru nú í því flestir beztu leikendur, sem hér er völ á og það á skuldlaust ágæt tjöld og annan útbúnað; má treysta því að það verði íslendingum bæði til gagns og gamans, og eigi fyrir höndum langt líf og stórt hlutverk að vinra, þar sem aðalverksvið þess er að hjálpa þeim sem erflðar kríng- umstæður hafa. Engin fslenzkGood- templarastúka hefir nokkru sinni haft eins myndarlegt leikfélag og stúkan Skuld heflr nú. Þess má geta að á milli atriða fór fram sam- spil og var að því hin bezta skenit- un. Sig. JCl. Jóhannksson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.