Heimskringla - 30.05.1901, Síða 2

Heimskringla - 30.05.1901, Síða 2
HEIMSRJKÍNGLA 30. MAÍ 1901. Heimskriiigla. PlIBLISHBSD BY The Heimskringla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar .$1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00, Peningar sendist í P. O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með affðllum B. L. Raldwinson, Editor & Manager. Oflice : 547 Main Street. P.o. BOX 407. Sínir 5 á hvorum enda. Þegar gengið var til atkvæða í Ottawa-þinginu um daginn, um það hvert járpbrautarsamningar Mani- tobastjómarinnar skildu staðfestir, þá voru það að eins 5 af öllum þing- mönnunum sem ekki voru með sam- þyktinni. Svo fór málið upp til efri málstofunnar og var þar sam- þykt í einu hljóði. Þannig vora samningarnir álitnir gildir og góðir af Manitobaþingidu, Ottawaþinginu og Senatinu. Og þessir menn sam- iginlega hjóma raddir almennings í Canada frá hafi til hafs. En það voru 5 menn eystra sem “ekki voru með” og það eru 5 menn hér vestra sem “ekki era með”, það eru þeir John Arbuthnot, Alexander Mac- Donald, Thomas D. Robinson, Thom- as Ching og landi vor Einar Ólafsson. Þessir 5 menn hafa tekið sér það verk fyrir hendur að setja járn brautarmálið fyrir dómstólana og á þann hátt koma í veg fyrir að samn- ingar Manitobastjórnarinnar við N. P. og C. N. félögin nái að komast í framkvæmd. Þessir menn meta að engu samhljóða samþyktir þing- manna í Manitoba eða Ottawa eða Senatsins. Þeir hugsa sér auðsjáan- lega að ráða einsamlir úrslitum þessa máls, með aðstoð dómstólanna cg lögmanna sinna, þeirra A. N. McPherson, og H. M. H. Howell, sem hleyptu málinu fyrir Kings Beuch- dóminn hér í Winnipeg á fimtudag- inn var, í naíni ofantaldra 5 manna. Þeir biðja dóminn að ákveða: 1. að samningar þeir sem stjórn- ín gerði við Northern Paciflc-braut- arfélagið þann 15. Janúar og við Canadian Northern-brautarfél. þann 11. Febrúar síðastl., séu ógildir og áhrifalausir. 2. Að verjendur málsins, að undanteknum dómsmálastjóra fylk- isins, verði hindraðir frá að koma brautunum undir nýja eigendur samkvæmt samningunum, eða til- heyTandi eignum þeirra og telegraph- lfnum. 3. Að verjendur málsins, Hon. R. P. Roblin og Hon. Robert Rogers, verði hindraðir frá því að veita brautum þessum, með tilheyrandi eignum þeirra og telegraphlínum, móttöku. Sækjendur stinga upp á því að mál þetta sé tekið til meðferðar af Kings Bench-dóminum í Winnipeg. Meðal annars halda þeir því fram að engir bindandi samningar séu um það að C. N. brautarfél. geti notað brú þá sem það er að byggja yfir Rainyána, eða þann part af braut þeirra sem Hggur í Minnesota og yflr höfuð virðast þeir félagar byggja umkvartanir sínar á því að allir samningarnir séu ólöglegir og ó- mögulegir, að Dominionstjórnin hafl engan rétt haft til að samþykkja þá, og fylkið engan rétt til að gera þá, Hvað þeir féiagar sjá sér við að hefja þessa málsókn er ekki gott að sjá, maður hefði mátt ímynda sér að þeir hefðu mátt láta sér nægja með ósiguiinn í Ottawaán þess að halda málinu lengra. En svo er á hinn bóginn ekkert á móti þvf að fylkið fái dómsstaðfesting samninganna ofan á þingsamþyktirnar, með því að það sýnir fylkisbúum eDn þá Ijóear en áður að samningarnir eru eins löglegir eins og þeir eru hag- kvæmir fyrir almenning. Ekki getnrmál þetta komið i veg lyrir leigu eða sölu nefndra brauta þvl að N. P. brautin var gefin yfir í hendur fylkisstjórnarinnar kl. 12 á laugardainn, þrátt fyrir andmæli þessara 5 manna og alt gengur eins og ákveðið hefir verið rétt eins og þeir hefðu látið málið afskifta- laust. Það er hvort sem er engin hætta á að dómstólarnir fari að banna fylkisbúum að ráða BÍnum eigin flutningamálum eða að ákveða að það sé ólöglegt að fólkið hafi ekki rétt til þess. En svo er annað atriði í sambandi við þetta mál, sem er þess virði að á það sé litið. Hver er það sem stendur á bak við þá félaga með peninga framlögur þær sem nauðsynlegar eru til þess að fara út í svona lagað mál. Eru þeir félagar að gera þetta af einskærri föðurlandsást og um- önnun fyrir hagsmunum almennings, eða hafa þeir að eins lánað C. P, R- fél. nöfn sín til þess að það þyrfti ekki opinberlega að koma fram f dagsbirtuna í þessu máli. Hingað til höfum vér ekki orðið þess varir að neinir af þessum 5 hafi fengið neitt sérlegt orð á sig fyrir örlæti í fjárframlögum til almenningsþarfa, enda sumir þeirra svo efnum búnir að þess væri ekki væntandi af þeim. En hvaðan hafa þeir nú alla þá þen- inga sem vitanlega eru nauðsynlegir til þess að kosta 2 afardýra lögfræð- inga til þess að halda fram máii þessu fyrir dómstólunum, Mr. Howell t. d. fékk vanalega $75,00 á dag hjá Greenwaystjóaninni sálugu þegar hann vann fyrir hana. Hann heimtar að líkindum ekki mikið minni daglaun nú til að veita öðru eins vandamáli, og járnbrautarmál- inu, forstöðu. Það þarf engum blöðum um það að fletta að sending- ar tveggja sendinefnda til Ottawa og lögmannahald þar í sambandi við þær, hefir kostað ríflegan skildíng. Bæklingar hafa verið prentaðfr á kostnað mótmælenda og sendir út um alt land, enn fremur vora ræðu- menn sendir út um alt fylkið til að kveikja óánægju út af þessum samn- ingum. Alt þetta kostaði peninga, og nú síðæt er lagt út í umfanga- mikið og kostnaðarsamt mál af hendi þeirra 5. Það er víst alveg óhætt að geta þess til að það eru ekki þessir 5 sem fyrir málinu gang- ast á yfirborðinu, sem leggja fram nauðsynlegan kostnað í sambandi við það. En hver borgar þá brús- ann. Þegar þess er gætt að C. P. R. félagið stendur til að tapa rúmlega hálfri milión doll. af árleg- um inntektum sínum frá þessu fylki, við það að fá keppibraut, og þegar þess er gætt ef forkólfar þess félags hafa heitið því að hefja stríð mót fylkisstjórninni fyrir að hafa vogað að drepa fingri við einokunarvaldi síuu í þessu fylki og þegar ennfrem- ur þess er gætt að sumir að minsta kosti af þessum 5, eru ekki þeim efnum búnlr að þeir gætu af eigin ramleik staðist allan þenna kostnað, þá íer það að verða skiljanlegt að það kunni að vera C. P. R. fél. sem sem leggur líknarhönd sína á út- gjaldaliði þeirra 5, sem málið hafa sett í hreyfingu, því það er vitan- legt að það er aða’lega C. P. R. fél. sem heflr hagnaðinn við það að kom- ið verði í veg fyrir að samningar jeir nái framkvæmd sem gefa von um nær milión doll- árlegan hagnað fyrir fylkisbúa í niðursettum flutn- ingsgjðldum á hveiti og öðrum vör- um. Þetta skilja allir, þó ekki sju ieir hagfræðingar. Hitt er óakiljan- legra að nokkrir 5 menn skuli hafa fengist til þess að lána félaginu nöfn sín undir um- kvörtunarskjalið úr þ í að það er fyrir fram vitanlegt að alt þeirra umstang verður algerlega gagns- laust til að koma í veg fyrir fram- kvæmd samninganna og þann stór- kostlega hagnað sem fylkisbúar verða aðnjótandi í tilefni af þeim- Blóðíaka H. H. Cook’s* Lögberg lætur lítið yfir þeim sönn- unum sem fram komu í rannsókn- inni um ákærur Mr. H, H. Cóok, um að liberalar hefðu heimtað af sér tíu þú und doll. til þess að veita hon- um “Senator”-stöðu. Það voru auðvitað engar skriflegar sannanir fvrir þessari ágæru af þeirri ein- földu ástæðu að liberalar fremja vél ræði sín á eins leynilegan hátt og þeim er frekast unt. En Mr. Cook hélf því fram að Mr. Cameron sál. hefði sagt sér að hann (Cook) yrði að “gera eitthvað fyrir flokkinn”. Mr. Cook kvaðst hafa spurt hvað þetta “eitthvað ætti að vera, og hefði þá Cameron sagf, “$10,000 gjöf í aðal sjóð flokksins”. Mr. Cook kvað sér hafa fundist að hann vera búinn ab blæða svo fyrir liberalflokkinn, fyrr og síðar, að að hann ætti sanngjarna heimtingu á að verða gerður Senator án sér- stakrar blóðtöku fyrir sætið, á meðal annars sagði Mr. Cook þetta: “Eg hef eitt miklum fjármunum í pólitlk, ég hef ætíð verið örlátur og lagt ó- sparlega í aðalsjóð flokksins, en aldrei þegið neitt af honum, en borgað allan kostnað við kosningar mlnar. Ekki heldur hef ég ein- skorðað örlæti mitt við aðalflokksjóð- inn og eiginkosningar mínar. Það eru að eins fá ár síðan ég borgaði allan kosningakostnað fyrir Hon. T. W. Auglin, þegar hann sótti í North Simcoe móti Dalton McCarthy. Þegar Mr. Drewry var umsækjandi í East Simco, fyrir Ontarioþingið, þá gaf ég tuttugu og fimm h u n d r u ð doll. í kosningasjóð nans, efThos. Moss, John O’Dono- hoe og Mr. Wilkes gætu borið vitn- isburð þá mundu þeir tafarlaust játa þvl að ég hefði verið með langhæztu gefendum í kosningasjóði þeirra. Ég hafði þann heiður, og ég tel mér það heiður, að gefa fimm þúsund doll. til Mr. MacKenzie, eftir að stjórn hans féll, til þess að hjálpa honum I þáverandi heilsuleysi hans og örðugum kringumstseðum. Ekki takmarkaði ég gjafir mínar heldur við Ontario-fylki, eins og Mr. Blake gæti borið vitni um, því ég fékk honum einusinni bankaávlsun upp á hálftþriðja þúsund doll. til þess að hjálpa Mr. Mercier í Quebec til þess að borga part af kosninga kostnaði hans við að vinna kosning- arnar í því fylki. Ég gæti nefnt mörg önnur tilfelli, en ég hef sagt nóg til að sýna að áhugi minn fyrir flokksmálum eða gjaflr mínar til flokksins hefir ekki verið bundin við aðalkosningasjóð liberala eða mlnar eigin kosningar”. Þetta er vitnisburður Mr. Cooks um það hvernig liberalfiokkurinn hefir nítt út úr honum stór summnr af peningum við hverjar kasningar I tveimur fylkjum í síðastl. 25 eða 30 ár, sogið úr honum blóð og merg, svo að segja. Það var því engin furða þó hann vonaði svo góðs af flokknum að fá Senatorstöðu í elli sinni, ekki síður en þeir, sem yngri eru og minna hafa lagt til flokks þarfa. Ekki heldur er það nein furða þó bonum þætti sér misboðið með þessari óhóflegu heimtifrekju flokksins, að krefjast fyrir fram tíu þúsund doll. borgunar, fvrir Senator stöðnna, og sem enganvegin var vlst hann hefði fengið þrátt fyrir loforðin, þó bann hefði borgað upp- hæðina. Enda vorufleiri en Cook í efa um að loforðið yrði haldið, því Mr. T. W. R. Preston, einn af sterk- ustu liberölum í Canada, sór það fyrir ranðsóknarnefndinni að hann hefði sterklega ráðið Cook frá að borga þessa mútukröfu þeirra Laur- iers og Cartwrightes. Svona stendur nú málið. Mr. Cook heflr svarið að þetta fé hafl verið heimtað af sér fyrir hönd Laurierstjórnarinnar til þess hann fengi Senatorstöðuna, þrátt fyrir alla þá tugi þúsunda er hann var búinn að leggja í flokks þarfir I slðastl. fjórðung aldar. Og þetta dæmi er ljós vottur um pólitiskt ó- skirlífi liberala og sviksemi þeirra í trygðum við beztu vini sína og vel- gerðamenn. Orðabókarmálið. Hekra Ritstj.: Það heflr allareiðu verið tekið vel undir orðabókarmálefnið, sem ég mintist á I Heimskringlu í vetur, og hafa að minstakosti fjórir látið opin- berlega til sín heyra, og er mjög lík- legt að allur fjöldinn af velhugsandi mönnum sé sömu skoðana, þó þeir hafa ekki enn þá birt þá skoðun slna I blöðunum. En þó að menn sjái Jörflna og nytsemdina af fyrirtækinu, eru þó máske, því miður, ekki allir samdóma um aðferðina sem æskileg ast væri að brúka til að ná inn fé til kostnaðarins. Ef farið verður að safna gjafafé til útgáfukostnaðar, mundu máske sumir spyrja hvað ætti að gera við útsöluverð bókar- innar ef nægilegt fengist í byrjun til kostnaðarins, og sumir hafa jafnvel spurt mig að hvort hugmyndin mundi vera að útbýta henni geflns. Það mun eflaust verða Dokkuð örð- ugt að ná inn nægu gjafafé á stutt- um tíma af fleir en einni ástæðu. Landar eiga svo fáa stórauðuga menn sem viljugir yrðu til að leggja fram mikinn part af ví úr sinum eigin sjóð, en ef að Ándrew Camegi, auð- maðurinn mikli, sem lofað heflr að deyja ekki ríkur, væri eins bóngóð- ur eins og hanD er orðinn gjafmildur þá mundi honum ekki þykja meira fyrir að rétta oss hjálparhönd með alla upphæðina heldur en einhverj- um málsmetandi íslending að biðja hann þess, en hann segist engum betliförum sinna og gefa eftir sínu eigin höfði. En af því að ég hef þá hugmynd að töluvert af kostnaðin- am geti með timanum hafst upp úr útsölu bókarinnar, eins og flestum öðrum nytsömum bókum og ritum, þá er mín hugmynd um beztu og sanngjö. nustu aðferðina þessi:— Safna skal saman fé til samn- ings- og útgáfukostnaðar f öllum ís- lenzkum héruðum, bæði á íslandi og í Ameríku, á þann hátt að því sé skift I smádeildir eða hluti, og skal hver hlutur gilda $1.00. Tekur þá hver maðúr sem fyrirtækinu er hlyntur eins marga eða fáa hluti eins og honum þóknast þangað til upp- hæðin er fengin sem álitið er að þurfl til kostnaðarins. Ættu þá höf- undarnir að verða fengnir og samn- ingur bókarinnar byrjaður, eða jafn- vel nokkuð á veg kominn. Síðan þegar ritgáfunni er lokið og búið er að selja vissan fjölda, eða að sérstök upphæð af útsöluverði er komin í sjóð skal skifta því á milli hluthaf- enda að réttu hlutfalli, og mætti þeirri reglu halda áfram á nokkra ára millibili þangað til hið fyrsta upplag er útgengið. Ekki er það svo að skilja að eg búist við að þetta verði gróða fyrir- (tæki fyrir hluthafendur • eða að út- söluverðið verði mikið meira en til að borga kostnaðinn með, því bókin verður að seljast billega, en þeir sem mundu gefa án þess að vonast eftir nokkru endurgjaldi, yrðu sjálf- sagt eins fúsir til að leggja iil eins mikið í hlutum ef þeir mættu vonast eftir einhverjum parti af endurgjaldi, og nokkrir af þeim sem ekkert vildu gefa yrðu máske viljugir til að leggja fram nokkra dali á þenna hátt. En ef ekki yrði hægt að fá nægilegt fé I byrjun til að borga allan kostnað, ætti höfundur fyrst að fá fyrir sína fyrirhöfn, og væri þá ekki ólíklegt að útgefandi (prentarinn) yrði fús til að gefa út bókina ef hann mætti eiga von á að fyrstu peningar af út- söluverðinu yrðu l&tnir ganga til hans fyrir eftirstandandi kostnað. Eftir síðustu skýrslum og ágisk- un að dæma, mun vera eitthvað nokkuð yflr 100,000 íslendingar til I Norður- og Yestur-álfu, setjum nú svo að 5,000 eintök bókarinnar mundi seljast, eða væri nokkuð ósanngjarnt að ímynda sér að tæplega 5 menn af hverju hundraði mundi unna svo vel þjóð sinni og málfæri, að þeir vildu kaupa eitt hefti hver? Ef ekki, hvað ætli það yrðu margir sem vildu leggja I gjafasjóðinn? Ekki mun vera hægt að giska á ná- kvæmlega hvað bókin muni kosta fyr en búið er að gefa hana út. en töknm til dæmis að hún seljist fyrir $3.00 hvert eintak, og mun það vera iág ágiskun eftir útsölu verði annara bóka, og er eins líklegt að sanngjarnt verð, verði um 5 eða sex dali, en seljist hún fyrir $3.00 þá tökum þar af 50c. fyrir burðargjald og útsölu- laun, og er þl eftir $2.50 til að borga I sjóðinn, eða $12,500.00 fyiir 5,000 hefti, og ef að Mr. Baldwinson, ritst. Heimskringlu hefir farið nokkuð nálægt með ágiskun slna, ætti hinn upprunalegi ko3tnaður að vera leng- inn og hluthafendur að fá sitt til baka, en verði bókin seld fyrir hærra verð þarf' færri ein ök og styttri tíma til að ná kostnaðinum. En hverja aðferð sem vér brúkum, þá sé ég enga sanngirni mæla með því að vér Vestur íslendingar leggj- um til allan kostnað einsamlir. Það væri líklegra að hugsa að íslandi, m. því landi sem hefir að geyma hér um bil þrjá fjórðu þarta af íslenzku þjóðinni og íslenzka er að mestu leyti tðluð eingöngu, væri eins ant Um að fá orðabák á sínu máli eins og Vestur-íslefidingum, sem, því miður, eru óðum að blandast saman við innlendu þjóðina, en af því ís- land er fátækt er mjög líklegt að Vestur íslendmgar mundu leggja til töluvert meira að hlutfalli. Það væri mjög æskilegt og á- ríðandi, að þér sem ritstjóri Hkr. bentuð oss á sem færasta menn til að leysa verkið af hendi, og aðrir sem álitu sig færa til þess, og létu oss vita upp á hvem máta þeir vildu takast verkið á hendur og gefa eins nákvæma upplýsingu um kostnað- inn eins og hægt er- H. J. Halldórson. Úr umheiminum. Sólin—þessi afarmikli og undra- verði fasta hnöttur, sem er viðhald alheimsins og allrar lífstilveru, þetta óviðjafnanlega eldbákn, sem vitr- ingar og stjörnufræðingar jarðarinn- ar geta ekki komið sér saman um hvort heldur saman standi af eld- hraunaglóð eða rafefni—sendir hita sinn í hvlvetna, og slær geislabirtu sinni yflr alla þá óteljandi hnetti sem veltast vlðsvegar um himingeiminn. Allar þessar mismunandi veraldir endurskína í fjarlægðinni, en tindr- andi smáljós uppljómandi hinn enda- lausa geim og lýsandi hver annari rökkurmegin er þær skyggja á sig sjálfar. Ein af þessum smærri ver- öldum snyzt um Jsjálfa sig á braut sinni I kringum sólina með jöfnum og líðandi hraða, þessi veröld er jðrðin, hún einnig skín í fjarlægð- inni, en ef að henni er nalgast þá breytist útlit hennar smátt og smátt unz bjarminn umhverfist í dagsbirtu sem lýsir upp alt yfirborð hennar sunnumegin. Sá helmingur jarð- arinnar, sem aðhallast sólinni, er grænlitur og blómlegur, þar er jarð- argróði og lífshreyflng á hinu hæsta stigi. Þar ríkir sumar, Sá helm- ingur hennnr, sem hallast frá sólu er fölur og hvítleitur, hulinn frosti og snjó, sem hinir köldu loftstraum- ar hafa þar myndað og niðurdreift, því hiti sunnunnar er þar eigi næg- ur til að yflrbuga þá. Þar er vetur. Kyrð ríkir að undateknum daufum þys sem ekki óllkist vængjanið, það eru andar loftsins á flugi um himin- hvolflð á milli hnattanna, þeir eru óáþreiíanlegir og ósýnilegir öllum, skygnt auga getur samt aðgreint þá, einkanlega erþeir sveima I næt- urskuggum hnattanna þeim megin er snýr undan sólu. Svip mikinn ber fyrir í blágeimnum, þar er ást- argyðjan, hún svlfur á milli þeirra veralda sem bygðar eru lifandi ver- um og flytur þeim emdrægni og elsku. Hún er sveipuð drifhvítum hjúp, sem flöktir og bylgjast I him- inblænum fyrir flughraða hennar, um vængi hsnnar slær gullroða, höfuð hennar er hulið dýrðarljóma, og ásjóna hennar er unaður og gleði- svipur, hún heldur á logandt blysi sem sendir frá sér töfraskin þekk- ingar og vizku, hún líður jafnt I gegnum skýin sem heiðríkjuna hnött afhnetti og heflr á þeim litla við- stöðu, því þar heflr hún komið öllu í rétt lag áður, hún flýgur yflr til Mars og fer eina hringferð umhverfis þá veröld, þar ersama eindregnis- og ástar ástandið sem á hinum hnött- unum. Hvervetna ríkir unaður, sæld og gleði meðal Mars-búa, því ástargyðjan er búin að innræta þeiin leyndardóm lífsins. Nú beinir hún stefnunni til jarðarinnar, svipur hennar verður alt í einu alvarlegur og þungbúinn, hún hugsar um á stand jarðarbúa þvl henni heflr lítið orðið ágengt á meðal þeirra, áhrif hennar hala snortið hinar lægri skepnutegnndir jarðarinnar meir en hir.a æðstu sem er herra hennar m a n n i n n, hann er þrár og önug- ur og lætur sér af fáu segjast. Ast- argyðjan minkar skriðið, þá heyrist vængjaþys á ný og annar andi kem- ur í Ijós, það er vorgyðjan, hún einnig svífur á millum hnattanna og breytir vetri I sumar, hún er hjúpuð sefgrænum kyrtli, ásjóna hennar er björt og blómleg og yflrbragðið hressandi, gullið hár leikur henni um vanga og blaktir I liðandi öld- um I vorblænum, hún heldur á bikar miklum í annari heudi, með hinni hendi sáir hún fræi úr bikarnum ofan á jörðina hringinn í kring um hana eftir því sem hún aðhallast sólinni, það er fræ gróðurs og náttúrufrjófg- ana og upp af því vaxa jurtir og grasategundir alskyns og blóm- skraut. Þessum gyðjum er vel til vina, því iðja þeirra og takmark er líkt, þær heilsast með inuilegu augnaráði og brosi og líða áfram hver sinn veg því ekki dugir að stanza. Ástargyðjan minkar enn hraðann, hún flögrar um yflrborð jarðarinnar dagsmegin og byrjar að grannskoða mannlíflð. Voðaleg sýn mætir augum hennar, á ýmsum stöð- um hníga saman fylkingar manna i blóðugum bardaga, á báðar hliðar er drepið alt hvað af tekur, mannskepn- urnar þjóta hver á aðra með heift mikilli og æði, augu þeirra era blóð- stokkin, og hendur blóðugar upp til axla. Bolahundurinn, alræmdur fyr- ir grimd sína og heift stendur fjarr og horflr höggdofa á með niðurhang- andi skAtið. Tígrisdýrið ham- ramma og heiftuga og ljónið, dýra- konungurinn ósigrandi, skjótast fram úr rjóðrum sínam og líta sem snöggvast á aðganginn, en hörfa óð- ar frá því þeim efbýður. Ástar- gyðjan er föl sem nár við þessa sjón, og það leikur um hana íshrollur. Þá heyrist vængjaniður I fjarlægð og loftandi nálgast, það er hatursnornin, hún er dökkum mötli vafln og svip- nr hennar er dimmur og drungaleg- ur, augu hennar eru tindrandi og er sem eldur úr þeim brenni, um mitti hennar hringar sig höggormur afar mikill, hann teigirfram hausinn með gapandi gini í því blaðrar eldrauð spjótmynduð tunga, höggormurinn spúir eldi og eitri yflr mennina og hvæsir ógurlega, þeir líta aldrei upp frá verkinu og sjá þess vegna ekki blys ástargyðjunnar eða hana sjálfa, eitur höggormsins leitar til höfuðs- þeirra og hvás hans æsir þá og ærir og gerir þá hamstola. Heiftarnornin hlær kuldahlátur, bendir á verk sitt og lítur til ástagyðjunnar með hæði- svip “þú heflr rekið mig á brott af öllum öðrum hnöttum himingeims- ins” segir hún “en þér hefir enn ekki tekist að útskúfa mig frá jðrð- inni”, og hún hlær aftur draugslega og djöfullega og virðir fyrir sér að- gang mannanna með sigurblöndnum þóttasvip. Ástargyðjan svarar engu en stynur þungan og svífur á brott, hún líður yfir vígvellina alþakta blóð- tjömum og líflausum mannabúkum sunduitættum og afmynduðum, sum- ir þeirra liggja upp í loft með gap- andi munn og starandi augu sem horfa I áttina til andans sem líður um loftið, en nú er það orðið um seinan að horfa á blys þekkingar- innar og ástargyðjuna, þvíþessi star- andi augu eru sjónlaus og hjörtun í brjóstum þeirra eru hætt að slá. Áfram llður gyðjan sorgblandin og raunamædd yfir vígvellina, yflr grafir framliðinna; hún sér að þær eru alt of margar því (jöldi manna deyr fyrir tímann, yfir fjöll, dali, bygðir, eyðimerkur, borgir og sveitir, en hvar sem hún fer yflr er mannlífið á hinu sama lága stigi, hún sér að þeir eru önnum kafnir I að til búa alskyns vélar og jarðleg stór- virki. Verksmiðjur miklar sér hún víðsvegar um lönd, I sumum þeirra starfa þúsundir manna að því að smíða morðvopn af öllum tegundum lit að úthella með ly'artablóði hvers annars við tækifæri. (Framh.) Hvaða blesðuð þögn er þetta? Þegar ég skrifaði frá Chicago í vet- ur og gat um fað að þar hefði mynd- ast íslendinga félag, lofaði ritstjóri Lögbergs að segja álit sitt um þad þeg- ar lög íélagsins væru birt; síðan eru liðnir nokkrir mánuðir; þA lofaði hann að lýsa skoðun sinni á málinu í næsta blaði, en álitið er ókomið enn. Nú er mönnum farið að leiðast eftir því og ég vil hér með mælast til að fá það sem fyist. Lögberg segir að þeir sem um íslenzka þjóðrækni hafi ritað í Heims- kringlu virðist ekki skilja sjálfa sig.— Þetta mál er þannig vaxið að það ætt* ekki aö vekja neina sundrung; allir ís- lendingar ættu að vera snmdóma í þv£ að vilja halda við íslenzkri tungu og þjóðerni I öllu sem betur má fara. Aft- ur geta orðið skiftar skoðanir um það hveinig það verði framkvæmt. Ég tr i engum efa um að Islendingafélag f-tm að siálfsögðu hefði undir sinni vernd

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.