Heimskringla - 20.06.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.06.1901, Blaðsíða 1
! Ilciinski-ingla er gef- in ut hvern fimtudag aí: Heimskringla News and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið $1.50. Borgað fyrirfram. Nýir kaupendur fá í kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 1900. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents. XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 20. JtJNl 1901. Nr. 37. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Bretastjórn hefir ákveðið að leggja skatt á gulltekjuna úr námunum i Transvaal, svo nemur $250,000,000, til þess að láta þær hjálpa til að borga part af herkostnaðinum. Þjóðverjar hafa sent brezku stjórninni mótmæli sín gegn þessum gífurlegu álögum og segja þýzka hluteigendui i námunum ekki fúsa til að láta skatta sig fyrir herkostDað Breta. Einnig eru nokkrir auðugir Kaffírar í Suður-Afríku, sem eiga hluti i námum þessum og láta þeir svo illa við skattinum, að liggur við uppieist, Bretar eru þvi milli tveggja elda: Þjóðverja á aðra hlið en Kaffira- flokk sinn.sein sagðui er um 1 milíón að tölu, á hina. En þó mun stjórnin sitja við sinn keip meö skattheimtuna. Ann- ars hefir hún á sama tíma veitt Kitche- ner lávarði umboð til þess að bjóða Bú- um sættir- og er talið að þau boð séu miklu betri en hinn fyrri, er Búar neit- uðu á dögunnm. Stjórnin telur að nú séu ekki fleiri en 17000 Búar undir vopnum. A. S. Hardy, fyrrum stjórnarfor- maður í Ontario, andaðist i Toronto 13. þ. m. eftir stutta sjúkdómslegu. Andrew Epperson i Chatham, Ont., var dæmdur fyrir að hafa stungið með skegghníf annars manns konu, er hann bjó með. Þegar dómurinn var kveðinn upp, stökk Epperson upp úr sæti sínu og þreif hnífinn sem lá á lögmanna- borðinu, sem eitt af sannana gögnum gegnhonum. Maðurinn æddi að dóm- aranum og ætlaði að skað hann, en 5 menn réðust á hann og náðu vopninu af honum. 8ú sannfrétt kemur nú. að verk- vélar á verkstæðum i bænum Oakland í Caiifornia séu knúðar með rafafli frá Yuba-ánni i 140 milna fjarlægð frá Oakland — ísienzku fossarnir væru notandi til þess að framleiða vinnuafl við iðnað þar í landi. Bæjarráðið í Southbend, Ind., hefír skipað að taka niður alla víra og Tele- graph og Thelephone og aðra stólpa af strætum bæjarins og leggja alla vira neðanjarðar. Sama mál hefir nýlega komið til tals hér í Winnipeg, en ekkert útgert um það enn þá. Glasgow-borg á gkotlandi, með 750,000 ibúum, hefir fundið ráð til þess að halda hreinum götum borgarinnar, sem eru 315 mflur á lengd, og að græða fé á strætasorpinu1. Bærinn á og hefir umráð yfir ýmsum stórum búgörðum i grendinni, sem samtals eru um 8000 ekrur. 1300 manna hafa stöðuga at vianu við að annast hreinsun bæjarins og ræktun búgarðanna. Bærinn á 3000 hesta og mesta f jölda af vögnum auk 900 smá járnbrautarvagna, ásamt með brautum, sem liggja út að búgörðun- um. Á löndum þessum er steintök og sorpbrensla og aðrar stofnanir er bær- inn á allar. Sorpinu er skift f 4 deildir 1. sorp frá prívat fjölskyldu húsum; 2. sorp frá verzlunarhúsum og verksmiðj- um; 3. sauriudi úr borginni; 4. mykja frá gripahúsum og rusl frá sláturhús- um. Þetta tvBnt siðasttaldá er gert að verzlunarvöru og er sagt að bærinn hafi miklar inntektir af því. Heilbrigðisnefndin í Hartford, Conn., hefir gert tiiraun til að eyða mývargi þar i bænum með því að sprauta kero- Sine. yfir flóa og tjarnir, þar sem varg- urinn hefir aðsetur. Líkar tilraunir er talað um að gera i Minnesota og Texas. Það er alment álitið að vargur þessi sé valdur að flestum sóttnæmum sjúkdóm- um, og er því talið áriðandi að gera strangar tilraunir til að útbola hann úr grend bæja og borga og öðrum stöð- um þar sem þéttbýlt er. Einaf afleiðingum af kolaskatti brezku stjórnarinnar er að kaup kola- n&mamanna á Skotlandi hefir verið lækkað um 12% frá 6. Júni til 31. Júlí. Harry Kemp, 18 ára gamall, fór í fyrra frá heimili sinu, New Jersey, á ferð í kring um hnöttinn. Hann fór peningalaus, en hefir þó komist áfram leiðar sinnar og er nú nýkominn heim aftur, fróðarien áður. Stjórnarformaður Robiin hélt ræðu i Killamey hér i fylkinu 10. þ. m. Hann kvað stjómina hafa nú þegar á- kveðið að styrkja að byrjun ýmsra járnbrauta hér i fylkinu á þessu ári, þar með 10 mílna viðbót við Snoflake- brautina, 20 mílna viðbót við Wascada- brautina og 10 mílna viðbót við Mc- Gregor-greinina og 42 milur norðvestur frá Brandon, Þessar brautir verða bygðar af C. P.R. félaginu. Mr. Rob- lin kvað félagið ætla að byggja 42 míl- ur norðvestur frá Brandon styrktar- laust, en fylkið ætlaði að veita $1750 á míluna fvrir viðbæturnar við Snow- flake, Wascada og McGregor greinarn- ar. Svo ætlaði C.jN. félagið að byggja frá 68—100 mílur af braut frá St. Char- les á Portage-greininni í suðvesturátt. einnig 18 mílur frá Beaver norðaustur. Þetta er alt sem enn þá er ákveðið af brautarlagningu í sumar; en meira verður gert, ef timi og hentugleikar leyfa. 16 ungar stúlkur sem átu fsrjóma á samkomu í bænum Clinton íowa þann 14, þ. m. veiktust af átinu og er talið vistað nokkrar þeirradeyi eitthv. eitur hafði verið i rjómanum. Innflutninga umboðsmaður Dom- inicn stjórnarinnar í Winnipeg segir að 5 þúsund manna hafiflutt inn í Mani- toba og Norður héruðin í s.l. mánuði til aðseturs þar. Fyrsta hveiti í Manitoba var sprungiðút i Manitou héraðinu um síð- ustu helgi. Búar undir forustu De Wets lentu í slag við Breta þann 6. þ. m. nálægt Reitz. Bardaginn var langur og skæð- ur og mannfall talsvert, en Búar urðu að hörfa ur.dan að síðustu. Þar náðu Bretar 70 matarvögnum, 45 föngum, 58 riflum, 1000 umferðum af skotfærum og 4000 nautgripum. Bretar mistu 20 fallna og 24 særða.—Annar slagur varð hjá Wilmansrust, 20 milur suður af Middliburg 12. þ. m. Þar höfðu Búar betur, réðust þeir á hertíokk Breta. sem var 250 að tölu, og drápu og særðu alla nema 52, sem flýðu. Þar fengu Búar 2 fallbyssur frá Bretum ásamt með ó- grynni af oðrum hergögnum. Það er sagt i brezkum blöðum að De Wet herfoiingi Búa ætli að fara í f yrirlestrarferð til Bandaríkjanna á þessu sumri. BRÚP. O..MAN. 8.JÚNÍ 1901. Herra. ritstj. Bezta þakkiæti fyrir blaðið fyrr og siðar. Þó það sé nú ekki langt síðan að birtist fréttakafli í bla?inu héöan frá Brú P. O., þá hetir nú talsvert breyzt tíðarfarið síðan bréf það var stílað. Ekki get ég verið bréfritaranum, hver helst svo sem hnnn er. samdóma í því að Argylebúar séu i nokkru fremstír i fylkingu, hvoiki í veraldlegu né and- legu, þegar til alls kemur á móti öðrum nýlendum, nema ef það kynni að vera bréfritarinn sjálfur. Ég efa það, að hér hafi verið sáð með mesta mót.i hveiti í bygðinni í vor. og þegar bréfið hefir verið skrifað, sást að eins lítilfjörleg hveitinál í þeim ökrum, sem fyrst var sáð i og útlitið var ekkert glæsilegt hér alt fram að 2. þ. m., þi kom góður skúr, og þá vona ég að flestir hafi lofað guð fyrir þá rigningu. Svo rigndi af og til þann 4. fram til kl. 8 um kveld- ið. Gekk þá i sDjóhríð, sem hélst við alla nóttina fram á næsta dag og mun snjór hafa legið á jörðu kring um 20 kl-tíma, svo aðfaranótt þess 7. birti upp með miklu frosti; sást klaki á gluggum og jörð hvít af hélu og skemd- ust flestir garðávextir, en bændur vona að hveiti hafi ekki skemst, en ekki ó- hræddir um hafra og Bigg að það kunni að hafa skemst. — Nú eru hveiti- akrar allir orðnir silgrænir, og er þvi almeuningur vonbetri með utlitið og framtíðina. Yinsamlegast, Andrés Jóhannesson Marconi — þráðlausa hraðskeyta- f yrirkomulagið— er nú sem óðast að ná fótfestu víðsvegar hér i landi ekki síður en annarsstaðar i heiminum, en þó sérst aklega við sjávarstrendur og á vitaskipum útifyrir höfnum, og eru skipaeigendur og siglingamenn mjög á- nægðir með árangur þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið með þessa nýju Marconi aðferð. Eftirfylgjandi grein i Parisar-útgáfunni af “The New York Herald", dags. 19. Mai sfðastl. skýrir sig sjálf: GufuskipaeigeDdur og aðrir er hlut eiga að máli, fagna með afdráttarlausu hrósi þeim tiðindum, að blaðið ‘ ‘Her- ald“ hefir fengið leyfi stjórnarinnar til þess að setja upp virlausa hraðskeyta- stöð á vitaskipið Nantucket, og það, að innan fárra vikna geti aðkomandi skip boðað komu sina frá þeim stöðvum. Þetta þýðir frá 10—15 kl.stunda Thorghímur Thorg'rímsson. Þessa látna landa vors var getifi í 30, nr, Ileimskrinjhi. dngs 2 Mn% síðastl,, en með því að myndin af honurn misheppnaðist svo mjög í þvi blaði, þd Ijetum vjer gera aðra mynd at honum og setjum hana hjer að tilhlutun ekkju hins Idtna. timasparnað, því að vitaskipið liggur 193 enskar mílur (—43 danskar mílur) austur af Sandy Hook (sem liggur úti fyrir New York höfn), þar sem skip nú gera fyrst vartviðsig. Skipaeigendur og siglingamenn liæla stjórnendum blaðsins Herald mjög raikið fyrir dugnað þanu og framsýni, er þeir hafi sýnt í því að koma i fram- kvæmd þessari telegrafstöð, se n þeir skoða til stórkostlegs hagnaðar fyrir allar skipaferðir og veizlun, Því er og spáð að ferðafólki muni þykja þeksi tíðindi engu gleðiminni en ððrum, með þvi að þúsundir manna hafa jafnan hugan á einhvei ju aðkomu skipi þar sem þeir eiga kuiiuingja eða ættingja um borð, og geta nú fengtð fréttir frá þeim degi fyr en áður var mögulegt, en farandi skip geta sent síðustu kveðju orð frájþessu) ljósskipi við Nantucket grunnið. Samningarnir við Marconi voru und- irritaðir i dag og hraðskeytastöðin verd ur sott i stand snemmaí Júlí. Mastrið á vitaskipinu á að hækka svo sem nauð- syn k refur til þess að veita móttöku og senda frá þvi hin vírlausu skeyti. Enn fremnr verður reist stöng upp { strönd inni, þar sem útbúnaður verður til að taka á móti skeytum frá vitaskipinu til flutnings á skrifstofu Herald blaðs- ins; þaðan verða svo aftur fréttirnar sendar með land- og hafþráðum út um allan heim. North Gern.an Lloyd fé- laglð hefir þegar útbúið 3 af skipum sín um með þessum útbúnaði. Það er eng inu efi á að aðrar gufuskipa-linur gera hið sama hið allra fyrsta. Marconi- mennirnir ætla að koma frá Eyrópu til þess að setja upp þennan útbúnað og kenna Amerikumönnum að nota hann. í sambandi við þetta framfarastig Her- al^i blaðsins minnast nú skipaeigendur þess, að það var sama blaðafélagið sem fyrst tók upp á þvi að senda fregDrita sina langt út á haf til þess að komast þar um borð í skipin og senda fréttir til blaðsins áður en þau næðu lendingu. — Þessi grein ætti að vera bending til íalendinga á Fróni að koma nú á hjá sér þessnm útbúnaði, mundu þeir þá geta talað við Færeyar og þaðan aftur víð Skotland og umheiminn áður iang- ir tímar iiða. 47,000 ekrur af landi í Moose Mount ain hér f fylkinu voru fyrir löngu settar til síðu fyTÍr ábúð Indíána, en þeir hafa aldrei flutt inn í landið. Maður að nafni Arm strong, bánkastjóri { Neb. bauð Ottawastjórninni $1 fyrir hverja ekru landsins, en þvi boði muu hafa verið hafnað og nú er sagt að eigi að mæla landið út i Sectionir og opna það íyrir heimilisréttarlönd. Það kvað vera mikið af góðu landi á þessu svæði og má þvi búast við að það verði fljótt tek- ið upp, með þvi að þetta er alt nálægt járnbr aut og markaði. Dominionstjórniner i undirbúningi með að stofna virlausar telegraphstöðv- ar með fram St. Lawrence-ánni alt að hafströndinni; er þá talið að hættan við siglingar á flóanum muni minka um 75%. Bréf til ritst. Heimskringlu. Spádómar um viðskiftadeyfð og gjaldprot. (Niðurlag). Síðan þessi sögulegi viðburður átti sér stað höfum vérgengið í gegn- um tvær alþjóðarkosningar og eins og kunnugt er unnu samveldismenn þær báðar, á þeirra hlið börðnst hag- fræðÍ8blöðin og allir einokendur nema (eftir sögusögn Mark Hanna og þeirra er eftir honum átu) ís-ein- okunin í New York (!!) Blöðin vissu> ef þau annars vita nokkuð sem satt er, að öll einveldi, allir einok- endur er vantaði sérstök lagaleg hlunnindi til að rýja alþýðu, lögðu fram miliónir doll. í kosningasjóð samveldismanna, Þau vissu að það var óhugsandi að sá flokkur er átti sinn pólitska sigur undir gífurlegum fjárframlögum auðkýfinga mundi gera nokkuð í þá átt að ringa hin sérstöku hlunnindi sem auðvaldið hefir keypt ár frá ári fyrir rífiega fjár upphæð sem lögð hefir verið í mútusjóð Mark Hanna. Það eru einmitt þessi sérstöku hlunnindi í tollalöggjöf og ýmsum öðrum lög- gjöfum, er mér virðist hættulegust og valda mestri spillingu. Það er ekki ólíklegt að forfeður vorir hafi séð það þegar I byrjun, að sú stjórn sem á óskabörn, stjúpbörn og olbogabörn geti ekki verið réttlát stjórn. Því lögðu þeir svo mikla áherzlu á það, að allir værujafnir gagnvart lögunum, og að allt pólitiskt vald grundvallaðist á valdi og vilja þeirra sem stjórnað er. Er það mögulegt, spyr ég (með allri þeirri alvöru sem ég á til í eigu minni) að nokkur borgari þessa lands, utan við vitlausra spítala, sjái ekki að eitthvað er bogið við það löggjafarvald sem hagar sér eins og öldungaráð vort gerði þegar Ding- ley-tolllögin voru samþykt, þegar kom að sykurlögunum þá sendi öld- ungaráðið eftir Mr Havmeier, sem er sá voldugasti sykur-einokandi í landinu, öldungaráðið spurði hann og hans lögmenn, hvernig þeir vildu hafa lögin, er fjölluðu um innflutn- ingstoll á sykri. Sykureinveldið svaraði, oss stendur á sama hvað mikinn eða lítinn toll þér leggið á óhreinsaðan sykur, það sem okkur varðar mestu er mismunandi tollur- inn, sem meinar, að ef innflutnings- tollurinn á óhreinsuðum sykri er eitt sent á hverju pundi, en eitt og sjö áttundu á hreinsuðum sykri—þar af leiðir að hreinsaður sykur getur ekki komið inn á markað vorn, og þetta tvennskonar tolla fyrirkomu- lag á sykri er mjög villandi, og ég efa að alþýða skilji hvað þessi mis- munandi tollar (Differencial) meina, en sykureinveldið skildi það að þeir | úr centi á hverju pundi af hreins- uðum sykri, fram yflr tollinn á hin- um óhreinsaða, meinti £ parta úr centi í hreinan ágóða í þeirra vasa á hverju pundi er brúkað væri af sykri í Bandaríkjunum. Nefnd sú er fjallaði um þetta svkurmál í lægra húsinu, áleit að sykureinokunin ætti að vera. ánægð með hálft cent, en öldungaráðið, á ráðstefnu við sykurkonungana, álitu að £ partar væri teknir, og sjá, það var gert að lögum. Vertu nú stiltur lesari góður, farðu ekki að kalla mig neinum ódráttarnöfnum, sendu eftir þeim parti þingtíðindanna er fjalla um syknrlöggjöfina, sendu þénara þin- um í Washington (þingmanni í efri eða neðra þingi) bréfspjald og Játtu hann vita hvað þú vilt. Það er skylda hans að senda þér upplýsing- ar í þessu efni, því þ ú og é g borg- um allan kostnaðinn, og það gerir hann án efa, nema ef svo skildi vera að hann skammaðist sín fyrir ráðs- menskuna og vildi leyna þig sann- leikanum, en þá ættir þú alvar- lega að fara að hugsa um á standið. Þú ættir þá að taka til greina að Mr. Spreckil, sykurein- veldiskóngurinn vestur við Kletta fjöllin, sagði opínberlega um sumarið 1896, að hann skyldi leggja fram sex hundruð þúsundir doll. til að komaMr. MeKinley til valda, þvl að hann væri hættulaus maður fyrir auðvald þjóðarinnar (safe man for the monied interest of our land) hans eigin orð. Svo ættir þú að fá þér skýrzlu yfir hvað þjóð vor brúkar mlkið af sykri á ári hverju. Þegar það er fengið getur þú reiknað út hvað 7 úr centi á hverju pundi gerir mikla upphæð og þú munt sjá að upphæðin verður svo mikið að hvorki þú eða ég getum gert oss grein fyrir því, vér getum að eins nefnt tölur er merkja svomargar miliónir doll. Og gættu svo að því að allar þessar miliónir eru teknar frá þjóð- inni til að auðga örfáa menn sem ekki vita aura sinna tal. Hér er að eins bent á hvernig’ einokun getur blómgast og þriii»t undir voðaháum verdnartolli oj ýmsum öðrum lagalegum hlunnind- um. Tollar þessir eru kallaðir vendartollar af ásettu ráði, það læt- ur svo vel í eyrum alþýðu að hún sé vernduð eða varðveitt fyrir ev- rópiskum iðnaði. En sannleikurinn er að það er rangi maðurinn sem verður fyrir varðveizlunni, sá ríki sem ekki þarf þess með, en alþýðan tapar að því skapi sem auðurinn er dreginn saman f einstakra hendur með sérgóðri löggjöf. Þetta sér „The United States Investor" , eins og bent er á í byrjun þessa bréfs, en svo er eftir að vita hvað mikil ein'ægni er á bak við blaðið. Ef það er ráðvant þá getur það ekki við næstu kosningar fylgt þeim flokki, hvað svo sem hann nefnist, sem þyggur kosningastyrk í milióna tali frá einokendum, og eru því veðsettar þeim þegar í byrjun. Blaðið hlýtur að standa með alþýðu eins og hvert heiðarlegt blað ætti að gera er ann meira sannindum en pólitiskum snöpum. G. A. Dalmann. Winnipeg bæjarstjórnin á fundi 3. þ, m. á- kvad að gera eftirfylgjandi umbætur í bænum í sumar. 1. Yegmynda Macdonald Ave. frá Argyle til Gomez St. Kostnaður $65; 2 að hreinsaog vegmynda Gerald St. Kostnaður $35; 3. að stigurinn milli Ross og Elgin Avenues fri Nena St. 500 fet vestur sé vegmyndaður. Kostnaður $40; 4. að stigurinn næst sunnan við Pac- ific Ave. frá Tecumseh St. til Nena St. sé vegmyndaður. Kosnaður $80; 5. að vegmynda stígin á milli May- fair og River Avenues, fráHarkness St. að skólastígnum. Kostnaður $20; 6. að keypt séu 300 cords af eldivid af ThomasAtchison fyrir $3,97 hv.cord; 7. að slrurður sé gerður á Dufferin Ave. milli Schultz og Charles St. og að hann sé gerður með daglaunavinnu. Áættlaður kostnaður $413; 8. að 4 gamlir menn sem um mðrg ár hafa unnið hjá bæjarstjórninni séu eftir launaðir svo að hvér þeirra fái 75c. á dag meðan þeir lifa; 9. að „Catch basins” tengdar við skurðina á strætuaa norðan við William Ave. séu gerðar á bakstígunum, milli Isabel og Nena St. Kostnaður $450; 10. asphalt sé lagt á gangana um- hverfisCity Hall. Kostnaður $690; 11. gangrtöð á austur hlið á Grove St. $125; 12. gangtröð á Robert 8t. $140; 13. gangtröð á Yong St. $138; 14. gangtröð á Tecumsch. $295; 15. gangtröð á Gvendoline St. $130; 16. gangtröð á Emily St. $425 17. skurður í Broadway Ave. $500; 18. “ í Main St. $1400; 19. “ i Gerald 8t. $925; 20. asphalt á part af William Ave. $18270: 21. aspbalt á Banatyne Ave frá Main. til Princess St. 22. Asphalt á Martet St. til Prinsess St. $7.540, 23. Asphalt á King 8t. frá Banna- tyne Ave til William $5,406. 24. Asphalt á Albert St., Banatyne to William Ave; $5,550. 25. Grasþakning og trjáplöntun á Ross Ave. frá Princess til Nena St.— $1.920. Svo auglýsir og bæj irstjórnin að hún hafi í hyggju að gera ýmsar aðrar mikilsvarðandi og kostnaðarsamar um- bætur á þestu sumri. sera samtals eiga að kosta bæinn nokkra tugi þúsunda dollars, þar á meðal eru saurrennur í Dufferin. Flora, Selkirk, Charles og McKenzie strætum, sem áætlað er að kosta muni $17,450. Bók Bókanna. í siðasta blaði Hkr. stendur grein með þessari fyrirsögn, og undirskrift S. V., hvar fyrir að sumir halda að ég sé höfundur að því ritsmiði. Til þess að leiðrétta þennan misskilning þá lýsi ég þvi hér með yfir að ég á ekkert í nefndri grein og vildi heldur eki.i vera höfund- ur að eins frámunalega fáráðlegu, and- legu afkvæmi sem bún er, því þar kemur fram svo mlkil hugsunar villa og vasþekking á þvi málefni sem grein- in hljóðfcr um að furðu sætir frá hálfu hðfundarins S. Yilhjálmsson. Fólksins skemtistaður. Ekkert sem á umliðnum árum hefir farið fram á Winnipeg-sýningunni kemst i nokkurn samjöfnuð við þaðsem þar á fram að faraisumar: Kapphlaup, pallskemtanir og skrautJýsingar verða ’angtnm betri í ar en nokkru sinni áður. ■ Jað er þegar feDgin vissa fyrir því að gripa- akuryrkju- og handiðna- sýing- arnar verði með langbezta móti í sumar mentamála- og starfs- sýningar verða og með besta móti. Verðlisti og allar upplýsingar fásthjá: F. W. Thompson I. w. Heubach President. Manager. Winnipeg. DÁN ARFREGN. Þann 26. April þ. á. dó unglings- maðurinn Gunnar Bonediktsson, til heimilis að 158 Kate 8t. hór í bæ, úr tæringu. Gunnar sál. var á 16. aldurs ári- Foreldrar hans voru Benedikt og Elisabet Þorsteinsdóttir frá Vatnsdals- hólum í Húnavatnssýslu. Hann flutt- ist með móðr sinni og foreldrum hennar hingað til lands 1887 og var hjá þessu skyldfólki sínu til dauðadags. Móðir hans dó 2. Júlí 1891. Frá þeim tima var hann með afa sínum og ömmu, sem reyndust honum ávalt sem foreldrar, bæði á meðan móðir hans lifði og jafnt eftir það,—Gunnar sál. var einstaklega vandaður unglingur til orðs og verka, mjög stiltur og gætinn í allri fram- göngu sinni og gaf sig aldrei að neinu strákæði, sem miður sæmdi. Og er hans því mjög sárt saknsð af afa hans og ömmu, ásamt eftirlifandi bróður og öllum sem þektu síðprýði h»ns og vönd ugheit. — Hann var orðinn meðlimur góðtemplara stúkunnar Heklu fyrir nokkrum tima, og einkendi sig þareins og annarstaðar með stillingu og vönd- ugheitum, og er hans safcnað þaðan, af þeim sem þektu hann bezt. (Gunnar sál. var ættfærður skakt i Lögbergi um daginn). Einn af vinum hins látna. Sendið 20c. í silf.i eða nýjum Canada* eða Bandarikja frimerkjum, og ég sendi yður strax allar eftirfyjgjandi vörur með pósti: 1 fagran brjósthnapp, 1 pakka af ágætum vasakortum, 1 pakka af afmælis og elskenda kortum, 48 fall- egar myndir af merkum mönnum og konum, 1 matreiðslubó^, 1 sögubók, 1 lækningabók, 1 draumabók, 1 stafrof eJskenda. Verðmætar upplýsingar um það hvernig þér getið náð i auðæfi og um það hvernig þér getið vitað framtið yðar, og hundruð annara hluta. J. LAKANTDEB. Maple Park, Kane Co., 111. U. S.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.