Heimskringla - 20.06.1901, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.06.1901, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 20. JÚNÍ 1901. reglum kennar. Það er satt, en þetta yiðgengst í öllum félögum og stofnun- um af öllum tegundum og mun við gangast meðan menn eru eins ófull- komnir eins og þeii eru. En samt hlýt- ur það góða, göfuga og sanna að halda áfram. Good Templar-rcglan er bygð á breiðum grundvelli. Henni heflr tekist að halda 'i félagsskap sínum hinum mentaða og ómentaða, hinum kristna og ókristna, ,hinum frelsaða og ófrels- aða. Hún viðurkennir réttlæti, rétt- indi og skyldur mannfélagsins. Hún minnir hinn kristna mann á að bann er ekki nema maður, og þá sem varðveitt- ir hafa verið fr.4 spillingardjúpinu á, að þeir eru meðbræður. Kenningin um alheims bróðurband msnnsins er eins sönn og sú um alheimsföður umhyggju guðs. Til þess að lifa samkvæmt kenn- ingum reglunnar, þurfa meðlimir henn ar að sýna hver öðrum kærleika, þol- inmæði og vorkunsemi. Reglan kennir þetta viku eftir viku, mánuð eftir mán- uð og ár eftir ár, yfir allan hinn ment- aða heim. Nokkrir hafa máske verið seinir að læra, en það er ekki nægiieg ástæða fyrir því, að vér þess vegnaTör- um úr skólanum og lokum honum. í nokkrum tilfellum, á liðnum tím- um, hefir skyndilegur vöxtur meðlima- tölunnar haft það í för með sér, að hugsunarlaust fólk, sem innleiddi jhé- gómleg atriði í gerðaskrá stúku sinnar, eða heimskt fólk, sem hélt að drykkju- skapur yrði læknaður með því að gera stúkufundi að gleði samkvæmi, hefir slæðst með í regluna. Þannig smá gleymdu einstöku stúkur sínu háleita takmarki og hugsuðu um leiki og skemtanir i stað hins alvarlega málefn- is, sem vér eigum að vinna að;], það gleður oss að geta sagt, að þessi hugs- unarháttur fer sí-minkandi og er næst- um [útdauður meðal félagsmanna L'og Stúkur vorar eru orðnar og eru að verða það sem þeim var ætlað að verða Yér getum bent á gerðaskrár margra stúkna með ánægju yfir hve vel þær vinna verk sitt. Er starf vort á framfarast'gi? LSeg' ið þér að verk vort sé árangurslaust ? Hugsiðaldrei slíkt. Drykkjuskapurinn er minni á flestum stððum. Satt er það að vínnautnin er skaðleg og vond, en hve mikið verri væri hún ekki án Good Templara-reglunnar. Heidur ekki regl an þúsundir opna fundi á ári?j (Hefir hún ekki hjálpað til að vinna hverja lagaveiting, sem hefir miðað til þess að hindra eða banna innflutning og nautn áfengis? Var hún ekki hið fyrsta £,fé- lag, sem bauð konum jafnt og körlum í þjónustu sína, til að herja á óvin mahnkynsins—áfengið? Hefir reglan ekki yfirstigið marga erfiðleika, Og er hún ekki nú á þess fagnaðarminn- ingar ári sínu, hið stærsta samþjóðlegt bindindlsbræðrafélag hsimsins, og er hún ekki að sanna lífsmagn sitt með því að endurnýja æsku sína, eins og örninn, og setja á stað nýjar stúkur og unglingastúkur dag eftir dag? Good Tempiara reglan er að gera alt þetta og til að hjálpa til að gera enn þá meira, biður hún um þá hjálp, mikla eða iitla, sem þér getið veitt; hún ósk- ar eftir nafni yðar á nafnaskrá sina og fjárvelting yðar í sjóð sinn. Vér þörfn- umst yðar og þór þarfnist vor. Þér getið hiálpað oss og vér viljum þakka yður, börnum og barnabörnum yðar ef þér komið í reglu vora. Að sfðustu bjóðum vér yður að koma og gerast meðlimir reglu vorrar, og hjálpa þannig áfram þessu mikil- væga málefni. Að safna aftur saman þeim sem hafa yfirgefið regluna, er að krýna þetta fagnaðar-minningar ár með verðskuldaðri kórónu. Vér óskum þessa ekki vegna eigin hagsmuna, held- ur til ávinnings fyrir hið góða,]fer vér berjumst fyrir. Vér vonum að vérPger- um yður engin vonbrigði ef þór bindið félagsskap við oss, og vér treystum því að þér gerið oss engin vonbrigði. ^Vér höldum áfram haráttunni og áhugi|vor endurnýjast, ef þór takið aftur að starfa með oss og fyrir vora göfugu reglu, sem hefir þolað baráttu og mót- vind síðari helming síðuslu aldar”. Lauslega þýtt úr “International Good Templar" af Guðkúnu Jóhanns- dóttik. Sérstakur fundar alheimsstúkunn- ar I. O. G. T. verður baldinn i Utica, New York, 9. Júlí, i minningu þess, að Good Templar-reglan var stofnuð þar fyrir 50 árum. Allir Good Templ- arar eru boðnir á þenna fund og mun verða reynt að gera þeim heimssókn- ina sem skemtilegasta. — Ef eínhverjir íslenzkir Good Templarar fara á Pan- American sýninguna, þá ættu þeir að sækja fund þenna um leið. G. J. Stórstúku-ritari. Eftir tilmælum herra ISig. Júl. Jóhannessonar í síðasta blaði Heims- kringla, vil ég leyfa mér að geta þess, að orðabókarmálefni það er hann getur um að hafi birst í ritstjórnargrein Lög- bergs og bréfi Dr. Veltýs-Guðmunds- sonar i sama blaði, er að mínu áliti ekkert skylt því málefni, er ég eða aðrir hafa rætt um i Heimskringlu. Ég hefi hvorki sjálfur minst á íslenzk- enska orðabók né heyrt aðra minnast á hana, sem um málefnið hafa rætt, fyrr en ég las binar áðurnefndu greinar í Lögbergi, og hlýt ég því að álíta, ieins og herra Jóhannesson, aðjþað só sér- stakt málefni. sem hafi verið rætt frá röngu sjónarmiðí af ritstjóranum [og Dr. Guðmundssyni, því bæði höfum vér fleiri en eina útgáfu af ísl, enskri orðabók, og eigum von á fleirum bráð- lega og svo eru engin líkindi til að[hin fullkomnasta orðabók af því tagi J gœti að neinu leyti orðið stuðningur fyrir almenning i íslenzkri tungu, þar sem að al-islenzk orðabók væri hinn bazti leið- arvísir fyrir alþýðu og nauðsyuleg] við ísl. skólanám, ef það kæmist nokkurn tima á fót. H. J. Halldórsson. Ánægjuleg fæða. Allir sem til þekkja, tala vel um brauð þau er vér búum til. En vér látum oss ant um að þér þekkið eins vel hinar aðrar vöru- tegundir sem framleiddar eru í bakaríi voru. Vér hðfum ætíð til reiðu allar þær beztu tegundir af brauðum og kökum og alskonar sælgæti sem til er búið i nokkru bakaríu. Einnig gerum vér kökur eftir fyrirskipan yðar ef þér æskið þess. W. J. Boyd, 370 og 579 Main Str . Anægjan af reykingu fæst að eins með því að reykja góða vindla, og mesta nautnin er að reykja 66 Það eru vindlarnir sem eru nafn- frægastir alstaðar, fyrir óblendni og gæði. Reynið þá, og mun vel gefast. WESTERN CIGAR FACTORY Tlios. L.ee, eigiiinli ■Vv7"IJSr3Srií:>ElG-- ROBINSON & COflPANY. MILLINERY UNDRA SALA. Vér erum að selja út allan vorn NYJA og NÝ- | MÓÐINS kven HÖFUÐBÚNAÐ- Þér þurfið ekki að bíða eftir því að búinn sé til Ihattur sem eigi við andlitslag yðar. Vér höfurti þá tilbúna og alla til sýnis. Aldrei áður hafið þer haft | slíkt tækifæri til að velja úr vorum undra byrgðum. Skreyttir hattar—sem áður seldust fyrir $3.00— |$12.oO, fáið þér nú fyrir $2.00, $3.00 og $5.00. Það ætti ekki að vera nyuðsynlegt að minna I yður á að koma sem fyrst. Þér vitið að hið bezta gengur fyrst út. cfc 400—402 Main St. Ein million NU DAGLEQA I NOTUM. Ellfu hundruð velar búnar til á hverjum degi þetta er stórkostleg staðbæfing, en hún er sönn ELDREDGE SAUMAVELARNAR eru búnar til af NATIONAL SAUMAVELA FELAGINU í Belviderb 111. Þetta eru ekki óvandaðareða ódýrar vólar, heldur þær vönduðustu að öllum frágangi, með sanngjörnu verði; þær eru útbúnar með öllum nýj. ustu umbótum og hafa völurenzli. Viðaryerkið á þeim er yndislega fag- urt. Samsetning þeirra er óbrotin, og þær vinna háfaðalaust. VÉR HÖFUM NÁÐ ADAL UMBOÐSSÖLU Á ÞESSUM VÉL- UM A STÓRU SVÆÐI, og vér viljum láta yðui vita af því. VÉR HÖFUM FENGIÐ EINICA IIEILDSÖLU- LEYFI TIL AÐ SELJA ÞESSA VÉL í MANI- TOBA OO NORDVESTURLANDINU Þessar vélar eru ábyrgðar aðöllu leyti. Þær eru gallalausar. Éng- ar aðrar vélar eru betri, annars mundum vór ekki verzla með þær. Leyfiðoss að sýna yður þær.—vægir söluskilmálar. ÞÆR FÁST HJÁ EFTIRFYLGJANDI UMBOÐSMÖNNUM : Baldur.... Chris Johnson. Innisfail.... Archer & Simpson. Moosomin.......Millar & Co. Gimli......Albert Kristianson Winnipeg.. Scott Fumiture Co. 276 Main St. Forester & Hatcher, Y. M. C. Block Portage Ave. Calgary.... A.J. Smyth. Dauphin.... Geoi Barker. Reston......Wm. Busby. Yorkton......Levi Beck. Gladstone.. William Bro’s, Og margir aðrir. HEILDSOLUDEILDIN I MANITOBA 117 Bannatyne St. Kast Wlnnipe vill fá góða umboðsmenn f þeim héruðum, sem umboðsmenn eru ekki áður fyrir. ALEXANDRA RJÓMA-SKILVINDUR eru þær beztu og sterkustu. R. A, LI5TER & Co. Hefir hinar nafnfrægu ALEXaNDRA “CREAM SEPARATOR” til sölu, sem að allra áliti eru þær beztn f heimi. Sterkar, góðar, hægt að verka þær og hollar til brúkunar. Sá sem hefir löngun til langlífis ætti að kaupa ALEXANDRA og enga aðra vél. Aðal agentfyrir Manitoha Ct. ‘'tWBnson R. fl. LISTER 5 C° LTD 232, 233, 234 KING ST WINNIPEG- flANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. fbúatalan í Manitoba er nú.............................. 250,000 Tala bænda í Manitoba er................................ 85,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519 “ 11 “ 1894 “ “ 17,172,883 “ •* *• 1899 “ “ ..............2V,922,230 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar.................... 102,700 w Nautgtipir................ 280,075 Sauðfó.................... 35,000 Svin...................... 70.000 Afurðir af kúabúum i Macitoba 1899 voru................. 3470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknt m afurðum lanlsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vs t- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings, f síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum......... 50,000 Upp í ekrur....................................................2,500,000 og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi í fylkinu. Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er énn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksæl yeiðivötn, sem aldrei bregðast. í bæjunum IFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri hæjum mun nú vera vfir 6,000 íslendingar, og í sjö adal-nýlendum þeirra f Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru i Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionír ekrur af landi i Jlanitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlön-i með fram Manitoba og North lYestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu uppiýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tij • HOM. K. 1*. ltOBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANTTOBA. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar. 494 Hain Ht, -- - Winnipeg. R. A. BONNER. T, L. HARTLBY. MacðonaM, Haiprí & Wlitla. Lógfræðingar og fleira. Skrifstofur í Canada Perinaneat Block. HUGH J. MACDONALD K.C- ALBX. HAGGARD K.C. H. VV. WHITLA. OLI SIMONSON MÆLIR MEfi 8ÍNU NÝJA 71» Jlain Str. Fæði $1.00 á dag. F. G. Kuhbard. Lögfræðingur o. s, írv. Skrifstofur í Strang Block 365 Main St. WINNIPEG - - - - MANITOBA. 204 Lögregluspjarinn 11. KAPITULI. Microbeferíleiðar Jsinnar og de Verney fer lauslega yfir fréttir þær, sem þeir hafa að færa hinir félagarnir. Það er það sama sem hann bjóst við og vonaðist eftir. Hermann hefir ekki komið aftur íJMaubenze-götu og ekkert mark- vert hefir borið tilj tíðinda í blómsölnbúðinni. Ágúst liiebsr hefir verið þar og gengt störfum sínum þar til klukkan hér um bil tvð eftir há. degið, en þá hefir hann farið brott. Honum hef- ir verið veitt eftirför og fór hann þangað sem fiestir Þjóðverjar búa, en þar talaði hann tæp- lega orð frá munni. Hann eyddi nálega tveim- ur klukkustundumj til Hkamsæfinga tii þess að búa sig undir glímuna, er i vændum var. Þar næst hefir hann snúið heimleiðis og eftir því er frekast sést ekkLjtalaðjvið nokkurn mann. Alt þetta er bending í þá átt að hann hafi enn undir höndumbréf það er deVcrney vildi ná, og þau fáu orð, sem de verney heyrði hann segja við Louisu gefa það til kynna að hann vill ekki skilja það við sig» "Annaðhvort i kvöld eða aldrei!” hugsar hannmeð sér. “Annaðhvort í kvöld eða aldrei!’ segir hann i hálfum hljoðum og gnistir tönnum. Það er auðheyrt á hljóðinu að hann hefir hugsað eér að stökkva en ekki ,að hrökkva. Hann sest niður og borðar miðdagsverð. Að því búnu kveikir hann i vindli sínum og horfir út um op- inn glugga. Nóttin er að breiða stóru dökku vængina sina yfir borgina. Það hefst stundar barátta; nóttin rekur i burtu dagsljósið í ákafa, LögJegiuspæjarinn* 205 en Parisarbúar taka til starfa og draga úr afli næturinnar með öðrum ljósum. Hún vinnur sigur að vissu leyti, en hann er furðu lítill, því albjart er i borginni eftir sem áður, Stórir part- ar af henni eru skínandi eins og heiðríkur stjörnu himinn. Þá kemur svefainn til sögunnar þegar nóttin hefir ekki getað aðgert; hann reynir alt en ekkert dugar; hann vill þagga alt niður og bæla til friðar, en það mistekst. Gleðin og glaumurinn verður hálfu meiri en áður. Það er eins og borgin verði þeim mun bjartari sem nóttín beitir lengur afli sínu; hún veit að hún er ekki einungis höfuðborgin á Frakklandi, heldur einuig ein af höfuðborgum heiinsins og það yæri þó skárri smánin ef hún léti myrkrið hafa ytir- höndina í viðskiftum þeirra, og ekki vill hún láta svefninnhafa betri farir. Langt í burtu í útjöðrum Parisar kveinar og kvartar vinnulýðurinn yfir illu árferði, óstjórn og skorti i öllum myndum, helst þó þar sem kall að er Grenelle. Baron Haussman hefir nú látið hætta að byggja að mestu leyti og steinsmiðir og byKKÍRKamenn hafa enga atvinnu lengur; en af atvinnuleysinu leiðir ávalt feleysi hjá þeim, er á annaðborð lifa af einhverju öðru ea leti og ó- rnensku, en á því lifir nú flest af leiðandi mönn- um og fyrirfólki. Sumstaðar sjást á gangi rauð- klæddir hermenn — hermenn sem eru aldir á kostnað þjakaðrar alþýðu til þess að gera ekk- ert alia sína tíd nema eyðileggja nokkur þúsund mannslíf, úthella blóði, fjölga ekkjuœ og mun- aðarleysingjum, reka burtu frið og ánægju, rífa niður helgidóm guðs i hjörtum mar.nanna, og 208 Lögregluspæjarinn. f brjósti sér; hjarta ríkt af tilfinningum; ef til yill miklu göfugra en hefðarfrúin. Þegar allir tróðust áfram eftir mætti eins og þarna ártisér stað, Ner h\rorki ,>purt að upphefð né auði. Þá eru allir saman likamlega, þótt sá-- irnar séu fjarlægar hver annari. Nú koma lög- regluþjónar og reka þá alla burt með harðri hendi og óþýðum orðum, er ekki hafa aðgöngu- míða. Sumir ganga burtu auðsveipir, þegjandi og mótþróalaust; aðrir stimpast við og hreyta frá sér nokkrum ónota- og blótsyrðum, en þeir eru ýmist barðir eða þeim er hrundið. Kvöldskemtunin áttijað hefjast með fögrum og vel æfðum söuglögum eftir heimsins beztu tónskáld, ásamt fegursta hljóðfæraslætti; en til þess að borga fyrir sig safnast sumir þeirra sam- an, er út voru reknir, og hefja ógurlegan söng margraddaðan og ósamhljóða, eu svo háan að ekki era tiltök að láta nokkuð annað heyrast. Söngmönnunum gramdist þetta mjög og sam- komustjórnin kallaði í bræði sinni: “Niður með Wagner!" en það heyrðu þeir einir, sem næstir stóðu; flestir veittu því alls enga eftirtekt. Það var eins og fólkið hefði að einssjón en enga heyrn i þetta skifti. Altaf bætist við þyrpinguna; allir vilja sjá glímumennina, en nú eru ðll sæti seld. Margir ríkismenn mundu fúslega hafa gefið 100 franka fyrir eitt sæti, jafnvel þúsund. Hefðarfrúin og götukerlingin standa saman eins og systur— pær sem þó hatast; istgu belgurínn og fölleiti granni v'mnumaðurinn standa saman einnig þeir hatast. Alexander Dumas og Martein Lðgregluspæjarinn. Þeirhafa gengið áfram á meðan þeir töL. öu saman og eru nú kom^ir þangað sem hann hafði skilið eftir kerruna. Þegar de Verney Eémur að Hautville-götu mæfir hann Frans , við húsdyr sínar; hann er alvarlegur að sjá, en helst lítur út fyrir að alvaran sé uppgerð; þad er eins og hann sé kominn aö því að skeilihlæja en neyti allra krafta tii þess að láta ekki á þyí bera. Þegar þeir koma að dyrunum, bendir hann gloitaudi inn í borðstofuna og segir: “Hann er inni i eldhúsinú núna!” ‘‘Hver?’ segir deVerneyog skundar inn. Þegar hann kemur inn gefst honum á að líta. Þar er einhver hrúga, sem hann sér við nán- ari aðgæzlu að er zlátraradrengur eða svo virð- ist honum, en fremur illa útleikinn. Skirta haDS er öll rifin í hengla; andlitið er alt röndótt og köflótt af rispum og klóri eins og grimmur köttur hefði lát*ð klærnar ganga um það i tvo eða þrjá klukkutima Þessi ófreskja stendur upp og segir hálfgrátandi: “Sjáðu mig nú! Þessi för er enn verri eu sú fyrri!” De Verney getur ekki komið upp orðí fyrir hlátri í langan tíma, en þegar hann má mæla, segir hann: “Dreptu mig ekki alveg í hlátri! Þetta er sú hlægilegasta sjón sem ég hefi séð á æfi minni !” Hann kastar sér niður í stól og veltist um. “Hlæðuekki að mór; hvað á þetta að þýða?’> kallar Microbe. “Dirfist þú að hlæja að mér? Sýnistþér þetta ekki vera alvarlegra en svo að þú getir fengið það af þér ?” Hann er bæði firyggnt og reiður. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.