Heimskringla - 27.06.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.06.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 27. JÚNÍ 1901. Ueimskringla. PUBUSHED BY The fleimskringla News & Publishing Co. Verð blaðsins íCanada og Bandar. 81.50 am árið (fyrirfram borfjað). Sent til fsl&nds (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) 81.00. Peaingar sendist i P. O. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með affðllnm R. L. Bnl«l niiiHon, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P.O BOX 407. u Vel er alin herrans hjörð. u Allmikið umtal er um það í blöðunum í Austur Canda að „teie- graph“-línur þær, sem Dominion- stjórnin hefir látið leggja upp í Yukon landið gegnum Stickine River og Testlin Lake-héruðin—als um 900 mílur hafi kostað alt of mikla pen- inga, og að úþarfa eyðslusemi hafi rikt í sambandi við verkið, Stjúrn- in lagði til fæði mannanna, sem blöð- in segja að ekki haii verið mjög margir. Meðal annars sem þessir menn voru vistaðir með yar 17 vekjaraklukKur, 6 canadisk flögg, 1 franskt flagg, 180 tylftir könnur af sfipu, sem sumar kostuðu & sjötta dollar tylftin, 276 tylftir könnur af „tomatoes", 100 tylftir könnur af maiskorni, 180 tylftir könnur af baunum, 4876 pund af lauk, 225 tunnur af mjöli, 236 sekkir af hveitimiöli, 176 tylftir könnur af gerpulveri og að auk 504 pund af sama efni, nær 6000 pund af „lard“ og nær 12,000 pund af smjöri, sem kostaði frá 24c, til 30c. pundið, 7600 pd. af hrísgrjónum, 3,300 pd. af rúsínum, 2574 pd. af kúrinum, yfir 6,000 pd. ai sveskjum, 17,800 pund af þurkuðum eplum, 524 tylftir stórar könnur af „Peaches“, og 240 tylftir stórar könnur af perum, 3349 pd. af kaffi, 5493 þd. af te, 20,640 könnur af niðursoðinni mjólk og rjóma, 20,000 pund af sykri, 1,615 pund af kaffl-brauði, 4,600 pund af osti, 2 kassar af brennivíni, 10 gallon af rommi og 1 kassiaf „bitters", 684 reykjarpípur, 3,000 pd. af reyk- tóbaki, 6,000 vindlar, sem kostuðu altað $75.00 þús., 43,530 pd. af fleski, nokkuð yfir 4,000 pd. af sfrópi, 259 tylftir könnur af niðursoðnum tungum, nálega 18,000 pd. af ertum ogbaunum, 150 gallon af ediki, 5 kassar af sardínum, 4 kassar af „katsup“ og 200gallon af „Pickles“. Af fatnaði hafði þessi litli hópur manna 547 buxur, 384 striga-yfir- fatnaði, 384 treyjur, sem kostuðn alt að 16.50 hver, 730 skyrtur er kost- uðu alt að $2.00, 1,684 nærbuxur 1,684 nærskyrtur, kostuðu alt að $1.50 hver, Þess utan 211 nærfatn- aðí sem kostuðu $3.40 hver fatnað- ur, 2,031 par af sokkum, 423 pör af skóm, kostuðu frá $3.75 til $9.00 hvert par, 624 vasaklúta, hart nær $3.50 tylftin. Svo voru nokkur æðardúnsteppi sem hvert kostaði $30.00. ýmislegt fleira svo sem eld- spitur og ílát til að geyma þær f. Alt kjötið var keypt í Yukon, en stgórnin var ehki búin að fá reikn- ing yfir pundatal þess eða verð upp- hæð, sem búist er við að verði all- rífleg. Vér höfum gefið þetta litla yfir- lit yfir mötu stjórnarþjónanna, sena bendingu til ísl. útvegsbænda, svo að þeir geti hagað útgerðum fiski- manna sinna í vor- og haustvertíð, «ftir því. Þess skal að siðustu getið, ai 1(telegraph“-línur þær sem hér er um að ræða, hafa kostað stjórnina hartnær 400 þúsund dollars. að þau séu þvi ekki sem bezt kunnug, að minsta kosti um fjöldann. Af minni tveggja ára reynslu sem ég er búinn að vera f Winnipeg—það er sá tírai siðan eg fiutti frá íslandi—blandast mér ekki hugur um, að flestum líður hér illa. Eg held, að kjör islenzku verkamannanna séu alt ððruvfsi en góð, eða glæsileg. Bæði af minni eigin reynzlu og annara ræð eg að svo sé. Eg, sem skrifa þess- ar linur, er kyæntur, og á konu og eitt barn. Eg er heilsugóður enn, og haf optast getað unnið um þann tíma, sem um vinnu er uð ræða. Þó á ég ekki eitt einasta cent, heldurmikiðminna; skulda um 40 dollara, lifi þó eins spart og frek ast er unnt, smakka ekki vín, en reyki fyrir 20 cents um mánuðinn. Væri eg þess umkoininn, að geta farið heim, skyldi eg óðar gera það, því hér sér fyr- ir skort á andlegri og líkamlegri fæðu. En úr því að maður er hingað kominn þá verður maður hér að vera, hversu illa sem manni líður. Eg vildi heldur vera þurfamaður heima á Islandi, en daglaunamaðnr í Winnipeg. Þessi vinna, sem hér er um að ræða og maður verður að snúa sér að, er svo þung og erfið, að fæstir þola hana til lengdar. Enda er auðséð á löndum, sem búnir eru að vera hér lengi, að þeir hafa beygt bakið. Þeir ganga allir í „kút“ og fara hægt, og svo horaðir, að eg minnist ekki að hafa —undir neinum kringumstæðum—séð menn eins illa út- lítandi. Auk þess. sem vinnan er svo drep- andi og leiðinleg, er hún mjög illa borg- uð, 35—50 dollara um mánuðinn. Nú er ekki nema 5 mánuðir af árinn, sem þessi þokkalega vinna fæst. Svo eitir þann tíma stendur maður uppi með tvær hendur tómar, því fæstir eiga af- gang, þegar vinnutíminn er úti, enda er þess varla von, þegar þess er gætt, hve dýrt er að liía hér. Fæstir af löndum eiga hér hús, en verða að borga frá 5 — 10 dollara um mánuðinn fyrir mjög ómerkilegt hús, som margir heima á íslandi vildu ekki koma inn í, hvað þá búa í því. Þessi ó- dýru hús eru bæði ljót og lek — Og full af „veggjalús*1 og öðru illþýði. Góð hús, sem eru hreinleg og rúmgóð, kosta frá 20—30 dollara um mánuðinn. En eg held, að af 500 löndum sem hér búa í Win- nipeg, sé engiinn i svo góðu húsi. Éldivið- ur mjðg dýr, 5—6 dollara um mánuðinn, en hálft árið kuldatími. Öll læknis- hjálp og meðul mjög dýr, og er það því tilfinnanlegra, sem menn þurfa svo iðu- lega á læknishjálp að halda. En það er siður læknanna hér, að ganga daglega til sjúklingsins, þangað til hann er orð- inn fullfriskur, enda þó pess sé eingin þörf. Auðvitað er það góður siður og óaðfinnanlegt. En hver heimsókn læknisins kostar 1 dollar; þannig getur það orðið tilfinnanleg upphæð fyrir fá- tækan verkamann, sem ekkert hefur onnað en það, sem hann vinnur sér inn þann og þann daginn. Þurfi maður að finna lögmann máli sinu til leiðrétting- ar, þá er það kostuaðarsamt. Nú er það ekki óvanalegt, þó fólkið sé réttlátt, að eitthvað þurfi að réttlæta. En eptir því sem ég hef komizt næst, selur ís lenzki lögmaðurinn hvert orð, sem hann talar fyrir aðra, á einn dollar, og þurfi hann að halda langar tölur, getur það orðið drjúg upphæð. Vilji maður vera í söfnuði trúaðra, og sækja helgar tiðir, þá þarf maður að eiga peninga til að geta orðið þess að njótandi. Annars er lítil skemtun að kirkjugöngunni. Svona eru nú ástæðurnar hjá ís- lenzkn verkamönirunum í Winnipeg. Eg vil ráðleggja þér vinnr, sem ekki hefur við því verri kjör að búa, að flytur í er ekki Canada því vér hyggjum að flestír vitmenn og konur þótt lítið þekki til hér í landi muni hafa það á tilfinningunni að ekki sé rétt með farið, og víst er um það að þó höf. sé ekki búinn að vera lengur en 2 ár hór þá ætti hann að hafa getað höggið nokkru nær sannleikanum ef hann hefði haft góð- an vilja til þess. En bréfið ber það með sér að höf. þess lítur eins skakt á hagi landa vorra hér, eins og dóm ur hans um þá, er ósanngjarn og rangur. Hann er að líkindum einn í tölu þeirra sem kann betur við- að fá lífsnauðsynjar sínar án þess að hafa mikið fyrir því. Þykir sælla að þgigja en að gefa, enda játar hann það hreinskilnislega að hann vildi heldur mega sæta þeim kjörum að þiggja af sveit á íslandi heldur en að þurfa að vinna fyrir daglegu brauði í Ameríku. Við slíka menn er ætíð örðugt að eiga í hvaða landi sem þeir kunna að vera, og eru þeir aumkunarverðari en svo, að rétt sé eða sanngjamt að auka ó- gleði þeirra með álasi eða níði, þó þeir hafi hjárænulegar og skakk- ar skoðanir á ástandi sínuog annara. En þess ætti þó að mega vænta að þeir færu ekki með vísvitandi fjar- stæður í öllum atriðum sem þeir gera að umtalsefni í opinberum blöðum. Nú til þess að létta llfsbyrði þessa mans, sem á konu og eitt barn, en vill heldur lifa á hrepp á íslandi en þurfa að vinna fyrir sér og sínum hér vestra, þá gerir Heimskringlu- félagið honum hér með svo látandi boð: Félagið tekur að sér að borga fargjald fyrir hann, konn hans og barn frá Winnipeg til íslands, ef hann innan 60 daga frá birtingu þessa boðs verður búinn að sanna að hann hafi ekki vísvitandi logið hverju einasta af ofantöldum 10 atriðum, ' Verði boð þetta ekki þegið, þá mun almenningur láta sér skiljast að manni þessum sé ekki svo leið vistin hér vestra sem hann lætur. inberar stofnanir í öllum fylkjum ríkisins, og að álit almennings og traust til þeirra, sem lækna, vaxi í réttum hlutföllum við þekkingu hans á hæfileikum þeirra I þessari grein. Kvennlæknar. (TJm hag íslenzkra verka- manna í Winnipeg. Eptir Winripegbúa. Það vantar ekki að blöðin íslenzku hér vestra, láta mikið af því, hvað mönnum líði hér alnent vel; en ég hygg hugsa þig vel um, áður en þú þetta þræla „country" . Það allt gull sem glcir, og ekki heldur." þessu inni- 2. 3. 4. [Ath.] Aðal-kjarninn í brétt f Þjóðólfl, skilst oss vera falinn i þessum atriðum: 1. að fiestum líði hér illa. að kjör verkamanna séu ill. að hér sjáist fyrir skortur á and legri og líkamlegri fæðu. að vinnan hér vestra sé svo þung og örðug að fæstir þoli hana til le'ngdar. að allir ísl. lötri hér í kút, með bogin bökin af þreytu og hor. að vinnan hér sé illa borguð. að vinna fáist hér ekki nema 5 mánuði af ári hverju. að hér sé dýrt að lifa. að hreinleg og rúmgóð bús fáist ekki fyrir minna en $20.00 til $30.00 mánaðargjald. að hvert lögmanns orð $1.00. Það leynir sér ekki að þetta bréf er rituð, eins og líka höfundur- inn tekur fram, til þess að fæla fólk frá vesturferðum. Þvi að í öllum of- angreindum atriðum getum vér ekki fundið ad svo mikið sem eitt þeirra sé satt eða sanngjarnlega skýrt frá nokkru atriði. En á hinn bóginn er það næsta þýðingarlaust og óþarft að gera bréfkafla þenna að ádeiluefni, 6. 7. 8. 9. 10. Stjórnendur almenna spítalans f Toronto hafa nýlega veitt ungri konu, Miss McMurchy, embætti við þá stofnun, og hefir það mælst mjög vel fyrir í austan blöðunum. Það hefir um mörg ár verið siður að veita 10 nýútskrifuðum læknaskólastúd- entum stöðu við almenna spítalann í þeirri borg, og hafa 5 verið valdir frá hvorum háskóla, Toronto og Trinity, en kvenlæknaskólinn þar í borginni hefir ekki að þessum tíma verið tekinn með í reikninginn, og hafa þó margar hæfileikakonur út- skrifast þaðan og orðið hepnir og vinsælir læknar, en þær hafa aldrei fengið þá viðurkenningu að vera veitt embætti við opinberar stofnanir fyr en nú. Spítalanefndin hafði gert sér grein fyrir því að konur væru margfalt betri en karlar til að hjúkra sjúkum, og það leiddi fram þá spumingu hvort ekki væri lík- legt að þær gætu orðið eins hepnar sem læknar, eins og þær eru sem hjúkrunarkonur. Stjórnarnefndin kannaðist við að kvenlæknar í Tor- onto og öðrum borgum hafa reynst vel í sínu starfi sem prívat læknar, og það þótti líklegt að þær mundu ekki reynast síðri þó þær gengdu stöðu á opinberum stofnunum. Það var og vitanlegt að konur gengdu sllku læknastarfi á spítölum í öðrum löndum. 25 konur hafa embætti við sjúkrahúsin I London á Englandi, 19 á Skotlandi og nokkrar á írlandi. Margir kvenlæknar eru og við opin- berar stofnanir í Ástralíu, Indlandi, Rússlandi, Frakklandi, Þýzkalandi og í Bandaríkjunum, og hafa þær geftst ágætlega í öllum þessum lönd- um. Það var því engin furða þó Toronto spitalastjórninni hugkvæmd- kostf|ist að veita konum embætti við spít- alann þar, og með því hefja Canada upp í veldi þeirra þjóða sem unna konum jafnréttis við karlmenn í þessari afarjjýðingar- og ábyrgðar- miklu stööu — læknarstiöðunni, við opinberar stofnanir. Vér ofutn ekki að þetta spcr verði til þea* að leiða margar fleiri konur inn á læknabrautina, og að þess verði dkki svo langt að bíða að þær nái föstum embættum við opin- PINE VALLY P. O. JÚNÍ 6. 1901. Herra ritstj. Gerið svo vel og ljáið eftirfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Ég undirskrifaður las grein í Hkr, nr. 33, sem segir að Pétur Pálmason hafi fyrstur fundið Pine Valley nýlend- una í Man. og verið fyrstur til að “setla“ hana' Slíkt eru heilber ósann- indi. Hún var meira en háif-“settluð“ áður en hann kom, ef höfundur grein- arinnar miðar við landa, þá voru fyrir víst 8 landar. Ég er búinn að vera á 4. ár, og þó voru 2 landar á undan mér Það lítur svo út sem höf. greinarinnar þekki lítið til í nýlendu þessari, en það virðist að hann haldi að hann þekki P. Pálmason, þar setn hann álítor hann driftar og dugnaðarmana. Mér dett- ur ekki í hug að bera það til baka, en hvar það kemur niður er ekki í almenn- ings augum. En hvað vöruverzlun snertir i bygð þessari, er það eins og gamli málshátturinn segir að “berta er autt rúm en illa skipað ‘, því að það er sannfæring mín að við höfum 'hér tvær slæmar plágur við að striða i þessari nýlendu, og eru það flugnr á sumrum og verzlunin, en flugu.nar eru ekki nema stuttan tíma af árinu, en hinn gallinn ár eftir ár, og álít ég að ef ekki fæst bót á slíku, verði seinar framfarir hér.—Þar sem áður nefnd grein talar um að sé mikið af góðulandi hér ótek- ið, þá eru það ósannindi. Hér er varla hægt að fá nokkuð land, sem nýtilegt er, og sýnir það sig sjálft þar sem menn eru að flytjá í burtu héðan, og er slikt illa gert að eggja landa sína á að flytja hingað. Magnus Thoraiunsson. ATH. Af því að grein sú í Heims- kringlu, sem Mr. Thorarinsson gerir að umtalsefai, var af mór rituð eftir að hafa ferðast um lítin part af Pine Vall- ey nýlendunni i síðastl. mánuði, þá er það og mér skyldast að biðja greinar- höf. og aðra sem hlut eiga að máli vel- virðingar á hverju því atriði sem þar kann að hafa verið mishermt. Ég lýst i nýl. eins og hún kom mér fyrir sjón- ir á þoim litla bletti, er ég var fær um að skoða og án þess að hafa nokkra til- hneigingu til þess að táldraga nokkurn mann með þeirri lýsingu, því aðper- sónulega skiftir það mig engu hVar í þessu landí íslendingar taka sér (ból- festu svo framarlega sem þeim geti vegnað svo vel að þeir séu ásáttir með kjör sín. En ég aleit mér skylt að geta um landnám þetta og þær framtíðar- vonir, er ég hygg það hafi. Ég hafði heyrt, og stóð í þeirri mein* ingu, að hrrra Pétur Pálmason hefði verið þar fyrsti lsnflnámsmaður. Þess vegna sagði ég það, en auðvitað tek ég nú leiðréttingu Mr. Thorarinssonar um þetta efni góða og gilda og bið velvirð- ingar á vanþekkingu minni á þessu at- riði. Mér kom ekki til hugar að draga landnámsheiðurinn frá þeim sem með réttu eiga hann. Annars er það atriðí hver fyrstur hafi bygt nýlenduna, ekki svo afar þýð- ingar mikið. Það varðar mestu hvort lahdskostir séu góðir á þessu svæði og hvert ástæða sé til að ætla að búendur eigi þar góða framtíð í vændum. Afstaða og eðli landsins kom mér svo fyrir sjónir að ;það sé undantekn- ingarlaust með lang-beztu landsvæðum sem íslendingar í þessu landi hafa enn Þ& bygt og það hygg ég að nálæg fram- tíð muni leiða í Ijós. Um dugnað og framtakssemi Péturs ætla ég ekki að yrðast við einn eða neinn; verkin sýna þar merkin og þau merki munu verða þeim mun ljósari sem tímar líða. Ekk- ert sagði ég um það hvort vetzlun i ný- lendunni væri ill eða góð; ég vissi ekk- ert um það. Eg kvað nokkur ákjósan- leg heímilisréttarlönd fáanleg í nýlend- unni á þeim tíma er óg var þar og hafði ég það eftir mönnum, sem þar voru bú- settir og töldu upp fyrir mér þau heim- ilisréttaflönd, er þeir visSu að voru ó- tekin og lýstu þeir þeim svo að óg áleit þau vel tak&ndi og meira en það. En hvort þau lðnd eru enn þá ótekin, það> veit ég auðvitað ekki. Að latidnám þetta hafi þótt byggi- lagt ræð ég meðal annass af því, að inecn fluttu þangað árum áður em það vai mælt og á alUtóru svæði tóku uppfWr I útleidam málam. hvert einasta land, að Hudsonstióa- félagslöudum ateð tékuum, og þessi lönd vofa tekin nálega eingöngu af mönnum, seua búið höfðu svo árum skifti, og hefðu átt að hafa pekkingu til að velja góð lönd, og að minnd hyggju hafa þeir verið heppuir í valinu. Annars sé ég ekki hvað Mr. Thorarins- ‘ syni getur gengið til þess að lýsa óbeit sinni á innflutningi manna í þessa ný- lendu meðan lönd eru þar enn þá fáan- leg. B. L. Baldwinson. Undir fölsku flaggi. Langt norður í höfum er land, sem Grænland nefnist. Ef vér viss- um ekkert um það land annað en hvað það heitir, þá mundum vér halda að það væri frjósamt og fag- urt & að líta. En vér vitum meira. Nafnið er þannig til orðið að maður inn, sem skírði landið nefndi það svo af ásettn ráði til þess að gefa mönn. um glæsilegar hugmyndir um það— betri en það verðskuldaði í raun og veru.—Lögberg kallar sig frjálslynt blað og framfarablað og ég hefi trú- að þvf til skajns tíma að svo væri, en það virðist hafa breytt stefnu sinni nú á síðari dögum, hafi hún annars nokkru sinni verið í framfara áttina, því engum dylst að það nú er hrætt við framfara hugmyndir. Það kveðst vera á móti fslendinga- félögum fyrir þá sök að annar sams- konar félagsskapur hér hafi verið bygður á sandi og farið um koll. Ekki vantar kjarkinn eða hitt þó heldur! Eftir sömu kenning ætti að hætta við alt, sem ekki tekst í fyrsta skifti, og byggja altaf á sandi, ef það hefir verið einu sinni gert. Sá sem dettur, á aldrei að reyna að standa upp aftur ! Ojæja, mikil er framfarakenning frelsisblaðsins okk- ar Vestur-Islendinga um aldamótin 1900 og 1901 og ekki vantar hvatn- ing og nppörfun frá leiðandi mönn- um! Fór ekki blaðið Framfari á höfuðið? sama blaðið sem herra Sig- tryggur Jónasson var ritstj, að? Hann hefir þó síðan fengist við rit- s'jórn annars blaðs og segirsjálf ur að það gangi vel. Hví fylgir hann ekki sinni eigin kenning, að leggja árar í bát, ef eitthvað mis- heppnast? Nei, þessi kenning þín er of langt á eftir tímanum, Sigtr. minn ! og slzt ætti hún að sjást í framfara- og frelsisblaði. Mér er annars sagt af áreiðan- legum mönnum að gamla íslendinga félagið sé 1 i f a n d i enn og þú hafir verið formaður þess síðan það s o f n að i. Nú er orðið svo framorðið að óhætt er að vekja það; það hlýtur að hafa sofið út; of mikill svefn er ó- hollur. Hver veit nema innan skams verði kallað til fundar I þessu félagi. Verði það ekki, þá ætlum vér í s- lendingarni r í þessum bæ að mynda nýja deild og byggja ekki á s a n d i. Hinir ráða hvað þeir gera. Ekki meira um íélagið í bráð. Þá er orðabókin. Lögberg kveðst ekki skilja hvort talað sé um: semja íslenzk-íslenzka orðabók eða ensk-íslenzka.. Skarpur er skilning- urinn ! Mér finst það bera vott um þörf á þessu fyrirtæki að einn helzti blaðamaðurinn okkar hefir ekki svo mikla þekking á íslenzku máli að hann viti hvað alíslenzkur þýð- ir; hann heldur að það þýði íslenzk- ur að hálfu leyti og enskur að hálfu leyti! Þegar hann sjálfur fiask- ar á svona einföldu orði,' hvers má þá vænta af smælingjunum. Þægi- legt hefði það verið fyrir ritstjórann að hafa a 1 í s 1 e n z k a orðabók við hendinga til þess að fletta um orðinu “a 1 í s 1 en z ku r“ og sjá hvað það þýddi. Mér datt reyndar aldrei í hug að nokkur misskildi það, en þetta sannar þörf bókariunar. Gæti það nú ekki komið fyrir að háskóla- kennararnir væntanlegu þyrftu ein- hvern tíma að fletta upp I orðabók við íslenzkti kensluna. Eg þekki engan íslending vestan hafs, sem ekki þyrfti þess. Stundum finst mönnum líka veraþörfá orðabók til þess að skilja Lögberg, það er til dæmis fáir hór sem skilja orðið “Ut- opia“ í þeirri merking, sem það virð istnotað I Lðgbergi. —Mér dettur í hug kari heima á íslandi, sem hafði lært eitt orð í dönsku- það var orðið “Desperat". Hann lét þetta orð fjúka vfe öll tækífæii til þese að 'áta fólkið vito hvað hann væri vel að En svo var það einhverju sinni að hann vildi hafa það orð sem bezt lcti I ljósi virðing og þakklæti til vinar síns og velgerðamanns og það var orðið “Desparat"! Llgtergi þykir það hlægilegt að ég skyldi taka kosningu í Þjóð- minningardagsnefnd afþvíég hafi skrifað undir áskorun til Alþingis um það að samþykkja cinhvern á- kveðinn dag. Hlegið getur ritstjór- inn að því eftir vild. Á meðan ekki fæst það bezta er vanalega tekið það næst bezta; þeirri reglu fylgja fleiri en ég, til dæmis þekki ég menn sefci helst vildu sjúga stjómarspena, en áður en það var fengið, gerðu þeir sérgott af öðru. Þá skrifar herra Sig. Vilhjálms- son í Lögberg á móti vínsölubanni. Grein sú er hógværlega og vel rituð. eftir því sem verið getur þegar mælt er á móti réttu máli og með r öng u. En sökum þe3s að ég hýst við að gefa sjálfur út blað bráðlega, læt ég þeirri grein ósvarað að þessu sinni. Nýja hlaðið tekur vínsölubanns málið til rækilegrar íhugunar. Þó skal þess getið að höf. fer ekki með rétt mál þar sem hann kveður þjóð- ina hér ekki málinu hlynta. Þjóðin hefir sýnt það með yfirgnæfandi at- kvæðafjölda að hún vill hafa vín- sölubann, en Laurierstjórnin sveik loforð sitt og hafði þjóðina fyrir narra. Þetta vita allir að er satt. Hvaða framfaramál er það ann. ars, sem Lögberg er ekki á móti? Það er á móti félagsskap til þess að halda við íslenzkri tungu; það er á móti því að samin sé orðabók sams- konar og allar framfaraþjóðir heims- ins eíga; það virðist vera á móti ís- lenzkum þjóðminningardegi; það er á móti vínsölubanni og þess vegna verndarblað vínsölu og siðspillingar. —Mér virðist það vera á móti öllum sköpuðum blutum. Það er annars nokkuð uudarlegt að kalla sig framfara blað, en berj- ast á móti flestum framfaramálum Er það ekki að sigla undir fölsku flaggi.—Grænland er glæsilegt nafn en samt er landið ófrjótt. “Liberal" lætur vel í eyrum sumra mauna, en það sómir sér ekki vel alistaðar þar sem því er klínt á. SlG. JÓL. JÓHANNESSON Inntökupróf (Matriculation) Manitoba háskólans. Tvær íslenzkar persónur, Miss Mary Katie Anderson og Mr. Frede- rick JúIíusOlson, hafa lokið við inn- tökupróf sitt á manitoba háskólann, bæði með annari einkun. Miss And- erson skrifaði á seinni hluta prófsins (inntökupróf skólans skiftist í tvent, part I og part II, og áætiaður náms- tími er einn vetur fyrir hvorn part) og hefir nú lokið því með lofsverðum vitnisburði. Af þeim 11 greinum er hún skrifaði um hefir hún hlotið 67% í 6 af þeim,. yfir 50% í 4 og yfir 33% í þeirii síðustu. Hún er hin fyrsta íslenzka stúlka sem tekið hefir inngöngupróf á háskólann, og vér óskum henni aílrar hamingju. Mr. Olsen tók báða hluti prófs- ins (part I og part II) og hefir þann- ig á einum vetri lokið við próf er flestir aðrir taka tvo vetur til að af- ljúka- Þetta var drengilega gert af þér, Fred.; en svo væntum vér þessa staðfastlega af þér, þvf vér vissum þú hafðir það til að vinna hart þegar þú vildir; en langeigin- legast finst oss þó að hugsa um þig scm glaðlyndan „nam bonus est sodales, negavit nemo hoc.“ Fyrri hluta (part I) inntöku- frófsins hafa tveír íslenzkir piltar og ein íslenzk stúlka lokið. Piltarnir eru þeir Magnús Hjaltason og Thor- bergur Thorvaldson, stúlkan er Miss Emily Anderson. Hún hefir náð yfir 67% í 4 am þeim 5 greinum sem hún skrifaði og heflr yflr 50% í'yrir alt prófið I heild sinni — ágæta aðra eink,. Mr. Magnús Hjaltason heflr einnig nftð annari eink, yfir 50% fyrir próflð í heiid sinni. Mr. Thorbergur Thorvaldson hefir náð fyrstu eink., yfir 67% fyr- alt prófið í heild sinni. Hann var stúdent á Wesley College og hlýtur því $25 verðlaun þau er sá skóli ár- lega veitir þeim stúdent er hæ;t stendur I sínum bekk. Yfirleitt hafa nýafstaðin inn- göngupróf og hftskólaprófið I vor, verið oss íslendingum til sóma, að því leyti er vér höfum tekið þátt í þeim, og vér vonum að allir ísl. stúdentar, hér við háskólann, haldi áfram að vinna sér sjálfum og þjóð sinni enn þá melrí heiður. Allir þessir nemendur tilheyra Islenzka Stúdentafélaginu í Win- nipeg, og félagið óskar þeim ölium til heilla og hamingju. I. B.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.