Heimskringla - 18.07.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.07.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINULA 18. JÚLÍ 1901. Heiinskringla. PUBL.I8HED BY Th« Heimskringla News 4 PablishÍDg Co. Verð bladsins í Canada og Bandar. $1.50 om irið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenie am blaðsins hér) $1.00. Paningar sendist i P.O. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir & aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. L. Knldwinson, Editor & Marmger. Office : 547 Main Street. P.O- BOX 12H3. Mutual Reserve fél. Þrír íslendingar hafa nýlega sent oss bréf frá þessu óheilla félagi, og kröfnr þess um aukaborganir í félagssjóðinn. Sigurður Eyjólffon, frá Vestfold P. O. Manitoba, hefir verið mörg ár í félaginu og borgað iðgjöld sín í það ætíð í ákveðin gjalddaga. Hon- ura kom það því nokkuð óvart að fá kröfu frá Mutual Reserve félaginu, dags. 1. Maí, þar sem það heimtar af honum $127.86 í peningum, innan 3o daga, en býður um leið að lána honum þetta með 5% árlegum vöxt- um, og með því sjálfsagð^, skilyrði að ðll upphæðin, að meðtöldum vöxt- um, verði dregin frá lífsábyrgðar- upphæð hans hvenær sem hán fellur í gjalddaga. Oss er sagt að Sigurð- ur ætli að hafna þessu sóma lánsboði félagsins og ganga alveg úr því, þótt hann við það tapi öllu því fé sem hann er búinn að borga í félags- sjóðinni í mörg undanfarandi ár. Næst á blaði er herra Helgi 111- hugason, hér I Winnipeg, Hann heflr staðið í félaginu í 10 ár og borgað $11.96 annan hvern mánuð á öllu þessu tímabili, fyrir $4,000 lífs- ábyrgð Honum var talin trú um a ðiígjöldin mundu fara lækkandi um þetta leyti, en I stað þess voru þau sem næst tvöfölduð fyrir nokkr um tíma, það gerði $22 og, nokkur cent, samt hélt Helgi áfram að borga en lækkaði þá ábyrgðina niður í $3,200 úr 4 þos„ Felgi fékk samt eina af þessum aukakröfum, dags. 1. þ. m., fyrir $26.32, Honum er sagt að þessi borgun eigi að vera fyrir það að dánarkrafa hans verði borguð innan 3 mánaða eftir að fé- lagsstjórnin hafl viðurkent dánar- skýrslur hans réttar—þegar sá tími komi að hann falli frá— auðvitað er Helgi gamli einkar þakklátur við félagið fyrir þessa hugulsemi fél. að það hugsar um að borga lífsábyrgð hans einhverntíma ef hann möglun- arlaust haldi áfram að borga síhækk- andi og tvöfaldandi iðgjöld og svo þær aukakröfur allar sem félaginu kann að þóknast að gera, hvenær sem því dettur það í hug. En þó mun nú mjög tvísýnt að hann haldi lengur áfram að hanga í félaginu Þar sem hann getur hæglega lifað við allgóða heilsu í næstkom&ndi 20 ár, og má búast við að gjöld hans I félagssjóðinn verði hækkuð að mikl- um mun héref'tir, hefir enda verið sagt af umboðsmanni félagsins að svo muni verða. Þriðji maðurinn er herra Er- lendur Ólafsson í Pembina. Hann fékk samkyns bréf og Helgi, að eins var hann beðin um $8.25 aukakröfu. í bréfl sem Erlindnr sendi oss ásamt bréfl félagsins til hans, segir hann meðal annars: „Ég vil biðja þig að birta f Heimskringlu meðlagt bréf frá Mutual Reseive félaginu, til að sýna aJmenningi hvernig féiagið fer með þá sem komnir ern á efraaldur Ég gekk í félagið árið 1891, þá 52 ára gamall. Þá var gjaldið ákveðið $25.00 og mér sagt að ég þyrfti ekki að borga hærra ársgjald í 15 ár, og að eftir þann tima færi þau lækkandi. En á siðari árum hafa gjöldin stögugt farið hækkandi, þai til þau eru nú komin upp í $53.40 á ári fyrir $1,000 ábyrgð. Nú er mér ekki farið að litast á. Eg fékk nýlega aukakröfu um $8.2c, er borgist í Júlí, og Þykir mór félagið ekki standa við loforð þau sem gefín voru i fyrstu.“ Erlindur er að eins einn af þúsund, sem hafa orðið fyrir von- brygðum af félagsins hálfu, og er engiu furða þó hann álíti sér misboð ið og lýsi óánægju sinni yfir aðförum félagsins við hann. Vér nennum ekki að útleggja brét' félagsins til þessara manna, þótt vér höfum verið beðnir að gera það. En það getum vér sagt mönnum, í eitt skifti fyrir öll, að félagið heflr verið rekið út úr Minnesota ríki, því er algerlega bannað að starfa þar i ríkinu, og skulum vér nú segja söguna eins og hún hefir gengið, sarakvæmt bréfl frá Mr. Dearth, Insurance Com- missioner fyrir Minnesota, sem tók starfleyfið af félaginu, Mr. Dearth segir: <(Til þeirra er taka Iífsábyrgðir: Ýmsar greinar hafa birzt í þeim blöðum sem fjalla um ábyrgðir, sem ganga í þá átt að lasta aðferð deildar minnar í viðskiftunum við Mutua Reserve félagið og efa frómlyndi og tiltrú deildarinnar. Þess vegna er að mínu áliti nauðsynlegt að birta nú fyrir almenningi ástæður þær sem komu mér til að taka það spor sem gert heflr verið að umtalsefni. Lög þessa ríkis eru þannig gerð að hve- nær sem Insurance Commissioner á- lítur nauðsynlegt að yfírskoða bæk- ur ábyrgðarfélaga þeirra sem vinna undir lögum þessa ríkis, þá er það skylda slíkra félaga að leyfa slíka vfirskoðun. Ríkis leyfi þessara fé- laga enda 31. Janúar, og það var rúmum mánuði eftir þann lfma sem skýrsla Mutual Reserve félagsins var embættislega rannsökuð. Strax þar eftir tilkynti ég félaginu að ég væri ófús til þess að endurnýja starfsleyfl þess I þessu ríki, nema ég fyrst sann- færði sjálfan mig um það að því væri stjórnað til beztu hagsmuna fyrir núverandi og komandi ábyrgð- arhafendur. Félagið svaraði með því að segjaað New York Insurance- deildin ætlaði br&ðlega að yflrskoða ástand félagsins. Nú þótt ég hafl haft og hafl enn þá fult traust á hæflleikum og trúverðngleik þeirra manna sem vinna fyrir þi deild, þá áleit ég samt skyldu mína að gera sjálfum mér mögulegt að geta af eigin þekkingu sagt borgurum þessa ríkis að ég hefði samkvæmt fyrir- skipun laganna kynt mér persónu- lega hið sanna ástand félagsins. Ég tilkynti þess vegna félaginu að ég ætlaði að vinna með New York rlkís- deildinni að vflrskoðun á bókum fé- lagsins, ef hún færi fram innan fárra vikna. Þessu bréfi mlnu svar- aði félagið aldrei, og ein.’ægni fé- lagsins I þeirri staðhæfingu að In- súrancedeild New York-rlkis ætlaði bráðlega að gera yflrskoðun á bók- um félagsins, sýnir sig bezt I þvl, að einn aí embættismönnum þeirrar deildar sagði I samtali við blaða- mann, og það var birt I einu af blöð- unum, aðengin sllk yflrskoðun væri fyrirhuguð. Ég áleit það skyldu mína að komast að vissu um og á- kveða 1. Hvers vegna óborgaðar dán- arkröfur félagsins væru svo óvana- lega margar og svo óviðjafnanlega háarað upþhæð. 2. Hversvegna erflngjar hinna látnu ættu I svo miklu stríði með að fá útborgaðar kröfur slnaa sem þó voru 8vo gildar að félagið gat ineð engu móti haft á móti þeim. 3. Hvaðan félagið tæki þann rétt að setja veðband á lífsábyrgðir með- lima sinna, sem I sumum tllfellum nema 60% af allri llfs&byrgðar upp- hæðinni. 4. Hvert að þeir lífsábyrgðar- hafendur sem hafa borgað í sjóð íú agsins I svo mörg ár hefðu enga heimild til að krefjast neinna rétt- inda eða einkaréttinda, eða hvert þeirra valdlegi réttur gæti orðið miskunarlaust fótum troðin með þvi að félagið samþykti aukalðg I þá átt. 5. Hvert ekki væri mögulegt að hindra á einhvern hátt þá ósann- gjörnu samkomulagssamninga sem félagið er stöðugt að gera við með- limi sína um land alt. 5. Hvert nokkur sannleiki væri I þeim alvarlegu og ómótmæltu kærum, sem köstuðu skugga á fróm- lyndi og einlægni þeirra er hafa stjórn félagsins meðhöndum. 7. Hvert yóði félagsmanna só sóað í óhófl, og beint I þá farvegi sem aldrei var ætlast til. 8. H vert ábyrgðarbreytingar þær sem þetta félag heflr tekið upp á að gera við ýmsa og sem sýnilega bera það með sér að þær séu, vægast^ tal- að, óheilar (unhealthy), séu til beztu hagsmuna fyrir ábyrgðarhaf- endurna. 9. Hvert vissai eignir sem félag- ið heflr stofnað fé í, voru ekki fengnir I leyfisleysi við lög þessa ríkis, og þvert á móti beztu hags- munum þeirra sem hafa ábyrgðir I félaginu. 10. Hvert að þetta félag — að dómi hæfustu manna, þeirra er hafa þekkingu á ábyrgðarmálum — geti orðið varanleg stofnun. Ég hef nú birt sumar af ástæð- um þeim sem komu mér til að krefj- ast þess að mér væri leyft að yfir- skoða ástand félagsins. til þess að koma því í verk réði ég yflrskoðun- armann; sem heflr samband við margar deildir, og sem gæddur er þeim persónulegu og embættislegu hæflleikum, að félagið gat ekkert haft á móti honum, af þeirri ástæðu að ég bað mann þenna að vera I ráði með talnafræðingi (Actuary) félags- ins, en sem hann neitaði að gera. Þegar ég kom til New York skipaði ég þessum hjálparmanni mínum að framvísa skýrteinum sínum og hefja rannsóknina. En þrátt fyrir það þó bréf mín hefðu gefið til kynna, I nokkra síðastl. mánuði, að ég ætlaði mér að skoða bækurnar, og þrátt fyrir það þótt embættismenn íélags- ins vissu hvcnær mín var von, eins og sézt af því að félagið réði lög- mann til þess að hindra ferð mlna austur, og þrátt fyrir það þó lög rík- isins veiti félaginu ekki nokkurt undanfæri frá þvl að láta rannsaka bækur sínar og ástand alt, þá var umboðsmanni mínum bannaður að- gangur að skýrslum félagsins, og því einu borið við að stjórnarnefnd Mr. HÚrnham’s befði ekki haft fund með sér. St. Paul 27 Júnl i90l. Elmer. H. Daerth. Iunsurance Commissioner.“ Þetta bréf er tekið úr Insurance blaðinu New York <(Spectator“ dags. 4. Júlí þ. &., og er þó það blað fremur vinveitt Mutual-félaginu, eins og sézt á ritstjórnargrein I sama númeri þess og flytur fréf Mr Dearth’s. Lesendur sjá af þessu að starfsleyflð var tekið af félaginu af því það vildi ekki fylgja lögunum I þvl að láta yfirfara bækur slnar af Mr. Dearth- Alt bréflð ber það með sér að eitthvað hafi verið óhreint I poka- horni félagsins úr því það lagði svo mikið kapp á að fela gerðir slnar fyrir Insurance Commissioner I Min nesota og umboðsmanni hans, að það fékk lögmann til að hindra ferð hans austur, eftir að hafa logið þvl að New York deildín ætlaði bráðlega að gera yfirskoðun, sem vitanlega var ekki áformað. Það lítur svo út sem félagið áliti sig friðhelgt I ráns árásum sínum á fáfróða og varnar- lausa félagslimi. Fyrirspurn. Ritst. Hkr,— Viltu gera svo vel og svara eftir- fylgjandi spurningum I næsta blaði þínu: Þegar faðir eða móðir láta eftir sig fasteignir og án þess að ráðstafa þeim á einn eða annan hátt. Hver eru þá skilyrði fyrir þvi að erfingjar geti orðið eigendur fasteignarinnar að lögum, og hversu mikill kostnaður er við það? Svar:—Sá ektamakinn sem ef'tir lifir verður að útvega sér umráðaleyfi yfl eigum búsins (Letters of Admini stration). Þessi „Letters of Admini- stration" veita að eins leyfl til þe3s að ráða yflr eignunum en ekki til að selja þær eða farga á annan hátt. Til þess að geta. fengið algerðan eignar- og sölurétt verður að fá eignarskjölum fasteignanna breytt undir nafn þess er eignarréttinn vill fá. Kostnaður við þetta verður um $50.00 eða meira ef eignin er mikils virði—-„Letters of Administration" fást fyrir $25.00 og þar yfir, í öll- um slíkum tilfellum ættu þeir sem hlut eiga að máli að leita lögmans, aðrir geta ékki unnið að þessu svo vel sé. I sambandí við ofanritað vildum vér minna landa á að hyggilegt er jafnan að gera erfðaskrá I lifandalífi. Enginn veit hvenær dauðann ber að, og það sparar eftirlifandi erflngjum bæði ómök og peninga að ei fðaskrá sé til eftir Iátna húsfeður eða eig- endur fastra og lausra eigna. Það kom fyrir nýlega í Hamilton í Ont- ario að maður einn þar I borginni dó og skildi eftir sig ekkju sína, barn- lausa, þessi kona var rík áður en hún giftist og fasteignír voru keyptar fyrir peninga hennar og eignarbréf- in búin út undir nafni bóndans. En að manninum látnum komu skyld- mennl hans og kröfðust tveggja þriðju hluta allra eignanna að lög- um. Ekkjan sannaði að eignirnar voru keyptar fyrir peninga sem hún lagði til, þótt þær hefðu staðið I nafni bónda síns. Dómarinn lét I Ijós meðaumkun sína með konunni, en kvað sér vera ómöguiegt að gerðar, það væri skylda sín að fara að lögum og að dæma skyldmenn- um hins látna tvo þriðju hluti af öll- um eignunum, þrátt fyrir það þótt sannað væri að þær hefðu keyptar verið fyrir peninga konunnar, og hún því að réttu átt að njóta þeirra allra. Svona fór mál þetta, og alt fyrir það að maðurinn skildi ekki eftir sig neina erfðaskrá (Will) og svipað þessu er ástatt i ótal fleiri til- fóllum. Þess vegna vildum vér ráða hverjum þeim sem á eignir er hann óskar ráðstafað eftír sinn dag sam- kvæmt vilja Slnum, að gera erfða- skrá. Eu hana má gera á íslenzku engu síður en á ensku, á þenna hátt: Erfðaskráin skal vera I tveimur greinum. í henni skal fyrst tekið fram að allar lögmætar skuldir þess látna skuli borgast af eignunum, og svo útfararkostnaður hans. Önnur grein ákveður hverjar séu eignirnar og hvernig þeim skuli ráðstafað, nöfn og heimilisfestu þeirra er eiga að njóta þeirra og hvað hvers hlutur skuli vera. Síðast er það tekið fram að eigandi sé með fullu ráði og rænu og að hann geri erfðaskrána af fríj- um og fúsum vilja og án allrar þvingunar. Síðan dagsetur hann skjalið og ritar nafn sitt undir það 1 tveggja votta viðurvist, sem svo staðfesta það með undirskrift sinni. Nauðsynlegt er að gefandi byrji erfðaskrána með sínu fulla naíni, stöðu og heimili, það skal og tekið fram slðast I skránni að hún sé síð- asta erfðaskrá er gefandi hafl gert. Svona löguð erfðaskrá ætlum vér að verði tekin gild fyrir dómstólum þessa fylkis. Filipseyjarnar og framtíðin. Það er engum efa orpið að ný þjóðdeild er að myndast—fjarlend, sem áður heflr verið Iítill gaumur gefinn af heiminum. Sú þjóð sprett- ur upp af sérstökum þjóðstofni, sem vegna áhrifa annarar voldugrar þjóðar breytist, hefst á hærra ment- unarstig, og kemst meira inn I nú- tlmans búning, siðu ðg liáttu. Allar likur mæla með þv[ að þessi breyt- ing verði síðari kynslóðunum til hagnaðar, en ókominn tlmi llytur sannanirnar um það. Það hafa sumir blaðaskjalarar verið sí og æ að níða og lasta Filips- eyjabúa. Sagt þá mentunarlausa og vilta. Þeir haia úthúðað og skammað Agninaldo, sem var for- ingi lar.dvarnarmanna á eyjunum, og borið á hann allar vammir og skammir, auðvitað samt ætlð undir þeim kringum8tæðum að þeir hafa ekkert vitað um hvað þeir voru að rug'a, Um þeitaer I sjálfu sér ekki orðum eyðandi, því orðhákar og þekkingarsnauðir mannræflar fylgj- ast með á mannllfs brautinni eins lengi og hún er farin og þeirra verð- ur ætið vort—I sinni eigin mynd — þegar þeir hafa tækifæri til að lasta aðra æn hefja sig og þá, sem þeir eru háðir. Hálærðir og nafnkendir menn sem ferðast hafa um Filipseyjarnar, hafa hver eftir annan lokið þeim dómi á eyjabúa, að það sé fjarri öll- um sanni að telja þá yfirleitt iitt sið- aða, og þaðan af síður ósiðaða ræfia. Þeir segja að eyjabúar séu bráð- skynsamir og námfúsir og sækist eft ir að læra nýja siðu og háttu annara þjóða. Það eru margir vellærðir menn á meðalþeirra, og fólkið er I heild sinni siðferðisgott og heflr gðða hæfileika, engu síður en sumir þjóð- flokkar, sem sigla undir nafni ment- unar og kristinna trúarbragða. Auð- við eru eyjarbúar á eftir tímanum I sumum greinum, og það langt á eft- ir—jafnvel búa við venjur og siði 14. aldar þann dag í dag. En svo ber þess að gæta, að kennilýðurinn þar heflr útilokað síðari alda ment- un og framfaraljós þar af fremsta megni, og hafa eyjabúar eigi náð neinu af slikum hlutum, nema því litla sem slæðst heflr til þeirra inn um þá farvegi, sem kennilýðurinn annaðhvort gat ekki stíflað eða hafði ekki þekkingu á að byrgja. Svo þegar þessa er gætt og íhugað, þá eru eyjabúar miklu mentaðri en við mætti búast, og sumar aðrar þjóð- ir hafa ekki af miklu að státa, þegar tækifærin eru borin saman. Sá hluti eyjabúa, sem kallaður er viltur og ósiðaðnr hefst við upp I hálendinu eða fjöliunum á eyjunum. Hann er friðsamur og spakur sé ekki á hann leitað, en illvígur og grimm- ur ef honum er misboðið. Kunnugir menn segja að hann sé á mannflokks stigi líkt og Indíánar I Bandaríkjun- um, en Bandaríkja Indíánar geta ekki talist með öllu ósiðaðir og ment- unarlausir. — Eyjabúar sýna hæfl- leika sína og námfýsi I því hve fljót- irog áhugasamir þeir eru með að læra enska tungu. í skólunum er enska skyldunámsgrein, og sýna skólaskýrslurnar að nemendurnir eru mjög fljótir að komast niður I henni. Auðvitað verður enskan fram tíðarmál eyjarbúa. Mentamálanefnd- in býst við að innan 10 ára verði all- ir alþýðuskólakennarar innfæddir menn, og sýnirþetta ljóslega að þeir sækja námið með vilja og hæflleik- um. Enn fremur fáþeir þann vitn- isburð bæði hjá verkstjórum og skól- unum að þeir séu alment trúverðir og áreiðanlegir menn, og það sé þjóðar einkenni þeirra að v e r a t r ú i r. Landslagið á eyjunum er harla fagurt. Skógar eru þar sumstaðar stórfeldari en I Ameríku og viðar- tegundirnar margrr og góðar, svo tiauðla fæst jafn valinn efniviður og þar; þar vex bezta tegund af iben- holt og önnur harðviðartegund græn á lit, sem glitrar með litbreytingum þegar búið er að fægjajhana, og ekki sprettur annarsstaðar. Hin mikla slétta á Luzon-eynni er 120 mílur á lengdjog30 á breidd. I rigningatíð flýtur hún I vatni, sem er 1—2 fet á dýpt. Nú er Banda- ríkjastjórnin að láta gera vegi um hana og yflr hana, svo þar megi komast jafnt áfram I rigningum sem þurrviðrum. Innfæddir menn vinna að vegagerðinni, erjherstjórnin heflr umsjón á verkinu. Vegagerð þessi ergerð I ameríkönskum vegagerðar- sniðum, — þannig, að eftir því sem lengur rignir harðnar yflrborð brautarinnar, sem er malborið. Filipseyjarnar eru framtíðar- land og gróðalandjeftirkomandi kyn slóða. Bandaríkjamenn standa þar næstir (tækifærinu og munu óefað auka sér -frama og óðöl á þessum fögru og frjósömu eyjum. Banda- ríkjastjórni. mun vafalaust hlynna að og hvetja þegna sína lram á Jeið I þessu efni. Lögin viðvíkjandi leigu á einka- leyfls fyrirtækjum heflr verið breytt, t. d. járnbrautobyggingar og sögun- armylnubyggingar, sykurgerðarhús- um og fleira, og leiðir þetta til stórra hagsmuna fyrir eyjabúa þá fram líða st mdir. Þetta fiamtíðarmál er sannar- lega þess virði að íslendingar, sem vel Btanda að vlgi I Bandaríkjunum og jafnvel víðar, fylgdust með I þvf, og reyndu að líta þar I kringum sig. Og það er ekki minsti efi að verzlun og framtlð eyjanna kemst á hátt stig þá framlíða stundir, ogþar ligg- ur mikill auður fólginn. K. Á. B. <(Betra seint en aldrei.“ Ég bið yður heiðraði ritstjóri að ljá eftirfarandi linum pláss I blaði yðar. Þó þær kunni að verða gagn- stæðar skoðunum suinra, þá samt eru þær ekki stílaðar I því skyni að snerta tilfinningar neins manns per- sónulega. “Hér með gefts ættingjum, vin- um og vandafólki til vitundar að sá og sá eða sú og sá er dáin.“ Þessu líkar birtanir sjást daglega íblöðum. En með þessum línum læt ég ætt- ingja mína og kunningja vita, að ég býst við og vonast eftir að verða bet- ur lifandi framvegis en hingað til. Til skilningsauka skal þess getið að ég er hættur, já alhættur að neyta áfengis. í þessu sambandi leyfi ég mér að fara fáeinum orðum um vín- nautn eða ofnautn vins. Það hafa nýlega komið greinar með mismun- andi skoðunum þess efnis í ísl. blöð- unum. Mr. S. Vilhjálmsson ritaði vonum framar skynsamlega grein um vín- sölubann I (<Lögberg“ 13. f. m. Koma þar fram margar góðar og að mínum skilningi réttar skoðanir, þó sumt sé athugandi. Undir ríkjandi kringumstæðum virðist réttara og eflaust árangurs meira að unn- ið sé að því af alúð og samlmg að ((vitka mannkynið“ og þannig koma inn ((viðbjóð hjá hinni upp- vaxandi kynslóð á ofdrykkju og als- konar ósiðsemi," en að eyðakröftum og fé í baráttu fyrir algjöru vínsölu- banni, sem er sýnilega jafn ómögu- legt og að gera alt mannkynið alt I einu gott og syndlaust. Drykkju- skapur er ein grein (ef til vill hin stærsta) mannlegra lasta, og til að koma I einni svipan I veg íyrir að vín sé bruggað, keypt og drukkið, þyrfti sterkara fylgi og meiri pen- inga en bindindisfélögin gætu lagt fram, enda heflr reynslan sýnt, að þar sem vínsölubannslögum heflr að nafninu til orðið klínt á, hafa þau orðið að litlum ef nokkrum notum. Ég var I Norður Dakota, þegar vínsölubannslögin náðu þar gildi og sagðist blöðum þar, sem vftnuðu til fjárhagsskýrslna ríkisins, svo frá, að meira fé hefði gengið út úr rfkinu fyrir vín eftir en áður. Hvernig því hagar nú til er mér ekki vel kunn- ugt um, þo veit ég til þess að nítján leynivínsalar voru dregnir f yrir lög og dóm I einum smábæ I N. D. siðastl. vetur, svo eitthvað er hárugt þar enn þá. Allir vita að vlnsölulögum hér er ekki hlýtt, og fyrst bindindis- og kirkjufélögin mega sín ekki svo mikils, að koma I veg fyrir að vín- salar fótumtroði lögin fyrir augum þeirra, þáer það barnslegt að sjá ekki hversu feikna ofurefli það yrði þeim, að fá komið á, nú þegar, þvl vínsölubanni, sem nokkur endurbót yrði að. En á hverra herðum hvílir nú mest skyldan með að “vitka mannkynið". Og undir hverra um- sjón er siðferðiskennslan farsælust og árangurs mest. Á foreldrun- um. Foreldrum og aðstand- endum æskulýðsins. Heim- ilin eru skólar, sem allir menn ganga I gegnum, og er þvi lífsnauðsyn- legt að fyrirkomulag þeirra sé I alla staði það bezta. Þau þurfa að vera lifandi vatnslyndir sem laugi burtu þau óhreinindi sem manneðlinu ávalt fylgir, en ekki stöðupollar sem als- konar ólyfjan kviknar í og margf faldast.—Auðvitað er eina einhlíta ráðið gegn vinnautn fyrir þá sem drukkið haía að fá hvöt hjá sér tíl að hætta og koraa þeirri hvöt I fram- kvæmd; fyrir hina að bragða ekki vín. Ásetningur I þá átt er ónógur- Ég hefl oft ásett mér að hætta að drekka, og hætt þvi um tlma, en slikt er sama sem að vera farsæll I dag en ófarsæll & morgun, og I slíku ástandi er engin fullnægja. Næst því állt ég að fyrsta og helzta stigið til útrýmingar áfengisnautnar og annarar siðspillingar sé að stuðla til endurbótar (reformation) heimil- anna, því þó dæmi séu til að vondir menn verði úr góðum börnum, þá er það þó miklu fágætara, en að þeir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.