Heimskringla - 18.07.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.07.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 18. JÚLÍ 1901. Winnipe^* Islendingadagurinn í Winnipeg 1 ár verður hald- inn 2. Ágúst í Elm Park. Íslenðingadagsnefndin. Ákaflegur hiti var hér i beenum & föstudaginn var; yfir 93 stig í skugga; ýmsir mælar bæjarins sýndu þó hitann nær 100 stiga markinu. Á laugardags- morgnrinn gerði skanpan tveggja stunda regnskúr og var þá veður svalt allan fyrri hlutan, en afar heitt síðari hluta dags, Á sunnudagsmorgun gerði og skúr mikin, en síðar um daginn var veður þurt og sóiarhiti mikill, siðan hef- ir veður verið þurt og þægilega hlýtt. Herra ÞorgeirSímonarson, sem um undanfarna 2 m&nuði hefír dvalið hér i fylkiuu, fór vestur til Seattle & m&nu- daginn var. Þaðan býzt hann við að fara til Dawson City eða annara staða i Yukonlandinu. Með honum fer herra Jóhann Bjarnason höfuðfræðingur vest ur & Kyrrahafsströnd, Og samferða þeim b&ðum verður Miss Guðrún Ingj- aldsson héðan úr bænum. Fróðleg ritgerð um •‘Bók bókanna“ —aodmælí gegn Slgurði Vigfússyni kemur i næsta blaði. Árni Þórðarson, Jón Bildfell komu til Winnipeg i gærmorgun fr& Yukon. Eirikur Sumarliðason, sem einnig kom fr& Yukon, fór heim til fjölskyldu sinnar í Argyle, fr& Brandon. I rétt höfum vér aðþessir menn allir hafí selt eignir sínar i Yukon eða part af þeim. Alex. Mckenzie, 11 &ra gamall pilt- ur, drukknaði i Rauð& hér við bæinn i siðustu viku. Hann var að baða sig með ððrum piltum.—2 stúlkur, 14 og 16 &ra, drukknuðu i Assiniboine-knni hj& Portage ia Prairie um sama leyti; þær einnig voru að baða sig. — Foreldrar ættu að gera það að skyidu sinni að vara börn sin alvariega við hættunni, sem þvi er samfara að baða sig i þess* um ám. Það eru alt of mörg ung- menn i sem farast í þeim & ári hverju & likan h&tt og þessi. Ferstoðunefnd islendíngadagsins hefir fengið þrjá menn hér i bænum til að dæma um íslandskvæðið, sem hún hefír heitið verðlaunum fyrir. í dóm- nefndinni eru þessir menn: Ólafur Ólafsson espælingur, Jóhann Bjarnason realstútent og Jón Einarson trósmiður. Allir þessir menneru vel mentaðir, og hafa góða þekkingu & islenskum sk&ld- skap og m&li. Free Press segir að Gísli Jónsson fr& Foam Lake, hafi verið fluttur híng- að & spitalan, tillækninga. Hannhafði verið höggvin með exi í b&ðar fæturn- ar. _______________ Þess er getið í blöðunum að C. P. Ry. félagið ætli að flytja 20,000 vinnu- menn inn i Manitoba til þess að vinna hér um uppskerutiman. Félagið segir þetta nauðsynlegt til þess að bændur geti fengið nægan vinnukraftmeðsann- gjörnum kjörum, yfír þann tima ársins sem mest er annrikið. Utan&skrift þeirra Þorgeirs Simonar- sonar og Jóhanns Bjarnasonar verður fyrst um sinn 202 Denniway Seattle Wash. __________________ Það er enginn vandi fyrir þig að búa til föt þín ef þú kaupir snið hjá G. Johnson, Southwest cor. Ross Ave. & Isabel St. Þau segja þér það alt, nema hvernig þú &tt að snúa n&linni. 82 ísl. innflytjendur a&ttu að koma til bæjarins & föstudaginn var 12 þ, m. en í stað þess að geta mætt hér ættingj- um og vinumvoru þeir allir kyrsettir í East Selkirk, tuttugu milur eða h&lf- tima ferðnoiður frá Winnipeg, ogsettir þar undir sóttvörð um 20 daga tima að minsta kosti, ástæðan til þessa er sú að það sannaðist að eitt barn i hópnum hafði.bóluveikina og siðan það kom til Selkirk hafa tvö önnur börn veikst. Ef veiki þeirra reinist einnig að vera bólu- sýki m& búast við að fólkinu verði hald- ið undir þessnm sóttverði um lengri tima. Þetta óhapp er einkar óþægilegt fyrir þessa nýkomnu landa vora og ætt- ingja þeirra og vandafólk hér. Þeir fara & mis við þ& miklu velborguðu at,- vinnu, sem stendur nú öllum til boða um þennan tima árs. Meðal þessara innflytjenda er herra Pétur Pétursson bóndi fr&Lang&rfossi í Mýrasýslu. við tíunda mann; móðir hans og ðnnur skildmenni búa i Mikley i Winnipegvatni. Einnig er i fðrinni Runólfur kaupm. Pétursson, bróðir Pét- urs, hann er ný giftur og & systir Miss Valgerðar Finnbogadótturhér i bænum um aðra i hópnum hðfum vér ekki frétt n&kvæmlega. TIL ATHUGHNAR TÓBAKS- NOTÉNDUM. Margir tóbaksnotendur eyðileggja taugar sinar með þvi að brúka of sterkt tóbak; lækningin við þessu er i allra höndnm, sú að kaupa aðeins hinarmild- ari tóbagstegundir, svo sem „Pay Roll” “Bobs og Currency'*. Þær eru gerðar af ómenguðu efni og hafa viðfeldin keim. Þessar tegundir eru þær beztu i Canada, og hver plata er merkt með Snoeshoe tag.haldið þessum tags saman þau veita yður aðgang að verðlaunum. Hra. Símon Símonarson frá Brú P. O. Man. var hér i bænum i síðustu viku i kynnisför til tveggja giftra dætra sinna hér. Hann fór aftur heimieiðis i gærdag. Kolbeinn Þorleifsson ættaður fr& Eyrarbakka; og sem dvalið heör hér i landi s.l. 10 ár, fór alfarin til íslands & föstudaginn var. Nokkrir ungir Winnipegmenn lögðu af stað til Philadelphia i síðustu viku, til að hef ja þar kappróðra móti Banda- rikj-mðnnum. Winnipegmenn hafa áð- ur unnið i slíkum kappróðrum. hvernig sem nú fer. LEIÐRÉTTING. — í kvæðinu Alda mótaiofdýrð heimskunnar.hefir 3. brag- lína í 5. erindi fallið alveg burt. Er- indið hljóðar svo: Heil sittu Heimska! í huga og sálum— Allra Álfkinda— Einvalds drottning. o. s. frv. Ágúst G. Polson fr& Gimli var hér & ferðinni um siðustu helgi, og sagði bleytur miklar i bygð sinni og vegi ó- færa. H'ann fór heimleiðis i fyrradag. íslendingadagsnefndin hefir ákveðið að gefa góða prísa fyrir kappróður, kappsundog glimur, islenskar ogglímur ryskingar.^ Nefndin gjörir sér mikið far um að prógrammið dagsins verði sem allra fjölbreittast, islendskast og fullkomnast sem föng eru &. Það er sunnarlega ágætt tækifæri fyrir fólk út um nýlenduruar að nóta sér sýninguna og íslendingadaginn samhliða i sumar. Rat Portage Lumber Co. Ltd. Telephone 1372. I X 4 SHIPLAP, ODYRT (vladsitone A Higgin St- Jno. 91. (lliisdiolm, Manager. [fyrrv. Manager fyr Dick, Banning & Co.] Vinsælasta tegund af munntóbaki sem búinn er til iCanada; er „Pay Roll’, og „Bobs” og „Currency”. Sérhver plata af þessum tegundum er merkt tinplðtu neð þrúgulagi (Snoeshoe tag.) Kaupendur æt/u að halda þessum plöt- um saman, félagið gefur verðlaun fyrir þæu. Þegar þér kaupið Pay Roll, Bobs eða Currency, biðjið verzlunar menn yðar um verðlaunalista og upplýsingar um hverig og kvert eigi að senda plöt- urnar til þess að hljóta verðlaunin. Það bcrgar sig fyrir yður. Kvennfélagið „Gleym mér ei” biður þess getið, að það er að efna til skemti- ferðar & Rauð&.meðgufub&tnum ,,Gert- ie H”. hinn 26. þ. m. (Júli). Ferðin hefst að kveldi dags kl. 8., 15 ra. og leggur b&turinn af fr& stað Lombaid Str. og niður til „Queen’s Park”. Á leiðinni verður skemt með hljóðfæra- slætti og sömuleiðis í skemtigarðinum lengi fram eftir kvöldinu; þar fara og fram dans og leikir meðan við er staðið. Farseðlar, sem f&st hj& öllum kvennfélags konum, kosta 25 cent. Ágóðanum öllum varið til styrktar s&r- veikri stúlku: Miss Rósamundu Good- man. Heimskringla leyfir sér að mæla hið bezta með þessu liknarfyrirtæki kvenn- félagsins. Vér þekkjum hina veiku stúlku og vildum sj& landa vora rétta henni drengilega hj&lp. Kaupið þvi 25c. farseðla með gufub&tnum hvert sem þér getið notað þ&eðaekki. Minnist þess nú að heilsan er dýrmætust allra guðs gjafa. ___________________ SYNINGARVIKAN HJÁ FLEURY er vel þess virði að vekja eftirtekt yðar. Hj& honum getið þér,keypt allar nauð- synjar yðar fyrir Islendingadaginn. Óskandi að allir skemti sér vel þann dag —yðar einlægur D. W. FLEURY. Sunnudaginn 21. Júli kl. 2. e.h. flyt- ur Rögnv. Pétursson messu að Hallson N. Dak. Fundur verður haldin & efUr og eru mennbeðnír aðfjölmenna & hann eftir fremsta megni. Fundar efnið er að ráða um „Organization” og samþyktir Gimli fundarins er haldin var að GÉnli þann 14. Júnisiðastl. Þrjár ísl. fjölskyldur höfðu verið skildar eftir af siðasta Isl. hópnum i Gross Isle., þann 6. þ. m. Mislingar eða annað þess h&ttar hafði þj&ð eitt- hvað af börnum þess fólks. og var það þá sett unnir róttvörð. Það er vænt- anlegt hingað um sama leyti og það fólk sem nú er i Selkirk, sleppur úrsótt- varnarkvijunum þar. Hluthafar í Sleðafólagi S. Anderson eru vinsam- lega beðnir að mæta & fundi þann 25. þ. m. í annaðsinn. Áríðandi málefni til að ræða og mikils varðandi að allir hlut- hafar mæti. Fundarstaður 651 Banna- tyne Ave. Hjá Stefáni Jónssyni getið þér fengið undra kjðrkaup á ótal mörgum sortum af sumarvarningi fyrir næstu 10 til 15 daga, þessar vörur þurfa að seljast til að fá rúm í búðinni fyrir öðrum nýjum. Gleymið ekki að benda kunningjum yðar þangað sem þeir fá regluleg kjör- kaup á þessum tímum. Stefan Jonsson. —Góð búðarstúlka getur fengið stöðuga vinnu í búð, finnið Stefan Jonsson. FLEURY’S FATABUDIN. Miklar byrgðir af karlmannafötum skyrtum, vanaverð75c. tilt.100, nú 5©c Lérefts- og str&hattar & ýmsum stærð- um. seldust áður 75c. til $1.00, nú að eins.............................4©c Karlmannafatnaðir. léttir, & ýmsum litum, hentugir i sumarhitunum $3.75 Dök rbl&ir Serge-fatnaðir, fara vel og sérlega vandaðir $10.00 virði, nú <$6.75 Fleury’s Fatasölubudin 564 MalnSt. Gagnvart Brunswick Hotel. '4 DANaTFRFGN. Þann 20. Júni siðastl. dó að heimili sinu viðGarðar, N. Dak., Jón Hóseas- son Péturssonar. Hann var fæddur 5 Marz 1880 & Syðri Tjörnum í Eyjafirði. Banamein hans var lungnabólga. — Hann var fratnúrskarandi vandað ung- menni og r&ðdeildarsamur og ávann sér &st og virðingu allra sem kynni höfðu af honum. Hann v.r i lífs ábyrgð fyrir $1000 í bræðrafélaginu I. p. F.—Hans er sárt saknað af eftirlif- andi aldurhniginni móður og systir og öllum þeim er hann þektu bezt. 25c hver pnnds kassi. 40c hver pnnds kassi. 50c hver puuds kassi. $1.00 hver 2 pd. og eins mikið hærra og þér óskið. Þeir sem kanpa kassa af vornm Creames og Choco- lates, eru ætlð ánægðir, og þeir hafa ástæða til þess. Vér bú- um sj&lfir til þessar vörur og höfum þær nýjar daglega. Einnig seljum vér ísrjóma í sm&- og stór skömtum. Brauð vor eru þau beztu i fylkinu, og mega nú heita að vera notuð á hverju heimili.— lllendingur keyrir þau heim til yðar. Einnig sætabrauð af öllum tegundum. W J. BOYI>. 370 og 579 Main Str. t ####*#***#######»#**#**### # # * # # # # # # .# # # # # # # # # # # # # DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “í’reyðir eins og kampavín.” Þett er ó&fengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágntlega smekkgott og s&ínandi i bikarnum joáilr þ-asir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i htímahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hj& öllum vin eða ölsölum eða með þvi að panta það beint fr& REDWOOD BREWERY. s # # # # EDWARD L* DREWRY* Hanutactnrer & Importer, WIMMIFEO. •••••••«•*••••••*•«*» •i««i * S # # # # # # ! i # # # #################### ### Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið tU þess að þér fáið OGILVIE’S. j t Peningar lánaðir gegn lægstu gUdandi vöxtum. Hus og lóðir tU sölu með vægum tímaborgunum. Efdsabyrgdar umboðsmenn. CARRUTHERS, BROCK & JOHNSTON, CONFEDERATION LlFE BloCK 471 MaIN St. - WlNNIPBO, MaN. a! -J: Tilkynning til væntanlegra skUvindu- kaupenda. Vestfold, Man. 5. Júlí 1901. Mr. Wm. Scott. Kæri herra:— Rjómaskilvindan sem ég keypti frá yður & síðastl. vori „The IJnited Sfate*" hefir reynst ágætlega. hún rennur létt og skilur mjólkina vel. Eg vildi r&ðleggja hverjum þeim sem ætlar að f& sér rjómaskilvindu, sérstaklega ef hann þarf stóra vél, að kaupa „Thé United States" ogengaaðra. SlGi:Ff»UR Eyjólfsson. Ódýrust föt eftir m&li —ím- — S. SWANSON, Tailor. 51 2 Haryland St. WINNIPEG, Wiiipci Creamer; & Proðnce Co.. LIMITED. 8, H. Barre, - - radsmadnr. fírn nrlnn I riómann yð« oœnaur’ á eista stærsta og beztstjórnaða smjörgerðarhúsið í Mani- toba. Starfsaukning 400% & 4 árum. Vér &byrgjumst að gera viðskífta- menn ánægða. Fullar upplýsingar fást með þvi að ritta til 240 KING ST. WINNIPÉG. Stærsta Billiard Hall { Norð vestrlandinu. Fjögur “Poor’-borð og tvö ''Bmiard”- bord. Allskonar vín og vindlar, l.cnnon & Hebb, . Eigendur. 234 Lögregluspjarinn hans: “Þú {etur ekki gert það á morgun, Ágúst, en ég skal koma í þinn stað !” Svo kyss- ir hún hann enn fastar og lætur að honum enn þá betur og blíðar en áður, og á meðan kemur læknirinn að henni óvörum. Hún snýr sér skyndilega að henum og segir: "Hvernig stend- ur & því að skjólstæðingur minn hrýtur svona mikið?” “Það eru afleiðÍDgar af svefnlyfjunum, sem ég hefi gefið honum”, segir læknirinn lágt og lít- ur & gólfið. Hann lítur aldrei beint framan í Louisu, en horfir til jarðar eða undau. eins og hann sé feiminn fyrir einhverjar sakir. “Ó, ertu viss—alveg viss um að honum sé engin hætta búin af þessum svefnlyfjum ?” Hann svarar ekki þessari spurningu beint eu segír: “Háttvirta ungfrú; ég er sáralæknir; ég veit hvað ég geri, ég vinn ekki í neinu óráði”. ‘’Auðvitað”, segir hún eins ogí hngsunar. leyai eða draumi; stendur upp, lagar kápu sína og býst til þess að fara aftur út. “Ég get nátt- úrlega fengið leyfi til þess að sjá hann & morg- nn ?” “Hvenær sem jþú vilt, en það jværi þægi- legra að þú gerðir svo vel að koma ekki -fyr en í kring um klukkan fjögur. Það er hætt viT að hann verði tæplega vaknaður fyrri!” “Ekki fyrri en klukkan fjögur. Getur hann ekki talað við mig fyrr?” “Nei” Þegar hún heyrir þetta svar, er hún nálega komin fram að dyrum. Hún snýr sér við, lít ur örvæntingaraugum á ’ækninn og liggur við Lögregluspæjarinn' 239 1 Þú hefir gert mér stóran greiða í kveld. Þegar ég segi þér ástæðuna fyrir öllu þessu, þ& skaJ hún fullnægja jafnvel þinni næmu samvizku; því lofa ég við drengskap minn ! Eg yirði þig enn þ& meira eftir en áður vegna skyldurækni þinnar og samvizkusemi”. Nú snýr hann sér við og lítur & Ágúst sem steinsefur; eg þaðer eins og hrollur fari um hann þegar hann hugsar til þess að þessi hug- rakki maður eigi einskis annars að vænta en þess að hýrast í æfilöngu fangelsi eða vera leidd ur á höggstokkinn. Að stundu liðinni gengnr hann út, Microbe er honum samferða og þegar þeir ganga niður stiginn, hvíslar hann í eyra de Vernejr: “Dæma laust hefir læknirinn orðið »kotinn í henni Louisu ! Eg hélt að hann ætlaði alveg að tapa jafnvæginu og ég yrði að nota eina forskriftina hans tj&lfs til þess að blanda handa honum ó- minnislyf!” Da Verney svarar þessu ekkí. Hann heldur & pappírsblaði i hendi sér og skoðar það með &• nægju en ákafa. Það er gagnlíkt vindlinga pappírnum, sem Louisa hafði með sér út úr sjúkrahúsinu. Þegar de Verney hefir lagt ýms- ar reglur fyrir varðmenn þá, er gæta skuli Ágústs, skipar hann Microbe að koma npp í kerruna til sín. Svo aka þeir heim til de Vernty í Hartville-götu. Þegar þeir ætla yfir ítölsku götuna, verða þeir að nema staðarsökum mannþrengsla. Treir ungir rii'enn standa á stéttinni og heilsa de Ver ney. 238 _ Lögregluspæjarinn. “Það verður að halda honum meðvitnndar- lausuro þangað til annað kveld !” ‘Ekki nema því að eins að þú sverjir mér þess dýran eið frammi fyrir alvitrum og altsjá- andi guði að þú hafir ekki í hyggju að leika neitt á vesalings varnarlausu stúlkuna !” “Mér hefir aldrei dottið í hug að gera neitt i þá átt, er þú meinar. Ferror. Eg virði þig fyr- ir það að vrlja vernda hana. Þú hefir að eins gert skjldu þína í kveld gagnvart konungi þín- um og landi þessu. Ágúst er nú fangi, berra Microbe hefirl hermenn hérna úti, sem eiga að gæta hans. Eg kæri mig ekki um að farið sé með hann héðan uudir eins, en hann má ekki hafa tækifæri til samtals við nokkra lifandi veru þess vegna er það að þú verður að halda honum meðvitundarlausum. Égget ekkiog þori ekki að segja þér ástæðuna fyrir þessu í kveld, en ég legg við drengskap minni að skjra þaðnf kvæm- lega eftir fáa daga. Viltu gera það sem ég bið þig?” “J a a-á”, svarar læknirinn dræmt eftir stundar umhugsun, en augnabliki síðar kallar hanti irieð ákafa: “Ef þú hefir látið mig gera nokkuð, de Verney, sem kemur í bága við em- bættiseið minn, þá skal ég sýna þér nokkuð, er þið njósnarar stundum gleymið og það er það, að við læknar kunnum að beita sverðinu eins vel og sárahnífnum !” “Eg efastekki um að hvorttveggja sé jafn- hættnlegt í þinum höndum !” segir de Yarney meðhæðnishlátri. Svo leggur hann handlegg- ina á öxlina á lækninum og segir vingjarnlega: Lögregluspæjarinn. 235 aðhúnætliað líða í ómegin. Hann flýtir sér til hennar, tekur í handlegg henni og leiðir hana tíl sæ'is, kallar á þjón sinu og heimtar vín. Þeg- ar það kemur, lætur hann hana drekka það nanðuga og segir: “Þú verður veik sjálf, hátt- virt.a ungfrú, þú ert föl af örvænting og geðs- hræringu; augu þín lýsa því að eitthvað gengur . að þér”. “Kg verð alheilbrigð á morgun”, segir hún lágt og skiftir látbragði; en þ ótekur læknirinn ekkieftir því. Þegar hún fer út f.ylgir hann henni út að sjúkrahússhliðinu, hjálpar henni kurteislega upp í kerruna og skipar kerrusvein* inuui að fylgja henni út í Vignesgötu; hún kveðst eiga þar heima. Svo lítar hann á hana hálfafsakandi augum þegar hún er að fara af staðogsegir: “Fyrir fáum árum mundum við hafa látið skjólscæðingi þínum blæða tíl ólífis, ungfrú góð, eða að minsta kosti mundi hann hafa fengið aðhýrasti rúminu mánaðartíma; en nú er öðru máli að gegna. Eftir faa daga verð- ur hann hraustur aftureins og Herkúlis sjálfur’. Dæmalaus lífsþróttur er pað annars sem herra Lieber er gefinn. En þessi grimumaður virðist vera einhverjum þeim afarkröftum gædd- ur, að ekkert dauðlegt fái staðist á guðs grænni jörð!” Louisa er auðeælega hissa á þessum orðum. Hún hallar sér út af kerru sinni og segir: "Þú ert sáralæknir og skilur því sj lfsagt hvað það er og hvað það þýðir að hafa manns lif í hönd- uro ? Þú kant auðvitað vel til þess ?” •‘Auðvitað”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.