Heimskringla - 25.07.1901, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 25. JÚLÍ 1901.
Ucimskringla.
PUBLISHBD BV
The HeimskrÍDgla News 4 Pubiishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. 51.50
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
fslands (fyrirfram borgað af kaupenle
am blaðsins bér) 51.00.
Peningar sendist i P, O. Money Order
Registered Letter eðaExpress Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en i
Winnipeg að eins teknar með afföilum.
R. L. Baldwinsen,
Editor & Manager.
Office ; 547 Main Str66t.
P.O. BOX 1283.
Astandið.
Fjárhagsár Lanrierstjórnarinnar
endaði að vanda þann 30. Júní síð-
astl., og eru því skýrslur yfir fjár-
hag ríkisins ekki enn þá prentaðar.
En yfirmenn fjárhagsdeildarinnar
vita þó hér um bil nákvæmlega
hvemifr sakir standa við enda fjár-
hagsársins 1900—1901. Og eftir
sögnum frá þeim herrum er það
sagt í austanblöðunum að útgjðidin
á árinu hafi erið .... ? 56,255,169
En inntektirnar..... $ 52,800,000
Aukið við þjóðskuldina $ 3,456,169
Vera má að vísu að þessar tölur
séu ekki alveg áreiðanlegar, en þær
fara eins nálægt því rétta og hægt
er að komast svo skömmum tíma
eftir að fjárhagsárið er endað.
Inntekt ríkisins fæst aðallega
frá 2 uppsprettum, járnbrautum,
akipaskurðum og öðrum opinberum
eignum, og tollum af varningi.
Tolla inntekt stjórnarinnar er skatt-
byrði þjóðarinnar. Þessi skattbyrði.
var á síðastl. fjárhagsári ?38,4.j2,644
Af því voru $28,137,999 innfiutnings-
tollar en 10,294,645 innanríkistoll-
ar, það er, tollar af vörum — helzt
víni og tóbaki—sem bfinar eru til f
rfkinu.
f þessu sambandi er fróðlegt að
athuga hvaða áhrif frjálsverzlunar-
stefna liberala hefir haft á þjóðina.
Eins og allir muna, komst nftverandi
stjórn til valda með loforðum um að
spara fé almennings og að lækka toll-
byrði þjóðarinnar—skattana sem
liberalar sögðu vera ránskatta, og
með öllu Osamboðna menningu Can-
adaþjóðarinnar. — eins sögðu þeir
eyðslusemi fýrrverandi stjórnar als
óhafandi, og lofuðu að lækka út-
gjðldin strax og þeir kæmust til
valda, um 4 miliónir dollars á ári að
minsta kosti. En f stað þess að efna
_þetta ioforð hafa þeir stöðugt aukið
útgjöldin, eins og eftirfarandi tafla
sýnir:
1895 voru fttgjöldin.
1896 “
1897 “ “
1898 “
1899 “
1900 “
1901 “
$42,872,338
44,096,385
42,972,755
45,334,281
51,542,635
52,717,466
56,256,179
Þessi tafla sýnir að í stað þess
að hafa lækkað útgjöldin, þá hafa
þau hækkað svo að síðastl. ár voru
þau hartnæv 13| mil. doll, hærri er.
érið 1895, og á tólftu mil. hærri en
árið 1896, siðasta stjórnarár kon-
servativa. Auðvitað hafa inntektir
ríkisins einnig farið vaxandi.* En
eins og getið var um ao framan þá
byggjast þær aðallega á þeirri upp-
sem srjó'min heimtar árlega í tollum
—rántoilum sem hún svo nefnir.
Tollbyrðiu á alþýðu hefir á síðastl.
7 árum verið á þessa leið:
1895 var tollbvrðin... $25,446,198
1866 “
1897 “
1898 “
1869 “
1900 “
1901 "
27,769,285
28,618,626
29,576,455
31,958,069
38,242,232
38.432,644
Þessi tafla sýnir ao skattbyrði
þjóðarinnar er 13 mil, hærri en hftn
var árið 1895, og lOrnil og 700 þ.is.
doll. meiri en ái .ð 1396. Þessi byrð-
arauki nemur $2.60 á hvert inanns-
barn í landinu eða $13.00 á hverja
fjölskylila að ja'nnð'. iíeð syo; a
sívaxandi tollúlögum þá liefði útt «ð
mega komast hjá að auka þjóðskuld-
ina eins og gert hefir verið um ná-
lega hálfa fjórðu mil. á síðasta ári.
Fólk má ekki gleyma að ríkið verð-
ur að borga 3J% af þjóðskuldinni,
þes3 vegna hefir stjórnin með þessari
ankningu við þjóðskuldina á síðastl.
ári hakað ríkinu árlegan framtíðar-
byrðarauka í rentam sem svarar
$122,500. Sft renta einsömul þok-
ast upp í mil. doll. á rftmum 7 árum.
Þegar þess er nú gætt að liberal-
stjómin komst til valda eingöngu á
loforðum um að lækka tollbyrðina
og minka þjóðskaldina, þá má það
furðu gegna hve óskamfeilnislega sú
stjórn svíkur þessi lofarð. Og þó
er ekki alt bftið enn þá, því að veit-
ing á síðasta þingi til áætlaðra ftt-
borgana á næsta fjárhagsári, 1901—
1902, eru als $63,797,012 í þessum
liðum:
Aðal fttgjalda áætlun.. $50,398,823
Auka “ “ .. 8,369,241
Auka “ “ 1.240,476
Auka “ “ .. 30,000
Styrkur til járnbr.... 3,558,472
Gufuskipa styrkur.... 100,000
Stykr til blýframleiðslu 100,000
Svo má og gera ráð fyrir
$750,000 til að koma á hraðskreiðari
gufuskipalínu, og þess utan eina
mil. til styrktar framleiðslu á járni
og stáli, og hver veit hvað meira.
Það er rétt í þessu sambandi að
geta þess, sem öllum hlýtur að vera
Ijúft að vita og víðurkenna, að það
hefir yfirleitt verið góðæri í Canada
um nokkur undanfarin ár. Verzlan
öll og iðnaður hefir gengið vel, og
þess vegna hafa ríkis inntektir ár-
lega aukist: En einmitt þetta hefði
átt að vera hvöt fyrir Dominion-
stjórnina til að grynna þjóðskuldina
en ekki að auka hana. í prívat
söknm einskaklinga er það jafnan
svo að menn ýmist borga skuldir
sfnar eða leggja fé í sjóð í góðu ár-
unum, og það sýnist sem landsstjórn
in ætti að geta fylgt sömu regla.
Alþýðu bókmentir.
Það er sitt hvað að vera lærður
eða lesinn. Að vissu eru allir lærðir
menn—en svo eru þeir taldir sem
ganga háskólaveginn og ná prófl—
meira eða minna lesnir, en ekki að
því skapi fróðir, nema í þeim grein-
um að eins, sem þeir stunda sérstak-
lega á skólunum. Aftur eru ýmsir
sem aldrei eiga kost á að ganga
skólaveginn, en eru þó vel lesnir og
fróðir um marga hluti—sumir þeirra
enda margfróðari miklu en ýmsir
þeirra manna er lærðir kallast.
LestrarfýsD manna eins og aðrar
eðliseínkunnir þeirra, eru svo mis-
jafnar að þær eiga ekki samskylt
nema að nafninu til. Svo er og
minnið. Sumir muna lengi nálega
alt sem þeir lesa og hafa ætíð til-
vitnanir á reiðum höndum, aðrir leka
eins og hrip öllu sem þeir lesa.
Þeir menn ná þekkingu sinni að
eins gegnum revnsluna, og þó sú
þekking sé að jafnaði áreiðanleg svo
langtsem hún nær, þá er hún þó
hvorki viðtæk né fullnægjandi sem
fróðleikur. Nákvæmastri þekkingu
ná naenn með því að lesa góðar bæk-
ur, og sem flestar þeirra, En stór
vandi er að velja þær bækur til lest-
urs og lærdóms, sem veita lesand-
anum víðtækasta og nákvæmasta
þekkingu. Eu þó er þess að gæta
að bækur veita upplýsingar miklu
fremur í serstökum atriðum og
fræðigreinum heldur en um ai-
menna viðburði í hversdagslíflnu,
Og sú þekking er þó ekki ónauðsyn-
leg eða gagnslaus. Það er þessi sfð
asttaldi fróðleikur sem b 1 ö ð i n
flytja, þess vegna eru blöðin alment
netnd alþýðu mókinentir. Þau færa
þarin Iróðleik, og mikið af honum,
sem ekki fæst í bókum. Þau skýra
frá daglegum viðburðum um heim
allan og flytja þær fré'.tir að jafnaði
einu sinni á sólarhring. Ei&inlega
cru blöðin' bók viðburðanna,
skemtileg bók og fræðandi og lang
ódýi ust allra bóka í sainanburði yið
þann fróðleik sem þau færa. Sú bók
er jafnan ný af því hftn er daglega
endarnýjuð. Enda er bók þessi ein-
att að ná meiri viðurkennlngu og
verð i fttbreiddari eftir því sem þjóö-
anura fer fram í þekkingu, því að
þekkingin kennir þeim að sjá og
tr.eta réttilega nytsemi blaðanna.
Hvenær sem einhver maður eða
kona deyr, þá flytja blöðin jafnharð-
an mynd og æfiágrip þesslátna.
Ef einhver uppgötvar eitthvað
nýtt og nytsamlegt, þá flytja blöðin
fréttina um það um allan heim inn-
an 24 kl. stunda frá því viðburður-
inn skeði, oft með lýsingu af upp-
fundingunni. Riti fræðimaður bók,
þá er aðal inntak hennar jafnan
komið í hvers lesandi manns vitund
innan örlítils tíma. Alt það sem
við kemur vísindum, verzlun ’ og
iðnaði, er daglega birt í blöðunum.
í einu orði, mannkynssagan er dag-
lega birt í blöðunum jafnótt og hún
verður til, eða öllu heldur, jafnótt og
þeir viðburðir ske sem mynda efni
sögunnar. Það eru ekki nema til-
tölulega fáir af fjöldanum sem gæta
þess nákvæmlega hve undra mikill
fróðieikur og þekking felst í því að
lesa blöðin og færa sér fréttir þeirra
í nyt, festa sér þær í minni. En fáir
eru þó svo grunnhyggnir, að þeir
finni ekki fljótt mun á því hvort þeir
tala við þann sem ekki gefur sig við
lestri, eða hinn sem svelgir í sig all-
ar markverðar blaðafréttir jafnótt
og þær koma ftt. Það gildir að einu
hvert rætt er . um pólitisk málefni,
trúmál, bókmentir eða vísindaleg
mál við blaðlesarann, hann er al-
staðar meira og minna heima, og þó
hann hafi ekki þá nákvæmu þekk-
ingu á ýmsum fræðigreinum, sem
eingöngu fást með skólamentun, þá
nær hann þó með blaðalestri svo
mikilli þekkingu að hann ávinnur
sér virðingu meðborgaranna, eða
þess hlnta þeirra sem hafa næga
dómgreind til að meta mismuninn á
vitsmunum og mentun, og óráði og
fáfræði. Nú er því svo varið að til-
tölulega örfáir af alþýðu eiga kost á
að ganga skólaveg eða að njóta lær-
dóms á viðurkendum mentastofnun-
um, þess vegna er alþýðunni nauð-
synlegt að eiga völ á leiðbeiningu
um það hvaða bækur hftn á að læra,
til þess að ná sem mestri og sann-
astri mentun með sem minstri fyrir-
höfn. Lærðu mennirnir ættu að
geta geflð leiðheiniug i þessu efni.
En að þessum líma hafa þó vorir ísl.
lærdómsmenn látið það ogert. Og
væri þó sannarlega ekki minna af
þeim væntandi, en að þeir tækju að
sér það sjálfsagða skylduverk að
benda hinni upprennandi kynslóð á
þá bi aut, í þessu efni, er líkust væri
til að greiða henni flest gæfu spor í
ókomnum tíma.
Ritst. Lögbergs flnnur Hkr. það
til foráttu í síða'sta hlaði sínu, að hftn
hafi ekki gert Lfndalsmálið að um-
talsefni Þetta flnnst oss algerlega
óþörf athugasemd. Vér þekkjum
mann, ékki alllangt frá ritstjóra stóli
Lögbergs, sem sóað Iieflr drjúgun
stærri upphæðum af annara fé, held-
ur en þeirri er Lögb. segir Líndal
hafa farið með, og ekki hraðað sér
mikið að skila því aftur. En hvert
þau fjárbrögð mættu nefnast þjófn-
aður úr sjálfshendi, eða prettvísi á
annan hátt, þá höfum vér ekki eytt
neinu rúmi í þessu blaði til að ræða,
þau mál. Ekki heldur sjáum vér
nokkra ástæðu til þess að ræða Lín-
dalsmáiið, enda vitum vér ekkert um
Líndalsmálið með neinni vissn, þó
vér höfum heyrt einhvern ávæning
af þvf. Hitt var algerlega spáný
frétt, sem Lðgb. flytur, að „ R o b 1 i n -
stjórnin hafi hindrað að
Líndal væri tekinn fastur
f Chicago1. Vér vissum satt að
segja ekki að Roblin-stjórnin
hefði neina meðgerð með rétt-
arfarið í Chicago horg, eða nokk-
ur áhrif á Lögregluna þar. En
hitt er oss ofboð vel skiljanlegt, að
Roblinstjórnin hafi álitið mál þetta
þannig vaxið að Mr. Clinton bæri
sjálfum að fttkljá ósátt sína við Lín-
dal, án þess að leggja þung ftt-
gjöld á landssjóðinn í sambandi við
það mál, Hitt getum vér og velskil-
ið, að Capt. Jónasson vilji gera sem
mest pólitiskt veður ftt af þessu sera
honumer unt. En þó hefði verið meiri
smekkvísi í því fyrir hann að fára
ekki svo óvirðulegum orðum um
Líndal að nefna hann stjórnartól, þvf
hann heíir ekki nohkurntíma haft
svo mikið sem eins kl. tíma vinnu
fyrir Roblin-stjórnina. Og sízt af
öllu hefði þetta átt að sjázt í sama
blaði og kafteinnínn augfýsir að
hann sé sjilfur orðinnjstjórnar tól
Laurier-stjórnarinnar.
Independend Oraer of For-
esters.
Ýmsir hafa spurtoss um I. O. F.
bræðrafélagið, hvert hað væri gott
félag og hvert það ætti nokkurn sjóð
og hvert það borgaði dánarkröfur
sínar skiluíslega. í einu orði hvert
það væri gott félag. Til þess nú að
svara öllum þessum spurningum í
einu, setjum vér hér töflu um hag
og ástand félagsins, sem er eins sönn
og áreiðanleg eins og hftn er fróðleg.
Þessi talla sýnir sí vaxandi meðlima-
tölu og sí vaxandi upphæðir, sem ár-
lega hafa verið borgaðar til félags-
manna síðan félagið var myndað, og
vér skulum taka það fram strax að
hver einasta dánarkrafa, hvers þess
sem þegar hann dó var gildur með-
limur félagsins, heflr verið horguð
umyrðalaust að 6 til 10 dögum liðn-
um frá því dauðsfallið skeði. Um
það, hvort félagið er gott fólag
verða menn að dæma eftir líkum.
Félagið var fyrst myndað 1874 og
löggilt í Canaða árið 1881. Þá hafði
það að eins 309 meðlimi (taflan sýn-
ir meðlimatöluna við enda fyrsta
starfsárs þess eftir að það var lög-
gilt 1881) nft heflr félagið 185,000
meðlimi. Þessi vöxtur sannar að
félagið heflr verið og er gott, með
allra beztu félögum af sinni tegund,
sem til eru í heiminum, og ódýrt
mjög í samanburði við þá trygg-
ingu sem meðlimir þess hafa um að
dánarkröfur verði borgaðar refja-
laust og að fullu, innan fárra d^ga
eftir að dauðsföllin bera að höndum.
Félag þetta er algerlega skullaust,—
skuldaði fyrsta þ. m. að eins $4,000
í óborguðum dánarkröfum, en á í
sjóði eins og taflan sýnir $4:800,000,
hátt á fimtu milión doll.
Eðnfremur sýnir taflan hve
margir af hverju þftsundi meðlim-
anna deyja á hverju ári, og að und-
anteknu einu ári hafa dauðsföllin
aldrei orðið hærri en 6J maður af
hverju þftsundi á ári.
Eftirfylgjandi tafla sýnir árlega
framför bræðrafélagsins Independ-
end Order of Foresters frá árinu
1881 fram að 31. Desember 1900.
Þann 1. þ. m. var meðlima-
talan orðin 185,000 manna, og sjóð-
nr félagsins $4,775,000. Als hafði
félagið borgað upp að þeim tíma
dánar- og sjftkrakröfur t í u m i 1 -
ionir og tvö hundruð þfts. doll.,
og þar af eru sjftkra kröfur $86,000.
Mánaðarleg fttgjöld á þessu yfirstand-
andi ári hafa verið $130,000. Fjög-
ur þúz. manna gengu í félagið í síð.
asta Jftnímánuði. Af þeim voru 300
í Ástralíu.. Als her félagið 212
mil. doll. í lífsábyrgðum.
Félag þetta er mjög vant að virð-
ingu siuni og tekur ekki aðra með-
limi en þá, er álitnir eru að vera
heilsu hraustir og líklegir til að
geta borgað iðgjöld sín skilvíslega í
félagssjóðinn. Á síðasta ári báðu
42.856 manna um inngöngu í fólagið,
en að eins 36,823 mönnum var veitt
inntökuleyfl, 6,034 manna var vísað
frá. Það er þessi varkárni við inn-
töku nýrra meðlima, sem hefir átt
mikinn þátt í vexti félagsins, bæði
að því er snertir meðlimafjölda og
upphæð sjóðsins, því að sjóðurinn er
aðal trygging þess að menn fái það
sem þeim er lofað. Vér þorum að
taka í ábyrgð að þetta félag verður
aldrei I tölu þeirra ráusfélaga, sem
virðast að hafa úti allar klær til þess
að rýja meðlimi sína og svíkja þá,
bæði lifandi og dauða.
Ár. Meðiim&tala. Dánar- og sjúkra- kröfur borg. i Sjóður. Dauðsföll af hverjum 1,000
1881... 1.019 $ 1,300 00 $ 4.568 55 4.50
1882... 1,134 12,058 86 2,967 83 11.00
1883... 2.210 9,493 68 10,857 65 4.73
18S4 .. 13,914 31 23,081 85 4.23
1885... 3,642 26,576 99 29,802 42 7.76
1886 .. 5,804 28,499 82 53,981 28 4.85
1887... 7,811 59,014 67 81,384 41 5.78
1888... 11.800 89,018 16 117,821 96 6.43
1889... 116,787 82 188,130 36 5.85
1890... 24,604 181,816 79 283,967 20 5.18
1891.. 32 303 261,436 21 408,798 20 6.40
1892... 43.024 344,748 82 580,597 85 6,25
1893... 54,484 392,185 93 858,857 89 5.47
1891... 70,055 511,162 30 1,187,225 11 5.47
1895... 86,521 685,000 18 1,560,373 46 5.67
1896... 102,838 820,941 91 2,015,484 38 5.50
1897... .... 124,685 992,225 60 2,558,832 78 5.56
1898... 1,176,125 14 3,186,870 36 5.67
1899... 1,430,200 33 3,778.543 58 6.30
1900... 180,717 1,545,145 64 4,483,364 44 6 53
Minnisvarði Victoriu.
Nefnd sú f^yrir Manitohafylki
sem heflr tekið að sér framkvæmd 1
minnisvarðamálinu, hefir samið á-
varp og sent það víðsyegar ftt um
fylkið með því augnamiði að hrinda
málinu í það horf sem það þarf að
komast í til þess framkvæmdin verði
samboðin stærð, ‘'afli og virðingu
þessa fylkis.
Það er tekið fram í ávarpinu að
oss beri að reisa hinni látnu drottn-
ingu heiðarlegan minnisvarða, af
því að minning hennar krefíjst þess,
og af því að á bennar stjórnarárum
hafi Manitabafylki myndast og vax-
ið, þar til að það nft er orðíð í fremstu
röð fylkjanna í Canada. Nefndin
hefir ákveðið að minnisvarðinn skuli
vera steyptur úr bronze og skul.i það
vera mynd af Victoríu, sitjandi.
Myndin með sætinu á að veia 12
feta há og standa við framdyr þing-
hússins í Winnipeg og ko3ta ekki
minná en $25,000. Það er áformað
að hafa saman féð:
1. með opinberum samskotum frá
einstaklingum—en hvers einstakls-
ings gjöf má ekki fara yfir $5.00
2. með tillögum frá sveita- og bæj-
arstjórnum, Nefndin væntir þess
og biður, að hver sveitarstjórn leggi ’
til frá 40 til 50 dollars að minsta.
kosti og mundi sft upphæð þó ekki j
gera meira en 4 til 5 þús. dollars.
3. með íjárveitingu frá fylkisþing-
inu.
Fylkisstjói’nin hefii' lofað að1
biðja þingið um þá fjirupphæð sem
álitin er nauðsynleg til þess að lull-
gera verð v.iiðans, eftir að samskot;
frá einstaklingum og sveita- og
bæjaíélögurh eru komin í hendur
nefndar fé^iirðis.
Það er fyllilega vonað að Win-
nipeg bæjarstjórnin leggi til ríflega
fjárupphæð í þessu skyni og að aðr-
ir bæir í fylkinu geri hið sama, svo
er talið víst að stjórnir hinna ýmsu
sveita í fylkinu leggi ti) sinn skerf
að fgllu samkvæmt ltimælum nefnd-
arinnar.
Gjafir frá einstaklingum eru
þegar byrjaðar að koma inn, en ekki
höfum vér séð nöfn íslendinga á
þeim listum.
Oss væri kært að sjá íslendinga
hvervetna í fylkinu taka heiðarleg-
au þátt í þessum samskotum, Það
má vera lítið frá hverjum einum, frá
50 cent til $1.00 eða alt að $5.00, og
yfirleitt er fólk vort svo vel statt að
það munar lítið um slíkar smá upp-
hæðir, Vér vitum llka að margt
þeirra vill vera með í þessu, þess
vegna minnumst vér á það hér í
blaðinu. Aðrir fttlendir þjóðflokkar
ætla að taka þátt í samskotunum og
vér vildum sjá sóma íslendinga í
því að vera ekki á eftir öllum öðr-
um í þessu. Allar gjafir ættu að
koma tit nefndarinnar innan þriggja
mánaða, eða fyrir lok Október næst-
komandi, þær ættu að sendast til
Thomas Gilroy P. O. B;x 1316
Winnipeg, sem svo kvittar fyrir þær
í dagblöðunum hér, með nöfnum gef-
enda við uppbæðir þeirra,
Ef einhverjum þætti hægra að
senda gjaíir sínfir til Heimskringlu,
í P. O. Box 1283, þá skal þeim kom-
ið til skila og jafnóðum kvittað fyrir
þær hér í blaðinu. Oss er ant um
um að Islendingar sinni þessu.
Til litstjóra Lögbergs.
Ut af vinsemdarummælum yðar
um mig í síðasta blaði yðar, Iæt ég
yður, hra ritstjóri, hér með vita, að
ég hef engar greinar skrifað í ís-
lenzku blöðin hér vestan hafs né
heima á Fróni, siðan ég kom hér
vestur, nema eina grein í Lögberg í
fyrra til séra Hafsteins Péturssonar,
þýdda sögu í Jólablað Heimskringlu
og nokkur orð undir yfirskriftinni
„Freyja", er stóð í Hkr. í vor. Ég
bið yður að láta mig í friði og láta
blað yðar ekki fræða lesendur sína
á þeim ósannindum, að ég sé sjálfur
að skrifa greinar mér í vil, með
falskri undirskrift. Haldið þér svo
áfram að skrifá um mál mitt, ef þér
viljið svo; ég veit að þér gerið það,
sjálfsagt af mannkærleika sem há-
kristinn maðnr. En um fram alt,
segið þér satt! Segið ekki, að ég só
undir varðhaldsftrskurði enn, því að
varðhaldsfirskurðurinn var ónýttur
fyrir lögreglurétti í Hafnarfirði í
Febrftar 1899, samkvæmt skipun
amtsins.
Giftingar mínar eru löglegar,
alt eins og yðar giftingar mundu
vera, ef þér hefðuð köllun frá lög-
gildum (incorporated) söfnuði.
Yðar með vinsemd
B.JAKNI ÞÓRARINSSON.
kíBók bókanna“
heitir greinarkorn, er birtist í 36.
nr, Hkr. Þar eru svo furðulegar vit-
leysur og rangfærslur, að mér er
ómögulegt að láta því vera ómót-
mælt með öllu, þótt ég hafi mjög llt-
inn tíma. Fyrst minnist höf. á
skoðanamun og deilur hinna ýmsu
orthodoxu kyrkjudeilda og þykir
það vítavert og eigi að orsakalausu
þótt utankyrkjumenn hneykslist á
slíku, en slíkt má eigi kenna biblí-
unni segir hann og kallar það sorg-
lega blindni. Þetta er misskilning-
ur hji höf. Ef ég tala eða rita setn-
ingu, sem mönnum ber ekki saman
um hvernig eigi að sk.ljast og lend -
ir í rifrildi út af því, er það þá eigi
setningunni að kenna að rifrildið
várð. Það er ftt af bókstai ritning-
arinnar, sem deilur og flokkadrættir
rísa, ognúskal ég( fhra með höf.
gegn um mannkynssöguna; en stutt
yflrlit. verður það. Fyrir Kristb.
finnnm við í Austurlöndum stórkost-
lega og mikla menning, t. d. menn-
ing Indverja er komin svo langt að
þar er bannað að fithella blóði, jafn-
vel hinna lítilfjörlegustu dýra. Þeir
þekkja náttúruöflin svo vel, að Evr-
ópumenn hinir kristnu standa enn
undrandi yfir þekking þeirra og
kallaþað missýningar og galdra.
Klnverjar þektu prentlist, pöður og
postulínsgerð og voru hin voldugasta
þjóð og eru enn, en fiokkadrátt og
grímd hafa þeir hezt þekt síðan
Evrópumenn fóru að smeyja þar inn
höfðinu með sína kristnu menning
og vélahákn. Ilin gríska menning
er undirstaða allraæðstu skólamenn •
ingar enn þann dag I dageða kemst
nokkur gegn um háskóla nema að
læra grísku og kynnast grískum
fræðum, heimspeki og náttftrufræði
þeát^i þeir. Euclid hinn griski, er
var uppi 2 öldum fyrir Krist, er höf -
undur reikningslistarinnar, og Ari-
stodeles faðir heimspekinnar. í
Ameríku er sagt að þjóðfiokkarnir í
Perft og Chili voru svo mentaðir og
fróðir um alla jarðrækt, að þeir
reiknuðu fyrirfram hve mikil upp-
skeran yrði á hverju ári og höfðu
Sósíalistastjórn, og það gerðu fleiri
þjóðir fyrir kristnina.
Svo kemur kristnin til sögunn-
ar, hinar háfleygn hugmyndir og
lærdómssetningar Grikkja og Róm-
verja lifðu að eins hjá hinum æðrí
hluta þjóðanna; alþýðan skildi þær
ekki og þar til og með var efnalegt
og stjórnarfarslegt fyrirkomulag alt
á ringulreið. Þjóðirnar þurfa altaf
nýjar andastefnur til að yngjast upp
og halda við lífi og fiamþróun. —
Kristur kemur fram með alveg nýja
kenning, er allir háir sem lágir taka
móti með fögnuði, það er að segja
þeir sem voiu orðnir þreyttir á hin-
um eldri kenningum. Og hvað
kennir svo Kristur; kennir hann
uokkuð um rafmagnsfiæði, gufuafl,
eða um verksmiðjur, sem höf. þakk-
ar Kristi. Nei, ekkert þvllíkt nefnir
hann á nafn, og ekkeit orð I ritning-
unni bendir I þáátt, en hann kendi
að guðs ríki væri nálægt: “Elskið ó-
vini yðar“. “Þft skalt ekki mann
vega“ o. s. fry.