Heimskringla - 08.08.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 8. ÁGÚST 1901.
Qeimskriugla.
PUBIiISHED BY
The Heimskringla News & Pablishing Co.
Verð blaðsinsíCanada og: Bandar.$1.50
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borpað af kaupenle
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist f P. O. Monev Order
Kegistered Letter eða Express Money
Order. Bankaáyísanir á aðra banka en í
Winnipeg að «ns teknar með affðllum
R. L. Baldwlnson,
Kditor & Manager.
Office : 547 Main Street.
P.O- BOX 12»».
Mutual Reserve.
Veslings Þarsteinn Þorkelsson í
West Selkirk er sannarlega anmkun-
arvert gamalmenni. Hann gekk í
óhappa lánsfélagið fyrir 10 árum, þá
52 ára gamal). hann var tældur
inn 4 hið svo nefnda 15 ára plan
undir því yflrskyni að gjald það
sem þá gilti í félaginn mundi ekki
hækka í 15 ár, og að þessum tíma
liðnum mundi sjóður félagsins verða
orðinn svo mikill að hann mundi
ekki þurfa að borga neitt eftir þann
tíma. Inngönguleyflð kostaði þá,
ems og nú, S8.00, það vorulaun, eða
partur af launum þeim sem félagið
borgaði umboðsmanni sínum fyrir
ómakið að gera Þorstein trúaðan á
ágæti og áreiðanlegheit þess. Þess
ntan varð hann að borga $3,00 árs-
gjald, og svo komu ábyrgðar iðgjðld-
in, þau hafa ekki staðið f stað eins
og Þorsteinn var látinn sannfærast
um að mundi verða, heldur hafa þau
farið sí hækkandi, svo sem hér er
sýnt:
Árin 1891 til 1898 voru tveggja
mánaðagjöldin $2.3l, eða $13.86 á
ári.— v Árið 1898—1899 var þeim
þokað upj> í $2.67 •= $16.62 á ári.
Arið 1899 til 1900 var enn þá hækk-
að upp f $2.91 $17.46 á ári. Árið
1600 til 1901 var enn hækkað upp í
$3.06 eða $18.36 og aftur hækkað
á þessu ári upp í $3.41 — sama sem
$20.46 c ári. Nú þótti Þorsteini
nokkuð langt gengið og illa haldin
heitin af hálfu félagsins, en samt
hélt hann áfram að borga. Svo fékk
hann sérstaka kröfu dags. 1. Júlí
síðastl., eina af þessum ósanngirnis-
kröfum félagsins, um $3.41, sem átti
að vera til þess að dánarkrafa hans
yrði borguð fijótara en ella, og aðra
kröfu fékk 'nann einnig upp á eitt
hundrað sjötíu og fimm
dollars og tuttugu og tvö cents
($175.22), með þeirri kröfu erhonum
skýrt frá því að þrátt fyrir það þó
hann hafi í síðastl. 10 ár borgað sí
hækkandi iðgjöld, þá hafi stjórnar-
nefnd Mutual Reserve félagsins kom-
ist að þeirri niðurslöðu á fundi er
hún hélt í Janúari síðastb, að hann
hafl altaf borgað of lágt gjald, og
að þess vegua verði hann nú að
kasta í það þessum nálega $200.00
tafarlaust. Nú er Þorst. kominn
nokkuð á sjötugs aldur, orðinn ör-
vasa og of gamall og óhraustur til
þess að geta komist inn í nokkurt
heiðarlegt lífsábyrgðarfélag. En á
hinn bóginn er hann ekki fær um að
greíða þessa auka upphæð til félags-
ins, og verður nú að ganga úr féi.
og tapa öllu því sem hann er búinn
að borga í það í síðastl 10 ár. Ekki
verður því neitað að félagið hafi vís-
dómslega tiilhagað þessari starfsað-
ferð sinni að því er Þorstein snertir,
það hefir sogið út úr honum misk-
unarlaust. sfhækkandi iðgjöld í síð-
astl 10 ár, og svo þegar hann er orð-
inn svo gamall og örvasa, að hann á
engan aðgang f önnur félög, þá kór-
ónar félagið skömmina með því að
gera á liann nálega $200 ránskrðfu,
sem hann er ekki fær um að borga,
og á þann hátt svælir hann út úr fé-
laginu. Það rúði manninn og
rænti erflngjana allri von um nokkra
borgun að honum látnum. Þetta er
Ijót aðferð og næsta ómannúðleg, en
þó eru til menn á meðal landa vorra
sem fríviljuglega lyfta penna til
varnar þessari stofnun. Þessnm
mönnum hlýtur að þykja sómi að
skömmunum.
Önnur saga er til af viðskiftum
félagsins við herra Þorstein Jónsson
frá Brú P. O. Manitoba. Hann gekk
í félagið farir 10 árum, þá 52 ára
gamall. Félagið ætlaði að hækka
iðgjöld hans í síðastl. Febrúar, en
Þorsteinn var eldri en tvævetur og
gekk tafarlaust úr félaginu. Hann
var búinn að fá svo mikla þekkingu
á starfsaðferð þess, að hann var al-
gerlega búinn að tapa allri tiltrú til
þess, og sá sér þann kost vænstan að
skilja sig við það án nokkurs und-
andráttar. En um leið ritaði hann
umboðsmanni félagsins og krafðist
upplýsinga, og var honum svarað
með bréfl 6. Marz síðastl. og honum
þar gefnar þær upplýsingar af aðal-
umboðsmonni félagsins hér, sem
hann óskaði eftir í sambandi við á-
byrgðarskýrteini hans. Ho.num var
og ráðið til að breyta um ábyrgðar-
skýrteini sitt fyrir annað með mis-
munandi tilhögun í sama félagi og
var honum sagt um leið að hinn ísl.
umboðsmaður fél. mundi veita hon-
um fullnægjandi útskýringu á hinni
nýju Iífsábyrgðar tilhögun félagsins
(„full explanation of our newplans“)
Samkvæmt þessu loforði fékk svo
Þorst. bréf frá umboðsmanninum
íslenzka, á þessa leið:
„Winnipcg March 6th 1901.
Thorsteinn Jónson
Brú Man.
Góði vin.
Ivíeðlagt bréf frá A. R. McNichol er
svar npp á spurningar þínar í bréfi til
min 3. þ. m.
Ef þig vantar frekari upplýsingar
viðvíkjandi breytingu á þinni policy
máttu skrifa mér um þær ef þú vilt.
Þinn einl.
C. Olafsson."
Þetta þótti Þorsteini fremur ó-
Ijósar skýríngar á hinu nýja fyrir-
komulagi á ábyrgðum félagsins. Vér
höfum sett bréflð hér til þess að sýna
almenningi að það situr illa á um-
boðsmönnum félags að væna ritst.
Heimskringlu um leti í að útleggja
ekki skjöl félagsins til íslenzkra með-
lima sinna, á meðan þeir sjálflr sýna
ekki meiri lit á að skýra málin held-
ur en framanritað bréf sýnir að gert
hatt verið f þessu máli. Það eru
fleiri en Þorstðinn Jónsson, sem hafa
tapað tiltrú til félagsins, oss er sagt
að Árni Storm, bóndi í Argyle, eafi
kastað upp fimm þúsund doll. ábyrgð
sera hann hafði í þessu óheilla fél.,
og ýmsa fleiri þekkjum vér, sem hafa
losað sig við það, þó þeir vilji lítið
láta bera 4 því. Vér vildum ráða
hverjum þeim sem enn eru á þeim
aldri að eiga kost á að ganga f heið-
arleg lífsábyrgðarfélög, að gera það.
En binda ekki um of skóþvengi sína
við þær stofn^nir, sem undangengin
reynsla er búin að sýna og sanna að
ekki eru tryggar. Að því er The
Mutual Reserve snertir, þá er nú
það fram að koma sem Jón ritst.
Ólafsson sagði fyrir um félagið fyrir
9 árum. Hann sá lengra en nef hans
náði í því sem fieiru—maður sá.
Verkfall stálgerðar-
manna í Bandaríkj.
Verkföll eru ekki ætíð gerð í
sama tilgangi. Vanalegast eru þau
gerð til þess að knýja vinnuveitend-
ur til að borga hærri laun fyrir
vinnuna heldur en þeir vilja góðfús-
lega gera. En stundum eru þau
gerð í alt öðrum tilgangi, sem sé, að
knýja verkstæða eigendur og vinnu-
veitendur til þess að viðurkenna fé-
lagsskap verkamanna. Þanníg að
þeir hafi ekki aðra menn f þjónustu
sinni en þá, sem tilheyra verka-
mannafélögum. Hversu góðir, dug-
legir og verkfærir sem þeir kunna
að vera, og þó að verkveitendur
borgi það kaup sem verkamanna fé-
lagemenn eru ásáttir með að fá.
í fyrra tilfellinu eru verkföllin
ekkí einungis afsakanleg, heldur og
líka oft og tíðum mjög nauðsynleg
ekki aðeins fyrir stundarhagnað
heldur miklu fremur fyrir framtíðar
velferð verkamanna og þeirra sem
eiga tilyeru sína undir inntekta-
möguleikum þeirra. Eigingirin er
eitt af þeinr eikunnum sem eru al-
gerlega óaðskiljanleg frá öllu mann-
eðli, að kaupa í ód/rasta, en selja í
dýrasta markaði; það er „principið”,
sem einstaklingar og félög fylgja.
Eins verkamenn semaðrir. Félög-
in óska að fá sem ódýrasta framleið-
slu krafta af því þau verða að borga
fyrir þá, verkamönnunum er ant um
að halda þeim f sem hæðztu verði
af því þeir selja þá, og í flestum til-
fellum er það þeirra eina inntekta-
grein. Ágreiningurinn milli vinnu-
seljenda og vinnukaupenda er orsök
verkfallanna og. Þegar þessi verk-
föll eru gerð til þess að verkamenn
geti öðlast sanngjarnan arð fyrir er-
viði sitt þá eiga verkamenn jafnan
vísa hluttekningu alþýðunnar án til-
lits til stétta skiptingar. En þegar
verkföllin eru ekki gerð í kauphækk
unarskyni, heldur að eins til þess að
knýja verksmiðj jcigendur til að
reka alla utanfélags vinnumenn
sína inn f verkamannafélögin til
þess þau geti þvi betur unnið svig á
vinnuveitendum sjálfum síðar, þá
er ekki hluttekniug aiþýðunnar eins
viss og sigur félaganna nokkuð ó-
vissari en ella. Það var einmitt
þesskyns verkfall, sem rúm 60,000
stálgerðarmenn gerðu í Bandaríkj-
unum f'yrir nokkrum tíma. Þar var
enginn ágreiningur út af kaupgjaldi
Verksmiðjueigendur þar borguðu
það kaup sem verkamenn töldu sér
sæmilegt og kváðu sig fúsa til þess
að halda áfram að borga það kaup.
En svo stóð á að félagið á umráð á
ýmsum verksmiðjum útum alt land
og í sumuin þeirra var meiri hluti
vinnendanna menn, sem ekki voru
meðlimir verkamannafélaganna, en
þau heimtuðu að þeir menn væru
látnir Iiætta vinnu þar til þeir
gengju í félögín; væru sveltir ti!
þess. Þá þótti verksmiðjustjórn-
endum alt of langt gengið. Þeir
kunnu illa við að láta kúga sig til
að binda hrís á sfn eigin bök, ef svo
mætti að orði kveða. Þeir kváðu
það ófrávíkjanlega stefnu sína að
veita hæfum mönnum vinnu hvar
og hveuær sem þeir hefðu eitthvað
handa þeim að gera, án alls tillits
til þess hvort þeir tilheyrðu nokkr-
um félagsskap eða engum. Það
væri mál sem þá skifti engu, og
þeir borguðu utanfélagsmönnum
jafnt kaup og félagsmönnum fyrir
jafnt verk. En félögin voru ekki
ásátt með þetta, þótti það bera vott
um skort á virðingu fyrir félagsskap
sínum og um afi sitt. Og svo var
verkfallið hafið og stendur enn þá.
Enn mjög ðvíst hvor hliðin ber sig-
ur úr býtum. En eins og nú horfir
við má eins vel Jbúast við að verk-
smiðjueigendur vinni sigur. I
Scranton f Pennsylvania hafa 1200
manna, sem búnir voru að vera
vinnulausir í 9 vikur, aftur byrj að
að vinna án þess að hafa fengið
kröfum sínum framgengt og var þó
Scranton verkfallið gert til þess að
fá kauphækkun eða það sem gildir
það sama, að fá 10 tíma borgun fyr-
ir 9 tíma vinnu.
í Wellsuille í sama ríki vinna
verksmiðjur félagsins nú fullan tíma
með mönnum sem ekki tilheira
verkamanna fél., og í öðrum borg-
um vinna verksmiðjur þær á sama
hátt. En hvor sem kann að vinna
sigur á endanam þá getur afleiðing
verkfallsins ekki orðið annað en
peningatap fyrir verka menn, úr því
að það er ekki gert í kauphækkunar
skyni og þetta er það atrið sem veik-
ir málstað félagsins í augum alþýðu.
Verksmiðjueigendur og vinnuveit-
endur eru bundnir föstum og full
komnum félags samtöknm til varn-
ar eignum sínum iðnaði og stofnfé.
Þeir leggja út í bardagann með öllu
því afli sameinuðu, sem þeir geta
mögulega haft yflr að ráða verka-
menn á hina hliðina eru tvískiftir.
önnur (utanfélags) fylkingin eyði-
leggur að miklu leyti tilraunir þær
sém hin (félagsmanna) fylkingin er
að gera til þess að auka Ahrif verka-
manna heildarinnar og bæta ha g
þeirra. Það er því auðráðin gáta,
að svo lengí sem sjAlflr verkamenn
eru skiftir í tvær and vígar f ylking-
ar og að félagsmanna fylkingin
verður lað sæta því hlutskifti að
eiga í höggi við sameinaða krafta
vinnuveitenda og utanfélags fylk-
inganna, þá er ekki eínasta. tvísýnt
um sigurinn fyrir þá, heldur eru
miklar lfkur til þess að þeir verði
að lútu í lægra haldi I þe3sari viður
eign. En um afleiðitigarnar hafa
þeir auðvitað sér einura um að
kenna. Félagsleg samtök koma
þeim einam við og svo lengí sem
þeib mentast ekki upp 4 það stig að
ganga fram sem einn maður þegar
um stórkostleg og þýðingar mikil
mál eru að ræða eins og þeir hafa
með höndum, þá eiga þeir jafnan
mjög á hættu tap, fi emur en vinn-
ing í þessum verkfalla viðureignum
sínum við framleiðendur auðs ag af-
urða í þessu landi.
B. C. stjórnin og íslg stúlkur.
I síðasta blaði gátum vér þess, að
fyrirspurn, eða öllu heldur beiðni,
hefði borist oss frá upplýsingadeild
British Columbia-stjórnarinnar um
íslenzkar stúlkur, til þess að viuna í
vistum og á þvottahúsum í Victoria
og vitanlega hvar annarsstaðar í
fylkinu sem þörf er fyrir þær. Vér
skoðum það ekki all-lítinn heiður
fyrir íslenzka kvennfólkið að fylkis-
stjórnin þar er farin að veita þeim
athyglisitt og vill stuðla að inn-
ingi þeirra í fylkið, með því að gera
samninga um sérstaklega lágt far-
gjald fyrir þær frá Winnipeg vestur
þangað. Að íslenzkar stúlkur eru
sérstaklega nefndar kemir auðvitað
til af því að það er meira álit á þeim
fyrir dugnað og kvennkosti heldur
en á kvennfólki annara landa. Að
þetta álit sé að þakka framkomu
landa vorra þar vestra og þeim orðs-
týrsem ísl. stúlkur hafa getið sér
hér í fylkinu efum vér ekki. En
hvaðan og af hvers völdum sem við-
urkenningin er komin, þá er hún
eigi að síður sannarlegt gleðiefni
fyrir þjóðflokk vorn hér og ætti að
geta orðið notuð til hagsmuna fyrir
fólk vort, ef vel er á haldið. Af
undanfarandi reynslu er það sannað
að löndum vorum, sem flutt hafa til
British Columbia hefir að jafnaði
vegnað eins vel og þeim sem fest
hafa ráð sitt í þessu fylki. Strand-
fylkið er framtíðarland fyrir stór-
iðnað, aldinarækt og verzlun. Lofts-
lagið er þar ágætt, hið bezta í Cana-
da- vetur nálega enginn, og kvenn-
fólki að minsta kosti ætti að geta
vegnað þar engu síður en hér í Ma-
nitoba. Kanpgjald er ágætt vestra
og. vinna stöðug og tækifærin til
stöðubreytingar engu síðrj þar en
annarsstaðar. Það er fargjalds upp-
hæðin, sem vitanlega hefir hindrað
margt af fólki voru frá vesturferð á
umliðnum árum. Nú er það gefið í
skyn ,í nefndu brófl frá einni af
deildum stjórnarinnar, að samið
verði um fargjalds lækkun héðan
þangað vestur fyrir nokkrar ákjós-
legar vinnustúlkur, ef þær vilja
þiggja boðið. Vér teljum víst að
eitthvað af ísl. stúlkum gefi sig
fram til vesturferðar og ef svo fer,
þá er það sannfæring vor að þær
iðri aldrei að hafa stigið það spor.
Æfiminning.
Konan Agnes jSteinsdóttir, dáin
23. Júlí 1901, var fædd 1844 að Ægis-
sfðu í Vesturhópi. þar bjó faðir hennar
Steinn Bergmann Sigfusson. Þriggja
ára gömul misti hún föður sinn; ólst
slðan upp hjá móður slrai, Jóhönnu
Jónasdóttur, og fluttist raeð henni á
fermingaraldri suður i Hvltársíðu i
Mýrasýslu, hvar hún dvaldi lengst af
meðan hún var á íslandi; en vestur
híngað fór hún 1887 og var eftir það í
Winnipeg. Með manni sínum, Guðm.
Bjarnasyni, sem enn lifir heima. átti
hún 3 börn: stúlku. sem dó * ungbarn,
son, Þorstein að nafni, sem er heima,
og dóttur, sem Jóhanna heitir, er verið
hefir hjá henni siðastl. 10 ár.
Agnes sSl. var velgáfuð og námfús að
því skapi; hún las mikið og var í ýms-
um greinum, einkum því sögulega,
betur að sér en alment er um konur í
hennar stöðu. Hún var laglega hag-
orð, engerðilftið að því einkum á seinni
árum. Sérstök elju og atorku kona að
hverju sem hún gekk og það oft meira
af vilja en raætti. Nú um nokkur
undaufarandi ár leið hún meira og
minna af sjúkdómi þeirn er leidd i hana
til bana, er var meinsemd í lifrinni.—
Hún var hreinl.ynd og hjartagóð og
tryggur vinur vina sinna. Sakna henn
ar því margir og þeir mest, er þektu
hana bezt.
Þannig minnist hinnar látnu.
I.
rt ennara 8kó]a fr4 L Sept til
31. Desember næstkomandi. Verð-
ur að Iiaía „third class Teachers
certiflcate", ekki minna, tilboð (sem
einnig tiltaka hvaða kaup umsæjandi
vill hafa) sendist til undirritað3 fyrir
15. Agúst næstk.
Bjarni Jóhannson,
Gevsir Man.
Júlí 10. 1901.
niNNl ÍSLANDS.
(Þjóðminningardaginn 2,/8,—1901)
(Lag: Norður við heimsskaut o. s. frv.
Fornhelga ættjörð! Úr framandi landi
Flutt skal ]>ér ylh/rt og sonarlegt mál.
Margt við J>ig ávallt oss bindur f>ví bandi
Að’ biðjum f>ér heilla með lífi og sál.
Ætíð, f>ig beimkynnið söngva og sagna
Synirnir muna, f>ótt lifi f>ér fjær.
Aldrei á tungunni þjóðkvæðin f>agna
Þau, sam í æskunni gjörðust oss kær.
Svo fyrir ofmargra sjónum f>ú stendur
Sem værir eyðisker hafjökli klætt,
Börnin f>ín ómenni, ón/tar hendur,
Ættir ei neitt, sem fær huga manns kætt.
Víst er f>að skylt þeirri vanpekking eyðum,
Vemdum f>itt d/rðlega minninga-safn;
Athygli heimsins að hverju f>ví leiðum
Heiðrað og víðfrægt aem geti ]>itt nafn.
Jafnan f>ú sért oss í muna og minni
Meðan vér lifum, vor feðranna grund!
Hátíð vor minningu helguð er f>inni.
Hún er sem kallar oss á f>ennan fund.
Geymi f>ig alvaldur sjólanna sjóli
Sem að }>ig verndaði’ á aldanna braut.
Lifi f>ln börn í lians ljósi og skjóli
L/ðfræga drottning við norðurheims-skaut.
Hannes S. Blöndal.
MINNI KANADA.
Ó, fátæklingsins fósturstorð!
Þú fagri vonageimur.—
Þitt kosta- bæði og kynjaorð,
Nú kennir allur heimur.
Þú skóg átt milli fjöru og fjalls
Og fögur sáðlönd, engi
Og nægtir finnast gulls til gjalds
Sé grafið nógu lengi.
Og ötult 1/ða samansafn
Hér sést frá öllum f>jóðum,
En kotungur við kónginn jafn
Oft kosti deilir góðuin,
Hér starf er öllum gæfa og grið
Og gull og leiðarstjarna.
Það skapar f>jóðir færir frið
Er frelsi landsins barna.
Þig Kanada, vér kjörum oss
Og kjósum vorum bömum,
Sem fósturjörð og frelsis-hnoss
Með fögrnm vonarstjörnum.
Vér trúum f>ví og treystum á
Þú trúlynd móðir reynist.
Og minning f>ín æ merk og há
í mannkynssögu geymist,
K. Ásg. Benediktsson.
VESTUR-Í5LENDINQAR.
I.
Vér störðum frá austrænum ströndum
á stormf>rungið, ólgandi haf,
sem laut engum harðstjórnar höndum,
—kvað hersöng frá ókunnum löndum,
Sem herti’ oss og hugrekki gaf.
Og góðvættir gullhörpu slógu
með guðlegum unaðar hreim,
er síðustu sólgeislar dóu,
f>ei'r sungu, f>eir dönsuðu og hlógu
og fræddu’ oss um fjarlægan heim.
Og {>angað oss langaði’ að leita
að Ijósi, að framkvæmd, að seim,
já, Þar átti kapphlaup að preyta
og f>ar átti kraftanna’ að neyta
og auðgast—en halda svo heim.
II.
Sto lögðum vér á hafið, og hér er numið láð
—f>ó hjarta vort er oftir,J>ví móðir vor ei slepti,
og f>að var cnginn draunmr,sem oss var áður spáð
J>ví ótal margt er hér,sem lengst vér keptum eftir,
Og hvar sem hér er farið er gulli' á götu stráð
og gefið J>eim sem nennir vits ogafls að neyta;
en aldrei var f>ví heitið og engum var [>ví spáð,
hann öðlast skyld’ án bænnr, néfinnaog ekki leita.