Heimskringla - 22.08.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.08.1901, Blaðsíða 1
Heimskringla er gef- in ut hvern fimtudag af: Heimskringla News and Publishing Co., að 547Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið 01,50. Borgað fyrirfram. XV. ÁR Nýír kaupendur fá i kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 1900. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents. Nr. 46. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Bréf frá Englandi skýrir frá því að í bænum Turnbridge Wells á Englandi hafi bæjarbúar orðið að borga $50 á ári fyrir hverja telenhone af því að prfvat fólag átti umráð á talþráðunum, En bæjarstjórnin þar var óánægð með þetta fyrirkomulfig og fór á fund fé- lagsstjórnarinnar og bað hana að lækka ársgjaldið niður um fjórðung. Bæjar- stjórnin kvaðst fús að borga fél. $37,50 á ári. En félagið kvaðst ekki geta sett niður við fólkið i Turnbridge VVelis, því ef það fengi afslátt þá yrðu aðrir bæir uppvægir og félagið yrði að færa niður gjald sítt á ö!Iu Englandi. Þetta svar var bæjarbúum ekki fullnægjandi. Þeir mynduðu tafarlaust telephonekerfi í bænum á bæarkosnað, og afleiðingin er rú að í stað þess að borga $50 á ári til fél., borga þeir nú að etns $24.36 á ári til bæjarins, meira en helfingi minna en áður var borgað til einveldisfólags- ins. Turnbridge Wells er fyrsti bær- inn á Englandi sem hefir komið upp talþráðakerfi á eigin reikning. Veizla mikil var haldin i bænum daginn sem talþráðakerfið var opnað fyrir alraenn- ing, og voru þar viðstaddir borgar- stjórinn fráLundúnum og margt annað stórmenni. Það eru nú þegar komin 40 þorp i samband við þetta kerfi, og er talið vist að það borgi sig vel og að aðrir bæir á Englandi muni bráðlega feta í spor Turnbridge Wells bæjarbúa og koma upp slíkum kerfum um þvert og endilangt England. Hér í Winnipeg kostar Telephone $50 um árið. Það er kominn timi til þess fyrir bæj arbúa að athuga hvert ekki sé hór mögulegt að koma á fót slíku kerfi ú kostnað bæjarins. Það mundi verðu ódýrara en nú er, meðan allii talþræði; cruihöndum Bell Tele- phone félagsins. Fjárhagsástand Indlands er i góðu lagi. þrátt fyrir síðastl. 3 ára harðæri þar í landi. Stjórnin þar hefir eytt 45 miliónum doll. á síðastl. 3 árum til að hjálpa þeim nauðliðandi en hefir samt tekjuafgang sem semur rúmum 32 miliónum doll. eftir 3 árin, eða sem næst 10 mijiónir á ári. Regnfall hefir verið særailega mikið þar i landi i síð- astl. nolrkra mánuði, svo að þær þrjár aðalvörutegundir sem fólkiö yrkir, nefnil. te, Indego og baðmull, verða að likindum mjög arðuerandi á þessu ári. Nova Scotia stjórnin hefir veitt $100,000 til þess að koma upp stálskipa- gerð þar i fylkinu. Timbursalar i Austurfylkjunum eru að mynda nýtt eldsábyrgðarfélag i til- efni af því að ábyrgðarfélögin þar eystra hafa hækkað iðgjalda borganir á timbri, í sumum tilfellum yfir 200%. Timburframieiðendur iætla því að mynda ábyrgðarfélag sín á meðal, og fá framleiðendur annara varningsteg- unda til að taka þátt í því. Síðan ætla þeir að losa síg við gömlu einokanar félögin. Grimmur hundur reif 6 ára gaml- an dreng til bana, í Rochester Minn, á fðstudaginn var. Sagt er að ullarverkstæðin i Massa- chusetts ríkinu séu að gera samtök með þeim tilgangi að geta lækkað kaup manna þeirra er vinna á þessum verk- stæðum, Partur af C. P. R. vagnlest með uppskerumenn frá Strandfylkjunum eystra, rann út uf sporinu nálægt Ingolf Station. Tveir menn biðu þar bana, en 5 særðust. Kappsiglingaskipin „Invador" frá Canada, og „Cadillac", frá Bandaríkj- unum, höfu kappsiglingar i fsíðastl. viku til að keppa um silfurbikar mik- inn. Canadaskipið vann bikarinn. Eldneistar frá járnbrautarvagni C. N. félagsins kveiktu í nokkrum hveiti- böndum nálægt Morris. Skaðinn varð lítill, að eins 60 bindi brunnu. Kol hafa stígið í verði í Ontario svo nemur 25 til 50 cents á tonni, önnur hækkun verður gerð i næsta mánuði, Brezka stjórnin befir ákveðið að gera hafnbætur í Barehaven i Bantry- vík á írlandi til þess að hraðskreiðu gufuskipin, sem fara milli Englands og Bandarikjanna, geti lent þar. Þegar þetta verk er fullgert þá er taKð víst ad skipin geti farið milli Bandaríkja og brezkra hafna á 4J sólarhringum. Otto Crib, hnefaleikari frá Ástraliu, var barinn til dauðs af M. Dunn 1 kapp- bardaga sem þeir héldu i Ástralíu 22. Júlí siðastl. Dómsmálastjórinn í Ontario hefir bannað að hnefaleikir fari fram þar í fylkinu oghótar að látahermenn varna öllum tilraunum sem gerðar kunna að verða i þá átt. Frönsk blöð segja að hin látna ekkjudrottning á Þýzkalandi hafi i síð- astl 5 ár verið gift Count Von Sackdorfl en því hafi verið haldið leyndu þar til hún andaðist. Hún kvað hafa eftir- shilið þessam manni mikið af eignum sínum, sem námu $25 miliónum Hugvitsmaðurinn mikli Thomas Edison hefir sezt að um tima i Sudbury í Canada til að skoða Nickel námana þar. Hann hefir flokk manna með sér við það verk. Síðustu fjárhagsskýrslur frá Ottawa segja. ríkisinntektir á síðasta ári til 30. Júni síðasl. hafa verið $52,010,006, en útgjöldin $54,542,461, þar af er „Capital Expenditure11 $10,412,815. Lögregluþjónn ainn i New York var nýlega dæmdur i 5J ára fangelsi og sektaður um $1.000 fyrir að þyggja múnur frá manni sem hélt óregluhús þar í borginni. Japanstjórn hefir heimtað 800,000 ferhyrnings rretres af iandi frá Corea á San Pho eyjunni, það land liggur næst við landeígn Rússa þar eystra. Rúss- um er það n jög mót skapi að Japan fái landspildu þessa, en þóer búist við að Corea láti landið til Japan. Ein milíón fet af timbri brunnu nýlega í þorpi einu í Quebec-fylki — Skaðinn metinn nær $20,000. Samkvæmt síðustu manntalsskýrsl um hefir fólksfjóidinn f Quebec fylki aukist um 132,600 á siðastl. 10 árum. En Ontario-fylki kvað hafa tapað svo að ríkisþiogmanna flokkurþeirra fækk aði um 5 frá þvi sem verið hefir. Tyrkja-soldán sendi í síðustu viku yfir 700 mans i útlegð til Yemení Ará- biu, ástæðan fyrir þessu var sú að hann áleit fólk þetta menn og konur sitja á svikráðum við sig, enda sannaðist að sumt af því hafi yerið i vitorði með þeim sem nýlega hveiktu í kvennabúri soldons Yildiz höllinri, Dr. R. J. Gattiing sá sem fann upp Gatting byssuna, hefir nú búið tíl Mot- or plóg, sem hann segir geti plægt 30 ekrur á dag með hjálp eins mans. Fregn frá Victoria segir að gufu- bátur á leiðinni frá Alaska hafi far- ist a fimtudaginn var. Hann rakst á ísjaka við Dauglis ísland. Frá 60—80 menn yoru á bátnum og fórust þeir flestir' Bóturinn sökk mjög fljótt eftir áreksturinn. Gull sem naro $275,oOO var á bátnum frá Klondike. Af þeirri upphæð báru farþegjar í vösum $100, 000. Maður nokkur að nafni H. Hart. sem búinn er að dvelja í 16 ár í Yukon landinu, tapaði gullsandi sem nám $35, 000. Óglöggar fréttir enn þá, um fólk sem fórst á þessum bát, Stjórnarskýrslurnar segja aðhveiti- uppskeran í Manitoba verði nokkuð yfir 48 Millionir bussel. Það er laglegt innlegg fyrir ijarðyrkju menn í Mani- toba. Fóstmálameistari Canada er nú komin heim úr Ástralíu för sinni. Brezkur maður, að nafni F. B. Buchanan, hefir eftir 20 ára umhugsun fullgert loftskip mikið sem hann segir vera 10 sinnum aflmeira en loftbátur sá er nýlega var reyndur í Paris. Mr, Buchanan býst við að fara loftför á bát sínum innan fárra vikna. Domenico Morelli, mesti málari á ítaliu, andaðist f Naples Þann 14. þ. m. Stormar miklir i Mexico-bugtinni hafa í síðastl. viku gert allmikla skaða og manntjón. Telegraph- og Telephone- þræðir slitnuðu víða niður svo að frétt- ir eru illfáanlegar frá þeim stöðvum. 1 hús með 15 manna fauk langar leiðir og allir sem i því voru mistu lifið. Gufuskip með 2 varningsbátum sökk í sjávaróganginum og 20 manna fórust þar. Menn óttast að miklir mannskað ar hafi orðið á Louisianaströndunum vestur af Mississippi ánni, nú, eins og árið 1893 þegar stórflóð þar eyddi 200,000 manna, sagt er að hvert einasta hús i bænum Shelback sé flætt burtu, bær sá er bygður að mestu af fiskiveið- armönnum. Dr. Schenk, i Vienna kveðst hafa fundið óbrigðult meðal til að ákveða kyn barna. Fyrii þessa kenningu var hann gerður rækur úr liffræðifélaginu. Nú kemur þessi sami lækni enn aftnr fram og býður liffræðifél að sanna þossa ken'ningu sína, af 6 ára tilraun- um sem hann sé búinn að gera. Alt sé, segir hann, komið undir fæðuteg- undum þeim sem móðirin neytir um meðgöngutímann. Nitrogen segir hann að ákveði kyn afkvæmanna. Capt. Dreyfus, sá er hermálastjórn Frakka ofsókti fyrir 3 árum, hefir ver- ið boðið 200 þús. doll. fyrir útgáfurétt á bók sem bann hefirrltaðum málið. En hann hefir neitað beðinu. Einnig hafa honum verið boðnir $1,000 á dag til þess að ferðast um og halda fyrirlestra. En þvi boði neitaði hann einnig. Einnig hefir hertoganum af Abruzzi verið boðnir 200 þús doll. fyrir útgáfu- rétt á bók sem hann hefir ritað um norðurpólsför sína. Fréttir frá hernaði Breta í Afríku, síðan síðasta blað vort kom út, segja að Búar hafi tekið 50 manna herdeild Breta og eina fallbyssu. Síðar létu Búar þessa hermenn lau3a. En í ýmsum öðrum smábardögum hafa Bretar unn- ið. og eftir fréttum að dæma hafa þeir stöðugt verið að færast nær takmark- inu að enda stríðið. Það er nú sagt að þeir Krugor og Stein séu búnir að koma sér saman um friðarkosti þá sem þeir vilja þiggja af Bretum. I einum síð- asta bardaganum unuu Bretar svo sig- ur að Búar flýðu og skildu eftir 86 hesta mikið af skotfærum og talsvert af vistum. Fjall tilrannarinnar. Er við lá rót Tilraunafjallsins Á tindinn sjónum þú snýrð. Ó, itnglingur ejá Þau ttndia laun há, Ser t loga með ijó-geisla dý;ð. Sem ljósviti leiftra utn heiminn Svo ljóminn nemur við ský; Og þú upp hefur leið Um árdegis skeið, Með lifsfánann loftinu i. Von, Framsókn og Æska þér fylgja Á farveg þinn rósum er stráð Með ilm, sem um vor, Svo þú eykur þín spor Og öll veröldin virðist þér háð. Upp flugbratta Tilraunafjallsins Þú ferðast til gjaldsins, er skín Við þann undrandi eid Er um árdag sem kyeld, Þar glóir og glepur þér sýn. Og bjarminn leiftrar og logar Lýsandi upp hrjóstuga braut, Svo hefðarlaun manns Og heiðursins kranz Þú berð eftir bitrustu þraut. Af tindi Tilraunafjallsins Tala þú, Aldni, og greið Fyrir fólkí með þor Sem fetar þín spor, I striðinu styrk það á lefð. Erl. Júl. Ísleifssok. (Þj tt). Um verkfallið. Heimskringla, er kom út 8. þ. m„ flytur ritstj<5rnargrein| uta “verk- fall stálgerðarmanna. Aðalatriði þessarar greinar er að öllum líkindum tekin úi einhveru auðvalds málgagni, því framsetning- in og andinn ber eyrnamark leigu- tólanna, því nærri lætur að staðhæf- ing nefndrar greinar sé nokkurskon- ar millibil milli sanninda og lýgi. Fyrst er geflð í skyn að alþýða sé ekki hlynt verkfallsmönnum, af því kröfur þeirra séu ekki fyrir kauphækkun—meiri peninga, Auð- valdið virðist ekki skilja, að vinnu- menn þjóðar vorrar hafi nokkra aðra hugsjön en að ná dc llarnum með ein hverju móti. En á bak við þetta verkfall eru skilyrði, sem að mínu áfiti eru langtum virðingarverðari enfárra centa kauphækkun. Þar næst er því haldið fram, að verkamanna-félögin hafi viljað þvinga stál-einveldið til að reka alla utanfélagsmenn úr þjónustu sinni. Þetta er ekki rétt, eins og síðar mun sýnt verða. Þegar þetta voða ein- veldí (The Steel trust) var búið að koma svo ár sinni fyrir borð að það hafði vald á meira en 86 procentum af bllum járn- og stálvarningi, sem framleiddur er í landinu; þegar þetta sama einveldi var búið að koma höf- uðs.ól sínum npp í 1 billíón og 200 miltíónir, þegar það (einveldið) var búið að útnefna dómsmálaráðgjaf- ann, Mr. Knox, þá fór það að líta eftir verkamannafélögunum. Ein- veltíið hafði nú náð undir sig _ öllum hinum beztu verksmiðjum landsins. Fyrata áhlaupið var að láta þær verksmiðjur, er notuðu félagsmenn (Organized labors) vinna að eins háifan tíma, Þessi aðferð vxr auð- vití ð hin bezta til að veikja verka- mannafélagið og minka inntektir þess. Ensvotil þess að réttlæta þes&ar gerðir sínar, lét stálfélagið leigutól sín um þvert og endilangt lanflið fara að gjamma um verzlun- ardeyfð. Þau sögðu að eftirspurnin væri svolítil að óhugsandi væri að vinna nema hálfan tíma, og sömu málgögnin, sem nýlegavoru komin á spenann, gátu þess, að stáleinveld- ið léti vinna hálfan tíma af einskærri elsku til verkamanna, svo þeir dræp- ust ekki algerlega úr sulti. En tím- inn fór að leiða ýmislegt í ljós, er hugsanði menn veittu eftirtekt: 1. Allur stálvarningur hækkaði stöðugt í verði; 2. Ýmsar tegundir girðingavírs fengust ekki, þó glóandi gull væri boðið; 3. að allar þær verksmiðjur ein- veldisins, er ekki notuðu fé- lag8yinnu, voru látnar vinna dag og nótt af öllu því kappi sem mögulegt var. Það var því augljóst hverjum hugSíu.di a.anni að þctia ’.dugasta einveidi heimsins var kouit'ð út í leið angur, er hafði þann eina ásetning að eyðileggja verkamanna félags- skapinn í þess verksmiðjum, og þeirri stefnu er haldið áfram með öllum þeim brögðum og bolmagni, er þetta voða einveldi getur beitt. Hver úrslitih verða getur enginn fyrir sagt nú, en raunar er sennilegt að auðvaldið vinni þetta stríð, eins og ttest önnur. En fari svo, þá er kipt uppmeð rótum hinu fegursta blómi (félagsskapnum), sem sprottið hefir á hinni þyrnum stráðu braut vinnnlýðsins. Mr. T. I. Shaffer, formaður vinnufélaganna, hefir aldrei krafist að utanfélagsmenn væru sviftir at- vinnn, en hann hefir í nafni félags- manna gert eftirfylgjandi kröfur. 1. Að þær verksmiðjur, er nota fé- lags vinnukrafta, séu ekki sviftar atvinnu nema þegar óhjákvæmi- leg þörf krefjist þess; 2. að einveldið borgi sama kaup á þeim verksmiðjum þar sem utan- félagsmenn vinna, eins og þar sem minni félögin starfa; 3. að verkamannafólögin hafi fulla heimild til að mynda verkmanna- félög’á þeim verksmiðjum, er nú standa algerlega fyrir utan allan verkamanna félagsskap. Mr. T. I. Shaifer skilur aðfarir félagsins, því hann segir í ávarpi sínu: “Hér með skora ég á alla menn, sem unna jafnrétti, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki, að leggja niður starfá sinD, þvi nú er að eins um bvent að gera: sigur verkamannafélagsins eða sigur stál- einokunarinnar. Ef vér töpum, þá eru samtök verkamanna eyðilögð og frelsi voru fargað Þessum kröfum verkamanna heflr verið hafnað hvað eftir annað. Mr. Morgan, sem er þungamiðja þessa einveldis, segir að félag sitt slaki aldrei til þó það kosti blóðsúthellingu.—Alþýðan ætti að veita því nákvæma eftirtekt, að það eru talsmenn auðvnldsins, sem fyrst hóta blóðsúthellingum, að vinnufé- lögin hafa verið friðsöm upp til þessa tíma. Hvaða endir verður á þessu stríði er ómögulegt að segja. Hér eru tvö voðaöfl, á aðra hlið eru full 350,000 manna, er neyta brauðs síns í sveita síns andlitis og hjálpa til að bæta við auð heimsins. Á hina hliðina er John Pierpon Morgan með allar sínar millíónir dollara og margra ára reynslu iþvíað velta um koll frelsi og atvinnumálum sam- borgara sinna. En eitt ætti hver hugsandi maður að taka til greina að það er athugavert þegar einn maður er svo voldugur að hann get- ur neitað að taka til greiua sann- gjarnar krötur 350,000 meðborgara sinna. G. A. Dalmann. Ávarp til bænda i Álftavatns- og Grunna- vatnsbbygðum. Af þvi sem nokkrír af löndum min- um í Álftavatns og Grunnavatnsbygð- um hafa óskað eftir að égjtæmi tíl sin og reyndi til að koma á fót (Creamery) sm]örgerðarstofnun, þá langar mig til að vokja athygli bænda í þessum bygð- um um þetta mál og sérflagi af því að hra Skúli Sigfússon hefir nýlega mót- mælt þeirri frétt að bændur væru að hugsa um að koma þessu í framkvæmd Ekki skal ^ég neitt reyua til að mót- mæla staðhæfingu hra. S., en það verð ég að segja, að mér kom hún undarlega fyrir. Eftir að hafa ferðast um bygð- irnar og talað við marga bæði á fund- um og í heimahúsum, hélt ég að mér væri óhætt að fullyrða að menn væru alment að "hugsa" um þetta mál. En u:n það hvað slík stofnun mundi kosta og hvernig hún skyldi komast á fót, hefir máske verið min eigin hugmynd. eu ekki bænda sjálfra. Af því sem ég hefi hugsað dálítið um þetta raálefni, iangar mig, herra ritstj. til að leggja fram 3 spnrninear fyrir bændur i þess- um bygðum til að ihuga i þessu sam- bandi og eru þær sem fylgir: 1. Er það þess virði fyrir bændur að “hugsa" um að byggja smjörgerðar- hús; 2. Er sú stofnun líkleg til að borga sig. 3. Er mögulpgt að koma þessu á fót? Ég svara þessum spurningum öll- um með einum tveimur stöfum: já—Já, og eftirfylgjandi eru ástæðurnar fyrir svarinu. Eftir að hafa ferðast um þessar bygðir fann ég út að griparækt var að- ailega, ef ekki eingöngu, atvinnngrein bændannuáog eftir að hafa séð landið áleit ég að þeir hefðu mjög viturlega og hagfræðislega valið þegar þeir lögðu mesta áherzlu á griparækt, en ekki jarð jrrkju. Afurðir kúnna eru vitanlega mjólkin og kálfarnir, þar af leiðandi var það svo náttúrlegt að hver bóndi, sem stundar kúabúskap "hugsi" og spyrji fyrst um þetta: Hvernig skal ég fara með mjólkina til þess að mér verði sem mest úr henni? Á [ég að gera úr henni smjör, ost, skyr, eða á ég að gefa kálfunum hana? Hvortveggja hefir verið reynt og borið blessunarrik- an ávöxt, ef ég má dæma af því sem óg sá og mér var sagt um efnahag þeirra nú og þegar þeir komu þangað. Smjörgerð og ostagerð hefir algert far- ið fram á heimilum bænda og ég fann ekki einn einasta maun sem ekki léti þá skoðun i ljósi að þeir væru búnir að reyna það svo lengi að þeir vildu breyta til og sendu rjómann á smjðrgerðarhús, ef þeir gætu það mögul. En af þvi það var ekki mögulegt, þá er það ekki nama sjálfsögð afleiðing að það væri þess virði að “hugsa" um að byggja smjör- gerðarhús, er gæti fullnægt þörfnm bænda i þessu efni. En borgaði það sig að reisa slíka stofnun í þessum nýlendu bygðum? Látum okkur nú sameiginlega íhuga þetta spursmál. Ég segi, já. Það er enginn efi á því í mínum huga. Skýrsl- ur úr öllum áttum fyrir síðastl. 6 &r til baka sýna að heima tilbúið smjör hefir selzt frá 4—6 cts. minna á markaðinum en það smjör, sem hefir verið tilbúið & smjörgerðarhúsum (Creameries). Kostnaðurinn við að búa til smjör, getur naumast orðið minni i heima- húsum en á þar til búnum stofnunum. sem hafa 311 hin bcztu nútímans verk- færi og útbúnað til þess: húsnæði, maskínur og lærða menn til að stjóma og gera yerkið. Um þetta atriði skal ég samt ekki þrátta ;við neinn, en s& munur gæti ómögulega orðið mikill. Ég held þessu fram að bændur eigi að eiga smjörgei ðarhús, þar sem hægt er að ná rjóma úr 1000 kúm innan 15 eða jafnvel 20 mílna. Mór var sagt að bændur ættu 1500 kýr nú þegar. úr hverjum þeir mundrf senda rjóma á slíkt smjörgerðarhús, ef það kæmlst upp, eða væri svo nærri að þeir gætu mögulega sent rjómann þangað. Hvað mikla mjólk eru 1500 kýr liklegar til að gefa á dag i gegn um 4 beztu sumarmánuðina frá 20. Mai til 20. Sept.? Þessari spurningu svöruðu bændurnir mér sjálfir þannig: að 8 merkur i mál eöa S pottar & dag væri mjög nærri sanni og hreint ekki of hátt, og samkvæmt því yrði það2 gall. eða 20 pd. af mjólk úr kúuni á dag, og 3000 gall. eða 80.000 pd. úr 1500 kúm, Eftir sbýrslunt frá smjöigerðarhúsum og fyrirmyndarbúum i þessu landi eru tilj jafnaðar 4 pd. af smjöri úr hverjum 100 pd. af mjólk og yrði þvi smjör úr 30,000 pd. af mjólk 1200 pd. sem á dag yrði búið til, og ef maður teþur minsta verðmun á heimatilbúnu smjörpundi og “Creamery" smjörpundi, sem er 4 cts, og margfaldar með 1200 (srojörpundum tíibúnum |á einum deg ) mundi hagnað- bændafverða $48,00 á dag, eða $760 á 120 dögum eða 4 mánuðum. Og er þá ekki líblegt „að þessi stofnun borgi sig. Ég skal hreint ekki segja að þetta yrði þannig eins og tölurnar sýna, sem ég hefi biúkað til að fá þetta svar, en undirstöðu atriðin. grundval’n,-reglurn- ar þessar sem ég hefi tekið í þessu efni, verða aðtbrúkast af hverjum sem reyn- ir til aðgizka á hver útkoman yrði. ,Eg set þetta^sem dæmi einungis til þess að þeir sem kynnu að fara að hugsa um þetta mál, gætu séð hvernig óg hefi litið á það og hvað ég hefði mór tfl stuðnings i þvi að staíhæfa að það borgaði sig vel að koma slíkn verkstæiði á fót í’þessum umtöluðu íslenkzu bygð- um, Er mögulegt að koma þessr i fram- kvæmd? Þessu geta allir menn sem nokkuð þekkja til, svarað, og ég sé varla að það séu margir sem fást um það. Ég held meira að segja að það sé tU nokkrir^bændur í þessum bygðum, sem gætu það einsamlir auk heldur ef þeir sameinuðu krafta sína til að gera það sem bezt úr garði, Af því sem þetta er sameiginlegt velferðar spurs- mál fyrir hverjum einasta bónda í þess- um bygðum, þá vildi ég ráðleggja þeim að eiga það sjálfir, vinna að því sjálfir og uppskera hagnaðinn af erviöi sínu i þessuefnisjálfir, hver með öðrum. en ekkiiað vinna að því að fá neinn ein- st akling til að koma þessu í verk af sí num eigin [peningum og til þess að sitja einn að ágóðamxn, sem af þessu kynni að vetða, ef það á aðhfa, þrosk- ast og bera ávöxt í framtiðinni. Um leið og ég enda þessar línur, læt'óg yðurallagóðabændur vita, að ekkert væri mér ljúfara en það að sem flestir, já, hver einn og einasti bóndi. feeri að huga um þetta mál og reyna að koma því svo langt áleiðis sem honum er mögulegt. Gæti ég orðið yður að einhverju liði íþessuefni, mun égreyna að gara það sem mér er framast unt i þvi að hjálpa þessu áleiðis. Og ég enda þetta umtal með þvi að fallvissa yður um, að ég get þetta verk ekkí einn, en mjög þægilega með yður. “Sameinad- ir stöndum vér, en sundraðir fðllum vér“ (“Uníted we standbut divided we fall". Beztu þakkir fyrir góðar og höfð- inglegar viðtökur og meðferð á méri er ég kom til yðar síðast, er ég yúar sí- feldlega þénustu reidubúinn. B. B. Olson. Staddur í Winnipeg, 5. Ágúst 1901.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.