Heimskringla - 22.08.1901, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.08.1901, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 22. ÁGÚST 1901 með „yfirdrepskap", „hræsni" og „spillingu." Deilur geta staðið á full- komlega kristilegum grundvelli, þar ura «etti ekki að þurfa að fara neinum orð- um. J. S. hefði þvi vel getað stytt gr. sína nm mest það raus sem hann gerir út af þeirn deilu og flokkadráttum sem biblian hefir valdið. Hefði hún eigi gert það, þá væri hún einskis virði. Páll postuli segir að flokkadrættir séu nauðsynlegir til þess að „þeir þekkist úr sem góðir eru," og mannkynssagan innsiglir þann sannleika. Ruglingur virðist hafa komið á hugsunina hjá J. S. er hann leiðir fram dæmi úr sögu fornþjóðanna til að sýna og sanna að deilur og flokkadrættir risi út af bókstaf ritningarinnar. Er hann þar með að gefa í skyn að deilur og flokkadrættir haflekki þekkst fyrri en biblian kom fram á sjónarsviðið? Sé svo, er ég hræddur um að hann hafi misstigið sig. Alt það sem J. S- segir um forn- þjóðirnar styður mína hlið, því slikt tók ég rækilega fram í greinarkorni minu þótt ég liðaði það eigi í sundur; og nú vil ég bæta þessu við. Endur fyrir löngu ríkti það afl i heiminum sem lyfti þjóðunum á undra hátt menn- ingarstig. Hvað eigi að nefna það afl veít ég eígi; ég eigna það betri trú. En hvað sannar það! Það sannar að eins það, að því lengra sem þetta menningarstig er rakið, því betur leiðir það í ljós þann augljósa sannleika að þegar Kristur kom höfðu fornþjóðirnar ein og sérhver af þeim „lifað sitt feg- ursta.“ eins og ég komst að orði, og voru fallnar í þá hnignun er kristin- dómurinn einn megnar að lyfta þeim aftur upp úr. Þetta staðfestir J. S. sjálfur mjög glögglega þar sem hann kemst svo að orði: „Hinar háflevgu hugmyndir og iærdómssetningar Grikkja og Rómverja lifðu að eins hjá hinum æðri hluta þjóðanna, alþýðan skildi þær ekki og þar til og með var efnalegt og stjórnar farlegt, fyrirkomulag alt á ringulreið." Þetta er vel sagt hjá J. S. og er mér góð inntekt. Hið hulda afl kristin- dómsins liggur að sjálfsögðu að miklu leyti í þvi að lærdómssetningar hans oru svo óviðjafnanlega auðveldar og aðgengilegar fyrir „smælingjana" (þ.'e. alþýðuna). En þetta liggur fyrir utan efni greinar minnar, svo að alt þetta gum um menningu fornþjóðanna hefði J. S. vel mátt spara sér. Það er óhrekjanlegur sannleiki að heiminum hefir á þessum síðari öldum fleygt fram í visindum og starfsþreki, og það er jafn óhrekjanlegt að hin verk- andi, stígandi og lifandi heimsmenning er spor eða „kjölfar" kristindómsins. Þetta tók ég svo ljóslega fram í grein minni þótt stutt væri, að ætla mætti að sá maður sem læsi þá grein með „gagnrýni" gæti eigi misskilið eða sést yfir það. Alstaðar þar sem kristindómurinn er boðaður og viðtekinn hafst ný meun- ing, ötulleiki og starfsemi, þrátt fyrir ófullkomleika kristniboðsins að sumu leyti. Þetta er augljós vottur um lífs- afl kristindómsins. Þar sem kristln- dómurínn rikir ekki eða einhver áhrif frá honum, þar hvilir deyfð og hnign- un yfir þjóðunum bæði í andlegu og líkamlegu tilliti, því „það er svo bágt að standa í stað." Getur J. S. hrakið þetta? Eða samsinnir hann þetta? Eða samsinnir hann því að kristindóm- urinn hafi þetta verkandi afl? Hvort sem hann samsinnir þvi eða ekki. þá sannar mannkynssagan það ómótmæl- anlega—sagan er sverð mitt og skjöld- ur í þessu efni—og mun honum óhætt að brýna sina andlegu sjón áður hann hefir leiðangur sinn móti sannleiks- broddum hennar. Kristindómurinn er varðveittur i biblíunní. Getur J. S borið það til baka? Ennfremur þetta. Sagan leiðir glögglega í Ijós að það er einmitt sá kristindómur sem biblían geymir, er ber í sér meginafl menningar og fram kvæmda en ekki sá kristindómur sem kaþólskan hefír geymt í minnum að hún segir frá Krists dögum niður til vorra tíma, það kann að veitast örð- ugt að sannfæra J. S. um þetta, en vel má vera að hann þurfi að lita í bæk- ur áður en hann getur brotið þá heimsku á bak aftur. Sagan ber þess órækan vott að „Siðabótin" hóf nýtt framfara tímabil i menningu og fram- takssemi þeirra þjóða er hún náði til, og enn sýnir það sig að hin hærri heims- menning og framtakssemi stendur á mót- mælenda grein kristninnar og sannar það glöggt að þvi betur sem einhver þjóð er kristnuð, ;því mentaðri og framtakssamari gerist hún. Af því sem þegar er sagt er auðsætt að það stendur öðruvís á með biblíuna en nokkra aðra bók, og verður hún því als eigi borin á borð við aðrar bæk- ur. Hvað sem segja má um meðferð kristinna manna og annara á þeirri bók, þá krefur hún þó ætíð með réttu þess heiðurs að geyma um bornar og ó- bornar aldir ómengaðan kristindóminn, undirstöðu og meginafl heimsmenning- arinnar og starfseminnar. Kristur lagði þennan grundvöll, og er því naumast svaraverð sú vandræðalega athugasemd J. S. að Kristur hafi ekk- ert sagt um „rafmagnsfræði, gufuafl eða verksmiðjur," hann er engu að síð- ur frumhöfundurals þessa með því alt þetta er ávöxtur þeírrar kenningar er hann lagði grundvöllinn að. Hefði hann veríð fyrirlesari í nefndum grein- um, þá hefði hann verið takmarkaður og kenning hans því eigi getað borið eins sigurríka ávexti og hún gerir. Á hinum mvrku hindurvitna tím- um miðaldanna er ólu hinar grimdar- fullu ofsóknir. var biblían með sinn ó- mengaða kristindóm hlekkjuð í myrkra- klefum og útilokuð frá almenningi svo J. S. stoðar eigi að vitna til þeirra tíma sfnu máli til sönnunar; miklu fremur styður hann mitt mál með því. Ég þykist nú hafa sýnt fram á og sannað að biblían má með sanni kallast „móðir" hinna nýrri tíma heimsmenn- ingar, og ég bæti nú við ðtulleikans og starfseminnar, bæði í andlegum og lik- amlegum efnum. Það mun örðugt veitast fyrir J. S. að hrekja slíkt, því til þess að gera það þarf hann að sýna fram á jafna framtakssemí og menn- indu hjá þjóðum antikristninnar, en það er undur hætt við að honum verði oað ofvaxið. Staðhæfingar okkar beggja eru þeg-1 SMOKE T. L. CIGARS fyltir með bezta Havana tóbak, og vafðir með Sumatra-laufi, Þér eruð 30 mínútur í Havana þegar þér reykið þessa orðlögðu vindla. Allir góðir tóbakssalar selja þá. WESTERN CIGAR FACTORY Thos. l.ee, eigandi. 'WXIsriSmz,E!Gr. ____________ROBINSQN & COnPANY._________________________ Þvoanleg fataefni með hálfvirði og minna. Það era töfrar í orðunum hálfvirði, sérstaklega þegar þegar þau eru í sambandi við þær ágætis vörur sem hér eru sýndar. Það verða enn þá búin til hundruð af kjólum sem brúkaðir verða í sumar, og hundruð hygginna og sparsamra húsmæðra kaupa einmitt á þessum tíma. Alt sem eftir er af sumarvörum vorurn, hefir verið sett niður í verði- Hér er sýnishorn 12ic. skraut Zephyrs, Ginghams, Muslins, dílótt, röndótt, rós- ótt, alt f frægustu litum, sem áður seldist 20e. og 25c, nú selt á..........................................lSÍJc. A 8c. sérstakt upplag af skrautlítuðu Muslin, nýjustu munstúr, alt fyrir að eins ............................ 8c. yd. A CJc. alskyns tegundir af ágætum léreftum, alt þessa árs vðrur, og miklu meira virði en vér nú biðjum um fyrir þær, að eins ........................................ 6|c. Komið nú og gangið í valið meðan vörurnar endast, og verðið er niðursett. ROBINSON & CO,, 400-402 riain St, Bonner& Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar. 494 fOain St, - - - Winnfpeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLBY. Rafmagnsbeltin góðu fást á skrif- stofuHkr., $1,25 hérléndis, $1,50 til Islands; fyrir fram borgað. ar lagðar í deiglu tímans, sem mun er fram líða stundir gefa óbrigðult svar upp á það hvor okkar fari réttar. Margt er ótalið enn f grein J, S. er ég hef allan hug á að hreyfa við, en ég þori eigi að lengja grein mína öllu meir. Vona ég fastlega að þessi mín ítrekaða „heimska" verði Duluth manninum en „skelfilegri" en áður, þótt eigi haldi ég lengra. Það er mér gleðiefni að J. S. telur nauðsynlegt að rita ítarlega um þetta mál og án als hita, því það er vonandi að ef hann lofar blóði sínu að stöðvast ögn af óeiginlegri rás að hann lesi gaumgæfilegar það er hann ætlar að deila um og æði eigi öðru sinní út í torfærur og ógöngur svo að hann líti eigi eftir leið til að komast klakklaust út úr þeim aftur. Þá er mér það og gleðiefni ef grein- arkorn mitt megnar að kcma því til leiðar að farið verði að ígera gangskör að því með allri samvizkusemi og kær- leika að „fræða fólkíð á réttum skiln- ingi á menningar framförum þjóðanna og áhrifum ritningarinnar á hana,“ þar starf mitt hcfir þá eigi verið til einskis. S. V. (Jmauim PáCIFIO Railv. er við því búin Mefl liyriun 5. XÆ^A.1 að bjóða ferðafólki verðlag • • A Storvatna- leidinni farbret MEÐ SKIPUNUM: “ALBERTA” “ATHABASCA” “MANITOBA’ Þau fara frá fort William til Owen Sound, hvern ÞRIÐJUDAO, FuSTUDAG og SUNNUDAG. Þaðan með járnbrautura til TOROTNO, HAMILTON, MONTREAL, NEW YORK OG ALLRA AUSTUR-BORGA. Leitið upplýsinga hjá: Wm. STITT C. E. McHPERSON, aðstoðar uraboðs- aðal umboðsmaður maður farþega farþegalestanna. lestanna. WINNIPEG. i AIEXANDRA RJOMA-SKILVINDUR { WTIIW eru Þær beztu og sterkustu, I R. A, LISTER & Co. ALEXaNDRA sölu, sem að Sterkar, góðar, Hefir hinar nafnfrægu ‘ CREAM SEPARATOR” til allra áliti eru þær beztu i heimi. hægt að verka þær og hollar til brúkunar. Sá sem hefir löngun til langlífis ætti að kaupa ALEXANDRA og enga aðra vél. Aðal agent fyrir Manitoba: <>}. Swanson R. A. LISTER 3 C° LTD 232, 233, 234 KING ST WINNIPEG- HANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú............................ 250,000 Talabænda í Manitoba er............................... 35,000 Hveitiuppskeran i Manitoba 1889 var bushels........... 7,201,519 1894 1899 17,172,883 2V,922,230 102,700 230,076 35,000 70,000 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar............... Nautgripir........... Sauðfé............... Svin................. Afurðir af kúabúum i Manitoba 1899 voru................ $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknt m afurðum lanisins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af va 1- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliðan almennings, í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum... 50,000 Upp í ekrur..............................................2,500.000 og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi í fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mðrg uppvaxandi hlómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast. í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra i Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionir ekrur af landi í Hanitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd i öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til' HOV R. P. ROBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Joaepli B. Skiiptason, innflutninga og landnáms umboðsmaður. OLI SIMONSON MÆLIR MKÐ SfNU NÝJA Fæði $1.00 á dag. 718 Main Mtr lacionaU, Haiarl & Whitla. Lögfræðingar og fleira. Skrifstofur i Canada Permanent Block. hugh j.Jmacdonald k.c. ALEX. HAGGARD K.C. h. w. whitla. Ariuy aud Aavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. W. Brown & Co. 541 Main Str. 276 Lögregluspæjarinn. virðíst hata mig eins og sjálfan djöfullinn, en þeir þora ekki að reka migi burtu fyr en rann- sóknheflr verið haldin yfir þeim tveimur þarna yfir frá”. Hann yftir öxlum og bendir á fanga- húsið, sem er nálega beint á móti járnbrautar- stöðvunum; hann á við Ágúst og Hermann. 1 Þú hefir þá alls engin laun hlotið fyrir starfa þinn ?” spyr de Verney og réttir honum hendina i kveðjuskyni, þvi lestin ei að fara og þeir eru þar staddir, sem Frans biður herra síns. "Og”, svarar Microþe, "ég hefi bílotið mik- il huin, vináttu stórmennis, manns, fsem ég virði meira en nokkurn annan !” De Verney yftir öxl um og grettir sig, Hann veit að þetta er í ein- lægni talað. Hann veit að Microbe metur hann og virðir mest allra manna á jarðríki, Jþótt hann nú hafi orðið fyrir rangindum og niðurlægingu. "Hefir þú .ekkert fengið annað?” spyr hann. "Jú”, svarar Microbe. “Fötin sem þú gafst mér og á það þeim að þakka að ég gát Jdansað á sunnudaginn var og áunnið mér aðdáun margra friðra meyja—og svo hringinn,- sem þú gafst mér. Hringin sem skal altaf vera mér vottur um höfðinglyndi þitt og rausn: fyrir þá gjöf skal ég muna þig svo lengi sem hundraðasti partur af einum blóðdropa er i æðum mér. Þott á þér standi allir heimsins kjaftar; þótt þú vær- ir talinn veraldarinnar versti glæpamaður, þá skyldi ég halda uppi vörn fyrir þig og mæla þér bót, gjöfioa góðu og ótal margt annað; þótt all- ir aðrir hati þig, þá ber ég hlýjan hug til þin; þótt allir aðrir fyrirllti þig, þá virði ég þig; Jþótt alilr aðrir ofsæki þig, þá legg ég þér lið; þótt Lögregluskæjarinn. 277 allir. aðrir yfirgefi þig, þá fylgi ég þér. Eg er fús að leggja líf mitt í sölurnar fyrir þig”. Um leið og Microbe segir þessi síðustu orð, faðmar hann de Verney og kyasir hann á báðar kinnarnar eftir |landssið á Frakklandi. De Ver- ny fínnur brennheit tár falla á andlit hans; hann veit að það eru engin hræsnis- né uppgerðartá r. Hann veit að Microbe meinar hvert orð sem hann segjr. Hann þorir óhræddur að trúa hon- umSfyrir lífi sinu. Hann veit aðekki vantar hann viljann til þess að veita lið. De Verney viknai og faðmar Microbe og kyssir, Það er atriði semjmörgum hættir við að rengja, en það erfsamt satt, að einmitt þelr sem hugdjarfastir eru og mest karlmenni, Jþeir eru klökkastir og viðkvæmastir. Það eru lyddurnar hnglausu, sem einnigjeru tilfinninga litlar og sljóar; dáð- leysi og skortur á áræði kemur einmitt oft af tilfinningaleysi. Það eru ekki altaf sterkustu mennirnir, sem eru áræðnastir; nei, það eru klökkustu mennirnir; menn sem geta fengið blóð sitt til að sjóða, hjartað til að slá. De Verney er einn af þessum mönnum; jhann er reiðubúinn til þess að ganga á hólm við sjálfann dauðann, ef því er að skifta. Hann veigrar sér ekki við að fara einn—jafnvel vopnlaus—á Imóti heilum he- skara alvopnaðra manna. Hann þorir að bjóða bírginn konungum og keisurum; hann hræðist ekki svik né undirferli, ekkert fær bugað hann eða snúið honum. Hann er sannarleg hetja. En hann getur lika verið bljúgur eins og barn; hann getur felt tár þcgar minst varir; lítið atvik get- ur haft meiri áhrif á hann eu alt það, sem upp 280 Lögregluspæjarinn. uðum !” segir hún; "Það var í Apríl rétt áður en þú komst til okkar, kæra ungfrú Margrét — þú manst hvenær það var, sem hann sendi þig til okkar—rétt áður en við fórum frá Paris?” Ungfrú Margrét svarar ekki einasta orði. Hún etarir á gæzlumanninn, sem virðist yera gersamlega grunlaus og segir: "Ó. hvað það er skemtilegt að vita að maður er ekki gleymdur, ungfrú Louisa !—Ó, fyrirgefðu, Margrét meinti ég, og ég get fullvissað þig um það að herra de Vemey hefir ekki gleýmt þér !’, “Ég—ég—ég Jbýst við að þú kærir þig ekki lengur um þjónustu mína. Greifian er dáiiai”, svarar Margrét hægt og gætilega, en alvarlega. "Það er mesti misskilningur, háttvirta nng- frú. Mér ter sérstaklega ant nm að þú verðir kyr”, svarar hann hlægjandi. "Þar sem ég hefi svo góðan vitnisburð þig frá herrade Verney, þá óska ég mjög eftir að þú kennir bróðurdóttur minni; en heyrðu, góða mín, þú ættir að ko ua inn i bókasafnið mitt til min í fyrramálið og tala við mig”. Bókasafnið mitt, sagði hann, því hann hafði tekið upp þann sið fyrir nokbrum dðgum að tala um allar eignir Oru eins og þær væru hans eigin, líka af þvi að hann hefir fast ákveðið að halda utan að eignum hennar og gæta þeirra eins og hann væri faðir hennar. Hann hefir ef til vill borið kvíðboga fyrir að ef það gengi undir henn- ar nafni, þá væri það ekki óhugsanfli að ein- hver slægur refur kynni að færa sér það í nyt, þegar hún var barn, og sérstaklega núna þegar hann hafði fyrir augum sór konu, er var að Lögregluepæjarinn. 273 hafði ritað til þín: hafði það fyrir meðmæli og fullyrti að þú hefðir útvegað sig í þessa stöðu. Umboðsmaður vor í Berlín komst aðþessu. Hún er nú í Pétursborg og eftir þvi sem ég kemst næst, mjög elskuð og virt af greifanum og dótt- ir hans”, De Verney verður yfir sig reiður. "Ham- ingjan hjálpi mér !” kallar hann upp yfir sig. “Ernú virkilega ílla aflið í heiminum algarlega að fá yfirhöndina? á slíkur djöfull í mannsmynd eins og Louisa er, að kenna saklansa, litla engl- inum !’’ Svo þagnar hann. Eftir augnablik heldur hann áfram og segir: "Eg hefi ekki tíma til að skrifa keisaranum í dag; óg verð að meta það mest af öllu að vernda vin minn greifann og litlu dóttur hans ”. Hann hnegir sig. gengur burtu og skílur herra Claude eftir steinhissa. Það fyrsta sem hann gerir er að sækja um burtfararleyfi; hann ætlar sér að fara til Rússlands. Það er ekki einungis að honum sé synjað um þetta, heldurer honum skipað með harðri hendi að fara tafarlaust til Afriku. Honum dylst það ekki að ráðlegast muni að hlýða mót- mæla- og umsvifalaust. Hann bftur á vörina og hjarta hans berst af gremju, sorg og reiði, Hann hugsar sér að taka þyi sem að höndum beri og afsegja að fara, en ganga úr hernum og sleppa öllum tignarmerkjum og virðingarnafn- bótum, er hann heifir áður hlotið. Hann hugsar sig þóum eina klukkustund fyr en það sé fram- kvæmt. Hann er fullkomlega sannfærður um að eftir eitt eða tvö ár hljóti Frakkland að eiga

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.