Heimskringla - 22.08.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.08.1901, Blaðsíða 2
HKIMSKRINOLA 22. ÁGÚST 1901. Beiiskringla. PUBLISHED BY The Heimskringla News & Publishing Co. VerO blaðsins i Canada og Bandar. S1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kanpenle nm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist i P.O. Money Order, Registered Letter eðaExpress Money Order, Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. H. L. Baldwinson, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P.O. BOX 128». Þroskun niður á við. Þeir menn eru því miður enn þá til meðal landa vorra hér vestra, sem í einfeldni hjarta síns trúa, eða látast trúa því, að Mutual Reserve lífsábyrgðarfélagið sé í framför hér. í Canada, og sumir þeirra hafa jafn vel gengið svo langt að skora á oss að birta samanburð á ástandi félags ins eins og það er nú við það sem var fyrir nokkrum árum. Oss er ljúft að verða við þessum tilmælum, því bæði er það að menn eiga heimtingu á að vita hið sanna í þessu máli, og svo vill það svo til að skýrslur um þetta efni sanna einmitt það sem vér höfum haldið fram um fieiri ára tímabil, nefnil. að félag þetta sé óðfluga aðþroskast nið- u r á v i ð, og að það er að verða því ótryggara og hættulegra fyrir meðlimi þess, sem það hjarir Iengur á þeirri dauðans horrim sem hað nú vitanlega er á. Skýrslur Ottawastjómarinnar, eins og þær birtast|í l(The Statistical Year Book of Canada“ fyrir árið 1900, sýna ástand félagsins að vera eins og hér segir. Árið 1898 borguðu canadiskir meðlimir í félagssjóðinn als$503,474. En árið 1900 að eins.......§438,329, Þroskun niður á við........§65,745. Árið 1898 gaf félagið úr 1071 ábyrgðarskýrteini. En árið 1900 að eins 665 skýrteini. Þroskun niður á við 406. Árið 1898 var upphæð nýrra á- byrgðarskýrteina als... .§2,051,825. En árið 1900 að eins §1,301,300. Þroskun niður á við §750,525. Árið 1898 var tala gildandi á- byrgðarskýrteina félagsins í Can- ada....................... 15,899. En árið 1900 aðeins.. .. 7,879. Þroskun niður á við.... 8,020. Þetta er tala þeirra manna sem hðfðu losast við félagið á þessu tíma- bili. Meira en helfingur allra fé- lagslima í Canada höfðu gengið eða verið fiæmdir úr því. Skal nokk- urt félag í víðri veröld geta sýnt hraðari þroskun niður á við en þetta. á jafn stuttu tímabili? Árið 1898 var upphæð allra gildandi ábyrgðarskýrteina félagsins í Canada............. §31,744,474. En árið 1900 að eins. .§15,295,500. Þroskun niður á við §164,480.74. Svona standa nú sakirnar sam- kvæmt þeim skýrslum stjórnar- innar sem félagið hefir sent henni. Félagið hefir um fleiri ár en hér eru talin, stöðugt verið að þroskast niður á við, og það má vel vera að þessi rýrnunarsýki hafi komist á hsest stig, einmitt eftir þann tíma sem skýrslurnar ná til, og ef þessari tæringu heldur áfram, sem sem allar líkur benda á að munl verða, þá getur þess tæpast orðið langt að bíða að starfsemi þess í Canada „lognist út af“ svo að stjórainni hér sparist það ómak að þurfa að reka félagið algerlega úr rfkinu, eins og gert var við það í Minnesota fyrir nokkrum lima. Efenn þá skyldu vera ein- hverjir vinir félagsins, sem óska eftir fiekari upplýsingum um það, þá er þeim alt slíkt velkomið. Eins væri oss þægð í ef þeir sem orðið hafa fyrir vonbrygðum af félagsins h&Ifu vildugera oss aðvart um það, og gefa oss upplýsingar þar að lút- andi. Þær geta kornið sér vel þeg- ar minst varir. Gróði Standard Oil fél. Stjórnarnefnd Standard Oil fé- lagsins hafði nýlega fund, og þar á- kvað það að borga 3%, eða §8.00 á hvern félagshlut, og á þetta fé að borgast þann 16. Sept næstk.. Þetta er í hiiðja sinni sem vextir hafa ver- ið borgaðir á þessu ári af félagshlut- um. Fyrsta|fjórðunsárs vaxtagreiðsla var gerð f Marz sfðastl. þá 20% af hverjum hlut, eða als §2C,000,000. Önnur vaxtagreiðsla var gerð í Júní síðastl., þá 12%, eða §12,000,000. Þriðja vaxtagreiðsla var ákveðfn í þessum mánuði, 8%, eða 8,000,000. Svo að gróðinn als á þessu ári er 40 miliónir doll. af §100 milión höfuð- stól. Síðastl. haust seldist hver §100 hlutur í félaginu fyrir §832.00, en af því að gróðinn í ár hefir verið suo lítill! þá hafa hlutirnir fallið niður f §768.00 hver. Samt hugga hluthafar sig við það að þegar dag- urinn fer að styttast og nóttin að lengjast, þá muni olíu eyðslan auk- ast svo að vextirnir af hlutum þeirra hækki og verði borgaðlr nokkuð tíð- ar en nú er- Slðasta ár borgaði fél. 48 miliónir doll. í vexti af félags- hlutum, en þetta ár vonar það að gera nokkru betur. Félagsstjórnin vonar að gróðinn á þessu ári, að frá teknum öllum kostnaði og umbótum á eignum félagsins verði að minsta kosti 60 miliónir doll., eða 5 miliónir á mánuði að jafnaði, sem er sama sem §150,000 á sólarering yfir alt árið. John D. Rockefeller er talinn að eiga einn þriðja af öllum hlutum félagsins og fær því tuttugu miliónir doll. í sinn hlut í hreinan ágóða af ársstarfi félagsins. Árið 1895 borg- aði félag þetta 12% af hluturn þess, 1896 borgaði það 38% og 1897 32%, 1898 30%, 1899 33%. Á rúmum 5 árum hefir félagið borgað 215 mil. doll. til hluthafa sinna af 100 mil. doll. höfuðstól. Ekkert annað fél. i heimi hefir sýnt jafn mikinn gróða á svo stuttum tíma. Fyrir minni Canada. 2. ÁGÚST 1901. Flutt af: B. L. BALDWINSON. Herra forseti og háttvirtu til- heyrendur. Þegar óstyrkur sá er ég nú kenni líður frá, þá ætla ég að láta yður í ljósi gleði mína yfir því að mega enn þá einu sinni líta yfir svo prúðbúinn og fagran hóp íslenzkra karla og kvenna eins og ég sé hér saman komin í dag, til þess aðjheiðra minningu Islands og til að minnast tilveru sinnar hér í landi, og lands- ins, sem þér búið f, og enn fremur hefi ég ánægju af að skýra yður frá þvf hversu glöð og sæl ég álít þið ætt uð að vera, að eiga fund með mér á þessum degi. Ég á að tala um Ca- nada, og óg verð að segja að það verk er mér eins ljúft eins og ég jafnan álítmér það skylt að segja eitt gott orð um þetta mikla og fagra land. Það vorusönn orð, sem herra Einar Hjörleifsson talaði í kvæði, er hann flutti umCanada fyrir nokkrum árum, þegar hann sagði: “Þú ert land hins þróttarmikla og nýja, þú varst aldrei fegri enn nú í dag“. Þessi orð eru helg og óskeikul að því er Canada snertir, því að land þeita fríkkar og þroskast með hverj- um degi sem yfir* það rennur, og vissulega hefir veðurblfðan eð^ fram tíðar útlitið f þessu landi aldrei verið glæsilegra en einmitt nú. Canada hefir a 1 d r e i verið fegurra en n ú f dag. Nú til þess að halda minn- ingarræðu um land þetta verð ég að leggja einhver atriði til grundvallar Ég hefi áður talað um Canada og vil ógjarna þurfa að segja aftur það sem ég þá sagði. Þess vegna hefi ég hugsað mér að tala um stærð lands- ins og afstöðu, loftslag, frjófsemi, at- vinnuvegi, svo sem akuryrkju, fisk- veiðar, timbur, náma, iðnað, verzl- un, opinber verk, mentun, hókment- ir, vísindi, þjóðmenning, stjórn og siðgæði. Þetta ætti að vera nóg ræðuefni, ef vel er á haldið, og svo ætla ég þá að tala fyrst um atvinnu- vegina' af því, eins og ykkur er öll- um ljóst, að velsæld og þroskun einn ar þjóðar fer í réttum hlutföllum við frjótsemi landsins og afurða magn þess, og að dugnaður og framsóknar- afl ibúanna byggist að miklu leiti á mentun þeirra og menning allri. Stærð lands er og eitt stórt skilyrði ásamt öðru góðu, fyrir velsæld og framför þeirrar þjóðar, sem það byggir. Nú vill svo vel til að Ca- nada er með allra víðáttumestu lönd- um í heimi.yfir 3| millíónir ferhyrn- ings mílur að flatarmáli, nærri eins stórt og öll Evrópa. í tiltöíu við stærð landsins og frjósemi erafurða- magn þess. Ég vil minna yður á, að frjófsemi eins land3 er ekki ein- göngu komið undir því hve mikið hveiti fæst af liverri ekru lands.held- ur miklu fremur því,hve margvísleg auðæfi það framleiðir og í hve mikl- um gnægtum. Eftir því sem afurð- magn landsins er meira, eftir því eykst inntekta möguleiki hvers vinn andi einstaklings í landinu og vel- sæld þjóðarínnar að sama skapi. Um loftslag landsins getum vér að eins dæmt af hraustleika þjóðarinnar, af tápi,atorku og framsóknarafli hennar og langlífi einstaklinga hennar. En skýrslur sýna að hvergi í víðri ver- öld verður fólk hraustara og langlíf- ara en í Norðvesturhluta Canada- veldis, að meðtöldu Yukonlandinu. Nú skulum vér athuga atvinnu- vegi landsins og sjá af skýrslum jum þá hvort land þetta sé frjófsamt og atvinnuvegirnir lífvæniegir. En auðvitað höfum vér skýrslur að eins yfir það sem út er flutt úr landinu, en ekki um það sem þjóðin sjálf þarf til eigin nota. Ríki þetta er nú 34 ára gamalt. Ríkisheildin var mynduð árið 1868, nú er 1901. Hver er nú framförin á þessu tíma - bili, á 34 árum. Tökum akuryrkju, árið 1868, voru útfluttar akuryrkju - vörur samtals §19 mill. virði en í fyrra voru þær komnar upp f §82 millíónir. f fyrra nam verð út- fluttra nautgripa §11 millíónum, annað útflutt kjötmeti §16 millíón- um; egg §10| millíón ostur §20 millíónwm; og smjör §5J millíonum. Okkur var einu sinni sagt, að smjör drypi af hverju strái á íslandi, en sannleikurinn er sá, að sú þjóð hefi r aldrei haft nóg smjör til heima. nota, heldur er nú árlega keypt frá út- löndum stórslattar af grút.sem nefnd ur er “Margarine", og sem lög þessa lands leyfa ekki að fólk hér leggi sér til munns. Sannleikurinn er sá, að munurinn á frjófsemi Canada og fósturlandsins gamla, sem vér höf- um horfið frá, er.svo mikill að sam- anburður á löndunum er með öllu ó- mögulegur. Mér dettur ekki í hug að segja eitt andstæðis eða óvildar orð um ísland, og ég bið alla að skilja orð mín á þann hátt. En það segi ég satt, að mér finst yflrburða- kostir þeir sem Canada hefir fram yflrísland vera í jöfnum hlutföllum við það sem miðdags sólskinið er hlýrra, hollara og bjartara en mið- nættis niðmyrkrið í skammdegis blindbyljum norðurskautsins. Þess vegna er mér jafnan svo Ijúft að hæla Canada. Þessi framför nemur yflr 400 per eent á rúmum 30 ára tímabili, og þó fæðir landið nú 4 millíónir fólks fleira heldur en þá. Þessi framför hefði verið alger- lega alls ómöguleg, ef landið væri ekki undursamlega frjósamt. En auðæfin eru ekki að eins í ökrum bænda; þaa eru alstaðar í jörðunni og á henni. Tökum t. d. náma, á síðastl. ári gáfu námarnir í Canada af sér um 50 millfónir dollars virði af allskyns dýrmætum málmum. Þetta var útflutt úr laudinu: kopar var tekin úr námum í Canada svo nam §3 milllónir virði; gull §28 milí ónir—þar af yflr §20 millíónir úr Yukon-landinu; járn §600,000 virði; blý 2J millíón; níckel §7 millíónir; silfur 2J millfðn. Auk þess voru tekin úr kanadiskri jörð á síðasta ári kol fyrir §12 millíónir; asbestos fyr- ir §665,000; viðarkol fyrir §650,000; hverfisteinar fyrir §53,000; graphite §260,000- Mica §200,000; Gypsum fyrir §260,000; steÍDolfa lj millíón dollars virði; salt §200 þús.; bygg- ingagrjót fyrir §4 millíónir; Cement §700 þús. virði og ýrnsir aðrir málm- ar og náma afurðir, sem ég nenni ekki að telja upp hér. Þetta er alt arður af síðasta árs námagreftri í Canada. En vér höfum engar skýrsl- ur um þessi efni frá fyrstu árum rík- isins, og getum því ekki gert neinn samanburð við þá og nú. Ég mætti geta þess að vér þekkjum og vftum af kolalagi í no ðausturhluta Cana- da, sem er 97,200 ferhyrningsmílur að ummáli, en sem enn þá hefir ekki verið hreyft hendi við. Ég veit ekki betur en að í Canada, þessú undra landi auðæfa og vélsældar séu til allar þær málm- og námategu nd- ir, sem þekkjast í nokkru landi, að undanteknum perlum og demöntum. Næst koma fiskveiðar. Vér vit- um ekki hve miklu þjóðin eyðir til heimanota, sem þó hlýtur áð vera afarmikið, en vér vitum að útfluttar fisktegundir voru 1868 §4| millíón virði, en f fyrra, rúmum 30 árum síðar, voru þær orðnar §22 millíón virði. 80,000 manna hafa stöðuga atvinnu við þessa framleiðsluvegi og hálf milíón manna lifir algerlega af honum. Verð bátaneta og annars þess er lýtur að framleiðslunni er yf - ir §10 millíóna virði. Fiskiklak er ekki vanrækt í Canada. Árið 1868 voru 1 millíón fiskihrogn sett í ár og vötn landsins, en í fyrra var 146 milíónir hrogn sett í þau. Laxveiði og niðursuða er einn af þeim stóru og framfaramiklu atvinnivegum landsins; árið 1868 var framleiðsla niðursuðu verkstæða að eins 9000 kassar, en í fyrra var hún orðin 770 þús. kassar (50 pund í kassa). Selaveiði er I framför. 1868 veiddu Canadamenn 9000 seli; í fyrra veiddu þeir 35J þús.og sum ár hafa þeir veitt alt að 60,000 seli á ári. Eitt af því sem íslendingar á föðurlandinu gorta mest af, eru fisk - veiðarnar við strendur íslands. En þessar fiskveiðar eru landinu óvið - komandi og ósjálfráðar og ekki fram ar tilheyrandi landsmönnum þar heldur en íbúum annara þjóða, se m hafa næga mannrænu til þess að sækja fiskinn á þær stöðvar, en ég segi yður að fiskimiðin á Nýfundna- landsgrunni, við austurströnd Cana- da ern langt om arðmeiri og betri heldur en miðin við strendur ís- lands. Fiskiveiðar við austurstrend ur Canada eru undantekningarlaust þær langbeztu í heimi og Cauada- menn hafa lag á því að hafa þeirra full not, en sitja ekki sjálfir svelt- andi í landi, meðan aðrar þjóði r ausa upp auðnum eins og vér hðfu m sögur af að eigi sér stað á íslandi o g við strendur þess. Hér lifa 500,000 mannsafþessummiklaogarðsamaat- vinnuvegi,sem 80,000 manna stunda algeriega, Á íslandi eru ekki 80,000 munnar tilað neyta þeirrar fæðu, þótt þéc teljið hundana með. Tökum næst timbur; útflutt timbur var á síðasta ári 26£ millíón dollars virði. Yerk- stæðavarningur útfluttur á síðastl. ári nam 14£ milíón dollars virði; sú atvinnugreín má enn þá heita að vera í mesta barndómi hér hjá oss. En samt er hún í framför nú með hverju ári, eftir því sem land ið byggist og markaðir aukast. Út- fluttar vörur frá Canada á sfðasta ári voru §190 millíóna virði, og innflutt- ar vörur sem næst sömu upphæð eð a heldur minna. Svona eru nú atvinnuvegir Ca - nada sífelt vaxandi og meira arð- berandi með hverju ári sem líður og velsæld íbúanna fer vaxandi að sama skapi. Þess vegua er það ætíð satt um Canada, að það er aldrei fegurra en n ú í dag. Það gildir að einu hver dagurinn er, því að yf- irstandandi dagurinn eykur einatt á fegurð landsins, frjósemi þess og auðmagn frá þvf sem það var á liðna deginum. Nú skulum við líta yfir ástand landsins á anman hátt og skoða fram farirnar frá þeirri hlið. Árið 1868 voru hér I ríkinu 4856 mílur af járn brautum, en í fyrra voru þærorðnar nær 18000. Þegar nú þess er gætt að hver mfla kostar að jafnaði §56 þús, og að til eru staðir þar sem það hefir kostað hálfa millíón dollars að byggja hverja mílu, þá farið þér að skilja hvað þjóðin hér leggur mikið f sölurnar til þess að auka og bæta flutningssog samgöngnfæri sfn.Nú er innstæðufé þessara brauta landsins yfir þúsand millíónir dollara. Iun- tektir þessara brauta voru §19J millíón árið 1868, en nú eru þær yflr 70 millfónir dollars á ári. Þá voru útgjöldin §15| millíón, nú eru þau árlega nær §50 millíónir, og það er sú upphæð, sem gengur til að launa þeim eem vinna á brautunum. Um skipaskurði ætla ég að eins að segja það, að þeir eru einlagt að aukast og batna, en skipastóll ríkis- ins er talinn 5. stærsti í heimi að tonna tali. Ríkisstjórnin leggur ár- lega til rúmar §8| millíón eða um 30 millíónir krónur árlega til beinna umbóta til hagsmuna íyrir almenn- ing. Enda eru árlegar inntektir ríkisins nú orðnar yfir §50,000,000. Póstflutningar eru einna viss- asti mælikvarðinn fyrir framförum þjóða. 1868 voru hér í Canada 3.638 pósthús, nú eru þau nær 10 þús. Þá voru árlega flutt f ríkinu 18 millíónir bréf og jafnmörg blöð- nú eru árlega flutt 180 millíónir bréf og 114 millíónir blöð. Þetta eru miklar framfarir á rúmum 30 árum. —Næst skulum við athuga bánka- og ábyrgðarstofnanir, af því að þær segja sögu, sem undir engum kring- umstæðum verður hrakin, um leið og vöxtur þeirra sýnir hvað ljósast framför þá sem þetta land hettr tek- ið á síðastl. 30 árum: Árið 1868 var stofnfé löggiltra bánka í ríkinu §80 millfónir, en á síðasta ári var það orðið §460 millíónir. Innieignir þjóðarinnar voru þá §33| millíón en í fyrra, í harðærinu sem þá var, voru þær orðnar §305| millíón. Þessi feikna fjárupphæð sýnir hvað Canadamenn eiga á bönkum rfkis- ins framyfir það sem þeir þurfa að nota. En auk þessa eru pósthús- bánkarnir, þeir voru 80 að tðlunni 1868, en nú eru þeir orðnir 847, Þá voru innstæður manna á þeim §200 þús,- nú eru þær 37£ millfón, svo að eignir þjóðarinnar á canadisku bönk unum í dag eru um §350 millíónir. Þetta er alt sparifé, fé sem fólkið farf ekki að brtika, en lætur liggja þarna á vöxtum. Er ekkí þetta ein afarsterk sönnun fyrir gæðum þessa mikla lands, og þess, hve vel það fer með íbúa sína, það er að segja þá af fbúunnm, sem ekki eru á sama siðferðis- eða þroskastigi eins og fréttaritari Þjóðólfs hér vestra, sem heldur vill mega liía á sveit á íslandi, heldur en á eigin erviði hér vestra. Þetta er þá munurinn, að á fyrra fósturlandinu lifði þjóðin langa tfma á hallæris lánum og skyldan að borga þær skuldir mcð rentum var sáarfur er hún eftirskil- ur afkomendum sínum. Hér þekkj- ast ekki hallærislán, en hitt er al- gengt að vinnandi og reglusamt fólk, karlar og konur, ekki einasta viuni fyrír sér heldur leggja fó á sparibanka. Annar vottnr um vel- sæld fólks í þessu ágæta landi, eru vaxandi ábyrgðir. Árið 1868 voru ábyrgðir á fasteignum 188 míllíónir dollars, nú eru þær 1000 millíónir, þá voru lífsábyrgðir íbúanna f Cana- da 5 millíónir dollars, nú eru þær orðnar 470 millíónir dollars. Þetta erórækur vottur um vaxandi vel- megun þjóðarinnar og sannar ómót- mælanlega gæði landsins, því vér megum ekki gleyma því að þær upp hæðir sem þjóðin boigar út f ábyrgð ir eru peningar, sem fólkið getur sparað frá daglegum þðrfum sínum. Nú skulum vér athuga hið menta- lega ástand þjóðarinnar. Árið 1868 var tiltölulega fátt um skóla og aðr: ar mentastofnanir, en nú eru hór 18000 alþýðuskólar og 1000 æðri eða háskólar; als 19000 skólar með 28 þús. kennarum og 1,100 þúsund nemendum svo að nemenda fjöldinn er sem næst 1 móti hverjum 4£ manni af þjóðinni, og árlegur kostn- aður við þessar stofnanir er nú §20 millíónir. Okkur er stundum sagt að við eigum enga sögu og engar bókmentir. Það er satt, við eigum ekki mikla sögu. af því land þetta og þjóð þess er svo að segja á bernskuskeiði. En þó sagan sé stutt, þá er hún fögur. Vér þekkjum all- ir land, sem á þúsund ára sögu að baki sér, en það er saga hungurs og og harmkvæla, saga harðæra og hall- ærislána. Guð forði þessu landi frá að eiga nokkurn tíma slíka sfigu. En bókmentir og bókasöfn eigum við og þeim fjölgar með hverju ári. Árið 1868 voru söfnin fá í ríki þessu, eu nú eru þau orðin 535 að tölu og með 2 milíónir bóka auk allra blaða. Eg dirfist að segja að hve r sá maður, sem leggur sig eftir að ná þeim fróðleik; sem bókasöfn og bók- mentir Canada geta veitt honum, nái þar öllum þeim tróðleik er mann legur heili getur móti tekið; enda eru mentamál og skólafyrirkomulag- ið í sumum fylkjum þessa ríkis svo tullkomin, að aðrar þjóðir hafa hatt þau til fyrirmyndar. Um siðgæði þjóðarinnar í þessu landi verður bezt dæmt af framkomu fbúanna hver við annan; mannúðar- tilfinningin sem ætíð er samfara al- mennu siðgæði er á híu stigi í þessu landi, þó á því sóu undantekningar, eins og í öðrnm efnum. Lfknar- stofnanir eru hér á hverju strái; þær eru afleiðing sannrar mannúðar til- flnningar og hún finst að eins hjá þeim þjóðum og einstaklingum, sem hafa þroskaða siðmenning. í Ca- nada eru nú sem stendur um 160 líknarstofnanir af ýmsum tegundum þar sem hlúð er að og alin önn fyrir hinum bágstöddu, sjúku, elli- hrumu og þeim sem á annan hátt eru veiklaðir. Þessum stofnunum er haldið uppi af samskotum frá ein- staklingum og af opinberu fé. Ekk- ert land í heimi nefir fleiri eða betri líknarstofnanir í samanburði við fólksfjölda, en þetta ríki. Glæpir eru fáir að tiltölu við fólksfjölda. Dómar eru árlega feld- íryfir 1 af hverjum 440 manns í landinu og er það stórum minna en viðgengst í flestum, ef ekki ðllum Evrópulöndum. Ég hefl þegar talað of lengi, lengur miklu en ég ætlaði að gera, en efnið var svo rnikið, óg varð að segja alt sem ég hefi sagt og mér var ómögulegt að slífa mig frá ykkur fyrri en ég hafði drepið á aðalatrið- in í 34 ára framförum þessa lands. Ég veit að ræða mín hefir verið nokkuð þur eins og jafnan vill verða þegar rætt er um -'statistisk'1 mál, en ég vissi líka að tilheyrendur mundu taka til greina stöðu þá sem ég hefi þann heiður að hafa f félags- og þjóðlífi Vestur-fslendinga á yfir- standandi tíma.og að þeir áttu heimt- ingu á að heyra eitthvað það sem lýsti dálítilli þekkingu á sögu og högum lands þessa og þjóðar. Þess vegna sneið ég mér ræðuefnið á þenna h&tt. Og svo þakka ég yður öllum fyrir kurteisa og alúðlega á- heyrn og óska og vona að þetta mikla land Canada, megi halda á- fram að blómgast og blessast í kom- andi tíð, eins og það hefir blómgast á liðnum tfmum, og að vor íslenzki þjóðflokkur megi dafna og þro3kast hér, æ því meirsem árin líða. (íSér grefur gröf þó grafi.“ Hér með leyfi óg mér að biðja yður hra. ritstjóri að ljá eftirfylgjandi lín- um rúm f yðar heiðraða blaði. í 42. tbl. „Hkr.“ er svar móti grein minni „Bók bókanna" eftir Jó- hannes nokkurn Sigurðsson i Duluth . Þótt svar það snerti lítið efni þeirra r greinar og hreki als ekkert af því sem í henni er haldið fram, þá neyðist ég til lesendanna vegna að fara fáoinum orð- um um svar þetta og skýra litlu betu r aðalefnið f minni grein til að afstýra framvegis jafn hraparlegum misskiln- ingi og Duluth maður þessi hefir flækt sig í. J. S. virðist hafa ásett sér að dysja mig svo rækilega á mínum eigin „furðu- legu vitleysum og rangfærslum" eins og hann kemst að orði. að eigi bólaði á mér framar. En hann hefir síður en ekki gætt þess fyrir ákafanum að^hann hpfir eingöngu mokað utan að sjáKum sér og heft sig svo mjög að hann er ver búinn til vígis en áður; en hefir aftur á móti gefið mór undir fótinn svo að ég stend mun’ betur að vígi eftir til að hrópa upp með þau sannindi er ég hafði fram að bera. Eigi dregur J. S. lengi að reiða til höggs við mig sem hann líklega hefir ætlast til að riði mér að fullu. Hann ber á mig að Cg hafi sagt að eigi mætti kenna bibliunni um skoðauamun og deilur kirkjudeildanna. „Hvernig fer maðurinn að Jesa?“ spyr hann. Gamalt máltæki segir að betra sé að vita rótt en hyggja rangt, og á það eigi sízt við þá, sem hleypa sér út í deilur . „Hvernig fer maðurinn að lesa?“ spyr ég. Ég sagði a<k biblfan væri ekki sök f því sem „aflaga" færi f kirkj- unni. Skoðanamun og deilur kirkju- deildanna færi ég ekki undir þann bálk , nema að þvf leyti sem slíkt kemur íram undir „ókristilegu" formi, svo sem

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.