Heimskringla - 29.08.1901, Síða 2

Heimskringla - 29.08.1901, Síða 2
HKIMSKKINtíLA 29. ÁGÚST 1901. PUBLISHED BY The Beimskriagla News & Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Eandar. 31.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til tslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. 0. Money Order; iiegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum ft. L. Bnlðwinson, Editor Sc Manager. Office : 547 Main Street. P O. BOX 1«»«. Austan mennirnir. Lögberg I síðustu viku flytur á- mælisgrein um fylkisstjórnina flt af kaupamönnunum að austan. Segir stjórnin hafl látið sér sæma að sleppa algerlegaaf þeim hendinni er hingað kom. Þetta er algerlega tilhæfu- lau3 þvættingur og með öllu ósannur. Eins og vér höfum skýrt frá í fyrra blaði þá varð það vitanlegt snemma á sumrinu að ef engin ó- vanaleg veðra óhöpp kæmu fyrir, þá yrði þes3a árs uppskera í Mani- toba sfi langmesta sem nokkurntíma hefir orðið. Þess vegna voru þá strax gerð samtök með þeim tveim- ur járnbrautarfélögum sem nfi starfa í þessu fylki og fylkisstjórninni, að komast eftir hve marga utanfylkis vinnumenn mundi þurfa að flytja inn í fylkið á þessu sumri til þess að bændur gætu fengið þá hjálp við uppskeruna sem vitanlegt var að þeir mur.du þarfnast, ef alt færi að líkum. Svo þegar umboðsmenn brautarfélaganna, og fylkisstjórnar- innar, víðsvegar fit um landið, sem allir, eða langflestir, eru bændur í betri röð, voru bfinir að senda skýrsl- ur sínar, þá kom það í Ijós að þörf væri á 20,000 kaupamönnum við þessa árs uppskeru. Af þessu var það að brautarfélögin og fylkisstjórn- in og Ottawastjórnin lögðu saman að fitvega þessa menn, sem nfi eru allir komnir hingað vestur, og oss vitan- lega allir bfinir að fá atvinnu. Sannleikurinn er að bæði brantafél. og báðar stjórnirnar, bæði íylkis- og Dominion stj. hafa lagt saman og gert alt sem mögule^t heflr verið til þess að fitvega þessum þfisundum manna atvinnu. Fylkis3tj. hefir stöðugt haft frá 8 til 9 inanna til að fitvega þessum kaupamönnum vinnu jaf'nóðum og þeir hafa komið. Þess utan hefir Dominionstj. umboðsmenn í ýmsum stöðum fit um fylkið sem bjálpa til að útvega austmönnum Þessum atvinnu, og brautafélögin hafa einmg sent menn frá sér héðan úr bænum fit um fyikið til þess að hjálpa þeesu verkí áfram. Þetta er ekki alaeg það sama sem að sleppa hendi af mönnum þe-sum þegar þeir kema hér í bæinn. Enda er mjög fátt af þeim hér í bænum leng- ur en i mestalagi nokkra kl.tíma eftir að þeir koma hingað. Nfi ber þess einnig að gæta að tnargt af þessum mönnum hafa kom- ið hingað vestur undir því yflrskyni að vera kaupanienn, at því þeir fengu með því móti lægra fargjald en ella. Þeir menn koma ekki að eins til að vinna, heldur miklu frem- ur til þess að líta sér eftir löndum og byrja hér bfiskap og sumir komu til að byrja hér verztun og enn aðrir til að stunda hér handverk og enn aðrir til þess að spekúlera. Það cr meira en trúlegt að hclfingur allra þeirra manna sem í þessari kviðu hafa komið hingað vestur, fari als ekki til baka. í hitt eð fyrra komu 10,600 menn í kaupavinnu, en að eins 5,000 þeirra fóru austnr aftur. Og sömu hlutföll hafli orðið á fyrri áram. Það er því engin ástæða til að efiast um að sagan muni f þessu efni endurtaka sig á þessu ári. Enn má þe i geta að mjög margir þeirra erað austan komu, höfðu alt of háar hugmyndír um kaupgjaldið hér vestra. Ýmsir þessara œanna neit- uðu $10 um mánucinn og fæði, þeir kváðust ekki hafa komið hingað vestur til að vinna fyrir drengja- kaupi, þeir lievntucu frá $50—$60 um mánaðinn. En það vildu bænd- ur ekki borga. Og þó hafa sumir þessir austan menn ráðist fyrir alt að $50 um mánuðinn með fæði. Vér höfum fyrir satt að allar þessar 20,000 manna séu nú komnar að vinnu og að enn þá sé rúm fyrir nokkuð fleiri. Mr. McKellar, sem er aðal hjálparmaður akuryrkjumálaráðgjaf- anf í þessu fylki, heflr í höndum sín- um skýrslurnar um það hvert þessar 20,000 manna voru sendir. Hann kveður alla vinnu útvegun mann- anna hafa gengið ágætlega í sumar, og kveður umboðsmenn fylkisstjórn- ai innar hafa unnið ötullega að . því að koma kaupamönnunum fyrir. Alr, McKellar hefir um möig ár unn- ið að þessu sama verki fyrir Green- way-stjórnina sál. og Lögb. fann þá ekkert að gerðum hans. Hann ætti því ekki að vinna mikið lakar nú, þótt stjórn sfi er hann vinnur fyrir sé ekki sfi sama og þá var. Lögberg ætti að líta í lcringum sig áður en það hleypur af stað með næstu álas-. grein um þetta mál. Avarp Fr. J. Bergmanns. I þessu blaði birtum vér „ávarp til Islendinga'* trá séra Fr. J. Berg- mann, og álítum oss skylt að fara um það nokkrum orðum. Ávarp þetta er í fáum orðum sagt opinber tilkynning um það, að íslenzka há- skólamálið, í þeirri mynd sem það hefir að þessum tíma birzt fyrir al- menningi hér vestr, hafi- logn- a s í ú t a f um óákveðinn tíma, og sé nfi ekki lengur á dagskrá sem þjóðflokkaspursmál meðal vor. En að í þess 6tað hafl sfi stefna verið tekin upp að koma á kenslu í ís- lenzkri tungu og íslenzkum fræðum við stærsta háskólann í Winnipeg borg. Kirkjufélagið eða nefnd sfi er það setti til að hafa mál þetta til meðferðar, hefir gert samning við Wesley College, háskóla Methodista, hér í bænum, um það að einn ís- lenzkur prófessor verði settur þar í kennara embætti, er hafi þann starfa á hendi að veita þeim nem- endum skólans, er þess óska, kenslu í íslenzkum bókmentum og íslenzkri tungu, og séraFriðrik J. Bergmann á að gegna þessu prófessors embætti. Það er tekið fram í ávarpinu að þessi kensla eigi að kosta hvern nemanda $30 á hverju skólaári, sem mun verða sem næst $1 á viku yflr allan skólatímann. Það er ekki Iiægt að segja að þetta sé dýr kensla og vér efum ekki að flestir eða má ske allír ísl. nemendur, sem á þenna skóla ganga, muni nota sér þetta tækifæri til þess að auðga þekkingu sína á feðra tungu sinni og á sögu og bókmentum íslands. Það er enda hugsanlegt að einhverjir hérlendir nemendur kunni að sæta því boði sem þeir með þessu kennarastarfi séra Friðriks eiga kost á að nota, til þess að Iæra íslenzku, og er þá stór- um betur farið en heima setið. Því vér efum ekki að vaxandi þekking hérlendra manna á málí, sögu og bókmentum íslands muni miða til þes8 að auka virðingu þeirra fyrir tandinu og þjóð þ*ss, sem hér heflr tekið sér bólfestu. Reynsla Iiðinna ára heflr ætið og undantekningar- laust verið sú, að eftir því sem hér- lendir menn hafa náð meixi þekk- ingu á löndum vorum hér, eftir því hafa þeir fengið betra álit á þeim, og þetta álit mundi að sjálfsögðu vaxa með aukinni þekkingu hérlendra mentamanna á tungu og bókmentum íslendinga. Þetta háskólamál virðist nú loksins komið í það horf sem Heims- kringla hefir frá fyrstu .ipptökum þess ’.ialdið fram að það ætti að kom- ast í, og sem mögulegt væri að það gæti komist í um langan ókominn aldnr. Blað vort lieflr aldrei neitað því að háskólahugmyndin væri fög- ur hugsjón, unaðsfullur draumur, en ópraktisk í hæsta máta af því að hfin var ómöguleg í framkvæmdinni og að engu leyti nauðsynleg. Heimskringla heflr aldrei neit- að því að það gæti verið æskilegt að laudar vorir hér í álfu gæti átt kost á að ná allri sinni æðri mentun á ísl. háskóla, en bíaðið heflr jafnan hald ið fastlega við þá skoðun að það væri þó þvi skilyrðí bundið að sú stofn- un, hvað allan útbúnað og kenslu- skilyrði snerti, gæti verið fullgild- ur jafnoki annara samkynja stofn- ana hér í landinu. Annars væri engu til kostandi því að nafnið í sjálfu sér væri þýðingarlanst ef ekki öðru fyrir að gangast. Oss hefir aldrei blandast neinn hugur um það að bæði væri al-ísl. háskóli oss hér- megin hafsinB algerlqga ónauðsyn- legur, og ein3 hitt, að svo fámennum hóp sem vér erum og með takmörk- uð efni, væri á frumbýlingsárum vor- um hér í landi algerlega ómögulegt að standast þann kostnað sem nauð- synlegur væri til þess að byggja og fitbúa með öll nauðsynleg áhöld og að viðhalda slíkri stofnun, sem svo hversu góð 'og fullkomin sem hún kynni að verða, gæti ekki veitt oss neina þá fræðslu sem vér ekki ætt- um kost á að öðlast á hérlendum há- skólum, að undantekinni fræðslu í íslenzkum og norrænum fræðum. En þetta gátum vér fengið með því að fá ísl. prófessor settan við hér- lendan háskóla, og með margfalt minni kostnaði heldur en bygging háskóla hefði haft í för með sér. Hið fyrra er oss kleyft, hið síðara als ókleyft, eins og nú standa sakir. Svo var og aunað atriði, sem sé það, að almenningur leit á og hefir skoðað mál þetta frá fyrstu byrjun, sem væri það eiginlegt prestaskóla mál, gert aðallega til þess að skapa ísl. presta fyrir vestan haf. Þetta var almenningi þvert um geð. Þeir höfðu reynst misjaínir heima á Fróni sauðirnir þeir, og fólk vort hér vestra, svona yflrleitt, sá enga ástæðu til þess að rýja sig inn að skvrtun ni, peningalega, til þess að koma hér upp ísl. prestaskóla. Þess vegna hafa samskotin í háskólasjóð kirkju- félagsins gengið svo undur seinlega á liðnum árum. Yér teljum alveg víst að hefði mál þetta verið haflð í fyrstu sem alveg óháð kirkjufólag- inu, verið nefnt Háskólamál Vestur- íslendinga og haft framkvæmda nefnd alveg óháða kirkjufélaginu, þá væri háskólasjóðurinn orðinn margfait stærri en hann er þann dag í dag. Vér teljum og alveg víst að nefnd sú er um málið hefir fjallað á síðari árum hafi séð og tekið til greina þetta þrent: 1. að oss hér vestra er enn sem komið er ofvaxið að koma upp og halda uppi sérstakri háskólastofnun, er orðið gæti þjóð- flokkí vorum til nokkurs verulegs sóma. 2. að slík stotnun væri í sjálfu sér algerlega ónauðsynfeg, þar sem að alt er hún hefði getað veitt oss, fékkst með því að fá ísl prófessor 1 ísl. fræðum, settan við einhvern af hérlendu háskólunum, og 3. að rétt væri og heppilegt að færa almenn- ingi heim sanninn um það að þessi stofnun ætti e k k i að vera lútersk háskóla- eða prestaskóla stofnun, heldur blátt áfram æðri og almenn mentastofnun fyrir ísl. nemendur, hvaða raentagrein sem þeir kysu að nema. Fyrlr þetta á nefndin, að vorri hyggju, þökk skilið, og eins fyrir það að hún heflr verið heppin í valinu með kennara. Séra Friðrik er lipur gáfumaður og líklegur til þess að gegna starfa sínum með al- fið og gaumgæfni. Það er því vonandi að ísl. nem- endur, sem framvegis ganga 4 skóla þenna meti þetta framfara spor Vestur-Isiendinga svo mikils að þeir sæti því boði skólans að stunda, ásamt öðru námi sínu, nám í fsl. tungu og ísl. fræðum yfirleitt. Heimskringla finnur gilda ástæðu til þess að mæla vel fyrir þessu framfara spori landa vorra hér og óska því allrar velgengni á komandi tímum. Tala. Minni Vestur-íslendinga 2. ÁGtJST 1901. Kr. Ásg. BENEDIKTSSON fiutti. Háttvirta þjóðminningarhátfð ís- lendinga í Vesturheimi! Kæru landar, konur og menm— Með dýpstu lotningu fyrir ís- landi og öllum góðum fslendingum kem ég hér fram 4 ræðupallinn f dag. Eg vildi að nfi vektist mér eldur í sál og Iaufgað mál á tungu. Ég hefi strengt þess heit, og strengi þess enn þá hér, frami fyrir öllum heyrandi lýð, að alt það sem ég get hugsað fagurt og unnið stórt, það helga eg íslandi. Ég veit að hag- fræðingarnir hérna í Vesturheimi, skoða þessa heitstrenging enga heilla- stjörnu fyrir mig, En hvað um það. Það skal svona vera. Kæru tilheyrendur, með óvilja gekst ég undir þann starfa fyrir nefndina, sem stendur fyrir hátfð þess- ari að tala hér í dag. Ekki vegna þess að ég sé feiminn við yður, eða ræðumennina sem með mér tala hér. En ræðuhöld þessa dags hafa bitið illa á mig.—Tveir ræðu menn eru bfinir að tala. S4 fyrri talaði með hlýju vinabrosi og sonarlegum til- finningum íyrir minni vors ást- fólgna ættlands, íslands Vart heflr nokkur í hans sporum gert betur, hafi nokkur gert jafnvel að sumu leyti. Síðari ræðumaðurinn talaði langt minni fyrir Kanada. Á þeirri tölu eru tvær hliðar. Islandshliðina ætla óg ekki að segja eitt orð uin á þess- ari hátfð. En Kanadahliðin með dalahrfiguglamrinu flnst mér satt að segja bera of mikið Lauriers veiði- matarbragð með sér fyrir þenna dag, En af því engin syíjabönd í pólitisKum hjúskap eiga sér stað á milli ræðum. og stjórnarforseta ríkis- ins, þá heflr það verið hljómur- inn, sem mér fanst svo sam- kynja við þessar kosninga und- bfiningsræður, er landsstjórnin lætur stundum halda. Ég skal sansast á því, að megintaugarnar hafl ekki verið spunnar af )ausieriskum toga. —Ég vil að allir gæti þess—og það geramáskp allir— að ísland á2. A g fi s t, og ekkert annað land eða ríki f víðri veröldu. íslandi eru helgaðar allar athafnir þessa dags; ef einhver sýnir því ójöfnuð eða van- sæmi, þá er það goðgá og griðrof í veum eftir minni skilningu. Standi ég einn uppi með hana, þá sé það svo. En greiði níu tíundu at- kvæði méð henni, þá segi ég að sjá- andi sjái fólkið og heyrandi heyri það. Þetta er formálinn, þótt hann sé nokkuð til hliðar við umtalsefnið. Ég var beðinn að minnast undan- genginna ræðumanna, þá ég kæmi tram, og ég var sjálfur bfiinn að 4- kveða það. Er svo úttalað um þá. Kæru góðu Islendingar, þá er að tala og skrafa um yður og sögu yðar, og það á að vera citthvað gott og fallegt. En vandi er þeim á höndum sem vöiin eiga. Það er úr nógu að velja, en vandinn er að velja það sanna og rétta. 'Ég skoða því að eins sé vel mælt fyrir minni lands, þjóðar eða manna, að sannleikurinn sé sagður við Ijósbirtu kurteisinnar, og í blíðviðrl góðra til- flnninga. Renni ég rannsóknarblys- um yflr leiðir fyrirrennara minna— mannanna sem hafa int sama starfa af höndum að undanförnu, og ég á nú að gera, þá má ég þar margt sjá, og fir mörgu er að gresja. En það eru þeirra aldinviðir en eigi mínir. Og síst vildi ég plokka ávexti af annara trjám í dag, í Gerninga- bókum þesgara manna stendur aug- ljóst, að þeir hafa lýst lunderni og eðlisfari yðar, fitliti og klæðaburði, talsmáta og yftrburða starfsþoli með ýmsu fleiru. Margt má af þvi læra, og marga frjótauga að rótum rekja. —Ég er hjáfara og einrænn f mörgu. Ég kýs helzt að flnna rótina sem fyrst, og klifra síðan upp askinn og láta fallast út um limið. Ég ætla þvf að spyrja Söguna þessarar spurn ingar: Hverjir voru forfeð- ur íslendinga og hvað höfðust þeir að? Sagan svarar ó þessa Ieið: I-. lendingar eru ylirleitt taldir af norrænum uppruna, en í raun og veru eru þejr úrvals kynstofn af ftorrænum, th'Pskum, sænskum, skozkuin, írskurn, en3kum og suður- eyskum koinrigaættuin og her- manna. Þett ■ voru þær göfugustu og hraustustu ættir sem uppi voru á Norðuriönduin um síðari hluta hinn- ar níundu ahlar og fyrri hluta tí- undn. Vegnu > firgangs og ofrfkis fluttu þeir til Islands. Það var sama og óbygt er þc r hófu þar landnám (874). Þeir st fnuðu þar nýja þjóð og nýit löggjafa rríki. Lýðstjórn, og síðar sagnavi.indi stóðu hvergi eins hátt og gi silega um öll Norð- urlönd, sem bjá þessari ungu úr- vals þjóð, seni fsland bygði. Þá voru íslendirig .r hin mesta siglinga þjóð, mesta skáldþjóð, og fram- gjörnustu og hepnustu landkönnun- armenn, um allan Norðurheim. Þeir voru alstaðar boðnir velkomnir við allar konungahirðir, og hvergi þótti betur lið skipað en þar sem íslend- ingar gengu fram. Þeim voru kunnar allar leiðir millum Miðjarð- arhafs að sunnan og norður um Grænland, austur að Úralfjöllum og vestur um megin strendur Norður Ameríku. Svo mikla landvíðáttu þekti þá engin þjóð nema þeir. Liðugri öld eftir að ísland tók að byggjast, fann Eríkur rauði Grænland (982) þar stofnuðu fs- lendingar tvær nýlendur. Milliferð- ir millum fslands og Grænlands urðu þess, að Leifur Eiríksson fann austurströnd Ameríku árið 1000. Þangað hófust strax mannflutningar frá Grænlandi og íslandi, og höldust um langan tíma. íslendingar höfðu þar landsetu, og dvöldu að staðaldri þar svo árum skifti, og reistu þar bæi og bú- Bændur tóku sig upp frá íslandi og fluttu til Grænlands, og síðan þaðan til uVínlands ins góða", sem þeir nefndu þetta land þá. Einn af þeim var Þorfinnur Þórðarson karlsefni fir Skagaflrði, sem dvaldi þrjá vetur vestur á Vín- landi. Þar eignaðist hann son með konu sinni Guðríði, er Snorri var heitinn. Hann fluttist síðar með foreldrum sínum til ísl., og bjó síðar á Reyninesi í Skagaflrði. Var hann móðurfaðir Runólfs föður Þorláks biskups, og eru fleiri stórmenni frá honum komin. Þær stóðu afar hátt og ærið breitt ættir íslendinga, þar sem þær stóðu um alla Norðurálfu og Amer- íku. Lengi fram um aldir fór það ekki með leynd að fslendingar fundu Ameríku, því Kristopher Columbus, sem uppi var nær fimm öldum síðar en Eeifur fann Vínland, leitaði upp- lýsinga hjá íslendingum áður hann lagði á stað í hina nafnfrægu vest- rænu landaleit sína. Alt þetta segir sagan okkar............ Eg heíi nfi með sðgulegum vís- indum minnt yður á hverjir forfeð- ur vorir voru, og hvað þeir höfðust að. Sýnist yður það vera þræla- mót 4 ætterni voru? Sýnist yður að oss íslendingunum vera mægða vant við Rauðskinnana hérna í Vestur- heimi? Nei, ekki oss I lendingunum, sem eium íðilkyDjaðasta þjóð í öll- um heimi. Vér, þjóðin sem er lang- auðugasta í heimi að andlegum auð- æfum.— Og eitt orð meir í þessu s^mbandi. Ef nokkur hvít þjóð á jörðinni á þetta land, þá eru það ís lendingar, og engin önnur þjóð. Vesturheimur er erfða óðöl vor. Hitt er annað mál hvert nú er nokkur Egill uppi til að sækja landheimt- una með Gulaþings lögum, og vega Ljót hinn bleika, ef Gulaþingskon- ungur lögrænir sækjanda. Kæru tilheyrendur, nú er að tala um yðar sögu og yðar afreks- verk. Það fer tvennum eða þrenn- um sðgnm um hver orsökin hafi ver- ið til þess að þér fiuttust hingað vestur. Fyrir 30 árum síðan hófust flutningar frá íslandi til Vestur- heims. Aðal orsök til þeirra flutn- inga er talin ófrelsi og kúgun af hálfu n'kis og kyrkju. Eg hygg að Heira hafi þar til stuðlað. Ég held hinn forni farand og landkönnunar andi hafl einlagt vakað í meðvitund þjóðarinnar, gegnum kúgunog harð- æri. Ég held að þegar frelsishreif- ingar og i ýmkun mannréttinda bár- ust til íslands, ásamt nýlendustofn- unum í Vesturálfunni, þá hafl far- and þrá íslendinga risið úr dvalan- um og draummókinu, og fiogið á stað til I(hinna sólgyltu landa ‘ vestan við hafið. Ég er viss um uð þessi farand þrá hefir verið yflr- sterkari, en yflrveguna stjórnfræði og guðspjallarnál Islands. Enda bendir þessi vísa á, að umhugsunin haíi verið meiri um það væntanlega en um ástand landsins, á meðal al- mennings: (1Til Brasilíu að breRða sér Bezt er þei'nuin snjölíum. Þar sæl.ífeti eiiíft er í rúsínu fjölluin." Það er líka nanðsynlegtað vest- urfarar hafi bjargfasta trú og bjartar skoðanir um þetta land áður en þeir koma hingað. Því að eins geta jeir lagt höndina héila á plóginn þá æir eru komnir á framaudi fóstur- storð. En það er alt öðrumáli að gegna um landnámið hér í Vesturheimi en landnámið á íslandi. Þegar íslend- ingar komu hingað voru þjóðir og löggjafarvald í landinu, sem þeir urðu að beygja sig og brjóta eftir, og ekki um neitt óháð landnám hér að tala. fslendingar fluttu fyrst inn á milli hérlends fólks. En þar kipti þeim strax í kyn. Þeim var ofþröngt fyrir höfðum, svo áfram og Iengra þaut farand þrá þeirra, út í rúmið og auðnina. Þeir leggja á stað, og staðfesta bygð sína hér upp í öræfun- um í Manitoba. Þeir höfðu við stór- erfiðleika að etja fyrsta og annað árið. Þeir voru nær þvl fráskildir mannheimi—niður í Ný-íslandi. — Þeir áttu við efnaleysi og stórsóttir að stríða. Og þá var og manndauði mikill meðal þeirra. Og hafl ís- lenzkt fólk nokkurntíma dáið af skorti á nítjándu öldinni, þá var það bóluveturinn 1876—77 í Ný-Islrndi, að óljúgfróðir menn segja mér, sem þar bjuggu þá. Ofan á þetta bætt- ust deilur um kyckjumál, og af þeim spruttu flokkadrættir og burtflutn- ingur úr nýlendunni. Síðan þá hafa íslendingar verið dreifðir og sérför- ulir í þessu landi, þótt þeir samlendi á nokkrum stöðum........ Þótt söguroðí Islendinga í þessu landi sé naumast farinn að roða gnýpurnar í sagnalandinu enn, þá er þó fengin næg sönnun þess, að þeir eru undantekningariaust sú bezta og fjölhæfasta þjóð sem flytur í þetta land. Bændurnir sem byrja að erja og sá jörðina með tvær hendur tómar, eiga enga eyki, eugan plóg, og naumast reku til að byrja með, þeir, þessir duglegu og þolgóðu menn eru bfinir að gera ein3 inikið á 18— 20 árum, eíns og annara þjóða menn, sem byrjuðu á sama tíma með góðum og fullkomnum áhðldum. ()g ísl. bændurnir eru ekki einasta búnir að koma bfijörðum sínum og hýbýla- skipun í jafngott lag og hinir, heldur eru þeir líka orðnir jafnir þeim 4 efnalega vísu- Þeiroru cljusamari, þolnari, forsjálli og í öllu meiri menn, en annara þjóða bændalýður í þessu landi, sem er þó kynjaður frá öllum þjóðum heimsins. Þarna sýnir ís- lenzka ætternið sig. Þegar rent er augunum yfir sögu verkamannanna ísl. I þessu landi, þá er þar sömu söguna að finna og hjá bændunum. Islenzkir starfsmenn þykja dyggUrtu, stórvirkustu og þolnustu verkamenn í þessu landi. 0g vinnuveitendur velja þi úr öðr- um þjóðum ef þeir hafa tækifæri til þess. Sama sagan er endurtekin viðvíkjandi ísl. kvenfólkinu. Það fær yfirleitt mesta heiðurs orð fyrir dugnað og verklægní í þessu landi. Og margt enskt fölk er heldur vinnu- konulaust, en að það taki annara þjóða stúlkur en ísl. Stjórnin I B.C. heflr skrifað ritstj. Ilkr. og vill I hamingjunafni fá ísl. vinnukonur. Hvenær ætli danska stjórnin skrifl landshöfðingjanum á íslandi og biðji hann að fitvega sér nokkur hundruð af ísl. vinnukonum? Það verður líklega ekki fyrr en þorrinn og góan eru liðin. Svonastanda íslendingar að vígi á starfsviðinu í þessu landi. I hinum verslega fólagsskap eru Islendingar hér fullkomlega jafnokar annara þjóða. í bindindismálum bera þeir höfuð og herðar yflr aðrar þjóðir. í lífsábyrgðarfélagsskap eiu þeir mjög framarlega. í verkaiýðs- félagsskap er þeim samt víða ábóta- vant........ Þá er hið andlega atgjörfi ís- lendinga í þessu landi. Það er álit hérlendra manna að þeir sæki hina lægri og æðri skóla betur en flestir aðrir þjóðfiokkar í þessu landi. Og á öllum skólum skara íslendingar fram fir, jafnt ungir og fullorðnir. (Og hvernig gæti það öðruvísi verið, fyrst þeir eru íslendingar?) Sumir hámentaðir menn frá Norðurálfunni Jíta harnauga til skólanna I Vestur- heimi. Auðvitað er kensla og lær- dómur í fastari sniðum víða f Norð- urálfunni, en hér. Og má vera að þær stofnanir sumar, sem hár eru kallaðar skólar, ættu heldur að kall- ast tilsagnastofnanir eða undirvísun- skólar. En hvað sem um mentun og lærdóm er að tala, og á hvaða stlgi sem það er hér, þá raskar það ekki þeirri gefnu reyuslu, að íslend- ingar eru á undan öðrum í öllu námi, á æðri og lægri skóluin. Þótt það sé kent minna og slælegar á skólun- um hér, en sumstaðar annarstaðar í

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.