Heimskringla - 19.09.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.09.1901, Blaðsíða 1
Heimftkringla er gef- in ut hvern fímtudag af: Heimskringla Mews and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið $1.50. Borgað fyrirfram. t Nýir kaupendur fá í kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 19o0. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents. XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA .19 SEPTEMBER 1901. Nr. 50. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Emma Goldman var handtekin i Chicago þann 10, þ. m. kærð fyrir að hafa veiið f vitorði meðLeon Czolgozz, manni þeim sem skaut á McKinley for- seta á Bufialo-sýningunni, Kona þessi er auðsjáanlega bráðgreind. Kveðst hún hafa kynt sér stefnu Sósíalista— Jafnaðarmanna—um lengri tíma, og á- leit ekki að hún hefði verið rétt skilin, ef dráps tilraunin hefði verið gerð sem afleiðing af ræðum sínum, erhún hélt í Memorial Hall í Cleveland i Maí síð- astl. Hún kvað það satt vera að hún værí Anarkisti, sem hún útlagði þann- ig, að hún væri “Studend Socialista- stefnunnar"; en hún kvaðst ekki kenna framkvæmdir tilhryðjuverkja og ekki geta borið ábyrgð a því þótt einhver andlegur vesalingur misskildi orð sin svo að hann tæki fyrir að drepa; enda væru slíkir menn til meðal allra stétta. —Það er svo að sjá sem lögreglan ætli ekki að græða mikið i viðskiftum við konu þessa. Nýr og arðberand: atvínnuvegur hefír verið uppgötvaður í Yukon. Það er að stela gulli úr gullþvottarennum námaeigenda. Um $10,000 hefir áþenfia hátt verið hnuplað frá ýmsum náma- eigendum. Johann Most, einn af foringjum Anarkista í New York og ritstj. blaðs- ins “Froiheit1', hefir verið tekinn fast- ur í New Y ork og kærðnr um að vera grunsamur maður; aðalástæðan er samt sú, að hann hefir ritað mjög æsandi greinar í blað sitt, og ei ein sérstaklega tekin til dæmis, þar sem hann heldur þvi fram að það :é i sjálfu sér glæpur að álíta að möguiegt sé að fremja nokk- urn g!æp móti harðstjórum, en að hann álíti eru allir auðmenn og stjórnarar harðstjórar. Á meðal annars segir hann í áminstri grejn: “Uppreist er ekki annað en vörn, og morð er sem varnarmeðal, ekki að eins leyfilegt, heldur er þíið skylda, þegar því er beitt móti embættismönnum. Þess vegna segjum vér, morð og aftur morð; frels- ið mannkynið með blóði ogstáli og með eitri og dynamite. Vér þekkjum óvini vora og það er engia afsökun ef þeim er enn þá leyft að lifa". DavidAdam, hæstaréttardómari i New York, sogir hægt vera að gera Emmu G-oldman og aðra Anarkista landræka úr Bandaríkjunum, þó þeir séu borgarar Bandaiíkjanna, af þeirrj ástæðu, að þetta fólk hafi fengið sín borgarabréf á sviksamlegan hátt með þvi að sverja hollustueiða við lög og stjórnarsk ipulag Bacdatíkjanna, en sem þeir reyni mrð kenningum SÍnum ogathöfnum að eyðileggja á ailan hátt. Efnamaður einn og talinn heiðar- legur borgari i Erie, Penn., framdi sjálfsmorð i síðustu viku. Ástæðan fyrir þessu var sorg hans yfir afdrifum forsetans. Sykurgerðarverkstæði eittí Peoria, 111.. talið hið stærsta af sinni tegund í Bandaríkjunum, hefir hætt að starfa um óákveðin tíma og við það hafa 1200 manna tapað atvinnu. Dr. Nyblett f Nesbitt, Man., hefir verið sektaður fyrir að stunda læknis störf hér í fylkinu. Hann lærði læknis- fræði í Toroutc og útskrifaðist þaðan, en stóðst ekki prófin hér vestra eftir að hann kom hingað, hélt samt áfram að lækna og yar því sektaður. Nýár Gyðinga 5662 byrjaði á föstu- dagskveldið var, og laugardagurinn 14. Sept. er þeirra n ýársdagur í ár. Matvælaskortur e-r sagður á Ha- waii-eyjum, af því að kaupmenn í San Francisco hafa vanrækt að senda næg- ar vörubyrgöir þangað. Beztu Pennsylvania hörð kol verða seld fyrir $8 tonnið í Fort William i vetur. Maður einn á Englandi hefir fund- ið nýja aðferð til þess að bræða málm úr námagijóti oger sagt að nú geti 2 menn aíkastað eins miklu við það verk og áður gátu 100 manna. Auk þess er þvi haldið fram að járnið eða stálið. er fæst með notkun þessarar nýju aðferð- ar, sé hreinna og sterkara en hægt er að gera með núverandi bræðslu aðferð, Uppfindingamanni þessum hafa verið boðnir ærnir peningarfrá Bandaríkjun- um til þess að selja einkaleyfi sitt hér í landi, en hann kveðurþað skyldu s’na að láta England sitja fyrir þvf með sömu kjörum. Lögregludómaai einn i Bandaríkj- unum barði nýlega mann úti ágötu, af því hann heyrði hann láta í ljós ánægju sína yfir óförum forsetans. Næsta morgun las hann upp klöguu yfir sjálf um sér og sektaði sig um $5 og dóms kostnaðl.borgað samstundis, ogtók þar næst mál annara glæpaseggja, sem kær ðir höfðu verið fyrir honum. Brezka þingið samþykti nýlega lög um að láta vikka Londonbrúna miklu, sem staðið hefir i 75 ár, en umferð yfir hana hefir á þessu timabili aukist svo mjðg að þó hún sé um 64 feta breið, þá er óhjákvæmilegt að breikka hana all- mikið og verður bráðlega byrjað á þvi verki. Þess var getið þér í blaðinu fyrir nokkrum mánuðum að nokkrir þýzkir visindamenn hefðu ferðast til Mattias- eyjanna til að rannsaka þar dýra- og jurtalíf og að athuga siði villimanna þeirra er þar búa, en sú rannsóknar ferð ecdaði þannig, að villimenn drápu alla visindamennina nema einn, sem undnn komst í bát og náði skipi þvi sem flutti þá þangað Þýzka stjórnin sendi svo herskipið Cormorant til eyj- anna til þess að takapróf i þessu máli, en eyjarskeggjar buðu bardaga og lauk svo viðskiftum að skipverjar drápu 80 af eyjaskeggjum, en tóku 17 fanga og höfðu þá á burt með sér af eyjunum og settu þá niður i eina af glæpamanna- nýlendum Þjóðverja. Tuttugu þjóðhöfðingjar hafa verið myrtir á síðustu öld, eða 1 á h.erjum 5 árum. Afþeimhafa 9 verið í Suður- og Norður-Ameriku og 12 af þessum 20 voru forsetar í lýðstjórnarrikjum. Þetta er nafnalistinn: Paul Rússakeisari, kyrktur árið 1801 Selmin Tyrkjasoldán, stunginn 1809 D’Istra fors*ti G.ikki., akorinu lö31 Hert oginn af! Parma, á Italíu 1854 Forseti Haytieyjanna, stunginn, 1859 Lincoln forseti Bandar. skotinn, 1865 Baita forseti i Peaú, skotinn, 1872 Moreno forseti í Hcuador, “ 1872 Guhtrie forseti íEcuador, skotinn, 1873 Abdu! AsozTyrkjasoldán, stungin, 1874 Forsetinn í Paraguay, skotinn, 1877 Garfield forseti Bandarikja “ 1881 Alexander II. Rússakeisari “ 1881 Barrios foresti í Guatemala, “ 1885 Carnot forseti Frakklacds, “ 1898 Iose Barrios fors. i Guatemala “ 1898 Persíukeisari, stunginn 1896 Keisarainnan í Austurnki " 1899 Humbert ítaliu konungur skotinn 1900 McKinley forseti Bandaríkja " 1901 Thecdore Rooseevelt lagði af em- bættiseið sinn sem forseti Bandarikj- anna á laugardaginn var. McKinley foreeti verður jarðaður i bænum Canton i Ohio 1 dag, 19. þ. m. ráði er að Valdimar prins frá Danmörk ferðiet innan skams til Bandaríkjanna. Czolgszz rcorðlnginn og Emma Goldman hafa af yfirvöldunum verið falin, til þess að koma i veg fyrir að þau lentu i hendur þeirra sem höfðu á- sett sér að taka þau út úr fangelsum sínum og hengja þau án dóms og laga. Rannsóknar nefndin i máli þeirra Samsons og Schley sjóliðsíorlnga byrj- aði starf sitt i Washington á fimtudag- inn var, búist við að mál það vari til ársloka. MINNIOTA, MINN. 5. SEPT. 1901. (Frá fiéttaritara Hkr.), Tíðarfar nieð hagstæðasta móti, regn við og við.—Á Minnesota-sýning- una fóru margir héðan. Sýningin byrjaði 2 þ. m.—Þresking hefirgengið hér rojög greiðlega. Almenn uppskera af hveit i mun vera 12 bush. af ekru, höfrum 40, bygg 30 bush.; hörfræ frem- ur gott, enmaismeð rýrara móti. — Gunnar J. Holm hefir selt verzlun sina til Gísla Sigbjörnsscmar. G. J. H. hefir í hyggju að flytja vestur á strend- ur. Séra B. B. Jónsson er á ferð vest- ur á ströndum á meðal íslendinga þar; býst hann við að verða i burtu maaað- artirna.—í Minneota hafa orðið miklar framfarir í sumar, Tígulsteins bygg- ing þeirra A ndersons félaga er nú þeg- ar fullgerð. Svo hefir Ólafur Arngrims sen látið byggja stórt og vandað iveru- hús; einnig er í smiðum ibúðarhús handa Þórði lækni, sem verður eitt af vönduðustu og dýrustu húsum bæjar- ins. Hér syðra lítajmargir köldum aug- um tíl þjóðhátiðarfyrirlesturs B. L, Baidwinssonar, þykir hlutdrægnisorð- um um ísland farið, —1 skólamálsdeilu þeirra J. H. Frosts og M. Pálssonar er fjöldinn hér með Frost. Norðurálfu skýrslur lita þannig út, sem hærra verð ætti að vera á lands af urðum hér. Alt útlit fviir að maiskorn verði í mjög háu verði, því hér í Bauda- ríkjum er uppskeran á því langt fyrir neðan meðaltal. Hér bíða margir með óþreyju eftir fréttum af alþingi viðvikj- andi Torfa í Ölafsdal og skóla hans. Vér vonum að ísl. uppfylli þar skyldu sína.—“Lögbergs'' menn hór búastvið að fá aftur Einar Hjörleifsson að rit- stjórn Lögbergs. Honum hafa verið boðin svo góð kjör, að hann muni ekki neita að koma. Islands-fréttir. íslands blöð. Fjailkonan frá 21. Júni til 22. Ágústs, og Þjóðviljinn frá 6. til 25. Ágúst, bárustblaði voru þann 11. þ. m. Vér setjum hér helstu frétt- ir úr þeim: Alþingi: Hlutafélagsbanka frum- varpið samþykt i neðri deild, en óvist um það í efri deild, með því að dr. Jón- assen og Magnús landshöfðingi mæltu fastlega á móti þvi þar. Deildin kaus þá Hallgrím byskup, Eirík Briem og séra Magnús Andrésson til að íhuga málið. Flutningur gagnfræðaskólans frá Möðruvöllum til Akureyrar nær að lík- indum ekki samþyktum þingsins. Nefndin í því máli mælir móti honum. Hannes Þorsteinsson vill fá lands- sjóð til að gefa út ný frímerki i «tnð hinna nú gildandi. Alþiugi veitir stjórnarráðinu fyrir Island heimild til að banna innflutning ósútaðra skinna og húða til íslands, nema trygging sé fyrir þvi s.ð ekki fel- ist í þeim sóttnæmi. Hreindýr eru friðuð um 10 ára tima bil að viðlögðum 50 kr. sektum fyrir hvert dýr sem drepiðer. Tillaga utn að danska stjórnin setti nefnd manna til þess að athuga staf- setningarmálið, og binda siðan allan opinberan kenslustyrk því skilyrði að þeirri stafsetning á íslenzku máli væri fylgt, sem nefndin teldi heppilegasta og stjórnin samþykti, yar feld i þinginu. Frumvarp Sk. Th. um kjörgengi kvenna var felt i efri deild með 6 atkv. gegn 5. Það mál á uppreisnar von sið- ar. Neðrí deild felti frumvarp stjórnar- innar um afnám laga25. Okt. 1895, um leigu eða kaup áeimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. Frumvarp um stofnun landsspítala í Reykjavik, féll við 3. umræðu i neðri deild. Ástæðan fyrir því talin sú, að þingmönnum þótti tilkostnaður við spítalann (um 100,000 kr.) of mikill þar sem hann átti ekki að rúma nema 24 sjúklinga. Frumvarp um lækkun eftirlauna emb ættlinga var felt i eftri deild. Þingið veitti 4200 kr. til vit„bygg- ingar á Arnarnesi við ísafjarðardjúp og 1650 kr. til vitabyggingar á Elliðaey á Breiðafirði. Efri deild felti frumvarp um afnám gjafsóknarrétts embættismanna. Samþykt að veita 2000j kr. handa mil liþingsnefnd. er ihugi fátækra og svei tastjóina löggjöfina. 3000 kr. til vegagerða á Mýrum í Austur Skapta- fellssýslu. 3500 kr. á ári til gufubáts- ferða á ísafjarðardjúpi. Veittar 7000 kr. fyrir árið 1903 til gufuskipaferða á Breiðafírði og 2000 kr. til aðgerðar skólahússins á Möðruvöllum og til ung- lingaskóla i Dalasýslu 1000 kr. á ári. Frumvarp um styrkveiting til biblíu- félagsins var fslt í neðri deild við 3. umræðu. Toll-lög fyrir ísland. Einhver helstu lögin, sem alþingi hefir nú samþykt. erti tolllögin, og eru menn beðnir að villast ekki á þvf úr frumvarpinn, sem stendur í Þjóðólfi. 1, gr. laganna er þannig: Þegar fluttar eru til íslands vörur þær, er nú skal greina, skal af þeim giöld greiða til landssjóðs þannig: 1. af öli alls konar 5 au.af pt. 2. brennivini með 8 gr. styrkleika eða minna 40 a. af pt. Brennivfni yfir 8 gr. og alt að 12 gr. styrkleika C0 a. af pt. Brennivini yfír 12 gr. styrkleika 80 a, af pt. Af 16 gr. vinanda, sem aðfluttur er til elds- neytis eða iðnaðar og gerður óhæf- ur til drykkjar undir umsjón yfir- valds, skal engan toll greiða. 3. öðrum brendum drykkjum, svo sem rommi, kognaki, arraki, whisky og öðrum sams konar drykkjarföng- um með 8 gr. styrkleika eða minna 60 a. af pt. Yfir 8 gr. og alt að 12 gr. styrkleyka 90 a. af pt. Yfir 12 gr. styrkleika 120 aura. 4. Rauðvíni og sams konar borðvfn- um hvftum, svo og messuvini 15 a. 5. öllum öðrum yfnföngum 60 a. af pt. 6. bittersamsetningum, sem ætlaðar eru óblandaðar til drykkjar 75 a. 7. öðrum bittertegundum (bitteress- ents, elixir o. fl. þ. h. 100 a. af pela eða minni ilátum. Eftirsama hlut falli skal greiða toll, sé varan að- flutt í stærri ílátum. Séu yörutegundir þær, sem taldar eru undir tölulið 3,, 4., 5. og 6. fluttar f flátum, er rúmi minna en 1 pott, skal greiða sama gjald af hverjum 3 pelum, sem af potti f stærri ílátum. 8. tóbaki alls konar, hvortheldur reyk tóbaki, munntóbaki (rullu) eða nef- tóbaki (rjóli) 50 a. pd. 9. a, af vindlum 200 a. pd.; b, vindlingum (sígarettum) 100 a. pd. Tóbaksblöð, som aðflutt eru und.r umsjón yfirvalda, og notuð til fjárböðunar, eru undanþegin að- flutningsgjaldi. 10. af kaffi og kaffibæti alls konar 10 a. 11. sykri og sirópi 5 a. pd. 12. tegrasi 30 a. pd. 13. súkkulaði 10 a. pd. 14. öllum brjóstsykur- og konfektteg- undum 80 a. pd. [Umþessi lög ritar Jón Ólafsson greiu f Fjallkonuna, er vér setjum hérj Tollfrumvarp neðri deildar. Gjöld landssjóðs fara æ vaxandi og oghljóta að gera það og eiga að gera það um sinn, þar sem svo mörgum þörf um er úr að bætaog margra alda van- rækslu f ýmsum greinum. Um það er ekki að fást. En hvernig farið verður að auka tekjurnar aftur á raóti, það er það vandamál, sem auðsjáanlega hefir orðið neðri deild alþingis ofjarl í ár. Eitt af því einkennilegasta f þessu efni er það, að hversu miklu sem varið hefir verið til eflingar atvinnuvegum landsins, þá lítur út fyrir, að þeim fari því meira hnignandi, sem meiru er til þeirra varið úr landssjóði — ef dæma skal eftir þeirri eilifu barlómstrumbu, sem margir bændur sífelt eru að berja bæði f blöðunum og á þingi. Svo fjarri fer að landsbændum vaxi gjaldþol til landssjóðs með þvf ærna fé — þeim hundruðum þúsnnda—sem varið hefir verið til eflingar atvinnu þeirra, að á- rangurínn hefir þvert á móti orðið si- felt rikari og rikari tilhneiging þeiri'a til að varpa byrðunum af sér yfir á aðra landsmenn. Kaffitollur og sykur- tollur er álaga, sem að miklu leyti lend ir á sjómönnum og kaupstaðarbúum, sem ekki hafa mjólk. Nú á að tolla tegras (með 50 a. á pd,), og er það ein- vörðungu tollur á kaupstaðarbúa. Hingað til hefir þó mátt fá hér gott te (t. d. ævinlega fáanlegt f Thomsens verzlun), en afleiðjngin af þessum tolli verður, að enginn kauþmaður mun sjá sér fært að flytja eftirleiðis annað en lélegt og ilt tegras. Nú á að tolla súkkulaði og kakaó duft með 15 a. á pd; Látum súkkulaðið verða tollað; það er sök sér; en kakao-duftið er holl- asta og heilsusamlegasta drykkjarefni, einkum þeim sem ekki hafa mjólk og vilja forðast að spilla heilsu sinni á kaffi. Þá er loks farið fram á að fyrir- bjóða algerlega aðflutning á niðursoðnu kjöti og fiskmeti. Að vísu er það ekki orðað sem foiboð í orði kveðnu, heldur sem 20 a. tollur á pundi hverju. En það kemur alveg I sama stað niður. Tollur þessi er ekki ætlaður til að út- yega landsjóðí tekjur, því að engum lif- andi manni mun detta f hug að flytja svoódýra vðru inn, þegar búið ei að leggja 20 a toll á pundið af henui. Til- gangurinn getur enginn annar verið en forboð. Ef til þess kæmi að nokkuð yrðiflutt inn af þessu, mundi tollurinn lenda eingöngu á kauustaðabúum og ferðamönnum, þvi að niðursoðin mat- væli eru hentugasta ferðanesti þeirra manua sem verða að nesta sjg sjálfir á sjó eða landi. Þessi tollur virðist því eingöngu á lagður f kvalræðis skyni við kaupstaðabúa og ferðamenn. Það er einhver sú einfaldlegasta eða illmann legasta toll ál&ga, sem hugsast getur. Á það kannske að vera til að sprengja enn hærra upp verðið á þvf moldþurra næringarlitla, rándýra graðneyta- og belju-kjöti, sem er eina kjötmetið ann- ars, sem kostur er á af og til á sumrin að fá hér f Reykjavfk? Til þess samt að stuðla tll, að það verði helzt fátækara fólkið, embættis- lausir menn, sem fult eiga f fsngi með að lifa og engan munað mega veita sér —sem tollur þessi þjaki harðast, þá er embættismönnum og hinum auðugri kaupstaðabúum bættur hann upp með því að færa niður tolliun á borðvinum. Þeir sem drekka hversdagslega vín með mat, þeir eru mennirnir, sem mest á- stæða er til að hlffa i tollálögum!! Eða eru borðvfn (þar með talin eigi að eins Rínarvín og þessl. vfn, heldur likl. einn- ig hvítt portvín, kampavfn o. s. frv.). sú nauðsynjavara að heldur sé nauðsyn að hlifa benni, heldur en matvðru eins og fiskmeti og kjötmeti. Svo kerour brauðtollurinn. Af þvf að verið er að byggja hér í bænum bök- unarhús, sem á auk annars að baka skonrok, skipskex og alls konar kex- tegundir og kökur, þá á að tolla allan brauðflutning til landsins, skontok og skipskex með 3 aurum á pundið (sem auðvitað verður á uæsta þingi fært upp i 5 aura) og alt annað brauð roeð 10 au. á pundið. Nú sem steudur má flytja hingað inn gott “morgunverðarkex" (sem e k k i verður talið skipskex) fyr- ir 25 au. pd. og er gott brauð f saman- burði við önnur brauðkaup. 10 aura tollur á þvf hlýtur að auka verð punds- ins um 15 au., svo að það mundi kosta 40 a. og þá ekki borga sig að kaupa það. Flestöll nýmæli framvarps þessa virðast mór bygð á stakri skammsýni, að svo miklu leytl sem eigingirni ein stakra manna á ekki þátt í þeim, sem ekki sýnist »11 s ólíklegt að sumu leyti án þess ég vilji neitt um það fullyrða. En skiljanlegt væri, þótt fólk eignaði sýslumannavaldinu f þinginu (þótt ón efa ranglega) það, að þeir hefðu ekki á móti að auka toll-tekjur sinar á vms- an hátt. Þetta er þó sjálfsagt ástæðu- laust, þvi að þ e i r hljóta manna bezt að sjá, að þeim væri arðvænlegra að auka tol'tekjur sinar og landssjóðs með t. d. hækkun á tóbakstollinum, sem auðveldara er að hafaeftirlit með og er miklu léttlátari. Þessi vegur. sem nú er farið að byrja, áð tolla margvfslegar vörutegundir, sem alls ekki er auðið að hafa neitt ef tirlit með (í þetta sinn hef- ir þinrið gleymt öllum dúkavarningi og prjónlesi !)—hann h 1 ý t u r óhjákvæmi lega innan ö r f á r r a ára að leiða tli þess, að alla tollheimtu yerður aðtaka nf sýslumönnum og skipa heila hers- ingu af tollembættismönnum til eftir- lits. Það mun kosta landssjóð að allra minsta kosti 80,000—100,000 kr. f árleg laun handa nýrri embættisstétt f land- inu, sem auðvitað eykst fljótt, er eftir- launabyrði bætist ofan á. Og þá er vel að verið ! J. Ó. Kjörgengi kvenna. (Ka1li úr rœöu yfirdómara Kr. Jóns- sonar d alþingi 1901.) „Með lögum 12. Maí 1882 var ekkj- um, og öðrum ógif tum konum, er standa fyrir búi, veittur kosningaréttur, er kjósa skal i hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn, og í safnaðarnefnd. Það hefir svnt sig, að engin voði hefur af þessu stafað í þessi 19 ár, sem þessi lög bafa verið í gildi, og áliteg þvf tima til kominn, að veita konum kjörgengi, eins og frv, þetta gerir ráð fyrir, Þessi sögulegi gangur málsins er í sjálfu sér næg ástæða, en það er samt sem áður nokkuð dýpra, er ræður minu atkvæði í máli þessu. Það, sem útheimtist, til að gegna opinberum störfúm, eru gáfur og þekk- ing. Flestir eru samdóma um það, að konur eru engu ver úr garði gerðar, hvað gáfur snertir, og er þvi engin á- stæða, til bægja þeitn fyrir fyr þá sök frá opinberum störfum. Hvað þekkingu snertir, er eðlilegt að karlar standi þar öllu betur að vigi, þar sem þeir hafa frð alda öðli einir fjallað um þau mál, er hér um ræðir.— En slíkt lærist konum mnð tfmanum, og við æfinguna, enda taka nú konur orðið all-mikinn þátt f ýmsum félðgum og si tja þar i valdasessi, eins og t. d. f lands’ns stærsta og fjölmennasta félagi, Goodtemplarafélaginu. En það er eigi eingöngu mannvit og þekking, er útheimtist, til að gegna op- inberum störfum. heldur og miklu fremur drengskapur mánnbygð og manndáð. í hér um bil fjórðung aldar hefi ég, sem valdsmaður, dómari og embættis- maður, haft tækifæri, til að kynnast mönnum, og get eigi með óblandaðri gleði lýst þeirri reynslu minni, að of oft hefur það komið fyrir, að menn, sem maður hefir átt að trúa, hafa brugðíð loforð sfn, og eg hefi oft orðið þess var, að menn hafa rofið orð og eiða, og brugðist undan merkjum, er mest á reið og það enda í æðri stjórnmálum; jafn vel á alþingi hafa menn oft eigi sýnt þann drengskap, er krefjast verður í opinberum málum. Ragmennskaog ódrengskapur hefir of oft komið fyrir f slíkum málum, eins °g eg geri ráð fyrir að flestir í þessum sal hafi orðið varir við. Svona má halda áfram, að telja ýms atvik, sem alls eigi eru óvanaleg, og miða að því, að veikja tiltrúna til karl- þjóðarinnar. Þegar maður þvi lítur í kringum sig, og hugsar sig um, hvaðan eigi að fylla þau skörð, þar semekki mátreysta karlmönnum, >>á verður kvennfólkið að koma til sögunnar. Eg fullyrði, að gáfur þess séu full- komlega eins góðar, sem karla, og manndyggðin, sem í þessu er höfuð at- riðið, enda meiri". Veitt æmbætti. 19. Júlf var JónP. Blöndal, læknasóla kandídat. skipaður af konuDgi, héraðslækr.jr (Borgarfjarðar læknisbéraði. Veðrátta mjög rigningasðm sunn* lands i alt sumar; þó hafa enn ekki orð- ið miklar skemdir á heyjum. Norðan- lands og austanlands og vestau miklu betra sumar. Brunnin hvalveiðistöð. __ Hvalveið- isyerKstöð H, Ellefsens á Önur.darfirði brann 9. Ágúst. Sprakk gufuketill. Bálið eyddi húsunu á svipstundu. þvf ekki skorti eldsneyti (lýsi o. fl ). Hús- in sem bruunu voru vátrygð fyrir 250, 000 kr. — íbúðarhúsin brunnu ekki. Mr. Wm. McKinley, forseti Bandaríkjitnna, d<5 í morgun kl. 2 og 15. Þjóðin beygir höfuð sitt af sorg og blygðon, af sorg vegna þess aðæðsti embættis- maður þjóðarinnar hetir liðið og dáið einmitt vegna þess að hann var for- seti hins voldugasta lýðveldis í heim- inum. En vér finnum einnig til blygðunar að í þessu ástkæra landi skuli vera afl er opinberast geguum dýrslega grimd og viðbjóðslegasta undirferli, eins og vart hefir orðið við í gamla heiminum, þar sem þjóð- irnar stynja undir yfirtroðslum harðstjóranna, og heypt og hatur al- þýðunnar hefir yflrstígið öll skyn- samleg takmörk. Mér virðíst að í þessu landi ættu stjórnbyltingar ekki að eiga sér stað, æðsti valdsmaður er að eins kjörinn til fjögra Ara af fólkinu (f það min8ta óbeinlínis) ef hann van- rækir skyldur sínar, eða svíkur kjósendur sína, þá er hægt að vikja honum frá við næstu kosningar. Vér höfum f þessu landi, en sem komið er, málfrelsi og ritfrelsi og hver borgari landsins hefir fullan rétt til þess í ræðu eða riti að setja út á aðfarir stjórnarinnar og benda á það er honum virðist betur fara, en engum skildi til hugar koma að nokkuð yrði fært í lag með blóðsút- hellingum einstakra manna, vér ætt- um aldrei að gleyma þessum ódauð- legum orðum „þú skalt ekki mann vega." Þjóðin hefir 1 heild sinni kropið við banabeð forsetans, allir hafa beðið og vonað að honum batn- aði, allar pólitiskar misfellnr hafa horfið og eftir alt er það einmitt það fegursta í voru pólitiska lífi. Og enn endurtegur þjóðin bæn- ir sinar fyrir Mrs. McKinley, sem & svo átakanlegan hátt sér á bak ástúð- legum eiginmanni. G, A. Dalmann. Minneota, Minn. 14. Sept. 1901.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.