Heimskringla - 19.09.1901, Blaðsíða 3
mega vera stoítir af, og sem þeir
geta tröað fyrir sínum.
Vilhjálmur Stefánsson* ef yiður-
kendur bezta skáld í skóla, og sunl <vf
síðasta árs kvæðum hans eru viður-
kend hreinasta snildarverk. Tveir-
íslendingar, S. G. Skúlason og John
G. Johnson, tóku báðir þátt í mælsku
kappþraut síðastliðinn vetur, og þó
að hvorugur næði að lokum hæstu
verðlaunum, þá kom öllum undan-
. tekningarlaust saman um að sá fyr-
nefndi hefði verið á undan öllum
öðrura í framburði og hinn síðar-
nefndi í hugsun og stílsmáta og vér
vonum að þeir vinni verðlaun við
slíkar æfingar næsta vetur. Ég
ætla ekki að nafngreina fleiri í þetta
sinn, en að eins geta þess, að hver
einasti íslendingur hér hefir getið
sér orðstýr sem enginn þarf að
blygðast sín fyrir.
Ég bið lesendur velvirðingar á
því að rita svo langt mál. Ég geri
það ekki eingöngu til þess að aug-
lýsa þenna háskóla, heldur miklu
fremur til þess að vekja tslendinga
til meðvitundar um þann sannleika,
að það útheimtist ekkert ríkidæmi
til þess að geta öðlast góða háskóla-
mentun. Hér er ágæt og ódýr há-
skólastofuun, svo að segja í hlað-
varpa íslenzku heimilanna í þessu
ríki, og mér finst það engum efa
bnndið að hver einasti faðir sem ann
börnum sínum, og óskar þeim góðs-
gengis í framtíðinni, ætti að vinna
að því öllum árum, að veita þeim,
eða sem flestum þeirra, slíka
mentun.
Síðan ég byriaði bréf þetta hef
ég lesið fréttina um kenslusamn-
inga þá er landar vorir hafa gert
við Wesley College f Winnipeg, og
það er skoðun mín að með þeim
samningum sé háskólahugmjmd
Vestur-íslendirga leidd til lykta á
svo heppilegan hátt sem orðið gat, og
ég hef ekkert að því að finna. Ég
ræð íslenzkum ungmeunum, stúlk-
um jafnt sem piltutn, að sækja hvern
þann skóla er þeim geðjast bezt að,
að eins óska ég að sem flest þeirra
færi sér í nyt þau mentáskilyrði sem
skólarnir veita þeim. Sú eina skuld
sem oss ber að inna feðralandi voru
af hendi, er að vér komum fram því
til sóma hvar sem vér erum eða för-
um. Vér verðum að gerast góðir
borgarar þessa okkar fósturlands, og
vér megum ómöguiega taka upp
neina þá einangrunarstefnu sem
reynist skaðsamleg fyrif oss og fram-
tíðarvonir vorar og hagsæld í þe3su
landi. Vér verðum að hafa frí og
frjáls viðskifti og samneyti með hér-
lendu þjóðinni og öllurn þjóðtlokk-
um sem mynda hana. Vér verðum
að leggja til hliðar alt það sem mið-
ar til tálmunar því að vér getum
orðið og verðum sannir Ameríku-
menn. Vér verðum að læra að
þekkja og drekka í oss öll hin góðu
einkenni ameríkðnsku þjóðarinnar,
og um leið að auðga hana með öllu
því bezta sem vér höfum þegið frá
vorri eigin stofnþjóð. Þá, og fyr
*) Vilhjálmur Stefánsson er ættað-
ur frá Kroppi í Eyjafirði.
Ritst.
ekki getum vér vonað að verða
sjálfum oss og Ameríku, og síðast
en ekki sízt, okkar feðralandi ís-
landi, til varanlegs gagns og sóma.
Yðar með virðingu.
Goðmundur S. Grímsson
á ríkisháskólanum í Grand Forks
North Dakota.
2. September 1901.
Misskilningur landans.
Ekki alls fyrir löngu hefi ég
meðtekið bréf frá mér alveg ókunn-
um landa. Bréfið er fremur hlýlegt,
þegar hliðsjón er tekin af þeirri nið-
urstöðu, er landinn hefir komist að,
eða öllu heldur búið sér til. Land-
inn segir:
“Ég hefi sannfrétt að þér líði
vel og því sárara virðist mér að þú
skulir verja gáfum þínum til þess
að níða það land, sem svovel hefir
reynzt þér; nema þú sért launaður
af íslenzku stjórnínni til að gera
það”.
Ég hefi velt þessu fyrir mér á
ýmsa vegu og spurði sjálfan mig að
því hvort mögulegt væri að nokkur
maður með heilbrigðri skynsemi
hefði getað skilið greinar mínar svo
að ég væri að 1 a s t a 1 a n d i ð, og
þó mér þyki ólíklegt að sú skoðun
geti verið nokkuð almenn, þá vil ég
með leyfi þínu, herra ritstj., leitast
við að gera mig skiljanlegan svo ég
verði ekki framar áreittur með lík-
um bréfum og þetta, sem ég hefi
þegar minst á.
Ég hefi hvað eftir annað látið
þá skoðun mína í Ijós, að ég áliti
Bandaríkin hið bezta land í heimin-
um, það er að segja frá hendi nátt-
úrunnar, og eftir nær því 23 ára
dvöl, hefi ég bláfasta sannfæring fyr-
ir því, að sú ályktun mín sé rétt.
Það yrði of langt mál að fara að
sanna þessa staðhæfing með skýrsl-
um yíir afurðaþol og auðlegð lands-
ins, og því vil ég sleppa algerlega
að sinni.
En landinn má ekki gleyma
því, að það er enginn hlutur svo
góður í heiminum að ekki sé hægt
að misbrúka hann. Okkur, umbóta-
mönnum, sýnist að auðmagn lands-
íns sé misbrúkað; okkur sýnist í
mörgum tilfellum að einstaklings-
frelsið sé misbrúkað, og um leið og
frelsið er vanbrúkað, verður það ætíð
að ófrelsi upp á einn cða annan hátt
það eru hlutdræg lög, mútur og aðr-
ir pólitiskir glæpir, sem vér berjumst
gegn, af því vér sjáum að það eru
svo tiltölulega fáir sem hafa hag af
hinum viðbjóðslegu pólitisku glæp-
um, sem framdir eru í þessu landi,
en að allur fjöldinn, framleiðandi
auðsins, líður skaða. Það er vor
helgasta skylda að vara samborgara
vora við hættunni, sem yfir vofir af
yfirgangi og ranglæti vorra eigin
landsmanna.
Eg fyrir mitt leyti býst við að
á meðan ég get hrært tungu og
penna að benda bræðrum mínum á
HEj. MSKrINGLA 19. SEPTEMBER 1901
ranglætið hvar sem ég «.* ^"nn
*-o Vtt»aa aö
>1111 0 g
vor
'la
fremur ætti landinn að gax a Þess
öll mannaverk eru ófullkoi.
þurfa einlægt umbóta við. Lö^
eru mannaverk og hafa alla þá gai.
til að bera sem fylgja öllum manna-
verkum, þau þurfa því að endur-
bæt ast í samræmi við kröfur tímans,
og þeim þarf að vera hlýtt af öllum,
jafnt ríkum og fátækum. En því er
ekki að heilsa. Fátækur glæpamað-
ur verður að líða þá hegningu er
lögin ákveða, en sá ríki sleppur að
mestu eða öllu leyti. Til dæmis í
í næsta rílci víð oss voru tveir menn
dæmdir af snma dómara, annar var
bóndi er stal folaldi, en vanrækti að
auglýsa það samkvæmt lögum, því
folaldið kom sjálft í hans hestahjörð.
Hann var dæmdor í átta ára betrun
arhússvinnu. Hitt var pólitiskur
stórþjófur, er hafði stolið af ríkis fé
350,000 dala. Hann var dæmdur í
18 mánaða betrunarhússvinnu, og
ekki nóg með því, vinir hans fengu
tímann styttan um helming, svo 9
mánuðir var alt sem réttlætið krafð-
ist(!!).
Dettur nokkrum í hug að annað
eins og þetta sé landinu að kenna ?
Er það mögulegt að nokkur maður
sé svo grunnhygginn að kalla það
að “lasta landið“, þó kipt sé ofan af
öðrum eins ódráttar kaunum og
þessu.
Það er satt, ég hefi aldrei skrif-
að greinar í því augnamiði að telja
landa mína til að flytja í þessa ný-
lendu, af því ég veit svo undur vel
að þeir hafa ekki fé til að kaupa hér
land fyrir frá 20—4C dollara ekr-
una, en ég álít landbúnaðinn það
lang-farsælasta. Ég hefi aldrei séð
nokkra línu frá nokkrum embættis-
manni á Islandi, enda hygg ég að
land sjóður hafi nógum að miðla þó
ég sé ekki á meðal brjóstmvlkinga
hans. En er landanum alvara þar
sem hann segir: “nema þú sért laun.
aður af íslenzku stjórninni". Álít-
ur hann ekkert vansæmi að Ijúga ef
manni er borgað fyrir það? Mundi
hann vera viljugur að Játa mig ó-
áreittan, ef greinar mínar væru borg-
aðar af vesalipgs Islandi ?
Mér virðist aðallega tvent í ó-
lagi hjá landanum. Skilningur
hans hlýtur að vera eitthvað geggj-
aður að geta dregið það út úr bréf-
um mínum í Heimskringlu, að ég
væri að “lasta landið“, og siðferðis-
tilfinning hans er orðin ryðguð ef
hann álítur fyrirgefanlegt af mér að
rita gegn sannfæring minni fyrir
mútu frá stjórn íslands.
Nei, vinur. ísland hefir ekki
nógan auö yfir að ráða til að geta
keypt mig til að r.íða landið, þetta
mitt ástkæra fósturland, sem mér er
svo vel við, að ég vildi að það yrði
hið fyrsta land í heiminum, er út-
býtti öllum börnum sínum réttlæti
án alls manngreinar álits- Ég vildi
að allir borgarar Bandarikjanna,
ríkir ogfátækir, væru börn þess,
ekki stjúpböfn.
G. A. Dalmann.
Heiðraði ritstjóri.
í blaði yðar, sem kom út 15. Ágúst
er prentuð reeða eftir “fyrrum prest“
Stefán Sigfússon, fyrir minni íslands,
og standa í henni þessi orð: “Það sann-
ar þetta eldgamla, fornkveðna, einnig
' norrænum manni (islenzkum, þó um
'últ): “röm er sú taug sem rekka
**■ föður túna til“ (Hávamál).
dretgro,
Þessi
málum, né i
heldur i nokk.
norsku kvæði, s\
vísuorð eru ekki til i Háva-
nokkru Eddnkvæði, né að
u fornu islenzku eða
-o mér sé kunnugt.
og orðið “taug"
Enda bera kveðan di
það með sér, að vísuort
Væru þau forn, þá hefðu k
áttar-
eða
in eiu glæný.
’iau hljóðað:
dregr o. s.
römm er taug sú er rekka -
f. 1). Enn “taug“, haft um »ða,
afl ættjarðar heimþráu, er nítj-índu'
tuttugustu aldar frágangr.á r.náli 08
hugsun.
Eg get þessa að eins til þess, seó
varna þvi, að ófróðir leiðist i freíatni
og eigni höfundi, eða nokkrum af höf-
undum Hávamála orð, sem engan stað
eiga sér í þeim kvæðabálki.
Cambridge, 30. Ágúst, 1901.
Eiríkr Magnúzson.
Herra ritstj.Hkr.
Dagskráll. hefir nú verið send til
útsölu. Já, hún erlítil, satt er það, og
ótrúlegt að hún geti fjallað um öll þau
mál, sem stefnuskrá hennar tiltekur,
hvað þá að hún borgi eigandanum alla
fyrirhöfn og kostnað. Mér líkar stefna
blaðsins ágætlega, því hún bendir til
að blaðið geti orðið nytsamt blað, sé
stefnunni framfylgt rækilega. Samter
það eitt í blaðinu sem mér þykir nokk-
uð undarlegt og óvanaiegt í blaða-
mensku vorraraldar, enþaðer, að rit-
stjórinn skuli vera að aoglýsa fyrir
lýgi og slúðursögur; biður menn alha
vinsamlegast að lepja nú alt þessháttar
í sigi svo hann geti haft bálk í blacinn
með þessháttar varningi. Hvað skyldi
ritstjórinn annars meina með þessu?
Ég hélt að það væri hægt að fá alveg-
nóg af þessleiðis dóti, þó maðnr aug-
lýsti ekki fyrir það í blöðum. Ég held
að ritstjóranum hafi skjátlast hér;han n
hefir ætlað að segja að alt þessháttar
yröi útilokað frá blaði sinu og að eng-
inn lygari eða slúðurberi fengi inn-
göngu á skrifstofu Dagskrár. Því það
er óliklegt að nokkur maður með heil-
brigðri skynsemi vildi ljá lygi og slúðri
pláss í blaði sínu. Hvað heldur þú?
Mér finst líka að ritstjóri Dagskrár
geri óþarflega mikið æsinga veður út
af ræðu þinn; ;á Þjóðminningardaginn.
Ræðon er góð, þó hún sé auðvitað hól
um Canada. En slíkt er nú komið upp
í vana, þegar menn halda ræður á
Þjóðminniugavdögum; þær eru yaua-
lega hrós og hól um hvað helst sem tal-
að ec. Hinu sem miður fer er vanalega
slept, og þeirri reglu finst mér að þú
mnnir hafa fylgt. Ræðan getur því
enganvegin kallast “pólitiskur æsinga.
fyrirlestur” og því síður “guðlaust níð
um Island“; þetta hvortveggja nær
engri átt lijá Sigurði vorum, og hefði
betur verið ótalað og óskrifað. Ég hefi
heyrt meira og verra, bæði hól og níð,
hól um Ameiíku, en níð um ísland, þó
ég nenni ekki að tilnefna það hér, og
heflr ekki verið gert mikið úr því;
hvoaki af Sigurði né öðrum. Égvil
líka vona að það sé nú úttalað um < að
mál í blöðunum, því margt er eflaust
þarfara til umræðuefnis.
Ræðu mína: Vestur.ísleadingar, er
ég hélt á Isleudingadaginu, sem vitan-
lega er hól um þá, mun ég senda þér
við fvrsta tækifæri.
E. H. Johnson.
Spanish Fork, 10. Sept. 1901.
1) o: r9mm es taug, sú ’s rekka o. s. f.
SMOKE T, L. CIGARS
fyltir með bezta Havana tóbak,
og vafðir með Sumatra-lauíi,
Þér eruð 30 mínútur í Havana
þegar þér reykið þessa orðlögðu
vindla.
Allir góðir tóbakssalar selja þá.
WESTERM CIGAR FACTORY
Thos Lee’ eigaudi W“I3STlTÍ^ElG-.
HANITOBA.
aístaðÍryðUr ^ ^ “ Þér ákveðið að ta*a 7»« bólfestu
filíL
fbúai alaa 1 Manitoba er nú.................
Tala b*. nda,f Manitoba er...................!. 1 ‘ ‘! Á!! 1 35 000
Hveitiupv ns^eran í Manitoba 1889 var bushels........... 7,201,519
!, •'. J2Í “ ............ Í7,’l72!888
loyH ......... 2', 922 9<tn
Tela búpeníng, f Manitoba er nú: Hestar...... .........” 102’700
Nautgripir...........!. 23o’,075
Sauðfé................. 35,000
Afurðir af kúabúum'f .Maritoba 1899 voru..........8470*559
Tilkostnaður við bygging’ar bænda í Manitoba 1899 var!!...! $1.402 30C
Framförin i Manitoba er anðsæ af fólksfjölguninni, af autnt rn
afurðum lanisins, af aukninn járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vs <-
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi 'vellítan
almenmngs,
í síðastliðin 20 ár hefir ræktað iand aukist úr ekrum... 50 000
UPP í ekrur..... r. ..... .. .......................2,500 000
og þó er siðastnefnd tala að ems etnn tiundi hluti af ræktanlegu landi
i fyíkinu .
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrír innflyténdur, þar er
enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttar'löndum og mðrg
uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur.
f Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn.
í M'anitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn sem aldrei bregðast.
í bæjunum IFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri' bæjum mun mí
vera vfir 5,000 Islendingar, og í sjö aðal-nýlendum beirra f Manitoba
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þpss utan eru í Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar.
Yfir ÍO millionir ekrur af landi (.Haniioba, sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd ( ðllum pörtum fylkisins. og júrnbrautarlönd með
fram Manitoba og North TFestern járnbrautinni eru til sðlu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, ti)
HOS. R. P. RORLIX
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
Eða til:
Josepli B. Skaptason, innflutninga og landnáms umboðsmaður.
Gistihús á Gimli.
Ég undirritaður gef hér
með ferðamönnum til kynna,
að ég hef byrjað greiðasölu
og gistihús á Gimli, — í húsi
því er Kristján sál. Lífmann
áður hjó í. Ég hef ágætt hús-
næði og læt mér ant um að
allur viðui gerningur verði
sem beztur og með sann-
gjörnu verði.
St. J. Jones.
OLI SIMONSON
MÆLIR MKÐ 8ÍNU NÝJA
u
Fæði $1.00 á dag.
718 IHaiit 8tr
u
I?
Komid til BOYD’5.
ísrjómastofur hans eru
vfir búðinni.
uppi
*
T 11
L'
Frostnir dranmar.—Þér finn-
ið sérstaklega ágætan smekk í
ísrjóina vorum, sem þór getið
ekki fengið annarstðar. Það
er þcssa vegna að margir koma
langar leiðir til að fá ísrjóm-
ann hjá BOYD.—Einnig búnm
vér til þann hollasta og bezta
brjóstsykur, sem gerður er hér
vestra.—Brauð vor þekkja all-
ir. Sérstakur afsláttur þegar
eypt er í stórkanpum.
w. j. Kovn.
370 0g 579 Main Str.
308 Lögluspæjarinn.
Oru og fullkomið traust, og það gerði henni það
hægra að framkvæma svikin og glæpina, er hún
hafði i hyggju.
Louisa lítur á Platoíf, en hann horfir 4 hana
glottaadi til merkis um að haun telji alt unnið.
Hann var svo djöfullegur ,á svip eins og heilt
helvíti væri í hvoru auga hans.
Nokkru siðar er það að Sergius fer eitt kveld
að segja Oru sakleysislega frá þeim pólítisku
vandræðum, sem vofðu yfir þjóð og landi, eink-
um varð honum skrafdrjúgtum þaðmál, er hann
kvað væri á hvers manns vörum, nefailega um
Vera Zassalhc.
Ora hlustar á hann með athygli. Hún veit-
ir þessari sögu nánari eftirtekt en nokkrum öðr-
um. Svo segir hún loksins: “Ég veit alt um
þessa rússnesku konu, þessa guðdómlegu hetju.
Mig hefir oft dreymt hana á nóttunni”. Hún
heldur áfram að hlusta á Platoff, en kallar upp
undrunar og aðdáunarorð öðruhvoru. Platoff
bæði gleðst af þvi og hræðist það. Haun óttast
að einhver leynilögreglumaðurinn kunni að vera
í nánd ou heyra til hennar og það er ekki gott að
vita hvað af því leiði; ef þeir lcæmust að því að
Ora dáðist svo svo mjög að uppreistarkonunni,
mundu þeir óðar taka hana fasta og það gæti
orðið til þess að eyðileggja áform Sergiusar.
Hann fer því að hneigja ræðu sina meira að
ættingjum honnar eða að koma sem fiestu í sum-
band við þá. 'helst Dimitri Menchikoff. Þegar
hún tekur fram i fyrir honum í óstjórnlegri geðs-
hræringu, þá segir hann: “Hægt, Ora! Þú
gleymir þvi að þú ert að gera gys að herra þín-
Lögregluspæjarinn. 309
um og verndara, sem á að varðp, manninn, sem
þú ætlar að giftast að ári !” “Aldrei, aldrei!
hrópar Ora med grimdarrödd. “Eiga það bölv-
að skrímsli, grepputrýn, óreglusvín, þorskhaus;
eiga hann, hundinn! nei, aldrei, aldrei!”
“Þú gleymir því, elsku Ora min, að þetta
eru óskir og ákvæði hans föður þíns sál.! þú
mátt ekki gleyma giítingarsamningnum !”
“Heldurðu að faðir minn sál. hafi viljað að
óg giftist úrþvætti, þrælmeuni, afhraki; sem
mundi berja konuna sina og draga hana á hár-
inu alveg eins og hann fer með þjóna sina.
Heldurðn að ég hafi gleymt Feodór þegar hann
var hér síðast?” Hún þrútuar af geðshræringu
og augu hennar fýllast af tárum. Hún horfir á
hann og segir enn fretuur: “Talaðu ekki um
það, dirfstu ekki að nefna það á nafn við mig
aftur, eu þpgar tími er til lcominn, þá skaltu ekki
vera neitt kvíðafullur min vegna; ég skal ekki
verða ráðalaus. Min litla barnshönd skal aldrei
tengjast hans harðstjórnarklóm. Hjarta mitt
verður aldreí nær honutn on suðrlð er norðrinu”.
Að svo mæltu fer hún frá honum. Það leynir
sér ekki að hugur fylgdi máli. Hún meintí það
sem hún sagði.
Vorið liður, sumarið kemur, ungtrú Brian
verður að frú Platoff. Sú breytiug átti sér stað
þegjandi og hljóðalauat í litlu kyrkjnnni sem
bygð hafði verið á eign Oru.
Dimitri kom til þess að vera við athöfnina
þegar frændi hans kvæntiét þrátt fyrir miklar
og margar pólitiskar annir. Þegarbann kveður
Ornhvislar haun lágt: “Engillinn minn, að
312 Lögregluspæjarinn.
Frakkar og Þjóðverjar háðu. Hann hafði dug-
að ættjörðu sinni trúlega og hlotið stórt sár á
höfuðið; sást enn eftir það ör mikið. Hann hafði
legið lengi, en nað sér pó afíur að mestu. Hann
hafði gefið sig við stjórnmálura siðustu árin og
vaxið mjög að visku og skilningi. Satt að segja
var de Vernej sami glaði, káti, fjörugi æsku-
maðurinn sere hann var fyrir 10—12 árum þótt
hann nú væri 37 ára. Það var eins o;; örið gerði
hann! tilkomu meiri. Svo er það skömmu eftir
komu hans til Pétursborgar, að hann er staddnr
á dansleik sem frú S. Wetmore Johnston hélt.
hún býr enn þá í húsum Oru og hefir boðið á
dansleikinn nálega allri Pétursborg. Eftir að
dansi„n er byrjaður kemur til hans stúlka, sem
virðist vera bæði frakknesk og rússneek, frá-
munaloga fríð sýnum og tignarleg. Hún starir
á hann brosandiog segir: “Gamli leikfélagi
minn ! herra de Verney; ég þekkiþig þó þú bafir
fengið ör á ennið síðan við sánmst seinast; þekk-
ir þú mig ekki ?”
“Ungfrú-------já, ég—hvar, jí, í fyrra vetur
í Vínarborg”, stamar de Verney; en þegar hann
virðir bana nánar fyrir sér þykist hann þess
fullviss að ef hannhefði séð slika fegurð áður
þá hlyti hann að muna það.
"Já, í Vínarborg!” segir hún glaðlega, "eða
var það ekki í Rómaborg; kannskó ég hafi verið
með grímu ?"
De Verney titrar. Það er auðséð að sorg er
í huga hennar; hún segir döpur í bragA'. “Þú
manst aldrei eftir mér. Kannske þú munir bet-
ur eftir bjarnarholunni á Frakklandi?”
Lögregluspæjarinn. 305
skeið æfi sinnar; sakleysislegi barnasvipurinn er
enn ekki horfinn, heldur blómgaður stilling og
alvöru fullorðinsárftnua. seiu nálægjast meira og
meira. Plfttoff horfir á hana hugfanginn og seg-
ir við sjálfan sig í hálfum hljódura: “Það er
þegar kominn uppskeru timi!” Stundu síðar
biður haun gæzlukonu hennar að koma með sér
iin á skrifstofu, Þar talar hann um Oru við
haua þau orð er hún átti alls enga von á. Hún
verður fyrst náföl, titrar af ótta og hörfar aftur
á bak. Hún starir á bann og segir: “Þú hlýt-
ur að vera vitlaus !—ég dirfist þó aldrei að leika
mér að eldi—jafnvel ekki til þess að-------”.
“Til þess að ráða hana af dögum !” tekur
Platoff fram í fyrir henni. “Hugsaðu þér bara
hve innilega þú hatar hana. Það var hún sem
á einhvern hátt hjálpaði de Verney til þess að
eyðileggja öll ráð ykkar—það var hún, sem varð
orsök i því að bróðir þinn Og eiginmaður voru
settir í varðhald Það var henni að kenna að
maðurinn þinn dó, ha 1”
“Já, hún hjálpaði honum þó mj&g Mtið!”
svarar Brian lágt.
“En samt hatarðu hana. Bind því félag við
mig og ef fyrirtæki okkar heppnast, mín elsku-
lega. fagra Margrét------”.
“Þá verður þú stórríkur!”
“Ég skal reynast þér sem ærlegur maður !”
“Eg skal vera mjög sanngjörn”.
“Já, fyrir alla hættuna verður þú að vera
ákaflega--------”.
“Já- til dæmis hvað mikið ?”
“Að láta alt!«: