Heimskringla - 19.09.1901, Blaðsíða 4
Winnipe^.
Þjódminningardagjrinn var haldin
í Reykjavlk 2. Ágást að vanda. Tryggvi
Gnnnarsson stýrði samsomunni, ræður
héldu Tr. Gunnarsson, Jón Jakobsson,
Séra Mattias Jochumson og Jón Ólafs-
aon; voru þar haldnar kappreiðar og
ýmsar aðrar skemtanir og hafði hátíðin
farið mjög vel fram.
Á sunnadaginn kemur messar séra
Bjarni Þórarinsson i Tjaldbúðarkyrkju
kvöld og morgun.
Kaupmenn og verkamenn í Winni-
peg hafa sent Dominion stjórninni
bænaskrá um að nota Manitoba kalk-
stein í ekipalokur þær sem gerast eigi í
St. Andrews streingina, i stað þess að
kaupa steinsteypu efni frá Bandarikj-
unnum fyrir $250,000 eins og gert var
ráð fyrir til þess að brúka f verkið.
Sunnudaginn þann 22. þ. m. verð-
ur messað i Unitarakyrkjunni i, vana-
legum tíma |(kl. 7 e. h.). Allir vel-
komniJ.
ísl. Oddfellows stúkan "Loyal
Geysir" heldur skemtisamkomu áAl-
bert Hall á þriðjudaginn kemur, 24. þ.
m., til arðs fyrir bágstadda meðlimi
sína. Vér mælum með að sem flestir
sæki "Concert" þetta. Stúkan befir
ekkert til sparað að vanda allan undir-
búning sem bezt. Prógramið er ágætt
eins og sést i blaðinu og tilgangurinn
er þess virði að allir styðji hann.
Dans verður á eftir samkomunni;
aðgangur að honum seldur körlum 25c.
konur frítt.____________
Kastið ekki burtu; það er eins og
að kasta burtu peningum þegar ma'ur
kastar burtu "Snoe Shoe tags, sem er á
hverri plötu "Bobs Pay Roil" og “Our-
rency" munntóbaki. Þeir sem brúka
þetta tóbak, ættu allir að halda þessum
“tags“ saman, því fyrir þau eiga menn
kost á að velja úr 150 fallegum hlutum.
ísl. Poresterstúkan ísafold hefir
fund 24. þ. m. á North West Hall. All-
ir meðlimir eru beðnir að sækja fund-
inn.
Hafliði Guðmundsson í Glenboro
andaðist að heimili sínu þann 25. Agúst
s.l. Hann hafði verið veikur um tvegg-
ja ára tíma af einhverskonar meinum i
hálsinum og andaðist af afleiðingum af
þvi. Hann eftir skilur ekkju og barna-
hóp og $1,000 lífsábyrgð.
FUND heldur Jafnaðarmannafé
lagið i Unitara húsinu horninu á Nena
og Pe.cific Ave., fimtudagskvöldið kem-
ur þann 19. þ. m. — Óskað er að allir
meðlimirsæki fundinn.
Valdimar Pálsson var fluttur á
sjúkrahús bæjarins fyrir nokkrum dög-
um. Hann þjáðist af lúnabólpa; er nú
á batavegi.
Frá Islandi kom á laugardaginn var
Ólafur Pálsson af svðurlandi og Ingib.
Jakobsdóttir úr Hú'navatnssýslu. Með
þeim var samferða yfir hafið kona Börns
Pálsonar í Gladstone, sem eftir varð af
vesturförum i Glasgow í sumar.
Biðjið kaupmenn yðar um bækling
með verðlaunali ta "Bobs, Pay Roll"
og “Currency"; munntóbaks tegundirn
ar ern tilbúnar úr frægasta völdu efni,
og eru orðlagðar fyrirsmekkgæðiþeirra
„GRAND CONCERT” ætla ungar
stúlkui 1. lúuterska söfnuði að halda
um eða eftír miðjan næsta mánuð. Oss
er sagt að þar verði valinn söngur og
hjóðfærasláttur og að á programmi séu
meðal annara þær ungfrúr Sigríður
Hördal og ungfrú Halldóra Johnson
sú fyrri með solo og hin síðari með upp-
lestri. Verði alt annað á samkomunni
eins og það sem.vænta má frá þossum
konum, þá ætti aðsókn að verða svo
mikil að kirkja safnaðarins verði meira
en full
19. SEPTLMBER 1901.
1
Verkamannaflokkurinn á fundi á
fimtudagskvöldið var. neitaði að sam-
þykkja tillögu cm það að verkamanna
fiokkurinn bæri meðlíðan með McKin-
ley forseta. Mr, Stuart áleit að verka-
manna flokkurinn ætti að láta almenn-
ing vita að þeir, sem Socialistar voru
fráskildir glæp þeim er framinn hefði
veriði Baffalo, en forseti fundarins var
ekki á sama máli; áleit það eftirtektar-
vert að fleiri væru ekki gerðir vitstola
út af umhngsuninni um ástand það sem
ná ætti sér stað milli.vinnu og auðlegðar
Hann kvaðst vera mótfallin þessum
glæp eins og allur Socialista flokkurinn
væri, en áleit á hinn bógin óheppilegt
að láta þess getið með formlegri álykt-
an. ________________________
Lögreglan er tekin að láta sekta
alla þá hér i bænum sem eiga reiðhjól,
en hafa ekki enþá keypt þessa ársleyfi á
þau. Leyfið kostar 50c. en sektirnar
eru 5 sinnum hærri að minsta kosti.
Konur jafnt sem karlar verða látnar
sæta ábyrgðinni fyrir vanrækslu að
kaupa leyfin.
Canadian Northern járnbrautarfél.
hefir keypt stóra spildu af landi í St.
Boniface og ætlar að hafa þar vöru-
geymsluhús sín og vagnstöðvar en aðai
skrifstofur félagsins og fólksfluttnings-
svöðvar verða hér í bænum.
YFIR $70 SJÓKRASTYRKUR.
Hér með tilkynnist að ég undir-
skrifaðr.gekk i íslenzku Foresters stúk-
una „ísafold”, No. 1048, þann 31. Des-
ember s.l. því ég hafði trú á ágæti þess
félagsskapar. Ég tók bæði lífs og
heilsu ábyrgð í félaginu, og var og er
gjald mitt í félagssjóðin $2, BOc. á mán-
uði. Svo veiktist ég af handarmeiðsli
þann 10. Apríls.l. og var frá verkumi
rétta 119 daga. Fyrir þennan tima-
missi, borgaði félagið mér sjúkrastyrk
að upphæð sjötíu og einn dollar, ($71 00)
og var mér afhent það þann 14. þ. m.
auk þess sem ég hafði fríja læknisbjálp
meðan ég var veikur. Þessi sjúkra-
styrkur er meiri en sú upphæð en ég
borga í félagssjóðin á 26 mánuðum.
Fyrir þessa höfðinglegu upphæð,
vottaég hér með „Independend Orderof
Foresters” félaginu, og sérstaklega
stjórnarnefnd stúkunnar „Isafold” mitt
innilegasta þakklæti, og umleið leyfiég
m r að benda lðndum minumhvervetna
á þann hagnað sem því fylgir að vera i
þessu öfluga og áreiðanlega félagi, og
mæli með að sem flestir þeirra vildu
styrkja félagið með því að gerast með-
limir þess, og á þann hátt tryggja sér
þann hagnað sem þvi er samfara.
17. September 1901.
Lárus F. Beck
539 Ross Ave. Winnipeg.
Ungfrú Kristiana Thorarinssen
sem héðan fór til Islands í fyrrasumar
kom aftur hingað vestur á laugardag-
inn var, hefði fengið algeran heilsu-
bata.
Mrs. Þorbjörg Sigurbjörnbdóttir
seinnikona herra Ingvars Jónssonar í
Fort Rouge, andaðist i heimahúsi á
fimtudaginn var 12. þ. m. úr nýrnaveiki
afleiðing afleiðing af nýafstöðnum
barnsburði. Hún var jarðsungin af
séra Bjarna Þórarinsyni á laugardag-
inn var.
Spurning og svar-
Aðhverju leyti er "The People Life
Insurance Company-1 hid bezta fyrir-
myndarfélag þessa tima ?
J. S.
Vegna þess að það heiir afhent
ríkisstjórninni hærra ábyrgðarfé en
nokkurt annað lifsábyrgðarfélag. Vegna
þessaðþaðer innanrikisfélag og þess
vegna tryggvara og bandhægra. Vegna
þess að það tekur fólk í ábyrgð á öllnm
aldri frá 18 árum til 70. Vegna þess
að það hefir hagfeldari og hentungri
lífsábyrgðarform en öll önnur félðg i
þessu iandi. Vegna þess að ábyrgðar-
hafi getur hætt eftir 2—4 ár og fengið
alla sína peninga aftur með ágóða.
Vegna þess að það lánar ábyrgðarhöf-
um peninga út á lífsábyrgðarbréf þeirra
eftir 2 —3 ár með 6% vöxtum. Vegna
þess að það gefur ungn félki betra tæki-
færi að auka og annast peninga sína í
timabils ábyrgðum með rentum og
renturentum, en nokkurt annað félag
eða banki. Vegna þess að það tekur
fatlað og veiklað fólk, sem ekkert ann-
að félag tekur, undir sérstöku og, litt
þektu ábyrgðarformi, og sneiðir það
ekki eða vandamenn þess peningröflum
þessa tima. Að síðustu vegna þess að
allir fá alla þá peninga með vöxtum,
sem þeir hafa lagt í The People Life
Insurance Company þegar þeir vilja
eða liggur mest á.
K, A. B.
Á síðasta mánuði hafa fleirí þús»
undir manna gengið i félag þetta hér i
Manitoba. Daglega tekur The People
Life Insurance Cþ. fleiri meðlimi inn
nú en önnur lífsá'oyrgðarfélög í Canada,
Það er að stofnsetja útibú í Winnipeg.
Þandar til mannahalds eftir þvi sem
þvi er frekast unt, og sektir liggja við
ef nmboðsmonn þess segja rangt frá
nokkru um það.
K. Á. B.
Samkoma.
Meðlimir Oddfellows Stúkunnar Loyal
Geysir, halda Consert og dans á Albert
Hall þriðjudagskveldíð þann 24. þ. m.
Inngangur 25c.
Allir velkomnir.
PROGRAM:
1. Miss Blanch Hazel. Solo;
2. Miss L. Valdason, Recitation;
3. Miss Roche,...... Solo;
4. Mr. J. Chapman,.._ Instrumental
Music;
5. Missrs K, Johnson
og G. Hördal, Dnet;
6. Mr. Christianson Solo;
7. Messes Simoson &
Pro. Bergeren.... Special
Instrumental
Selectíon;
8. Miss Nora Vigor, Solo;
9. Mr. Stack, Comic Solo;
10. Mr. C. T. Godard, Comic Solo;
11. Miss J. Johnsson, Recitation;
12. Miss S. A. Hðrdal, Solo;
13. Miss Stack....... Piano Solo.
14. Miss Blanch Hazel Solo;
15. Mr. Sanderson,... Comic Solo.
Eftir að Concert-ið er búið, verður
dans, og aðgangur að honum verður
seldur sérstakt 25c. fyrir karlmenn, en
fritt fyrir kvennfólk.
British Columbia.
Það er mikil eftirspurn í Brit-
ish Columhia eftir góðum
vinnukonum. Kaupiðerfrá
$10.00 til $25.00
um mánuðinn, eftir hæfi-
leikum stúlknanna.
Einnig er nægileg vinna
fáanleg fyrir ungt kven-
folk á 1(Steam“-þvottahús-
um. Kaupið er þar
einn dollar nm daginn
og þar yfir.
Tiðarfar og önnur skilyrði eru
þau hagfeldustu sem fáanleg eru í
heiminum.
Upplýiingar fást hjá;
R. E. GOSNELL,
SECRETARY
Bureau Information & Immigration
VICTORIA B. C.
CANADA.
Ódýrust föt eftir máli , -
S. SWANSON, Tailor.
512 JHaryland St. WINNIPEG.
.«
—^ ■' ..................
Rafmagnsbeltin góðu fást á skrif-
stofuHkr., $1,25 hérléndis, $1,50 til
íslands; fyrir fram borgað.
MacðoDalð, laggaril & Wbitla.
Lögfræðingar og fleira.
Skrifstofur i Canada Permanent Block.
huoh j.Jmacdonald k.o.
alex. haqgard k.c.
H. W. WHITLA.
Bonner & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar.
494 .71 ai n St, - - - Winnipeg.
R. A. BONNER. T. L. IIARTLEY.
Rikis háskólinn i
Nordur Dakota
Settnr i tJrand Forks N. D.
byrjar 18. árs kenslu þann 24. Sept 1901.
Inngangsprófin fara fram 24. Sept. 1901.
Þessi háskóli er elsta og bezta menta-
stofnun í ríkinu. Bókasafn, gripasafn
og efnafræðisstofur skólans eru óvana-
lega fullkomnar.
Ótskrifunarskilyrðin i öllum deildum
jafnast við útskrifunarskilyrði elstu há-
skóla landsins. KENSLAN ÓKEYPIS
nema í lögfiæðisdeildinni.
Fæði með herbergi hitaðu og lýstu og
með böðunar hlynnindum og fataþvotti,
kostar als #3.25 á viku, allur árskostn-
aður þarf ekki að yfirrtíga $136.00.
Ný fjögra lofta bygging til visinda-
legrar kenslu og til verklegrar og mann-
fræðislegrar kenslu
öll hús skólans hituð með gufu og lýst
með rafljósum.
1. Vísindadeilkin, 4 fræðigreinarr, 4
ára nám í hverri grein áður en útskrif-
unarpróf er tekið. Yfirkennari George
S. Thomas, M.A., Ph. D.
2. Keenara námsdeildin, 5 ára nám.
Þeir sem nafa útskrifast af fnllkomnum
æðri skólrm geta lokið námi í þessari
deild á 2 árum. Kennarar Mrs Alice
W. Cooley og Joseph Kennedy B. S.
3. Lögfræðisdeildin, tveggja ára
námstimi, undir ágætum kennurum og
fyrirlesurum. Þeir sem útskrifast úr
þessral deild geta stundað lög fyrir
dómstólum ríkisins án þess að ganga
undir frekari prof, Yfirkennari Guy C.
H. Corliss, Dean.
4. Verklega vélfræðisdeildin. Þar er
kensla ains fullkomin eins og hægt er að
veita á nokkrum öðrum skóla í öðrum
ríkjum. Sækið því Iheimaskólann.
Kennari Calvin H. Crouch, M. E,
5. Náma vélfræðieeildin veitir full-
komna kenslu i allri verk- og vélfræði
Og mælingum sem lýtur að náma-
vinnu. Sendið eftir upplýsingum til
Earle J. Babcock, B, S.
6. Verzlunardeildin, 3 ára námstími,
gerir nemendur fullkomna í öllum
verzlunarvisindum og býr þá undir
beztu stöður í öllum verzlunargreinum.
Þeir sem hafa útskrifast af góðum æðri
skólum, geta lokið námi í þessar deild á
einu ári.
7. Undirbúningsdeildin. Þeir sera
ekki hafa átt kost á að njóta æðri skóla-
mentunar geta lokið námi i þessari
deild á 3 árnm.
Sendið eftir upplýsingum til:
Webotor Tlerrlfleld,
President GrandForks University, N.D
#
#
#
1
#
#
#
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
“Freyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáinandi i bikarnum
x»áJIr þ««sir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
aðir til neyzlu i hcimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
REDWOOD BREWERY.
EDWARD L- DREWRY-
JHanntacÉnrer & Importer, WI5S1I*E(J. i
**************************
###########«##############
- #
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
LANG BEZTA
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
«•*«•*««#«»*#**««*«*••***$
Ogilvie’s Mjel.
Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S.
THE HECLA
eru beztu, ódýrustu og eyðsluminstu
hitunarvélar sem gerðar eru þær
gefa mestan hita með minstum
eldivið. Eru bygðar til að endast
og vandalaust að fara með þser.
Fóðursuðu-katlar fyrir bændur
gerðir úr,;bezta járni eða stáli, ein-
mitt þaðjsem þér þarfnist. Biðjid
járnvörusala yðar um þá, þeir selja
aJlír vörur vorar.
ICLARE BRO’S & Co.
ÆVerksmiðjur: Wlnnipeg
PRESTON, ONT. Box 1406.
Army an<! Navj
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindlum.
Vér böfum þa-r bezt.u tóbaks og vindla
byrgðir sem til eru í þessum bæ, og seij
um þær ódýrara en aðrir. Enda geruir
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftum yðar.
W. Browu & Co.
541 Main Str.
Wooflliine Reslanrant
Stærsta Billiard Hall í
N orð- vestrlandin u.
Fjögur “Pool”-borð og työ “Billiard”-
borð. Allskonar vln og vindlar.
JLennon & Hebb,
Eigendur.
F. C. Hubbard.
Lögfræðingur o. s, írv
Skrifstofur f Strang Block 365 Main St.
WINNIPEG .... MANITBOA
306 Lögreglnspæjarinn-
“Hvað meinarðu ?” spyr Sergics og starir á
hana steinhissa.
“Eg meina ef þú ætlar að gera mig að þræli
þínum, þá gerðu mig reglulega að þræli þin-
nm”.
"Hvað! ég skil þeg ekki, Þú talar ein-
tóma vitleysu!”
“Gerðu mig að eiginkonu þinni; konur eru
þrælar i Rússl, og þegar herrann er orðinn ríkur
af þvi sem hann hefir rænt frá ungfrúnni, þá
verður kona herrans rík líka!”
"Er það sá kostur sem þú setur ?” segir
hann og starir á þessa undur fögru konu og
hann játar það með sjálfum sér að hann hefir
aldrei séð eins töfrandi aldlit,
"Já, það er það eina sem_ ég set upp, það
minstasemég set upp. Ég stofna mér ekki í
þá ógurlegu hættu fyrir minna, jafnvel þótt ég
með því geti befnt mfn um leið”, svarar hún og
titrar og fölnar. “Ef við leggjum út i þetta, þá
komumst við aldveg á glötunarbarminn sjálf”.
“ Jæja !” segir Sergius. “Ég fereftir þinum
eigin orðum — þú skalt vera þræll minn — og
konamin!”
Hann befst allur á loft bæði af fögnuði yfir
því að hafa klófest svona fagra konu og í öðru
lagi af hugsuninni nm það að verða stórauðugur
þótt meðulin til þess séu ekki sem fegurst; hann
þrífur í handlegg benni, tekur hana í faðm sér
og þrístir kossi á varir hennai og ððrum og
þriðja—já, mörgum, ;stórri \kossa hríð, og sver
þess við alt sem heilagt er, að hún skuli veröa
kona sín, sver þess að hrein ást, helg og göfug
Lögregluspæjarinn. 311
Njósnarmenn leyndust i hverju horni í Pét-
ursborg. Allir lifa í dauðans ótta. Um syart-
asta miðnætti eða bjartasta dag gat það auð-
veldlega að höndum borið að sonur eða dóttir
væru hrifln á burt og svo voru menn hræddir,
svo var harðstjórnin mifcil. að foreldrar þorðu
einu sinni ekki að spyrjc hvað orðið hefði af
börnum sínum. Ef húsfaðirinn fer þverfet frá
bænum, er það eins víst að hann komi aldrei
aftur, og konan og börnin þora ekki að grenslast
eftir hvernig á því stendur. Enginn maður,
kona eða barn er óhult.
í September er því lýst yfir að allsherjar
rannsókn skuli hafín gegn öllum er eitthvað hafí
brotið, eða einhver grunur hafi íallið á, og meira
að segja, fjölda manns var varpað í fangelsi án
dóms og laga og látnir vera þar ef til vill æfi-
langt, að eins fyrir það, !að lögregian grunar þá
en getur ekki sennað. Þegar þetta pólitiska hel-
viti átti sér stað i Pétursborg, var Ora litla .flutt
þangað. Áður brann hugur hendar og hjarta
af frelsisþrá og framfara löngun, hatri gegu allri
harðstjórn og hörku. Þetta gerði gæzlumaður
hennar Bergius til þess að stofna henni í lífs-
hættu og fullnægja peningagræðgi sinni. Til
þessa staðar þar sem gleðin í sinni yiðbjóðsleg-
ustujraynd hafðs sest i hásæti, ko/n de Yerney
tveim mánuðum siðar; var bann i sérstðkum er-
indum fyrir MacMahon, forseta frakkneska þjóð
veldisins, til frakkneska ráðgjafans í Pétursborg.
Þar eð de Verney hafði ekki (engid neitt svar
upp á bréf sitt til Laguschi greifa, bafði hann al-
veg gleymt Oru í gauragangi stríðs þes3, sem
310 Lðgregluspræjainn.
sumri vonast ég til að vera í brúðkaupsveizlu
þinni —og minni”.
Hann sagði þetta ekki með því angnaráði
eða í þeim rómi, er margur mundi hafa gert er
einungis hefði verið gagntekin [af hreinni ást til
heitmeyjar sinnar, heldur voru orðin sögð með
þóttasvip og bjóðandi röddu.
Þegar Platoff heyrir þetta bitur hann á vör-
ina. Hann fer að búa frænku sína til ferðar til
Pétursborgar um hávetur; þar á hún að vera og
kynnast félagslifinu. Það er töluvert frábrugð-
ið því sem það er í Tula. í Pétursborg er það
sem hann ætlar sér að leika sorgarleikinn hinn
ægilega. Þar á myrkrið og ljósið að reyna sig;
þar á djöfullinn að horfa glottandi á tvo af sín-
um dyggustu þjónum. Félagslífið i Rússlandt
er altaf að verda ægilegra og verra, snemma á
árinu voru nokkrir -leynilögreglubjónar drepnir
og Reyking aðalmaður varðdeildarinuar (
Kíel var skotinn í hjartastað þar sem bann gekk
á götu í borginni. En þetta alt er að eins byrj-
un—að eins inngangur til annars meira og al-
varlegra.
I Ágústmánuði er von á kollhriðinni. Mes-
entzoff, aðalmaður þriðju deildarinnar var stung-
inn til dauða á einum aJlra fjölmennasta stað i
Pétursborg. Um hábjartan daginn. þegar allir
eru á gatigi og allir hafa augun i öllura áitum,
er höfuðið höggvið af yfirmanni lögreglunnar
leynilega. Stjórnin er áglóðum. í stað þess
að ofsækja félagsskap þann, sem ógnaM stjórn-
inni ofsótti hún alla rússnesku þjóðina helst í-
búa höfuðborgarinnar.
Lögregluspæjarinn. C?”
skuli stjórna allri sinni breytni. gagnvart henni.
hann lætur það í ljósi að þetta sé af guði ákveð-
ið. Þau binda það þá fastmælum að koma sak-
lausu litlu stúlkunni fyrir kattarnef— þau sem
bæði hafa skyldur tii þess að frelsa hana og varð
veita, hafa ákveðið að svifta hana lífínu.
Þegar Sergius heflr kyst hana 50—100 kossa
lítur hann á hana glottandi. Hann var ekkert
frýnilegur á að líta; hrukkótta, ljóta, gamla
skálkslega andlitiðhans hafði á sér slægðarsvip
tóunnar og grimdarsvip ljónsins saméinaða.
Hann horfir i augu hennar og hvíslar lágt: “Við
yerðum að hafa hraðar hendur og búa alt undir
se;n fyrst og sem bezt, elskan mfn ! Hún er ung
og áköf hún Ora og ég vona að gæzlukona henn-
ar sé þegar búin að blása nægilega að kolun-
um”.
"Reyndu hana og sjáðu !” svarar hún.
Eftir þetta fara þau inn í húsið og finna þar
Oru; hún situr fyrir fraraau hljóðfæri og leikur
á það. Hún syngur undir forn-slafneskan þjóð
söng. Röddin er fögur og skær djúþ og hrein,
liúf og hrífandi. Sergius segir henni að gæzlu-
konaa verði bráðum konan sin, og ef hún hafi
gert nokkuð á hluta hennar eða verið henni ó-
hlýðin, þá skuli hún iðrast þess. Litla stúlkan
hleypur til hennar, faðmar hana og segir: "Kæra
ungfrú Brian, ég hefði hugsað mér að reyna að
flnna upp ráð til þess að sjá þér borgið svo þú
gætir verið ánægð og liðið vel eftir að ég væri
koir in frá þér,, en þetta verður til þess að þú
verður hjá mér alla æfi !” Þetta sýnir það að
Louisa hafði með flærð sinni áunnið sér ást