Heimskringla - 31.10.1901, Side 2
HKIMSKRINGLA 31. OKTOBER 1901.
Beimskringla.
PUBL.I8HBD BY
The Beimskringla News 4 Pnblishing Co.
Verð blaðsins i Canada og Bandar. <1.50
am 4rið (fyrirfram borgað). Sent til
tslands (fyrirfram borgað af kaupenle
M blaðsins hér) $1.09.
íaniugar sendist í P. 0. Money Order
Rsgistered Letter eða Express Money
Drder. Bankaávísanir á aðra banka en í
^innipeg að eins teknar með affðllum.
K. h. KaldfviiiHon,
Editor & Manager.
OfiBce : 219 McDermot Street.
P O BOX 12»».
Heimskringla flutt.
Um leið og vér biðjum lesendur
velvirðingar á f>ví að oss var 6-
mögulegt að koma blaðinu út í síð-
astl. viku, f>á færum vér nú f>á
gleðifrétt að blað vort er flutt á
einn af allra fínustu stiiðum sem til
eru í Winnipeg-borg. Heims-
kringla er nú sett að No, 219 Mc-
Dermot St., örfá fet fyrir vestan
Main St„ beint vestur af pósthús-
inu, og næstu dyr fyrir austan
Free Press skrifstofuna, Blað
vort er nú í sömu byggingu og
blöðin: Free Press, Commercial og
Northwest Review eru gefin út i.
Heimskringla er á fyrsta lofti, á
vinstri hlið f>egar inn er gengið, og
f>arf enginn að villast, því að nafn
spjald blaðsins í stiganum og á
uppgöngunni vísar rétta leið, —
Teiephone sú er Heimskringla not-
ar er No. 443. Vér bjóðum kaup-
endur velkomna að finna oss á
fæssum stað.
Útgefendurnir,
Lífsábyrgðir
/
Islendinga.
Það er liðnn meira en tugur
ára síðan Vestur Islendingar vökn-
uðu fyrir alvöru til meðvitundar um
nauðsynina á því, að tryggja líf sitt
einhverju af hinum mörgu lífsá-
byrgðarfélí gum sem starfa með sí-
vaxandi atorku og framsýni í þessu
Jandi. A fyrri hérvistarárum Is,
lendinga. fengu þeir, svo að segja,
daglega reynzlu fyrir því, að ekkj
ur og börn látinna eiginmanna og
feðra, lentu í vandræðum við fráfall
vinnendanna. Og það lenti jafnan
á þeim sem einhvers voru aflagsfær-
ir, að rétta hjálpandi hendur í þeim
tilfellum. Stundum kom það og
íyrir, að bæjarstjórnin varð að
hlaupa undir bagga með þessum
munaðarleysingjum, með því, að
veita þeim mat og eldivið, en húsa-
leigan var oft borguð með samskot-
um frá gjafmildu fólki hérlendu og
íslenzku. Þetta var í raun réttri
hið sama og vera á hrepp, og því
undu landar vorir yfirleitt ílla, ekki
að eins þeir, sem þurftu að þyggja,
heldur einnig þeir sem sjálfbjarga
voru, en álitu það blett á þjóðflokki
vorum hér, að nokkrir einstaklingar
hans þyrftu að þyggja af því opin-
bera, þó dauðsföll bændanna bæru að
höndu '. Menn fóru þá alment að
finna til þess hve afar nauðsynlegt
það væri, að sem allra flestir húsfeð-
ur tækju lífsábyrgð, en efnin sköp-
uðu þá stefnu í þessu tilliti, að leita
helzt til þeirra félaga er veittu hæsta
ábyrgðarupphæð gegn lægstu ið-
gjalda borgunum. Þetta var nátt-
úrlegt, en ekki að því skapi skyn-
samlegt, eins og reynzlan heflr sýnt,
Þessari stefnu hafa samt landar vorir
fyigt að mestu leiti, fram á þenna
dag, þar tii nú, að efnahagur þeirra
yfirleitt; er kominn á það stig, að
margir þeirra eru teknir að kaupa
ábyrgðir í dýrari félögunum.
Og síðan lífsábyrgðarkaup landa
vorra urðu almenn, þá vill það nú
sjaldan til að ekkjur og börn látinna
húsfeðra lendi í nokkrum vandræð-
um með að lifa, því nú deyr tæplega
nokkur sá ísl. húsfaðir, að hann
ekki eftirláti fjölskyldu sinni eitt eða
fleiri þúsundir dollara af lífsábyrgð-
arfé.
Eftir því sem efnahagur landa
vorra hefir aukist í þessu landi, og
gjaldþol þeirra til að borga iðgjöld
sín heflr vaxið, eftir því heflr þeim
fjölgað, sem trygt hafa líf sitt, og
stefnan er að verða sú, að semja nú
fremur við hin dýrari og öflugri á-
byrgðarfélög, og þessi stefnubreyt-
ing hefii1 komið því til leiðar, að ýms
félög sem að þessum tíma hafa ekki
litið við íslendingum, í ábyrgðar-
legu tilliti, eru nú farin að sækjast
eftir viðskiftum við þá, og hvert um
sig, fengið sérstaka fsl. umboðsmenn
til að vinna að lífsábyrgarsölu meðal
íslendinga. Af bræðrafélögum eru
það sérstaklega 3 félög, sem íslend-
ingar hafa gengið í: ,The Inde-
pendend Order of Foresters’, The
Independend Order of Oddfellows
og United Workman félögin, En
at öðrum lifsábvrgðarfélögum, sem
nú hafa sérstaka umboðsmenn meðal
íslendinga, eru þessi 4 talin: Mutu-
al Reserve1 félagið, ,New York Life‘,
,The Northern Life‘ og ,The Peoples
Life Insurance’ féiagið. Tvö hin
fyrnefndu eru Bandaríkja-félög, eða
hafa aðal skrifstofur og félagsstjórn
sína þar; en tvö hin síðast töldu eru
Canadisk félög—hafa aðal skrifstof-
ur sínar og stjórn í Canada.
Auk þessara félaga eru enn önn-
ur tvö félög, sem starfa meðal landa
vorra. ,The Home Life Association,
og ,The Great West Life Insurance
Co‘. Hið siðast nefnda hefir aðal
skrifstofur sínar „g stjórn í Wjnni-
pegborg. Heimskringla tekur ekki
að sér að gefa neitt álit um það,
hvert af þessum félögum sé bezt,
það er, tryggast og áreiðanlegast.
Ekki heldur vill blaðið segja neitt
um það, hvert þeirra býður bezta
ábyrgðarskilmáia. Það verður hver
tilvonandi ábyrgðarkaupandi að
komast eftir, slíku, með þvl að fá
upplýsingar hjá hinum ísl. umboðs-
mönnura þessara ýmsu félaga. Vér
aðeins leiðum athygli lesendanna
að þeim ýmsu félögum, sem nú eru
tekin að starfa meðal landa vorra
hér. Umboðsmenn þeirra eru:
Fyrir Mutual Reserve-félagið:
herra Þorsteinn Þorláksson,
Fyrir New York Life félagið:
herra Kristján Olafsson,
Fyrir The Peoples Life-félagið:
herra Kr. Á, Benediktsson,
Fyrir The Nortnern Life fél.
herra Þorsteinn Oddson.
Stefn Heimskringlu í ltfsá-
byrgðar 11 lum er sú:
1. A ö hver einasti maður og
kona, sen inna sig efnalega því vax-
in, að kaupa lífsábyrgð, ætti að gera
það.
2., að hérlend félög ættu að sitja
fyrir viðskiftum Islendinga, þegar
þau bjóða jafngóða ábyrgðarkosti og
tryggingu, sem útlend félög, og
3., að nauðsynlegt sé að vanda
sem bezt til valsins, þegar kjósa skal
um viðskiftafélag, til ábyrgðarkaupa
Þetta er stór vandi, og eigi unt að
gefa neinar reglur er fylgja skuli
við valið. Það verður að ganga út
frá því, að hver umboðsmaður þess-
ara keppifélaga vinni af beztu sann
færingu, hver fyrir það félag, sem
hann álítur að bjóði viðskiftamönn
um sínum bezta kosti og mesta
tryggingu fyrir því, að haldið verði
við gerða samninga. En það getur
æfinlega orðið álita mál, hver at
umboðsmönnum þessum sé strang-
heiðarlegasti og sam viskusamasti
maðurinn. Sá þeirra sem hefir
yfirbnrði þessara mannkosta, er í
sjálfu sér nokkur trygging þess,
að félag það, sem hann vinnur fyrir,
sé gott félag.
Þagmælskan
er gullvœg.
Það væri máské rangt að ganga
algerlega þegjandi fram hjá f>ví
atriði, sem allur hinn mentaði
enski heimur hefir nú að daglegu
umtalsefni; afsetning Sir Redver
Buller frá herstjóraembætti, bví
er hann hélt í brezka hernum.
Mörgum kann að virðast f>að lítil-
vægt málefni og ekki f>ess vert
að eyða neinu rúmi í blaði til að
ræða pað. En Jægar að tvennu er
gætt, 1, að það tekur heilan mans-
aldur að skapa hugrakka hyggna
og æfða herforingja, og 2. að ]>að
var ekki fyrir nein afglöp í her-
stjórn, heldur orðmælgi, sem Bull-
er var rekinn frá embætti, |>á er
málið fyllilega f>ess virði að því sé
veitt athygli, ’ekki slður af íslenzk-
um en enskum lesendum. Eins og
menn mun reka minni til var Bull-
er yfirherstjóri Breta 1 Suður-
Afríku [>egar Búastríðið fyrst hófst
og var hann J>á básúnaður í öllum
blöðum Breta. sem hæfastur mað-
ur allra pálifandi breskra hershöfð-
ingja til að takast f>ann afar vanda-
sama starfa á hendur að stjórna at-
lögum Breta á Búaliðið f>ar syðra,
og allir játa f>að nú, að f>að var
mestur vandinn I fyrstu, einmitt á
f>eim tíma, sem Buller hafði [>ar
herstjórn, f>ví að pá var her Breta
algerlega ókunnur landinu og
þurfti f>ví að fara afar varlega í all
ar sakir. Enn fremur voru her-
menn hans f>ar f>á óæfðari miklu
í peirri herkænsku, sem f>ar á bezt
við, heldur en f>eir eru nú orðnir,
Svo er og J>ess að gæta að á fæim
tíma i byrjun stríðsins voru Búar
langöflugastir að mannvali og vopn
um og fæss vegna örðugt að etja
eggjum við f>á. Staða Bullers var
var J>ví ekki annara meðfæri en
æfðra herstjóra, og fæss vegna var
hann f>á valinn af Bretastjórn til
fæssa verks, enda s/ndi hann J>að
í atlögum sínum við Tugela eg Co-
lenso, að hann var kænn herstjóri.
Og alt hans verk í sambandi við
umsátið um Ladysmith var gert vel
og samvizknsamlega, þótt f>að
gengi seint, Enda var [>ar við öfl-
ugan og velbúinn óvinaher að eiga,
Það er f>ví ekki fyrir neitt f>að sem
Buller hefir gert, og sízt illa gert—
að hann er nú sviftur embætti og
heiðri, heldur fyrir f>að sem hann
hefir sagt síðan hann kom heim
aftur til Englands..—
Svo stendur á, að allmargir á
Englandi hafa álasað Buller fyrir
f>að að hann hafi meðan hann var
aðal-herstjóri í Suður-Afríku, ráð-
lagt general White, f>eim er varði
borgina Ladysmith með svo frá-
bærum dugnaði í marga manuði,
að gefa upp borgina í hendur Búa,
og blaðið Times í Lundúnum, sem
alment er talið eitt af allra merk-
ustu og áreiðanlegustu blöðum í
Evrópu, hélt f>ví fram að Buller
hefði ráðlagt White að yfirgefa
borgina í hendur Búa. Þetta var
látið dynja í eyru Bullers J>ar til.
hann fældi ekki mátið lengur og
tók að verja sig fyrir árásunum.
Hann sk/rði svo í ræðu, er hann
hélt fyrir nokkru á Englandi, frá
öllum málavöxtum og opinberaði
f>au hraðskeyti er hann hafði sent
White, I einu f>essu skeyti segir
hann White, að hann hafi gert til-
raun til fæss að komast að Lady-
smith með her sinn honum til
hjálpar og að sér hafi ekki tekist
f>að. Enn fremur að hann búist,
ekki við að geta barist í gegn um
óvina herinn til að nálgast borg-
ina fyr en eftir 2 mánuði frá fæim
degi er hann sendi hraðskeytið.
Því næst segir hann White, að ef
hann sjái sér algerlega ómögulegt
að halda borginni yfir f>essa 2
mánuði og neyðist til að fl/ja úr
henni með her sinn, J-á skuli hann
gera J>að samkvæmt vissum reglum
er Buller lagði fyrir hann. Þetta
var nú öll ástæðan, sem blaðið
Times og aðrir höfðu fyrir f>ví að
væna Buller um bleyðiskap.
Hann kvað J>essu hraðskeyti
hafa verið stolið úr höndum White
og skoraði á Times að opinbera
hvernig f>að hefði komist yfir f>etta
skeyti, og að sanna f>á kæru að
hann hefði ráðið ráðið White’til að
yfirgefa borgina, Þegar hér var
komið málinu, f>á tók hermáladeild
in í strenginn og setti Buller írá
herstjómarembætti. Engin bein
ástæða er gefin fyrir fæssu, en allir
vita hver hún er, sem sé: að Buller
bar hönd fyrir höfuð ser, varðist
álygum f>eim sem á hann voru
bomar og f>að að hann opinberaði
sjálfur í ræðu sinni efnið úr fæim
hraðskeytum, sem fóru milli hans
og Whites meðan umsátið um La-
dysmith stóð sem hæst. Þetta var
talið óhermannlegt og ógöfugt og
ekki í samræmi við f>ær reglur sem
hermáladeildin skipar herforingj-
um sínum að fylgja, og f>ess vegna
var Bulier sviftur embætti. En
fæss skal getið, að hann var um
leið eftirlaunamaður, svo að árleg-
ar inntektir hans verða hér eftir
helmingur launa fæirra er hann
áður hafði. — Síðan Jætta skeði,
hafa flest af blöðum Breta talað
vel um Buller og f>ykir harðlega
hafa verið víð hann breytt fyrir
litla eða enga sök. Þau viðurkenna
nú að hann hafi jafnan verið og sé
einn af allrahæfustu herforingjum
sem Bretar hafa nokkurn tíma átt.
og mörg fæirra mæla með f>ví að
hann ætti. að hafa full ettirlaun,
sem viðurkenningu fyrir f>að mikla
verk, er hann hefir unnið fyrir
Bretland í mörg umliðin ár.
Minni Canada
íslerulingadaginn í Alberta
2. ÁGÚST 1901.
Eftir: JÓNAS J. HÚNFORD.
Herra forseti! Kæru landar og löndur!
Fyrlrtilmæli forstöðunefudar þeirrar, er
annast um þetta hátíðahald, kem ég
fram á ræðupallinn með það hlutverk
að tala um Canada, og verð ég aö segja
það, aðég er harla ófús til þess, einkum
af þeirri ástæðu, að ég hef áður fleirum
sinnum. haft hér sama umtalsefni, svo
ég hýzt við, að það sem ég segi.verði
endurtekning á þvi, sem ég hef áður
sagt, og þykir mér það allilt, að taka
að jafnaði mikið upp eftir sjálfum mér.
Jeg skal því fyrirfram lofa yður þvi,
kæru tilheyrendur, að vera hvorki
langorður né gagnorður.
Jeg á að tala um Canada í dag,
þetta fræga, voldoga og víðtseka riki;
þetta risavaxna land, sem er nál. eins
stórt og öll Evropa, og liggur frá 49.
mælistiyi norðl. breíddar norður að ís-
hafl, ogbreiðir sig frá Atlanzhafi, alt að
fótskör hins fagra Kyrrahafs; þetta
náttúiufagra frjóva land; landið, sem
geymir í skauti sér ótæmandi auðs-
uppsprettur gulls og annara dýrra
málma; landið, með hinar frjó sömu
sléttur þaktar sáðiöndum, er árs árlega
fylla forðabúr fyrir margar millionir
manna; landið, með hin spegiltæru
fiskisælu stórvötn, og hinar yndislegu
skógarmerkur; landið, sem ég voga
mér að nefna—nær als er gætt, heims-
ins bezta land.
Hjarta vort fyllist unaði og á-
nægju, nær »ér rennum hugsjón and-
uns yfir þetta tignarlega land, er vér nú
meðréttu nefnum vort óðalsland.
Hingað, til hinnarfrjóvu Canada,
hefir meginhluti Vestur-íslendinga leit-
að, frá vorri elskuðu ættjörðu. Hér
hafið þér kæru landar, flestöll strítt og
starfað, lengri eða skemri tíma; hingað
leituðuð þér með von um betri framtíð
fýri-r yður og niðja yðar, og sjáið; vonin
hefir ekki látið sér til skammar verða;
oftir aðeins rúman þriðjúng aldar, liður
miklu meiri hluta af Canada-íslending-
um ágætlega. Þetta er satt, þetta er
hægt að rökstyðja; því fer betur, það er
engin skröksaga, að meginhluta Isl. í
þessu rfki, liður ágætlega, ]á, mun bet-
ur en vænta mætti, eftir svo stuttan
tíma; ég þori enn að staðhæfa og segja,
að næstum undantekningarlaust, eru
allir Vestur-ísl., vel á veginum til
sjMfstæöis og vellíðunar, auðvitað mis-
jafnt langt komnir, eftir ýmsum þarað
lútandi kringumstæðum,
Það er sannmæli, sem eitt ís-
lenzka skáldið segir, að þetta land er,
„Vonarland hins unga, sterka mans".
Hvergi ljómar vonarstjarna hinnar upp
vaxandi kynslóðar skærra, en einmitt
hér í þessu frelsisins, framfaranna og
nægtanna landi og hvergi biður meiri
auðlegð, andleg og likamleg, allra þeirra
sem stunda það, að gera sig hennar
verðuga. Hér, í þessu landi, er starf-
svið mansins bæði fagurt og stórt, ó-
takmarkað, i andlegum og verklegum
skilningi blasa við hinum unga manni
allir hinir mörgu og fjölbreyttu atvinn-
vegir, sem hinn mentaði heimur hefir
að bjóða, og hér geta líka allir, sem
leita þess fengið þýðingarmikið og
fagurt lífsstarf. Hérbíðaenn millión-
ir ekra af hinu frjóvasta landi óyrktar,
sem getaveittþúsundummanna, ánægj-
uríkt heimili og rikulega uppskeru. I
þessu frelsis ðg framfara landi, hafa
allir menn sömu réttindi og lík tækifæri
i baráttunni fyrir lífstilveru sinni.
Hér í þessu laudi, er maðurinn virtur,
fyrir það sem hann er sjálfur; fyrir þau
verk, setn h nn heflr unnið; fyrir það,
hvernig hann lifir og starfar í mann-
félaginu, mældur eftir sínum eigin verð
leika. Þettaland er tækifæranna land;
hér hefir maðurinn tækifæri, að sýna
manDdáð og framsókn; hér hefir hann
tækifæri að yerða frægur af síau eígin.
Þegar vér gætum þess, hve Can-
ada er ung, þá hljótum vér að viður-
kenna, að framfarirnar, hafa verið stór-
kostlegar. Það mun hafa verið árið
1607, að Englendingar stofnuðu hina
fyrstu nýlendu sína hér megin hafsins.
þá og löngu eftir þann tima, var alt.
þetta land litt eða ekki þekt.: þá höfða
menn mjög lága hugmynd um auð þess
og ágæti; ekki hærri en svo, að þeir
héldu kannske, að hér yestra gæti orðið
útbú eðahjáleiga, stórbúannaí Evrópu
Það var fyrst á næstliðinni öld, að um-
heimurinn Sá og viðurkendi, að Vín-
land hið góða myndi skipa öndvegis-
sess meðal landanna nær timar liðu.
Þá var ekki hugsað, að fyrir vestan haf
ið, yrði sett vagga frelsis og frarafara,
ekki þá hugsað eða viðurkent, að þetta
land, yrði til blessunar fyrir allar þjóð-
ir jarðarinnar. Nú er þetta fræga land
allstaðar á undan; hvívetna i brjósti
fylkingar, ef ræða er um framfarir eða
urabætur. í þessu landi býr hin stór-
virkasta, atorkusamasta og drenglynd-
asta þjóð.
Ó þú hin sæla Canada! Vér erum
hrifnir af öllum þinum mörgu og miklu
kostum; vér erum hrifnir af hamingju
þinni og s.uðmagni, af fegurð þinni og
skrautbúnaði; vér miklum framfarir
þínar og afrek í hvívetna, sonum þín-
um og dætrum til hamingju og heilla,
örlátlega og i rikulegum mæli; veitir
þú af nægtaborði þínu; innbúum þín-
um, það er að segja, þeim, sem gera sig
þess verðuga; þú að eins krefst þess, að
þeir séu; „vondjarfir til hins þarfa“,
Þú áskilur. að þeir með atorku sinni,
ráðvendni og bróðurlegri samvinnu,
gegni skyldum og ákvörðun mannlifs
ins, en gefur um leið þetta fyrirheit;
,,Þér skuluð lifa sælir í landinu! Og
vér erum þess fullvissir, að þetta frið-
sæla gagnauðga land, muni fsamvegis
sem að undanförnu umvefja innbúa sína
hamingju og blessun og niðja þeirra
öld eftia öld í þúsund liðu. og þannig
staðfesta og uppfylla vonir og óskir
hinna mörgu þúsunda manna, sem hafa
leitað og enn munu leita á náðir þess.
og að niðjar frumbyggjanna munu á
síðan, blessa þá stund, er feður peirra
leituðu trausts og hælís í farsældar-
skauti Canada. Að þetta verði svo í
framtiðinni, er auðvitað undir sjálfum
oss komíð; skilyrðin eru að miklu leiti
vor megin, en að tala um þau, ætla ég
að 8é í mínum verkahring í þetta sinn.
Háttvirti forseti, kæru tilheyr
endui! Eigi löngu síðan, höíum vér
staðið á veeamótum eða á nokkurskon-
ar sjónarhæð, hvaðan vér litura til
baka, yfir veginn, sem var að hverfa.
en skygnumst einnig eftir veginum
fram undan oss Nýlega er runnin ti
viðar, hinsta sól hinnar 19. aldar, og
hylst á bak við tjöld tímans; og vér
sjáum að eins dagsbrún hinnar 20. ald-
ar, Vér minnumst í dag með þakklæti
hins horfna tímabils, sem lét mentasól
síua, svo mikið tvístra myrkri miðald-
anna;sem upplýsti með mentun og
raenningu undanfarnar aldir. Oss er
eigi unt, að ráða í eyðublöð hins ó
komnu tíma, en í himum gulln kvöld
bjarma hinnar hverfandi aldar, er sem
vflr sjáum djarfa fyrir þvi, aðannað
enn göfugra, bjartara og blíðara tima
bil, sé runnið upp fyrir þjoðirnar; ósk
vor er sú hjartanleg og heit, að þessar-
ar aldar frægðarsól, megi senda sína
vermandi og lifgandi ylgeizla, er efli
frið, frelsi menningu og manndáð, yfir
Canada og yfir öll þau lönd, er þrá
framför og frelsi,
Herra forseti! Um leið og vér í
í dag minnumst Canada, er oss bæði
ljúft og skylt, sem hollurn þegnum, að
minnast þess, hve mikið Canada—sem
er partur af hinu brezka veldi—hefir
mist í fráfalli hennar hátignar, Vict-
oriu drottningar, sem nú er í friði, far-
in til hinnar hinstu hvildar eftir langt
og vel unnið dageverk; eins og stjórnar-
starf hennar var langt og þýðingarmik-
ið, eins var hún einn af allra merkustu
þjóðstjórnurum 19. alderinnar; vér Can-
ada íslendingar minnumst hennar með
virðingu og þakklæti; og óskum og
biðjum, að haDs Hátign Edward kon-
uugur hinn 7., njóti sælla og langra
lífdaga, og honum megi auðnast, eð
fete sem bezt í fótspor móður sinnar,
Victoriu drotningar.
Syo óska ég, að Canada blessist
og blómgist; stjórnsemi, friður og bróð-
urieg samvinna viðhaldíst og vaxi. og
breiði hamingju og hagsæld, yfir innbú-
ana um óksmna tíma.
Lifi Canada!
Dauðsfall Wm. McKinley
Hið snögga og ófyrsrséða frá-
fall Wm- McKinley forseta Banda-
ríkjanna, er óneitanlega sorglegur
atburður. Það er eðlilegt að þjóðin
—já, alt mannkynið— verði steini
lostið þegar valmenni svo sviplega
hnígur til jarðar fyrir hendi morð-
ingjans sem í þéssu tilfelli verður
ekki kallað annað en níðingsverk.
Einmitt nú, þegar þjóðin stynur
undir- þunga þessa mikla höggs,
virðist vera tími fyrir menn að at-
huga ástandið gauragæfilega og
komast að réttri niðurstöðu.
Það er auðsjáanlegt að hér er
ekki alt með feldu, spursmálið er:
Hvaða spor skyldi þjóðin taka undir
svona löguðum kringumstæðum?
Áður en þessari spurningu er svar
að má geta um hvaða spor hún heflr
nú þegar tekið. Fyrst af öllu sner-
ust menn gagnvart morðingjanum,
bannfærðu hanri ofan fyrir allar
hellur og útmáluðu ódæðiseðli hans
á allar Iundir, líkingar af honum
hafa verjð hengdar upp hér og hvar
um landið sem svívirðingarmerki,
og til að tákna heiítar- og hefndar-
hug þjóðarinnar. Slík óstjórn til-
finninganna er árangurslaus og
heimskuleg. Maður þessi var að
eins verkfæri í hendi hins voðaleg-
asta flokks uppreistarmanna sem til
er á jarðríki. Stjórnleysingjar
þessir sem kallaðir eru Anarkistar,
eru einbeittir og staðfastir skoðun-
um sinum, fyrirætlunum og gjörð-
um.
Þegar meðlimur félagsins er
kosinn til að ráða einhvern af dögum,
þá er morðinginn jafnan viðbúinn
við afieiðingunuin, og stærir hann
sig af því ef honum tekst að myrða
eitthvert stórmenni og þykir vel að
verið þótt hann missi sitt eigið líf
fyrir vikið; v!ð þess háttar tækifæri
hafa félagsmenn í hvívetna fagnað-
arfundi og gleðiveizlur til að hrósa
morðíngjunum og hlakka yflr hinum
sigursælu úrslitum. Það er því
bersýnilegt að það er ekki einstakl-
ingurinn, heldur þjóðflokkurinn í
heild sinni sem menn skyldu snúa
sér að; ýmsar raddir hafa nú þegar
heyrst í þá átt, en hvernig hafa þær
svo hljóðað? Nokkrir hafa stungið
upp á að auka lífvörð hinna eftir-
komandi forseta svo að þeir mættu
vera óhu!tir í framtiðinni; slíkt er
grunnbygni: Hinn látni forseti var
vaktaður eins nákvæmlega og unt
yar, og einmitt Þegar morðið var
framið stóðu sumir gæzlumenn hans
að eins nokkur fet frá honum.
Reynzlan heflr sýnt og sannnað að
það er ekki hægt að vakta svo yfir
lífl nokkurs mans að ekki sé hægt
að ráða hann sviksamlega af dögum.
Aðrir hreifðu því, að komið yrði I
veg fyrir að félag þetta opinberaði
kenningar sínar og fyrirætlanir hér
í landi svo að hvetjandi fyrirlestrar
og æsingaræður gætu ekki framveg-
is haít áhrif á geðveiklaða einstakl-
inga eins og haldið er fram að hafi
átt sér stað i þessu tilfelli, slíkt er
einnig grunnhyggni, því fyrst og
fremst er málfrelsi í ræðum og rit-
um löggilt i landi þessu, og því
ekki hægt að varna nokkrum manni
máls nema með lögbreyting—og það
mun seint verða— í öðru lagi má
ganga að því vísu. að þótt þessu
yrði til lciðar komið, þá mundu fé-
lagsmenn halda starfa sínum áfram
á laun með eins miklum krafti og
að undanförnu, og koma öllum fyrir-
ætlunum sínum í framkvæmd eftir
sem áður.
Þá hafa enn aðrir fundið upp á
því snjallræði, að gera ílokkinn
landrækan og færa honum til saka
landráð og drottinsvik. Er mögu-
legt að reka flokkinn á burt? í
fyrsta lagi er ekki hægt að bera
slíka sök á hendur honum sam-
kvæmt lögum landsins; í öðru lagi,
gætu ekki áður óþektir félagsmenn
orðið eftir og þroskast hér á huldu
þótt tilraun yrði gerð að reka hóp-
inn burt? En setjum nú svo, að
það gæti tekist, er þá mögulegt að
fyrirbyggja innflutninga félags-
manna í þetta land sem sendir eru
til að fremja eitthvert ódæðisverk,
íklædda fölskum hjúp, slíkt hefii
komir fyrir í Evrópu—eða jafnvel
heil deild felagsmanna sem hafst
gætu hér við og bruggað gjörðir
sínar á Ieynilegan hátt? Nei, það
er hætt við að a!lar þessar bollalegg-
ingar falli um sjálfar sig. Mér
finst að enn sem komið er séu mála-
lengingar þær sem hafa verið á
vörum manna um þetta mál eð eins
þýðingarlaust glam. Við svona
lagað tækifæri ber mönnum að forð-
ast alla geðshræring og ofsa en at-
huga kringumstæðurnar með gætni
og stillingu. Það eru miklu dýpri
atriði viðriðin þetta málefni en menn
virðast hafa hreift við til þessa:
Eina meðalið við þessari landplágu
heimsins er að eyð il eggj a An-
arkista flokkinn, kippa honum upp
með rótum. Á hvern hátt skal svo
gera það? —Meiningin er að eyði-
leggja félagsskapinn, ekki mennina.
Aður en menn byrja að velta
þessari spurningu fyrir sér, er nauð-
synlegt að komast eftir upptökum
félagsmyndunarinnar: Hver eru
þau? Er manndrápslöngun og nið-
ingsverk hið eina stefnumið þessa
flokks? Nei. Bak við hið upp-
reista sverð þessa blóðþyrsta fél.,
liggur hin fegursta tilhneging mann-
legrar náttúru, hið helgasta mann-
dómsatriði; jafnaðarmenskan, jafn-
i’étti og frelsi allra manna er sá
grundvöllur sem anarkistafélagið er
bygt á; yfirlýsing félagsmanna er
þessi; „Það er lffsstarf vort að eyði-
leggja alla kúgun og yfirdrepskap,
og að lyfta upp þeim kúguðu1-.
Það er sannleikur, að þótt áformið
Ué gott og göfugt' þá er aðferðin