Heimskringla - 07.11.1901, Blaðsíða 2
HEIMSK.K1NGLA 7. NÓVEMBER 1901.
Heimskriiigla.
PUBLiISHBD BY
The Heimskringla News & Poblishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
im 4rið (fyrirfram borgað). Sent til
tslands (fyrirfram borgað af kaupenle
im blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist i P. 0. Money Order
ftegistered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en i
Winnipeg að eitis teknar meðaSöIlum.
K. L. Bal«twinM«n,
Editor & Manager.
Office : 219 McDermot Street.
P O. BOX 188».
Háskólamál Vestur-
/
Islendinga.
Almennur fnndur var haldinn
hér t Winnipeg & flmtudagskveldið
var, samkvæmt fundarhoði í síðasta
blaði, til þess að ræða um hið menta-
lega ástand þjððflokks vors í þessu
lanði, eins og það er nú, og í hvert
horf það þurfl að komast, til þess að
samsvara hæflleikum íslendinga og
nútíðar og framtíðarþörfum þeirra
hér. Fundurinn var mikið lakar
sóktur, en átt hefði að vera, þegar
þegar tillit er tekið til þess að um
svo umfangsmikið og afaráríðandi
mál var að ræða, eitthvað um eða
yflr 50 manns sóktu fundinn. Þessir
töluðu. Capt. Sgtr. Jónasson er stýrði
fundiuum; pres'.arnir Jón Bjarnason
og Fríðrik Bergmann ræddu, enn-
fremur þeir herrar Thomas lögfræð
ingur Johnson, Þorvaldur Þorvalds-
son, Sig. J61. Jóhannesson, Árni
Frederickson og Magnús Paulson
Öllum ræðumönnunum kom saman
um það, að Vestur-Islendingar stæðu
ekki á því hámentastigi, sem æski-
legt væri, og að mesta nauðsyn hæri
til þess, að ísl. foreldrar í Winnipeg
og öðrum bygðarlögum, hér vestra,
gerðu gangskör að því, að láta börn
sín sækja hinar æðri mentastofnanir
hér Winnipeg langt um betur en
gert heflr verið að undanförnu. Sam-
þykt var að halda annan umtals-
fund um þetta mál í Iútersku kirkj-
unni þann 6. þ. m.
Eftir því sem próf. séra Friðrik
Bergmann fórust orð á fundi þessum
þá er stefna hans nú í mentamálum
þjóðar vorrar sú, að sem allra flestir
einstaklingar, karlar og konur, ættu
að hafa það fvrir æðsta markmið sjtt
að ná sar.nri menningu— verða að
sönnum mönnum og konum. En tii
þess þyrftu foreldrar að leggja kapp
á það að láta hörn sín ganga menta-
veginn, láta þau ganga á einhvern
æðri skóla, hvort sem þau lærðu þar
ísienzku eða ekki. ísienzku námið
væii gott með öðru góðu, en aðal
áherzluna skyldi ekki leggja á það
sérstaklega. Þess var og getið á
fundinum að lúterska kirkjufélagið
hefði komið Því fil leiðar að séra
Friðrík var veitt kennara emhætti
við Wesley Coliege hér í Wínnipeg
til þess að þelr nemendur af vorum
þjóðflokkl sem vildu sækja þann
skóla, gætu átt kost 4 að nema ísl.
tungu og ísl. hókmentir efþeir vildu
nota þá kenslu um leið og þeir stund-
uðn þær aðrar námsgreinar sem á
þeim háskóla eru kendar. Þess var
og getið að kirkjufélagið borgaði
séra Friðrik að mestu laun hans sem
af þessu kennaraembætti leiddi.
Viðvíkjandi mentaskilyrðum nem-
enda til inntöku í Wesley College
var þess getið að hvert bain úr 6.
bekk alþýðuskólanna gætr fengið
inntöku í undirbúningsdeiid há-
skólans.
Þetta tílboð kirkjufélagsins tll
Islenzkra nemenda er að vorri hyggju
eíns frjálslegt og göfugt eins og það
er hyggilegt. Félagið er algerlega
horflð frá þeirri stefnu í háskólamál-
inu sem það heflr haldið fram í síð-
asl. 10 ár, það er búið að sjl og
kannast nú við að það er þjóðflokki
vorum hér vestra algerlega ofvaxið
að koma upp íslenzkum h&skóla.
Það heflr því tekíð upp & prógram
sitt þá einu stefnu í þessu máli sem er
hyggileg og fi amkvæmanleg og full
nægjandi þöifum íslendinga í Ame
riku, stefnuna sem Heiraskringla
heflr haldið fram frá upphatt fram &
þenna dag, að f'á islenzkt prófessors
embætti lengt við einhvern fullkom-
inn hérlendan háskóla þar sem þeim
ísl. nemendum, sem þess óska, gæfist
kostur á að nema íslenzkt mál og
fræði sem aukanámsgrein við hinar
aðrar n&msgreinar skólans. Þessi
stefna vitum vér með vissu að er við
almenningshæfi og samkvæm vilja
hans og óskum. H&skólasjóður er
þegar nokkur til orðinn, og það er
rétt og sanngjarnt að verja honum á
þenna hátt. Að því er snertir nauð-
synina á því að ala upp hérfædda ísl.
mentamenn, þá er það atriði sem ors
vitanlega enginn hefir nokkru sinni
borið á móti. Það er eitt af því sem
almenningur helir séð frá upphafi
vega. En frumbýlingsástand og
ármóður landa vorra á umliðnu &r-
unum hefir gert þeim bókstaflega ó
mögulegt að kosta börn sín á æðri
meniastofnanir. Það eru að eins ör-
fá ár síðan almenningshagurinn varð
svo góður að nokkur verulegur
fjöldi landa vorra gætu kostað börn
sín á þessar stofnanir. En reynzlan
hettr sannað að með vaxandi vel-
megun er þeim stöðugt að fjölga sem
ganga mentaveginn, og það er rétt
álitamál hvert að Islendingar eiga
nú ekki eins marga nemendur &
mentastofnunnm landsins í tillölu við
fólksfjölda eins og nokkur annar
þjóðflokkur í þessu landi.
Þeir sem þekkja mentaástand
Islendjnga, eins og það var bér
vestra fyrir 15 árum, og eins og það
er nú, munu tæpast neita því að stór
breyting til batnaðar hafi orðið á
þessu tímabili Þá áttu ísl., hér
nyrðra að minsta kosti, engan sér-
lendan lögmann né lækni nó kenn-
ara. Þá voru menn að herjast við
að fá leyfi hjá kenslumáladeild fylk-
isstjórnarinnar til þess að Isl. sem
ekki höfðu lög&kveðin mentaskil-
yrði, mættu kenna ísl. hörnum út t
vorum ýmsu nýlendum. Nú höf'um
vér marga menn og konur sem hafa
kennarpróf og kenna bæði á ísl. og
hérlendum skólum. Lækna höfum
vér einnig sem hér hafa lært og
þykja f'ærir menn. Lögmenn eru
nú óðum að rísa hér upp, margir
þeirra eru í Bandaríkjunum, einn er
hér í Winnipeg og þess ntan 3 eða 4
lögfræðisneinendur, sem á sínum
tíma koma til sögunnar sem full-
veðja lögfræðingar, og nú síðast eig
um vér einn prófessor við háskóla
hér í borginni. Hefði nú þessu ver-
ið spáð íyrir 15 árum að svona
mundi mentaástand íslendinga verða
um aldamótin og að nemendur á
æðri stofnunum hér mundu taka há
verðlaun 4 ári hverju fyrir náms-
hæflleika sína, og það að börn þau,
sem ganga á alþýðuskólana mundu
fá almenna víðurkenningu kennar-
anna, sem beztu nemendur er á skól-
ana ganga, þá hefði sá spádómur
þótt allglæsilegnr. En alt þetta
heflr komið fram. Og það mnn
koma æ betur í ljós er tímar iíða að
íslendingar verða engir eftirbátar
annara landsbúa í mentun og gagn-
legri þekkingu. Vér segjum hik-
laust að íslendingar hafl barist vel
fyrir tiiveru sinni hér vestra síðan
flutnlngar hófust, og vér höfum þá
sannfæring að þeir lialdi áfram að
gera það.
Því verður ekki neitað, að Is-
lendingar í Winnipeg hafa lagt til-
tölulega minni rækt við æðri ment-
un barna sinna beldur en bændurnir
í nýlendunum hafa gert, og er það
illa farið, þar sem þeir eiga þó hæg-
ast afstöðu með skolagöngu barn-
anna. En sérstaklega hafa þeir
lagt litla rækt við íslenzku nám, og
er sú ástæða til þess að allir vinnu
og arðs hagsmunir þeirra fást að eins
gegnum hið hérlenda þjóðlíf. ís-
lenzkan hér vestra heflr hvorki veift
þeim auð né brauð. Enskan þar á
móti veitir hvortveggja þeim sem
mentast hafa á hérlenda vísu. Þetta
er hið opinber levndarmál sem ligg-
ur til grundvailur fyrir því að ísl.
alþýða heflr ekki gert sér far um ís-
lenzka mentuu barna sinna hér.
Gæti það orðiö sýnt með ijósum rök-
um að ísl.námið hér 1 landi væri
nauðsynlegt til manndóms og menn-
ingar, til auðs eða brauðs þeim er
það stunduðu, þá teijum vér alger-
lega víst að fleiri miklu en gert hafa
mundu hafa látið börn sín stunda
það. En reynslan, sem jafnan er
ólýgnust, hefir áþreifanlega sannað
oss það að þetta er ekki svo. Þvert
á móti er enskunámið fyrsta aðal og
eina skilyrðið fyrir þyí að ná hér
vexti og viðgangi, og þess vegna
hafa íslenzk ungmenni hér lagt
mikla rækt yið það nám ásamt með
námi annara nauðsynlegra menta- og
fræðigreina. Á hinn bóginn taljum
vér heppilegt, og enda nauðsynlegt,
að þeir íslenzkir námsmenn sem ætla
sér að stunda nám til próftöku og
vinna síðan að eira eða minna
leyti í þarfir landsmanna sinna hér,
þeim til gagns og sóma, stundi einn-
ig nám Isl tnngu og bókmenta og
þetta mun svo verða framvegis um
langan aldur og það því fremur sem
háskólaejóðnum á nú að veria til
þess að örfa framkvæmdir I þessa
átt. Geri þeir það ekki, þá má svo
að orði kveða að þeim sé ekki við-
hjálpandi, og þá er það sönnun fyrir
því að þjóðtunga vor lognast hér út
af langtum fyrri en ella mundi
verða.
Fækkun írskra
þingmanna
Orð heflr leikið á því á umliðn-
um árum að það væri grunt á því
góða milli Breta og Ira, og víst er
am það að írar hera ekki yfirleitt
hlýjan hug til Breta, þótt þeir herjist
allra manna bezt fyrir verndun rík
isins þegar I stríð við útlendar þjóð
irer komið. En írum heflr ætíð
fundist að stjórn Breta vera önug
og ósanngjörn gagnvart Irlandi og
frelsisþrá írsku þjóðarinnar. írar
vilja fá heimastjórn og mega sjálfir
ráða sínum eigin innhyrðismálum,
en Bretar eru því andvígir. Þeim
finst að írar, engu síður en Skotar,
mega vel una við núverandi fyrir-
komulag, það er að segja, að mega
hafa vissan ákveðinn fulltrúafjölda I
brezka þinginu og á þann hátt hafa
atkvæði I öllum ríkismálum. Við
þetta fyrirkomulag hafa svo írar
orðið að sætta s!g, en oánægðir hafa
þeir ætíð verið, því að I reyndinni
hafa þeir litlu getað áorkað til við-
reistnar heimamálum sínum. Þeir
eru í svo miklum minnihluta I þing-
inu að þeirra gætir þar lítið og þog-
ar þau mál koma upp á dagskrá,
sem sérstaklega varða írsku þjóðina,
þá fer þ ð jafnan svo á þinginu, að
atkvæði Brcta og Skota ráða þar úr-
slitunum, og þau úrslit eru vana-
lega andstæð óskum írsku þing-
mannanna, þetta gerir þá ofsa-
fengna og ákafa I ræðum sínum og
látbragði I þinginu, og það ergir
stjórnina.
Irar halda því fram að þeir séu
beittir rangindum I skattmálum rík-
isins, Þeir segja að skattar á Irlandi
tjl ríkisþarfa séu hærri miklu að tii-
tölu til gjaldþols íbúanna, heldur en
það sem lagt er á íbúana á Skot-
landi og Englandi. Fyrir þessu
hafa þeir fært óhrekjandi sannanir I
þinginu hvað eftir annað, en ekki
fengið aðgert.
Nú hettr stjórnin komist að
þeirri niðurstöðu að írar hafl nær 30
þingmanna á brezka þinginu fram
yflr það sem þeir ættu að hafa þar,
og þeir gera ráð fyrir að fækka þeim
svo sem svarar framangreindri tölu.
Eins og nú standa sakir þá hafa
írar einn ríkisþingmann mót hverj-
um 7,144 atkvæðisbærum mönnum á
írlandi. En Skotar hafa 1 þing-
mann mót hverjum 9,678 atkvæóis
bærum mönnum I landi sínu og
og Englendingar hafl einn þing-
mann mót hverjum 10,897 kjósend-
um.
Ef írar hefðu málsvaratölu á
þingi I sömu hlutföllum eins og
W&les, þá raundi þingmönnum þeirra
fækka um 31. En englar auka þing-
mannatölu sína um 34.
Þetta mundi gera stóra breyt-
ingu I þinginu frá því sem nú er.
En írar halda fram því að þetta sé
mót innlimunarsamningum þeim
sem gerðir voru þegar landið gekk
undir brezku krúnuna, og margir
málsmetandi menn á Englandi halda
einnig Iram þessari skoðun, en
stjórnin á hinn bóginn bendir á það
að katóiska kirkjan, sem var þjóð
kirkja írlands, hafi verið afnumin
sem þjóðkirkja, og því sé eins hægt
að ganga fram hjá innlimunarsamn-
ingunum I þessu tilfellí. Það er og
bent á að á sjálfu Englandi sé mis
munurinn á fulltrúatöiu hinna ýmsu
héraða mjög mismunandi I þinginu,
þar sem ýms kjördæmi hafa minna
en 5,000 kjósendur hvert, en önnur
og þau eru yfir 30 að töiu, hafl yflr
15,000 kjósendur, þess vegna hygg
ur stjórnin að rétt sé að gera breyt-
ingu á kjördæmunum um alt brezka
eyja ríkið, þannig að másvarar á
þingi séu I réttum hlutföllum við
kjósendatölu I öllum kjördæmunum
á hrezku eyjunum. Það Þykir
hneixli að á sjálfu Englandi skuli
vera eins mikill munur á tölu kjós-
enda I hinum ýmsu kjördæmum eins
og skýrslurnar sýna að þar eru.
Til dæmis hafa stærstu 6 kjördæm-
in á Englandi samlagða kjósenda-
tölu yttr 150,000 manna, en þar á
móti hafa 45 minstu kjördæmin
samanlagða kjósendalölu minna en
150,000 manna, eða með öðrum orð-
um, jötn kjósenda tala I tveimur
mismunandi pörtum iandsins eru
þannig settir að annar flokkurinn
fær að hafa 35 manna á þingi, en
hinn sem er þó heldur mannfleiri
fær að eins að hafa þar 6 þingmenn.
Meira pólitiskt óréttlæti er ekki hugs
anlegt I nokkru landi undir þiug
bundinni stjórn. Fari nú svo að
stjórnin geri kjördæmabreytinguna
almenna um alt eyja ríkið þá verða
írar I engu afskiftir og hafa þvi
undan engu að kvarta. En ef á
hinn bóginn stjórnin tekur írland
eingöngu til athugunar I þessa átt
þá er hætt við að óánægja þeirra
verði ennþá bitrari en nokkru sinni
fyr. En það er talið líklegt að I
því tilfelli mundi stjórnin veita þeim
meira vald en verið heflr til að ráða
úrslitum sinna sérstöku mála heima
á írlandi, og ef svo verður þá er
máske betur farið en heima setið, og
þá mundu Irar una hag sínum betur
en nú er, jafnvel þó þeir þá hefðu
færri málsvara á þingi I Lundúnum.
Norðvesturhéruðin.
Stjórnarformaður Haultín og
einn af fylgendum hans I Regina-
þinginu, eru nm þe3sar mundir I
Ottawa, að ræða um það við Dom-
inion-stjórnina, að mynda nýtt fylki
vestur af Manitoba. Mr. Haultin
heldur því fram, að Norðvestur-hér-
uðin séu nú orðin svo fjölbygð, að
þau hafl rétt til að fá fylkisréttiudi
—að þau séu orðin pólitiskt iögaldra
og ættu að fá pólitiskan myndug
leika. En jafnframt heimtar hann,
að mun, betri kosti af ríkisstjórn
inni, heldur en Manitoba fékk þegar
bún gekk I fylkjasambandið fyrir
30 árum. Þeir samningar veittu
þessu fylki tillag frá ríkisstjóminni,
er nemur 80c á hvern mann I f'ylk-
inu, upp að 450,000 en enga viðbót
fyrir þá fólksfjölgun sem kann að
verða fram yfir þá tölu. Ennfrem-
ur $100 000 á ári, I stað umráða
ynr opinberum landeignum, innan
takmarka fylkisins. Norðvestur-hér-
aða menn halda því frara, að þetta
séu nálega einu inntektir fylkisins,
og að slíkir samningar væru með
öllu óaðgengilegir fyrir Norðvestur-
héruðin þegar þau ganga 1 fylkja-
sambandið.
Stutt grein I blaðinu .Regina
Leader', sýnir hvernig Assiniboja-
menn lítaá afstöðu Manitoba. Grein-
in er á þessa leið:
..Sérhvert annað fylki hefur
lönd, timbur og málmnáma, sem inn-
tektagreinir, ásamt ríkistillaginu.
Manitoba hefur ekkert nema ríkis-
tillagið. Inntektir þess eru fast á-
kvarðaðar. í tillaginu eru innifald-
ar $100,000 árlega I stað umráða
yflr landeignum. Á fyrri dögum
fylkisins, þegar fylkið var fáment
þá var þetta $100,000 árstillag meira
en fylkið hefði fengið I inntektir af
löndum og timbri. En það er folks-
fjölgun sem eykur verð landa.
Fylkíð hefir um 250,000 íbúa, og
daglega bætist við þá tölu, og afleið
ingingin af' þessu er sú, að verð
þjóðeigna, sem inntektagrein, er I sí-
feldnm uppgangi, á sama tíma og
þarfir fylkisins aukast ár frá ári.
En ríkistillagið til að mæta vaxandi
útgjaldaþörf stendur I stað, og f'rá
því er engin undanfærsla. Btinir
skattar eru óhjákvæmileg afleiðing.
Spainaður og liyggileg ineðferð fylk-
isfjársins, geta dregið úr skattálög-
unum. En ekkert getur varnað þeim.
Fólkið er íarið að flnna til þeirra
nú þegar. Hvernig verður ástand-
ið eftir 10 ár hér frá, með hálfa mil
ion íbúatölu I fylkinu. Með tvö-
i faldri fólksfjölgun, við það sem nú
er, tvöíaldast einnig útgjöldin til
mentamála, og önnur þjóðleg stjórn-
argjöld aukast að sama skapi. Með
fastri inntektaupphæð, en tvöföldum
útgjaldaþörfum, þá getur mismunur-
inn aðeins fengist með skattálögum
á íhúana. Ár efiir ár verða þessar
þarflr meiri og meiri og ár eftir ár
verða skattarnir að hækka og ástand
fólksins að verða tilfinnanlegar, af
því að það er lögmál lifsins, að þarf
irnar aukist I hlutföllum við fólks-
fjölgun og vaxandi menningu.
í hinum fylkjunum I agar því
þannig, að eftir því sem útgjalda-
byrðar þeirra aukast árlega með
vaxandi fólksfjölgun, eftir því auk-
ast inntektir þeirra af opinþerum
löndum, timbri og námum, af því að
alt þetta eykst I verði með vaxandi
Ibúatöiu.
Afstaða Manitobatylkis, I fylkja-
sambandinu, ersvogersamlega rang-
lát, og það ranglæti verður æ því
ljósara sem tlmar líða, að það er ó-
hugsandi annað en að ríkisþingið
fyr eða síðar, neyðist til að viður-
kenna þetta og að veita Manitoha-
fylki þau réttindi I fylkjasamband-
inu sem því ber með réttu að njóta.
“NORÐURLAND”. — Svo heitir
nýtt blað stofnað á Akureyri undir
ritstjórn Einars Hjörleifssonar, er
áður sat að Lögbergi. Fyrsta ein-
tak blaðsins er dagsett fyrsta Okt.
síðastl., og barst oss hingað I fyrra-
dag. Blaðið er 4 fjögra dálka slður,
hver 15x10 þumlnngar að stærð.
Pappírinn er mórauður og Ijótur,
letrið langt of stórt og sett ósmekk-
lega gisið eins og ekki hefði verið
fðng á nægilegu^lesmáli til þess að
fylla þessar fáu og sultarlega smáu
síður. Öll aftasta síðan er auglýs-
ingar með svo ósmekklegu og illa
viðeigandi letri sem mest má verða.
Það spillir fyrir hlaðinu að þetta
fyrsta eintak þess lítur svo illa út,
og vildum vér ráða útgefendum þess
til að bæta úr þessum £öllum sem
allra fyrst. Vér vitum að Norðlend-
ingar hafa efni til þess, og eins liitt,
að ritstjórinn, herra Einar Hjörieifs-
son, flnnur ef ti! vill sárara en nokk-
ur annar maður til þess hve þörfin á
uméótum I þessu efni er bráð.
Annars óskar Keimskringla blað-
inu allra framtíðar hagsælda, þótt
vérgetum ekki sagt að vér sóum
samþykkir þeirri stefnu sem fyrsta
eintakið gefur í skyn að blaðið muni
fyigja.
ÓLÁFUR MARKÚSSON,
dáinn 25. Ágúst 1901.
Valt er heimsins vald og gleSi,
Veikt er líf og hold,
Eins og lítið blóm á beði,
Bliknar, verðnr mold;
Fyr en varir fallin döknar,
Fögur lífsins rós,
Streyma tárin, tíðuni slökknar,
Tendrað vonarljós.
Þrátt nær sýnist lukka lífsins,
Ljós og gleðin stærst,
Þung er báran prauta-kífsins,
Þá hvað allra næst;
Stormar æða, bylgjan brotnar,
Breyting alt er háð,
Öllu styrir, aldrei protnar,
Alvalds hulda ráð.
Sonur, pú ert horfinn liéðan, •
Hels í pögult skaut,
Sem um tíma lífsins léðan,
Lystir mína braut;
Þú, sem varst mín von og gleði,
Varst mér nær því alt.—
Drotnar sorg í döpru geði,
Dimt er líf og kalt.
Djúpt þó hjartasárið svíði,
Sú er huggun mín,
Nú f>ér ofar öllu stríði,
Eilíf sæla skín.—
Stundin líður, loksins næ ég,
Lendingu hjá J>ér,
Bót f>á minna meina fæ ég,
Mér sem blæddu hér.
Magnús Markússon.
ÚR ARGYLE-BYGÐ.
Hra. ritstj. Hkr.
Mér finst það ekki nema rétt að
minnast þeirra manna opinberlega sem
bera ægishjálm yfir fjöldann að dugn-
aði, kjarki og áræði, er framleiðir vel
megun og hagsæld sveitarfélags þess, er
sá byggir sem um er rætt,
Sumarið var eitt með þeím beztu
með grassprettu og hveitivöxt, nýting
heyja í bezta máta, en miður á hveiti,
hjá flestum, þvf engir hugsuðu til að
stakka að hveitiskurði loknum, nema
þeir sem ekki bjuggust við þresking fyr
en með vetri; þeir stökkuðn og fengu
meiri part óskemt hveiti sitt, En þeir
sem hafa látið h»eiti sitt liggja á ökr-
um óstakkað í alt haust, hafa orðið fyr-
ir stór skaða á uppskeruafurðum sínum
fyrir sjálfssaparvíti og óframsýni, því
þó þreskivélar séu margar, hafa j>reskj-
arar ekki getað fullnægt þörfum bænda
á litlum tíma.
Þó hefir mannvínurinn Guðmund-
ur, Simonarson sýnt, það í hanst. að
hann er drengur góður og á engan sinn
líka í Argylebygð með framtakssemi,
kjark og áræði, að reyna að bæta kjör
meðbræðra sinna. Þegar hann sá fram
á að uppskera yrði mikil í haust og að
bændur þyrftu dugnað og drengilega
hjúlp með þreskingu, fékk hann sér
þreskivél af fullkomnustu gerð, svo nú
hefir hann haft 2 þre kivélar vinnandi í
haust, sem munu kosta nær $8000 báð
ar.
Þannig hefir hann með dugnaðt og
djörfung fjarska tnikið hætt hag hænda
með verðmæti hveitis jafnt og hann
hefir bætt kjör daglaunamanna úr ýms-
ttm áttum með aukinni vinnustofcun.
Það má með sannl segja að herra
G. snýst ekki um möndul sins eigin
lukkuhjóls heldur hefir hann tekið sér
þá stefnu að beita atorku sinni jafn-
framt öðrum til gagns og hagsældar,—
Herra G. hefir nær 40 manna til verka
og geldur daglaun $1,50 til $2 hverjum,
og frá 12—20 hesta pör daglega f vinnu.
Hver gerir betur?
Ég hefi talað við marga af vinnu-
mönnum hr. G. og gat ekki orðið anu-
ars var, en hann væri heiðraður og
virtur sem göfugur verkgefandi, hrein-
skiftinn og áreiðanlegur að gjalda
hverjum sitt; og til að rökstyðja sögn
þá er það, að hann heflr ár eftir ár
sömu verkamenn.
Það er jafnvel hverjum man li ljóst
að hr. G. Símonarson er eng'nn auð-
kýfingur, þvi hann byrjaði framsóknar-
starf sitt allslaus og varð fyrir stór-
tapi og vonbrigðum á ýmsan hátt, en
kjarkur hans og áræði má segja að hafi
aukist jafnframt. Það er því hverjum
hugsacdi manni skiljanlegt að það er
lánstraustið, sem hjálpað hefir hra G.
með framleiðslu á starfsviði hans, og
einnig auðskilið að hann sem aðrir
geta ekki aukið lánstiaust sitt án þess
að fullnægja samninga skilmálum lán-
veitenda, hvort sem þaðer einstakling-
ur eða auðfélag. Það er meiri vandi
en vegsemd að framleiða stór fyrirtæki
af lánsfóen sfnum eigin fjármunum og
stjórna þeim svo vel sé, enda gera það
ekki aðrir en stórmenni, og má telja
hr. G, Símouarson einn af þeim.
Guðrún kona hanser mesta búsýslu
kona, í betra lagi greind. þfð í viðmóti
en þó alvarleg, og jafuvel tekur þátt í
framkvæmdar fyrirtækjum bónda síns.
Heimili þeirra hjóna er eitt með þeim
beztu í Argyiebygð tað allrirausn og
veglyndi.
Herra G Símonarsoná nokkra öf-
undarmenn.er leitast við að ringa álit
hansíaugum almennings, hæði heimu-
lega og opinberlega, og er það hverjnm
heilvita manni ljóst, að ekki er sprottið
af öðru fræi en varmensku, pinandi
smásálar sjúkdómi og dýrsæðislegri
löngun að draga hann aftur á bak í ó-
mensku forarleðju þeirra sjállra, enda
eru það ekki aðrir en þeir sem eru sér
þess meðvitandi að hafa eytt tilveru-
tíma sínum sérog öðrum til smánar og
hneykslis, sem beita Valgarðs vélum
til tjóns herra Guðmundi.
Ég hefi dvalið í Argyle. yfir síðastl.
nokkra mánuði og get því með nægri
þekkingu sagt um það sem að framan
er ritað.
25. Október 1901.
Ólafur Torfason1
FRÁ CHICAGO.
Eitt af þeim allra myndarlegustu
samsætum, sem iandar hér í Chícago
hafa stofnað til, var þ. 11, þ. m. haldið
að tilhlutun þeirra hjóna Péturs
Holms og Guðrúnar Holms á heimili
þeirra, 794 Armitage Ave., í minningu
þess að þá voru 17 ár liðiu sfðan þau
giftust. Frá því kl. 8—9J um kveldið
voru gesti :nir að smá tíuast þangað til
um 30 manna var komið, og komu þó
líklega ekki allir sem boðnir voru;
kvaddi þá húsfieyja sér liljófls og bað
alla að syngja með eér: 1 Hvað er svo
glatt”. og urðu menn fúslega við þeim
tilmælum og var það hin hezta skemt-
un. Ui.du menn sér svo hið bezta við
söng, hljóðfæraslátt og fl. þangað ti| til
borða var gengíð og ræður byrjuðu.
Fyrst mælti Guðm, Rjörnsson fyrir
skál brúflhjónanna, þá Stephan Steph-
ensen, Miss Jakobiua Johnson og Pét-
ur Magnússon og M. Bjarnason, sem
ein iig flutti kvæði það hið fyrsta er hér
fer á eftir, og svöruðu þau hjón i vel
völdum orðum, þökkuðu gystunum fyr-
irkomuna og báðu þá heila sitjp..
Fleiri minni voru drukkin og mun hafa
verið nær miðnætti er upp frá borðum
var staðic. Síðar um nóttina var sung-
ið hið seinna kvæði, M. Bjarnarsonar,
er hér fer á eftir. Ræður voru þá enn
.haldaar, þar á meðal talaði Miss Stein-