Heimskringla - 07.11.1901, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 7. NOVEMBER l&Ol
unn Bjarnason fyrir rninni ; íslands og
flutti kvæði, sem ég því miður ekki hef
við hendina. Yfir höfuð skemtu menn
sér mæta vel, sem ráða má af því að
kl. var nærri 4 þegar menn fóru að
sýna á sér ferðasnið, Munu gestirnir
lengi muna kveld þetta og rausn þeirra
hjóna.—Mr, Holm er Norðmaður og
Mrs Holm er Jónsdóttir frá Elliðavatni
er margir íslendingar munu kannast
við. Kaffl-‘‘set‘‘ úr silfri fengu þau
hjón að gjöf. Systurdóttir Guðrúnar,
Miss Jakobina Johnson, setn áður er
getið, skemti vel gestunum altaf við og
viðum nóttinameð Piano spili.
Lesið upp undir borðum:
Þeirra, sem veita oss í vinahóp þessum,
velfararminni nú drekka hver á,
vér þan af alhug og alvöru blessum
og óskum að hamingjan búi þeim hjá,
Hefjum nú stanpin, dáðrökku drengir
dýrastar veigar þvi lífgað fá sjót.
Pétur og Guðrún þar lifi svo lengi,
sem ljósið frá sólunni skin oss á mót.
Lesið upp og sungið siðan:
Hjúskapar band
spunníð af guðinum góða,
guðiuum margvitra og fróða ;
blessíst það band.
Og þetta jband,
Pétur og Guðrún vel geyma,
hér gleðí ogeining á heima;
blessist það band.
Sveinar og menn,
við óskum að lifi þau lengi
lífsins á blómrósa engi,
langa tið eun !
Fregnriti.
Bóluveikin og Edik.
Mikilvæg uppgötvun.
Það er nokkuð síðan Dr. C. F.
Howe í bænum Atcheson í Kansas, upp
götvaði að edik væri óyggjandi varnar-
meðal við bólusýki. Þessu var í fyrstu
tekið sem hverri annari nýung, sem
ekki vari á rökum bygð og menn neit
uðu að trúa þar til þeir tækju á. Al_
raenningur vildi fá reynzlu í þessu máli
til þessað hyggja trú sína á, og hann
hefir fengið hana. Mörg hundruð
manna, kvenna og barna, hafa verið
látin vera með bólusjúku fólki, til þess
að reyna ágæti þ essa varnarmeðals, og
f hvei ju einasta tilfelli hefir það reynst
óbrigðult, hvort sem verjandinn yar
bóiusettur eða ekki.
Vörnin er í þvi fólgin, að taka
inu eina teskeið af vínediki (Sider Vsn-
egar) i hálfum kaffibofla af vatni, 4
sinnum á dag. Börn ættu að taka dá-
lítið minn skamt. en fullorðnir mega
taka stærri skamt ef þeir viíja. Aðal-
læknablað í Bandaríkjum, „The Amer-
ican Medical Jurnal", ræður almenn-
ingitil að viðhafa þetta varnarmeðal,
eins og að framan er sagt, og telur á:
reiðanlegt, að þeir sem það geri, geti
umgengist bólusjúklinga eins og hvert
annað fóik. án þess þá saki noakuð.
Blaðið telur það nægilegt, ef þessum
reglum sé fylgt i eina viku, frá því ból
an gerir vart við s g, og telur það jafnó
brigðult fyrir þá sem ekki eru bólu-
settir. eins og hina sem eru það.
Af því að grein þessi er tekin úr
jafnmerku lækna blaði, eins og „The
American MedicalJournafl' er.þáálitum
vér málið vel þess vert, að laudar vorir
veiti því athygli og festi sér þessa ráð
leggingu i minni og fylgi henni ná-
kvæn-.lega hvenær sem þess gerist þörf.
Edikið er ódýrt. sakar engan, en
getur verndað heilsu og líf þeirra er
nota það,
NÝJA ÍSLANDS VERSLUN,
Aldrei hefir jafnmikið vöru-
magn verið flutt til Nýja ís-
lands á jafnstuttum tíma, eins og á
þessu hausti. Capt. B. Anderson
hefir nýlega farið með hlaðna skonn-
ortu sína, af vörum, norður að
Hnausa, fyrir Stefán Sigurðsson, og
þess utan standa 2 járnbrautarvagn-
ar, hlaðnir hveiti, höfrum og alskyns
gripafóðri, við lendinguna í Selkirk,
auk als annars vörumagns, sem þar
bíður eftir Capt. B. Anderson, sem
flytur það alt norður að Hnausa fyr-
ir Stefan Sigurðsson. í þeirri sömu
ferð flytur hann fiskimenn og varn-
íng þeirra allan, norður um alt vatu.
Stefán kaupmaður Sigurðsson var
spurður að, hvert Ný-Islendingar
gæti borið svona mikið vörumagn í
verzlun sem hefði svo að segja alt af
öllu, sem bændur þörfnuðust á öllum
tímum árs? Þessu kvaðst hann ekki
við búinn að svara, en það sagðist
hann vita með vissu, að ef að stór
verzlun, með öllum mögulegum
vörutegundum og iwiklnm byrgðum
af hverri tegund, gæti ekki borið sig
þá væri það ekki plássinu að kenna.
heldur sjálfum kaupmönnunum.
Til io og 15 ara medlima
i flutual Reserve.
Vegna þes3, að út lítur fyrir,
að misskilningur eigi sér stað hjá
sumum íslenzkum meðlimum Mutual
Reserve félagsins, sem lífsábyrgð
hafa með 10 og 15 ára fyrirkomu-
laginu, viðvíkjandi aukagjaldi (spec-
ial calln) á skírteinum þeirra, þá vil
ég hér með taka það skýrt fram, að
eins og fram er tekið í fyrra bréfi
Eldridge, er ekki ætlast til, að gjöld
þessi séu auka-álögur, heldur er
þetta gert i því skyni að breyta fyr-
irkomulaginu þannig, að ekki þurfi
að leggja gjöld á að meðlimum látn-
um (eins og verið hefir yið þess kon
ar skírteini að undanförnu) heldur
séu iðgjöld innkölluð fyrirfram eins
og við höfum það nú með öll okkar
nýju rkírteini. Deyí maður, þá er
upphæðin, sem nú er kallað eftir,
með vöxtum, látin ganga upp í þess
árs gjald, og lifi maður, þá á inaður
þess meira inni, sem nemur auka-
gjaldi þessu með vöxtum. Þar, sem
aukagjöld þessi ekki hafa verið
greidd í peningum, eru þau færð til
skuldar, rentuiaust, á móti gróðaeign
skírteinanna, og meðlimirnir geta
haldið uppi lífsábyrgð sinni með því
að greiða sín vanalegu iðgjöld eins
og að undanförnu.
(Undirskr.) A. R. McNichol.
Western Manager.
Ódýrust föt eftir máli selur_
S. SWANsON. Tailor.
51» Iflarylamt «t. WINNIPEG.
FRJETTIR
(Framhi frá fyrstn síðu).
læknar voni ekki eftir meira en stund-
arfriði eftir þenna síðasta uppsknrð.
Búar háðu orustu við Breta um
síðustu mánaðamót, Þar féllu 54 Bret-
ar ok 160 þeirra særðust. Búar tóku
þar 2 fallbyssur og önnur hergögn. —
Aftur unnu Bretar sigur í öðrum stað
um sömu mundir, ura 60 mílur vestur
frá Pretoria; náðu Bretarþar 68 Búum.
En ekki er getið um mannfall i þeim
bardaga.
Tyrkja soldán hefir skipað að setja
tafarlaust öll varnarvirki ríkisins í full
kornið varnar ástand og að herínn sé
við þvi búinn að veita Frökkum öfluga
mótstöðu. ef þeir sækja þar að landi
svoer nú almenningur á Tyrklandi
æstur á móti Frökkum, að líf og eign-
ir Frakkneskra borgara. sem búa í
Tyrklandi, eru í mesta voða fyrir árás-
um tyrkneskra borgara.
Nýja þingið í Ástralíu, eftir 27 kl.
tima þingsetu. samþykti tollverndar-
stefnu stjórnarinnar þar með 39 atkv.
móti 25 atkv.
Hvalurkom upp St. Laurence-ána
í síðastl. viku og helt við í höfninni i
Montreal. Mesti mannfjöldi hefir siðan
haft það að leík að skjóta á hvalinn, en
það er eins og að höggva íharðan steiu.
Hvalurinn lifir góðu lífi enn þá.
“Unterhus'* (neðri deiid) Austur-
ríkisþingsins kaus Dr. Kaiser varafor-
seta þeirrar deildar. Um leið og hann
þakkaði f.yrir heiðurinn, greip hann
tækifærið til þess að krefjast upplýs-
inga af stjórninni um afstöðu henuar
gagnvart Suður-Afríkustríðinu. Hann
hélt því fram að Austurríki ætli að
hlutast tii um það mál á þann hátt að
útkljá i gegnum gerðardóm það rán-
stríð er háð er af Bretum móti Búum.
“Bretar ættu“ bætti hann við, “að
haga sér eftir venjum mannúðarinnar
og alþjóða lögum (inter national low).
Það skall hurð nærri hælum hjá
Botha herforingja'Búa fvrir nokkrum
dögum. Brezk herdeild komst að tjaldi
hans á næturþeli og voru nærri búnir
að handtaka hann. Komst hann með
naumindum undan, en skilia varðhann
eftir skó sína oghlaupa á sokkaleistun-
um, hatt sinn og mikið af áriðandi
skjölum. Bretar náðu Hans Botha og
9 mönnum öðrum, r-em voru með her-
foringjanum.
Frétt frá Balton Louisiana segir
ljótar aðfarir milli hvítra manna og
svertingja við guðsþjónustu. sem syert-
ingjar héidu í kyrkju í Baltown á
sunnudaginn 27. f. m. Margir negrar
höfðu komið nær 200 mílna veg til að
vera við þessa samkomu. Svertingi
hafði verið brendur daginn áður og
voru svertirrgjar i illu skapi yfir því.
Meðan á fundinum stóð. korau vfirvöld
þar að til að handtaka einhvern úr
hópnum; varð þá bardagi milli hvítia
manna og svertingja, og er talið að
1200 skotum hafi þar verið hle.ypt af
skammbyssum; 6 menn og 5 konur
mistu þar iífið og mesti fjöldi særðist.
Eitthvað af bötnum létu og lif sitt í
þeim bardaga. Er þetta talin sú hroða
legasta guðsþjónustugerð sem haldin
hefir verið í Ameríku,
Frakkar hafa tekið 3 hafnir frá
Tyrkjum, og heímta inn tolla af inn-
fluttum vörum upp í skuldir þær sem
soldáni ber að borga þeim,
Heimsékn hertogans af York til
Canada, hefir kostað Ottawastjórnina
um þrjú hundruð þúsundir doll,
Bonner& Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar.
494 Miiin $t, - - - 'Winnipeg.
R. A. BONNER. T. L. HARTLBY.
British Golumbia.
Það er mikil eftirspurn í Brit-
ish Columbia eftir góðum
vinnukonum. Kaupið er frá
$10.40 til $25.00
um mánuðinn, eftir hæfi-
leikum stúlknanna.
Einnig er nægileg vinna
fáanleg fyrir ungt kven-
folk á (lSteam“-þvottahús-
um. Kaupið er þar
einn tlollar 11111 daginn
og þar yfir.
Tíðarfar og önnur skilyrði eru
þau hagfeldustu sem fáanleg eru í
heiminum.
Upplýiingar fást hjá:
R. E. GOSNELL,
SECRETARY
Bureau Information & Immigration
VICTORIA B. C.
CANADA.
(JlMDIlS PítlFlC RlH’Y.
er við því búin
5_ 3VE.A.I
að bjóða ferðafólki verðlag
MEÐ SKIPUNUM;
“ALBERTA”
“ATMABASCA”
“MANITOBA”
Þau fara frá fort William til Owen
Sound, hvern
ÞRIÐJUDAG,
FuSTUDAG og
SUNNUDAG.
Þaðan með járnbrautum til
TOROTNO, HAMILTON,
MONTREAL,
NEVY YORK
OG ALLRA AUSTUR-BORGA.
Leitið upplýsinga hjá:
Wm. STITT C. E. McHPERSON,
aðstoðar uraboðs- aðal umboðsmaður
maður farþega farþegalestanna.
lestanna.
WINNIPEG.
JIiUAKMNI tt\*
*l OFBEINGTHE
i' *-----
Beint fra Havana
kemur tóbak það sem hinir
FRÆGU T- L- VINDLAR
eru gerðir af, það eru vindlar sem
hafa að geyma smekkgæði og ó-
mengað efni. Allir góðir tóbaks
salar alstaðar hafa það til sölu.
WESTERN CIGAR FACTORY
Thos. l.ee, eigixudl "WIISnTIPEQ-.
flANITOBA.
Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu
annarstaðar.
íbúatalan í Manitoba er nú............................... 250,000
Tala bænda í Manitoba ................................... 35,000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7.201.519
•• •• “ 1894 “ “ ............. 17,172.883
“ '* “ 1899 “ " . ............ 2'i,922,280
Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar.................. 102.700
Nautgripir................ 230.075
Sauðfé................... 35,000
Svin....................... 70.000
Afurðir af kúabúum i Manitoba 1899 voru.................... £470,559
Tilkostnaður við byggingar bænda i Manitoba 1899 var..... $1,402,300
Framföriní Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auínim
afurðum lan.tsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vs 1
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vefliðan
almennings.
f siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum.......... 50 000
Upp i ekrur.....................................................2,500 000
og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi
í fylkinu .
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er
enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg
uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur.
í Manitoba eru ágætlr friskólar fyrir æskulýðinn.
í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast.
í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nn
vera vfir 5.000 íslendingar, og í sjö aðal-nýleudum þeirra í Manitoba,
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru i Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar.
Yfir ÍO raillionlr ekrur af landi i Manitoha, sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlðnd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með
fram Manitoba og North JÉestern járnbrautinni eru til sölu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tfl
HON. R. P. RÖBLIN
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA
Eða til:
Josepli B. Mknptason, innflutninga og landnáms umboðsmaður.
356 Lögluspæjarinn.
og þegar þú færir svo að reyna að bjarga mór”.
Lengra komst hún ekki. Hún Jþagnar allra
snöggvast, en gengur svo þétt upp að honum og
hv slar í eyra hans:
“Þaðgæti ovðið þér til glötunar líka !”
“Eg er reiðubúinn að leggja sjálfam mig í
hættu fyrir þig. Gefðu mér að eins rétt til þess
—ég élska þig! elskar þú mig ? Góða Oraí
svaraðu raér ! Ef þú getur ekki svarað mór !
orði, svaraðu mér þá með augunum! Svaraðu
mér; svo skal ég fara moð þig úr þessu hábölv
aða landi”. Hún snýr sér frá honum og segir
lágt: “Hvað er þetta! Þúertekki með öllum
mjalla. Án lögreglu leyfis gæti ég ekki fr&mur
komíst frá Pétursborg en flogið úr fangelsinu
þarna”, og hún benti á Péturs og Páls kastalann
Það er eins og henni detti eitthvað nýtt i hug—
eitthvað ógeðfelt. Hún titrar eins og hrollur
fari um hana.
•ÍÉg veit það glögt að gæzla er höfð við
hverja stöð og að vottorðs er krafist af hverri
sál er hreyfir sig 2—3 fet. Já, við járnbraut er
það alls ómögulegt”, segir de Veruev lágt. ‘En‘
—hann hugsar sig um og tekur hægri hendinni
utan um ennið. Honum dettur eitthvað nýtt í
hug. Hann segir glaðlega; “Ef ég finn einhver
ráð til þess að komast frá Rússlaudi; þá fer þú
eftir þeim ?”
“Já”, svarar hún og litur á hann glaðlega.
“Eg vil vinna það t.il að komast héðan—ef
möguiegt er,—að tapa öllum mínum t gnar-
titlum, rf ég að eins kemst burtu allslaus. Þá
er mér nóg”.
Lögregluspæjarinn. 357
“Já, ef þú kemst sjáff í burtu”, segir de
Verney; “Það er nóg, að eins þú siálf; þó þú
tapir öllu; nei, þú getur ekki tapað öllu. Þú átt
hjarta mitt og því skaltu aldrei tapa !’J Hanu
ætlar að kyssa hana, en hún horfir á hann grát-
þr ngnum augum. Hún hugsar sig um. Tvö
öíl berjast í huga hennar; annað er ástin, sem
hún ber til de Veri.ey, heit og einlæg; hitt er
skyldan um það hvað hún eigi að gera. Og þótt
hún hafi ekki farið varhluta |af mannlegum til-
finningum, þá hefir henni einnig verið gefið yfir-
vegunarskyn og sjálfsafneitun. Hún segir á-
kveðið: “Noi, ekki strax. Þú skalt ekki blanda
forlögum þínum við mín fyr en þú sér að það
verðnr þór ekki tilglötunar.
Hugsaðu upp alt sem þú getur til þess að
bjarga mér frá Rússlandi, ef ég svo slepp, þá
áttu hjarta mitt, Þá skal ég tilheyra þér 1 lífi
og dauða, elsku vinur minn; en ég vil ekkí
stofna þér í hættu, vil ekki lofast þér fyr en ég
er sloppin. Eg elska þig innilega, en svo aö eg
geti fengið það af mér að stofna þór í hættu. Já‘
ég býð þór sjálfa mig að launum, ef þú bjargar
mér. Það eru engar mútur, en ég vil hafa það
svona—lofast þér ekki strax—svo þér sé frjálst
að yfirgefa mig hvenær sem þór sýnist í hvaða
hættu sem ég kann að vera, því ég veit það fyrir
víst að möguleikar fyrir mig til þess að ílýja eru
engir, engir, engir!”.
Ég er umkringd af njósnurum frá Dimitrlog
er umkringd dag og nótt á alla vegu. Hvenær
ætlarðu að finna mig aftur? Gerðu það svo fljótt
348 Lögregluspæjarinn.
yfir Atlantshafið. Eda þá matreiðslnmenn’rnir,
ó!” Hann grettir sig.
“Ég veit það, en þið hafið sérstakt skip í
Cronstadt; er það ekki ?”
“Jú, en það er fremur lítið. Það er nógu
stórt að sumrinu til, er það ekki?”
“Já. ég býst við því. Langar þig til þess
að fara til Frakklands á því?”
“ Já, ég er reiðubúinn til þess. Hafðu á því
sendiherra flaggið og svo skal ég leigja það af
þór í mánuð. Þú þarft varla á því að halda
þangað til í Júlí”:
“Jæja”, svarar sendiherrann. “En skipið
er tæplega svo útbúið að það sé sjófært”.
"Það gerir ekkerttil; ég skal sjá um að það
verði sjófærr í kveld og svo verð ég til á morg-
un”, segir de Verney og glaðnar yfir honum.
“Gefðu mér að eins ávisun til ráðsmannsins og
svo verður alt í lagi”.
“Það er eins og þér batni lasleikinn að eins
af þvi að hugsa um sjóloftið", segir sendiherrann
hlægjandi, “Segðu að eins einhverjum af skrif-
urunum að skiifa bréf til skipstjórans og svo get-
ur u fengið bátinn, en þú verðar að senda hann
aftut í Júlímánuði.
“Það er sjálfsagt; ég skal gera meira, ég skal
gera við skipið áður en ég sendi þér það aftur.
Það flýtur á 8 feta dýpi; er það ekki ?”
“Þú ert undir eins orðinn sjómaður”.
“Ég vildi að eins ganga úr skugga um það
hvort ég gæti komist upp eftír ánni Neva. Ég
ætla að láta fara með skipið á ensku skipakvína
í kveld, fyrir neðan bryggjurnar og svo fer ég á
Lögregluspæjarinn. 353
frænku hans og biður hann að rita nafn sitt
undir beiðnina.
“Það er svona!” segir hann. "Þú ætlar að
koma henni íburtu frá Dimitri; en hann sleppir
heani ekki.J vinur minn !” segir Sergius.“Ég.hef
samt ekkert á móti að skrifa undir beiðnina. —
Hann tekur blek og pennaog ritar nafn sitl. De
Verney tekur skjalið og fer með það til yfir-
mannsins á skrifstofu utanríkismála og skilur
það þar eftir.
Hann heflr veika von f huga sér um það að
leyfið geti orðið veitt áður en Dimitri fái vitn-
eskju um ætlun frænku sinnar. Næsta morgun
kemur hann til þess að vita hvernig líðijog finn-
ur hann þá Mrs Johnson, Oru og Platoff í gesta-
saluum. Þegar hann kemur inn heyrir hann
að ameríkukonan segir gremjule„a: ‘‘Þetta er
heldur skemtilegt land eða hitt þó heldus; mig
langar þangað sem frelsið á heima !”
Þegar orðið frelsi er nefnt grípur Sergius
fyrir munn hennar og segir: “Fyrirgefðu dirfsk
una, en langar þig til þess að við verðum öll
sett í fangelsi. Þú hlýtur að vera eitthvað
gegguð, frú !”
“Nei, en ég er reið, rjúkandi reið”, Svo seg-
ir hún de Verney að umsókn Oru hafi verið sínj-
að. "Já, Þeir hafa skorið vængina af vesaling-,
litlu dúfunni. Þeir ætla ekki að veita henni leyfi
til fararinnar fyr en hún er orðin frú Dimitrl”,
segir Platoff lágt, því liann hefir óljósa hug-
rnynd um það, að hlýtt sé á milli þeirra Oru og
de Verney og vill nú gera alttil þess að æsa til-
finningar Oru.