Heimskringla


Heimskringla - 26.12.1901, Qupperneq 6

Heimskringla - 26.12.1901, Qupperneq 6
6 HEIMSKRINGLA 26. DESEMBER 1901. Hinrik StefFens.* Eftir: Hafstein Pjetursson. Háttvirti forseti. Heiðraða samkoma. Konur og menn. Rennið, konur og menn, huga yðrum til liprfinna tfma, rirjið upp endurminning liðinna ára. En lát- ið hugann eigi þjóta lengra í geim sögunnar en til aldamótanna 1800, látið hann eigi svífa yíir stærra svæði en litla landið, sem vér nú erum á. Hvernig var umhorfs um aldamótin í Danmörku, hvemig var umhorfs f Norðurálfunni? Það var byltingatfð, áköf umbrotatíð. I ríki andans börðust tvær lífsskoð- anir" um yfirráðin. I rfki stjóm- málanna bylti og breytti Napoleon mikli rfkja- og landaskipan eftir hugþótta sínum. En hann féll og hlaut að falla, og smáþjóðir þær, sem lagða höfðu hamingju sína f hönd hans, guldu heimsku sinnar. í tölu þeirra var danska þjóðin. Vér þekkjum öll ófarir hennar, 1807 og 1814. (Noregur þá rifinu frá henni). Þetta vóru sorgarár En þau urðu einnig gleðiár. Þvf rétt eftir aldamótin kom „eldmað- urinn" til Kaupmannahafnar. Um hann tala ég f kvöld. Árið 1773 var sendur læknir frá Danmörku til bæjar þess f Nor- egi, sem Stafangur er nefndur. Læknirinn var af þýzkum ættum. og nafn hans var Heinrick Steffens. Lftt var hann lærður, sem læknar alment á þeim tfmum vora. En lengi hafði hann verið í her Dana, og þvf fékk hann embætti þetta. Hann flutti með sér frá Danmörku dýrgrip slfkan, að enginn fanst þar betri. Það var konan hans, kvenn- valið Susanna Christine Bang. Hún og móðir Gmndtvígs vóm systur. í tölu** minni um Gmndt- vig gef égjmóður lians þann vitnis- burð, að „hún, komin af ætt Skjálms hvfta og Absalons biskups, var ein af þessum konum, er sagan einstaka sinnum lætur bregða fyr- ir sjónir vorar, sem virðast eins og skapaðar til að fæða hugvitsmann- inn (geni) og ala upp gáfumanninn (talent)". En Susanna stóð syst- ur sinni eigi að baki og var henni fremri. Heinrich Steffens hneigð- ist að skynsemistrú 18. aldarinnar. En kona hans var mesta trúkona. Œtt hennar, ættin Bang, hafði skipað sér f fylkingarbrjóst undir merki biskups Balles í bardagan- um gegn vantrú þeirra tfma. Mað- ur hennar var gáfumaður mik- ill og drengur góður en allbráð- lyndur maður og uppstökkur. En blfðlyndi konunnar lagði friðar- blæju yfir heimilislíf þeirra, svo það varð sönn fyrimiynd. Skömmu eftir komu þeirra hjóna til Staf- angurs fæddist þeim, 2. maf 1773 sonur. Hann var skfrður Henrik Steffens. (Hann er„ eldmaðurinn", sem ég tala um f kvöld). Auk bess eignuðust hjónin, er árin liðu, 5 böm, syni 3 og dætur 2. Þau koma ekki við sögu þessa. Þannig var Henrik Steffens borinn og barnfæddur í Noregi, en f æðum hans rann þýzktj og danskt blóð. Það var eins og fyrirboði þess, að lff hans skyldi helgað og vfgt þess- um premur þjóðlöndum. Frá Staf- angri fluttist hann með foreldrum sfnum til Þrándheims og var þar í 4 ár. Við Þrándheim liggur eyði- leg klettaey, Munkhólmur að nafni. Þar létu Danir sér sæma að sæti f þungu varðhaldi um fjölmörg ár mesti stjómvitringurinn, er þeir hafa átt. Það var Griffenfeld. Heinrich Stetfens sagði bömum sfnum sfigu Griffenfeld’s. Sagan fékk mji'ig á Henrik litla. Tfmum saman stóð hann við hafið og starði á klettinn. Hann þóttist oft sjá svip Griffenfeld’s standa á klettin- um og benda sér. Frá Þrándheimi fluttist hann með foreldram sfnum til Danmerkur. Þótt Henrik Steff- ens væri þá að eins 7 ára gamall, þá hafði samt Noregur slfk áhrif á hann, að endurminningar æskunn- ar frá fjallströndum föðurlandsins lifðu f huga hans fram á elliár. Þegar til Danmerkur var kom- *) Ávip af tSl'i, sem éi* hélt í ís- lendinnHfélaú ‘ f Kaupmanuahöfn 30. nóv. 1887. H. P. **j Prentuð í Reykjavík 1886. ið, settust foreldrar hans að f bæn- um Helsingjaeyri. Lega bæjar þessa er mjög fögur: Landsmegin Sjáland með trjárfkum, laufhvik- um beykiskógum, en sjáfarmegin Eyrarsund. Margar þúsundir skipa, er fóm um sundið á hverju ári, lögðu þar að landi til að borga „sundtollinn". Erlendir herflotar sigldu oft og tftt aftur og fram um sundið og sendu skotkveðjur virki bæjarins. Helsingjaeyri var því um þessar mundir mjög skemtileg- ur smábær. Þar ólst Steffens upp um hríð og var settur f skóla. Honum gekk vel f skólanum. Einu sinni hafði hann eigi lesið það, sem hann átti að læra þann daginn. Hann sagði kennaranum f einlægni frá þvf. Kennarinn svaraði engu, en sagði Steffens að sækja skólavöndinn. Drengurinn gjörði það og gmnaði ekkert. En nú varð hann f fyrsta sinni að þola þung högg vandar. „Þá ráku þeir mig", ritar Steffens seinna, „með höggum út úr Eden æsku minnar og sviptu mig sakleysi takmarka- lausrar tiltrúar". Hann fyltist nú þrj<>sku og þverúð gegn kennara þessum og hætti að lesa kenslu- greinir hans f skólanum. Kennar- inn varð óður og uppvægur og lét skamt högga milli. Einu sinni kastaði hann drengnum á gólfið í kenslustofunni, hélt f hárið á hon- um og lamdi hann. En f sama bili bar skólastjóra að. Málið var nú rannsakað og Steffens lofaði að lesa. Skömmu seinna var próf haldið f skólanum. Þá sást, að Steffens hafði eigi varið tfma sfn- um til ónýtis. Við prófið fékk hann ágætan vitnisburð og bók að iðnislaunum. Foreldrar hans vom 4 ár f Helsingjaeyri. Þaðan fóru þau til Hróarskeldu. (Faðir hans varð þar herlæknir). I Hróarskeldu var Steffens f 3 ár og gekk þar á latínuskóla. Hann var þá orðinn 14ára að aldri. Brátt tóku kennarar hans eftir þvf, hve létt honum veitti að „segja frá með eigin orðum" og hvflfkt undra vald hann hafði ámóðurmáli sfnu, Það var morgunroði málsnildar hans, er seinna varð þjóðfræg. Frá Hróarskeldu fluttist Steff- ens með foreldrum sfnum til Kaup- mannahafnar. En skömmu seinna dó móðir hans, að eins 37 ára göm- ul (1788). Eg vil eigi reyna að lýsa, hvað Norðurlönd eiga konu þessari að þakka. En ég vil aðeins geta þess, er Steff<‘iis sagði á elli- ámm sínum um hana: „Hún var hinn góði engill lífs mfns. Henni einni er það að þakka, ef ég hefi gert nokkurt gagn". Hún unni Steffens mest af öllum bömum sín- um. Og það var ósk hennar og von, að hann yrði prestur. A bana- sænginni sagði hún við hann: „Þú átt að boða orð drottins. Hann hefir gætt þigfr&bærum gáfum f þá stefnu. Vertu honum trúr og lffs- köllun þinni. Þá mun þér vegna vel“. Reyndar rættist ósk hennar eigi á þann hátt, að Steffens yrði prestur, en hann varð boðberi orðs- ins f öðram skilningi. Móðir Steffens er nú dáin. Hún getur eigi lengur vakað yfir hugsun hans og hjarta. Hann gleymdi smátt og sinátt barnatrú sinni. Um þessar mundir náði hann f leikritið Faust (<‘ftirGoethe) L<‘ikrit þetta, sem hann að miklu leyti lærði, hafði afarmikil áhrif á hann. Málið hljómaði f eyrum hans „eins og himneskur andasöng- ur", svo ég hafi eigin orð hans. Og tiifinning St<*ff<‘ns, ineðan hann las Faust, var „undarleg samblönd- un af hryllingi og gl<‘ði“. Árið 1790 víirð Steffens stú- dent. Hann tók „annað háskóla- prófið" með ágætum vitnisburði. Síðan tók hann að lesa náttúru- fræði. Faðir hans varð sakir efna- leysis að fara frá Höfn, og fékk haim embætti í Rendsborg í Hol- setalandi. St<*ff<*ns varð þvf að hii*tta við nám sitt um stund. En seinna tók einn móðurfrændi hans hann að sér og studdi hann með fé, þangað til Steffens tók próf f nátt- úrufræði 1794. (Þetta er fyrsta prófið við háskólann f Höfn), Á námsárum sínum ritaði Steffens nokkrar ritgerðir. Ein þeirra „um málma“ var svo vel samin, að rit- höfundurinn Tyge Rothe lét kalla Steffens fyrir sig til að sjá hann, N áttúrufræðisfélagið danska sendi Steffens til Noregs, skömmu eftir að hann hafði tekið prófið. Þar átti hann að gera rannsóknir f jarðfræði. Hann kom til Bergen og komst þar f deilu við skáldið Nordal Brun. En þeir sættust brátt. St<‘ff<‘iis ferðaðist víða um Noreg, safnaði smádýrum og gerði rannsóknir f jarðfræði. En ferða- tfmi hans var nú á förpm. Hann átti að flýta sér heim til Hafnar Sjálfur var hann óánægður með á- rangurinn af ferð sinni. Hann vildi eigi koma lieim, fyr en hann hefði unnið eitthvert stórvirki. Hann varð reykull f ráði og vissi eigi, hvað hann átti að gera. En alt f einu dettur honuin ráð f liug. Það var eins og hvíslað væri f eyra honum: „Til Þjóðverjalands skaltu halda. Þarfinst alt, sem andi þinn þráir. Bardagi sá, f rfki andans, sem nú geysar á Þjóðverjalandi, fiíður eftir hlnttöku þinni, Þegar þú ert orðinn frægur maður, þá skaltu koma aftur heim til ætt- lands þfns, en ekki £yr“, Hann ritaði bréf til Hafnar um ráða- breytni sína, steig sfðan á skip og sigldi á stað til Þjóðverjalands. Skipið hrepti hafþokur miklar. Það viltist af r<‘ttri leið, þvf skip- stjóri vildi eigi fara eftir „útreikn- ingum náttúrufræðingsins" (Steff- ens), Loksins rakst skipið á eyði- sker eitt og brotnaði í spón. Mannbjörg varð. En alt, sem Steffens hafði meðferðis, náttúm- safn hans, fé og föt, sökk þar f sæ. Hálfnakinn skipbrotsmaður steig hann í fyrsta sinni fæti á þýzka lóð. I þrjá inánuði hafðist hann við f Hamborg og þar umhverfis, og átti við mjög vondan kost að búa. Vinir hans í Höfn gátu ekki hjálpað honum. Auk þess vom þeir honum reiðir, af þvf að hann hafði farið ferð þessa f leyfisleysi. Steffens vildi eigi leita til föður sfns f Rendsliorg. Hann vildi eigi koma heim til hans sem „týndur sonur“. Hjálp sú, er honum bauðst f Hainborg var bundin þeim skilyrðum, sem hann gat eigi gengið að, Þannig voru honum allar bjargir bannaðar. Seinustu dagana, sem hann dvaldi í Ham- borg, var hann í köldu og dimmu þakherbergi við lftinn og vondan kost og varaðist að koma á fund kunningja sinna. Enginn þeirra vissi, hvar hann var niður kominn. Steffens varð nú sjúkur, lagðist f rúmið og var mjög þungt haldinn. Hann hafði enga hjúkrun. I stof- unni undir lierbergi hans rfkti há- reisti mikil og drykkjulæti, því það var veitingahæli. Þar safnaðist saman sjómannarusl og skríllýður borgarinnar. Og oft og einatt bmtust dmkknir menn upp f her- bergi Steffens og börðust við rúm- stokk sjúklingsins. Þannig liðu nokkrir dagar. Vinir Steffens leit- uðu að honum. Loksins rákust þeir á hann, rétt áður en gestgjaf- inn ætlaði að kasta honum klæð- lausum og dauðsjúkum á dyr. Þeir veittuhonum læknishjálp og hjúkr- un. Þegar hann var dálftið farinn að ná S'T, fór hann heim til föður sfns. Faðirinn tók honum m<*ð opnum örmum, þótt hann hefði ekki af miklu að miðla. Steff<*ns náði aftur heilsu sinni og dvaldi eitt ár hjá föður sfnum. Hann fékk sfðan styrk frá Höfn og með- mælingarbréf. Hann fór þegar til Kiel, Þegar hann var þangað kominu, gaf hann út ritgerð <*ina f náttúrufræði. Hún var svo vel úr garði gerð. að hann var gerður að kennara við háskólann f Kiel. Þar var hann f 3 ár. Á f>eim ár- um dó faðir hans. Um f>ær mund- ir las hann nýtt rit f heimspeki. líöfundur þess var 22. ára gamall unglingur, Sclielling að riafni. Alt sem Steffens hafði áður heyrt og lesið f heimspeki, þótti honum nú lftilsvert f samanburði við rit Schellings. Frá þeím tfma varð hann lærisveinn Schellings, og fylg<li lengi náttúruheimspeki hans, Brátt verður bærinn Kiel of þröngur fyrir Stéffens. Andi hans finnur vængina vaxa og f>ráir að læina flugi yfir gervalla Norður- álfu. Hann hafði lesið rit peirra höfunda, sem mestir eru taldir á f>ýzka tungu. Nú vildi hann heimsækja höfundana sjálfa og kynnast f>eim, Steffens fékk ferðastyrk frá Danmörku og hóf síðan ferð sfna um þjóðverjaland 1798. I 4 ár fór hann fram og aftur um Þjóð- verjaland og komst í kynni við frægustu skáld og heimspekinga Þjóðverja. Hann varð hugfanginn af „rómantisku bókmentastefn- anni“. Enda varð hann sjálfur einn af forvígismönnum „róman- tiska skólans". I bœnum Frei- burg sá hann á málverkasafni mál- verk eitt, er hann gat eigi haft augun af. Það var kona, er sveif á skyi og bar barn á armi. Eitt- hvert undravald greip hann. Hann skalf og titraði og gat eigi 'varist gráti. Tárin streymdu úr augum hans. Fyrsta sinni á œfinni stóð hann fyrir framan Rafael’s Madonna. I Freiburg var Steff<‘iis 2 ár og lét prenta rit í náttúrufrœði. er báru frœgðarorð hans út um gervalt Þjóðverjaland. Á gamalárskvöld 31. des. 1800 var Steffens á samkomu einni með þremur vinum sínum. Þegar klukkan var langt gengin 12, gengu þeir 4 saman inn í lítið hliðarherbergi. Þiir kvöddu þeir 18. öldina og fögnuðu komu 19. aldarinnar. Míirgir frægir þjóð- mœringar hafa sjálfssigt á sömu stundu fagnað komu nýju aldar- innar. En óvíða hefir þvílíkt mannval verið komið ssiman. Hverjir voru þessir vinir Steffens? Einn þeirra hét Goethe, annar Schiller og þriðji Schelling. 19. öldin man kveðju þeirrfi og færir 20. öldinni frœgðarorð þeirra. Að Steffens var tfilinn hlutgengur 1 þessum flokki, ber vott um mikil- mensku hfins. Árið 1802 bjóst Steffens til heimferðar frá Þjóðverjalandi. Áð- ur en hann lagði á stað festi hann sér konu. Hún hét Hanna Reich- ardt og var kona mjög fríð sínum. Fnimtíð sína fól liún Steffens, þótt hann œtti þá hvergi liöfði sínu að að halla, því hún var hugfangin af snild hans og mann- kostum. Þau giftust ári seinna. Hjónaband þeirra fór mjög vel. Steffens kemur aftur til Kaup- mannahafnar 1802 eftir 8 ára fjær- vist. Yfir Norðurlöndum grúfði J>á deifðardrungi ,.lífsskoðunfir“ þeirrfir (rationalisme), er gekk yfir Norðurálfuna seinni hluta 18. aldar. Alt andlegt líf svaf eðfi var haldið í herfjötrum andlausrar „lífsskoðunar“. Reyndar hafði skírdagsbardaginn árið áður (1801) vakið Dani og glætt þjóðernistil- finning þeirra. En það hefði orð- ið árangurslaust, ef Steffens hefði eigi komið, I Höfn var þá samkomustaður einn, sem kendur var við Dreier. Þar komu saman eldri og yngri rithöfundar. Skemtun þeirra vfir mest fólgin í spilum og hálfgerðri vindrykkju. Stundum vóru þar lesin upp kvæði, er venjulega kvað litið að. Kvöld eitt, eftir að Steffens er nýkominn heim, er há- reisti mikla að heyrafráhúsi þessu. Hvell og hrein rödd hljómfir langt út á götuna og safnar manngrúa að húsinu. Það er Steffens, sem talar. Skörulega flytur hfinn „fagn- aðarerindi“ n/ja tímans, og þung og bitur falla orðin, er hann 1/sir samtíðarmönnum sínum. Yngri og eldri rithöfundar hlusta forviða á tölu hfins. Sumir eru náfiilir og titra af reiði. Hárin rísa á höfð- um þeirra. |>egfir Steffens luíðfl<‘tt- ir alt, sem þeim af gömlum vana var kært. En enginn þorir að svara. Slíkt var afl orða hans. Loksins stendur upp maður einn ungur, er hafði látið prentfi nokk- ur ómerkileg smákvæði. Hann reynir að verja gömlu skáldstefn- una gegn Steffens. En það geng- ur eigi greitt. Því bæði var hér við ofurefli að etja, og auk þess varð hann sjálfur efablandinn. Eftir því sem orðskiptið hélt á- fram, varð hann var við r':dd í brjósti sér, er sagði: „Ef til vill hefir Steffens rétt að mæla“. Þeg- ar umræðunum er lokið, vilja vin- imir þakkfi honum fvrir |>fið. að hann hafi reynt að verja húsgoð þeirra og heimili gegn ránsmanni þessum. En hann svarar )>eim illu einu, þrífur hatt sinn og staf og hleypur heim til sín. En eigi varð honum svefnsíimt næstu nótt. Orð Steffens hljómuðu enn í eyr- um hans. Og röddin í brjósti hans (að Steffens hefði ef til vill rétt að mæla) lét ávalt meir og meir til sín heyra. Snemma næsta morgun heim sótti hann Steffens. Hann var, er gesturinn kom, að lesa Aurora eft- ir Jakob Böhme. Steffens tók gesti sínum mætavel og kl. 3 um díiginii tóku ]>eir sér skemtigöngu. Þeir gengu allan daginn til kl 11 um kvöldið. Allan þann tíma sagði gesturinn ekki eitt einasta orð, en dauðþyrst sál hans t<*igaði orðin af vörum Stetfens, er talaði hvíldarlaust. Þegfir þeir komu heim til Steffens um kveldið var gesturinn svo ]>reyttur af göngunni, að hann fór ekki heim til sín en svaf hjá Steffens um nóttina. En gestin- um varð eigi svefnsamt. Eftir stutta stuml sprettur hann á fætur, kveikir á lampanum, kastar slopp (sloobrok ) yfir sig og gengur um góif. Sjáið hann. Þarna er hann. Eitthvað mikið byr honum í skapi. Hvað er það, sem brfzt um í huga hans? Bíðum við. Hann gengur að skrifborðinu. tekur pappír, penna og blek, sezt niður og ritar. Þögn. Hljóð. Sitjið grafkyr. Hreyfið yður ekki. Lofum honum að vera í næði. Hann ritar, hann ritar. Nú er hann búinn. Hvað liefir hann ritað? Mér s/n- ist það vera kvæði. Og nafn þess er ritað með stórum stöfum. Bíð- um við. Nú tekur hann blaðið aftur og les kvæðið yfir. Sjáið gleði- og sælubrosið, sem leikur um varir hans. Með dálítið þótta- fullum svip tekur hann pennann aftur í hönd sér og ritar nafn sitt undir kvæðið. Nú er forvitnin leyfileg. Færum oss nær og sjá- um, hvað um er að vera. En hvað er að undra er eg sé: Kvæðið heitir Gullhornin og nafn höfuml- arins er: Adam Gottlob Oehlen- sl ger. 11. nóv. 1802 byrjaði Steffens að „halda fyrirlestra“ 1 Kfiup- mannahöfn. Þeir ruddu braut nyrri „lífsskoðun“ og boðuðu nfja tímfi. M<*ð þeim kveikti luinn andlegt líf og ljós, er um ár og ára- trigi lysti yfir gervöll Norðurlönd. Hann flutti n/jar hugmyndir frá Goethe og Schelling, Schiller og Fichte, Tiech og Novalis, Schlegel og Schleiermacher. Þegar hann átti að byrja fyrsta „fyrirlestur- inn“, var hann dálítið óstyrkur í huga. Hann vissi, að alt, sem hann ætlaði að segja, var gagn- stætt hugsunarhætti samlanda hans og hlaut að vekja megna mótstöðu. Vinir hans voru fáir og vanmegna ungir menn. En gegn honum hlaut að rísa þéttskipuð fylking lærðra og nafnkendra eldri manna. Hann beiddi því guð að styrkja sig með brennheitum bænarorðum. Oehlenslager fylgdi honum á fyr- irlestrarstaðinn. Mesti mannfjöldi var þar saman kominn. Hann braust gegnum mannþyrpinguna, dálítið órólegur í huga. En þegar hann hafði fengið fótfestu á ræðu- pallinum, þá var öll hræðsla horfin. Hfinn oþnaði munninn og tók að tala. Þá varð tímaskifti á Norður- löndum. Aklrei hafa jafnfögur og kjarkmikil orð hljómað frá dönsk- um rœðustöl. Áhrif þessara fyrir- lestra urðu afarmikil. Menn af öllum stéttum sóttu þá. Mörgum klukkustundum, áðuren þeir byrj- uðu, komu gráhærðir öldungar til fið ná sér í sœti. Við fretur Steff- ens sat blómi æskulýðsins t. d. Oelilensliiger. bræðumir Örsted og Grundtvig. Og auk bess v-ilaiaði Mynster við orð Steffens, |>ótt hann sæti þá í fjarska. Steffens hélt fyrirlestmm sínum áfriiin ve ■ urinn 1802 1803 ogveturinn 1803 1<S04. En megn mótsta'a reis g g* honuui af hendi valdhafenda. tln’ j essar mundir losnaði kenn- araembœtti í heimspeki við liá- skólanp. Þótt Síeffens væri sjálf- sagður 1 [>að kennarasœti, |>á var samt annar maður settur í það. Steffens tók eigi fé fyrir fyrir- lestra sína og átti því örðugt upp- <lráttar í fjárlegu tilliti. Honum bauðst embætti við háskólann í Halle á Þjóðverjalandi. Hann þáði boðið. Danska stjórnin heimt- aði, að hann borgaði aftur allan þann styrk, er hann hafði fengið af fé ríkisins. Þetta vóru launin, sem honum vóra boðin, fyrir að vekja n/tt líf og fœra „rómantisku stefnuna“ til Norðurhinda. Um þessar mundir lauk æskuvinur hans, Thorvaldsen við Jason sinn í Rómi suður. Þá hófst frœgðar- tíð Dana í ríki íþróttanna. Þegar Steffens koin til Halle, var meiri liluti háskólakennaranna þar honum óvinveittur. En brátt urðu sumir þeirra vinir hans full- komnir. Fyrirlestrfir hans 1 Híille höfðu afarmikil álirif á áheyrend- uma. Einn af lærisveinum hans komst þannig að orði: „Eg hlusta á heimspekinginn Steffens. Þann mann œttuð þér að heyra: Hvem- ig rœðfin streymir, livemig hún fossar af vöram hans. Sannleik- urinn sjálfur gæti sokkið til botns f straumkasti orðanna, og enginn saknaði hans. Það er sannarlega hœttulegur maður. Eg sé hann ekki, ég heyri hann ekki, en ég finn til hans. Mikið af því, sem ég vissi, mikið af því, sem ég hugsaði, en alt, sem mig grun- aði, alt, sem ég þráði, færir hann mér aftur. Napoleon mikli tók Halle á vald sitt eftir sigurinn við Jena og Auerstadt (1806). Hann lét loka háskólanum og kennararnir mistu embætti sín. Steffens varð at- vinnulaus. Vinir hans í Höfn bám ]>á mál hans fram við kon- ungsefni Dana (Friðrik 6.). Hann tók ]>ví vel og sagði þeim að láta Steffens koma til Danmerkur og kvaðst skyldi sjá honum farborða. Þeir skrifuðu Steffens og sögðu honum frá þessu. Mynster og Kamma Rahbek sendu honum fó til heimferðar. Steffens þáði boð- ið og kom til Hafnar með fjöl- skyldu sína. Hann fór á fund konungsefnis, er ]>á st/rði ríkinu. Konungsefni tók honum glaðlega og sagði: “Oss er kært, að þér komið aftur til vor. Þér emð frá- bœr gáfumaður. Vér getum not- að yður til einhvers. En f y r i r - lestra megið þ é r ekki halda“. Steffens svaraði: „Ég harma, yðar konunglega hátign, að ég verð ]>4 að sUoða mig Iausan við ættland mitt og þjónustu þess”. Þeir skiftust nokkram fleiri orðum við og skildu reiðir. Steffens var legið á hálsi fyrir þetta. Menn sögðu, að hann hefði átt að taka embætti með þökkum, þótt hann fengi ei að halda fyrirlestra. En slíkt er misskilningur. Kenslu- orðið var styrkur Steffens, líf hans og yndi. Með því hafði hann vak- ið Norðurlönd af svefni. Það var lífsköllun hans. Henni mátti hann eigi bregðast, þótt alt brigðist hon- um. Um 2 ára tíma fór Steffens fram og aftur meðal góðkunningj- anna í Danmörku og Þjóðverja- landi og hafði enga atvinnu. Átti hann ]>á oft mjög erfitt uppdráttar. Árið 1808 opnaði Jerome kon- ungur (bróðir Napoleons) aftur há- skólann í Halle. St<*ff<‘iis fékk aftur embætti sitt. Hann elskaði Þjóðverjaland af öllu hjarta, en hataði Frakka og Napoleon. Hann tók ]>á með ákafa miklum ogdugn- aði þátt í leynifélögum þeim, er þá voru mynduð víðsvegar um Þjóðverjaland. Markmið félaga þessara var að vekja þýzku þjóð- ina, svo liún væri albúin til að ráða á Frakka, þegar gott fœri gæfist. Franska stjórnin hafði auðvitað illan augastað á Steffens. Það lá við sjálft, að hann yrði tekinn fast- nr. En ]>á komst liann 1811 und- an yfirráðum Frakka: Hann varð kennari við háskólann í Breslau. Árið 1812 fór Napoleon Rúss- laudsferð sína. í herferð þeirri niisti hann mestallan her sinn. Þegar ófarir lians fréttust um Þjóð- verjaland, varð alþýða manna frá sér riumin af fögnuði. Menn þótt- ust sjá, að nú væri fœri á að brjóta af sér ok Frakka og leggja að velli særða ljónið (Napoleon). En kon- ungur Prússa, Friðrik Vilhjálmur 3. var bandamaður Napoleons. Honum kom als eigi til liugar að rísa gegn Frökkum. Hann sagði við sendiherra Napoleons: „Eg skal leggja alt í sölurnar, sem ég get (o: til að hjálpa Frökkum). Segðu keisaranum, að ég muni senda honum 50,000 vígra manna“. En öll þjóðin og ráðgjafar kon- ungs brunnu af löngun til að hefna

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.