Heimskringla - 26.12.1901, Page 7
HEIMHKRINGLA 26. DESEMBER 1901.
7
sín á Frökkum. í jan. 1813 kom
konungurinn til Breslau. Daginn
eftir komu sína pangað, ætlaði
hann að birta áskorun til ungra
manna um að grípa af frjálsum
vilja til vopna. Hann ætlaði að
senda lið petta Frökkum til hjálpar.
Þetta frétti Steffens þegar um
kvöldið. Honum varð eigi svefn-
samt næstu nótt. En f>egar dagur
ljómaði, hafði hann einsett sér,
hvað hann skyldi gera. Klukkan
8 næsta morgun fer hann til há-
skólans og heldur J>ar fyrirlestur
í heimspeki. Þegar honum er lok-
ið, segir hann við áheyrendurnar á
J>essa leið: Klukkan 11 í dag á
ég að lialda, eins og J>ér vitið, fyr-
irlestur í jarðfræði. En ég hefi
valið mér annað umtalsefni: Eg
ætla að tala um áskorun konungs-
ins til ungra manna (um að grípa
til vopna). Eg vænti eins margra
áheyrenda, og salur J>essi getur
rúmað. Látið petta berast út um
borgina.
Steffens fór heim, lokaði sig
inni og ætlaði að búa sig undir
tölu sína. En hann gat [>að ekki
og hætti alveg við J>að. Hann
varð órólegri og órólegri í anda,
eftir J>ví sem tölutíminn nálgaðist
meir og meir. Hann lagðist á
bæn, flóði í tárum og beiddi guð
að styrkja sig. Hann stóð á fætur
og gekk út úr húsi sínu. Mesti
mannf jöldi hafði fylkt sér við hús-
dyr hans og fylgdi honum alla
leið til háskólans. Þegar pangað
var komið, var fyrirlestrarsalurinn
orðinn troðfullur af mönnum. All-
ir gluggar höfðu verið teknir úr
salnum. Og á götunni fyrir fram-
an háskólann stóð péttskipuð
mannfylking, eins langt og augað
eygði. Þegar Steffens kom, vék
lýðurinn til hliðar með lotningu.
Hann steig upp í ræðustólinn og
hóf tölu sfna. Hvemig orðin féllu,
vita menn nú eigi. Því enginn
þorði að skrifa [><iu. En efni töl-
unnar var f>etta: „Dagur hefndar-
innar og frelsisins er nú kominn.
I nafni f>ýzku þjóðarinnar segi ég
Frökkum og Napoleoni strfð á
hendur. Ungu mennirnir þýzku,
sem konungurinn skorar á, eiga að
beita vopnum sfnum gegn Frökk-
um en ekki til liðs við þá. Eg
skal sjálfur taka vopn í hönd gegn
fjandmönnum vorum“. Dauða-
kyrð og grafarþögn ríkti meðal á-
heyrendanna. Þeir hreyfðu hvorki
legg né lið. Þeir titraðu aðeins
lítið eitt og eldur brann úr augum
þeirra, þegar Steffens með eldi og
krafti andans lýsti háðung og læg-
ing þýzku þjóðarinnar. Þegar töl-
unni var lokið, fylgdi lýðurinn
honum heim að húsi hans. Hann
segir nú konu sinni frá því, sem
gerst hafði. En í sama bili er
drepið högg á dyr, hurðu hrundið
upp og einn ráðgjafi Prússakon-
ungs kemur inn. Hann tekur í
hönd Steffens og segir: „Eg óska
yður til hamingju. Þér vitið ekki
hvað þér hafið gert“. Sendiherra
Frakka heimtaði, að Steffeils væri
framseldur, en þvf var enginn
gaumur gefinn. Og í laumi fékk
Steffíns „konunglegt þakkarbréf“
fyrir þessa tölu sfna. Konungur
gerði nú samband við Rússa og
sagði Frökkum stríð á hendur.
Steffens tók sjálfur þátt í
strfðinu gegn Frökkum 1813 og
1814. Hann var hafður f mestu
metum, þótt hann kynni lftið ti
heniaðar. Starf hans var mest f
því fólgið, að kveikja dug og dáð
í brjóstum manna með orðum sín-
um. í þeim tilgangi fór hann
fram og aftur um Þjóðverjaland og
varð mikið ágengt. Eins og kunn-
ugt er, gafst Parfsarborg upp fyr-
ir bandamönnum 1814. Þá var
Steffens þar nokkra daga. Þar
hitti hann 2 landa sfna, útlagana
P. A. Heiberg og Malte-Brun.
Steffens varboðið að vera í fagnað-
arför þeirri, er sigurvegararnir
fóru til Englands. En hann mat
meira að hraða sér heim til konu
sinnar, er þráði mjög heimkomu
hans.
Árið 1824 fór Steffens skemti-
ferð til Norðurlanda. Danir og
Norðmenn keptust þá hvorir við
aðra að taka honum opnum örmum.
Friðrik Vilhjálmur 3. Prússa-
konungur reyndi að sameina kal-
vfnsku kirkjuna og lútersku kirkj-
una f rfki sfnu í eina heild. Þessi
sameiningartilraun mætti megnri
mótstöðu frá lútersku kirkjunni.
Og freinstir þar f flokki stóðu lút-
erstrúarmenn í Breslau. Þá var
Steffens þeim bæði sverð og skjöld-
ur. Nú var bamatrú hans vöknuð
aftur með fullum krafti. Orð þau,
sem móðirin hafði talað á bana-
sænginni, hljómuðu nú sí og æ í
eyrum hans. Nú bára þau fræ-
korn, er hún hafði sáð í hjarta þessá
sonar sfns, fullan ávöxt. Til að
draga úr mætti lúterstrúarmanna f
Breslau, var Steffens settur há-
skólakennari f Berlin 1832. Lút-
erstrúarmenn unnu sámt sigur.
Sameiningar-tilraunin varð að
engu.
í Beríin lifði Steffens kyrlátu
lffi. Það bar minna á honum en
áður. Þvf nú hafði Hegel, þótt
dauður væri (dó 1831), tekið um
stund við stjómartaumunum f
hugsunarlffi Norðurálfuþjóðanná.
Heimspeki Schellings og Steffeiis
var þvf borin ofurliði.
Árið 1840 var Kristján 8.
Danakonungur krýndur. Hann
bauð Steffens (með konu og börii-
um) að koma til Hafnar og vera
gestur við krýningarhátfðina.
Steffens drap eigi hendi við sæmd
þessari. Hann kom hingað til
Hafnar og var hér nokkra daga.
Auðug aðalskona ein bauð Steff-
ens heim til sín út á land. Hún
bauð og 3 vinum hans honum
til skemtunar. Oft skemti hún
þessum gestum sfnum með
löngum ökuferðum, Og var þá
vagn hennar, venjulega þannig
skipaður: I framsætinu sat hún
sjálf og Thorvaldsen við lilið henn-
ar. I baksætinu sat Steffens og
Oehlensliiger. En Grundtvig sat
hjá ökumanninum. Einu sinni,
ræddu þeir, sem oftar, eitthvert
skemtilegt efni yfir borðum.
Oehlensláger ætlaði að leggja orð í
belg, en Thorvaldsen, sem sat við
hlið hans, hnipti í hann og sagði
„Nei, heyrðu kunningi. Þegar
skynsamir menn tala, átt þú sann-
arlega að steinþegja“. Steffens
fór snögga ferð til Noregs og
kvaddi föðurland sitt í sfðasta
sinni. Síðan fór hann heim til sín.
13. febr. 1844 dó Steffens f
Berlin. Schelling talaði yfir mold-
um hans, Bæði Oehlensláger og
Grandtvig ortu eftirmæli eftir
hann. Þótt Martensen væri eigi
lærisveinn Steffens, þá komst
hann þó þannig að orði: „Við
dauða Steffens er það skarð fyrir
skildi orðið, sem eigi verður fylt“.
Steffens hefir ritað allmikið.
En þó vóru ritstörf eigi lffsköllun
hans. Satt og rétt lýsir hann lífs-
starfi sínu með orðum þessum:
„Eg ritaði margt f Hóimspeki, en
var þó ekki heimspekingur. Eg
tók þátt f miklu strfði, en var þó
ekki hermaður. Eg færði orðið f
kirkjulegri deilu en var þó ekki
guðfræðingur. Eg ritaði skáldrit,
en var þó ekki skáld. Var þá líf
mitt gagnslaust og þýðingarlaust.
Nei, Eg hefi oft og éinatt vakið
æskulýðinn“. Mikið gagn vann
hann Þjóðverjalandi, en þó öllu
meira ættjörð sinni. Hann færði
„rómantisku stefnuna til Norður-
landa og vakti gullöld f bókment-
um Daiia. Norðurltínd munu
minnast hans, meðán nokkur þekk-
ir nöfn þeirra manna (t. d. Oehlen-
sláger, Gruntvig, Mynster), er
hann vakti til að starfa.
‘‘Frækornið smáa.”
Það sýnist máske nokkuð ólfk-
legt, að ástæður íslendinga í Ame-
rfku nú, á fyrsu jólum 20. aldarinn-
ar,séu f nokkru áþekkar ástæðum
feðranna, á Islandi, á fyrstu jólum
19. aldarinnar. Þó er þetta þannig.
Ástæðumar eru talsvert lfkar, en
þó ekki nema f einni einustu grein.
Ástæðurnar eru ekki áþekkar
að þvf er snertir alnennan efnahag
og aðbúnað til þæginda á heimil-
inu, ekki að því, er snertir frjóf-
semi jarðar og auðsuppsprettur
landanna, og þá eru þær þó þvf
síður áþekkar að þvf er snertir
samgöngufæri, félags-líf og þá
margvíslegu nautn lffsins, sem
greiðar samgöngur hafa í för með
sér,—dofið eins og mörgum þó
finst og sýnist íslenzkt félagslff hér
vestra. I öllum þessum greinum
em Islendingar hér svo miklu bet-
ur settir, að ástæður þeirra og feðr-
anna heima, á jólum 1801, geta
með engu móti talist áþekkar.
Hvar er þá að finna ættarsvip með
ástæðununi þá og nú ? Hann er að
finna í þeim niáluin, er viðkoma
tilraunum til æðri mentunar.
Mentalffið á íslandi var bág-
borið á 18. öldinni. Latfnu-skól-
arnir að Skálholti og Hólum vora
að smá dragast upp,—að eyðast
„íiieð eynid og véslihgsskap“.
Skaptárgosið reið Skálholtsskóla
að fullu, og var hann fluttur þaðan
til Reykjavfkur 1785. Hólaskóli
hangdi lengur, að nafninu til.
Konungur bylti í senn bæði bysk-
upsstóli og skóla á Hólum 2. októ-
ber 1801. Það segir sig sjálft, að
það hefir mðrgum sviðið þessi af-
drif uppáhalds-skólanna þeirra,
mörgum fundist, að þá fyrst vœri
nú algert svartnœtti mentunarleys-
is og ómensku dunið yfir Island.
En einmitt með hvarfi þessara
gömlu skóla, myndaðist vísir sam-
eiginlegrar mentastofnunar á Is-
landi, er síðan hefir aukist og marg-
faldast. Ef sanngjamlega er dœmt,
ef athuguð er fólskfœð og fátækt
landsins, þá er ekki hægt að segja
annað en þessi mentastofnun sé nú
orðin bæði stór og merk. Og vfs-
irinn var fyrst fenginn á jólum
1801. Það voru merk jól f menta-
sögu Islands.
100 árum sfðar. á jólum 1901,
hafa Isl. f Ameríku fyrst fengið
vísir œðri mentstofnunar hjá sér.
Vísirinn er smár, en vísir er það
samt, og víst er það líka, að einsog
“frœkomið smáa varð feiknastórt
tré”, eins getur þessi litli vfsir orð-
ið stór og merk mentastofnun með
tfð og tfma,—ef menn vilja að svo
verði. Að námsviljinn sé til. þarf
naumast að efa. Ef til vill liggur
hann eins og í dái sem stendur, en
hann vaknar þá brátt, ef hlynt er
að þessum fyrsta, litla vísi,að hann
ekki frjósi til dauðs á fyrsta vetri.
Sundurleitar skoðanir um
stjóm fslenzkrar mentastofnunar
hér vestra, hafa til þessa átt sinn
þátt í að tefja fyrir framkvæmdum,
en einsog nú stendur kemst sá
skoðanamunur ekki að. Það er
öllum óhætt að sækja skólann þess
vegna, að trúarskoðun þeirra, hver
helzt sem hún er, er ekki nein
hætta búin. Og þegar það ágrein-
ingsatriði er ekki lengur til, að þvf
er séð verður. þá sýnist heldur ekk-
ert þvf til fyrirstöðu, að allir taki
höndum saman og lijálpist nú að
að byggja upp stóra, fagra og
gagnlega fslenzka deild í Wésley-
skóla. Þegar efni Islendinga liér
vestra em orðin svo mikil, að þeir
treysta sér að standa einir, að
yinna út af fyrir sig öll þau störf
sem heimtuð eru, og sem heimtuð
kunna að verða, af þeim menta-
stofnunum, sem háskólastörf, vinna,
þá er nægur tfmi að framsetja
deildar skoðanir um það, livert sú
sérstaka, al-íslenzka stofnun skuli
bygð eða bygð ekki. En þangað
til sá dagur rennur upp, œttu, allir
sem íslenzkum bókmentum unna,
að hjálpa þessum litla, íslenzka
menta-vfsi til að festa rætur, til að
vaxa og blómgast í skjóli frjálsrar,
hérlendrar mentastofnunar.
Það er ekki ósjaldan kvartað
um, að fslenzk tunga sö orðin að
afskræmismáli í Amerfku, og það
engan veginn að ástæðulausu. En
við hverju öðru er að búazt? þeir
Isl. sem hér hafa gengið skólaveg-
inn hafa átt kost á að nema alt
mögulegt,— að undanskilinni fs-
lenzkunni. Hana fengu þeir ekki
að læra nema lítillega í heimahús-
um á barnsaldri. Það er ekki
sanngjamt að áfella þá. Koniist
ekki upp fslenzku-námsdeild f há-
skóla hér, hlýtur málið að fara æ
ver og ver. Þeir fáu “lœrðu”
menn sem hingað koma að heiman,
einn og einn á stangli, geta ekki
spornað við þeirri eðlilegu þroskun
fslenzkunnar niður á við, enda
sannast að sumir þeirra era ekki
eftirbátar annara f að slá um sig
með ensk-lslenzkum og íslenzk-
enskum orðskrípum. Aftur á móti,
komist hér upp fslenzkunámsdeild
í háskólanum, eða grein af honum,
þá er öll ástæða til að cetla að ís-
lenzk tunga haldist ómenguð, eða
lítt menguð, langt fram í tfmann,
ef ekki hjá alþýðu, þá hjá öllum
]>orra “lærðra” manna, og þá, en
fyrri ekki, er takmarkinu náð.
Það hafa verið til menn,—eru
máske til enn, en fáir þó, sem álfta
skaða og ekkert annað að vera að
halda við fslenzkri tungu hér í
landi. Sú skoðun er að lfkindum
sprottín af vanþekking þeirra
manna á þeim fjársjóði sem íslenzk
tunga og íslenzk tunga ein
heflr að geyma. Til samanburðar
er gamán að geta þess, að sá
sem þetta ritar, hefir f nokkur ár
liaft bréfaskifti, af og til við merk-
án mann langt suður f Bandaríkj-
um, niaiin sem ér ósvikinn Banda-
rfkjamaður, bæði að œttum og eðli.
Þessi maður lftur þannig á fslenzk-
una, að honum virðist helzt bœði
synd og skömm, ef íslendingar hér
í landi ekki varðveita hana eins og
sjáaldur auga sfns. Núna ekki als
fyrir löngu gat hann þess, að vinur
sinn hefði ráðgast, um við sig
hvémig hann gœti bezt trygt upp-
vaxandi syni sfnum virkilega
fjölhœfa mentun. Og svar upp á
þessa spurningu var þess efnis, að
þegar pilturinn hefði lokið undir-
búningsnámi heima,""skyldi hann
sendur til Norðurálfu. Þar skyldi
hann byrja með þvf að ganga f tvö
ár á Reykjavfkurskóla, og nema' ís-
lenzka tungu og bókmentir. Það-
an síðan rfki úr rfki um Norður-
álfu. Þetta álit er hugðnæmara,
en sú ályktun sumra Islendinga,
að fslenzkan sé bara byrði, sem
haldi mönnum aftur og hindri
menn frá að standa jafnjframar-
lega og hérlenda sjálfbyrginga,
sem margir hverjir liafa það helzt
til að stæra sig af, að þeir kunna lak-
lega eitt einasta tungumál, — móð-
urmálið.
Að þvf er kunnugt er liggur
lftið ef nokkuð af merkum ritum
eftir fornmenn á írlandi og Skot-
landi. Tiltölulega gagnslítið eins
og virðist að nema fommál þeirra
þjóða,—mál sem nú eru’að heita
má glötuð, eru þau saint’álitin svo
þýðingarmikil. að voldug félög eru
nú að rfsa upp, bœði á Irlandi og
Skotlandi, f þeim tilgangi að end-
urlffga tmigumál feðranna, er sönn-
um œttemisvinum þykir smán að
glatist gersamlega. I samanburði
við þetta fyrirsetta verk Ira og
Skota, er létt verk og vandalítið
að vemda fslenzka tungu frá al-
gerðri glötun f Ameríku, ef tekin
em ráð til þess í tfma,—á meðan
hún er lifandi og vel lifandi tungu-
mál. Og það dylst lfklega engum,
að sé þörf og sœmd að endurlífga
bókmentalega fátækt fornmál á Ir-
landi og Skotlandi, þá sé þó enn
brýnni þörf og enn meiri sæmd að
varðveita af fremsta megni jafn
auðugt bókmentamál og fslénzkan
er.
Þnð hafa margir tilhnegingu
til að vera drjúgir yfir velmegun
Isl. hér, auðsœld laiulsins, framtfð-
arvonum, o. s. frv.—en liallaum leið
á Isl, af þvf náttúran liefir ekki gefið
því eins mikið af gróðrar mold, af
skógi og málmi, o. s. frv., eins og
hún lieflr gefið Amerfku. Og þeim
er vorkun, þvf f heild sinni lfður
Isl. svo miklu betur liér, en þéim
leið á Islandi. En meiri vel-
megun fylgja þá lfka fleiri skyldur,
og fleiri skyldur en þær, sem lands
eða héraðsstjórn fyrirskipar. Ein
sú sérstaka skylda ísl. er að halda
áfram mentun œskulýðsins þegar
stjóra landsins hœttir, þ. e., við
brottfararpróf af alþýðuskólunum,
og undir eins að reyna að sjá um
að þ(>ir nemendur á œðri skólum
eigi kost á að læra fslenzka tungu
og bókmentír,—ef þeir vilja. Þetta
er skylda gagnvart fslenzku þjóð-
erni, fslenzkri tungu og bókment-
um, sem ekki má missa sjónar á,
Og vfsir þeirrar stofnunar, sem
þetta gerir mögulegt, er nú fenginn
og það á þann liátt sem öllum virð-
ist viðunandi. Þó vísir þessi sé f
raun réttri ekki full-myndaður
fyrri en fslenzku-námið er sett á
kenzlu-skrá skólans f flokki annara
tungumála, galli, sem vandræða-
laust verður að gera við innan
skams, ef Isl. sjálfir sýna viðleitni
að meta. og að nota það tœkifæri,
sem þeim nú er gefið, Framtfðin
f þessu sem öðru, þeim viðkom
andi, er í þeirra höndum. en ekki
annara. Það sem þess vegna ligg-
ur næst fyrir er, að hlú svo að
þessu menta frœkomi og hirða svo
um, að upp af því megi spretta sú
stofnun, er verði ísl. til gagns og
til sóma. Til þess þarf fyrst og
fremst vaxandi nemenda fjölda og
vaxandi sjóð til að mæta sffeldum
og sfvaxandi gjöldum. Það er lík-
lega óhoett að segja, að í heild
sinni eigi Islendingar í Amerfku
helmingi meiri eignir, nú, á fyrstu
jólum 20. aldarinnar, en áttu jafn-
margir feður þeirra á Islandi á jól-
um 1801. Sé það nœrri lagi, þola
ísl. hér þá lfka helmingi meiri fjár-
framlög,—ef þeir vilja.
Eitt af þvf marga sém ógert
er í sambandi við þessa litlu byrj-
un, en sem þyrfti að gerast undir-
eins, er að efna til verðlaunasjóðs
(Scholarship Fund). Sé mönnum
ant um útbreiðslu ofurlítillar þekk-
ingar á íslenzkum bókmentum, er
sá sjóður nauðsynlegur. í hvaða
leik, hvaða tafli sem er, eru verð-
launin sá aflvaki sem mest vt'rkar.
Fyrst og fremst er það frægð að
vinna verðlaun og svo í öðru lagi
er það ekki lftið gagn fyrir fátækan
stúdent að fá verðlauna peninga að
prófi loknu. Vc'rðlauna peningara-
ir fleyta mörgum skörpum stúdenti
liálfa leið gegnum háskólann.
Verðlaunin hlytu að verka J>að, að
fleiri hérlendir námsmenn errella,
leiddust til að læra íslenzku, og það
vitanlega er eitt sjálfsagt ætlunar-
verk íslenzkrar mentastofnunar, að
útbreiða þekkingu á íslenzkum
bókmentum meðal hérl. manna.
Það ætti ekki að vera ofvaxið
mönnum að eignast sjóð er gœfi af
sör t. d. $300 á ári og sem skift
vœri eftir verðleikum milli 5 nem-
enda þannig, að sá fyrsti fengi
$100, annar $80, þriðji $60, fjórði
$40, og sá fimti $20. Til þt'ssa
þyrfti ekki nema $5,000 sjóð, er
lánaðir væri út gegn 6% afgjaldi.
Ef 5.000 ísl. f Amerfku vildu gefa
dollar hver, vœri sjóðurinn fenginn
og enginn gefandinn fátækari á
eftir. Það er máske ofmikið að
gera ráð fyrir svo miklum og al-
mennum samskotum í einum svip,
en talsvert má {kí óneitanlega gera
ef viljinn er til, og viljinn ætti að
vera til hjá öllum sem athuga og
skynja, að fsl. bókmentir era sú
eina þjóðeign Islendinga, sem þeir
með öllum rétti stæra sig af.
Ef allir sannir vinir íslenzkrar
tungu og bókmenta vildu athuga
þann sannleika, að í tilliti til œðri
mentamála ísl, f Amerfku, eru jól-
in 1901 langmerkustu jólin, sem
þeir hafa lifað hér f landi, þá ætti
ekki að vera örðugt að safna mynd-
arlegri upphæð.
Það þyrfti ekki annað en liver
sem pess er megnugur, karl eða
kona, gæfi þessum litla mentavfsi
einn dollar f jólagjöf, og öllum
f>orra Vestur-Islendinga sýnist doll-
arinn ekki nein stór-upphæð um
jólin.
E. Jóh,
AQCET__>
VINAQJOF
*
*
er BOYD’S brjóstsykur ómeng-
aður, hollur og listugur, hann
er útlitsfagur og girnilcgur til
ætis, yður mun geðjast hann
vel. Bakaðar og sykurþvegn-
ar Peanuts og Buttercups eru
nú á hvers manns vörum, allir
aækjast eftir þeim.
Munið eftir brauðunum hans
BOYD’S þau eru beztu brauð-
in sem fást í landinu.
w. j. itom
370 og 579 Main Str.
NORTHERN
lífsábyrgðarfélagið.
Algerlega canadiskt félag,
raeð eina millión dollars höf-
uðstól.
Þetta er þriðja stærsta félagið i
CaDada með uppborguðum höfuðstól.
Menn sem taka ábyrgðir í þessu fé-
lani eru ekki að auðga Bandaríkja- e?a
önnui útlend félög. heldur að verja
fénu í sinu eigin landi og sjálfum sér
til uppbyggingar.
Menn atlrugi.
Hver sem tryggir líf sitt í þessu fé-
lagi tapar ekki iðgjöldum sinum heldur
1. fá þeir uppborgaða lifsábyrgðarupp-
hæð, samkvæmt inuborgunum sínum
eftir 3 ár, eða
2. þeir geta dregið út part af þvi sem
þeir hafa borgað í félagssióðinn eða
3. fengið peningalán hjá félaginu upp
á lifsábyrgðarskýrteini sitt.
4. Vextir af peningum félagsins hafa
meira en nægt til að borga allar dánar-
kröfur á síðastl. ári.
5. Félagið hefir tryggingarsjóð hjá
Otte.wastjórninni, og er undir tmsjón
I hennar.
I Frekari upplýsingar fást hjá aðal-
umboðsmanni meðal Islendinga:
Th. Oddsnn , ,1 B. Gardener
520 YOung St. 507 Mclntyre Blk.
WINNIPEG.
Lampar!
Lampar!
Lampar!
BEZTA URVAL!
BEZTU GŒDI!
BEZTA VERDQILDI!
—Th
og dans.
Juhnsioii kennir fíólinspli
Komið til okkar eptir nauð-
synjum yðar í leirtaui, glervöru,
Postulíni og Silfurvarningi knífum,
göfflum, skeiðum o. s- frv. Vér
óskum eptir viðskiftum yðar.
PORTER & CO.,
330 JVHVYITsr ST.
CHINA HALL,
572 MAINT ST.
4>14 Alexander Ave.
Winnipec.
Ódýrust föt eftir máli
S. SWANsON. Tailor.
via Mai-yland »t. WINNIPEG.
Macdonald, Haiaril & Wliitla.
Lögfræðingar og fieira.
Skrifstofur í Canada Permanent Block.
HUGH J. MACDONALD K.C.
ALBX. HAGGARD K.C.
H. W. WHITLA.
Bonner & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar.
4SI4 .flaiu St, - - - Winnipeg.
R. A. BONNER. T L. HARTLEY.
Stærsta Billiard Hall i
Norð vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
liennon A llehh,
Eigendur.
F. C. Hubbard.
Lögt'ræðingur o. s, frv.
Skriístofur St>ang Block 365 Main St
WINNIPEG --- - MANITBOA,
Nyjar
vórur
Kaila og kvenna loð-
treyjur, kragar og húfur
Þetta eru ágætar jóla-
gjafir.
D. W. FLEURY,
564 Main St. Winnii'eg/íAan.
Gagnvart Brunswick Hotel.
Það er roe'ra til af allskonar ttg-
undum af kvefi 1 þessum hluta landsins
heldur en af öllum öðrum sjákdómum
saman töldum Þess r kvefkvíllar hafa
til skams tima verið ólæknandi. I mörg
herrans ár hafa læknar talið þá íasta
eða staðlega (local) sjúkdóma og ætlað
sér að lækna þá á þenna hátt. En vís-
índin hafa nú sannað það og sýnt, að
kvef (Cathar) er flögraudi sjúbdómnr
og verður aðlæknastá þann hátt. Hallí
Cat.arrh Cure. tílbúið af F. J Cherrey
& Co , Toledo. Ohio, jer hið eina meðal
við þessum sjúkdómi, sem nú er til á
markaðinum. Það verkar beinlínis á
blóðið og allar slimhimnur. Eitt hundr-
að dollars eru f boði til hvers þess. sem
sannað getur pað. að þetta meðal lækni
ekkí það, sem það á að lækna. Skrifið
eftir vitnisburðum.
Utanáskrift: F. J. Cheney & Co ,
Toledo. Ohio,
Kostar í lyfjabúðum 75c.
Hall’s Family Pills eru þærbeztu.