Heimskringla - 02.01.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.01.1902, Blaðsíða 1
XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 2. JANtJAR 1902. Nr. 12. " THE NEW YORK UFE I ÁBYRGÐ ARFÉL AGIÐ. ^ Hið mikla fleirþjóða sparisjóðs-lífsábyrgðarfélaK. gefur út ábyrgð- arskýrteini á ellefu mismunandi tungumáium. Ástæður fyrir vexti auðlegð og ágæti þessa félagseru meðal anuars þessar. 1. hið óviðjafnanlega tuttugustu aldar vaxtasafnsskýrteini þess eru þau beztu sem gefin eru út af nokkrö lífsábyrgðarfélagi. 2. New York Life ábyrgðarfélagið er hið öflugasta lifsábyrgðar- félag i heiminum. 3. Það hefir eina bilión og tvöhundruð miliónir dollars virði af lifsábyrgdarskirteinum i gildi, 4. Þaðer hið elsta og stærsta fleirþjóðalífsábyrgðarfélag í heiminum. 5. Vaxtasafneskýrteini þessa félags eru algerlega órjúfanleg frá útgáfudegi. Janúar 1901 voru..... $262 196 512 $ 31,835.855 Eignir félagsins 1. ^Varasjóður 1. 'Aukasjóður 1. Aðriraukasjóðir 1. Clir. OlnfsMon, íslenzkur agent. $ 4 883.077 “ ..... $ 10,320,319 .ilorgnn. raðsmaður, Grain Exchange, Winnipeg. Frjettir. Markverðustu viðbuiðir hvaðanæfa. Stjórnin í Svíaríöi hefir látið rann- seka fátækra ástandið þar í landi og komist að þeirri niðurstöðu, að 52 af hundraði af öllum fátækling im séu það vegna drykkjuskapar óreglu sjálfra sin- eða foreldranna. í þessum tilfellum eru 6 af hundraði hverju þar sera báðir for- eldrar drekka, 34 þar sem faðirinu eín- göngu drekkur og 7 af hnndraðj þar sem n æðurnar drekka. Afleiðingin er að alt þetta fólk verður að þiggja af sveit. De Beers demanta náma-félagið í Suður-Afriku hefir ásíðastl. ári tekið út úr námum sínum 40 milliónir doll' ars virði af demöntum, Félaginu telst svo til að það geti haldið áfram að láta vinna í næstu 150 ár með því að fá ár, lega eins mikið úr námnm sínum eins og þær hafa gefið af sér þetta ár. Ár- legur gróði félagsins er þó ekki talin að vera meiri en hálf millíón dollars. Búar eru að gera út sendimenn til Boosevelts forseta til að biðja hann um liðveizlu. Þeim hefir gengið frem, ur vel nú upp á síðskastið og sérstak- lega um jólin; unnu þeir tvo fræga sigra á Bretum, eyddu og fönguðu 400 manns i öðrum staðnum og fengu þar vopn mikil, en í hinum staðnum nokkru minna. De Wet herforingi stýrði bardaganum, sem færði Búum rnestan sigurinn og vopnin, HefirBú- um vaxið móðnr nú upp á siðkastið og hafa áKveðið að halda vörn sinni ó- sleitulega áfram um óákveðin tíraa. Bretar á hinn bóginn hafa sent skeyti til Ástralíu og beðið m mannhjálp mikla og fengið loforð um hana. Nokk- urt lið hefir nýlega farið frá Canada að hjálpa Bretum. Það er nú talið vist að ófriðnum muni ekki lokið fyren að ári hér frá, þvf Búar virðast einatt lið- margir, þó margir þeirra séu annað- slagið handteknir. 60 milliónir raanna í mið-Rússlandi er talið uð nú liði hungursneyð og stjórnin er að ræða um að hjálpa hjálpa þeim til að flytja sig búforlum ýmist til Síberíu, Suður-Rússlands, Kákasus eða til mið Asíu. Lýðveldin Chili og Argentine i Suð- ur-Ameriku hafa nokkurn undanfarin tima verið i ósáttút af landaþrætu svo að við ófriði hefir legið. En á jóladag inn kom þeira saman um að hafa frið þau sömdu með sér að fela Edward Bretakonungi að hafa fullnaðargerð i máli sinu, og að hlýta úrskurði hans. Yfir 1000 mentamenn i Kaupnaanna höfn hafa sent Kristjáni konungi beiðni um að láta ekki stjórniua selja Yest-Indíaeyjarnar til Bandarikjanna áður en tekin séu atkvæði meðal eyja* búa um það hvort þeir óski eftir skift- unum, og að ef atkvæðagreiðslan sýni að salan sé á móti vilja fólksins, þá að selja ekki eyjarnar. Uppgötvunarmaðurinn Maxim, sá er fann upp Maxim hraðskeyttu byss una, er önnum kafinn i að hugsa upp flugvél. Segir hann að þess verði ekki langt að bíða að vélar verði gerðar. sem geri hverjum manni mögulegt að fljú. a um loftið. Hann segir að til þets megi nota litlar Petrolium hreyfivélar, sem hreyfi vængi flugvélanna svo að maður þurfi ekki annað að gera en sitja ró- legur í sæti sinu og stýra þeim eftir vild sinni, og kveður hann það ekki vandambira en að hlaupa á skautum eða að riða trihjóla. Góð saga er sögð frá bænum Hough ton í Michigan. Svo stóð á að John A. Carlson hafði hvorfið þai úr bænum fyrir nokkrum dögum, en handtaska sem hann átti fanst þar á bryggju i bænum. Brátt varð það skoðun manna að hann hefði drekkt sér, og Scott borgarstjóri fókk menn og báta til að slæða ána með áhöldnm til þess að leita mannsins. Borgarstjórinn fekk ásamt fleirum einn mann sem stóð á bryggjunni til þess að hjálpa til yið leitina. Eftir hálfs tíma vinnu við leitina að hinura týnda manni gerðist hinn ókunni maður forvitinn og spyr borgarstjórann að hverjum sé verið að leita. Borgarstjórinn segii honum að maður hafi týnst fyrir nokkrum dög- um og t ð eftir skilrikjum, sem fundist hefðu i tösku hans, sem fundist hefði þar á bryggju einni. muni hann hafa heitið John A. Carlson. “Það er þá ó hætt að hætta leitinni", segir hinn ó kunni verkamaður, “því að ég er John A. Carlson og kom til bæjarins í dag'til að sækja töskuna mína'*, Borgarstjór- inn gaf honum $1 fyrir hálftiraa leit eftir sjálfnm sér, og hélt svo heim aftur. Læknar þéir sera stunduðu McKin- ley forseta í síðustu legu hans í BuSalo, hafa farið þess á leit að Congress veiti þá peninga upphæð, sem það áliti sann- gjarua Jog samboðna virðingu þjóðar- iunar til þess að launa fyrír verk sín í þá|,u forsetans. Dr. Mann, einn af þeira 5 sem stunduðu McKinley, segir að lasknarnir oni eftir rikulegum laun- um fyrir verk sin, eu að þeir ógjarna gefi rcikninga fyrir ákveðnum upphæð- um. Hani segir að ef þeir settu upp fyrir verksín eineog þau eruverð, þá yrði Mrs McKinley ekki fær um að borga þá reikninga. enda hafi þeir verið fengn ir af ráðgjöfunum til þess að vinna verkið eg þess vegna álíti þeir að þjóð- inni beri að borga. W, W. Peck, féhirðir amerikanska trúboðans í Tyrklandi, lagði af stað frá Constantinopel þann 47. Des. síðastl. til þess að finna stigamenn þá sem hafa Miss Stone i vaiðhaldi og semja persónulega við þá um lausnarfjárupp hæðina. Peck heflr með sér alla þá peninga, sem hann hefir umráð yfir, og Vonar að geta fengið stigamenntil þess að þiggja féð, þó upphæðin sé nokkru minni en Þeir heimtuðu í fyrstu, Gangi sáman með Peck og stigamönn- um, þá vonar hann að geta komið með Miss Stone með sér til Constantinopel, Mrs Tejlkar, sem með henni er í varð- haldinu, heflr alið barn síðan hún varð fangi og er sagt að bæði móður og baini liði vel. en um lausnarsamninga henni viðvíkjandi hefir ekkert fretzt enn þá. Póstmálastjórinn Smith, 1 Washing ton hefir Jsagt af sér embætti, en C- Payne frá Milwaukee hefir verið veitt embættið í hans stað. Jarðskjálftar á Fílipseyjunum hafa gert talsverðan skaða, Hús hrundu og menn týndu lífi; skip sem voru margar milur úti á hafi urðu vör við skjálftann.—700 uppreistarmenn á Sa- mar-eyju hafa gengið áhendur Banda mönnura. Þeir voru orðnir matar lausir og gátu því ekki lengur haldið ófriðnum uppi, Samson sjóliðsforingi Bandamanna er sagður geðveíkur og svo vitskertur að honum er ekki ætlaðurbati. Þetta er talin afleiðing af útkomu rannsókn- arnefndarinnar í Schley-málinu. Sam- son hefir auðsjáanlega fundið sárt til þess að hann fór þar halloka fyrir Schley. Canadian Northern járnbrautin er nú fullgerð, var opin fyrir lestagang á mánudaginn var. Þá var veizla i Port Arthur, Ekki hólt De Wet heilög jólin Hann réðist á herstöð Breta hiá Lefon- tein ájólanóttina og tók þar leifarnar af 4 herdeildum ásamt með 2 fallbyss- um og öðrum föngum, Brezk blöð segja mannfall hafi verið mikið, en ekki er talan auglýst. $80,000 voru nýlega borgaðir fyrir sæti í Stock Exchange i New York, "Vicerine11 heitir ný tegund af ilmvatni.,sem Lady Curson sendi ný- lega frá Indlandi til Alexðndrn Breta- drottningar. Það var iólasending og voru það að eins fáir dropar f örsmáu glasi. Einn af stórrikustu höfðingjum Indlands hafðj gefið Ladv Cu son ofur- litfð glas fullt af þessu vatni og lét þau orð f.vlgja að ekki mundu aðrir gef« rikmannlegar. Svo er ilmvatn þetta sterkangandi að annað eins hefir ekki þekst í Evrópu. Það er sagt að 100 ekrur af rósaökrum þurfi til þess að framleiða nokkra dropa af efni þessu. Signor .Yarconl kefir neitað að þiggja þúsund dollars á kveldi til þess að halda fyrirlestra um uppfynding sína.Hannkvaðstengan tímahafatil ann ars en að halda áfram tilraunum sinum að koma vírlausum hraðskeyta senda ingum á fastan grundvöll milli Evrópu og Ameríku. Ba'ndarikjastjóruin er ;{ þann veg lnn að kaupa Panamaskurðirkn fyrir 40 miiliónir dollars, Ejnnig er rætt um að verja þúsund millíónum dollars til herskipa gerða í B.radarikjunum á næstu árum. Telja Bandamenn það heppilegasta ráðið til að halda friði við aðrar þjóðir. Bretar tóku um daginn einn af hers höfðingjum Búanna að nafni Kritz- inger, og hafa hann í varðhaldi. Nú hefír Louis Botha sent þan orð til Kit- chener, að hann haldi hjá sé- 5 brezkum herforingjum, og að hann láti skjóta þá alla, ef Kritziner sé ekki látin laus taf arlaust. Kitchener hefir enn engu svarað, en talið vist að hann sjái þann kost beztann að sleppa Búa foringjan- um. Bretar hafa varpað 2 irskura æs inga þingmönnum í fangelsi, öðrum til 5 áraen hinum til 2 ára, fyrir að hafa æst leiguliða á Irlandi til þess að greiða ekki landskuldir til landsdrottna sinna. Rafmagnsbraut, á að byggja milli London og Brighton á Englandi. Hún er 47 mílna löng og eiga vagnarnir að renna þessa leið á 30 minútum. FRÁ CHICAGO, 25. NÓV. 1901. Herra ritstj, Það er mjög sjaldan, að ég sjái i ís- lenzku blöðunum nokkrar almennar fréttir frá ísiendingum í Chicago: má vera að það sé fámenmð og fjarlægðin frá aðalaðsetursatað íslendinga, sem veldur því, þó ætti það ekki að vera svo. Ég hygg að Islendingum hér líði eins vel að meðaltali eins cg hvar ann- arstaðar í Ameríku. Þeir hafa flestir góða atvinnu óg nota sér hana vel og hafa því nóg fyrir sig og slna. þótt fáir séu ríkir. Gestrisnir eru þeir svo, að maður gæti ímyndað sér að maður væri kominn heim i sína eigin sveit á íslandi eftir fleiri ára fjarveru. Þeir tala is lenklu vel. þótt sumir þeirra hafi lengst æfi sinnar verið með útlendiugum, jafn vel þeir sem hafa algerlega uppalist 'hér tala sæmilega vel <og má það f irðu gegna, þegar þess er gætt, að hér eru ekki fullt hundrað íslendingar og tvistr aðir um alla borgina og þar ofan i kaup ið brendir með gamla markinu að vera ekki miklir félagsmenn. Síðastl. sumar höfðu þeir þó tvær skemtisamkomur úti i skógi og gengu þær ágætlega, enda munu þesskonar sarnkomur bezt&r til þess að ná þeira öllum í einn hóp, Ðlöðin ykkar sé ég öll. Lögberg hefir of mikið af persónulegum skömm um og prentvillum. Heimskringla hef- ir líka óþarflega mikið af prentvillun- um, en altaf eitthvað fræðandi og skemt andi með. Dagskrá er barn að aldri. en þó bezt að ytra frágangi og margir góðir sprettir frá ritstjórans hálfu, sera ég líkaátti von á; auðvitað er hún dí- lítiö frek eins og margir unglingar eru. G. B. Svertingjar í Bandaríkjunum Fyrir nokk.ru síðan sat Booker T. Washington að miðdegisverði með Theodor Rooswelt í “Hvítahús- inu” samkvæmt boði hins nýja for- seta. Þetta vírðist nú varla í frá sögur færandi, en þessi lítilfjörlegi atburður heíir samt orsakað hið mesta uppþot um öll Bandaríkin. Fólkinu þykir sem sé að Rooseveit hafl móðgað þjóðina i heild sinni með þessu tiltæki. Sunnan menn eru einna æstastir. Hvað er á bak við alla þenna órda? Kkki það að boðsgesturinn sé óbótamaður eða illmenní, hann er orðlagður fyrir ráðvendni, siðgæði eg drenglyndi, ekki það að hann sé “heimskur eða illa vaninn”, hann er viðurkendur sem einn hinn mentað- asti og gáfnaskarpasti borgari lands- ins. Allur gauragangurinn heflr risið út af því að Booker T. Wash- ington er S v e r t i n g i!!! Ég vil geta þess áður en ég held lengra, að það er siður hvitra manna um alt þetta land, að forðast návist svertingja i gestgjafahúsum og hvar annar staðar. Margir neita því algerlega, að sitja til borðs með þeim eða hafa önnur mök við þá, og þessum sömu virðist það ganga glæpi næst ef einhverjum hvítum manni verður sú hneisa á, eins og sjá má af þessu nýafstaðna uppþoti. Sannleikurinn er í fám orðum að fjöldinn af hinum hvítu i búum þessa lands, álítur svarta Af- ríku kynflokkinn á meðal vor, villi- og óargadýr,en ekki menn. Hinn dökki hörundslitur svertingja og ó snotra andiitsfall eru þau lýti sem flestir fælast. Já, þannig er nú þjóðinni varið, sem játar þá helgu kenningu aðall- ir menn séu skapaðir jaínir” og stærir sig af hinum göfga stjórnar- grundvlli veldisins, sem hún hefir svarið hollustueið. í sambandi við þenna áminsta atburð, vil ég fara nokkrum orðufn um ástand svertingja, yflr höfuð í Bandaríkjum,—ég hafði áður hugsað mér að gera það. Eins og flestum mun kunnugt, voru svertingjar öldungis óupplýst- ir og höndlaðir eins og skepnur af hvitum mönnum í landi þessu, alt fram á miðja 19. öld. Þeir voru fluttir í stórhópum frá Afríku til þessa lands og seldir hér þrælasölu við uppboð á mörkuðum meðal hvítra manna, sem skynlausar skepn ur, og fara mjög átakanlegar sögur af því, hvernig heilum fjölskyldum var sui drað. Mennirnir hrifnir frá konunum og konurnar frá börnuuum og voru það stundum grátlegar að farir; vesalings fólkið var svo piskað af eigendum öllu þrælslegar en skepnur þeirra og kvalið af sulti. Þeii, sem tóku til bragðs að strjúka, voru samstundis eltir af hóp manna með blóðhundum og kom það alloft fyrir, að vargar þeir rifu svertingj- ana á hol við þau tækifæri. Fyrir 40 ámm síðan tóku sig saman nokkur göfugmenni í þessu landi og komast að þeirri niður- stöðu, að ekki mætti svo búið standa Afleiðingarnar urðu, að hið fræga frelsisstríð Bandaríkja var háð með þyí augnamiði, að gefa svertingjum jafnrétti við hvíta menn. Öll Bandaríkin sundruðust í einu vet fangi og skiitusf í tvo andvigi her- flokka Norðan- og Sunnanmanna Norðanmenn, sem börðust fyrir svertingja, unnu sigur og var frelsi þeirra þá játað um alt landið og strax byrjað á að menta þá og und irbúa í borgarastöðuna, sem haldið hefir verið áfram til þessa dags. En Þess ber að gæta, að þótt bardaginn lyktaði á þenna hátt, þá voru Sunn- anmenn, sem ósigurinn biðu, ekki alskostar ánægðir með úrslitin og hafa þeir barið haturshug til svert- íngja jafnan síðan, enða heflr nú sunnanandinn fullkomlega komið i dagsbirtuna og verð ég að segja, að pintingar og slátrun svertingja f Suðurrikjunum, nú á síðustu árura, er tilefni til að stöðva blóðið í æðum hvers einasta borgara landsins, sem heflr nokkra sómatilfinningu. Og það kveður nú svo ramt að, að mað- ui- lítur varla í nokkurt fréttablað landsins sein ekki færir lesendum sinum einhverja slika voðafregn. Það er hinn svartasti blettur á þjóð- inni og landinu og hinar hryllileg- ustu aðfarir sem eiga sér stað með al nokkurra mentaþjóða heimsins— ef ekki villipjóða' Ástand svertingj- anna er því, að mínu áliti, litið betra þann dkg í dag, en þegar þeir voru þiælar og viltir menn, og verður ekki svo lengi sem hvitum blóð- vörgum er leyft að britja þá niður að gamni sinu án nokkurrar mótspyrnu af hálfu laganna eins og nú á sér stað. Mér kemur ekki til hugar, að halda uppi ódæðisverkum sem svert- ingjar fremja, en það er tvent, sem menn skyldu athuga: Fyrst, að svertingjar hafa aðeins séð morgun menningarinnar, renna upp yflr sig, og þar sem fjöldinn af þeim er enn hálfviltur, er ekki sanngjarnt að bú ast við eins miklu af þeim og siðuð- um mönnum. I öðru lagi eru hvitir menn þes> áskynja, að þeir sjálflr fremja jafn voðalega glæpi—ef ekki verri—en negrarnir, þegar þeir taka lögin í hendur og brenna mennina á báli. A hinn bóginn er það marg sannað. að svertingjar eru saklausir drepnir í mörgum tilfellum. Sakirn- ar gegn þeim eru vanalega þær að smána hvítar konur. Þegar slíkar sakir eru fullsann- aðar, skal ég ekkert segja þótt hlut- aðelgendur heimti hegning, en ég vil að það sé að minsta kosti gert samkvæmt lögum og dómi, það ætti að vera hverjum heilvita manni full nægjandi. En svo hefir það reynst, að hvítar konur hafa “strákinn í för með sér og kenna honum alla klæk- ina” og hefir það stundum verið sannað um seinan. En þó slíkt sé sannað þegar hvítar konur eru á- litnar englar, en negrar óargadýr í landi þessu, þá er það alt gott og blessað! Svo er nú ekki að tala um iá sem tekuir eru af “skrílnum” og grunaðir án þess að hafa nokkr- ar sannanir eða gefa þeim tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Svertingjar eru, í einu orði sagt, of- sóktir af hvitum mönnum hér í landi, án þess að yfirvöldin og lögin gef? því nokkurn gaum, á svo svívirði legan og djöfullegan hátt að hver ainasti drenglyndur borgari verður að blygðast sin fyrir að vera partur af þeirri þjóð sem lætur slíkt við- gangast í svokölluðu ‘frelsislandi. Fróf. Booker T. Washington heflr látið hið áminsta miðdagsverð aruppþot sem vind um eyrun þjóta; hann er ofmikið göfugmenni og prúðmenni til að láta slíkt kálfabaul meðborgara sinna—sem hann sjálf- ur ber höfuð og herðar yfir— á sér festa. En ég tek undir með þeim röddum, sem sárnar það, að tilraun var gerð til að lítilsvirða þetta mik- ilmenni sem heflr gert það að æfi starfi sínu að þjóna Bandaríkjunum með því að menta og hefja upp þær 8 milliónir landsmanna sinna sem nú lifa í Ameríku og gera þá að góðum og gagnlegum borgurum, af hverjum næstum ^ heflr náð full- komnu menningarstigi sem hann hefir átt mikinn þátt í að fram kvæma. Theodore Roosevelt er einnig virðingarverður fyrir að leggja til hliðar alt litar og manngreinarálit, og hefir hann í hvívetna sýnt ein' beitni og drenglyndi síðan hann tók við forsetastöðunni sem hefir hann upp i augum allra réttsýnna manna. Hinir beztu menn þjóðarinnar hafa jafnan verið vinir svertingj- anna. Það er haft eftir málsraet- andi negra uokkrum, að Abraham Lincoln hafl veriö sá eini hviti mað- ur sem ekki var meðvitandi holds litarins sem aðgreindi þá Lincoln var forseti lýðveldisins þegar þræla. stríðið sté'ð yflr, og þetta heimafræga góðmenni var tremstur i flokki á hlið svertingja sem blessuðu hann og báðu fyrir honum meðan á bardag- anum stóð. Hinn ódauðlegi Robert Ingersoll sagðist heldur vilja hafa þann mann fyrir vin sem er svartur að utan en hvítur innvortis, en þann sem er hvítur útvortis en svartur að innan! Svertingjar hafa það til síns á- gætis, að vera vinir vina sinna og mestu trygðatröll. Þeir halda helga minning allna þeirra manna sem bar ist hafa fyrir jafnrétti þeirra og vel- líðan, og skíra margir þeirra börn sín nöfnum hinna mestu manna landsins svo sem Washington Lin- coln o. fl. Ég hefl sjálfur kynst allmörg- um svertingjum og átt tal við þá, og hefl ég komist að þeirri niður stöðu að þeir eru tiltö'ulega eins miklum gáfum gæddir sem hvítir menn af náttúrunnar hendi. Það er upplýsing sem þá vantar— en um- fram alt velvild hinna hvítu með- bræðra sinna— til að ná fullkomnu menningarstigri. Ég hefi sandfærst um, að það er þessi vondi kur hinna hvítu gagnvart þeim, sem heldur þeim til baka öllu öðru fremur. Það er þessi hængur sem ráða skyldi bót á svo fljótt sem unt er. Vesturheimur er óneitanlega að mörgu leyti fyrirmyndarland en það sannast hér sem víðar máltækið að “það er misjafn sauður í mörgu fé”. Það hafa verið og eru mörg göfugmenni í landinu, sönn fyrir- mynd í breytni sinni. En það eru líka margir torfuhausar og ómenni innan um , sem menn ætla að forð- ast að taka sér snið af. Það er ósk mín að landsfólk mitt í þessari heimsálfu taki sér tíl eftirbreytni aðeins það sem gott er og manndómsrikt en leggi hitt til hliðar. Það er enginn frami í því, að apa upp alla hluti hér vegna þess að það er ameríkenskt; menningin er í því innifólgin að temja sér ait það sem er fagurt og hefjandi hvaðan sem það kemur, og snúa bakinu við því gagnstæða, Sneiðið ekki hjá hinum syarta manni, landar góðir, þótt þér sjáið hélenda glópa gera það. Hann er eins verður þess, að þú sýnir honum vinahót, sem nokkur annar, og þér munuð aldrei iðrast þess, ef þér breytíð við hann eins og yðar jafn- ingja. Það er ómögulegt að dæma nokkurn mann réttilega eftir ytra útliti hans. Þeir sem gera það, eru heimskingjar, Það eru hæfileikar og mannkost- ir a ð e i n s sem mynda hinn mann- lega mælikvarða. Látum oss þvi Islendingar rétta meðborgara vorum og samtíðar- manni höndina með vlnabrosi hvort sem hann er svartur, gulur, brúnn eða hvítur, og gera alt sem í voru valdi stendur, til að hefja þann upp sem er niðurniddur af fjöidanum, hverju nafni sem hann nefnist, og hvernig sem hann er litur. Þá munum vér varðveita og viðhalda hinu forn-islenzka mann- göfgi sem þjóð vor hefir verið við- urkend fyrir fram um aldir. Vér munum þá ekki einungis ávinna oss elsku og virðingu hinna lituðu kyn- flokka, heldur einnig hinna merk- ustn og beztu hvítu manna i Þessari nýju heimsálfu. Erl jul. Isleifson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.