Heimskringla - 02.01.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.01.1902, Blaðsíða 2
HEIM5KRINGLA 2. JANÚAR 1902. flemskringla. PUBLISHKD BY The Heimskrittgla News & Pablishing Co. Verð blaðtins í CanadaogBandar. $1.50 nm árið (fyrir fram borgað). Sent til Tslands (fyrir fram borgað af kaupend- mm blaðsins hér) $1.00, Peningar sendist í P. O. Money Orde Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaévísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aflöllum. B. L. Baldwinson, Kditor & Maoager. Office ; 219 McDermot Street. 1* 0. BOX 1SÍ8S Appeal to Reason! Svo heitir blað eitt sem gefið er út í Kansas í Bandaríkjunum og heíir fengið mikla útbreiðslu. “App- eal’’ er Soeialistablað í strangasta akilningi, ofsafengið og öfgafult í akoðunum og æsandi svo sem mest sná verða, en skatplega ritað og feimnislaust, ráðist á alt núverandi atjórnarfyrirkomulag og sérstakiega <er blaðið harðort í garð stjórnarfyrírkomulagj í Bandaríkj nnum. Svo hefir biað þetta gengið langt, að stjórnin í Wasbington heflr gert tiltaun til þess, að stemma út- breiðslu þess með póstum nema fyr- ir sérstaka borgun, sem sé hér um bil 20 sinnum hærri en vanalega er borgað undir lböð Iandsins með póst. um. Svo er mál þetta vaxið, að App- eal 'hefir kaupendalista, sem nú er orðinn yfir 400,000 man3. En mik- ill hluti af þeim kaupendafjölda er þannig fenginn, að vissir velunnend ur blaðsins senda því peníngaupp- hæðir fyrir svo og svo mörg eintök af blaðinu, sem útgefendur svo senda til ýmsra hér og hvar innan og utan ríkis samk' æmt nafna og áritunarlista þ?ss er peningana send ir. Blaðið kostar 50 sents um árið, og einn maður sendir $20fyiir 40 blöð, sam hann lætur senda sam- kvæmt nafnatista er hann sendir út- gefar.danum með peningunum. Ann- ar sendir $100 fyrir 200 blöð, þrlðji sendir $500 fyrir 1000 blöð o. s. frv. Á þenna hátt er kaupendalistinn nú orðinn svo stór, að hann hefir á fimta hundrað þúsund nöfn. Wash- ington stjórninni er afar.illa við þetta blað og hefir látið Edwi.i C. Madd- en sem er 3.*aðstoðarrnaður póst málastjórans, tilkynna útgefanda “Appeal” að hann verðiað borga fult hurðargjaid undir hvert blað sem hann sendir út af prentsmiðj unui, sem ekki sé borgað fyrir af af vittakendum þeirra með þeirra eigin peningingum. Með þessu von ar stjórnin að koma í veg fvrir víð tæka úthreiðsln blaðsins. Að vísu heflr blaðið nú rúm 200.000 reglu- lega kaupendur. En það er að eins helflngur allar þeirra sem blaðið er sent. 8 jórnin gerir því útgefanda þann kost, að hann borgi 1 cent und- ir hvert blað sem hann sendir öðr um en lagalega formlegum kaupend- um. En það er sama og að skipa honum að borga hærra burðargjald á hvern árg. en hann fær fyrir hann. Fvrst hélt stjórnin því fram, að mikið af þessum blöðum væri sent út ókeypis. En útgefandi sannaði að stjórnin færi þar með rangt mál. ÞA hélt stjórnin því fram, að blaðið væri sent út á kostnað ýmsra, sem væri ant um stefnu þess og að við takendur slíkra blaða borguðu ekki fyrir þau. Útgefandi benti þá stjórn- inni á, að hið sama væri gert við önnur blöð svo sem Ladies Home Journal”, ‘„“Yonths Companion”, Success” og fl. blöð, og bað stójrn- ina að sýna hvers vegna hún væri að ofsækja “Appeal” frekar en hin blöðin. Þessu heflr stjórnin ekki getað svarað á skynsamlegan hátt og bréf hennar til útgefandans sýna að hún segir sitt á hverri stundinni um sömu atriðin. T. d. játar stjórn- in að ekkert sé því til fyrirstöðu, að blöð séu send mönnum sem ekki borga sjálfir fyrir þau, ef þau séu borguð af öðrum, en í sömu and- ránni segir hún að slík blöð megi ekki sendast nema með sérstakri aukapóstborgun og þi að eins 3 á ái i til sama mans. Það er auðséð á öllu að þessi of- 3ókn á hendur þessu sérstaka blaði er gerð til þess að hefta útbreiðslu þess svo sem stjórninni er fiekast unt, og að það eru þær skoðanir sem blaðið breiðir út, »em eru orsök i þessu. Þe3si aðferð stjórnarinnar heflr mælst illa fyrir hjá fjölda fólks þar syðra og sura af hennar eig'n blöðum hata lýst óánægju sinni yfir þessum ofsóknum, sem ekki virðast vera bygðar á neinu nema því að blaðið útbreiðir skoðanir sem stjórn- inni líkar ekki. Það var vel gert af Lögbergi að flytja lesendum sínurn sem mestar almennar fréttir um jólin, en við- kunnanlegra liefði það verið ef dálít- il hliðsjón hefði verið höfð til sann- leika í þeim fréttum, til dæmis má taka þáð sem Lögberg segir i frétt- um af ráðgjafafundi, sem hafi “farið í vonsku og verið s*l i t i ð í f ú s s i ”, af því þeim hafi ekki komið saman um yín- bannamálið. Það ætti naum- ast að þurfa að taka það fram að blaðið fer þar með hin mestu ósann- indi, því að allir ráðgjatarnir eru einhuga um þá stefnu sem stjórnin eflr í þessu máli.—Ráðgjafa fundir eru haldnir fyrir luktum dyrum, svo að Lögberg gat með engu móti vitað hvað þar fer fram, hvorki í þeim málum né öðrum. Það verða héðan af svo fáir dagar þar til þing kemur saman og það mál verður tpkið fil umræðu, að Lögberg hefði átt að hafa þreyju til þess að bíða eftir á reiðanlegum fréttum, heldur en að vera að skruma, svona af ásettu ráði, umjólin. Annað atriði hjá Lögbergi, sem þarf leiðréttingar, er skólalanda- fréttin. Sannleikurinn í þvi máli er er sá, að Roblinstjórnin vill fá frá Dominion-stjórninni þær rentur af andvirði seldra skólalanda, sem hún hefir nú í ríkissjóði. Ágreiningat- riðið milli Dominion- og Fylkis- stjórnarinnar liggur í þvf, að Domin- ionstjórnin heldur því fram að fylkinu beiiað eins að fá rentnr af rentunum af skólasjóðnum, sn Roblin íieimtar renturnar í heild sinniaföllum sjóðn- um og telur fylkið hafa rétt til þeirra, samkvæmt grur.dvallarlög- um ríkisins. Það er ekki ólíklegt að þetta verði eitt af þeim málum sem verður látiðganga fyrir leyndarráðs- dómnefnd Breta til endi'egs úrskurðar Persónulega höfum vér þá skoðun að Roblin hafi rétt fyrir sér í þeíssu máli. Það mun hafa verið skllning- ur þeirra, sem sömdu stjórnarskrána að fylkin fengju að njóta vaxtanra af því fé, sem kæmi inn fyrir þau skólalönd, sem seld væru, því að að eins renturnar af þessum vöxtum er svo afarlítil upphæð að það er ó- hugsandi að þæi hrökkvi til lang- frama til þass að halda uppi núver- andi ársgjaldi til alþýðuskólanna í fylkinu, sem einrtt fara vaxandi eftir því sem fylkið byggist og fólk- inu íjölgar. Mr. Roblin heflr aldrei farið Þess á leit að stjóru sinrii væri seldur í hendur svo mikið sem einn doilar af þessu fé til annars en skóla- þarfa, og hann hefir tekið það skýrt fi am að Dominionstjórnin megi hafa alla urasjá með því að peningunum sé varið fyrir mentamál, og til eins- kis annars. Þetta er hið sanna í málinu, en þessi sannleikur verður ekkilesinnút úr greinunum í Lögb., enda máske ekki ætlast til að svo verði. I jólablaði Lögbergs 26. Des. síðastl. er rúmlega þryggja dálka ritstjórnargrein um pólitisk málefni. Sumt í þeirri grein er þannig lagað að öll nauðsyn er á leiðróttingum. 1. Rob!in8tjórnin veit ekki að liberalflokkminn muni komast til valda við næstu kosningar. En Roblinstjórnin og hávaði kjósenda í fylkinu hafa hugmynd um að flokkn- um sé ekki sigurs vænt svo lengi sem gamli Greenway er leiðtogi hat s. Þessi skoðun kom fram á fundinum mikla sera liberalar héldu þann 13. Des. siðastl.. Einn afræðu- mönnum þar lét þá skoðun í Ijósi að Roblinstj. mundi verða vel liíandi eft- ir 10 ár, eins og hún er nú. En við síð- ustu fylkiskomingar sagði þáverandi ritstj. Lögb. að konservativeflokkur- inn mundi ekki halda völdum í 3 daga. Þeim ber ekki saman, liber- ölum þegar þeir eru að mæla æfi kon- eervativestjórnarinnar hér í fylkinu, en það er oss gleðiefni að þeir eru nú svo búnir að teygja úr þessum 3 dögum að þeir eru orðnir að 10 árum. 2. Það er óþatft af Lögbergi að vera að þi eyta sig á að telja fylkis- búum trú um sparsemi Mr. Green- ways. Það mál er svo margrætt að allir eru þvi kunnir. Síðasta spar- semdarstryk hans var að gera leyni lega samninga við C. P. R. félagið um að veita því $150,000 fyrir tvo brautarstúfa, sem fclágið varð að byggja hvert það vildi eða ekki. Þessu var baldið leyndu vegna þess að þetta rán var svo bersýnilegt og skammarlegt að hvorugur málsaðili þorði að játa synd sfna fyrir fylkis búum, og það var eitt af allra fyrstu verkum konserv; tiva að neita að borga fél. þetta og þannig spöruðu þeir fylkinu þesía fjAr- upphæð, sem Grenway ætlali að kasta út í það magnaðasta einokun- aaíélag, sem til er í Canada. 3 Blaðið segir að bygðarlögin í fydkinu hafi veiið svift inntektum frá járnbrautafólögum. En síðustn ársskýrslur stjórnarinnar sýna alt annað. Bygðarlögin hafa fengið ankin tillðg til umbóta, því eins og blaðið ó<jilfrátt viðurkennir, þá hef ir stjórnin eytt öllu því fé sem hún hefir heimt, og því heflr verið eytt til hagsmuna fyrir sveitirnar og fylkið í heild sinni. Enda brá svo við þegar Roblinstjórnin tók við vöidum að landið fór óðum að hækka í verði og menn fiyktust inn hingað í hundraða tali til þess að ná sér í stóra landfláka, og til að byggja þá upp með ágætum Handa- ríkja efna bændum. Þetta ber lít- inn vott um óánægju manna með íylkisstjórnina. 4. Það sem lögberg segir um buitrekstur manna úr stjórnarstöðum undir báðum stjórnunum, Greenways og Iloblins, hefði sjálfsagt, fyiir viið- ingu blaðsins verið betur ósagt. Ef Lögbergi er nokkur þægð í að vita um burtrekstur manna úr embætt- um undir Roblinstjórninni, þá er vinnandi vegur fyrir blaðið að kom- ast að orsökum um þær, en sumar þeirra eru þannig, að það mundi ekki varpa miklum Ijóma yflr ílokk- inn þó þær væru opinberaðar. 5. um tekjuhallann skulum vér ræða við Lögb. þegar næstu árs- skýrslur Ktjórnariunar koma ’frám á þinginn, sem á að koma saman 9. þessa mánaðar. 6. Lögberg segir að liberalflokk- urinn sé á móti járnbrautarsamn- ingum Roblinstjórnarinnar. Hvar eru sannanir fyrir þeirri staðhæflng? Ekki eitt einasta liberal félag í fylk- inu heflr enn þá samþyktsvo mikið sem eina ályktnn í þá átt að fiokk- uririn væri óánægður með þá samn- inga og Lögberg getur því enga sönnun fært fyiir málstað sínum í þessu efni. Ffokksþíng þeirra hafði gott áækifæri til þes3 að hafa lýst óánægju flokksins yfir þessu ef hún hefði verið til, en það lét það ógert. Höfuðskáld Vestr-Íslendinga. (Eftir Sunnanfara.) Með því að tunga vor er ein og óskert sameign leikra jafnt sem lærðra, bæði ritmál og daglegt mál, mállýzkulaus alveg, móts við það sem því nafni nefriist annarsstaðar, þá skilur yfirleitt harla lítið búning hins betri alþýðukveðskapar vors og Ijóða mentamannanna. En oftast er sjóndeíldarhringur ' óskólagenginra manna til mikilla muna þrengri, hagmyndaval því meir af skornum skamti og yrkisefni fábreytilegt, og oftast fremur ófrumlegt. Þetta nær ekki til alþýðuskálds þess, er hér segir frá og i era mun vafalaust höfuðskáld Vestur ísler.d- inga. Engan ókiinnngan, sem kvæði hans les, mundi annað gruna eD að hann væri úr flokki mentamanna þjóðar vorrar. Hann er svo frum- legur og hugmvndaauðugur, sem bezt gerist meðal hinna hámentuðu þjóðskálda vorra. Og vald hans yfir málinu er engu minna. Mentun og mentun á og vita- skuld eigi saman nema nafnið. Vér eigum og höfum oft átt innan um og saman við óskólagengna menn með jafnvel meiri ogj betri mentun en meðalmenn í lærðra flokknum svonefnda. StephanG. Steph- a n s o n er óefað einn í þeirra tölu. Hann hafði verið námfús í æsku og sætt hverju færi, er gafst, tíl að afla I sér mentunar. Og eftir að hann kom til Vesturheims, tvftugur að aldri, heflr hann sjálfsagt neytt allr- ar orku til þess, þrátt fyrirfátækt ' og aðra öiðugleika. ‘Það er suð- sætt’ segir Jón Ólafsson, ‘að hann hefir lesíð margt hið bezta í enskum lókmentum og fylgt vel öllum and- legum hreyfingum samtíðar sinuar’. (N. Ö. III. 220.) Hann er nú maður hfitt á fimt- ugsaldri f. 3. okt. 1853 á Kirkjubóli í Skagafirði, sonur Guðmundar Ste- fanssonar bónda á Kroppi f Eyjafirði, og Guðbjargar Hannesdóttur Þor- valdssoriar bónda á Reykjahóli í Skagafirði. Hann fluttist vestur um haf með foreidrum sínum 1873, til Wisconsin. Þar dóu foreldrar hans, og sjálfur fluttist hann þaðan eftir 10 r (1880) vestur til Dakota í Gardarbygð, nýlega kvæntur þá Helgu Sigi íði Jónsdóttur frá Mjóa dal í Þingeyjarsýslu. Eftir önnur 10 ár fór hann þaðan bygðum norður í Canada, í Norðvesturlandið vestar- lega, vestur undir Klettafjöllum, og heitir þar Tindastóll, er hann býr, í Aitabygð. (Albertahérað). Hann hefur búið búi sííiu lengst af, frá því er hann fluttist vestur uin haf, en ‘annars unnið að ýmsu, skógarhöggi, járnbrautagerð, landmæling og öðru, eins og aðiir erflðismenn hér í landi. Þá er nú talið’. Þetta eru hans orð sjálfs í bréfl frá í sumar til ritstj. Sf. Aðrir segja svo jfrft, að hann sé mesti eljumaður og hafi unnið baki brotnu fvrir sér og sínum, en við fá- tækt, og þó jafnan fremur veitandi en þiggjandi. — Þau hjón eiga 6 börn á lífl. Ljóð hans eru á víð og dreif í blöðum og tímaritum bæði vestan hafs og austan; að eins einn kvæða- bálkur útgefinn sér í bók hér fyrir fám missirum; “Á ferð og flugi” og hlaut bezta orðstír. Hér birtist eitt nýtt tilkomumik- ið kvæði eftir hann, sem ekki þarf skýiinga við. (Kvæðið birtist i næsta blaði.) Vírlaus hraoskeyti send yfir Atlantshaf. 14. Desember 1891 var merkis- dagur í sögu vísindanna. Þann dag heppnaðist Signor Marconi að senda og meðtaka vírlaust hraðskeyti yfir hið mikla Atlantshaf milli Englands og Ameríku. Það er að segja, frá Cornwall á Englandi til St, John í Nýfundnalandi—um 1700 mílur vegar. Signor Marconi setti fyrir nokkr- um tíma upp öfluga hraðskeytastöð í Poldhu í Cornwall á Englandi með þeim ásetningi upphaflega að geta fengið fréttir frá skipura á miðju hafl. En síðar þóttist hann sjá það mögulegt að senda fréttir alla leið yfir hafið að næsfu landstöðvum, Hann sigldi því yfir hafið til St. John á Nýfundnalandi og heflr verið þar nokkra daga að útbúa sér stað þar. Sú stöð er flugvél mikil, sem hann hefir hafið um 200 fet yfir sjáv- armál og stjórar hana með járnvír- um festum i akkeri. Frá vél þessari sendi har.n svo sjálfur hraðskeyti sín til Cornwall, og fókk strax á fyrsta degl þau merki frá ensku stöðinni, sem hann var búinn að gera ráðstaf anir til að sér yrði sent vestur. Mr. Thomas Edisou kvaðst ekki trúa fréttinni um vírlansar hraðskeyta- sendingar yfir haflð. En Marconi svarar því ,einu, að hann fái ekki komist hjá því að trúa bezt sínurn eigin skilningarvitum og kveðst hann sjálfur hafa íekíð á móti Þess- um skeytum frá Engíandi og að þau séu í samræmi við þær ráðstanir er hann hafi gert áður en hafi siglt það- an. Næstu tilraun kvaðst hann mundu gera í viðurvlst ýmsra stór- höfðingja í Sí. John, sem hann telur þá munu geta borið vltni með sér um árangurinn af starfi sínu. Það sem mælir inest með þvl að að þetta sé meira en hugarburður er það, að hlutabréf hafþrfiðaíélaganna hafa fallið í verði síðan þessi upp. fynding varð ljós. Enn fremur er þes3 getlð, að þessi hafþrfiðafélög hafl stigið fyrsta spor til þess aé fá Mar- coni bannað með lögum að halda þeim tilraunnm áfram af því að þen hafl einkaréttindí til þess að flytja hraðfréttir millí landa. Fólk má vænta frekari frétta um þetta mál siðar. Merkilegur atburður er það, sem nú heflr skeð í Bavariu. Otto konungur, sem yerið heflr vit stola í íjórðung aldar, heflr á ný fengið láð og rænu og hyggst að krefjast rikisráða. Saga manns þessa er hin raunalegasta. Hann varð vitstola árið 1876, en 10 árum síðar tók hann samkvæmt lögum og landsvenju við ríkisráðum án þess þó að vita af því, svo að í stað þess að hafa stjórnarráð lands og lýðs, heflr hann setið I ströngu gæzlu- haldi um öll þessi ár síðan 1876 og ekki vitað hvað á dagana hefir drif ið. Föðurbróðír hans, Leopold prins var af þýzku- og Bavriustjórninni kvaddur til þess að gegna konungs- störfum að eins 3 dögum áður en Otto var kiýndur. Leopold prins hafðigengt ríkisstjórn á síðari stjórn arárum Löðvíks konungs, löður Ottos, sem eins og haan, varð vit- stola og því óhæfur að gegna ríkis- stjórn. Á öllu þessu tímabili heflr Otto konungur aldrei fengið einnar mínútu skímu af rænu eða ráði, en hefir stöðugt orðið að vera undir gæzlu hirðþjóna I Furstenriec kastal- arium, án þess að hafa hina minstu hugmynd um stöðu sína eða þá breytingu sem orðtð heflr í urnheim- inum á þessu tímabili. En nú rétt nýlega hefir vitið komið affur til hans og hann eins og vaknað af draumi. Þetta varð fyrst kunnugt með því, að hann spurði eftir foreldrum sínum og bað að mega sjá þau, þótt þau væru þá bæði dáin fyrir löngu. Hann mundi að eins í ftir að þau lifðu bæði þegar hann mundi síðast eftir þeim. Fyist þegar rænuskíma gerði vart við sig hjá Otto konungi', þá töldu allir víst að það væri fyrirboði dauða hans. En nú hefir reynzlan sannað að honum er stöðugt að auk- ast vit og ræna, að hann er óðum að ná fullum bata. Nú er talið víst að ef þegar kon’ ungurinn nær fullum bata, þá muni hann gera kröfu til þess að annast störf sín sem konungur, og þetta verður honum að veitast, þvf bæði lög og landsvenja helga honum ríkis ráðin. Leopold prins verður að leggja niður starf sitt, sem hann er búinn að gegna mestan aldur sinn og það svo aðdáanlega vel, að þjóð in öll lykur lofsorði á hæfileika hans og stjórnkænsku. Það sem nú veld ur miklurn vafa er, hvort þing. og stjórnin I Bavaríu verður fús til þess að leyfa Otto konungi að stjórna. Það verður að líkindum komið undir úrskurði Þýzkalands En trúlegt þykir að Leopold prins verði ekki leyft að sleppa algerlega haldi af stjórnartaumnnura, því enn þá þyk- ir hann stjóina vel þótt hann sé nú kominn á níræðisaldur. Merkileg Svefnsjón. Blaðið “Calgary Herald’í skýrir nýlega frá tilraunum sem íslending- ur þar I bænum gerði til þess að komast eftir hver hefði myrt Daniel Keenleyside þann 14. f. m. þar í bænum. íslendingur þessi heitir C. Eymunds- son, hann er, ásamt mörgu lieiru, andasjónarmaður (Clairvoyant) og í nfivist nokkurra merkra manna, þar með þriggja lækna, gerði hann tilraun til þess að sjá morðingjann og og lýsa honum. Eymundsson eftir að hafa seð líkið, lagðist út af á sama bekkinn. sem hinn myrti maður hafði verið lagður á. Fljótt féll hann í svefn, og lá þannig með lokuð aúgun I nokkrar mínútur, svo kom á hann ókyrleiki, augnalok- in hreifðust og samdráttur kom í alla andlitsvöðva. Þeir sem ’norfðu á hann, sáu að honum leið illa. Hann veltist um á ýmsar hliðar þar sem hann lá, eins og hann líði súrar kvalir og tár streymdu niður eftii' kinnurn hans og hann stundi og and- varpaði eins og fárveikur maður. Eftir nokkra stund talaði hann upp úr svefninum og sagði: “Éghefséð það alt saman. Ég sé morðingjann, hann stendur innanvert við útidyrn- ar á Cential Hotelinu. Það er dimt. Maðurinn sem var myrtur, er að ganga að dyrunum, hann er einn. Sjáið! hann opnar dyrnar. Morðinginn tekur spor áfram og með blótsyrðl á vörunum reiðir högg mik- ið á aðkomumann”. “Hvaða vopn cotaði hann?”, spurði einn af áhorfendura. Eymundsson hrökk lít- ið eitt við, við pessa spnrningu, og svaraði tafarlaust; Byssukúla sem fest er við teyjuband, hann kastar manninum upp að útidyrunum, svo hleypur hann út á götu. Hann hugs arsér að fara til Tacomi í Washing ton”. “Hvert er naft morðingjans”, spurði nú einhver af áhorfendum. Eymundsson kiptist við í annað sinn og svaraði strax og sagði nafn hans. En blaðið heldur nafninu leyndu, svo var hann spurður um útlit morðingjans og hann lýsti hon- um nákvæmlega, vaxtarlagi, andlits- falli, hára- og augnalit og klæða- burði. Hann skýrði og frá því, að eftir að hafa rotað manninn, hefði morðinginn tekið bréfaveski úr treyjuvasa hans; svo lýsti hann ferða lagi morðingjans og sagði hvar hann hefði gist næstu nótt. Enn fremur sagði hann að morðinginn hefði fyrst séð þann látna, þegar hann kom af vagnlestinni og gekk á farþegjalesta- stöðvarnar f Calgary. Síðan hefðí hann fylgt honum eftir upp í Palace Hotel, og svo gengið á undan hon- um upp að Central Hotel og slegið hann rothöggið um leið og hann gekk inn í Ilotelið. Þegar hér var komið sögunni þá bar Eymundsson þess merki, að hann liði sárar kval- ir, svo að þeir sem við voru staddir, álitu bezt að spyrja hann ekki frek- ar. Féll hann þá í væran 5 mínútna svefn og vaknaði síðan sjálfkrafa. Nokkuð var hann eftir sig er hann vaknaði, en varð brátt eins og ekk- ert hefði komið fyrir hann. í samtali við fréttaiitara blaðs- ins Herald, kvað Eymundson tím- ann verða að skera úr því, hvort hann hefði séð rétt eða rangt. En glögt kvaðst hann hafa séð það sem hann lýsti. Hann kvaðst enga til- raun gera til þess, að giæða fó á þessari gáfu sinni, en tilraunir þess- ar væru geiðar til þsss eingöngu, að hrynda áfram þekkingu á þessum leyndardómi sem svefsjóriir byggj- ast á. Að þetta só sönn saga, engu síður en hvað hún er merkileg, þarf enginn að efa. Og fari svo, að tím- inn leiði það í Ijós, að Eymundson liafl séð rétt, í þetta sinn, þá verður hann frægur maður í sögu Vestur- íslendinga. Fjölvísi hans verður þá víðfræg og fullkomið fgildi hinna gömlu galdra, sem þjóðsögur vorar segja frfi. Eymundson er útlærður leyni- spæjaii og einnig útlærður í beina- lækninga-fræði og dáleiðslu-fræði. Landar vorir mega búast við að fá bráðlega að frétta meira frá honum. Eftirfylgjandi bréf frá stjðrnar- nefnd Winnipeg-spítatans barst oss í hendur dags 18. Des. þegar síðasta blað var tilbúið undir prentun, Það skýrir sig sjálft, VVINNIPEG Man,. 16. Des, 1901. B. L. Baldwimon, E?q. Ritst. Heimskringlu . , Winnipeg. líæri herra: I nafni stjórnarr.efndar álmenna sjúkrahússins í Wiunipeg leyfi ég mér hér með að gefa viðurkenning fyiír þeirri rfflegu uyphæð,$218.55, sem kon- urnar — Mrs. G. Borgfjöid, Mrs. 3. Olson, Mrs. G. Peterson, Mrs, K. Thor- geirson, Mrs. A. Thorgeirson, Mrs. E. Johnson, Mrs. G. Fredrickson, Mrs. D. Jónasson, Mts, S. Ar derson og Miss R. Egilson—hafa saftrað á meðal íslend- inga í Winnipeg. Ég legg hér með skrá ytír jiöfn allra Ireirra. sem voru svo góð- ir að leggja sinn skerf í ofaunefnda upp- hæð til sjúkrahússins og væri mér mik- il þægð í því, að þér birtuð hanaúsamt bréfi þessu í blaði yðar. Stjórhamefndin leyfir sér kér með að votta heiðurs konunutíi, sem fénu söfnuðu og öllum gefendumira innileg- asta þakklæti sitt. Yðar einiægur, JNO. BAIN, (Hon. Sec. Treas)”. Nafnaskrá g'efendan; a. Mrs. B. Baldwii'son, Stefán Jóns- soo, A. J. Anderson, B. L. Baidwin- son, Olí V. Ólafson, Siglrygg^r F. Ó- lafson, J. Dalman, $2.00 byert,—Thom- as Krist jánson $3.00.- Guðrún Friðriks- dóttir $1.15.—Mrs. J. J. SveiuBjörns- son, Gestur Stephenson, Rev J. Bjarna son. S, Sölvason, Jacob fohnson, Jó- hann Thorgeirsson, Kr. Stefanson, Halldóra Thomasdóttir, Sig. Júl. Jó hannesson. Mrs. Thorsteinsson, Björn Blördal, Mrs, Sóhannson, Sveinn Svein- son, Mrs, J. Líndal, Th. Oddson, Mrs.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.