Heimskringla - 06.02.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 6. FEBRÚAR 1902
HeimskriDgla.
PUBLISHBD BY
The Heimskriogla News 4 PublishÍDg Co.
Verð blaðsins í CanadaogBandar $1.50
um árið (fyrir fram borgað). Sent til
Islands (fyrir fram borgað af kaupend
um blaðsins hér) $1.00
Peningar sendist í P. O Money 0:der
Registered Letter nða Express Mouey
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afiöllum.
K. L. RaldwinNon,
Editor & Manager.
Office . 219 McDermot Street.
P o. BOX I2H3.
/
Islenzk bókakaup,
Hér hafa oft heyst kvartanir
um, að bækur og blöð, sem gefið er
út á íslandi, sé selt hér með okur-
verði. Það hafa komið frara raddir
í Heimskringlu um þetta, við og
við. Það er trú allra, sem um þetta
mál ræða, að ekki sé alt með feldu,
sem að því lýtur, Orsakirnar, sem
olla þessu, álíta flestir vera samtök.
í síðasta blaði Dagskrár II er talað
ögn um þetta mál, og sýnir það hversu
alment það er orðið að umtalsefni.
Dagskráll. skoðar orsakirnar sam-
tök Bókasölufélagsins á íslandi og
agents eða agenta (ef 2 eru) hér.
Menn vita það, að á Islandi er Bók-
salafélag, sem heflr nær því alla,
eða alveg alla bóksölu á hendi þar
Fyrir comulag og stefna þess félags
er þannjg, að væri það í þessu
landi, þá væri það sannkallað okur-
félag bóksala. Þær bækur og blöð,
er hingað eru send til sölu, sendir
félagið auðvitað umboðsmönnum
sínum. Bókafélagið á Islandi kostar
ofurlitlu meiru til að senda bækur
hingað, en burðargjaldi fyrir út-
sendingu á íslandi nemur, En það
getur ekki numið stórri upphæð.
Bók sem á íslandi ko3tar 1 kr, ætti
að vera hægt að selja hér á 30—35
cents. En hér er hún seld á 50c.
og stundum meira. Framfærslan er
því sem næst 100% og alt upp í 150
p, c. Það virðist sem Bóksölufélag-
ið ætti ekki að þurfa að borga um-
boðsmönnum sínum hér meira, en á
íslandi, se n eru 25%. Það má ske
gerlr það heldur ekki. En hvei nig
stendur á því að félagið selur þ»
bækurnar með öðru eins ránsverði
hór og það gerir . Er það að hafa
Vestur-Islendinga að féþúfu, eða er
það að reyna að loka þá úti frá ís
lenzkum bókmentum?- Þegar maður
pantar bók frá kunningja sínum á
íslandi, þá kemur ekki í ljós önnur
framfærsla en burðargjaldinu nem-
ur. Verðhækkunin h'ýtur því að
vera sprottin af samtökum, sem eru
á milli Bóksölufélagsins á íslandi og
umboðsmanna þess hér vestra. Það
er staðhæft að Bóksölufélagið á fs
landi hafi neitað mönnum héðan um
að gerast útsölumenn fyrir það,
vegna þess, að það hefði hér agent.
Mun heldur ekki vera dæmalaust, að
manni hér að vestau hafa verið
neitað um bók á mdti peningum hjá
bóksala á íslandi—verið vÍ3að hing-
að til agenta félagsins. Niðurstaðan
verður því þessi af líkum og kring
umstæðum, að það eru samtök á
milli félagsins og agenta þess hér,
sem veldur verðhækkuninni. Það
er merkilegtaf Bóksölufélaginu á fs-
landi að það skuli ekki leyfa frjálsa
sölu og kaup á bókum sínum hér
því það hefði miklu meiri bókaverzl-
un meðal íslendinga hér, en það
hefir raeð núverandi .fyrirkomulagi,
og þénaði meiri peninga. Þar að
auki er því til vanvirðu slfkt verzl-
unar athæfl og þetta, nú á dögum.
Umboðsmaður þess hér er velkynt-
ur maður. Hann fylgir Liberal-
flokknum og stefnu hans af alefli, en
aðalstefna þess fiokks eru frjáls og
óháð viðskifti í allrí verzlun, að
flokkurinn segir. En þessi stefna
getur ekki komið til mála, þegar
einstaklingurinn á að fara að sýna
hana I verkinu og svo fer agenti
bóksölufélagsins hér.
Rúsínugrautar Lögb.
í síðustu viku getur Lögberg
þess meðal markverðra tíðinda, að
járn- og stálgerðarmenn séu að fá
Dominionstjórnina til að hækka
▼erndartoll á járnvörum. Þeir segj-
ast geta smiðað ýmislegt í Canada,
sem smíðað er “ntanlands". Það er
stefna Conservatíva að hafa verndar-
toll fyrir innanríkis iðnað. En Lib
eralar segjast engan verndartoll
ætla að hafa, þegar þeir eru að tæla
atkv. hjá fólkinu. Þegar þeír eru
komnir að völdum, þá stela þeir
samt aðalatriðinu úr stefnuskrá Con-
servatíva til að stjórna ríkinu með
og bæta við tollana á þeirri vöru,
sem almenningur kemst ekki hjá að
kaupa. Og til þess að koma sér vel
við verksmiðjurnar auka þeir tolla
fyrir þær. — En f r j á 1 s v i ð-
skifti, er heróp þeirra. Lögberg
skinnið hefir aldrei rist djúpt í þekk-
ingu og rétthermi, og allra síst hefir
það gert það upp á síðkastið. Nú
hlakkar það til tollhækkunarinnar
hjá stjórninni. Því æpir það upp
yfir sig af fögnuði, strax og von er
um að stjórnin sé að svíkja kjósend-
ur sína. Það vonast eftir sínum skerf
af bráðinni. Nú er alt t samræmi
hjá matsuðukarlinum, ósannindi,
matarvon ok tilhlökkun.
í síðasta númeri Lögb. er ritstj.
að sjóða saman lygar um Roblin-
stjórnina, að vanda. Hann er þar að
leitast við að breiða þau ósannindi
út, að ósamkomulag sé í stjórnarráð-
inu út af vínbannsmálinu. Það er
röklaus þvættingur og róburður,
sprottinn af þeirri uppgötvun hinna
verstu manna í Liberalflokknum, að
breiða út slúður og æsingaþvaður og
skjóta því sem púðurkerlingum aft-
anundir bindindismenn, og reyna
með því móti, að æsa þá og trylla á
móti stjórninni, af því hún ætlar að
láta atkv. fólksins ráða málinu til
lykta. Síðan ætlar þessi flokkur Li-
berala að búa til villibráð úr þeim
bindindismönnum, sem hann hefir á-
hrif á, handa sér. Það er ólíklegt
að margir bindindismenn gíni við
veiðibreilum þessum. Raun gefur
vitr.i um hver niðurstaðan verður.
í öðru lagi er ritstjóra tetrið að
að fræða fólk um það, að Fowler
(liberal þingm.) hafi gert tillögu um
breytingn í hveitiflutningslaga-
frumvarpi i þinginu hér um daginn,
en dómsmálaráðgjafi Campbell hafi
farið frain á, að hún væri feld, en
ekki komist upp með það.—Þetta
sýnir hið aumasta þekkingarleysi í
alla staði. Stjórnin hefir nóg fylgi
til að koma því í gegn í þinginu, er
hún vill. Svo heflr raunin á orðið.
í þessu máli var ekki um neina til-
lögu að ræða, sem til atkvæða gat
komið. Nefnd akuryrkjumálanna
hefir frumvarp þetta til meðferðar.
Tillaga í nefndu rnáli getur því ekki
af óvitlausum manni verið borin upp
í þinginu fyrri en nefndin hefir lagt
það fram fyrir þingið. Það sanna
er, að Fowler var að tala um breyt
ingar á þessum hveitiflutningslögum
og blandaði þvf inn í önnur mál, og
vildi láta gera breyting á þeim. En
dómsmálaráðgjafinn sýndi fram á, að
um þær breytingar væri þá ekki að
ræða, en tók vel undir að koma þeim
að á nefndarfundi akuryrkjumála,
þegar þar að kæmi.—Fowler þing-
maður er ekkert einfaldari en aðrir
Liberalar eru alment yfir. Hann á
því ekki skilið að vera gerður að
flóni öðrum fremur, eins og þessi
vitlausa grein f Lögbergi er or-
sök í.
í síðasta númeri Lögbergs er
ritstjórinn að ausa óþverra “úr sér ”
á Hkringlu fyrir litla grein, sem
hún tókí tölubl. sitt 23. þ. m. frá X,
viðvíkjandi I Búason. Hkringla
skal láta hann vita í eitt skifti fyrir
öll að hún spyr hann ekkert eftir af
hverjum hún tekur greinar, né um
hvað þær hljóða. Hún veitaðhverein
asti lesandi hennar skilur það, nema
Lögb. ritstj., að skoðanir þær, sem
koma fram í ýmsu, sem hún flytur
frá öðrum, er hún ekki bundin við
sjálf. Það er líka þvaður hjá ritstj
að Ilkringla sé að koma Stúdenta-
félaginu á “kant” við Lögb.. Það
er hugleysisheilaspuni hans og ekk-
ert annað. Hkringla ætlar ekki að
eyða fleiri orðum um þetta rugl.
Greinarhöfundurinn X heflr tjáð
Hkr. að hann ætli ekki að eyða oftar
orðum við ritstj. Lögb., því hann sé
ekki annað en “ritsóði.”
Lögbergs ritstjórinn segir I síð-
asta númeri að “Roblinstjórnin hafi
látið safna fjöldamörgum undir-
skriftum undir bænarskrá um fé-
bætur til vínsölumanna ef vfnsölu-
bann komist á.” Þetta er sama teg-
und af sannleika og alt annað, sem
blaðstjórinn heflr sagt um Roblin
stjórnina að undanförnu, það er lygi
á lygi ofan. Vínsölumannafél. gekkst
fyrir að fá þessar undirskriftir með
formann verzlunarsamkundunnar f
broddi fylkingar. Kaft. Sigtr. Jón
asson er viðriðinn verzlunarsam
kunduna. Hann getur borið vitni
um það hvort Roblinstj. hefir keypt
hann eða túlkað til að skrifa urdir
þessa bænarskrá.
Full mikið sa^t,
Fullmikið sa«;t.
Lögberg 1 i 11 a sem út kom í
yikunni er leið er mikið þjáð. Það
er altekiðaf miður skemtilegri veiki,
nei pest, í eftri og neðri endan-
um rnest. Það veinar í nauðum sfn-
um af því að Ileimskringla hafl 23.
f. m. sagt að 7 aukakosningar hafl
farið fram til sambandsþingsins, og
konservativar hafi unnið 3 sæti af
þeim. O, þvílfkar nvalir, sagði
Mangi heitinn í Lækjardal!! Já,
því líkar kvalir að horfa á Lögberg
og M., nei ekki meira. Hkringla
vill rétta Lögb. líknarhönd í þessum
kringumstæðum þess. Hún skal
láta þess getið að það var í misgáti
hjá henni að 7 urðu fyrir níu. Æili
sjúklingnum létti ekki ögn pestin !!
En hitt er Hkr. reiðubúin að sanna
að konservativar unnu 3 sætin af
þessum 9. Þessi 3 sæti eru: Adding-
ton, Hastings West og Laval. Það
erlíka óbrúkandi lestur hjá lækjar
duðrinni.— Lögberg segir að hverki
Telegram né önnur blöð hafi farið
fram á að konservativar hafi náð
nema 2 sætum. Fyrst Lögb. getur
ekki stautað sig fram úr í Morning
Telegram 17. f. m. að konservativar
hafl unnið 3 sætin, þá er Hkr. fús að
ljá því mann til að lesa og þýða orðið
“three”—Von er nú þó Dagskrá
II fleipaði þessu ura daginn um
Lögb. flokkinn, nefnil. hann skamm-
aðist sfn fyrir að birta ritstj. nafnið.
En hún gat læknað það sú dálitla. —
Já, það er svona, enekki erþað gott,
en lækna má það, — þó pestin sé
hættuleg—samt er hún ekki stnitt-
andi á meðal heiðvirðra blaða —
þessi hundapest. Lögb, segir nefni-
lega frá því í fyrnefndri grein að
konservativar séu í hundunum um
alt landið. Það er alt of mikið af
bl. að segja svona,—að liberalar séu
hundarnir og konservativar séu
komnir í þá,—en blaðið er fárveikt,
í andarslitrunum af þessari h. pest.
Þau spauga ekki við þessi veikindin
á Lögbergi. — Friður sé með hinum
deyjandi sjúkling—Lögbergi!!
Neðansjávarbátur.
Það eru liðin 300 ár sfðan að
menn fóru að reyna að hugsa upp
bát, sem sigla og stýra mætti jafnt
niður undir mararbotni, sem á yfir-
borðinu. Loksins er búið að finna
upp þenna neðan og ofan sjávar
bát, svo fullkominn, að engu virð-
ist þurfa við að bæta. Sá sem fann
upp á laginu og útbúnaði þessa kaf
báts heitir John P. Holland. Hann
er Bandarfkjamaður, eins og áður
hefir verið getið um f Hkr. Aðal
gagnsemin, sem þessir bátar veita,
eru strandvamir, þegar ófrið ber að
höndum. Bandaríkin eiga nú 6 af
þessum kafförum og Bretar hafa
gert pantanir fyrir 5, sem verið er
að byggja. Sá sem lætur smfða
báta þessa, heitir Lewis Nixon, og
er eigandi skipagerðarverksmiðju
í Elizabethport í New Jersey,
Þessi neðansjávar kafför Bandaríkj-
anna heita Pike Grampus, Addan
Shark, Porpoise, Maccasin og Plun-
ger, og verða eftir lítinn tfma orðn-
ir alþektir 1 sjóflota Bandarflyanna.
Búist er við að Frakkar fái sér
nokkra af pessum bátum nú fljót
lega, og sfðan hver þjóðin og rfkið
á fætur öðru. Það er ekki vafi um
það, að þessir bátar breyta mjög
miklu í núverandi hemaðaraðferð
á sjó og höfnum. 2 af þeim geta
varið stœrstu hafnir í heimi, frá
innsiglingu stærstu herskipa og
bryndreka. Stórborgir og smábæ-
ir þurfa ekki lengur að óttast að
herskipafloti óvinanna bruni einn
góðan veðurdag inn áfirði og hafn-
ir og eyði fólki og bygðum. Þetta
játa nú sjóliðsforingjar, sem voru
alveg a móti þessum bátum fyrir
fáum mánuðum síðan, og töldu þá
að flestu gagnslausa.
Bátar þessir eru sívalir í lögun
ekki ólfkir tóbaksvindli, nema
ofan á þeim er ofur lítil lyfting lfk
og smáturn í laginu. Þar hefst
bátstjóri við. Þegar báturinn er
ofan sjávar, f>á sést lítið annað en
lyftingin. Hann getur jafnt siglt
ofan og neðan sjávar, Hann get-
ur dýft sér á 3—5 sekúndum. Hann
getur verið 15 klt. f kafi f senn.
Hann rúmar saman þéttað lffsloft
nægilegt fyrir bátshöfnina f>ann
tfma. Þegar hann leggur til sókn-
ar við herskip fer hann á yfirborð-
inu þar til hann er nær því kominn
f skotfæri við það, f>á stingur liann
sér og sé skipið kyrt, þá rennur
hann að því neðansjávar þar til
hann er kominn f færi, En sö f>að
á siglingu þá þarf hann að gæjast
ujip úr við og við til að komast í
færi. En svo kemur hann snögt
upp og stingur sér, að sagt' er að
ekkert lierskip hafi tfma til að
miða á hann skotum sínum,og enda
f>ó herskip hafi tfma til að skjóta
á hann, f>á yrði liann kominn langt
út fyrir skotpúnktinn þegar kúlan
komi. Þegar báturinn á eftir um
1500 fet að skipi {>ví sem hann ætl-
ar að eyðileggja, sendir hann stóra
sprengivél (torpedo)—frá 11 1(5
fet að lengd—, sem hlaðin er með
100 pundum af sprengiefni eða
meira, beint á herskipið. Bátur-
inn er neðansjávar meðan hann er
að þessu starfi. Hitti sprengivél-
in markið f>á er lítið meiri veigur í
sterkustu bryndrekum en í vatninu
og á augnabliki eru þeir tættir og
muldir í smælki, sem berst með
ölduhreyfingum frain og aftrá sjáf-
irborðinu. Hitti sprengivélin ekki
þá á neðansjávarbáturinn 2 efir,
þvf hann hefir ætfð 3 f einu meðsér.
Vegna afstöðu við ströndina eða
önnur skip hættir harin þá máske
atlögum í það sinn, ellegar hann
sendir aðra vélina, og hitti hún
ekki, þá sendir hann hina sei'nustu.
Hvemig sem honum gengur að
hitta herskipið, vel eða illa, þá er
honum aldrei nein hætta búin sjálf
um,
Þessir bátar eru allir gerðir úr
stáli og öðrum málmum. Þeir eru
um 17 fet á lengd, Hvarftfmi og
sjóntími er 3| sek. ef alt er eins og
það á að vera. Hreyfingamar em
alt að einu eins og höfrungar hafa,
þegar þeir era að stinga sér eða
koma úr kafi. Þegar hann er neð-
ansjávar gengur hann fyrir raf-
magni, en þegar hann marar í yfir-
borðinu gengur hann fyxir gasolin-
vél. Fyrir gufukrafti væri ómögu-
legt að láta hann ganga vegna þess
að eldsneytið tæki upp of mikið
rúm og umstjá. Auðvitað gerir
gasólinvélin tvent í senn. Hún
knýr bátinn áfram í yfirborðinu og
framleiðir rafmagn, sem geymt er
þar til hann er komin neðansjávar.
John P, Holland hefir varið
öllu starfi sínu til að finna upp
þenna neðansjávar bát. Hann
kveðsthafa fengið hugmyndinaum
þenna neðansjávar bát þegar hann
lasblaðagrein í Dublin fyrir nær
40 árjim sfðan, um sókn og vöm
þeirra Monitors og Merrimacs.
John Holland hefir ekki einasta
átt við þá örðugleika að stríða, sem
fylgja þvf að finna upp stórvirki,
heldur við þá erfiðleika, að fræg-
ustu og merkustu sjóliðsforingjar
og flotaforingjar hafa unnið af al-
efli á móti honum alt fram að þess-
um tíma.
K. Á. Benediktsson.
Séra F. J. Bergmann
hefir góðfúslega orðið við bón Mu-
tual Reserve lífsáliyrgðarfélagsins
fyrir milligöngu agents þess, Th.
Thorlaksonar, að útleggja eftir-
fylgjandi liugvekjur;og þó liann sé
ekki á vissum púnktum algerlega
samdóma í öllum greinum, þá álít-
ur hann samt þær fullkomlega þess
virði, að þær séu lesnar af yngri og
eldri með eftirtekt, því enginn veit
hver annan grefur, svo þetta félag
sem er vakandi fyrir velferð ekkna
og föðurleysingja, leyfir íér að
benda mö’nnum á, að á hinu um-
liðna ári 1901, vora teknir inn ný-
ir meðlimir upp á $(5,000,000 meira
en sfðasta ár, og af þeim litla hóp,
sem hræddur var við uppþotið sem
átti sér stað á umliðnum mán.,
hafa núflestlr kannast við fljótræði
sitt, og gengið inn í félagið aftur,
svo nemur $23,000,000.—Góð sönn
un um hag félagsins.
Th, Thoelaksson.
Hinn mikii giæpur
Að vátryggja ekki líf
sitt.
Ræða um líf-iiíbyrgð
—eftii —
KEV. T. De Witt Talmage.
Hann setji umsjónarmann yfir
landið og taki fimtung af afrakstri
landsins á þeim sjö nægtaárum.
1. Mós. 41, 34.
Þetta vora orð Jósefs forseta
fyrsta lífsábyrgðarfélagsins, er litið
hefir Ijós dagsins. Farao dreymdi
draum, sem fekk honum mikillar
áhyggju. Hann þóttist standa á
bökkum Nílárinnar og sjá, sjö kýr,
feitar og fallegar, svo gljáði á belg-
inn, komu upp úr ánni; tóku þær
að rffa f sig velsprotna grasið. Ekk
ert var nú óttalegt í þessu. En á
eftir þeim sá hann koma sjö aðrar
kýr upp úr sömu ánni; voru þær
horaðar og hungraðar, ljótustu
kýmar, sem hann hafði séð í land-
inu, og svo var hungur þeirra á-
kaft, að þær rifu f sig sjö feitu
kýrnar, sem komu á undan þeim.
Farao, konungurinn, sendieftir Jó-
sef til að leysa úr þessum dular-
fullu rúnuin náttúrunnar. Jósef
hugsaði sig ekki lengi um, en gaf
þegar til kynna, að sjö feitu kýrnar
eruppúránni komu, væru sjö ár
og þá hefðu alllrnógað eta; og að
sjö mögru kýrnar, er á eftir þeim
komu, væra sjö ár, og þá yrði ekk-
ert að eta. “Núnú“, sagði Jósef,
“tökum fimta hlutann af uppskeru
sjö góðu áranna, og geymum það
eins og forða til þeirra sjö áranna,
er engin verður uppskeran”.
Konungurinn þáði þetta happa-
ráð og gerði Jósef að forsprakka
fyrirtækisins, af þvf hann var ráð-
vandur maður og félagslyndur.
Bændurnir lögðu fram fimta hlut-
ann af tekjum sínum. I öllum
borgum og bæjum landsins vora
forðabúr. Þetta mikla egipska lífs
ábyrgðarfélag hafði miljónir dala
að höfuðstól. Eftir nokkurn tima
komu döpra dagarnir og þá hafði
þjóðin öll oltið út af úr sulti og
seyra, ef ekki hefði verið hugsað
fyrir framtíðinni með svo mikilli
forsjálni. En nú var vandinn eng-
inn annar en sá, að hvert heimili
um leið og það tók að svelta, leit-
aði 1 forðabúrið og fekk lífsábyrgð
sína útborgaða. Biblían segir frá
þessu með örfáum orðum:, “f öllu
Egiptalandi var brauð“, Eg segi
nú: Þetta var
FYRSTA LÍFSÁBYRGÐARFÉ-
LAGIÐ.
Samkvæmt guðlegri ráðstöfun
var það reynt að það hafði f sér
fólgna “ráðstöfun fyrir öllu lffinu,“
‘ráðstöfun fyrir föstum tekjum“, og
allskonar aðrar góðar ráðstafanir.
Oss er sagt, að séra Anhale, dokt-
or í Lincolnshire á Englandi, hafi
komið á fyrsta' lífsábyrgðarfélaginu
1698. Nei, það er jafngamalt korn
skemmunum á Egiftalandi og guð
var sjálfur upphaf þess og fram-
kvæmdastjóri. Ef það hefði ekki
verið, vœri eg ekki að eyða tíma
yðar og tíma mínum núna sjálfan
sunnudaginn til að tala um þetta.
f minum huga er efnið einkar áríð-
andi, það er trúarlegs eðlis og hef-
ir óendanlega þýðingu. Það er sið-
fræði lífs og elds ábyrgðarinnar.
Það er vissulega tfmi til að tala um
það frá prédikunarstólnum. En
HVAÐ SEGIR BIBLÍAN UM
ÞETTA EFNI?
Ef biblían er með þessari stofn-
un, þá er ég það líka. Ef biblían
vill ekki hafa það, ]>á vil ég ekki
hafa það heldur. Fyrir utan til-
lögu Jósefs í textanum, vil ég
benda yður á liking Páls. Hér er
maður, sem (fyrir hirðuleysi fær
ekki séð fyrir fólki sínu meðan
hann lifir, auk heldur, þegar hann
er dauður. Hér er annar maður, er
hefir skömm á biblíunni og fyrirlít-
ur guð. Hver þeirra er lakari? Þú
segir sá síðari. Páll segir sá fyrri.
Páll segir, að sá maður, er hirðu-
laus séum að sjá fyrirheimili sínu,
sé fyrirlitlegri en sá, er hafnar ritn-
ingunni, sá er eigi hugsar um sitt
eigið og einkum eigið heimili sitt,
er verri en heiðingi.
Lífsábyrgðarfélöain hjálpa
flestum af oss til að sjá konu
og börnum borgið, þegar vér
erum farnir,
en ef vér höfum peninga til að
borga fyrir lífsábyrgð, en útvegum
oss hana ekki, höfum vér engan
rétt til að vænta líknar hjá drotni f
dóminum. Vér eram þá verri en
Tómas Paine, verri en Valtaire, og
verri lieldur en Sliaftesbury B.iblí-
an segir það sjálf: . Vér emm verri
en heiðingjar. Þegar dánarvott-
orðið hefir verið útgefið, þegar
þrjátíu eða sextfu dagar eru liðnir,
þegar erindreki lífsábyrgðarfélags-
ins kemur inn á sorgarheimilið og
borgar f glerhörðum peningum þá
uppliæð, er lífsábyrgðarskjalið
hljóðar upp á, þá innir hann af
kendi kristilegt kærleiksverk sam-
kvæmt orðum Jakobs postula:
Hrein og óflekkuð guðsdýrkun fyr-
ir guði og föður er sú, að vitja föð-
urleysingja og ekkna í þrenging
þeirra, og svo framvegis.
Þegar menn hugsa um dauða
sinn, hugsa þeir oft um hann að
eins í sambandi við velferð sálar
sinnar, en ekki um þær hörmungar,
er yfir heimilið dynja, þegar þeir
flytja þaðan út. Það er ekkert
annað en auðvirðileg sjálfselska hjá
þér, er kemur þér til að hugsa svo
mikið um þann liiminn, er þú ætl-
ar til, að þú gleymir, hvað verða
verða muni um konu og börn þegar
þú ert farinn frá þeim. Þú getur
yfirgefið heiminn án þess að skilja
þeim eftireinn einastadal, og samt
sem áður dáið sæll, ef þér var um
megn aðsjá fyrir þeim. Þú veizt
þá, að þau eru óhult f hendi drott-
ins, sem á allar uppskerur og allar
hjarðir og hópa; en ef þú ert fær
um að borga fyrir lffsábyrgð og
vanrækir að gjöra það,
ÞÁ ER ÞAÐ FYRIRLITLEGT
FYRIR ÞIG AÐ FARA TIL
HIMINS. EN LÁTA ÞAU FARA
Á SVEITTNA.
Þegar þú deyrð, flytur þú inn
í höll, sem veit að fögrum fljóts-
bakka, en þau flytja inn í tvö her-
bergi á fjórða lofti f leigubúsi, er
veit aftur í augstrætið. Þegar skín
í olnboga þeirra og knén, verður
þeim lftill hiti að hugsuninni um
hvítu skikkjuna þfna á himni.
Presturinn getur flutt ágæta ræðu
yfir þér látnum og fjórraddaði
söngflokkurinn getur sungið eins
og fjórir englar á organsvölunum, en
BURTFÖR ÞÍN VERÐUR
FJÁRGLÆFRAFÖR.
Þú hafðir ráð á að sjá fyrir
vellíðan lieimilis þíns áður en þú
yfirgafst það, en þú varst nógu
vondur maður til að vanrækja það.
“Ó!” segja sumir, “ég hefi
meiri trú en þú; ég trúi þvf, að
þegar ég yfirgef heim þennaj muni
drottiiyi sjá um ástmenn mína.”
Já, hann mun sjá um þína. Farðu
yfir Blnc/cwell’s-eyjuna, gáttu
gegn um öll fátækraheimilin á land-
inu, og ég skal sýna þér um leið,
hvernig guð sér oft fyrir vanhirt-
um börnum hirðulausra foreldra.
Hann sér fyrir þeim með því að
láta þau njóta góðs af opinberum
líknargjöfum mannanna. Að þvf
er sjálfan mig snertir, vildi ég
heldur að guð sæi fyrir mínum á
vanalegu heimili með því að blessa
eigin iðni mína og sameiginlega
trúmensku föður og móður. “En”,
lætur nú eínhver sér að orði verða,
“ég ætla mér 4 næstu tíu eða tutt-
ugu árunnm
AÐ AFLA MER MIKILLAR
AUDLEGÐAR
og svo vonast ég eftir, að skilja
fólk mitt eftir í góðum efnum,
þegar ég fer úr heiminum.” Hvem-
ig veizt þú, að þú munir lifa tíu
til tuttugu ár? Ef ég gæti horft
upp eftir stræti ókomria tímans,
mundi ég sjá lungnabólgu og lifr-
arveiki og tæring og járnbrautar-
slys og fælna hesta og brotnar brýr
og hátíðlegar jarðarfarir. Ertu
svo viss um, að þú getir lifað tíu
til tuttugu ár, að þú getir ábyrgst
heimiiisfólki þínu nokkuð til lífs-
viðurhalds, þegar þú ert farinn frá
þeim? Auk þess deyja lang.flestir
menn í fátækt.