Heimskringla - 03.04.1902, Side 3

Heimskringla - 03.04.1902, Side 3
HEIM8KRINGLA 3. APRÍL 1902. Minneota Minn. 14. marz 1902. Úr bréfl til ritstj, Heimskringla. Endur og sinnum vill það til, að menn f& að heyra sannleikann ír& Filipps-eyjunum í bréfum frá einstöku hermönnum til vina sinna hér, og frá hjálparnefnd Eyjar- skeggja í Hong Kong. Eyrir fáum dögum kom eitt af þessum bréfum frá Hong Kong og var prentað í blaðinu Public, Chicago. Bréflðer frá Mr. G. Apacible til Mr. Samuel Danziglin t Chicago. Bréf þetta er of langt mál til að byrtast í eins smáu blaði og Heimskringlu, enda er lýsingm svo viðbjóðsleg, að hvern mann hlýtur að hrylla við að slíkar svívirðingar skuli vera framdar í nafni hins vold- ugasta lýðveldis hins mentaða heims og í skjóli hins stranga fána sem um allan heim heflr talað huliðs máli frelsis og jafnréttis og verið lúður sfjórna allra þjóða er stunið hafa undir harðstjórn og kögun böðla mannkynsins. Ég er sannfærður um að mikill meiri hluti þjóðarinnar mundi fordæma aðfarirnar í þessum •ólánsömu eyjum ef hægt væri að vita sannleikann. En hvernig get- ur alþýða fengið að vita hið rétta? Mér sýnist það ómögulegt meðan aldarandinn breytist ekki. Stór blöð þessa lands eru að mestu leyti «ign auðvaldsins; ritstjórar þeirra eru ráðnir til að bera á borð fyrir alþýðu ekki það sem þeir vita að er satt og rétt, heldur það sem auðkíflngar og einokendur állta að sé þeim hentug- ast og svo koma miður vandaðir þjóðmálaskúmar fram á leiksviðið, þeir eru að vinna fyrir sérstökum hlunnindum og pólitiskum snöpum; þeir tala fyrir lýðnum, ekki um það sem kann að vera sannfæring þeirra heldur um það er hjálpar þcirra flokk til valda svo þeir geti náð í ein- hver sérstök hlunnindi og sogið al- þýðu óáreittir. Já, og syo koma prestarnir, ég meina stóru prestana (þá litlu og fátækn er ekki um að tala) en þessir snuddar sem leigja sig til að halda ræður fyrir allar mögulegar einokanir, alt frá lífsá- byrgðar-einokun til ‘Standard’ olíu- einveldisins. Þegar maður lítur yfir öll þau öfl er konung8Ínnar brúka til að kasta ryki í augun á alþýðu og hylja fyrir henni sannleikann, þá getur maður ekki hjálpað því að bera kvíðboga fyrir framtíð þessa kæra lýðveldis. Hver mundi hafa trúað þvi fyrir nokkrum árum, að það yrði fyrirboðið að lesa frelsis skrána á 4. júif þar sem Bandaríkin hafa vald? En nú er þetta á daginn komið. Eftir hraðskeytum frá Man- ila til hermálaráðgjafans í Washing- ton er meðal annars segja: Æðsti valdsmaður Bandaríkjanna á Filipps eyjunum hefur fyrirboðið að lesa frelsisskrána á hátíðahöldum næsta 4. Júlí, þvf, segir hann, andi hennar er líklegur að stæla eyjarskeggja f þeirri trú að meint sé til þeirra, þar sem segir: “Að vér höfum þá trú, að allir menn séu skapaðir jafnir... og að allar réttlátar stjórnir grund vallist á valdi og vilja þeirra sem stjórnað er”. Og hermálaráðgjaflnn og stjórn- in segja já og amen. Og svo er önnur frétt frá Sulu- eyjunum er hlýtur að lita vanga þjóðarinnar með bligðunarroða. Sol- dáninn á Sulu eyjunum biður að senda nokkra blóðhunda frá Banda- ríkjunum til að elta með, stroku- þræla og ambáttir. Flestir munu hafa heyrt þess getið að þetta hunda- kyn var í fmiklu uppáhaldi I Suður- ríkjunum á meðan þrælasala átti sér stað, og eru að vísu brúkaðir þar enn til að elta með menn er alþýða vill ná; en samt mun verðmæti þessara grimmn hunda hafa fallið mikið sfð- an þrælahald var afnumið f heima- ríkinu. En nú er fenginn markað- ur fyrir þessi óarga dýr. Konungssinnar hafa verir gleið- ir yfir því, að vér þyrftum eyjanna með til þess að ná í verzlun þeirra. Vér höftim líka selt þeim ósköpin öil af áfengum drykkjum, spilum og nú upp á síðkastið heflr opnast þar markaður fyrir blóðhunda Já mikil er mannúð vorra daga. Auð- vitað kostar þessi verzlun þjóðina um $200 millionir á ári og nokkra unga menn, en hvað gerir það til, það er ekki vanalegt að þeir sem hata hag af stríðum og blóðsúthellingum berjist sjálfir. Joseph Chamberlain og Mark Hanna sitja heima. And- vörp og tár mæðra og elskenda eru metip eftír áburðargildi þeirra, ef upp af þeim grær gull er fyllir þeirra síhungruðu pyngju. Hvað er þá að fást um kostnaðinn? Þjóðin borgar það. Já, án efa er það satt þjóðin borgar alt á endanum. Róm- verska þjóðin borgaði fyrir syndir og yfirgang stjórnenda sinna, eins mun fara fyrir oss, en það mun verða um seinan. Auðvitað munum vér styrkjast í þeirri trú, að ávöxtur syndarínnar sé dauðinn. En það yerður dýr reynzla. Alt of dýr. G. A. Dalman. TINASTÓLL, ALTA., 15. Marz 1902 (Frá fréttaritara Hkr.) Héðan er að frétta indæla veðráttu, það sem liðið er af vetrin- um, og mun óhætt að fullyrða að hér hafl ekki komið því líkur vetur um næstliðin 10 til 12 ár, eðr jafn- vel lengur; tíðin heflr verið að öllu leyti eins, frostlítil, stilt og snjólítil; að eins lítinn tfma í Febrúar sleða- færi; Framan af þessum mánuði blíðviðri og hlákur, svo snjór er að miklu leyti horflnn; nú aftur kald- ara nokkra daga með talsverðu frosti en snjófall ekkert. Skepnuhöld og heybyrgðir í beztalagi, og heil- brigði og vellíðan yflr hið almenna. LANQ BEZTA ER, *************************** * * * * * * * * t * * # # # # # ************************** Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. Talsverð skógarvinna heflr verið hér í vetur, og hafa margir bændur látið saga mörg þúsund fet af borðvið, og er þó mikið ósagað enn. Nú heflr verið unnið af fjölda manna um langan tíma að brúargerð á Red Deer ána, og tvær brýr eiga að byggjast á Medicine-ána, en ekki eru þau brúar- stæði fastákveðin enn. Innflutningur er stöðugur uú um tíma, og eru lönd hér tekin og keypt nærri daglega; innflytjendur þessir munu flestir frá Nebraska og Suður-Dakota. — Svo eru menn þessir gráðugir í lönd, að ekki er dæmalaust að þeir fari inn á land- skrifstofuna og taki þau, án þess að líta á þau áður. 24. Marz 1902. Aftur er komið sama blibviðri, sem var fyrir skemstu, kyrrviðri og sólskyn um daga með vægum næturfrostum. Kvefveiki er hér nú, á sumum heimilum mikil. — Hingað er nýfluttur frá Calgary, Mr. H. E. Reykdal ásamt konu og börnum. Hann hefir unnið yfir lengri tfma á aktygija-verkstæði í Calgary, en heflr nú tekið land uálægt Tinda- stóll P. O., og ætlar nú að fara , að byggja á því. Vér óskum Mr. Reyk- dal hamingju og góðs gengis á þess- um nýju stöðvum hans. OLISIMONSON MÆLIR UKS 8ÍNU NÝJA UiMYian Hotel. Fæði $1.00 á dag, 718 Hain Sftr Fyrir minna verð en hægt er ad fá nokkurstaðar annar- staðar, tekur undirritaður að sér út búnáð eiijnarbréfa (Deeds), veðsknlda- bréfa (.tfortfcages) og alskonar samn- inga (Agreements), og ábyrgist laga- legt gildi þeirra fyrir dómstólum f J/an- itoba. «. K. OI.SON. Provincial Conveyancer. Gimli I/an. Þeir eru aðlaðandi. Ódýrust föt eftir máli selur._ S. SWANSON, Tailor. 51» Maryland 8t. WINNIPEG. Ég legg áherzlu á*að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði f útliti og að gæðum, GÓMÖŒTIR ‘ CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt f stór- eðíi'smákaupum, f skrautkössum. Munið að sérliver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takið einu kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, W. J. ItOYD. 370 og 579 Main Str. Bústaður séra Bjama Þórarins- sonar er nú nr. 5JÍ7 Yong Street. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vin og vindlar. Lennon & Hel>b, Eieendur. Dr. Ólafur Stepliensen Ross Ave 563 ætíð heima frá kl. 1|—3-$ e. m. og 6—e. m. Telephone 346. MacíODali, Haaari & Wiitla. Lögfræðingar og fleira. Skrifstofur í Canada Permanent Block HUGH J. MACDONALD K.C. ALEX. HAGGARD K.C. H. W. WHITLA. —Tli Jolinaon kennir fíólínspli og dans. #14 Alexander Ave. Winnipe^- 8onner& Hartley Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 fflain St, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. TIL, allra pdra kaupmanna. Nafnfrægu “ 'X'* T - - ” viudlarnir g eru seldir alstaðar þar sem eftirspurn er eftir góðum vindlum. “Fær þú þinn skerf ,af þeim ? ” “ Þessi góði smekkur er Havana ” WESTERN CIGAR FACTORY TIiom. Lee, eigandi. "WINinPEG. flANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan i Manitoba er nú............................... 250,000 Tala bænda í Manítoba er................................. 85,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bashels............. 7,201,519 ‘r " “ 1894 “ “ 17,172.888 “ •* “ 1899 “ “ 27,922,280 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar..................... 102,700 N autgripir............... 280.075 Sauðfé..................... 35,000 Svin....................... 70.000 Afurðir af kúabúum í Macitoba 1899 voru................... #470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var..... $1,402,800 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af aukntm afurðum lanasins. af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vs s- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings. t síðastliðin 20 ár befir ræktað land aukist úr ekrum........... 50 000 Upp i ekrur......................................................2,500 000 og þó ersíðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflvténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir /rískólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn, sem aldrei bregðast. í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionlr ekrur af landi i fflanitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sðlu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North Trestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tiJ HON. R. P RÖBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Jonepli H. MkaptaMon, innfiutninga og landnáms umboðsmaður. THE HECLA eru beztu, ódýrustu ogeyðsluminstu hitunarvélar sem gerðar eru þ» gefa mestan hita með minstum eldivið. Eru bygðar til að endast og vandalaust að fara með þær. Fóðursuðu-katlar fvrir bændur gerðir úr bezta járni eða stáli, ein- mitt það sem þér þarfnist. Biðjið árnvörusala yðar um þá, peir selj allir vörur vorar. CLARE BRO’S & Co. PRESTON, ONT. Winnipe^ Box 1406. Sk 28 Mr. Potter frá Texas úr landinu streymdi inntil. Fjöldi hermanna var að búa þar undir vörnina næsta dag og flytja þangað vopn og skotfæri. Þar að auki söfnaðist nú allra handa óþjóða lýður inn i borg- ina, tilað breinsa alt sem i veiði bæri !næsta dag. En þegar skarkalinn frá virkjunum er slept, þá hvíldi ró og kyrð yfir borginni, og gerir hana enn þá ógnþrungnari i næturmyrkrinu, en ella. Það höfðu jafnvel verið slökt varðljósin og hafna- ljósin af liði Arabi Pasha. Þessí kyrð og ljósa- leysi höfðu þung áhrif á Errol, þar sem bann stendur nær bvi ráðalaus yfir því i hvaða átt hann eigi að stefna. En eftir fáeinar sekúndur dregur hann andapn djúpt og þungt og heldur af stað. Alt i einu hrekkur Annerley við og fellur i fangið á Errol. Martina rak upp angistarhljóð, og var næstum liðið yfir hana i örmunum á Os- man Ali, er nísti snman tönnunum og tautaði formælingar i hálfum hljóðum, en Errol segir látt við sjálfan sig: “Guð í himninunt! Hvað gengur á!” Frá höfninni heyrðist voðaorg, eins og þús- und djöflar öskruðu þar í einu. Varþað angistaróp hinna hálfviltu mannræfla, sem þar voru saman komnir, og var sem dauðastuna lægi i hverju orgi út af fyrir sig. Errol leit til hafnarinnar og sá geysistórt rannsóknarljós ljómaði upp mikinn hluta af henni, og kom það frá brezku herskip- unum, sem láu fram á höfninni. Þegar þessi skyndilega og skæra birta féll yfir óaldarlýðinn kringum höfnina. sem aldrei hafði séð upplýsing- ar svona gerðar af mannahöndam, heldu þeír Mr. Potter frá Tex&a 29 þetta væri einhver ógnarlega bráðdrepandi morð vél, gerð úr eldí og sprengiefni Þeir hlupu eins og fætur toguðu, með hendurnar fyrir augunum, af stað. og grenjuðu svo ofboðslega, að loftið skalf og HÖtraði fyrir óhljóðum þeirra. Ástralíuhúinn skildi þetta náttúrlega fi auga bragði, og skellihló, og sagði við Osman með þýðu viðmóti, eins og engil-saxneskum mönnum er lagið: “Ef þjóðfiukkur þinn flýr fyrir þessari lýsingu í nótt, santi Jóhannes, hvað ætli verði úr þeirn fyrir ensku stórskotabyssunum á morg- un!” Þetta var samt óheppilega gert af Errol, að t&la svona, því það jók reiði og hatur Osmans, þó hann léti ekki bera á því. Áður hafði hanp skoðað hann sem hvern annan JBreta, en nú hat- aði hann Errol persónulega, Austurlandamenn hata alt sem viðkemur Bretum, nema aðeins eitt —og það eru peningarnir þeirra. Og þó Bretar geti aldrei skilið þetta eða trúað þvi, þá reyna þeir það, þegar þrælmennum þessum gefst tæki- færi að láta þá sjáifa. konur þeirra og börn fljóta í einu blóðbaði. þetta sanna hinar óteljandi grafir þeirra, sem myrtir hafa verið, og finna má í Afriku, Sínlandi og Indíalöndum, og sorgar- kvein á meðal ættmanna hinna myrtu í heima- landinu—Englandi, sem heyra má þvi nær alla daga og allar nætur, úti sem inni. Osman tók ómjúkt á mærinni og hristi hana til að standa á fætur aftúr, með hinni hrottaleg- ustu aðferð, en gætti þó að öllu, sem hann hafði ásett sór að gera, og mælti: “Sahib, asnarnir 32 Mr. Potter frá Texas fögnuði: “Þ aðverðurmakalaus d&g urí Alexandríuámorgu n!” Þannig bröltu þessir fjórmenningar eftir hin um mjóu og þröngu gðtum, sem eru svo algeng- ar i Austurlöndum. Sumstaðar hölluðust kof- arnir svo fram í strætin,, að þeir námu næstum saman yfir höfðum þeirra. er þau gengu eftir strætunum, og um hádaginn komst sólarljósið alls ekki inn i sumar þessar kytrur. Þeir Errol og Osman voru einatt að reka fæturna í ýmis- legt rusl og hálfdauða hunda og ketti, sem höfðu leitað sér þarna náttstaðar. En út yfir alt tók fýlan og ólyktin, sem var á þessari leið, því ó- víða finnast jafn óþrifalegar borgir eins og í Egvptalandi; og er hin egypzka pest ljós vottur um óhreinlæti þar í hæjum ’ogborgum. Loks komst fólk þetta í breitt og yfirferðar betra stræti, en það það sera hafði farið eftir, og mættu því strax fáeinir flækingar, sem Os- man þekti mæta vel. Og i staðinn fyrir að veita þeim áheyrn.barði hann þá og sparkaði frá sér.I þessari þvðgu var arabiskur drengur, sem æpti hástöfum yfir einhverju voðatjóni og skaða að austurlenzkri venju.sem hann hefði orðið fyrir, En strax og hann sá asnana, hætti hann og sperti upp augu og eyru og blíndi á þá. Föru neytið stanzaði fyrir framan kaffihúsið Sphinx. Og þó það héldi að enginn væri að veita séreftir- tekt, þá veitti þessi drengur því og ösnunum hin ar nánustu gætur úr skugganum. Einmitt með þessum dreng bætist undraverð persóna inn í söguna. Kaffihúsið Sphinx snýr að Mosque Ibrahim- Mr. Potter frá Texas 25 b&gga. ásamt öllu sem þið hafið dýrmætt hér". "Ogláta þig bera það, eins og þú hefir rnikið ad bera—öll vopnin. Nei, við verðum að kom- • ast af án þess!” “Þessai kringumstæður okkar Jgeta varað ( nokkra daga, svo þið verðið að gera þetta. Þar að auki er alt tapað sem hér er skiliðeftir, því eftir fáa tíma stendur ekki steinn yfir steini i þessuhóteli, -það verður eyðilagt til grunna!” “Þá verður Martina að bera dótið”. “Jæja þá, ég þarf að hafa vopnin mín til taks, ef eitthvað hættulegt mætir okkur. Gerðu svo vel.og gerðu eins og óg bið”, hvíslaði Errol. “En hvað þú ert umhyggjusamur um mig”, svaraði lafði Annerley í blíðum málróm, og kall- • aði á þjónustumey sina, og hljálpnðust þær að í sameiningu að tína saman það nauðsynlegasta, sem þær þurftu að hafa með sér, og kjörgripi þá, sem Sarah þótti vænt um, Á meðan þær gerðu þetta, voru þeir Errol og Osman Pasha að tala saman um hvernig þeir gætu koiMst óhultir á stað burtu úr höllinni. “Þá er óg tilbúin að fara”, sagði lafði Ann- erley um leið og hún gekk út úr stofunni og leit með kvíða útí ganginn, er lá í gegnum hótelið. “Eftir eina sekúndu legejum við á stað”, tók Errol undir, um leið og hann tók skammbyssuna i hönd sér. “Ó, biðum ekki eitt augnablik lengur. Við skulum ekki gera það!” Siðustu orðin hrópaði Martina upp yfir sig í mesta ofboði um leið og ljósið dó á kindlinum. svo svarta myrkur varð i

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.