Heimskringla - 17.04.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.04.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 17. APRÍL 1902. HeiiskriDgla. POBM8HBD BY The Heimskringla News 4 Pablishing Go. Verð blaðsins f Canada og Bandar. $1.50 um á.rið (fyrir fram borgað). Sent til fslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. Ii. Baldwinson, Kditor & Manager. Office : 219 McDermot Street. P.O. BOX 1*H3. ' Friðarhorfurnar. Bliiðin bera með sér að stjórn- m&lam’innum og herforingjum Bú- anna hafi komið saman um að enda stríðið við Breta og að þiggja þau sáttauoö, sem þeir vita að Bretar eru fúsir að veita þeim. Þetta stríð er níi höið að standa hvlldarlaust yfir í 2| ár. Mannfall hefir orðið mikíð á báðar hliðar og eignatjón ógurlegt, einkum fyrir Breta, sem hafa orðið að sækja ófrið þenna í mörg þfisund mílna íjarlægð. Aftur haf BCiar orð- ið fyrir afar eignatjóni í húsum og löndum, sem verið hafa undirorpin blysum og brennum Bretahersins, alt frá því er stríðið hófst fram á þenna drg, Það er því ekki ólfklegt að Búar séu fyrir löngu orðnir leiðir á þessu þófi og láti sér umhugað að sætt gæti komist á, sem þó sé þeim ekki til vansæmdar f augum lieims'- þjóðanna eða sjálfra afkomenda þeirra. Eins er það víst að Bretar kjósa nC; fremur frið en stríð við þessa hugrökku og harðsnúnu smá- þióð. Þegar friðarboðið kemur frá Búum, þótt Bretar annars mundu halda áfram að berjast án afláts þar til sigur væri fenginn. Þetta er Bú- um fullljóst, þeir vita það vel að þeir hafa ekki bolmagn móti Bret- um, og að þeir hafa haldið uppi vörn inni eins lengi og þeir hafa gert er ekki af því að þeir hafi vonað að sigra, heldur það tvent að gera Bretum sigur sinn sem allra dýr- keyptastan, og einnig í von um að Evrópu þjóðir, eða eitthvað af þeim, og Bandaríkin mundu hlutast svo til um mál sfn við Breta stjórn, að frið- arkostir, þegar að þeim kæmi, mættu verða þeim sem geðfeldastir, helzt að þeir fenglu að halda áfram sjálf- stjórn smni í Suður-Afríku. Nú hafa þeir Schalkburger. Ritz, Lucas Mey er, Jacobs,, Botha, Steyn, Delary og De Wet, allir áttu fund með sér í Klerksdrop og þar ræddu þeir mál sín ítarlega. Þessir forkólfar Búauna eru allra manna kunnugastir öllum sínum efnum og ástæðum, þeir sam- eiginlega vita upp á hár hve marga menn þeir hafa til hernaðar og hve mikið feninga afl þeir hafa. Þeim er kunnugt um það hverrar hjálpar þeir mega vænta og hvaðan, og þeir geta eflaust sagt nákvæmlega hve marga mánuði þeim er mögulegt að halda nppi vörn sinni og hvern enda stríð þetta muni hafa ef þeir semji strax um frið, og hverjar afleiðing- ar verða af því ef þeir halda áfram þar til lið þeirra alt er fallið eða horfið í kvíar Breta. Alt þetta er þeim nákunnugt, og þess vegna má vænta þess að þeir taki þær einar ályktanir, sem þeir vita sér og þjóð sinni fyrir beztu og til mestra fram tíðarheilla. Þess er getýð til að mönnum þessutn hafi komið saman um að þiggja þá friðarkosti, sem Bretar hafa gert þeim. Enn þá er ekkert opinberlega kunnugt um árangurinn af fundi Búaforingjanna annað en það, að að honum loknum voru þeir allir fluttir til Pretoria á fund Kitcheners, og samtímis var fundur haldinn í ráðaneyti Breta í Lundúnum og síðan hélt Chamer- lain prívat fund með Edward kon- ungi í íullar tvær klukkustundir á laugardaginn var. Alt þetta bendir til þess að virkilegt vopnahlé sé í vændum og að Búar hafi komið sér saman um ákveðna stefnu, sem Bret- ar geti hafnað eða þegið, eftir því sem þeir álita bezt. Það er á allra vitund að Edward konungi er um- hugað að triður sé samind ef mögu- legt er áður en krýningarhátíð hans fer fram, 26. Júní. Og það er als ekki óhugsandi að Bretar geri Búum betri kosti nú, til þess að geta látið að vilja konungs, en þeir mundu gera síðar, ef friður kæmist ekki á fyrir krýningarhátíðina. Það er víst óhætt að fullyrða að hvorugur máls- partur vinnur neitt við það að halda óeirðum lengur áfram. Það er sagt að Búar séu fúsir til þess að ganga inn í brezka sambandið með þeim skilmálum að þeir fái að halda sjálf- stjórn í Suður-Atríku undir svipuðu stjórnarfyrirkomulagi og er í Banda ríkjunum. En ekkert er þó enn þá víst í þessu efni, og ekkert hefir Brezka stjórnin gert uppskátt um þessi mál. Það eitt vita menn með vissu, að Búar hafa haldið sinn for- ingjafund og gert Bretum kunnugt um þá niðurstöðu, sem þeir hafa komizt að. Einnig að brezka stjórn in með konungi er að athuga þá friðarkosti, sem Búar eru fúsir að gauga að. En hvert saman gengur með þessum málspörtum eða ekki, það er ráðgáta, sem enn þá er ekki á almennings vitund. Stríðið held- ur áfram uppihaldslaust þrátt fyrir allar friðar tilraunir, þangað til búið er svo að semja um sættir að báðir málspartar leggja niður vopnin í einu, og binda á þann hátt enda á það kostnaðarsamasta stríð, sem Bretar hafa átt í á síðastl. 100 árum. Bacon-Shakespeare þrœtan. Einhver markverðasta bókmenta- leg uppgötvun, sem gerð heflr verið í langa tíð, er sú, að Lord Bacon sé sá sanni höfundur allra hinna svo nefndu Skakespeare-rita. Orð hefir að vísu leikið á því að Skakespeare hafi ekki verið höfundur rita þeirra, sem við hann eru kend. En sann- anir fyrir þeirri staðhæfing hafa ekki verið svo sterkar eða sannfær- andi, að almenningur hafl haft á- stæðu til að taka þær til greina. En nú hefir frú Elizabeth W. Gallup, í Detroit i Michigan, komið fram á ritvöll ameriskra bókmenta með þá staðhæfingu að hún hafl ráðið þessa gátu til blýtar og sé nú við þvi búin að sanna að Bacon lávarður hafl ver- ið höfundur, ekki að eins allra rita Shakespears, heldur einnig höfundur ýmsra rita, sem kend hafa verið við aðra menn. Sannanir fyrir þessu kveðst hún hafa fundið í rítum Bacons, bæði þeim, sem við hann eru kend, og einnig í ritum þeim, sem kend eru við Skakeapear og aðra höfunda. Saga frú Gallup er á þessa leið: Hún var í samvinnu með Dr. O. W. Owen að yfirfara rit Bacons, til þess að finna þar hulda sögu sem Dr. Owen áleit falda f ritum hans. Dokt- orinn hafði fundið f ritum þessum, það sem hann kallar “Bi literal Cipher”, sem vér nefnum tví-læsi- Iegan ritlvkil, Samkvæmt tilsögn Bacons í riti hans “Dc Augmentis Scientiarum” um leyniskrift, sem hann kveðst hafa fundið upp. Dr. Owen áleit að með þessum ritlykli mætti flnna í ritum Bacons eitthvað meira en það, sem f fljótu bragði kemur í Ijós við lesning þeirra, og hann setti frú Gallup til þess að at- huga þetta og reyna að komast að því sanna í þessu efni. Þesai ritlykill er í því innifal- inn að rit þau, sem um er að ræða, voru upphaflega prentuð með tvens- konar leturtegundum, en sem voru svo líkar að það þurfti hina mestu aðgæzlu og nákvæmni til þess að að- greina þær. Lykill sá, sem Dr. Owen kveðst hafa fundið í bókum þeim, er hann telur Bacon hafa ritað og sem hann notar til að lesa með hina huldu leyndardóma f ritunum, er á þessa lelð: aaaaa A, aaaa =B, aaa C, aaabb D, aabaa E, aabab F, aabba=G, aabbb= H, abaaa= I, abaab K, ababa L, ababb M, abbaa=N, abbab = 0, aaabba P, abbbb Q, baaaa R, baaab S, baa ba T, baabb=V, babaa W, babab - X, babba Y, babbb Z. Eftir þessum lykli er það Ijóst að fyrstu 2 stafir stafrofsins. a og b að eins eru notaðir. Hinar ýmsu samsetningar þeirra, með 5 f hverju kerfi, mynda ftillkomið stafrof og að samkæmt þessu stafrofi má lesa úr ritum Bac- ons leynisögur þær sem frú Gallup hefir fundið þar. Frú Gallup heflr geflð út allstóra bók nm f>essa upp- götvun sína, og færir þar ýtarleg rök að öllu sem hún staðhæflr. I bók þessari birtír hún heila kafla úr ritum Bacons þar sem hann skýrir, með þessu leyniletri, frá frá því að hann sé sonur Elisabetar Breta drotningar, á þessa leið: “Drotning Elisabet, hinn látni ríkisstjóri, giftist leynilega, lávarð- inum föður mínum, f “London turn- inum”, og síðar í húsi lávarðar P— var þessi athöfn endurnýjuð, en ekki með þeim fagnaðarláttim og viðhöfn, sem vel hefði átt við konunglega giftingu, en samt f viðurvist nægra votta. Eg þess vegna sem fyrsti sonur þessarar einingar, ætti að sitja í ríkishásætinu og stjórna þjóð þeirri sem ég er rétt fæddur til að stjórna.” o. s. frv. Næst kvartar Bacon yfir því að Robert Cecil í þjónustu Elisa- betar droteingar, hafl haft svo mikil áhrif á móður sína að hún hafi ekki sýnt sér það athygli, sem hún hefði átt að gera. Aftur í King Lear leikritlnu hefir frú Gallup fundið harmagrát Bacons yfir því að yngir bróðir sinn, lávarður af Essex, skuli hafa verið líflátinn að tilhlutun Elisabetar móð ur þeirra, og svo er að sjá sem faðir þeirra, lávarðurinn yfir Leighster hertogadæminu, hafi ekki skift sér af sonum sínum. Nafnið Bacon segist hann hafa fengið af því að drotning in móðir sín hafi látið koma sér ný- fæddum til hjóna sem báru það nafn. í ritinu ‘ “Masques” sem kent er við Ben Johnson, en sem Frú Gallup segir Bacon hafi ritað, hefir hún fundið þessa setningu, með hjálp þessa tvílæsilega ritlykils- “Næsta bók kemur út undir nafni W. Shakespears, og sumar bækur, sem þegar hafa verið prentaðar, hafa borið hans nafn þó þær séu allar mitt verk. Ég hef látið nafn hans standa á mörgum bókum, sem ég álft eins góðar. Þegar ég hef tekið nöfn manna á bækur minar þá hef ég fylgt þeirri reglu að láta þær bera þann rithátt, sem hverjum þeirra er eiginlegur, en láta samt allar bera þess merki að hægt sé að sjá og á- kveða að þær séu allar mitt verk.” Margir hafa ritað móti frú Gallup um þessa uppgötvun hennar, og kveða það vera draumóra er hún segir. En hvort sem svo er eða ekki, þá heflr hún að minsta kosti vakið bókmentaheiminn til umhugsunar um málið og getur það leitt til fbekari rannsókna í þessa átt. Verði það þá síðar sannað að hún hafi rétt fyrir sér, þá verður það og viðurkent að hún hafi gert þá markverðustu upp götvun í heimi bókmentanna, sem gerð hefir verið á síðustu öld. íslenzkt þjóðerni. FRAMTÍÐAIÍHORFUR ÍSLANDS, Niðurl. Þegar fsl. gera enga tilraun til að bæta hag sinn í þessum auðveldu og kostnaðarlitlu greinum, þá er ekki að búast við framförum í hinum stærri og kostbærari stíl, svo sem leggja járnbrautir, koma upp mál- práðum, brúa og ryðja fram ár og fljót og því um líkt. Það er einn foss í Lagarfljóti. Ef fosshamarinn væri sprengdur upp og ein eða tvær grynningar dýpkaðar í fljótinu, þá yrði það skipgengt utan frá hafl og inn f botn. Ýmyndið yður hvað sú umbreyting mundi þýða fyrir Fljóts- dalshérað’—jafnvel alt Ausiurland. Það má með isanni segja, að slíkra umbóta er vant um alt ísland, og eini vegurinn til verulegra framfara er sá, að koma þesskonar umbótum í framkvæmd. Það er þýðingarlaust fyrir ísl. að hugsa sér að rækta þann jarðargróða á íslandi, sem ræktaður er í heitari löndum. Hinn hrjóst- Ugijarðvegur og afstaða landsins hamla því. ísland, sem liggur norð- ur við íshaf—67 stig nbr.,— verður aldrei eins frjóvsamt sem hin önnur lönd tempruðu- og hita-beltanna. Þeir-sem nokknð vita, eru þess á- skynja, að frjósemi jarðarinnar mink ar ettir þvf sem dregur frá miðjarð- arlínunni til heimskautanna. Þetta eru lög náttúrunnar, sem skapast af afstöðu jarðarinnar frá sólunni.— Nei, hinn eini vegur fyrir ísl. til að komast fram á sjónarsvið framfar- anne er ekki sá, að leitast við að gera landið það sem ekki liggur i náttúrunnar eðli, að það mögulega geti orðið, heldur að gera sér sem bezt af þvf sem það getur framleitt, gera virkilegar umbætur, sem efla iandbúnaðinn og greikka samgöng- nr með nýjum færum. Til þess að koma þessu í verk út- heimtist hugvit, framtakssemi og peningar, ísl. virðist yanta alt þetta, en það er þeim sjálfum að kenna, þvf því þeir eru af náttúr- unnar hendi gáfna og hæfileikamenn —en gáfur og hæflleikar eru einskis virði, nema að það só æft og beitt á praktiskan hátt, sem landi og þjóð getur orðið gagn að. Einar Bene- diktsson segir í sinum óyiðjafnan- lega Aldamóta-óð: “Og hugmyndir vantar með eins manns anda Ávanst oft stórvirki þúsund landa”. Framtaksleysið er orsökin og af- leiðingarnar. “Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“, en þvf miður hafa ísl. lítið af hohum, Þjóð- in er fátæk, og stendur það mjög í vegi fyrir framförunum. Um það atriði segir hr. Benediktsson svo í Aldamóta-óðnum: “Oss vantar hér lykiJ hins gullna gjalds, Að græða upp landið frá hafi til , fjalls. Hann opnar oss hliðin til heið- anna á miðin”.— M i ð i n, sem íslendingar þurfa að sækja til að afla sér hins gullna gjalds. ísland er ekki fátækt; það á gullnámu við hendina. Þessir námar eru sjórinn í kringum landið. Svo heldur hr. Benediktsson á fram: “í honum býr kjarni þess jarð- neska valds, Þann lykil skal ísland á öldinni finna, Fá afl þeirra hluta, er skal vinna“. Eg tek hjartanlega undir með skáldinu. Já, það er óþrjótanleg auðsuppspretta ísjónum kring um Island, þótt lítið sé við því hreift. Aðrar þjóðir koma samt langar leið- ir til að afla sér fjárins, þótt fsl. hafi ekkí ráð eða rænu til að ná í það við landsteina sína. Sum af vorum praktisku þjóðskáldum — sem menn ættu að gefa meiri gaum en gert er, eru á þessari skoðun. Hannes Haf- steinn kemst svo að orði: “Auðlindir sævar ótæmandi bruna, Onotuð frjógnótt beiskju vekur muna". Aftan við Ijóðin í kvæðabók Jón- asar Hallgrfmssonar munu menn finna brot úr riti eftir hann með fyr- irsögninni; “Spurt um fiskiveiðar”. Efnið er—efég man rétt—fyrirspurn um hin helztu fiskimið landsins, þá- verandi siávarútbúnað o. s. frv. Það mun flestum ljóst hvað skáldið hefir í huga með þessum fyrirspurnum. Hann hafði vakandi auga á því að gera föðurlandi sínu eitthvert gagn. Hann vissi um fátækt þess. Hann var djúpvitur og sá glögglega, að auðurinn, sem það vantaðí, lá í sjón- Um. Tilgangur hans að grenslast eftir hlutum.tilheyrandi fiskimiðum, var þyí auðvitað sá að gera á þeim umbætur, svo að íslendingum gæti gengið greiðara að afla sér fjársjóða hafsins. Ef Jónas Hallgrímsson hefði lifað lengur, þá má fullyrða að hann hefði orðið löndum sínum að ómetanlega miklu gagni. Jafnvel þenna stutta tíma, sem hann dvaldi meðal þjóðar sinnar, lét hann eftir sig dýrmætan bókmentalegan fjár- sjóð. Jónas er einn hinn langmestí ísl. rem uppi hefir verið. Það er drengilega gert af Vestur-ísl., að reisa honum minnisvarða. Svo vér víkjum aftur að málefn- inu, þá vil ég brýna það fyrir lönd- um mínum á Fróni, að stara ekki lengur á gullnámana við land sitt, og annara þjóða menn sækja í þá auðinn, heldur brynja sig sjálfir til að grafa í þá og fylla fjárhirzlur sín- ar, þá þurfa þeir ekki að hverfa frá öllum sínum framfara fyrirtækjum vegna þess að hendur þeirra eru tómar. Eg vil taka það stranglega fram, að það er bráð nauðsynlegt fyr ir framtíðar velferð þjóðarinnar að hún taki saman höndum og leggist á eitt í því að gera útbúnað til fiski- veiðanna eins fullkominn og mögu- legt er kring um alt landið. Þótt hverri eínustu krónu í landinu væri varið til þess, þá mundi það marg- borga sig ísl. ættu að taka sér til fyrirmyndar hinn bezta skipa- og sjávarútbúnað í heimi, og afla sér allrar þekkingar í því sambandi.sem þeim er mögulegt. Þær smá kænur, sem sjómenn brúka kringum land- ið, ættu að afnemast að mestu, helzt með öllu; með þeim geta þeir varla dregið fram líttð, og þær verða mörg um tugum — já, hundruðum—af hraustum og dugandi mönnum að bana áiiega við ísland. í þeirra stað ættu menn að koma upp þilskip- um af mismunandi stærð og lögun, sem menn gætu siglt um sjóinn, án þess að stofna lífi sínu í háska. Þá gætu sjómenn sungið óhultir: •‘Þó ég sé magur og mjór á kinn mana ég þig, sláni; kondu nú á krókinn minn kjaftabeina gráni”. Nokkrir sjómenn, jafnvel heil sjávarhéruð gætu lagt saman í eitt eða fleiri af slíkum þilskipum og skiftu svo arðinum á milli sín að réttum hlutföllum. Félög skyldi mynda og gera út sela- og hvalveiða skip o. s. frv. Gufubáta ætti og að hafa eins marga og' mðgulegt er.— Þetta sjávarútgerðarmál ætti að vera ísl. sveitabændum Jeins mikið áhnga. mál eins og sjómönnum. Alt Island hefir hag af því að menn ráðist í það fyrir alvöru að ná í auðsaflann úr sjónum. Þá mundi landsjóður stækka og eins allir hinir smærri sjóðir og pyngja hvers einstaklings þyngjast. Þá, en ekki fyrr, geta ísl. ráðist í stór fyrirtæki landinu, til umbóta og komist á eins hátt framfarastig og bræðraþjóðirnar. Eg ætlast til að þetta sé bending í 8amræmi við bendinguna, sem ný- Iega birtist í ritstjórnargrein í II kr. viðvíkjandi vírlausu hraðskeytunum vísindamannsins Marconi. Mér féll vel við þá grein, eins og allar aðrar samkyns livatir, og ættu þær að verða þjóð vorri til uppörfunar. En ég vil enn einu sinni legga áherzlu á það, að Islendingar verða að afla sér hins “gullna gjaids“ fyrst, áður en þeir geta stigið stór framfaraspor í vísindalegum greinum. Þegar efnahagur landsins og á- stand þjóðarinnar er komið í gott horf, þágeta Islendingar boðið Dön- um byrginn og frelsað landið úr klóm þeirra. Danska einokunin á íslandi er þjóðinni til niðurdreps. Þyí fyrr sem hún losnar við dönsku stjórnina, þess heilsusamlegra verð- ur það fyrir hana. I gegnum alt framfarastríðið ætti frelsi landsins að vera aðal áhugamál landsins sona. Framtíðar velferð íslands ligg. ur algerlega í höndum þjóðarinnar. íslendingar á Fróni ættu að taka til starfa með dug og drengskap, og velja þann veg sem líklegastur er til að koma þeim sem skjótast íram á menningarsviðið. Islendingar í Vesturheimi ættu að styðja landa sína á fósturjörðinni í baráttunui eft- ir megni í orði og verki. Þeim er innan handar að gefa þeim til fyrir- myndar hið praktiska starfs fyrir- komulag Vesturheims, sem er hið langbezta í heimi. Vér fslendingar ættum að komast að niðurstöðu í efnum framfaramálanna. En vér getum það ahlrei með sundrung, rifrildi og skömmum, Vér elskum allir móðurfoldina gömlu norður við íshaf. Oss langar til að sjá hana lyfta faldinum mjallhvíta upp úr fshafl eyðileggingarinnar. Ef vér börnin hennar tengjum saman hönd- ur i bróðurlegri einingu, þá megn- um vér að styðja vora ölduu móður fram á starfssvið heimsins. Látum oss þvf íslendingar, austan hafs og vestan, taka undir með sk4ldinu í einum róm: “Vor köllun, vor dáð knýtt er fast við þetta láð Svo lengi vér lífsins anda drög- um“. Erl. Jul. Ísleifsson. Merkileg' vitran. Ég var hálflasinn, gekk því heim, lagði mig upp í legubekk og vildi sofna. En af því ég gat ekki strax fest blund tók ég Lögberg, sem var nýkomið, og fór að lesa. En hvar sem ég leitaði og hvar sem ég las var ekkert að finna nema pólitík. Óhemjulof um Iiberala, óhemju last um andstæðinga. Já bágt á það með að batna blaðið að tarna, hugsaði ég, jað er sjálfsagt og vel fyrirgefan- legt þó flokksblöð flytji stundum pólitík, og geturjjveriðjofurlítið á þvf að græða, ef rctt er£írá sagt. En jegar þau þagna aldrei og geta með engu móti um neitt annað hugsað og engan staf skrifað til gagns eða fróð- leiks fyrir lesendur sína, eins og þessi núverandi ritstjóri Lögbesgs, þú verðskuldar ekki blaðið að vera keypt af nokkrum manni. Að und. anskildum þeim sem blindir eru fyr- ir öllu öðru en pólitiska ofsanum. Ég þekki ritstj. Lögbergs svo mikið að ég veit hann er skynsamur maður og vel að sér, sem með sanngirni má heimta af leikmanni, það hlýtur að vera eitthvað rangt við hann, einhverjum brögðum beittur. Ég vildi ég væri kominn á skrifstofuna til hans, þá skyldi ég segja honum til syndanna. Þannig hugsaði ég, kastaði Lögbergi út í horn, velti mér á ýmsar hliðar f ergelsi og sárlangaði til að sofna, sem mér var þó eins og fyrirmunað. Loks fanst mér eins og einhver leiðsluþungi, sem ég á bágt með að lýsa, gagntaka mig allan og fylgdi því óviðfeldin suða fyrir eyr- unum og ákaflega skörþ sjón, sem einlagt fór vaxandi því nú var ég farinn að sjá eins og þar stendur: “I gegnum holt og hæðir.” En hver það hefir eingöngu verið líkamleg sjón, eða sjón sálar og ímyndunar hefir hjálpað þar til, er mér ómögu- legt að gera grein fyrir. Svo alt í einu var ég komínn áskrifstofu Lög- bergs, og það fyrsta sem ég leita að með augunum \ar náttúrlega rit- stjórinn. Alt var þar þögult og hljótt eins og kyrð næturinnar. Verðuf mér þá litið á stól af sömu gerð og skeggrakarar hafa á vinnu- stofumsínum, skrautlegur og mjúk- ur að mér virtist, og var hann nú lagður aftur á bak, og hvað viljið þið hafa það betra, þarna lá Magnús endilangur upp í loft með galopin augun starandi upp f loftið, og var í ákefð að japla pappírsræmu eða pergaruent, sem annar endinn hékk á út úr munninum. Ed að mann- skrattinn skuli ekki heldur tyggja “Gum” en pappír hugsaði ég, og þvki mér það þó dauðans Ijótt. Svo færi ég mig ögn nær og segi: Sæl I og blessaður Mr. Paulson. Ekkert svar. Aftur dálítið hærra: Komið þér ælir Mr. Paulson. Fer á sömu leið: Hvaða helv. er hann orðinn stór upp á sig hugsaði ég, og geng nú berliöfðaður fast upp að stólnum og segi í stinnings róm: Komið þér sæll herra ritstjóri minn. Sama steinhljóð enn. Nú fór mér ekki að verða um sel, og sá vitanlega að maðurinn lá vitanlega undir einhverjum annar- legum áhrifum, svo ég fór að lítast um eftir fleira. Þá sé ég fyrst á torðinu rétt framundan nefi |Manga liggur lítill en laglegur ffsibelgur,’ töluvert brúkaður að sjá,”því vfða var belgurinn bættur og var það alt gert með $5 seðium af Dominion- bankanum, sem höfðu verið límdir yfir götin. Já, já, ekki er nú sparað “það er nógur helv. Hólsbúðar auð- urinn” sagði trú Kuld einu sinni. Á hliðinni sem upp var stóð með gyltu letri: “Gjöf frágSifton.” Svo snöri ég snáða við, og þar stóð: “Heilagur andi.” Þar lá bunki af ísafold og var Björn að fárast um afurhaldsmenn. því orði náði Einar f sinni frægu BjarmalandsfÖr og flutti til ættjarðar sinnar, en lítið af gulli eða gersemum öðrum. Seldi það sfðan Birni fyrir einu tunnu af dönskum stjórnarbaunum. Þar var Norðurland og var Hjörsa kundur hálfvandræðaiegur ásvipinn að busta hattinn sinn, Hann hafði Dýfengið skömm í hann hjá s éra Jóni Bjarna- syni, fyrir eitthvert krítíkar bull, sem honum iíkaði ekki, blessuðum karlinum okkar. Þar lá löng skammagrein um conservativa, sem ritstjórinn hafði sofnað út frá, og nokkrir fleiri dýrgripir voru þar. Á veggnum hékk mynd af Laurier og lék háðbros um alt andlitið. En upp yflr borðinu hékk gamall riðg- að blikkdallur, sem vaxið höfðu upp úr, eða verið fest á löng uppmjó eyru, sem festinni var tilt í, sem hélt honum uppi; en niður úr dallinum hékk stór loðin hundsrófa. Svo verður mér litið í hornið á hægri hlið og sé ég þar mann standa, bláan sem hel og digran sem naut. Varð mér þá svó ilt við að ég næstum rak upp hljóð. En með því ég er frem- ur taugasterkur, og annað hitt, að kauði þessi sýndist hreyflngarlaus þó ég starði á hann, þá herti ég upp hugann og gekk fast upp að karli. 0g sjá, þetta var þá gamli Greenvvay, nefnil. svo meistaralega vel gerð eftirliking af karli, að það var að-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.