Heimskringla - 17.04.1902, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.04.1902, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 17. APRIL 1902. dáanleg snild, og er mér ómögulegt að lýsa rákvæmlega þelm undra hagleik. Kinnarnar slöptu eins og skjóður ofan á brjóst og sýndust ganga út og inn eins og hann væri að pfia eða nýkominn úr pólitisku kapphlaupi, en belgurinn eða bumb- urinn var úr brúnu bolaleðri, sjáan- lega útþaninn af vindi, og yfir þvert brjóstið stóð með hvítum stöfum skráð “Frelsari Manitoba’’, og varð mér satt að segja bilt við í annað sinn. En úr bakhluta karls neðan verðum láu pípur margar, að mér virtist út úr skrifstofunni, allar nema ein: sem hafði nokkurskonar tregt á ■endanum, lík og “telephone” hefir. Svo varð mér titið í homið vinstra megin, og, og þar sé ég ofurlítið hús líkt að stærð og kofi fyrir 5 eða 6 hænur, var þó breiðara en það var langt, það var mjög fagurlega smíð að, en hvorki voru á því gluggar eða dyr sjáanlegar, það var málað hvítt eins og sakleysið, og á því stóð með gullnu letri: “Fjársjóður þeirra hreinhjörtuðu.” Já, margir undáfiegir hlutir eru hér og margur verður vitlaus af minna, Eg má til að vekja Manga og fræðast betur um þetta alt hugsaði ég. Nú gekk ég að stólnum aftur ogfóraðrugga ritstjórannm til og ihrista á alla vegu, en ekkert dugði. Hann bara jórtraði blað-snudduna og starði með gráu augunum sínum npp í loftið. Svo tók ég í blað- ræmuna og dróg út úr honum, þá sá ég að þetta var skinn eða skötu- roð og var skrifað á það úr kálfs- blóði eða einhverju bl'óði þessi 9 orð: “Laurier Greenway Sifton Pólitík Pólitík Pólitík borgun borgun borgun.” Nú fór mig að gruna hvernig í öllu lægi með innihald Lögbergs. En eftir að hann misti út úr sér sátt- málann þá skullu nú svo voðalega saman tennurnar og tannhljóðið varð svo mikið í munninum að ég varð dauðhræddur, og fór nú að orga og grenja f eyru hans: Mangi, Mangi, Mangi, En alt fór á sömu leið sem fyr, Mangi lá þarna lifandi dauður. En rétt í þessu kemur Blöndal inn og spyr hvaða ósköp á gangi. Eg kvaðst þurfa að vekja ritstjórann en það sé lífsómögulegt. og spyr hvert ekki hafi verið leitað neitt ráða lækna, því þetta sýnist vera æði al- varlegt. Blöndal minn brosti bara góðmannlega, hann er svoddan prúð- menni allatíð, og segir: “Jú Sifton var hér nýlega og skildi físibelginn eftir, sem þú sér þarna. Taktu hann gói minn og blástu upp í nefið á ritstjóranum, það mun duga. En brúkaðu ekki þenna rækals hávaða aftur, það truflar okkur sem erum að vinna. Svo liggur hálf illa á mér því tólf hafa sagt blaðinu upp sfðan kl. 9 f morgun, og þannig gengur daglega.” Svo fór hann út, en ég tók belginn og blés þessum heil. anda upp í nefið á Manga, sem óðar spratt þá upp og tekur mér mjög vingjarnlega og segir: “Já gamli kunningi, það er einginn efl á þvf að við frjálslyndi flokkurinn vinn- um næstu kosningar. Það er tóm lýgi, svik, fjárglæfrabrögð og þjófn- aður hjá hinni—Roblin stjórninni.— Við erum hreinir eins og englar, og af lifandi sannfæring minni læt ég Lögberg segja 'ykkur sannleikann, og ekkert nema sannleikann. Ekki Ekki er það gert fyrir peninga, eins og hin blöðin atturhaldsmanna, sem ekki hanga uppi á öðru en gjaldi fyrir logið lof. Já fyrir sannfæring- una berst ég, og berst hart, það veit guð, enda ber nú bráða nauðsyn til.” Svona, svona, ekki nú meir af bölv- aðri hræsninni úr þér og póh'tiska vaðlinum sagði ég. Hér hef ég séð svo marga, undarlega hluti, sem skýra mér betuu en alt annað að þú ert klestur saman undir álagafargi þinna pólitisku ribbalda og allur þinn hugsanaheimur fyrir íróðleik og gagni alþýðunnar, sem blað þitt kaupir, ér gersamlega innilokaður í dyra- og gluggalausu húsi, eins og hænsnakofanum þarna í horhinu, eða hvað sem það nú er, sem þið kallið “fjárrsjóð þeirra hreinhjörtuðu”. Svo þetta bolabílæti þarna á móti og mörg fieiri teikn og stórmerki. sem öll benda f sömu átt. Segðu mér nú satt og rétt hvað þetta hefir alt að þýða. Við þessa ræðu fölnar ritstjór- iun upp reynir að standa á fætur en riðar á beinunum ogsegir: “Ertu dauðlegur maður, eða ertu andi, þessir hlutir sem þú talar um eru ó- sýnilegir.augum jarðneskra manna. Vertu mér vægur í dómum, ég skal útskýra þér alt, þú hlýtur að vera andi eða einhver höfuð engill sendur til að vekja mig upp af svefni and- varaleysisins, en ekki maður af jarð- nesku holdi. Og taktu nú eftir góði göfugi andi. Vér allir ritstjórar Lögbergs verðum að ganga undir jarðarmen með Greenway og vökva okkur blóð, sem saman er blandað eins og lög eru til, og þá er sáttmál- inn skráður—æ hvar er pergamentið, égbenti honum á roðræmuna sem ég lagði á borðið, og stakk hann hennióðar í vasa sinn.—Já góði andi jarðarmenið er geymt í litla húsinu og fjársjóðurinn þar undir. En til þess að geta hans notið verður mað- ur að hafa Ifkneskið líka, svo vér getum fallið fram og tilbeðið það, því annars stæði alt fast. Líka verð- um vér allir, eins lengi og vér erum ritstjórar, að skifta um átrúnað, Laurier er faðir, Greenway frelsari og Sifton heilagur andi. Og nú fer égað tilbiðja goðið.” Svo lagðist hann á knén, spenti gre ipar og mændi tárvotum bænaraugum upp á þessa bolalegu mynd, sem sýndist alt annað en blíð í bragði og þoldi þau lifandis skelfing af lofi, sem mér er ómögulegt að hafa eftir. Og svo tók Mangi nærri sér að svitinn kvíslaðist ofan eftir andlitinu. Loks- ins söng hann með angurblíðii raust þetta hjartnæma vers: •(Niðulajf næst.) Kastid þeim ekki burt — það er eins og að henda frá sér peningum þeear þér kastið burt Snoe Shoe Taes þeim sem eru á hverri plötu af PAY ROLE CHEWING TOBACCO.------------- Haldíð þeim þess vegna saman, Það veitir yður kost á 150 ágætum gjafa- muuum,—“Tags“ gíldatíl 1. Jannar 1!MK{, Biðjið kaupmenn yðar um mynda lísta vorn yfir þessa gjafahluti. LISTERS ROYAL FYRSTU VERDLAUNA “ALEXANDRA” RJOMA-SKILVINDUR “R. A. Lister & Co. Winnipeg, Man. Kæru herrar:— Eg hef brúkað yðar “ALEX- ANDRA” rjómaskilyindu í síðastl. 6 ár, og get vottað að vólin hefir reynst ágætlega. Ég mjólka 6 kýr árið um kring og vélin hefir aldrei brugðist mér síðan ég fékk hana. Það er létt að snúa vélinni og af þvi að skálin er í einu lagi þá er ofur hægt að hreinsa hana. Það má þvo alla vélina á 5 minútum. Eg hef séð ýmsar aðrar tegundir af skilvind- um, en eftir minni reynslu, þá ræð ég öllum bændum til að kaupa “ALEXANDRA” vél- ina, sem ég álit þá óbrotnustu, endingarbeztu og fullkomnustu af öllum skilvmdum. '- ' Yðar einlægur Saml. Forrest.” Þessar vélar hafa þolað reynslu liðinna ára þrátt fyrir alla keppinauta. Þær eru enn þá í fremstu röð sem hinar einföld- USTU, STERKUSTU, ENDINGARBEZTU, FULLKOMNUSTU, Og BEZTU vélar. Þeir, sem nota þær auka smjör sitt um 20% og kálf- arnir þroskast á undanrenningunni. “ALEXANDRA” skilvindurnar eru 8igursælar. Heimatilbúið smjör, sem tók fyrstu verðlaun á Winnipeg-sýningunni árið.1901, var gert úr rjóma strokkuðum með Listers “ALEXANDRA” rjóma-skilvindu. x R. A. LI5TER & Co. Ltd. 0 Stærstu smjörgerðaráhalda framleiðendur f hinu brezka veldi 232 & 234 KING ST. WINNIPEG. Þú getur ekki keypt neina sálarfæðu • fyrir peninga, en þú getur glatt S hjarta þitt með * “T. L. VINDLUM.” Nálega allir sækjast nú eftir þessum • ágætu vindlum. Þú gerir væntanlega * það sama. * WESTERN CIGAR FACTORY Thos. Lee, eigandi. W INTIN’IPEQ-. • JTANITOBA. Kýíiulð yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu Anfiái-staðar, tbúatalan 1 Manitoba er nú................................. 250,000 Tala bænda i Manitoba er................................... 85,000 Hveitiuppskóráh í Manitoba 1889 var búshels................. 7,201,519 ‘f “ “ 1894 “ “ ............. 17,172,883 “ '* " 1899^ * “ ..............2'i ,922,230 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar................... 102,700 .Nautgripir................. 280.076 Sauðfó...................... 35,000 Svin........................ 70.000 Afurðir af kúabúum í Maritoba 1899 voru..................... !Í470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var..... $1,402,800 Framförin i Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af aukntm afurðum lan.lsins.af auknum járnbrautum, af fjðlgun skólanna. af va i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliian almennings, í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum................. 60 000 Uppí ekrur........................••••:............................- • • • 2,500 000 og þó er siðastnefnd taia að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fyikinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg nppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. # # # # # # # # # # # # # # # # # # LANG BEZTA Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. # # # # # # # # # # # * # # # # # # ######*################### fooiine Restanrant Stærsta Billiard Hall í N orð-vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvð “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. Lennon & Hebb, Eigendur. Qonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Iflaln St, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLBY. Fyrir minna verð en hægt er að fá nokkurstaðar annar- staðar, tekur undirritaður að sér út búnáð eignarbréfa (Deeds), veðsknlda bréfa (dfortgages) og alskonar samn- inga (Agreements), og ábyrgis* laga- legt gildi þeirra fytir dómstólum i I/an- itoba. B. B. 01,801«. Provincial Conveyancer. Gimli d/an. Ódýrust föt eftir máli aolnr - S. SVEINSSON, Tailor. 518 Barvland St. WINNIPEG. í Manitoba eru ágætir /rískólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn, sem aldrei bregðast, í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera yfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru i Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionir ekrur af landi f Banitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins. og járnbrautarlðnd með fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tii HOK. K. P KOBLIN Minister of Agrioulture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Josoph B. SkaptaMon, innfiutninga og landnáms umboðsmaður. THE HECLA eru beztu, ódýrustu ogeyðsluminstu hitunarvélar sem gerðar eru þær gefa mestan hita með minstum eldivið. Eru bygðar til að endast og vandalaust að fara með þser. Fóðursuðu-katlar fyrir bændur gerðir úr bezta járni eða stáli, ein- mitt það sem þér þarfnist. Biðjið árnvörusala yðar um þá, peir selj* alllr vörur vorar. CLARE BRO’S & Co. fc'erksmiðjur: W'ínnípe^ PRÉSTON, ONT. Box 1406. 44 Mr. Potter frá Texas því, að drengurinn hefði ekki verið rótti rænd- ur og misþyrmt, því röksemdafærsla Osmans heiði verið einskis nýtíeyrum Errols, er þekti hann mæta vel. Þau höfðu engan tíma að hugsa meira um þetta peningaþjark, því bæði leið tím- inn óðum, og hávaði og ólæti fóru stöðugt vax- andi niður i höfninni, og herfanga flutningur um aðaltorg borgarinnar fór vaxandi, svo skark- ali og háreysti dnndi þá hvervetna við. Einn enski byssubáturinn, sem hringsólaði um höfn- ina, hleypti nokkrum flugeldum í loft upp til að lýsa svæði það, sem hann var að rannsaka; en þessir púðureldar vöktu hinn mesta gauragang á milli óþjóðalýðsins f borginni og höfninni. Þau flýttu sér að láta vistir og Jarangursdótið upp á asnana. og lafði Annerley var að stiga á bak þeg- ar Osman kemur og segir fáein orð í flýtir við Errol, og hleypur síðan inn í stofuna og talar við Niccovie, sem ekki hefir hreyft síg út úr stof- unni, og hjálpaði ei viðskiftafólki sínu tilað bera út vðrurnar eða búa þær upp á asnana. “Ó, hví lætur hann okkur bíða hór?” hvísl- aði lafði Annerley að Errol, sem var lítið eitt taugaslakur síðan hann sá lögreglumennina koma inn í húsið, og grunaði að ekki væri alt með feldu. "Til hvers fer hann inn í húsið aft- ur?.’ “Hann kvaðst hafa gleymt að taka lykilinn að Adallah-höllinni hjá Niccovie”, svaraði Err- ol. “Lyklaaa? Hvernig víkur því við? Ég sá hann taka við þeim!” Hún ætlaði að segja meira i þessu máli, því henni var mikið niðri Mr. Potter frá Texas 45 fyrir, en alt í einu hrópaði hún upp í skjálfandi málróm: ‘ Hvað gengurá! Guð minn góður! Hvað er þetta!” Ur horninu á garðinum, sem fjarst var, heyrðist skerandi angistaróp. Þangað sást ekki. því kolamyrkur lá yfir horninu, í sömu andránni heyrðist annað og þriðja hljóðið, og neyðarköll á arabisku. og lá svo mikil ógn og dauðans angist 1 hljóðunum og oröpnum, að lafði Annerley hafði aldrei heyrt nokkuð eins hjartaskerandi. Þessi neyðaróp eru bergmáluð af Martinu, sem aldrei var sterk á svellinu, þá um kjark og stilhngu var að ræða, en nú var hún að falla í öngvít af hræðslu. “Hver fjandinn ! Þeir eru að berja einhvern í hel!” greip Errol framí. “Ó, guð í himninum! Það er vesalings aumingja Araba dreagurinn !” mælti lafði Ann- erley í ofboðslegu fáti um leið og hún rendi sér ofan úr söðlinum. Ó, herra Errol, flýttu þér ! Frelsaðu hann! Ef þú gerir það ekki, þá skal ég reyna það!” Því stöðugt héldu ópin og vein- in áfram, og dró óðutn af þeim sem kallaði um hjálþ, og unglingskeimurinn í hljóðunum kom æ gleggra og gleggra i ljós. Þegar lagt var svona ríkt á við Errol, beið hann ekki boðanna og hljóp þangað, sem veinin komu frá. Lögregluþjónarnir voru þar eftir Austurlanda róttvisi að lemja bera fótleggina á drengnum með mjóum og hörðum óftim, og er það kvalafull misþ.vrming. Það voru launin fyrir að hafa logið upp á Osman Ali, og sem 48 Mr. Potter frá Texas drengsins. Hún tók vasaklútinn sinn, þegar annað var þrotið, og batt hún um stærsta sárið, sem hann hafði fengið á annan fótinn. Drengurinn horfði með undrunog ótta á lafði Annerley. Það var eins og hann gæti ekki trú- að sjálfum sér, að hún gæti i einlægni verið svona góð, og umhyggjusöm við'hann og honum fanst augnaráð hennar vera svo alúðarlegt og innilegt, að það rifjaðist upp fyrir honum, að það fyrsta, sem hann mundi eftir sér, var hann hjá einhverri góðri konu, en svo—já, svo þekti hann aldrei konu, sem hafði verið góð við hann, Hann hafði orðið að berjast áfram með illu en ekki góðu í lífinu, og oft hafði það orðíð honum yfirsterkara í viðureigninni, Jog siðustu augna- blikin mintn hann tilfinnanlega á það.—Hann sá tár renna ofan kinnar þessarar miklu konu, og féllu um andlit hans meðan hÚD beygði sig ofan yfir hann og hjúkraði og hagræddi honum. Hann heyrði hana tala, "og það .litla sem hann skildi i hennar máli, þá voru það falleg orð, góð orð, huggandi orð. Aldrei hafði hann heyrt nokkurn mann tala eins og þessa undra fallegu og góðu konu.—Hann hafði alið allan sinn aldur á götunum í Aiexandríu, og hann hafði tint sam- an töluvert úr ýmsum málum, þvi atvinna hans var að bjóða ferðafólki þjónustu sína; hann skildi þvi töluvert fjenskri tungu, sem öðrum tungumálum. A meðan á þessu stendur er Constantine Niccovie ekki sem allra frýnilegastur. Hann gefur lafði Ahnerley jhornauga og öllu sem þar fer fr&m. Hann gengur um gólf og yptir öxlum. Mr. Potter frá Texas 41 ráðalaus fyrir svona alþektri austrænni stjórn- mála kænsku. Hann hafði mætt mörgu um dagana og krafsað sig fram úr því á einn eða annan hátt. Þegar síðari lðgregluþjónninn slepti orðinu, jgekk Osman Ali beint framan að honum og tók upp fáeina gullpeninga og mælti: “Þessi orð, sem fiækingurinn.lygarinn og hlaupa SDatinn hefir sagt hér, eru jafn einskisvirði og staðlaus, sem sandur eýðimerkurinnar! Þetta eru minir asuar, og Allah befir gefið mér þá af náð sinni og ríkdómi”. “Þú átt ekkert í þeim ! Þú ert svartasti lygari!” grenjaði strákurinn upp, “Þeir til- heyra mér, það veit Allah! Þeir þekkja nöfnin sín og taka lundir við mig, þegar ég kalla á þá. Annar heitir Boozeh, hann er fjörugur sem |vín- andi, en hinn heitir Doorah, hann galar sem páfa gaukur-------”, Þegar hann slepti seinasta orðinu, kaliaði hann út um gluggann: “Boozeh! Doorrah!” Asnarnir brugðu strax við og ráku bausana inn í bakdyrið á húsinu og tumdu mjög vingjarn- lega til drengsins, sem kallaði á þá. cg var auð séð að þeir þektu hann. Núbíönsku lögregluþjónarnir gáfu þessu samt engan gaum. Þeir höfðu ekki augun af gullpeningunum, sem Osman hampaði í lófum sér. Hann hringlaði peningunum úr öðrum lófa í hinn og það var nær því, sem hann fram- leiddi nótnr og lög úr hringlinu, ogeftir því sem lögregluþjónarnir verða hugfangnari af gullpen- ingunnm, eftir þvi herðir Osman á &ð hringla

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.