Heimskringla


Heimskringla - 05.06.1902, Qupperneq 1

Heimskringla - 05.06.1902, Qupperneq 1
XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 5. JÚNÍ 1902 Nr. 34. THE NEW YORK LIFE. “ Fro bono Pnblico” Þegar maður kaupir klut. Uœboðáruenn New York Life ábyr^ða>félagsins færðu forseta félansins, Honorable John A McCall, 56 inilliónir dollars í nýjum lifs- ábyrRfum á sex vibum, 0« skömmu þar á eftir færðu þeir öðrum varaforseta félagsins hra. Geo. W. Perkins, 62 milliónir dollarsí nýj nm lífsábyrRðum. Þannig fékk félavið EITT HUNDRAÐ OG ÁTJÁN MILLIONIR DOLLARS virði í nýjum lifsábyrgðum á fyrstu 3 mánuðum af árinn 1902. Aldrei fyr hefir jafnmikil lífsá- byrifðar upphæd safnast að nokkru einu félag-i i heiminum á jafn- s-uttum tima eins og að þessu STÆRSTA og BEZTA af öUnm lffs- ábyr(?ðarfé!ötfu.m. THE NEW YORK LIEE er á undan öllum keppínauturn í heimi. Það er einfalt sameignarfélag án nokkurra hluthafa. fllur gróði er eivn skirteinahafendanna. NEW YÓRK LIFE er á undan öðrura félögum í Canada. Sko?ið vaxtasafnsskirteini NEW YORK LIFE félagsins áður en Þér gangið i lifsábyrgð i nokkru öðru félagi J. 1«. tlorgan, raðrmaðuk, Grain Exchange, Wmurpeg. Chr OlafMMon. islenzsur agent. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. í vikunni sem leið heimsótti af- arstór nefnd Sir Michael Hicks- Beach verzlunarráðg.jafa í brezku stjórninni og fór fram & toliafnám á ýmsum korntegundum, sem brókað ar eru til gripaeldis. Aðallega var þessi nefnd frá þeim mönnum, sem hafa og ala veðreiðahesta og þess- háttar húsdýr, Nefndin bað um tollafnám, þvi tollur á höfrum og öðrum fóðurtegundum er nú afar hár á Englandi. En ráðgjafinn gaf þessari nefnd þær upplýsingar, að beiðni þeirra væri með öllu ómögu leg, og stjórninni væri með öllu móti ómögulegt að lækka toll á koruteg- undum, og allra sízt á höfrum og mais. Og allra sfzt af þeim kornteg undum, sem ætlaðar væru til skepnu fóðurs. Þessi tollhækkun stafaði af ófriðnum, og þeir sem væru svo efnum búnir að geta haft hesta og þessháttar kostnað, sem af því leiddi, gæta naumast ætlast til þess, að toll afnám yrði gert fljótar á fóðurteg undum, en þeim korntegundum, er til manneldis væru halðar. Það er viðkæmi tolli á mais stafaði aðallega af því, að minni framleiðsla hefði verið á maiskorni í Ameríku síðast- liðið ár, en að undanförnu. Um sfðastliðinn tfma hafa verið míkil eldsumbrot í Guitemala í Suð- ur-Ameríku. En minni sögur hafa af þeim farið, en I raun og veru hefði átt að vera, af því afskapleg og eyðileggjandi eldsumbrot hafa átt sér stað í Vest Indfa eyjunum. Einn bær þarer nær alvegeyðilagður, sem heitir Quezaltenango, og yfir 1100 lík hafa verið tfnd þar saman úr rústunum. Eyðilegging og skemd- ir eru þar afarmiklar. Þar voru miklar kaffibyrgðir, og er nú að koma í Ijós það tjón, sem varð á þeim. Fleiri milfónir þúsunda dala virði af kaffi hafa farið þar að for- görðum. Einnig hafa miklar skemd ir orðið þar í borginni Tapocuchula, sem hafði um 10,000 íbúa. Þar er skaðinn metinn um $200,000. Bær sem hét San Marcose, nálægt Quesa btenango, er eyðilagður, og margt fólki fórst þar. þar á meðal fsnga- húsið með 140 föngum, sem allir fór- ust. Bærinn Tlachico með 2000 í- búum eyðilagðist gersamlega. Þar sést ekki eitt hús uppistandandi. Sagt er að nú séu komnar upp um 30 milíónir, 6em Rhodes i Aíríku, auðmaðurinn, sem dó um daginn, hafi látið eftir sig. Áður voru eignir hans taldar 25 milíónir dala, og búist við að eignir hans nemi enn þá hærri upphæð en kunn- Ugt er um enn þá. Hann gaf ákaflega mikið fé fil háskóla á Englandi Fá nemendur fi á Arae- ríku, sem sækja þá háskóla, mjög í'allegan styrk. Mælt er að þeirn Edward Engla- konungi og stjórnarformanni Salis bury hati nýlega orðið sunduro ða í samkvæmi. Konungur stakk upp á að stjórnarformaðurínn stingi upp á að Sir Ernest Corsel væri hækaður f sessi, en Salisbury þverneitaði. Af þessu varð sundurþykkja þeirra. Salisbury stakk upp á að segja af sér formensku strax um kveldið, og hélt konungur að hann mætti gjarn- an gera svo. Formaður stjórnar- formaðurinn hefir ekki framkværat afsögnina enn þá, en mælt er að kalt sé um kærleika á milli þeirra konungs og hans enn þi. Því halda blöðin fram, að friður sé nú í nánd á milli Breta og Búa. Má vera að svo reynist, þvf Edward konungur vill feginn að friður kom- ist á Káður en krýningarhátíðin fer fram, og munu þvf Bretar bjóða Búum þolanleg kjör, eða betri en ef öðruvísi stæði á. Gróðrartíð er nú betri f Mani- toba og Norðvesturlandinu, en nokkru sinni áður- Helliskúrir og hita sólskin á milli. Verði rigning- ar e^ki of miklar, yerður kornupp- skera betri á þessum stöðum, en um mörg undanfarin ár. Auðmannafélög f Bandaríkjun- um hafa nýlega keypt 1800 ferh. mílur af landi í Assiniboia og Sa- 8katchvwan. Þeir eru farnir að hugsa um landkaup hér f Canada fyrir alvöru. J. W Monroe, sem kosinn var þingmaður f North Renfreu kjör- dæminu í Ont. á fimtudaginn var með nokkrum atkv. mun, dó um helgina sem leið. Hann var Liber- alþingm. og velkyntur maður. Dauða hans bar snögglega að. — Eins miklar líkur mæla með þvl að Conservatívar vinni það kjördæmi af Ross-stjórninni, þegar gengið verður til aukakosninga þar. Senator Morson héfir afsalað sér sæti í efri málstofunni í Ottawa, með því áð sækja ekki þing samfieytt í 2 ár. Hann var einu sinni fylkisstjóri í Quebec, og einu 3inni í ráðaneyti Conservatíva f Ottawa, mikilhæfur maður.—Fyrirlítur núverandi stjórn 0g skráveifurnar í löggjöf Canada, að öllu sjálfsögðu. Morðinginn Walter Gordon, sen» dæmdur er til hengingar 28. þ, m. er nú beðið dómvægðar hjá æðstu völdum, vegna þess að hann sé geg^jaður á geðsmunum. Litlar lfkut þykja til að hann fái náð. Svo segja blöðin, að takmarka- laus kosningasvik hafl verið frarain af hendi Liberala í fylkiskosningun- um f Ontario. Á einum stað, þar sem að eins voru til 102 atkvæði á kjörlista, hatí komið 201 atkv. úr kassanum. — Fyr má nú vera en tvöfölduð séu atkv. á einura kjör- stað I kjördæmi. Hraðfregn frá Lundúnum 1. þ. m. segir, að Kitchener lávarður hafi sent stjórninni svo hljóðandi skeyti frá Prctoria á laugardaginn var: Skjöl sem á eru ritaðir friðarsamn- ingar, hafa verið undirskrifaðir kl 10,30 f kveld af öllum fyrirliðum Búa, og um leið af lávarði Milner, yfirerindreka Breta í Suður-Afríku, og mér sjálfum. Kitchener”. Eitt hið allra mikilfenglegasta fjárglæfrabragð, sem nokkurntíma hefir verið framið í heiminum er nú nýkomið upp úr kafinu. Sagan er f fáum orðum svona: Madd. Humbert fékk erfðaskrá.fvrir $20,000,000 frá einhverju amerisku mikilmenni, Henry Robert Crawford, fyrir 25 ár- um síðan. Um leið og það átti að afhenda henni þenna fjársjóð, tutt ugu milliónir f arf, komu fram 2 menn er sögðust vera erfingjar þessa Ameríkumanns, Crowfoids. Þeir heimtuðu sína peninga, en Madd. Humbert vildi ekki sleppa erfarská- arfé sfnu. Hlutaðeigendur fóru óðara f mál út af þessu erfðafé. Þetta málastapp gerði það að verk um að sjálfsagt varó^ að ganga vel frá þessum 20 mil. og varð niðar- staðan sú að láta þær í öryggisskáp, sem madd. Humbert sá um ásamt málsöðlum þeim, er hún hafði fyrir sfna hönd. Hún og áhangendur nennar lifðu í dýrðlegum fögnuði, sem konunga fólk. Bankarnir kept- ust um að lána þeim píninga, þar eð hún hlaut óefað að vinna rnálið. Bankar á Frakklandi og peningafél. voru búin að lána henni 12 mil. dala út á arflnn, sem nam 2Q mil. Loksins hér um daginn íær einn af lárardrotnura hennar þá fiugu I hö.uðið, að fá að sjá þenna 20 mil. dala pening, og kemst hún ekki urdan að leyta það. Þessum manni va.rð heldur en ekki bylt við, þegar hnnn sá að intian úr uinbúðunum kimu fáeinar verðlaustr útlendar mintir, vasabók með engu í, og ó- nierkilegur treyjuhnappur. Þetta fjárglæfraspil heflr haft meiri áhrif á verzlunarviðskíftin é Frakklandi, en eldsumbrotin og manntjónið á Martinique, nð verzl unarfróðir menn segja. Að afstöðnum sfðustu sambands kosningnm, mótmæltu Liberalar kosningu þriggja Conservatfva hér I Maniíoba, sem varhugaverðum eða ólöglegum. Þingmennirnir eru þessir: ' Boyd, fyrir Macdonald, Roche, fyrir Marquette og La Rivi- e:e fyrir Provincher. Þessi máls- höfðun kcm fyrir dómara Dubuc á mánudaginn var, og vfsaði hann þessum ákærum frá réttargangi vegna sóknleysi. Á sunnudagskveldið var kom ákafiega mikið þrumuveður 0g helli- rigníng í Brandon. Skemdír urðu þar miklar, og víða annarstaðar að koma sömu fréttir. Á mánudaginn var tilkynti fjármálaráðgjafi og leiðtogi stjórnar- innar f neðri málstofunni á Eng- landi A. J. Balfour friðarskilmála, sem komnir væru á, milli Breta og Búa. Þeir eru þessii: 1. Búar leggi niður og afhenli allar byssur, skotfæri og vopn, sem til ófriðar heyrir, til Bieta. 2. Allir Búar, sem eru f haldi, skulu vera fluttir til heimkynna sinna eins fljótt og hægt er, og skulu hvorkimissa frelsi né eignir sfnar. 3. Engir dómar skulu verða háðir gegn þesm, sem eru I haldi, nema þeim sem eru beint sekir gegn almennum herlögum, fyrir glæph 4. Bollenzka skal kend f skólum, el foreldrar nemenda kjósa, og br úk uð við réttarf'ar ef nauðsvn þykir.— Byssur mega Búar bera sér til varn- ar. 5. Hersy'órn skal verða öhium in eins fljótt og unt er, og sjálLtjórn sett I staðinn. 6. Engir skattar skulu veiða lagðir á Transvaal upp í hei kostnað. Upphæð, sem nemi £3 milíónum (15 milíónir dala) skal framlögð til viðreisnar búnaðf Búa. Uppreistarmenn standa undir lög- um þeim sem eru í nýlendn þeirii, sem þeir eiga heiroa í. Þeir tapa stöðu og borgaralegum léttindum, en dauðahegning skal afnumin. Hátíðahald var um alt hið brezka ríki seinni hluta mánudags- ins, þegar fagnaðartíðindi þessi bár- ustút, að friður >æri saminn milli Breta og Búa í Afríku. — Sti íðið hófst 12. Október 1899. Japanmenn auka berskip sin nú af mesta kappi. Oeirðir miklar milli Boxara og trúboða og útleudinga í Kfna. Úr bi éfum. N. DAKOTá. 27. Mai 1902. ......Það flytur alllaglegur hóp- ur af íslendingnm héðan úr Dakóta til Manitobi f dag, þeir fara alfarnir héðan að sunnan........ N. DAKOTA 30. 1902. ......Eg held mér sé óhætt að fultyða að vinsældir Hkr. fara hér einlagt vaxandi, það fiekasta sem ég veit nm. Hún er skemtilegt og frjálslynt blað. Og margar rit gjörðir í henni bet.ri en í nokkru íslenzku blaði. Eg hlakka ætíð til að fá hana á f'östudagskveldin eða snemma á laugardagana.— Hún hefir mikið breytt um til betra, við- víkjandi trúmálum, frá þvi sem hún var eitt sinn á árunum. Hún er nú stilt og hæglát f þeim málum. Þar að auki er hún búin að losa sig við þá, sem voi u að klessa í hana óhróða og kvepsni um mótstöðumenn blaðsins, en sem aldrei skrifuðu skemtilega eða fræðandi, og sýndu að eins eigin karakter.Helst vildi ég að þið ritstjórarnir skrifuðu, sem mest sjáltír f hana, en væruð ekki að taka mjög mikið af samtíningi orða og málæðis frá þei _i sem aðeins rita til að sjá nöfnin sín í blöðunum. Eg vona og óska að Heimskringlu fari nú fra'n dag frá degi. Hún er líka komin á þann aldur, að mikils má fara af henni vænta.......... ÚR N MÚLASÝSLU 3 Marzl902. Kæri vinur Ásgeir. — .....Þá er að minnast á blöðin að vestan. Allir vilja Iesa þau, þykir hátíð á heimilum víða þegar póstnrinn kemur með þan eða menn ná í þau. Það eru afleit skil á þeim. Þau koma langtá eftir tímanum og er það póststjórnjnni að kenna en ekki ýkkur,sem sendið þau, Eg hefi meira uppihaid á Heimskringlu eD hinn blaðinu. Það er þurt og ein- strengingslegt og ekki eins viðförnlt og Heimskringla ykkar. Yflr höfnð iíkar hún vel og er vinsæl á milli fólksins. Eitt þarf ég enn þá að þakka þér fyrir, en það er ræðan er þú fluttir 2, Ágúst f fyrra. Ef við hefðum þig og fleiri til að tala, eins 0g þar er sagan sögð, þá væri minna af vonlevsinu og volinu um aum ingja Island, og fartuglar handan um haf hefðu minni brfeð og útflutn iug héðan en þeir fá nú. Skrifaðu sem allra mest og styddu landið okkar ástkæi a af ráði og dáð. Eg hert óbifanlega trú á íraratíð þess og gæðum......... Þegar sólin sezt. Við höldum af stað, þegar sólin sezt. um svipfríða aftan stund, þú veizt, að á kvöldin er veðrið bezt, og viðfeldin kyrð yfir grund. Þá blöðin hneigj’a sfn blöð í ró, eítir' brennandi heitan dag, og spóamir syngja suðnr í mó sæta náttinálalag. O, friðsæla kvöld, þú ert fegurðin sjálf, J»ú fegrar skýjanna rönd, þú kallar til lífs hvem ljóssins álf, svo leiki |>ér hönd f hönd. Þitt ljósskrúð er inndælt, þinn andi hýr, og angan um jörðina fer, og alt fað, sem göfgast í brjósti mér býr, það blómg(st og vermist hjá þér. 0, vinur, sko þessa vesturátt ! sem vöndur af lögum hún er, og ljósstafur hnýtist á hafið blátt, og hríslast um eyjar og sker. Við eggjarnar hæztu blika þau bönd, sem binda f>ar skýiu hljótt, og roðinn er sendur að segja við lönd frá sólunni: góða nótt, Já, góði, sú stund, þegar sólin sezt, ó, sjá, hversu fögur hún er, og horf þú á alt pað. sem héðan sésl af hólnum, þar stöndum vér ! Og finst þér þá ekki þín draumadfs svo d isamleg birtast þér, og sýna þér landið, er sólfagurt rís, þar sakleysi og friður er. En manstu, við erum mitt í bygð, og mannanna brautir við, og altaf má búast við einhverri stygð, seni ef til vill skemmir vorn frið. Hvert hatnrs-augnráð, hvert háðs- yrði knlt, hver hóturr, með knýttri mund. Það nú mundi sárar mig nfsta alt. en nokkura aðra stund. G. M. (Eftir Þjóðviljanum) Lima ábyrgð NUega hver maður, sem hefir atvinnu við að skemta á opinberum stöðuiu, t. d. ieikhúsum 0. s. frv,, kaupir ábyrgð á þann lim eða lík- amspart, sem hann skemtir með, hvort sem það er höndin, háls eða augn, og það er æðimikið dýrara fyrir slíka menn að kosta ábyrgð þessa, heldur en það er fyrir algeng an verkamann að hafa ábyigð á litt sínu. Hægri höndin á Kubelik, hin- um fiæga fiðluleikara, er 5 ábyrgð er nemur 2,000 pund öterling, og verð ur félagið að borga fyrir hvað lítið sem að hönd hans kann að verða, tiltölulega við þessa upphæð, svo framaiiega sem það kemur í nokk- arn bága við fiðluspil hans. Yrði hann alveg handlama (til frambúðar) þá ber honum £10,000 I ábyrgðarfé. En Mr. Kubelik fær líka að jafnaði £500 til 1,000 fvrir hverja sam- komu er hann spilar á, og maður sá sem ræður hann til þess, á á hættu að tapa að minsta kosti £2,000 fyrir hvert nppáfallandi slys eða sjúk- dóm sem kynni að koma f veg fyrir að hann gæti spilað á hljóðfærið á einni einustu samkomu. Sex menn hafa stf'ðuga gæzlu á honum árið um kring, og þó heflr hann fiokkrum sinnum orðið fyrir áföllum. Hann borgar árlega í iðgjöld fvrir lim- ibyrgð sína £300. Madame Patti, sem nú er bar- ónsfrú Cederstrom, söngkonan heims- fræga, varð fyrst til að koma á á- byrgð af þessu tagi, og var háls hennar og raddbönd f £10,000 tryggingu fyrir hverja söngsam komu er hun gæti eigi gegnt starfa sínnm á, 0g þar að auki bar henni £8,000 þóknun hefði hún mist róm- inn algerlega af slysi. Þrír læknar hölðu stöðugar gætur á rödd hennar að auki við þjónustustúlku hennar og aðra aðstoðarmenn. Að eins tvisvar sinnum gat hún eigi gegnt söngskyldum sínutu. Olli það í annað sinnið £1,500 skaða fyrir eig- anda Gurney sönghallarinnar í Washington. Síðan hefir rödd henn- ar ver ð f £500—£1,000 að eins, Iðgjöld greiðir hún £25 fyrir hvert kvöld. Ábyrgð þessi innibindur allar mögulegar orsakir svo að segja, er koinið geta f veg fyrir að henni sé unt að syngja, það eða hitt kvöld ið. Önnur nafnfræg söngkona, ensk- borin, Madame Delisle, hefir á hljóð- um sínum fasta ábyrgð er nemur £500 fyrir hvern dag, sem hún er á einhvern hátt forfölluð. Tyívegis hefir hún “dregið út:’ þessa upphæð, i fyrra sinnið í 4 daga samfleitt, en í síðaraskiltið um 10 daga. Fyrir þe»sa ábyrgð borgar hun £2,000 á ári. Pianoleikarinn mikli, Jóseph Hoffman, sem datt af reíðhlólinu sinu árið sem leið 0g marði fingur sína, svo hann gat ekkj leikið hljóó- tteri I 14 daga “dróg út” laglega þægju. Ekki einungis eru heudur hans biðar í ábyrgð, heldur er og hver fingur fyrir sig þar að auki f £100 tryggmgu- Þeir sem leigja Mr. Paderwski til að skemta, verða að kosta ábyrgð á hendur hans er nemur Irá £1,000 —£1,500 fyrir hverja samKomu, sem honum er ætlað að koma fram á. Hann hefir alloft “forfallast” frá störfum sinum bæði í Lundúnum og Pétursborg. Dró hann einu sinni £500 pund fyrir 7 daga samfleytta fjarveru. Iðgjöld hans eru £800 um árið, og er þessi ábyrgð langt of iítil móts við timaspjöll þau, er hann að jafnaði mætir. En höndur hans eru líka f £10,000 fastri trygg- ingu að auki. J. E. Skrítin atvinnurígur. Það er haft fyrir satt, að maður si er auglýsir aðallega samkomur Paderewskis leigi jafnan ungar stúlkur til þess að faðma og blístra við pfanoleikarann eftir að samkom- unum er lokið. Borgar hann þeim einn dollar fyrir þenna starfa, og að auki hafa hær frían aðgang að skemtununum.—Þegar Kúbelik var* I New York réði umboðsmaður hans nokkrar fagrar meyjar til að kiassa og kyssa tíðluleikarann, en borgaði þeim tvo dollara fyrfr ómakið, og ókeypis aðgang að samkomunum. Þegar Paderewskis stúlkurnar kom- ust að þvf að hinar höfðu tvöf&lt hærri laun fyrir sama verk, varð úr því taisvert sundurþykki og loks á- flog á strætum úti, svo lögreglan varð a.ð skerast f leikinn og leiða hann til ttjótra lykta. Þýtt af J. E. “AMBER piötu-reyktóbakið er að sigra af eigin verðleika. Hafið þér reynt það ? safnið TAGB. Þau eru verðmæti. Ódýrust föt oftir mSli aalnr - S. SVEINöSOX. Tailor. 408 Aenes Mt. WINNIPEG. TH ODDSON seiur allskonar skófatnað með lægra verði en fólk hefir vanist, t. d. góða sterka karlmannsskó á einn dollar, kvenskó á 50 cents og barnaskó á 25c. Komið og skoðið, þá muuuð þið sannfæxast. 483 Ross Ave. Fyrir minna verð eo h*Kt er fá nokknrstaðar annar- staðar. tekur undirritaður að sér út- búnáð eie.narbréfa (Deeds), veðsknlda- bréfa (JfortKaRes) Of{ alskouar samu- inga (Agreements), oe ábyrgist laga- lept gildi þeirra fyiir dómstólum i J/an- itoba. B. K. OI.MDi. Provincial Conveyancer. Gimli 4/an. Malaður sykur2f pd. fyrir $1; kaffi gott, 10| pd. fyrir $1; mola- sykur 16J pd. fyrir $1; Bakinq Powder, 5 pd. kanna, 45c., 2. pd. kanna fyrir 25c.; rúsínur 5 pd. fyrir 25c.; kúrenur 5 pd. 25c. Jam fata ~T pd. 40c. Drengja fatnaður, frá 4 árum til 9 ára gömlum, frá $1,2 til $1,50, 4 dollara föt. Einnig treyjur tyrir diengi frá 35c. dollais virði. J. J. Joselwich 301 Jarvis Ave. t

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.