Heimskringla - 26.06.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 26. JÍNÍ 1902.
BeimskriDgla.
PUBLIBHBD BT
The HeimskringU News 4 Pablishing Go.
Verð blaðsins i CanadaoffBandar $1.50
nm árið (fyrir fram borgað). Sent til
íalands (fyrir fram borgað af kaupend-
nm blaðsins hér) $1.00
sj&lfu sér mestan og þarfastan
greiða með því, að fara hægra út í
svona lagað veiðimál. Það fást
einhvem tíma upylýsingar meiri
en enn f>á em fengnar. og er hætt
við að þær snúist f>ann veg að
blaðinu hefði verið affarasælla að
fara lítið hægar, 'en það fer á stað
þessu máli.
Peningar sendist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávisanir á aðra banka eni
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
Albert konungur á
Saxlandi dáinn.
«.
L. Baldwinson,
Edltor & Manager.
Office : 219 McDermot Street.
P O. BOX 1*8».
Síðasta blað Lögbergs, er að
gleiðgosast og skeilinefjast með
Rudolph Bocz málið. Auðvitað
lepur það mál þetta upp eftir blað
inu Free Press hér f bænum,einsog
alt annað, sem að getgátum og út-
úrsnúningum lítur f pólitík Liber-
ala. Máli þessa Bocz er svona
varið f fáum orðum: Þessi Rud
olph Bocz mun hafa gefið út blað
vestur í Regina, en flutti hingað
til Winnipeg, og ætlaði að gefa út
blað hér á f>yzku. Hér er f>ýzkt
blað, sem heitir “Der Nordwesten“
og var það ötult málgagn Green-
waystjórnarinnar meðan hún sat
að völdum, en mun nú vera f fóðri
hjá Sifton og Laurier, f>ess vegna
pólitiskt systkini Lögbergs. Maður
þessi samdi við þýzkan mann, sem
vinnur hjá “Der Nordwesten“, að
fá að sjá kaupendalista blaðsins,
líklega til f>ess að fá nöfn Þjóðv,
í f>essu landi svo hann gæti boðið
þeim blað sitt eða sent f>eim það.
Vinnumaður “Der Nordwesten“
gekk að f>vf að s/na honum listana
f pukri, en vegna einhverra á-
stæðna vildi hann ekki halda
orð sín í f>essu loforðamáli við
Bocz, og sagði ritstjora blaðsins
frá pessu, sem er leigunautur Lí-
bt>rala. Hann sagði honum að
hleypa Bocz að listunum, og gerði
hann f>að. En þegar Bocz var far-
inn að yfirlíta listana, kom ritstj.
fram úr leyni með lögregluþjón og
lét hann taka Bocz og setja hann f
fangelsi.
Út úr þessu skóp Free Press
Og Liberalar ógnarlegan gaura-
gang, og vissu áður en Bocz kom
fyrir rétt, að Mr. Roger, ráðgjafi
opinberra verka, stæði á bak við
þenna mann. Ogsvo kom réttar-
haldið,og barjhann þar,aðhannhafi
ætlað að gefa hér út blað, og þess
vegna hafi hann viljað sjá listana,
án þess að hafa nokkuð ilt í huga
að nokkru leyti.
Sem við var að búast reyndu
Liberalar að búa til pólitiskt villu-
ljós út úr þessu máli. Þeir segja,
eða Lögberg segir það að minsta
kosti, að “fullgerðir sanmingar“
hafi fundist á Bocz. Séu þeir á
milli hans og Hon. Rogers ráð-
gjafi opinberra verka. og f>ar f á-
byrgist Mr. Roger að leggja honum
fé til blaða útgáfu. En þrátt fyrir
fyrir f>að að blaðið kallar þetta
fullgerða samninga, þá er nafn
Hon. Rogers ekki undir f>essu
skjali. Er þetta uppspuni og ó
rökstuddar getgátur.—Þetta mál
1 tur helzt út nú erkomið er,f>annig
að ritstjóri “Der Nosdwesten" og
þénustusamir Liberalar hafi lagt
gildrur fyrir þenna Bocz, vegna
þess að hann œtlaði að stofna hér f
bænum annað þýzkt blað. Hafi
þeir haft verkamann “Der Nord-
westen“ til þess að ginna þenna
Bocz, til að skoða nafnalista blaðs-
ins, og ætlað að reyna að koma
glæpsök á hendur honum, og eyði-
leggja blaðafyrirtœki hans hér í
bænum á svona þokkalega hátt.
Svo þurftu þeir samkvæmt stefnu
sinni og pólitiskri vinslu, að reyna
að bendla
þessu skjali, sem á að hafa
fundiztá Bocz, og sem mjög óljóst
er enn þá, hvemig stendur á. Það
er engum vafa bundið, að þett.a
mál er spunnið upp eftir undir-
róðri annara og líklega fætt og
fóstrað hjá Liberölum sjálfum,
hversu feitur kálfur, sem þeim
kann svo að verða úr þvf. Maður
þekkir fingraförin, raddimar og
sönglagið á því öllu saman, þótt
verkstæðis stimpill þeirra sé ekki
fundinn enn þá á þessu pólitíska
fóstri. Lögberg hafði gert
Eins og getið er um í fréttum í
þessu blaði dó Albert konungur í
Saxlandi að kveldi þess 20. þ. m
Hann hafði verið lasinn ura nokk
urn tíma, en ei þungt haldinn. Alt
Þjóðverjaland svrgir hann. Svo
var hann vinsæll maður. Því var
lýst yflr af ráðaneyti hans, að hon
um látnum, að hann hefði kjörið
bróður sinn George f'yrir ríkiserf
ingja eftir.sig, tekur hann þvf við
stjórninni.
Albert konungur var mikils
virtur maður og vel látinn af alþýðu
Og mælt er að Vilhjálmur Þýzka
lands keisari hafi ekki eins góðan
vin átt og hann. Svo félst keisar
anum um fráfall vinar síns, að hann
ætlar að hætta við byrjaðar og áætl
aðar ferðir, og standa yfir moldum
hans. Dauði Alberts konungs verð
ur óefað orsök í því að keisarinn
hættir við för sína og návist yið
Kielar-hátíðina, sem átti að verða
seint í þessum mánuði.
Albert konungur var sjötíu og
fjögra ára gamall. Hann hafði ríkt
yfirþriðja voldugasta rfkina í þýzka
keisaradæminu um tuttugu og nlu
vetur. Hann tók við riki eftir föður
sinn Jóhann 1873. Hann var hinn
síðasti sem lifði af stærstu og nafn
kendustu hershöfðingjum Prússa
Prúss-Frakkneska stríðinu 1870
Sem hershöfðingi varð hann fyrst
frægur í stríðinu við Dani. Hann
var jafn ágætur hershöfðingi og
hann var ágætis maður. Vilhjálmur
keisari sótti afmæli þessa konunga
öldungs síðasta ár, og færði honum
þá gjafir og þakklæti fyrir þjónustu
hans I þarflr þýzka keisaradæmisins,
ásamt fagurri ræðu. Albert kon
ungur var búinn að þjást af krabba
meini um langan tfma og dró það
hann til bana. Hann giftist 1853.
Carola prinsessu frá Wasa. Þau áttu
engin börn saman. George bróð
ir hans var þvf hinn rétti ríkis
erflngi, og hefir hann nú tekið við
rfki að vilja bróður sfns. En ekki
getur stjórn hans orðið langgæð, þar
eð hann er nú sjötíu ára að aldri,
löndum, að undanteknn laDdinu
helga, hefir annað eins samsafn af
undaði og fegurð fram að bjóða,
sem þessi. Þessi staður er það
sama fyrir Constantinopel, sem
Kremlin er fyrir Moscow, Escu-
rial fyrir Madrid, Versailles fyrir
Paris og jafnvel má bera hann
saman við Hampton Court nálægt
Lundúnnm.
I
Heimili helgidóma
og gulls.
Margir hafa lesið ýmiskonar
lýsingar af Constantinopel, bæði
eftir rithöfunda og ferðamenn, og
ýmsa skáldlega sinnaðra höfunda
þar á meðal D’ Amici, sem gjam
ara var að skrifa eftir tilfinningum,
en við ljós virkileikáns, eða eins
og hlutimir koma mönnum fyrir
sjónir, Hann lýsti Seragilo sol-
d&ns, sem hreinasta völundar-
húsi, og þó hún sé það að sumu
leyti, þá er hún það ekki að öllu
leyti. Hann hélt að hún væri
sjálft kvennabúrið og leyniráðstof
ur. Og þannig hafa sumir ímynd-
að sér það, þangað til þeir hafa
séð með eigin augum, að svo er
ekki. Nákvæmlcga þýðir orðið
Seragilo port eða fordyri, sem
liggja að vfgirtri borg, en hér þýð-
ir það húsaþyrping, sem er af
ýmsu tagi, svo sam heimili pasha,
kvennabúr hans, skrifstofur, hest-
hús, bænahús, sem fylgir með stór-
byggingum hjá tyrkneskum mönn-
fylkisstj. við þetta, með um'
Seragilo soldáns er samsafn
af ýmsum byggingum, umgirtum
með voldugum veggjum, og sem
taka yfir afar svæði á eíðinu, sem
Stamboul stendur á, og aðskilur
Marmora frá Golden horn.
Frá jarðfræðislegu útliti og
útsýni, ér sá staður mjög svipaður
og Battery Park í New York, og
er þar unaðslega fagurt bæði að
vera og koma. Hvergi á öllu
Tyrklandi er sjóndeildarhringur-
inn eins fagur og d/rðlegur, sem
þar. Og enginn staður í Austur-
Garðurinn, sem Seragilo er f
var Acropollis til forna, og þar
stóð meginbygging og .dómkyrkja
keisaranna, sem bjuggu þar áður
en Tyrkir tóku Miklagarð. Þar
var höll Justinanna, og Placídiu
drotningar Gota. Fáir eða engir
blettir á jarðrfki eiga jafnmikla
harmasögu og þessi staðíir. Frá
þessum stað sigldi floti Phöniciu
manna, skrautbátar Rómverja, her
snekkjur fornkonunga íLitlu-Asíu
galeiður Dariusar Persakon-
ungs, Þar komu Xer-
xer, Alexander mikli, Filipinus
úr Macadoniu, og það má búast
við að þar hafi þeir komið Aga-
memilon, Ajax, Ackilles og ýmsir
hinir mestu fornaldarmenn, og far
ið þar fram og aftur. Hinar gull-
roðnu hersnekkjur frá Venice og
Genoa fluttu hermenn þar til og
frá. Margar milfóniraf ránsfé hafá
verið fluttar þaðan, Síðan Tyrkir
tóku sér þar aðsetursstað, hefir
hver soldáninn á fætur öðrum dval
ið þar f dýrðlegum unaði og rfkilát
um fagnaði, og margir verið myrt
ir og vélaðir.
Frá þeim tfma, sem Mohammec
II. tók Constantinopel 1453, og
þar til Abdul Medjed 1864 gerði
borgina enn þá stærri og skraut
legri, en hún var nokkru sinni áð-
ur; þá hafa 25 soldánar
verið settir i æfilangt fangelsi og
teknir af lífi, eða verið drepnir
með vélráðum.
Yfir SublinePorte er afar veg
legur bogi reistur með hliðum á,
og bygður f arabiskum stíl, og er
þessi yfirskrift á honum: “O, að
Allah megi ætið varðveita dýrð
þess er hér ræður; ó, að Allah
styrkji hans ’grundvöll11.
I fyrsta lystigarðinum, sem
kallast Janissarium er eindæma
stórt tré, og er nefnt eftir Janiss-
ariunum er lengi börðust um völd
in f .Constantinopel. Und^r því
tré réðu þeir ráðum sfnum og
brugguðu leynilega samninga
Þetta tré er álitið langstærsta tréð
í Evrópu, og tvær af súlum þeim,
sem hlaðið hefir verið undir grein-
ar þess, sem eru afar víðfeðmdar,
voru einu sinni notaða, sem gálg-
ar. Það eru ýmsar byggingar
garðinum innanveggja, auk hinnar
veglegu hallar. Þar er hermanna-
skáli, skrifstofur og svo kvenna-
búrið. Peningasláttuverkstæðið
er þar, hergagnabúrið og skotfæra
geymslustaður, sjúkrahús, hesthús
soldáns, fangastaðir, bæði fyrir
brotlega hermenn, og þrælakvíar,
bænahús, og skemtisalir og gríska
kyrkjan, St Irene, bygð af Con
stantfnus mikla, en sem sfðar var
breytt f hergagnabúr í stað bæna-
húss. Hún er skýr minnisvarði
hinnar byzantinönsku byggingar-
listar,
Á forngripasafninu, sem er í
samhengi við hergagnaskólann, er
geymt sverð Mohameds II., sem
íann bar í umsátinu við Constan-
tinopel. Þar er og geymt sverð
Scanderbeg, herklæði Tameriana,
órot af grarar porfýr Con-
tantinusar, Thoodosiusar, Júlí-
usar Truarvillum og margra
annara grfskra keisara frá Jyrri
dögum.
Þar er Chirkan Scherif, eða
löll hinna heilögu klæða, sem er
mesti leynistaður f öllu Tyrklandi,
iví þar er geymdur kyrtill spá-
mannsins Mohameds, stafur hans,
riddarasverð hans, herfáni, og með-
al þcssara kjörgripa eru tvö hár úr
hans virðulega skeggi, sem lukt eru
gullskríni. Kyrtill hans, sem fáir
nafa séð, er fléttaður úr úlfaldahári,
langur og jarpur að lit, og lík-
ar vefjum þeim, sem prestar
H í
Persíu báru. Hann er vafinn sam-
an og geymdur í skríni, sem gull-
slæðum er vafið utan um, honum til
varnar, og eru þær gerðar af list.
Fáni Islams er grænn á lit, tvö fet á
lengd og tvð & breidd. Hann er út-
saumaður at hinni mestu list. Og í
hann er saumuð sama yfirskrift og
alstaðar stendur í Múhammeds bæna-
húsum, nefnil, að enginn guð sé til
neraa Allah, og Mohammed sé hans
spámaður. Þenna fána á Mohammed
að hafa borið sjálfur, og heflr jafnan
síðanve ið sá mesti helgidómur og á
trúnaðar kjörgripur á meðal Mohain-
medsáhangenda. Ef að soldán skyldi
bera þenna fána sjálfur inn í bæna-
húsið í St. Sofia, þá þýddi það, að
hver einn og ejnasti maður í Tyrkja-
veldi yrði að grípa til vopna og berj
ast fyrir hinn alheilaga Allah.
Það eru margar fleiri listabygg-
ingar í Seragilo, og eru sumar af
þeim nafntogaðar fyrir hið fagra
byggingarsnið, sem þær eru gerðar í,
og fyrir marmara tegund þá, sem þær
eru bygðar úr. Aftur eru þar til
byggingar, sem eru hálf ísiárverðar
áliturn, og líkjast vöruhúsum en eru
skjalasafnbyggingar og geymsiustað
ir kvenklæða ríkisins, og er þeirra
vel gætt og af ásettu ráði líklega
höfð óásjáleg að utan. Eldhús sol
dáns tekur yfir afarsvæði og er
bygt fagurlega og með fögru hvelf-
þaki, gegn boruðu fyrir reyki til út
komu, í staðiu fyrir reykháfa. I
fyrridaga er sagt að 40,000 aliuxum
hafi verið slátrað þar árlega, að ó
töldum fjölda sauða, geitfénaðar,
kálfa, geltum hönam, gæsum, end
um dúfum og öðrum dýrum sem
trúarbrögðin leyfðu að eta.
í Ágúst 1863 skemdist allmikið
af þessum byggingum af eldi, svo
nú líta þær allskuggalega og forn-
fálega út. Þær þyrftu viðgerðar og
málningar yið, og yrðu þá mikið á-
sjálegri. Vanræktin skín utan á
þeim hátt og látt. Það eru stór
svæði í Seragilo, sem engar bygg-
ingar standa á. Eru sum þeirra
notuð til heræfinga og hirðvenju
leika, en öll eru þau óhrein og
aumkunrrlega illa hirt.
Langfegursta listabygging þar,
er hið nafnfræga austurlanda Kiosic,
þekt undir nafninu Tschinilli, eða á
voru máli Musteri Mohammeds
manna, sem er að miklu leyti úr
postulíni. Það bygði Mohammed
Sigursæla í líkingu við musterið,
sem á þeim tíma var í Bagdad.
Stendur það enn þá í ágætu ásig
komulagi, og hefir verið vel með
farið, og er það þakkavert. Hvergi
f heimi flnst annað eins steinhöggv
ara listayerk og á stöplunum og
dyrasúlunum við fordyri þessa
musteris. Veggirnir eru hvelfdir og
slær logagyllingu um þá alla, þvt
þeir eru fóðraðir frá lofti niður að
gólfl með persiönskum tigulsteini, og
eru eins að útliti nú og þeir voru
daginn sem lokið var við þá. Allar
dyraumgerðir eru úr messingu, en
alt viðarverk er sett og hlaðið móð-
urperlum. Öll tjöld og gólfdúkar er
oflð úr ffnasta silki Musterið er
langfegursta stórbyggingin í Con-
stantinopel og hin dýrasta höjl, sem
fyrir trúarbrögðin hefir reist verið.
(Framh.).
Landinn.
Eftir: Guðmund StepXnsson.
(Niðurlag).
ur sig meiri mann en hann er. En
hverslags er þetta, dautt í sfgarnum.
Ég verð þó að fá að kveikja í hon-
um, þó að mikið sé um að vera og
naumur sé tíminn,” sagði hann, leit-
aði í vösum sínum og strauk sig all-
an frá hvirfli til ilja, því hann vant-
aði eldspýtu. “Heflrðu enga eld-
spýtu ? hérna er ein,” sagði vinur
Gríms, er altaf sat þegjandi hjá.
Grímur var farinn að verða dreym-
andi á svipinn og brosti út I bláinn
að einhverju, sem honum datt í hug.
Þá eru kirkjurnar næstar á pró-
gramminu. Þá tekur nú út yfir,
>ar er tjónið af heimsku þjóðarinn-
ar tvöfalt,” hélt Björn áfram, þegar
kviknað var í vindlinum, “Því
sagðirðu ekki tvöhundruðfalt”? sagði
Grfmur glottandi.” “Standi það þá,”
sagði Björn, “en það, sem ég meina,
er það, að fyrst og fremst er fyrir-
höfn og fjárútlát í að byggja kirkj-
ur og halda þeim við og svo hefir
kirkjufélagsskapurinn spillandi á
hrif þar að auki. Kenningar kirkn
anna vekja flokkadrátt og sundur-
Jyndi, af því þær eru svo margar og
mismunandi, en það hafa þær allar
sameiginlegt, að þær gera þá þröng-
sýna og þunglynda, sem þær hafa á
annaðbdrð nokkur áhrif á. Þeir eru
nú á dögum reyndar orðnir fáir, sem
hún er til byrðar & þann hátt, en
viðleitnina er að virða og af verkun-
um skuluð þér dæma þá, stendur
þar.” Grtmi féll auðsjáanlega illa
þessi sfðasti ræðustúfur, þvf hann lét
b'ýrnar síga til muna, en af einni
cða annari ástæðu stilti hann sig og
lét, sem hann hefði verið annað að
hugsa. “Varstu nokku'ð að segja”?
spurði hann, ein3 og úti á þekju.
“Ég er ekki að halda þér uppi á
snakki, ef þú getur ekki fylgst með,”
sagði Björn og rann strax f skap, af
því að Grímur skyldi ekki hafa
tekið eftir því, sem hann sagði.
Grímur sá að hann varð eitthvað að
gera, til að jafna þetta, svo hann
spurði Björu, hvort hann vantaði
ekki glas. Björn þáði það umyrða-
laust. Þe.;ar hann var búinn úr
glasinu tók hann aftur til máls, eins
og ekkert hefði í skorist. “þá eru
nú skólarnir, þeir eru náttúrlega,
eins og eðlilegt er óskaðlegastir. Ég
ber reyndar ekki á móti því að þeir
sé nauðsynlegir.” “Þú gerir það þó
ekki,” sagði Grímur. “Nei, reyndar
ekki, en þó hefi ég oft verið að
hugsa um, hvaða gagn þessi mentun
gerði eiginlega, og ég sé ekki að
hún geri anDað, en venja menn upp
í hrekkjum og ýmsum óþokkaskap.
Ég veit það til dæmis með agentana,
flestir eru þeir eitthvað skólagengn-
ir.” Grfmur flýtti sér að taka fram
í. “Það verður þú þó að játa, að
margir af þeim eru snyrtilegir og
kurteislegir og varla hefir þú kynst
mörgum skólgengnum mönnum, ef
þú hefir ekki hitt neinn með fínni
tilfinningum, gleggra auga fyrir
bágindum og heitari löngun til að
hjálpa nauðstöddum, en hægt er að
tinna meðal ómentaðra verkamanDa.
Ég er hvorki að segja þér né öðrum
verkamönnum þetta til lasts. Þetta
er bara eðlilegi. Upplagið getur
verið sama í hvorumtveggja. Sami
maðurinn myndi verða alt annar
maður, ef hann gengi mentaveginn,
sem kallað er, lieldur en hann verð-
ur, ef hann þarf að strita fyrir lffl
sínu frá vöggunni til giafarinnar.
Það er af þeim ástæðum að vinna
gerir mann sljóan að hugsa og
skynja og jafnframt verður tilfinn-
ingin fyrir lífskjörunum sljóari,
hvort heldur eru manns eigin eða
annara. Aftur á móti gerir hún lfk-
amann þolinn og þrekið mikið. Al-
veg gagnstæð eru áhrif mentunar-
innar. Mentunin æfir hugsunar-
færin og skynjunarfærin, en dregur
alla dáð úr líkamanum.” “I see, I
see,” sagði Björn og kinkaði hálf-
máttlausu höfðinu fram á borðið.
Grímur brosti í kamp og hélt áfram.”
“Ég fyrir mitt leyti játa að hvor-
tveggja er nauðsynlegt og bezt að
hvor tveggja gæti jafnan farið sam-
an. Þetta hafa Vesturheimsmenn
séð og gera nú alt, sem þeir geta, til
þess að gefa nemendum tækifæri til
að reyna á líkamann og æfa vöðv-
ana jafnframt náminu, enda eru
margir af embættismönnum þeirra
feitir og stórir hreystiskrokkar, al-
veg ólíkir títuprjónunum, sem ár-
lega skrfða út úr embættisskólunum
heima.” “Þú ættir að þegja, heldur
en lasta gamla landið, svo ég heyri,”
sagði Björn hátalaður. ^ “Ég var nú
ekki beint að þvf Björn minn. Ég
var bara að tala um mentun og skóla
yflr höfuð,” sagði Grímur. “Já, þú
varst að tala um mentamenn og
verkamenn. Ég ætlaði einmitt að
segja þér að hundrað sinnum heldur
vildi ég vera hálfviti en j'heigull,’,
sagði Bjðrn. “Þú greip3t fram í fyrir
raér Grímur minn” hélt hann’áfram.
“Það sem ég ætlaði að segja, var
ekki að skólarnir væru beinlínis til
ils, heldur ætlaði ég að spyrja, hvort
þeir væri, eins og þeir ætti að vera,
eða því geta þeir ekki gert krakk-
ana skárri en þeir eru. Krakkarnir
hérna á strætunum eru bara reglu-
legir hálfvitar. Þeim væri damned
side betra þessum kennaraslápum að
reyna að siða þá, eins og vera að-
gerðalausir helminginn af tímanum.
Það er sagt að þeir vinni ekki nema
3 tíma á dag sumir þeirra,” sagði
Björn og dottaði fram á borðið.
“Börnin eru æfinlega ærslafull, og ég
sé ekki að börn hér á strætunum láti
svo mjög illa,” sagði Grímur. “Það
er þá fvrir það að þú ert hér altaf
inn í brikkbyggingunum í miðparti
bæjarins,” sagði Björn, “en ég get
sagt þér sögu til dæmis, setn sýni r
að þau eru regluleg villidýr. Ég
kom hérna einu sinni um vorið og
gekk fram hjá einum þessum skóla,
þar voru heilmargir strákar í skóla-
jarðinu. Þeir voru allir f snjókasti.
Ég gekk nfittúilega alveg saklaus
fram hjá þeim. Vissi ég ekki fyr
til, en þeir lórn allir að henda í mig.
Einn þeirra hitti mig með hörðum
kögli utan á vangan, svo ég fór að
bölfa á fslenzku því ég reiddist, og
svo ætlaði ég víst. held ég, að fá mér
snjó og borga fyrir mig, komu þeir
þá ekki allir í þvögu. Ég held
hreint þeir hefðu klárað mig, ef ég
hefði ekki verið svo heppinn, að
pólitíið kom og skarst í leikinn.
Þetta og annað eins ætti ekki að
þurfa að koma fyrir, ef skólarnir
væri, eins og þeir ætti að vera.”
“Þetta hafa alt verið svo litlir
krakka angar,” sagði Grímur.
“Krakka angar,” át Bjðrn eftir, “þó
að það væri krakka angar, áttu þau
ekki að vera betur vanin en þetta
fyrir þvf, svo sýnait mér tvítugir
strfikar og þar yfir sumir ekki vera
hóti betri, Þeir eru sumir skolli
lítið betri en apakettir og ganga
þeir þó ekki á skóla.” “Nú held ég
sé farið að slá út í fyrir þér Björn
minn’” sagði Grímur og hló dátt að
fyndni Björn3 og tilburðum. “Nei
ég veit hvað ég segi enn, vertu viss,”
sagði Björn. “En ef þetta væri alt,
sem athugavert er við Winnipeg þ&
væri hún sannkölluð jarðnesk para-
dís,—alveg öfug við það sem hún
er.” “segðu nú ekki þetta Björn
minn. Winnipeg er að mörgu leyti
góður bær,” sagði Grímur. “Hún
er nú ekki betri fyrir það, þótt hún
sé ekki verri en aðrir bæir,” sagði
Björm “Hvar viltu eiginlega lifa?”
spurði Grímur brosleitur. “Þú sagtÞ
ir í kvöld, að þú vildir nokkuð held-
ur vera hér í Winnipeg, en úti &
landi og svo segir þú að hér sé jlt
að vera.” “Reyndar sagðí ég það
nú ekki að hér væri ilt að yera, en
svo má það samt vera, svo viðyikj-
aDdi því hvar ég vilji lif'a, þá vildi
égnfittúrlega helzt deyja hérna &
hótelinu. En ég segi þér það satt
lagsmaður, þú hældir ekki Winni-
peg, ef þú hefðir unnið með mér
bara fyrsta daginn, sem ég vann
hérna í skurðunum. Herrann trúr
þá gekk alveg fram af iaér. Alt
toldi við spaðann. Svo mátti ég
ýmist vera á fótunum, hnjánum,
maganum eða höfðinu næstum að
segja niðri I svo lftilii holu, sem var
svo þröng að ég gat varla snúið mér
við í henni.. Og þarna stóð bosinn
yfir okkur með hendurnar I vösun-
um, prúðbúinn og gerði ekki hand-
arvik, en að vita þann mun. Og
svo lyktin og kleiið, ég hefði getað
hlaupið f rauðan dauðann, til að flýja
óþokkann á sjálfum mér, ef ég hefði
ekki verið svo skynsamur, að ég sá,
að það var ekki til neins. Um
kvöldið var náttúrlega ekki hreinn
díll & ðllum mfnum skrokk, hattur-
inn, hárið, kótið, buxurnar og alt
saman ekkert nema clay, þetta líka
geðslega stuff.” “Það heflr verið
eitthvert forarræsi, sem þú vanst í,”
sagði Grímur. “Eins og það sé ekki
altsaman forarræsi. Yes sir — alt
forarræsi. Undir allri heilu Winni-
peg er nú ekki annað til, en for, það
ættir þú að vita.” “Hættir þú þá að
vinna í skurðunum,” spurði Grímur.
“Nei,” sagði Björn, “ég vinn í þeim
enn. Það er svo sem ekki um betra
að velja fyrir mig. Á millunni þar
er vinnan svo hörð, að ég myndi
ekki þola hana, og svo er kaupið
svo látt líka. Nú byggingarvinnu
má náttúrlega fá svona stundum, en
ég er orðinn gamall og veit ekki hvort
ég f>yldi hana heldur, nei, það er &
factorlunum, þar er náttúrlega log-
andi góð vinna, bæði létt og þokka-
leg og svona meðal kaup, það er að
segja, ef þau væri nokkur til hérna í
Winnipeg.” “Já það er nú það,
sem að er, að þau eru svo fá,“ sagði
Grímur og leit á ská upp á við. “Ég
býst svo sem ekki við betra, en að
lffa og drepast hérna í skurðunum,
fyrst ég fór í þá á annað borð,” sagði
Björn. “Mér þykir verst að sjá,
hvað þeir eru hnyttir og hlykkjóttir
karlarnir, sem lengst eru búnir að
vinna þar, ef ég skyldi svo verða
eins.” “Þú ert að verða áhyggju-
Iegur Björn minn,” sagði Grímur.
“Eg held þú verðir að fá svo sem
eina fingurbjörg, til að hressa þíg,
svo er klukkan orðin hálfellefu, við
getunn bara gengið fram að barinu
um leið og við förum út.” ‘-Já við
skulum fara áður en tíminn er úti,”
sagði vinur Gríms og stóð á fætur.