Heimskringla - 07.08.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.08.1902, Blaðsíða 1
XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 7. ÁGÚST 1902. Nr. 43. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Telegraphþjónar Dominionstjórn- arinnar í Yukon hafa gert verkfall, af því þeir hafa enga borgun fengið svo skiftir mánuðum og sumir ekki í heilt ár. Þeir hafa orðið að fá peningalán til að geta lifað og borga 2% vexti af því á hyerjum mánuði. Enn fremur hefir kaup þeirra nö verið lækkað um £ part við það sem áður var. Þessir menn hafa staðið í bréfaskiftum við Otta- wastjórnina um þessi mál. en þau hafa ekki verið tekin til greina, og því gerðu þeir verkfallið. Fimmtíu þésund dollars í gler- hörðum peningum náðu 3 ræningjar af járnbrautarlest í Texas þann 24. f. m. og komust allir undan með ránið- Munkaklaustur mikið í Quebee fylki brann til ösku i fyrri viku. Um 100 munkar voru í klaustrinu. 2 þeirra skemdust af eldinum og er talið víst að þeir missi líflð af því. Japanar hafa formlega tilkynt Bandaríkjastjórn að Marcus-eyjan tilheyri Japan, og að þeir ætli sór að halda henni. Þessi eyja heflr verið þrætuefni um langan tíma milli Bandamanna og Japana. En nú hafa Japanar unnið málið. Dominionstjórnin ætlar að verja 1 millíón dollars tll hafnbóta í Fort Willian og Port Arthnr, og skipan- ir hafa verið gefnar um að byrja vinnu tafarlaust. Brezka hermálastjórnin hefir á- kveðið að kaupa árlega í Canada 1500 hesta til nota í hernaði og við heræfingar. Ottawastjórnin hefir á ný ónýtt lög þau er British Columbiastjörnln gerði fyrir skömmu, um innflutning Japaníta í fylkið. Verkfallsraenn í Pottsville, Penn., skutu haglskotum í andlit og axlir á Daniel Landerman, einum af verk- stjórunum í kolanémnnum þar. Lík- legt þykir að maðurinn muni halda lífl. Búafot ingjanum De Wet var ný lega haldin veizla mikil í Cape Town í Suður-Afríku. Svo var vandað til veizlunnar að hvert sæti þar kostaði $25. í sama bæ komst fólkið að því einn sunnudag fyrir skömmu, að herforingjarnir Botha og Delary höfðu komið þar í bæinn og farið I kyrkiu. Sótti þó fjöldi manna að kyrkjunni, óð inn í hana og tóku herforingjana upp á axlir sínar og báru þá út og settu í kerrur og keyrðu þá um öll aðalstræti borg- arinnar, svo að fólki gæflst kostur á að sjá þá. Presturinn mælti harð- lega á móti þessu athæfí, en honum var enginn gaumur gelinn. Fólkið sýndi herforingjunum alla þá virð- ingu, sem það gat frekast gert, og þúsundir manna eltu kerruna með gleðilátum um allan bæinn. C. P. R. félagið heflr boðið Breta- stjórn að byggja hraðskreið guíu- skip, sem svo skuli ganga milli Bretlands og Canada og skrfða 24 mílur eða meira á kl.stund. Áður vildu engin félög takast þetta á hendur. Ea nú rísa ýms félög upp sem bjóða 1 kapp við C. P. R. íélag- ið og er trúlegt að eitt hvert þeirra verði hlutskarpara, þó London Tim- es mæli með C. P. R. félaginu, — að minsta kosti verður þess nú ekki langt að bíða, að Canada fái skip, er keppi við New York línurnar Svo segja Evrópu-blöðin, að nú sé þröngt í búi hjá mörgum í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku, og að útflutningur þaðan til Bandaríkj- anna sé með mesta móti, á 9 mánuð- unum, upp tíl 31. Marz síðastl. höíðu nær 23500 manna flutt frá löndum þessum til Bandaríkjanna, auk þess sem flutti til Canada á sama tíma- bili. Fyrsta bygg var slegið í Mani- toba þann 26. f. m. I ár. Það reynd ist bæði gott og mikið. Balfour stjórnin á Englandi er óvinsæl. Kjósendur f North Leeds, sem áður gáfu Salisburystjórninni fleirtölu atkv. 2517, hafa nú snúið við blaðinu og kosið Liberal með 758 umfram, svo hefir einn þing- maður, John Watson, sem áður fylgdi Salisbury, nú snúist f lið með Liberölum, svo að Balfour hefir tap að 2 sætum í þinginu. — Það mun fara eins og Hkr. spáði fyrir nokkru, að friðarsamningarnir íSuður-At'rfku yrðu fyrsta beint spor til stjórnar- byltingar á Englandi. Upphlaup mikið hefir orðið f námabænum Shenandoah í Pennsyl- vania. Eitthvað af mönnum, sem ekki tilheyrðu verkamannafélögun- um höfðu ætlað að vinna fyrir náma- félag þar, eu verkamenn félagsins, sem höfðu lagt niður vinnu sfna, urðu varir við þetta og börðu menn- ina til óbóta og drápu einn þeirra. Um 5000 verkfallsmenn gerðu upp- hlaup í bænum, drápu kaupmenn og áðra sakleysingja og skemdu eignir. Lögreglan roátti þar ekkert við. Um 1000 skotnm var skotið og margir særðir og feldir. 1500 hermenn voru þá settir til að bæla niður upp- hlaupið, en ekki fyrr en hálft hundr- að manna höfðu verið særðir og drepnir. Um 40 verkfallsmenn særðust í upphlaupinu, og segja blöðin þá alla vera útlendinga.— Það er slík aðferð sem þeasi, að skemma eignir manna og særa og myrða saklauBa menn, sem Hkr. heflr fundiðað í sambandi við verk- föllin f landi hér, en ekki það þótt verkalýðurinn hafl öll heiðarleg samtök til þess með lagalegum með- ölurn að útvega sér lífvænleg vinnu laun. Ástæðan fyrir verkfalli mann- anna og óbeinlínis fyiir uppreist- um og manndrápunum var sú, að félagið sem þeir unnu hjá, vildi ekki leyfa “Organizer“ félagsins að hala frjálsan umgang um verkstæð- in á öllum tímurn. 15LAND. Eftir Stefni. Akureyri, 30. Júní 1902. Háskólapróf. Jón Sveinbjörns- son, sonur Lárusar háyfirdómara Sveinbjörnssonar, hefir tekið fyrri hluta lagapróf, með 1. einkunn. Próf f heimspeki við háskólann ,hafa þessir landar tekið: Einar Árnórs- son, Jón Ófeigsson og Skúli Boga- son, allir með 1. ágætis einkunn. Haukur Gíslason, Guðmundur Ein- arsson og Fröken Björg Þorláksdótt- ir með 1. eink. Eftir Þjóðviljanum. Bessastöðum, 4. Júlf, 1902. [Skúli Thoroddsen, 1 Þjóðvilj- anum 4. Júlí, segir]: Ætlum vér mjög sönnu nærri, að þjóðkjörnir þingmenn skiftist nú þannig: Framfaramenn: Björn kaupm. Kristjánsson, Eggert bóndi Benediktsson, Guðl. GuðmuDdsson sýslumaður, Jón Jónsson frá Sleðbrjót, séra Magnús Andrésson, Ól. Briem umboðsmaður, séra Sig. Jensson, Skúli Thoroddsen, Stefán kennari Stefánsson, Þórður Thoroddsen læknir, Þorgr. Þórðarson læknir. Umbótamenn: Ari Brynjólfsson, séra Árni Jónsson, Björn sýslum. Bjarnarson, séra Eggert Pálsson, Guttormur Vigfússon, Hermann Jónasson, Kl. Jónsson sýslumaður, Pétur Jónsson. Frekir íhaldsmenn. Tryggvi Gunnarsson. Lárus Biarnason sýslumaður, Hannes Þorsteinsson ritstjóri, Ólafur Davíðsson verzlunarstjóri, Sighvatur ganili, Guðjón Guðlaugsson, Jósafat gamli, ofefán í Fagraskógi. Flokkleysingjar: séra Þórhallur Bjarnarson og Jón Magnusson landritari. ísaflrði, 24. Júní 1902. “22. til 23. þ. m. gerði hér norðanhret og snjóaði á fjöllum. Vorið heflr verið mjög þurkasamt, og oftast frost á nóttum, svo að gróður er enn mjög lítill. Bátfiski við Djúp heflr verið fremur reitingslegt nokkra undan farna daga, þótt síld hafi verið beitt, enn fremur nokkur afli á skelbeitu, f verstöðunum innan Arnarness, einkum f Djúpinu norðanverðu. Ensk flskikaupmaðurinn Mr. Ward, heflr borgað 35 kr. fyrir skp. af liálfþurrum smáfiski, og kvað hafa fengið um 1000—1100 skp. f Bolungarvík. — Kaupmaður Árni Sveinsson hér á ísafirði heflr einnig keypt eina smáhlaðningu af sams- konar flski fyrir L. Zöllner f New- castle, og hefir hann borgað einni kr. meira hvert skp. Önundarfirði, ísafjarðarsýslu, 19 Júnf: Síðan vertíðin byrj; ðj hér um sumarmálin, hefir verið fremur góður afli, enda var hrognkelsafli mikið góður framan af vertíðinni, en síðan hefir kúfiskurinn verið aðal beitan, og er hann tekinn með plógi, ýmist fyrir Hjarðaidals- eða Þóru- staðalandi. Vel heflr sézt af sfld hór á firðinum, en þó eigi orðið að liði, þar sem hér er enginn vörpuút vegur, ogrietin of stórriðin fyrir sfld þá, er nú gengur.—Annars er báta- útvegurinn hér fremur lftill, að eins 6 bátar, er ganga fi á Kálfeyri, og svipuð bátatalari, sem uppsátur heflr annarsstaðar, í Valþjófsdal eða Flat- eyri. Kolaveiðar eru nú stundaðar hér f stórum stýl hér í firðinum, sem að undanförnu, og reka þá veiði 6 kútt arar frá Friðrikshöfn, en guíuskipið Cimbria flytur aflann í fs til Bret- lands, á hverjum hálfsmánaðarfresti. Samskonar veiði stunda einnig þrfr ísl. bátar, er ganga frá Flateyri, og heflr kolaveiðin lánast mikið vel. Drukknun. 25. Júní síðastl, datt maður út at flskiskipinu “Svanen“, er var á útsiglingu frá Reykjavík. Hann sökk þegar og drukknaði. Maður þessi hét Sigurður Jóhannes- son, og var kvæntur maður á Akra- nesi. Hinna illræmdu, alkunnu sunn- lenzku rigninga heflr enn orðið lftið vart, sem af er sumri, en tfðin yfir leitt \erið mjög þurviðrasöm. ^ Þilskipaafli er fékst á vetrarver- tíðinni, mun þvf allur þurr orðinn, og er það sitt hvað, eða f fyrra. Á hinn bóginn hefir þó alloft ver- ið svo mikið náttfall, að gróður er þegar orðlnn nokkur hér sunnan lands. 9. Júlf. Nýr prófastur. 16. Júnf hefir byskup skipað séra Bjarna Sf- monarson á Brjánslæk, prófast f Barðastrandarprófastsdæmi, í stað séra Sigurðar Jenssonar, er æskt hafði lausnar. Frakkneskur konsúll. Héraðs- Iæknir Georg Georgsson á Fáskrúðs- flrði er viðurkendur frakkneskur konsúll. Próf f læknisfræði. Embœttispróf í læknisfræði tók f f. m. við háskól- ann f Kaupmanuahöfn Steingrfmur Matthíasson skálds Jochumsonar og hlaut 1. eink- I s. m. tóku f Reykjavík fyrrj hluta læknisprófs: Þorvaldur Páls- son og Guðm. Pétursson. Tfðin er enn mjög hagstæð hér syðra, öðru hvoru smá-gróðrarskúr- ir hitar og sólskin við og við. ISI.ENZKUR LÝÐHÁSKÓEI. Búfr. Sigurður Þórólfsson. er dvai ið heflr um tíma viðdanska lýðhá- skóla, heflr nýlega auglýat, að hann byrji að halda ísl. lýðháskóla f Rvík á komanda hausti. Það er enginn efl á því, að oss Is- lendingum væri það gagnlegt, að fi æðsla með svipuðu fyrirkomulagi er tíðkast á lýðskólum Dana, kæmist á hér á landi, og má vel vera, að hr. Sig. Þorleifsson hafl eitthvað í það, að standa fyrir slíkum skóla. En um hitt erum vér í nokkrum vafa, hvort Reykjavík sé vel valinn staður fyrir slfka skólastofnun, sem ætluð er fslenzkum bændaefnum, og hyggjum, að heppilegra hefði verið að hafa skólaun í sveit, ef til vill f samhandi við einhvern búnaðarskól- anna. Eitt slæmt glappaskot hefir hr. Sig Þorólfssyni einnig orðið á, þegar í byrjun þessa máls, þar sem liann flaggar með þeim Sigurbirni Ást- valdi og Olaflu Jóhannsdóttir, sem einu föstu kennurunum við lýðhá- skóla þenna. Lýðháskóli þessi virðist því eiga að verða “innri missfónar-stofnun, ojr má þá geta nærri, að Kölskí gamli skipi þar eigi óæðri bekkinn, þar sem hann á sér jafn öfluga post- ula. En að helvítis-kreddur og djöfla- trú “innri missíónarinnar“ verði ríkjandi trúarstefnan á fslenzkum lýðhftskóla, og breiðist þaðan til bændastéttarinnar, teljum vér mjög illa farið. Slikar kenningar geta auðveld lega leitt til þunglyndis, og enda til geðveiklunar, þegar þær eru inn- prentaðar fólki, sem litla mentun heflr, og er sízt gerandi leikur að slfku. * Vér riljum því mjög alvarlega ráða mönnum fr.i því, að gefa sig undir leiðsögn nr. Sigui björns Ást- valdar og námsmeyjar hans, Ólafliu Jóhannsdóttur, í trúarefnum- nóg er nú vitleysan samt, þótt eigi sé geng- ið skólaveginn, til að meðhöndla það hnossið. En hr. Sig. Þórólfssyni viljum vér í einlægni ráða til þess, að spara sér ögn skriftirnar um “æskufjörið" og “glaðlyndið'1, sem hinn væntanlegi lýðháskóli hans veiti, meðan hann fi .ggar efst á stöng með “innri- missíónar" prelátanum. Þjóðviljinn. ÚR BRÉFI FRÁ SELKIRK. Ritstj. Hkr, Mig langar til að senda þér fá- einar lfnur fréttaeðlis héðan úr bænum. Eg er búinn að taka eft- ir þvf, að þó hér beri eitthvað sögu- legt við, þá skirrast menn við að segja tíðindin í blfiðunum, af hvaða ástæðum sem það er, hvort heldur af varkárni fyrir f>ví að iáta ekki hafa eftir sér, eða af því að enginn treystir sér til að rita fréttagrein, ...... Hitt er vfst, að héðan hafa eigi verið fréttir ritaðar um langan tfma, svo orð sé á gerandi. Og þótt ég nú ráðist í að segja fáein orð, þá ætla ég ekki að seilast langt aftur í tímann, heldur að eins minnast á allra síðustu við- burði vors göfuga bœjar. Ég vil f>ví að eins minnast á f>að, að séra íStefán Sigfússon var hér í bænum nokkra daga og flutti hér fyrirlest- ur þann 21. Júlf, sem hann nefndi “Trúin og vantrúin“. Voru bar um 20 manna samankomnir. Fyrir- lestur þessi var að nifnu áliti snild- arverk. Hann var aðallega heims- spekilegur og fremur torskilinn, og eigi við alþýðu hæfi, sfzt að heyra hann í flýti. Þannig fyrir- lestur ætti að prentast, svo fólki gæfist kostur á að lesa hann oftar en einu sinni. Höfundur dró fram ástæður þær er fram hafa verið fluttar fyrir tilveru guðs, og einnig pær er hinir svo kölluðu vantrúar- menn liafa fiutt gegn þeirri skoð- un. Auðvitað var hann persónu- lega á þeirri skoðun. að guð væri | til, en viðurkendi þó að það væri j enn ósannað, En hann áleit líka, að tilveruleysi hans væri enn ó- sannað. En hann sagði aðaf þvf; vísindin næðu ekki yfir nema tak- markaða hlxiti af náttúrunni, þess vegna væri ómöguleiki f/rir tilveru guðs utan við hið þekta. Fyrir- lesturinn var vel saminn að mál- færi og efni og niðurröðun, kurt- eislega orðaður á báðar hliðar. Hann sýndi virðingu fyrir skoðun- unum og talaði heiðarlega um mót- stöðumenn sfna. Og að mfnu áliti var þessi fyrirlestur ekkert “hlass á völlinn", þó ég búist við að góð- um kyrkjumönnum kunni að sýn- ast það drítur upp á Helgafelli, einkurn af þvf að höf. fann ekki á- stæðu til að verja kristnina, þareð hann spáði henni bráðum dauða. Hann lagði alla áherzlu á guð, en gat þó ekki um hvað hann vildi kalla liann. Ég vildi hvetja höfundinn til að gefa útþenna íyrirlestur; hann er meira en þess virði og heilbrigð- ir guðstrúarmenn mundu finna uppl/singu og ánægju f honum. Ég fyrir mitt leyti er höf. þakklát- ur fyrir þetta verk og óska honum góðs gengis. Selkirk, 24. Júlí 1902. S. B. Benedictsson. SPANISH. FORK, UTAH, 26. Júlf 1902. ' Ritstj. Heimskringlu. Svo árum skiftir hafa, þvf mið- ur, greinar þær, sem sendar hafa verið héðan í íslenzku blöðin i Ca- nada, ekki einungis verið óáreiðan legar, heldur hefir ritháttarinn og orðatiltækin verið af þvf tægi, að greinarnar í heild sinni, með fáum undantekningum, geta ekki álitist að vera neinum til sóma. 1 opin- berri ræðu, sem velþektur ritstj. hér í Bandaríkjunum hélt fyrir fá- um árum síðan, sagði hann meðal annars, að skens og skrípamyndir væru sett f blöðin vegna þess að þess háttar þóknaðist lesendunum, en þar eð blaðamenn gæfu blöðin út sér til lífsframdráttar, þá yrðu þeir að setja það f þau, sem fólk sæktist eftir, svo þau gengju út. Og þar eð ég hefl enga ástivðu til að rengja þetta, þá synist nrr það vera jafn heiðarlegri, skynsamri, mentaðri og siðaðri þjóð, sem Isl. eru, fremur til lasts, en lofs, að ó- sæmandi skens og skammar grein- ar taki upp það rúm f blöðunum, sem heldur ætti að brúkast til fróðleiks og framfara livata. Það er sorglegt að fróðir og skynsamir menn skuli fremur brúka hæfileg- leika sfna til þess að hnýta saman svfvirðilegum orðatiltækjum og skrfpilyrðum, til þess að smána landa sína og nábúa að ósekju, en þeim til fróðleiks og góðra upp- örvana. Eftir því sem ég kemst n;i‘st. þá er það alt of oft, ef ekki eingöngu, að það sem skrifað hefir vcrið héð- an nú um nokkra tfð, ekki til að trúa, sumt hefir verið framúrskar- andi hól og grobb. og aftur á hinn bóginn, sumt óliæfilegar skammir, og svívirðingar, mjög lítið af sann- leika. Það minnir mig á það, sem nafnfrægur, enskur ritari, segir á einum stað: “Sá sem segir mig betri en ég er, málar mig hvftan, sá sem segir mig verri en ég er, málar mig svartan. En báðir eru jufn óáreiðanlegir, því hvorugur segir mig eins og ég er”. Ég skrifa þetta ekki af illvilja eða hatri til þeirra landa minna hér, sem auðsjáanlega hafa um nokkra umliðna tíð verið að reyna til að taka hver öðrum fram í þess- ari ófögru athöfn, lieldur til að vekja athygli þeirra á, að ef þeir brúka hæfileika sína til góðs, í staðinn fyrir til annars, þá geta þeir verið þjóð sinni bæði til sóina og uppbyggingar. John Thorgeirsson. Mr. A. Eleord, umboðsmaður “New York Liíe” Grand Forks N. D. Kæri herra:— Abyrgðarskírteini mitt, No. 162,469, sem nú er fallið í gjald- daga, f NEW YORK LIFE, heflr reynst mér ábatasamt vaxtafé ekki siður en fjöskyldu minni í síðastl. 20 ár, hef ég borgað félaginu $425.60 en er nú boðið $734.15 í peningum, sem gerir í hreinan ágóða $308.55 eða, eg get fengið fiá fél. $278.15 í peningum og samt haldið ábyrgð minui fyrir $1,000,00 uppborgað og rentuberandi. Þessir $278.15 eru 65% af innstæðuborgunum, og þó hef ég haft $1,000 ábyrgð í 20 ár í því sterkasta lífsábyrgðarfélagi I heimi. Ég get tæpast látið í ljós ánægju mfna yfir þcssum árangri. Viðskifti min við “New York Life” hafa verið mér bæði ánægju- leg og ávaxtasöm. Ég tel þetta bina beztu tegund lifsábyrgðar, sem nokkur maður getur keypt. Yðar einl. F. F.Montgomery. ÞAKKAK ÁVARP. Þegar við urðum fyrir þvi slysi aðfaranótt 2. Júni næstl. að fjósið okk- ar brann með 4 kúm, og 1 kálfi inni; þá urðu ýmsir góðgjarnir 0({ drenplynd- ir menn til að rétta okkur hjálparhönd með gjöfum, til að bæta okkur skað- an. Þessir hafa íefið: Stefán Sigurðsson, Huausa P. O,. Jón Gunnarsson, $5, hvor. Sigurgeir Einarsson $4 Magnús Magnússon, $2,50, Sigurst. Halldórsson, Jón Jónson, Hna.isa, P. O. Jón Guðmundsson, Alb. Sigur8t.einsson. Sigurjón, Sigurðsson, Sigurður J. Vídal, Pétur Hjálmson, Mrs. Ólafía Jónsson, $2. hver. Gísli Jónsson. íón Jónsson, Arnes P. O. $1.50 hvor. Kr. B. Snæfeld, J. B. Snæ- feld, Einar MarRÚsson, F. Finnbogason, Albert Jónsson. Sigurður Sigurbjörns- son, Kristján Finnsson. Þorvaldur Þor- valdsson. Hjörleifur Hjörleifsson. Jón Jónasson Jón Asbjörnsson, Jónas .T nsson. Mrs S. Oddleifsson, Mrs. Ásta J. Sigurðsson, John E. Johnsson, Guðranndur Hallsson, Gunnar Helga- son, Mrs. Helga Jónason. Jón Björnson Mrs. Sezelja Danielfdóttir, Ármann Magnússon $'. hver. Miss Sigurrós S Vídal, Einar Jónsson, Guðvarður Hannesson. Björn Guðmuudsson. Jó- hani es Vigfússon. Jónas Magnússon, Sigurður K. Finnsson, Sigurjón Jónson, Kristján Jónasson, .Tón Melsteð Stefán Sigurðsson, Arnes, P. O. Miss Svan- borg Skram. Hermaun Ólafsson, Mias Sólfríður Einarsdóttir. 50c hver. Jó- hann Ingjaldsson, Stei"vrfmur Guð- varðsson, Mrs. Agnes Jónatansdóttir, Jón Bjarnarson, Mrs. Þorgerður Jóns- dóttir, 25c hver. Jón V. Magnússon, Magnús R. Magnússon, Sveinn S. Magnússon. Einar K. Magnússon, Miss Helga Th. S. Magnússon, lOc hver. Auk þessa hefir Stefán Sigurðsson, Hnausa P. 0. gefið okkur eftir borgun fyrir kú, sera hann átti hjá okkur í byggingu, en sem brann inni með hin- um; og Helga L. Guðmundsdóttir, téngdamóðir min ( I. Magnússot) gaf okkur kú; og þrir O. G. Akraness Hnausa P. O. og Jónas Jónasson, IseL R. P. O. hafa hvor fyrír sig gefið okk- ur $5—10 viiði í kúm. sem við keyptum af þeim. Fyrir allar þessar gjafir fæi-. um við gefendunum okkar innilegasta þakklæti og óskum að guð uppveki góða menn ti) að hjálpa þeim, þegar þeir þarfnast hjálpar. Huausa P. O. 23. Júlí 1902, Ingólfur Magnússon, Kristín J. Magnússon. ai pvi pao er oezta tegund. Af því það er endingar bezt. Af því þar fftið þér þær stæistu 5 eða 10 centa plötur. Af þvi að merkin á þvi krefjast ve launa. Af þvl að kaupniönnura heimilað að skila yður aftur andv þess. ef þér eruð ekki ánægðir með þi THE EMPIRE TOBACCO CO. Lt THE. Winnipeg Fish Co. 22!) Portage Ave. verzlar með flestar tegundir af fhki ÚR SJO og vötnum, NÝJAN, FROSIN, SALTAÐAN og REIKTAN.—íslendningar ættu að muna eftir þessum stað,. þegar þá langar í flsk.—Allar pantanir fljótt af hendi leystar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.