Heimskringla - 07.08.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.08.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 7. ÁGÚST 1902. BeiDiskringla. PuBIjISHBD by The Heimskringla News & Pablishing Go. Verð blaðsins í CanadaogBandar. $1.50 nna árið (fyrir fram borgað). Sent til Islands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00 Peningar sendist i P. O. Money Oider Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aíföllum. B. L. Baldwinaon, Editor & Manager. Office ; 219 McDermot Street, P.o. BOX 12»*. Óvinsælt réttarfar í B. C. Maður er 'nefðdur McAdaras, hann gaf út blaðið Paystreak í í bænum Sandon í British Columbia. McAdams er ungur maður , háment- aður og bráðgáfaður, en örlyndur í meira lagi og skorinorður ef því er að skifta, en er þó talinn drengur hinn bezti og vinsæll mjög í sínu bygðarlagi. Tveir menn þar í fylkinu voru f málaferlum, annar þeirra var ríkur en hinn fátækur og er talið að sá fá- tæki hafi haft betri málstað. Tvö ár hefir málið verið fyrir dómstólun- um þar vestra og einatt heflr sá ríki getað þvælt það og tafið fyrir and- stæðing sínuu, Dómararnir hafa hvað eftir annað frestað málinu að tilhlutun þess rfka og sá fátæki heflr eitt öllum eigum sínum til þess að fá rétt sinn viðurkendan, en ekkert heflr gengið eða rekið. Blaðstjóri McAdams, sem þektur er að því að halda jafnan taum þess, er hann shoðar rétt, ritaði nokkrar greinarí blað sitt um þetta mál og sagði dóm- arana, sem um það höfðu fjallað, vera seinláta slóða, sem auðsjáanlega Væru undir áhrifum ríka málsaðil- ans og fór ýmsum hörðum orðum um þá f þessu sambandi. McAdams var tafarlaust tekinn fangi fyrir að hafa ófrægt þjóna réttvísinnar þar í fylkinu. Hann var fluttur frá Sandon til Victoria og látinn koma fyrir rétt, sem í sátu æðstu dómarar fylkisins. Þar bað hann fyrirgefn- ingar á því, sem hann kynni af hafa sagt of mikið í greinum sfnum og afturkallaði þá staðhæfingu að dóm- ararnir hefðu verið undir áhrifum þess rfka málsaðila. En hann bað að lofa sér að leiða vitni í málinu, til að sanna ýmislegt, er hann hafði sagt f blaði sínu, en sem honum var fært til sakar. Þessu neituðu dóm- ararnir algerlega, kváðu hann hafa kannast við að hafa sagt að þeir hefðu verið undir áhrifum í meðferð málsins. En tyrirgefningarbón hans og afturkall orðanna möttu þeir að engu, en gengu enda svo langt að viðurkenna að málið hefði lengi verið dregið og seinlega rekið. En þeir kváðu það vera gert af fleiri dómurum. Þeir dæmdu hann því í 9 mánaða fangelsi og 12 mánaða fangelsi að auk, nema hann fengi fjóra ábyrgðarmenn með eitt þúsund doll, yeð hvern til tryggingar því að hann ritfeði gætilegar framvegis, eftír að hann kemur út úr íang- elsinu. Það er tvent athugavert við mál þetta, sem blöðiu um alla Can- ada hafa fundið og ritað harðlega um. Fyrst það að McAdams var ekki leyft að færa neina vitnaleiðslu í málinu, bókstaflega neitað um alla vörn í gvf, og annað það, að hann var dæmdur af andstæðingum sjáifs hans, sem aðallega kom málið við, sem sé dómurunum. Þetta athæfl dómaranna heflr þótt, ekki að eins óviðkunnanlegt, heldur algerlega óþolandi, og ó- lfkt öllu réttarfari sem áður heflr þekst í sögu Canada, og ósamboðið hverju frjálsu landi. Nálega ðll stórblöð Canada án tillits til flokkaskiftinga í öðrum málum, fara fmngum orðum um at hæfl og hefnigirni dómaranna, og bænarskrár hafa þegar verið samdar og sendar til dómsmálastjóra ríkis- ins f Ottawa og hann beðinn að ó- nýta dóminn og láta manninn laus- ann. Þar er sýnt fram á að fang- elsin í Canada hafi ekki verið bygð fyrir menn eins og McAdams, sem sé svo siðferðisgóðúr að dómarar lands- ins mættu vel fylgja dæmi hans í því efni. Enn fremur er er það tek ið fram að dómstólar rfkisins séu ekki ætlaðir til að dæma f sjálfs sfn málum eða að dómarar noti stöðu sína til að hefna sin á þeim, sem sem þeir eiga í persónulegu höggi við, og að borgararéttur þegnanna krefjist þess að þeim sé leyft að verja mál sín fyrir kviðdómi, sem svo skeri úr málum. Þetta eru og á- stæður þær, sem blöðin færa fyrir því að McAdams sknli látinn laus. Það er og tekið fram, að ef nokkuð sé til að kesta skugga á réttarfar landsins og ráðvendni dómarastétt- aiinnar, þá sé það sú hatursfulla hefnigirni, sem iýst heflr sér í fang- elsisdómi þessara B. C. réttar þjóna. Þeir hefðu átt að gæta þess að Can ada þjóðin er ekki vön við rússneska harðstjórn og ætlar sér ekki að þola hana. Einnig það að dómarstéttin er ekki hafln yfir aðflnslu frá blað- anna hálfu og að þegar til lengdar lætur, þá eru það blöðin sem dæma dómarana. í þetta sinn hafa þeir verið harðlega, en réttilega, dæmdir fyrir fáheyrða fúlmensku í því að nota og svívirða stöðu sína til þess að hefnast á angu mikiimenni, sem i hita hafði ’sagt eitthvað það, sem hann síðar afturkallaði bæði á prenti og f ræðu og bað fyrirgefningar á að hafa sagt. Það er nú byrjað að hefja samskot handa McAdams og alt verður gert, sem gerast má til þess að fá hann látinn lausan undan oki því, sem þessir B. C. dómarar lögðu á hann. Sfðan hið ofansetta var ritað heflr McAdams verið látinn laus og gefnar upp sakir. Auglýsing fylkis- stjórnarinnar í þessu blaði, til þeirra bænda f Manitoba, sem óska að fá kaupa- menn yflr uppskeru og þreskingar- tímann í sumar og haust, er þess virði að henni sé veitt eftirtekt og að bændur taki sig strax saman um að fara eftir þeim bendingum. sem þar eru gefnar. Það er vitanlegt að bændur verða að fá sér raannhlálp við upprkeru og þresking kornteg- unda af ökrum sínum. í fyrra voru 20 þús. manna fiuttir hlngað inn í fylkið til þes8 að hjálpa bændum við uppskeruna og alt útlit er íyrir að jafnvel fleiri menn geti fengið at- vinnu við það í ár, því að útlit er fyrir að uppskeran verði enn þá meiri í ár en hún var f frra. Þess vegna heflr rácístöfun verið gerð til þess að hingað til Winnipeg verði fluttir 10 þús. menn þann 19. þ. m. (Ágúst) og aðrar 10 þús. þann 9. September. í fyrra sendi sveitarstjórnin í Arthursveit sendimenn hingað til bæjarins til þess að útvega í einum hóp, alla þá menn, sem bændur inn- an sveitarinnar óskuðu að fá í kaupa- vinnu, og þessi aðferð gafst þá svo vel að 8tjórnin telur vænlegt að all- ar aðrar sveitir í íylkinu fylgi þeirra dæmi í ár. Því að þá er vissa feng- in fyrir því að hver bóndi tái þá bjálp sem hann þarfnast og enginn meira en liann heflr atvinnu fyrir. Bændur ættu þyí að lesa þessa 8tjórnarauglýsingu rækilega, sem ræður til þess að halda opinbera fundi bænda 1 héruðum þeirra og þar ákveða hve marga menn hvert bygðarlag þurfl að fá til vinnu og á hvaða tima og með hvaða kaupi. Og að sendimenn séu svo sendir til Winnipeg til þess að vera hér þegar hóparnir koma að austan og velja þá samstundis eins marga menn eins og hver sendimaður heflr umboð til að útvega. Þetta kemur í yeg fyrir þau oþægindi sem yerða kunna af þvf að senda hóp maDna á þá og þá staði sem ekki er næg atvinna fyrir þá. eða að of fáir menn verði sendir í einn stað en ofmargir í annan, eim og vildi til í stöku tilfellum í fyrra. Það er bæði mönnunum og bændun- um sjálfum fyrir beztu að stjórnin fái f tíma að vita hve marga menn senda megi á hverja járnbrautar- stöð úti um fylkið. Vera kann að ýmsir bændur komi sjálftr til Win- niþeg til þess að útvega sér mann- hjálp og þarf það í engu að koma í bága við þá aðferð, sem stjórnar- auglýsingin bendir til. Sending um- boðsmanna frá bændum til að út- vega kaupamenn kemur létt á hvern bónda þar sem einn uraboðsmaður getur verið fyrir frá 20 til 50 bænd- ur. Sendimenn snúi sér til J. J. Golden 617 Main St., sem veitir þeim alla hjálp í kaupamannaút vegun. Út af verkfallsmálinu á C. N. brautinni og ofbeldi því er verkamenn sýndu hér í Winnipeg í sambandi við það, segir Sigurður Júlíus í Dagskrá að bæði blöðin “Heimskringla” og “Lögberg” hafl haldið þar taum auðvaldsini, en troð- þessari sakargift fyrir sig ef því sýnist þess nokkur þörf. En um Heimskringlu er það að segja að hún kannast ekki við þetta og telur það algerlega tilhæfulaust. Blaðið tók það skýrt fram að verkamenn hefðu til þess allan rétt að gera sam- tök með sér til þess með lagalegu og heiðarlegu móti að fá svo kaup sitt hækkað að þeir mættu vera ásáttir með kjör sín, og taldi blaðið það öll- um málspörtum fyrir beztu að kaup- gjald verkamanna væri sanngjarn lega hátt, en blaðið hafði, og heflr, ætíð haft á móti öllum ofbeldisverk- örgerðu fólki með öðrum eins æsinga staðhæfingum eins og Dagskrá flyt- ur um þetta mál; þar sem því er haldið fram að Hkr. kalli “verkfalls- mennina glæpamenn hg öðrnm fleiri æruleysisorðum.” Þetta stendur hvergi í Heimskringlugreininni. Það aem þar er sagt er meðal annars þetta. “Þegar verkfallsmenn taka til hriðju- og spellverka og annara glæpsamlegra lagabrota til að skeyta skapi sínu á félögunum með því að eyðileggja verðmætar eignir, eða meiða þá sem ganga að þeirri vinnu sem hinir hafa yflrgefið, þá fer vana- lega svo að almenningsálitið snýst á móti verkamönnum og með félögun- ið á vinnalýðnum. Um. Heimskringla sténdur við hvert Sjálfsagt getur Lögberg svaraí einasta orð í þessari grein og við alla greinina í heild sinni, ogsíðar í sömu giein segir Heimskringla: “Enginn sanngjarn maðnr gleðst yfir þvl að sjá vet kamenn sína eða annara vinna fyrir ósanngjarnlega lágu kaupi, því að það er öllum fyrir beztu að laun verkamanna séu sem hæzt, og vinn- endurnir sem bezt aldir og ánægð- astir með kjör sín.” En menn vilja ekki þó ósátt komi fyrir milli verk- veitenda og verkþiggjenda, að samgöngu og atvinnufæri almenn- ings séu fyrir það eyðilögð af eintóm um strákskap og glæpkynjaðri fúl- mensku. Því slík aðferð getur ekki um verkalýðsins, sem ávalt endar °fdid neinum til hagsmuna en gerir með meiri og minni skaða á eignum öllum ógagn og eyðileggur þá sam annara og oft með meiðslum og mis- hy&ð almennings með verkamönn þyrmingum og stundum með lífláti um> sem Þe'r ®nnrrs ættu vísa.” saklausra manna, eins og verkfalla- saga þessa lands ber ljósan vott um. Hvað mundu bændur t. d. segja ef verkamenn þeirra, sem fyrir ein- hverjar ástæður gengi úr vinnunni tæki sig saman um að brenna hveit- ið ,at ökrunum, mölva akutyrkju- vélarnar og meiða og drepa þá sem bændurnir kynnu að fá í stað hinra burtförnu vinnumanna. Sjálfsagt vrðu það fáir bændur ‘eða verkstæða- eigendur sem tækju slíku með þökk- um og þvi er ekki heldur von að járnbrauta og námafélög geri það. Ef það er að traðka á verkalýðnum að flnna að slíku athæfi þá er Hkr. sek. En hvað á að segja um þau blöð sem gera það að skylduverki sínu að ala strákskapinn og glæpa- fýsnina upp í þekkingarsnauðu en Oss er alveg óskiljanlegt hvernjg hægt er að teygja svo úr þessum setningum að fá þann skilning út úr þeim að hér sé “troðið á verkalýðn- um.” En svo er Sigurður þektur ur að því að vera helzt til örgeðja og að segja stundum nokkru meira en hann getur rökfært og sannað. Vér erum Sigurði samdóma I því að alþýðan eigi heimting á fylgi blaðanna í hverri réttlátri b a r á 11 u sem hún heigir, en vér fáum ekki séð að aðferð verkfalls- manna við C. N. félagið hafi verið réttlát. Eitt mál I pessu sambandi stendur nú yflr fyrir rétti í Winni- peg, þar verður útkljáð um það hvort aðferð verkfallsmanna og vina þeirra hafi réttlát verið, og þá væntanlega skýrt frá þvf í blaðinu Kveðja frd íslandi til Vestur íslendinga 2. Agvst 1902. Lag: heil, þú dásðm drotning meðal lista. “Heill sé dagur, heil þau, sem hann halda Handan fyrir Atlants regin sjá, Bömin mfn,”—svo mælir mjallgrund kalda- “Mjög langt þó mér skilin séu frá; Þvf þar íslenzk hjörtun firða og fljóða Fagna f nafni mfn, er eg ei gleymd; Þar sem söngur frónskra lyftist ljóða Lifir mynd mín trútt í hjarta geymd. Mannlífs eru margháttaðir vegir Mínu skauti hverfa oft börnin frá; Hvergi margt af hjarta móður segir, Hart er stundum þeim á bak að sjá. Vildi eg milli þeirra þá, er fóru— Það er ósk mfn, kveðin fyr og nú, Þeirra og hinna, er hjá mér eftir vóru, Héldust ástarpráða málbönd trú. Opnast heimur, útlend hirðið notin Eins og sérhvert yðar best að kemst, En að þið af bergi mínu brotin, Böm mín! séuð,—vottið |>að sem fremst: Því, sem birtir hugar-himin f>jóðar, Hjartadjúp og insta sálarlíf, Móðurmáli, megir! dætur góðar! Móðurmáli veitið skjól og lff. Yfir hafdjúþ, álfur heims er skilur, Ástarkveðju nú með gleðilag Svalköld fold, er sveipar ránarhylur, Sendir yður einmitt f>ennan dag. Hljótið blessun, f>róun, þrif og gengi, Því sé hlynt, er minni spratt af rót; Eignist fræ á yðar n/ja vengi, Yðar foma reit sem vinna bót.” Stgr. Th. r Minni Islands. 2. Ágúst 1902. Lag: “Fanna skautar fp.ldi háum.” Bláum ránarbeði vafin, Blessuð, kæra fósturjörð, björt á svipinn, hátt upp hafin, hýran yfir vog og fjörð. Þar er vagga vor og saga, viðkvæm endurminning hreín ; (>ar sem ljósið liðnra daga ljóma slær á feðra bein. Hljóma skært á helgum degi heillaóskir vinum frá, heim til þín úr vesturvegi, víði-girta eyjan smá. Rós á kærum bernskubala, bregður fyrir liugarsjón. Sonarmáli tungur tala til þfn, gamla móðurfrón ! Þó að vér á foldu fjærri, fagra reisum höll og bæ, jafnan ert þú okkur nærri, áagmnd f norðursæ. Alt sem kæra móður mæðir, mein er vort og þungur kross. Alt sem heillahag [>inn glæðir, hreinan fögnuð veitir oss. Meðan vér f Vesturheimi, vora göngum æfibraut, minning f>ína ntæra geymi mögur liver f sæld og [>raut! Meðan foss f dölum dynur, dafni alt [>itt vald og ráð. Meðan hrönn við ströndu stynur styrki Drottinn móðurláð ! Magnús Markússon. Kanada. Lag : “Ó, fögur er vor fósturjörð.” Er Suðri heima samdi lag og söng það töfrahljómi, oft Norðri kom með kuldabrag og kvað hann fullum rómi ; f>á bámst vestur fræ af Fold —þau fuku’ um hvassar nætur— en féllu hér í frjóa mold og festu djúpar rætur. O, nýja fóstra, f>ú ert f>að, sem þessar rætur vefur að mjúku skauti’—í móður stað f>ú mörgum gengið hefur. Þvf óskum vér að verða tré í vermireitum þínum, er framtfð þinni þroskun sé með f>rótt f stofni sfnum. En f>ú veizt líka’ að það er rétt f þraut að móður hlynna, því hún á jafnan heitan blett í hjörtum barna sinna; og þvf er okkar insta þrá að epli’ á trénu sprottin —hvort stór f>au eru eða smá— með ykkur jafni drottinn. Vér sjáum [>ú átt æsku’ og auð og ótal fleiri kosti, en Þú ert samt að sumu snauð —þér sól ei stöðugt brosti.— og oflof f>ér er ekkert lið ; Þú ert að hálfu vegin, ef alt er sýnt á “ hægri ” hlið en hulið “ vinstra ” megin. Og þvf skal hverja rækta rós, er rætur festi hjá þér, og þvf skal reynt að lífga ljós, er l/si’ og vermi frá f>ér ; og því skal aldrei þyrnum hlíft í þínum frjóa velli ; og f>ví skal engu ljóni líft, er lömb þín saklaus felli. SlG. J(JL. JÓHANNESSON. V estur-íslendingar. Vér elskum hvern er dug og dáð vill sýna, Því drengur góður þroskans merki ber Og lætur hugsun, afl og einurð sfna Þvf einu vinna gagn er betur fer. Vér elskum hann,—og framtfð f>ín er falin í framkvœmd slíkra manna, litla f>jóð! En [>á eru’ æviár þfn beztu talin Er ei til frægðar vinnur norrænt blóð. Vér þráum stríð, f>ví sjálfa sig að vinna Er sigur mestur hverri hraustri sál, , Og f>eir er vandaverk af hendi inna Þeír v e r ð a fyrst að skilja tímans mál. Vér [>ráum frið,—en rauðum rúnum Saga Á reynsluferil mannkyns hefur skráð Að upp með rótum ætíð [>arf að draga Hvað eigingirnin hefur niðursáð. Ó, vonum f>vf að vopn [>au falli’ f sliður Sem vinna grand því bezta’ er eigum vér, Og livers manns ævi faðmi gæfa’ og 'riður Þá fegri dagur loksins runninn er. En munum þó að [>egar lúðrar gjalla —Og það skal verja’ er skapar sannan frið,— Að f>á er sæmrá’ að foldu nár að falla En frægð og heiður sinn að skiljast við. Hjörtur Leo.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.