Heimskringla - 14.08.1902, Side 2

Heimskringla - 14.08.1902, Side 2
HEIM8KRINGLA 14. ÁGÚST 1&02. Kanada. fslendingadags-minni. Hutt d fslendingadagshdtídinni í Red Deer nýlend- unni í Alherta 2. Agúst 1902. Þíi Noregur vestrænn í veraldar-sjónum, Með vínlönd f suðri og heimskauta-snjónum Að norðan. Þú komland, með Fáskrúð og Fjalir, Með fjallskóga-hlfðar og baldjökla-svalir; Bem sundrast í smáfylki’ að samj>ýða alla, Og semur um hófin við þjóðræði’ og jarla; Þú afréttar-land vorra umhverfis-f>jóða Ins ofaukna’ en sjálfbjarga-—: Kanada góða! Með fulltingi Islífnds til landnáms og ljóða. Við hyllum þig frjálsmœltir. Eiiírænis-anda Ei ölum um heimsmál né forræði landa — Þann úrkipp f veraldarvegsti’, áður fólli. Þann vissasta forlioða mannkynsins elli: Þvf jarðarbót yrði’ ei J>ó liirðir og hagi Og hjörðin öll greri’ upp með verksmiðjulagi. Við kjósum til fósturs (>ér, álfunni ungu, Hvem óbundinn þjóðkost og fjölhæfa tungu, Hvem mannshug, hvert lffgandi ljóð er þær sungu. I þjóðjöfnuð hér er oss parflaust að fara Fyrst þursar að liausamergð lengst fram úr skara —- Oss, ættdreif á heimskringlu langferðalagi Sem loksins hér flokkumst, [>ó margt úr J>vf dragi. Því Saxi og Norðmaður sýnt er J>að bróðir, Að scimu í fyrndinni áttum við móðir! Þó langt fram f öldum og austur um græði Á Upplöndum dagkomu vagga’ okkar stæði, Þar lagði’ hún oss málið í munn og sín kvæði. Þó leiðum við skiftum við erindi annað, Að útnorðrið fengjum við kannað og mannað; Þó stefnurnar breyttust, J>ó uppihald yrði Við elfir og myrkvið, við hafsbotn og firði; Þó einn kveikti vitann um útsker og strendur En annar sinn varðeld um bláskóga-lcmdur Það móðurmark hvarf ei. Við blönduðum blóði — Með bræðrasvip fjandmenn—við lögskil, f óði, Við ástir og einvfg, f list og í ljóði. Slíkt ættarmót berum í munni og minni í málunum enn og í hugunum inni. Við könnumst við skyldyrðin tungunum tömu Við Tems og við Rín og við Jöklu, þau sömu; Þar heldur vor frændsemi’ í fctðir og móðir Sem fangamark ættgengt, og systir og bróðir. Það munar svo litlu þó tungumar tvennar Við tölum — við skynjum þó móður-rödd enn þar Og vöknum við ljóðstaf úr vöggu-scing hennar. Svo vermdu (>á, Kanada, í kjöltunni þinni Upp kólnaða frændsemi’ og ættjarðar-minni. Ver frjálsust, ver hollviljuð hugarsjónum ungu, Ver heimaland sérhverrar þjóðar og tungu. -Þó aðkoinin loftunga ofhrós þér segi Ef ættjcörð hann svívirðir, trú honum eigi! Þvf hann bæri’ ef áreyndi, sæmd þína’ í sjóði, Hans sjóndeildar-hringur er laustekinn gróði. Það innræti flýtur með flugumanns-blóði. —Þú mannst hvemig fór þegar fomöld var unnin Og fallinn var Snrtur og goðheimur brunninn Og jörð okkar liruriin og himnarnir níu, Svo lieimur og sól varð að gróa’ upp að nýju: . Það gleymdist þó nokkuð, sem á varð ei unnið Af eldinum — gulltöflur. þær höfðu’ ei brunnið. Við sitjum hér, Kanada’, f sumars þíns hlynning Og sólvermdu grasi að álíka vinning — : Hver gulltafla’ er íslenzk endumiinning. Stephan Gr. Stephansson. Ueimskringla. PUBLiISHHD BY The Beiiskringla News 4 Pnblishing Co. Verd blaðejns f CanadaogBandar. $1.50 urn árið (fyrir frara borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00 Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaá vísanir á aðra banka ení Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Balttwinson, Editor 4£ Manager. OflBce : 219 McDermot Street. P.o. BOX 1283. Prívat mál. ÆFIMINNINGAR, ERFILJÓÐ OG ÞAKKARÁVÖRP. Ekkert það sem I blöðin er ritað fær að jafnaði ein3 mikla mótspyrnu og er eins illa þokkað hjá öllum þorra kaupendanna, eins og þær 3 tegundir ritsmíða, sem að ofan eru taldar, og engar tegundir ritgerða ern, svona yfirleitt, eins gersamlega gagnslausar eins og þær. Erfiljóðasmíðið er þó einna lakast og þýðingarminst af öllu þessu, enda eru þau í heild sinni gersam- lega gagnslau3 öllum mönnum og konum, lifandi og dauðum. Hálfir og heilir blaðadálkar af ljóðum eftir fárra vikna gömul börn og enda stundum eftir börn, sem fæðst hafa andvana, eru vfst undantekningalít- íð talin í mesta máta óþörf, og þýð ingarlaus fyrir alla aðra en þá, sem nánastan hlut eiga að málum. Þessi tilhneiging fólks, að láta geta þeirra látnn í Ijóðnm er orðin svo afvega leidd, að lítill sem enginn munur er nú á því gerður, hvort sá látni hefir verið eftlrbreytnisvert mikilmenni, sem afkastað hefir þýðingarmiklu og heillavænlegu æfistarfi, eða það hefir verið einhver persóna, sem ekkert annað hafði til síns ágætis, en að hafa litáð og dáið, ogsem hvorttveggja er persónunni jafn ósjálfrátt. í ljóðum þessum er sjaldnast nokkur skáldleg fegurð, er veki eft- irtekt og aðdáun lesendanna, ekkert er láti þá finna til þess, að það sem kveðið er hafi verið betur sagt, en ósagt. Þessi lióð eru flest svo steypt í sama mótinu, að það er lítt hægt að greina þeirra mun. Efnið er hið sama í öllum,að sá látni hafi lifað óflekkuðu lífi, verið góðgerða- samur, guðhræddur og dáið í sinni barnatrú,—aldrei getið um að hugs- unin hattnokkuð þroskast með aldri og revnslu. c )g siðast er það tekið fram, að sálin hafi flogið úr þessum táradal og dauðans skngga yfir á iand sólar og sælgætis, til að bíða þar samfunda — allra sem á ef'tir koma. Hafi maðurínn eða konan verið gift, þá er að sjálfsögðu sagt, að þau hatt vcrið “ástúðlegir ekta- makar og bocið umhyggju fyrir börnum sínum, og að þeirra sé því sárt saknað af skyldmennum þeirra; og alt þetta án nokkurs tillits til þess, hvort það er satt eða ósatt. Þessir eftirlifandi vinir og ættmenni finna sig í fiestum tilfellum als ó- færa til þess sjálfir að segia nokkuð —og sízt að segja það vel—um þá látnu. í þessu ráðaleysi er svofar ið til skáidanna, sem í fæstnm til íellum hafa haft nokknr kynni af þeim látnu, og þeir fengnir til að kveða, oft ekki fyrri en árnm eftir andlát þeírra látnu. Hvað er það svo sem skáldin geta ort? Hvað eiga þau að segja um þá, sem þeir hafa ekkert þekt. Hvað getur nokkur maður til uppbygg ingar og fróðleiks um það mál- efni, sem 'nann veit ekke t nm? Ekkert, bókstaflega ekkert fræðandl eða nýtilegt. Þetta vita skáldin sjálf, og engum er ver en þeim við þessa sífeldu erfiljóða rellu úr þeim, sem sjálfir ekkert geta sagt, en verða að treysta á náð annara til þess bæði að hugsa og tala fyrir sig, —í Ijóðum. Auðvitað nenna skáld- in ekki að neita nánnganum um svo litla bón; þau vilja hafa frið við alla menn. Og til þess að geta það, verða þau að kveða, reyndar ekki um það sem sá liðni hefir verið, né heldur um hitt, sem hanu hefir ekki verið, nema að mlðg lítlu leyti, en— þau kveða, að mestu leyti, altaf sömu Ijóðin, að eins með lítilfjörleg um orðamun, til þess að gera þau ekki alveg eins og þau næstu á und- an. Þetta sama má að mestu leyti segja um Æfiminningar. Þær eru í fiestum tilfellum óþarflega orðmarg- ar—miklu lengri en þær ættn að vera. Margar þeirra telja til dæm- is npp hvert einasta heimili, er sá látni hefir búið eða haft heimili á, og hve lengi hann var á hyerju þeirra, ásamt með æfiágripi foreldra hans og ættartöium annara náinna skyld- menna, og þetta rakið aftur í tím- ann, þar til strandað er á einhverj um presti eða öðrum þeirra, sem eftir gömlum og úreltnm hugsunar- hætti voru taldir í heldri manna röð, ef slíkir finnast í ættinni. Hvorki æfiminningarnar né erfi- ljóðin eru bl aðamál, eða aðra varð- andi, en ættingja þeirra látnu. Það eru pr í vat m á 1, sem blaðakaup- endur telja sér óskilt og vilja helzt ekki sjá í blöðunum. Þetta gildir einnig um þakkar- ávörp; þau einnig ern prívat mál, sem kaupendur varðar engu og am- ast við, hvenær sem þeir sjá þan í blóðunum. Nú með því að prentfélag Heims- kringlu hefir ákveðið að gera til- raun til þess að takmarka inntöku slíkra greina í blaðið, og um leið kenna fólki að hafa þær sem stutt- orðastar, þá auglýsist hér með, að Æfiminningar, Erfiljóðog Þakkarávörp verða framvegis að eins tekin sen auglýsingar og með vanalegri anglýsinga borgnn: I5c. fyrir hvern þumlung dálks- lengdar, er þær taka upp í blaðinu, Enn fremnr, að borganir verða að fylgja sendingu allra slíkra greina. Að síðnstu skal þess getið að blað- ið tekur allar dánarfregnir ókeypis, þar sem að eins er getið nafns, heim- ilis, aldurs og banameins þess látna. Slíkt eru fréttir. Minni Vesturheims I.esið á fslendingadag í Winnipeg 2. Agúsl 1902. Vesturheimur, fagra fold! Frelsisreitur allra þjóða, Fríði geymur, frjófa mold, Fyllir móði sál og hold! Yndislega frária fold, Faðm, sem öllum gerir bjóða! Vesturheimur fagra fold, Frelsisreitur allra þjóða! Vesturheimur. vfða land! Vermireitur starfs og gróða! Yfir flæði, fold og sand, Flýgur hrós um þetta lalul. Einingar ]>ú bindur band, Bezt á milli allra þjóða. Vesturlieimur vfða land. Vermireitur starfs og gróða! Hér er frelsi fjör og dáð, Fult er launað, þeim, sem grefur. Aldrei hefur alvalds náð, Auðgað fleiri kostum láð. (tuIH er á götu stráð. Gnægð fær sá, er viljann hefur. Hér er frelsi, fjör og dáð, Fult er launað. f>eim, sem grefur. Hér er lífsins unun öll, Alt, sem talar hjartans máli. Skógi Jiakin* fögur fjöll, Faðma dal og grænan völl. Sveitabæ og borgarhöll, Brautin tengir—gjörð úr stáli. Hér er lífsins unun öll, Alt, sem talar hjartans máli. Veiðisælu vötnin blá, Vafin skógi fagurgrænum, Þar sem eikin himinhá, Hreinu nærir laufin smá, Komið þróast ökrum á, Angandi í sumarblænum. Veiðisafluvötnin blá, Vafin skógi fagurgrænum. Vesturheimur laufga lóð! Lán og friður æ þig krýni! Vora niðja, þína þjóð, Þreki gæddu, hug og móð! Geym í æðum göfugt blóð, Glöð þér frelsissunna skíni. Vesturheimur, laufga lóð, Lán og friður æ þig krýni! Vesturheimur fagra fold! Frelsisreitur allra þjóða, Geym í þinni mjúku mold Mitt f duft þá fellur hold. Æ, þig drottinn, frjófa fold Faðmi, veiti heill og gróða. Vesturheimur fagra fold! Frelsisreitur allra þjóða! Magnús Mahkússon. íslands ræða. 2. Ágúst 1902. Eftir séra Bjabna Þórarinsson. Háttvirti forseti ! Heiðruðu Islendingar! Brœður og systur! Eg á að mæla hér nokkur orð fyr ir minni ættlandsins okkar allra, fannkrýndu heimsskauta-mpður- innar, sem vér eigum sérstaklega að minnast f dag, því að þessi dag- ur er helgaður hennar minning. Ég bið yður öll, sem mál mitt heyra, að fylla, með mér, hjarta yðar, hvers og eins, með innilegri hlýinda velvild til gamla landsins á þessari stund, vera heima á Fróni, og lifa þar nú f 15—20 mfn- útur með mér. Og svo er annað, sem ég ætla að taka frarn, sem mér finst ekki vera í ótíma maflt, það, að vekja eftirtekt oanna á þvf. að ég ætla hér að tala fyrir m i u n i íslands,’ en ekki að hakla neinn siigulegan fyrirlestur um eyjuna okkar, eins og mér finst að sumir hafi flaskað áviðþetta tækifæri. Það er sitt hvað ræða fyrir minni og fyrirlestur. Ég ætla mér því að tala í nafni allra Vestur-íslcmdinga • og infn- sjálfs einnig hlýinda orð, til henn- ar móður okkar. Sonur talar hér um móður. Sonur talar hér til móður, Hún móðir okkar er langt f burtu. Hún er svo sem stjóruð niður langt norður í höfum, norð- urendinn f Ishafinu, en meiri hlut- inn í Atlantshafinu mikla. Þetta er öllum kunnugt. Snjór er henn- ar faldur. Grænar brekkur og hlíðar er skikkjan henriar, og að fótum hennar er særinn, ólgandi og freyðandi, brim svellandi og l)oða-fallandi upp að knjám henn- ar, Svona liefir hún staðið stöð- ug innan um holskeflurót og haf- löðrunga, frá því ári, er hún reis úr sæ, árinu, sém enginn ircflir skráð. árinu, sem enginn veit töl- una á. Faldurinn cr æ hinn sami, skikkjan stundum upplituð, ann- að misgirið, að minsta kosti, sjór- inn þá ískaldir hnullungar, sem kastast henni alt upp í beltisstað. Á þeim stundum er hún móðir okkar, beinaber, “með brjóstin vis- in og fölar kinnar“. Og oft hefir hún verið það—rauualega oft. I innviðjum sínum á hún þó þann eld, sem heitastur hefir fundist f veröldinni, sem getur brætt á auga- bragði hinn harðasta stein, sem á ættjörðunni finst. Alt hjá henni brennur eða frýs, ef svo lær undir. Á allri jörðnnni £eru ekki til eins stórkostleg lands-“temperament“ eins og á Islandi: ólgandi glóð og nístandi fs, eyðisandar, beljandi elfur, - fossar, fj<>11 og firnindi: b ljí ð a s t a náttúra og v i 11. a s t i heirnur. Að þessu landi lögðu forfeður vorir fyrst, Og árennilegt hefir það ekki vorið f fyrstu, þegardreka stafuar sægarpanna norrænu runnu gegn um brimlöðrið að þessum viltu ströndum. En innanborðs voru norræn hjörtu, full með fjöri og móð, stæltir vöðvar og hugum- stór brjóst. Frá þessum möunum er runnið hið íslenzka blóð, mönn- um, sem lögðu hart á sig, einatt lífið í sölurnar fyrir framsókn og rannsókn, sækonungum, sem sögðu, eins og skáldið Esajas Teg- ner segir: “Geysa lofa þú lung, sá sem lægir er gauð, þótt þú löðrandi stefnir á grunn“. Frá þessum mönnum hiifum vér sogið vorn krapt, Islendingar. Þeir lögðnst allir á brjóst Fjallkon- unnar svo fast, að þeir vildu það- an ekki aft.ur hverfa. Þeim þótti hún svo fc'igur, þótt hrikaleg væri og óblfð á stunduin, að þeir undu vel við hennar barm. Þeim þótti brjóstamjólkin henriar svo góð. Það var eitthvað það innan í þeim, í hjartanu og æðunum, sem full- vissaði þá um, að þar væri gott að vera, holt og heilnæmt og a r ð- s a mt. Eldurinn efldi þá, fjörgaði þá, frostið herti þá, fjöllin kendu þeirn að strita við örðuðleika og vandræði, sjórinn benti þeim á vernd eyjarinnar frá alföðumum og þarna lifðu þeir um langar ald- ir—einatt við skort—-oft við alls- nægtir, en æfinlega hraustir og heilir. “Þéttir á velli, þéttir í lund og þolgóðir á raunastund". Svona leið fram eftir öldunum, meðan landvar nóg.engin þrengsli, engin kreppa, hvorki andleg né lfkamleg. Þjóðin sjálfstæð, þjóðin frjáls. Svona gekk fram eftir öld- unum, lengi, lengi. Þá komu tveir stormar yfir landið, annar ættgeng- ur frá miðöldunum, það var hinn andlegi stormur, ef svo mætti að orði kveða: klerkavald og klerkakúgun. Þegar alt var í guðs nafni kúgað undir kyrkju og og klerka. Hinn var konunga kúg- unin, með verzlunar ófrelsinu. Þetta tvent hefir gert ættjörðinni okkar meira mein en öll Heklu gos jarðskjálftar, Skaftáreldar og skað- semdir á sjó og landi. Það mein eru ekki gróin enn, þótt báðir stormamir söu, í orði kveðim, lijá farnir, liðnir yiir. Móti [>essum stormum risu ætt- jarðarsynirnir, á öldinni sem leið, svo skemst sé á að minnast, hinir svonefndu Fjölnismenn, Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrfms- son, Konráð Gíslason, Baldvin Einarsson og umfram alt, ættjarð- arkappinn Jón Sigurðsson. Auð- vitað var það fremur konungskúg- un, rerzlunar ófrelsi og slíkt, er þeir reyndu beinlfnis að laga, en ó b e i n 1 f n i s risu þeir á móti ófrelsi kyrkjunnar, þótt t-iúmenn væru. Það sem inest hamlar framför- um Islands er, eins og gefur að skilja, eftir langvinna kúgun, ræn- ingjaskap og ánauð, tor- tryggnin, efiim um það hjá landsmönnum, að landinu sé við- hjálpandi. En, að landið hafi að geyma gnægðir af málmum, mikla auðsuppsprettu af allskonar afurð- umtilsjós oglands, um það efast enginn skynberandi maður. Fram- t.fðin sannar það. Hugsum okkur lamaða þjóð, sem ekki getur um frjálst höfuð strokið, sem af æðra valdi þrumar yíir þetta orð: Sittu eins og ég segi þér. Itrúarefnum þetta: Trúðu, því sem nœst, á dauða, djöful og helvíti, og gefðu kyrkjunni og kierkum aleigu þína til þess að losast frá þessum pfsl- um. Og f v e r s 1 e g u m efnum þetta: Verzlaðn að eins við kon- unginn og láttu allar afurðir af brúi þínu fyrir nálega ekki neit. annars færðu húðstroku. Þá ert þú f náð við hinn verzlega konung. Svo þegar þessi þjóð rfs upp úr þessari ánauð, smátt og smátt, eins og ísl. þjóðin hefir óneitanlega gert, þá eimir eftir af þessari kúg- uu um margar aldir, þannig, að hver einstaklingur þjóðarinnar og svo þjóðin í heild sinni, verður h i k a n d i, verður tortrygg- i n. Tortryggnin er íslands mesta böl, kínverskur múr fyrir öllum framförum. stíflugarður fyr- ir því, að leiða brauðið fram úr jörðunni. Auðvitað á landið enga auðmenn, En seinni tfma saga sannar það og sýnir, að t o r- tryggnin hefir brotið á bak aftur hverja erlenda auðmanna við- leitni, til þess að bjarga landinu. Allstaðar á að liggja íiskur undir steini, allstaðar eiga að vera ó- hreinar og of eigingjarnar hvatir. Þetta er Fjallkonunnar mesta raun, sem stendnr henni fyrir framförum Grátlegur misskilningur, blessuð ættjörðin okkar ! Með þessu er þér, kæra Island, enginn ósómi sýndur. Ég vil Segja til meinanna, en þú átt sjálf, fsl. þjóð, að bæta þessi mein og láta synina þfna skilja það. Af þessum ólæknandi meinnm hafa' svo margir frá ættjörðunni horfið og leitað til þessarar heims- álfu, er vér nú b/ggjum, alveg eins og þegar forfeður vorir, Norð- menn,flúðu til Islands undan liarð- stjórn og kúgun, og “reistu sér bygðir og bú í blómguðu dalanna skauti“ heima á vorri fornhelgu ættjörðu. Kæra ættjörð ! Vér sendum þér hlýja kveðju f dag og heiðrum þessa minning. Vér sjáum í anda vögguna okkar uppi við móður- brjóstin þín. Þar sugum vér vom fyrstá teig úr brjóstunum þínum, og að þeim dropunum búum vér ennEkkert í heiminum stendur nœr hjarta voru,en þú;og n í ð i n g nefnum vér, f a 1 v ö r u, hvern þann, sem lastar þig, Vér hörm- um það, hve þú hefir átt mörg ó- skilgetin bciru, hve margan d a n s k a n Islending þú hefir haft fyrir forvfgismann þinna mála. Vér hörmum það, hvernig sumir höfðingjarnir, “þessir háeðla dygð- prýddu synirnir þínir, látast ei stundum sjá lifandi ráð, nema lifa’ og deyja upj) á kongsinsnáð" .Vér trúum á framtfð þína, kæra ætt- land, og viljum taka þátt í kjörum þínum, blíðum og stríðum. Vér trúum því, að þú,blessuð gamla móðir vor, “eigir þér vor, ef fólkið þorir, guði að treysta, hlekki hrista hlýða réttu, g ó ð s að bfða“. Drottinn blessi Island f nútíð og framtíð ! “Blessi guð þig öld og ár, eins þá móti gengur, í þúsund sinniim þúsund ár, og þúsund siimum lengur“. Kyrrahafsferðin. Eflir B. L. Baldwinson. (Niðurl.). Næsta dag héldum við með gufuskipi upp Fraser-ána til New Westminster. Það er laglegur bær með nær 6.500. íbúurn, Þar [eru að eins ein ísl. hjón, Gunnar Jens- son og kona hans, en þau fundum við ekki. Svo héldum við upp til Vancouver og þaðan yíir fjöllin heim aftur, og lentum í Winnipeg 21. Júnf. Þegar ég er nú spurður um mitt eigið álit á vesturströndinni og framtfðarhorfum íslendinga þar, J>á eru svörin gueið. Mér leizt alstaðar vel á landið, J>ótti hver bletturinn öðrum fegurri. Lofts- lagið er þar ágætt og veðurblfða var þar hin rnesta meðan ég dvaldi þar. Islendingum virðist lfða vel, að svo miklu leyti sem ég gat séð, þó margir þeirra væru þar fátækir, sem við er að búast uni nýkomend- ur. En allir virtust þeir vera á- nægðir með lífskjörin og framtiðar horfumar. Ég gerði mér að skyldu að spyrja sem flesta, er ég átti tal við, hvort þeir vildu flytja aust- ur aftur, og með tveimur undan- tekningum var svarið hvervetna hið sama, að fólkið vildi ekki flytja aftur austur hingað. Þegar ég svo spurði hver væri ástæðan, þá voru svörin alstaðar þau sömu: “Veðurblfðan“. Fólkið taldi svo mikin mun á veðurblíðunní þar og og hér eystra, að það vildi ekki skifta um. Atvinna virtist mér vera nægileg alstaðar fyrir hvern þann, sem vildi vinna, og kaup er þar sæmilegt. Útsýnið, sjávar- loftið og margbreyttir atvinnuveg- ir til lands og sjávar, gera það að hagfeldum verustað fyrir hraust, hyggið og vinnufúst fólk. Menta- skilyrði fyrir uppvaxandi kynslóð- ina, eru í bezta lagi alstaðar þar sem ég kom við þar vesíra, og ég varð þess var að stjórnendur þar spara engan kostnað til þess að hafa og halda mentastofnunum sínum á eins háu stigi eins og fólks-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.